Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: 1 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEÍPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Slmar 2353 oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Slmi 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 24. júlí 1945 55. blað Landbnnaðnr Svía er til fyririuyndar Viðtal við Friðjón Jiilíusson búfræðikandidat Meðal þeirra mörgu íslenzku námsmanna, sem komu heim frá Norðurlöndum með Esju, var Friðjón Júlíusson búfræðikandidat frá Hrappsey á Breiðafirði. Hann hefir stundað nám við norskan og sænskan háskóla og verið um skeið búnaðarráðunautur í Sví- þjóð. Friðjón er giftur sænskri konu og eiga þau eina ársgamla dóttur. — Tíðindamaður blaðsins hitti Friðjón nýlega og átti tal við hann: — Hvenær fórstu utan? — Ég' fór til Danmerkur 1938 og stundaði jarðræktarnám á búgarði þar um sumarið. Haust- ið ° 1938 fór ég til Noregs og stundaði þar nám við bænda- kennaraháskóla í Asker, sem er í nánd við Osló. Síðan lauk ég prófi fx-á þeim skóla í des 1940. — Þú hefir þá ekki alveg ver- ið búinn að ljúka námi, þegar Npregur dróst inn í styrjöld- ina? — Nei, fyrrihlutaprófin eru að vorinu og stóðu þau sem hæst, þegar innrásin var gerð. Flestir námsmanna voru þá kallaðir í stríðið, en komu fljótt aftur. Flestir höfðu verið hand- teknir, en sleppt aftur. Innrásin seinkaði því fyrri hluta prófxrn- um, en seinnihlutaprófin fóru fram á hinum venjulega tíma, í lok desembermánaðar. Ég ætlaði strax til Svíþjóðar og halda þar áfram námi við háskólann í Uppsölum, en gat ekki fengið fararleyfi fyrr en í marz 1941. — Svo hefir þú haldið áfram námi í Svíþjóð? 0 — Já, ég hélt áfram námi við landbúnaðarháskólann í Upp- sölum og lagði einkum stund á fóðurfræði og kynbótafræði og lauk prófi í þeim greinum ásamt fleira um vorið 1944. Ég er eini íslendingurinn, sem stundað hefir nám við landbúnaðarhá- skólann í Uppsölum. Um tíma var ég í korn- og fóð- urjurtarannsóknastöðinni í Sva- löv, sem Svíar telja vera full- komnustu stöð sinnar tegundar í Evrópu. — Hvers konar tilraunir eru gerðar í Svalöv? — Þar eru gerðar tilraunir með korn- og grastegundir, vaxtarhæfni þeirra og kosti, og geröar á þeim kynbætur. Það er t. d. reynt að kynbæta koi'nteg- undir, svo að þær þoli betur frost, storma og rigningu. Einn- ig er reynt að fá sem sterkast- ar og stinnastar stengur, sem þola betur að bera hið þroskaða korn. Árangur þessara tilrauna er þegar orðinn mikill og vérður enn meiri með tíð og tíma. Til- raunastöðin í Svalöv hefir svo útibú víðs vegar um landið, þar sem tilraunum méð hinar ýmsu tegundir er haldið áfram. Ég kynnti méif einnig nokkuð jarð- rannsóknir í Uppsölum. — Hvað hefir þú svo starfað síðan náminu lauk? — Vorið 1944 fékk ég stöðu sem jarðræktarráðunautur bún- "aðarsambandsins i Vánersborg og var það í eitt ár, en gerðist þá ráöunautur í Kalmar í Suð- ur-Svíþjóð og var þar í þrjá mánuði, eða þangað til ég lagði af stað heim. Ég vil taka það fram, að mér féil í hvívetna vel við Svía. — Er sænskur landbúnaður ekki til