Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 2
TtMINN, þriðjudagmn24. júlí 1945 55. Mað Þriðjudagur ii4. jjúlí Befra símasamband Þróunin í þjóðfélaginu stefnir sífellt í áttina til meiri og tirari viðskipta samþegnanna, hvar á landinu, sem þeir búa. Þessi þrqun krefst síaukinnar tækni, sem geri fleiri og fleiri lands- manna kleift að ná hver til annarra með fljótum og ör- uggum hætti. í þessu efni er tvennt mikilvægast. Annað eru greiðar samgöngur. Hitt er gott og greitt tal- og skeytasamband. Hvað síðara atriðið snertir, er síminn mikilsverðasta tækið hér á landi. Hann á einnig orðið all- langa sögu að baki, og notkun hans og útbreiðsla hefir aukizt jöfnum skrefum, allt frá því að Hannes Hafstein og fylgismenn hans létu hefja símalagningu hér á fyrsta tugi aldarinnar. En þrátt fyrir þennan vöxt, er eins og aukning símakerfisins hafi ekki verið svo mikil, að það sé til jafns við aukna notkun og þörf landsmanna, þótt ekki sé tekið með í reikninginn, hversu mörg byggðarlög eru enn síma- laus. Þetta hefir komið berlegast í ljós á síðustu árum: Veldur því allt í senn: fjörugra viðskiptalíf en áður, símanotkun erlendra manna, mikil o'g bráðnauð- synleg útþensla símakerfisins og vaxandi kröfur manna um greiðara samband við umheim- inn. Hafa jafnvef orðið svo mikil brögð að þessú, að símans eru víða ekki hálf not, eins og þeir þekkja bezt, sem búa við smástöðvarnar úti um land. Þar er ekki óalgengt, að menn biði allan símatímann, jafnvel dag eftir dag, án þess að fá samtal, sem ef til vill hefir þó verið pantað fyrirfram. Aðalstöðvarn- ar eru drottnandi á yfirhlöðn- um símalínum, svo að smástöðv- arnar komast ekki að, þrátt fyrir góðan vilja símaafgreiðslu- fólksins um að láta alla njóta réttar síns. Þetta ástand er óþolandi, enda eru uppi háværar kröfur um það, að úr þessu verði bætt svo fljótt og vel, sem kostur er. Hvílir á ríkinu og landssíman- um sérstök skylda í þessu efni, þar sem mikil hækkun hefir verið gerð á símagjöldum, auk þess, sem flest símtöl eru nú orðin hraðsamtöl, sem aftur verkar einnig sem mikil hækk- un símgjalda. Jafnhliða því, sem fram fer nauðsynleg útþensla símakerfis- ins, verður því að fjölga línum stórlega og auka þær, svo að hægt sé að afgreiða með sjálf- sögðum hraða og öryggi þau símasamtöl, sem símanotendur krefjast. Það ástand, er nú ríkir í þessum málum, er óviðunandi, og landsmenn geta ekki öllu lengur búið við það. Þeir hafa umborið það með þolinmæði, meðan þeir vissu, að erfitt var úr að bæta vegna stríðsástands- ins, en þegar þær ástæður eru ekki lengur fyrir hendi, verður þetta að vera eitt af því, sem verður látið sitjau fyrirrúmi að kippa í liðinn. Þjóðlífið'og við- skiptahættirnir krefjast þess, að allir landsmenn hafi aðgang að greiðu talsambandi, alveg eins og góðar og greiðar samgöngur ; eru þjóðfélaginu lífsnauðsyn. í þessu sambandi er vert að minnast á tillögu, er þrír þing- menn Framsóknarflokksins, Skúli Guðmundsson, Sveinbjörn Högnason og Bjarni Ásgeirsson, fluttu á síðasta þingi. Sam- kvæmt henni var til þess ætl azt, að póst- og símastjórnin léti rannsaka möguleika á þvi, að útvega efni til símalagninga og talstöðva, er nægði til þeás að koma öllum sveitaheimilum landsins í öruggt símasam- band á næstu árum og gera áætlanir um þann kostnað, sem þetta hefði í för með sér. Skyldu ,<niðurstöður þessara athugana lagðar fju-ir næsta þing. f