fyrirmyndar? — Sænskur landbúnaður hef- ir tekið miklum framförum á síðustu áratugum. Einkum er það til fyrirmyndar, að hið opin- bera styrkir framkvæmdir bænda , með styrkjum um 25% og örvar það mjög framfarahug þeirra. Ef átvinnuleysi verður í SvíþjócJ eftir stríðið, er áformað að styrkja jarðræktarfram- kvæmdir allra bænda með greiðslum úr ríkissjóði, sem nema 60% af kostnaðinum. Ann- ars hefir búpeningsrækt, svína-, nautgripa- og hænsnajækt, far- ið nokkuð aftur á styrjaldarár- unum, einkum þó 1940—1942, sökum fóðurefnaskorts, en fóð- urvörur eru mikið innfluttar til Svíþjóðar. En það, að betur fór en á horfðist, má þakka því, að samgöngur hafa alltaf verið við Bandaríkin, og þaðan hefir vei'ið fluttur inn fóðurbætir. Ég teX að íslendingar geti mikið og margt lært af sænskum land- búnaði. Jarðvegsrannsóknir eru komnar á mjög hátt stig í Sví- þjóð, enda eru þær þýðingar- miklar, þegar ákveða á áburð- ai'þörf jarðvegsins. Svíar standa að því er talið er framar flest- um þjóðum í ræktun beitilands, sem þeir telja mjög mikils virði. — Hvernig er samtökum bænda háttað í Svíþjóff? — Ekki ósvipað og hér. Bænd- ur hafa með sér búnaðárfélög, sem svara til hreppabúnaðarfé- laganna hér, en svo eru búnað- arsambönd, er svipar til okkar búnaðai-sambanda. í Svíþjóð er eitt slíkt samband fyrir hyerja sýslu, nema í stærstu sýslunum, þar eru þau tvö. En það ber að athuga, að sýslurnar í Svíþjóð eru miklu stærri, því að í allri Svíþjóð, sem er fjórum sinnum stærri en ísland, eru aðeins 24 sýslur. Æðsta stofnun landbúnaðar- ins, sem gengur næst landbún- aðarráðuneytinu, er „Sveriges Landbruksförbund". Sú stofnun tekur allar þær ákvarðanir, er þýðingarmestar eru fyrir land- búnaðinn í heild, svo sem á- kvarðanir um verðlag og fleira. Sérhvert búnaðarsamband hefir stjórn, sem ræður starfs- fólk sambandsins og sér um framkvsemdir þess í aðalatrið- um. Öll búnaðarsamböndin h^fa a. m. k. þrjá ráðunauta, í garð- (Framhald á 8. siðu) Aðalfundur Búnaðar sambands Dala- og Snæfellsness Framhaidsaðalfundur Bún- aðarsambands Dala- og Snæ- fellsnessýslu var haldinn í Búð- ai'dal laugardaginn 30. júní síð- astliðinn. Þar var samþykkt að skipta Dalasýslu í tvö ræktun- arsvæði og eitt ræktunarsvæði ákveðið á Snæfellsnesi. Ásgeir Bjarnason bóndi í Ás- garði var kosinn í búnaðársam- bandsstjórnina í stað Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns, er gekk úr*stjórninni. Aðrir í stjórn sambandsins eru Gunnar Jónat- ansson verkstjóri, Stykkishólmi og Gunnar Guðbjartsson bóndi á Hjarðarfelli. 1 datf birtist á 3. síSu grein eftir Dan- iel Ágústínusson, „Framfarir eða skýjaborgir." Á 4. síðu er grein eftir . Þórð Njálsson bónda í stapadal um framkv. skattalö^gjafarinnar. Hví má ekki segja, hver bægði oaz- ismanum frá dyrum þjóðarinnar? Sýnishorn 1. -Barátta Ölafs Thors gegn dýrtíðínni Hver treystir slíkum manni? Fyrir nokkru birti Tíminn ummæli Þjóðviljans varðandi viðhorf hans til stríðsaðilanna. Vöktu ummæli þessi mikla at- hygli. Sýndu þau ótvírætt, að aðstaða Rússa í styrjöldinni réði öllu um skrif kommúnistanna á íslandi. Fóru þeir því oft í gegn um sjálfa sig og standa nú afhjúpaðir sem erlendir veðurvitar frammi fyrir alþjóð. Annað hliðstætt fyrirbrigði, en öllu örlagaríkara, hefir gerzt í innanlandsmálum þjóðarinnar síðustu árin. Formaðúr Sjálf- stæðisflokksins, 'Ólafur Thors, hefir leikið furðulegt hlutverk í baráttu þjóðarinnar gegn vaxandi dýrtíð og sá meirihlut\ flokksins, sem jafnan hefir fylgt honum. Framan af styrjöldinni -hafffi Ólafur Thors stór orð um skelfingu dýrtíffarinnar, en persónulegur metnaður og gróffa- von hefir látiff hann snúast hatramlega gegn eigin kenn- ingum. Tíminn mun í næstu blöðum bregða upp fyrir lesendur sína nokkrum þessum ummælum Ólafs Thors, svo að þeir geti kynnzt þessum stríðsgróðamanni betur og þvi háskasamlega hlutverki, sem hann og flokkur hans hefir leikið i dýrtíðar- málunum síðustu árin. Einnig verður Morgunbl. leitt til vitn- is, eftir því sem ástæða þykir til. Morgunbl. kallar málflutning Framsóknarmanna á fundun- um í vor „dýrtíðarstaglið“ og segir orðrétt 18. júlí: „Allt á aff vera aff fara á hausinn til lands og sjávar. Kaup- iff og launin þiyfti aff lækka á síffasta hausti og afurffaverffiff átti líka aff lækka, segja Tímamenn sí og æ. Af því að þetta fékkst ekki, kom ekki til mála, aff þeiri'a flokkur yrffi meff í stjórnarsamvinnunni“. Og Mbl. er alveg undrandi yfir þessari afstöðu Framsókn- armanna. . .1 marz 1942 sagffi Ólafur Thors í þingræffu, er gerffardóms- lögin voru á dagskrá: „I öllum siðmenningarlöndum er nú háff hörff barátta gegn dýrtíffinni. Og alls staðar er þeirri herferff þagaff á sama hátt. Allir stefna öllum árásum á sömu tvo höfuðóvini, hækkun kaupgjalds og hækkun afurffaverðs. Hvers vegna? Þaff er vegna þess, aff allir hafa fyrir löngu gert sér ljóst, aff þaff er þetta tvennt, kaupgjaldiff og afurffaverffiff, sem skapar verð- bólguna. Hvert verfflagiff skapar annað, en bæffi skapa þáu dýrtiffaéskrúfuna, sem allt veltur á aff stöffva. En sá, sem berst fyrir dýrtíffinni,jsr ekki affeins FJANDMAÐ- UR SPARIFJÁREIGENDA, GAMALMENNA, EKKNA OG MUN- AÐARLEYSINGJA og annarra, er afkomuvonir hafa byggt á peningaeigp effa peningakröfum. Nei, HANN ER EINNIG BÖÐ- ULL FRAMLEIÐENDA OG LAUNAMANNA OG RAUNAft AL- ÞJÓÐAR. Viff okkur íslendingum blasir bölvun framtíffarinnar óvenju skýr og ótvíræð, sé verffbólgan látin óhindruð... Segjum, aff Alþýffuflokkurinn og kommúnistar hefffu sigr- aff og kaupgjald og verfflag fengiff óhindraff aff eigast viff. Segjum, aff vísitalan hefffi ekki veriff stöffvuff neitt nærri 183 stigum, eins og nú er, heldur t. d. komizt í 500, effa rétt h'ærra en í síffustu styrjöld, og auffvitaff væri kaupgjaldiff og verðlag- iff í réttu hlutfalli. Hvaff skeður þá? Þaff, sem skeffur er þetta: Þegar tekjur ríkissjóðs bregffast,, en jafnframt hlaðast á hann nýjar kvaffir og skyldur, þá lækk- ar Alþingi á einni kvöldstund meff einni lagabreytingu dýrtíff- aruppbætur embættis- og sýslunarmanna úr 400% í 300% effa 100%, eftir því sem fjárhagur ríkisins krefst. í kjölfariff og#fast á eftir sigla ríkisstofnanir, verzlanir, sem