greinargerð, sem þessari þingsályktunartillögu fylgdi, var þess getið, að eins og sakir stæðu væri nú aðeins sími á fjórða hverju sveitabýli. Þar er því fyrir hendi mikið^verkefni til úrlausnar á næstu tímum, jafn- hiiða því, sem símalínumar eru Á víðavangi „Mín var að engu getið“. Það er gam^ll siður að bera lostæti á borð á helgum dögum. Húsmóðirin setur upp hreina svuntu, og börnin koma greidd og þvegin í sæti sín. Þennan sið hefir ^átt að viðhafa á heimili Morgunblaðsins á sunnudaginn, því að sjálfur forsætisráðherr- ann hefir gefið sig í að kokka leiðarann handa því. En því miður ber sú grautar- gerð ekki merki þess, að hann sé smekkvís í þeirri starfsgrein. Allt hefir farið í hand^kolum, baunirnar brunnið við,'svunta húsmóðurinnar bíast út og börn- in verið fýld yfir ómetinu. Ástæðan til þessara leiðinlegu mistaka virðist vera sú, að ný- lega birtist á forsíðu Tímans frásögn brezka stórblaðsins „Times“ af því, er Þjó'ðverjar gerðu harðar kröfur á hendtir íslendingum um flugstöðvar hér á landi snemma árs 1939. Ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar, er þeir Eysteinn Jónssön og Skúli Guðmundsson áttu sæti í jafn- framt honum, fór þá með völd með stuðningi Framsóknar- manna og Alþýðuflokksins, og var Hermann utanríkismála- ráðherrann. Hún neitaði alger- lega að verða við þessari kröfu — „hér var að verki öll ríkis- stjórnin“,leins og Jón Kjartans- son orðar það í Reykjavíkurbréfi sínu, sama. dag. Og hún naut fyllsta samþykkis stuðnings- flokka sinna. En núverandi forsætisráð- herra var lítið við þessa atburði riðinn. Og þegaV þjóðstjórnin var mynduð mánuði síðar, var Stefáni Jóhanni Stefánssyni falið útanríkisráðherraembætt- ið,'hvaða ástæður, sem kunna að hafa íegið til þeps. Hin karl- mannlega og afdráttarlaúsa neitun er aftur á móti sá at- burður i .íslenzkri stjórnmála- sögu á seinni árum, sem mesta tiltrú hefir skapað íslendingym erlendis. En það er óþarft fyrir irúverandi forsætisráðherra að stökkva upp á nef sér, þótt hans sé ekki sérstaklega getið í því sambandi, því að til þess standa ekki efni. Ekki er flas til fagnaðar. Það var ekki lítið um dýrðir, þegar stjórnarfákurinn geystist úr hlaði með eldlegt fax og gull- búin tygi. Aldrei mun nein rík- isstjórn á íslandi hafa látið annað eins yfir sér og kynnt til- komu sína með þvílíkri viðhöfn og trumbuslætti, enda engin ríkisstjórn verið jafn fjölmenn. En nú er eins og fákurinn sé farinn að letjast undir sexmenn- ingunum, tygin orðin snjáð og gneistarnir hættir að fjúka af faxinu. Fyrsta þreytumerkið var sú viðurkenning' Péturs Magn- ússonar, að öllu væri stefnt í beinan voða, ef stefnu stjórnar- innar í fjármálum og atvinnu- málum væri fylgt. Síðan hafa birzt mörg augljós merki þess, að reiðin getur ekki endað nema á einn veg. Klárinn hlýtur að springa á Tröllahálsi dýrtíðar og óstjórnar. Hér gerir aðeins illt verra, þótt Brynjólfur og Áki slái í og Ólafur berji fótastokk- inn. Það getur aðeins hraðað þeim örlögum, sem þeim eru bú- in á þessari helreið. Það verður líkt um nýsköpunina, sem þeir lofuðu, og segir í einni vísu Khayyáms gamla, að „enginn veit, hvert söngvafuglinn flaug, sem fyrir skömmu Ijóð í grein- um kvað.“ „Dauðir rísa ei.