viðskipti missa, framléiffendur, sem þola verffa markaffsmissi og verfffall o. s. frv. Þetta er þaff, sem koma mun, ef barátta Sjálfstæffisflokksins og Framsóknarflokksins gegn dýrtíffinni yrffi brotin á bak aftur“. Og enn kvað Ólafur, eftir að tíann hafði brugðið upp þessari mynd af ástandinu, er vaxandi dýrtíð mundi skapa: „Hver þorir aff segja, aff hann vilji þetta? Enginn. En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja hvaff í vændum er, ef þjóffin æffir áfram í gullleit og gróffavímu á feigffarbraut vaxandi dýrtíffar. Þeir sjá hruniff, sem þá bíffur íslendinga, verffleysi peninganna, afnám eignarréttar upplausn sjálfs þjóffskipulagsins“. Nú rekur Ólafur Thors þetta erindi kommúnista, „gegn sparifjáreigendum, gamalmennum, ekkjum og munaffarleys- ingjum". Nú er hann „böffull framleiffenda, launamanna og raunar alþjóffar". Þessi sjálfslýsing mun vera einsdæmi. Skyldi nokkur annar flokkur í veröldinni eiga slíkum for- ingja á að skipa? 1939 vitnaðí Morgunblaðíð ellefu sínnnm í eíimi grein til orða og gerða Hermanns / Jónassonar í síffasta tölublaði Tímans birtist rækileg frásögn eins heims-t blaðsins, „Times“, af skiptum íslendinga við stórveldin og fram- komu þeirra á styrjaldarárunum. Var boriff hiff mesta lof á fs- lendinga og íslenzk stjórnarvöld, alveg sér í lagi þó fyrir hina ein- dregnu neitun íslenzku ríkisstjórnarinnar í marzmánuði 1939, þegar Þjóffverjar hugðust aff knýja fram réttindi til flugstöðva, er hefffu getaff orffiff örlagarík fyrir þjóffina og jafnvel allar þjóff- ir heimsins. Á sunnudaginn var hendir svo Moreunblaðið sú leiðinlega og ó- smekklega skyssa, að það rýkur upp með írafári út af því, að Títíiinn hafi sérstaklega þakk- að Hermanni Jónassyni, þáver- andi forsætis- og utanríkismála- ráðh.,-hin giftusamlegu mála- lok, er stjórnin hratt af höndum sér \ ásælni þýzku nazistanna. Býr þarna sýnilega á bak við megn afbrýðisemi vegna þess, hve formaðu'T Sj álfstæðisflokks- ins var lítið við þetta riðinn, sem þó, út af fyrir sig, þyrfti ek*ki að vera álasvert, þar eð hann var þá alls ekki í neinni valdaaðstöðu hér á landi. Allur blekaustur Morgunblaðsins er því frumhlaup hið mesta, eins og bezt sést á því, að í Reykja- víkurbréfum þess þennan sama sunnudag, er það helzta rök- semdin í þessu máli og á það lö^ð sér§tök áherzla, „aff hér var öll ríkisstjórnin aff verki“. „Þessir aðilar ákváðu einum rómi að synja Þjóðverjum um rétt til 'flugvallagerðar á ís- landi“, segir þar. En hins er ekki Iátiff getiff, að ríkisstjórnina skipuðu þá Eysteinn Jónsson og Skúli Guffmundsson, auk Her- manns Jónassonar, og naut hún aðeins stuffnings Framsóknar- manna og Alþýffuflokksins. Það skal ósagt, hvort höfund- ur Reykjavíkurbréfsins hugsar sér að koma því inn hjá lesand- anum með þessum ummælum, að þjóðstjórnin hafi verið komin á laggirnar, þegar þetta gerðist. Sé svo, væri vert að minna hann á gamlan -málshátt, sem í felst speki óhlutvandra manna: „Þeir eiga ekki að stéla, sem ekki kunna að fela“. Á svipaðan hátt mætti segja: Þeir menn verða að vera minnugir, sem ekki hirða um sannleikann. Annars er óþarft að deila um þaö, á hverjum þessi alda er- lendrar ásælni hafi fyrst og fremst mætt. Það er á vitorði flestra, er láta sig það mál skipta, jafnvel langt út fyrir landsteinana. Ep til þess að gera Morgunblaðinu ofurlitla úr- lausn i þessu máli, sem þáð hefir misséð sig svona hrapallega á, skal það sjálft leitt til vitnis. Á útmánuðum 1939 var tals- vert skrifað um hina þýzku heimsókn og kröfu í blöðin ís- lenzku. Meðal annars birtist í Morgunblaðinu ritstjórnargrein um málið hinn 25. marz. Var þar í upphafi sagt frá fyrstu lausa- fregnunum um komu Þjóðverj- anna (er, Morgúnblaðið hafði áður verið búið að kynna sem veðurfræðinga og landmælinga- menn og jarðfræðinga) og komu gestanna og kröfu síðan lýst. Þar næst var vikið að afgreiðslu máLsins, en svo einkennilega vill I til, aff allaa- þær upplýsingar, sem Morgunblaffiff getur gefið lesendum sínum í þessari rit- stjórnargrein, eru beinlínis hafffar eftir forsætisráffherran- um, það er aff segja Hermanni Jónassyni. Það virðist svo sem jafnvel Morgunblaðið hafi í þá daga talið hann hafa haft ein- hver afskipti af málinu. Skyldi það geta verið, aö þessi veðra- brigði í ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins stafi af því, að nú er fyrst á daginn komið til hlítar, hvílíkt ágætisverk það var að vísa kröfunni svo ein- dregið á bug, sem gert var? En hvað sem þeir segja nú í Morgunblaðinu og í hvaða skyni sem þeir gera það, þá var þar svo að orði komizt 25. marz 1939, er lýst hefir verið kröfunni, þar sem ætíð er beinlínis skír- skotað til frásagnar forsætis- ráðherrans: „Forsætisráðherrann kvaðst hins vegar þegar hafa tjáff þýzka ræðismanninum hér, aff þetta með réttindin myndi vera byggt á misskilningi hjá hinu þýzka flugfélagi (þ. e. Luft- Hansa). Félagiff hefffi aff vísu fengið hér meff sérstökum samn- ingi beztu kjara réttindi til árs- ins 1940 — þ. e. a. s. félagiff skyldi hafa öll hin sömu réttindi sem erlend flugfélög fengju. En (Framhald á 8. siðu) Fyrsfti bátarnir frá Svípjód koznnir Til íslauds eru nú komnir þrír fyrstu bátarnir frá Svíþjóð. Eru þeir allir gamlir, einn tíu ára, en hinir t'veggja og þriggja ára. Þeir eru þó mjög góðir og traust- byggðir. Þeir eru um og yfir 70 smál. að stærð. Tveir þeirra komu til Reykjavikur i gær- morgun, en sá þriðji kom til Siglufjarðar á laugardag. Um verð bátanna er það að segja, að er mjög hagstætt eða um 120 þús. sænskar krónur, en til samanburðar má geta þess, að bátar þeir, sem íslenzka ríkis- stjórnin hefir samið um kaup á munu kosta um 500 þús. ís- lenzkar ki-ónur, enda eru þeir að ýmsu leyti nokkru fullkomnari. Góð heyskapartíð norðanlands Úr Skagafirði var blaðinu sím- að um helgina, að þar hafi ver- ið einmuna • góð heyskapartið alla síðastl. viku og sláttur gengið mjög vel, það sem af er sumrinu. Heyfengur er talinn i meðallagi. Sunnanlands hefir heyskapur ekki gengið eins vel og norðanlands, vegna votviðra og lítilla þurka. Grasspretta er hins vegar talin vel í meðallagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.