“ En þessir ógæfusömu riddarar vilja ekki taka það ráð, sem skárst væri: að stíga af baki og fá öðrum betri mönnum taum- ana. í þess stað halda þeir upp- teknum hætti og reyna að leiða athygli fólksins frá auðnuleysi sínu með því að bera hvers kon- ar sakir á aðra. Af þessum toga er spunnin sú herferð, sem gerð að öðru leyti auknar svo ræki- lega, að þær fullnægi sjálfsagðri og vaxandi þörf landsmanna tií samskipta sín á milli. Það er krafa, sem landsmenn ættu að standa fast saman um. hefir verið gegn ýmsum for- ustumönnum í þjóðfélaginu, svo slysaleg, sem hún hefir þó orðið. Þar hefir einn ráðherrann stundum fundið sig til knúinn að bera allt til baka, sem annar lét segja með miklum belgingi og offorsi, eins og til dæmis þegar Pétur Magnússon varð að biðja afsökunar á frumhlaupi kommúnista í Landsbankamál- inu. ' En um það virðist gott sam- komulag í þessari einstæðu rík- isstjórn að sitja meðan sætt er — stíga ekki af baki meðan klárinn stendur. Helzta von þeirra er aukin brennivínssala. Á brennivínsgróðanum hugsa þeir sér að lifa og fleyta ríkis- búskapnum eitt miss^rið enn. Þeir vita sem er, að þeir eiga einskis góðs að yænta af þjóð- ini, þegar sú stund rennur upp, að blekkingar og skrum gagnar ekki lengur og hinn nöturlegi sannleikur um eðli núverandi stjórnarstefnu verðu’r öllum ljós. Þeir hugsa því sem svo: „Drekktu í dag, því dauðir rísa ei.“ Þeir hafa sjálfsagt rétt fyrir sér um síðara atriðið. Hvort sú ályktun, sem felst í fyrri hlut- anum, er jafn giftusamleg, er allt annað mál og miklu va;fa- samara. Bifreiðaverzlun rikis- stjórnarinnar. 0 Einn atvinunvegur er það, sem hefir blómgazt mjög hjá ríkis- stjórninni, auk brennivínssöl- unnar. Það er sala á bifreiðum. Þessar bifreiðar, sem ríkis- stjórnin selur, eru keyptar fyrir lítið fé hjá herliðinu. Nýjustu og beztu bifreiðarnar hefir her- ^iðið þó ekki selt, heldur eru þær allar fluttar úr landi. Margar af þessum bifreiðum eru þannig leiknar, að það verður að draga þær í gang. Enginn efi er a því, að margt af þessu er hið mesta skran og stórhættulegt á vegum úti, vegna stórra galla. Til þess að annast sölu á þessum bifreiðum hafa verið skipaðar margjar nefndir pg vita víst að- eins fróðustu menn, hve þær eru orðnar margar. En viðkomandi verðinu á þessum bifreiðum er það að segja, að kúnnugir hafa skýrt Tímanum frá því, að bif- reiðai’, sem eru keyptar á svört- um markaði í Ameríku og flutt- ar hingað heim, kostj ekki nema lítinn hluta af því, sem bifreið- ar ríkisstjórnarinnar eru seldar fyrir, og eru þær þó yfirleitt miklu lélegri. • • Haganleg nefndarskipun. Það vakti athygli, að eftir^.ð búið var að skipa eina nýja nefnd til að sjá um, að réttar bifreiðar kæmust í hendur réttra manna, »var skipuð önnur nefnd til að veita móttöku ýmsu því, sem keypt hafði verið af setu- liðinu, og í þeirri nefnd eru þeir Geir Zoéga vpgamálastjóri og Valgeir Björnsson haífnarstjóri. En þeir eru, eins og kunnugt er, meðeigendur hlutafélagsins Ræsis, sem hefir bílaviðgerðir og innkaup og sölu á vélum. Tíminn hefir það eftir áreiðanlegum heimildum, að þessi móttöku- nefnd sé byrjuð að selja hinum og þessum, þar á meðal að þess- ir tveir menn selji hlutafélaginu Ræsi eitt og annað, með öðrum orðum ^jálfum sér, og væri fróð- legt að vita, hvort verðlagseftir- litið fylgist með því, fyrir hvaða verð þessir hlutir eru seldir og með hvaða verði þeir verða síð- an seldir út úr verzluninni aftur. Það væri t. d. æskilegt að fá að vita, með hvaða verði þeir seldu hlutafélagi sínu öxlastálið og meSj hvaða verði það er selt út úr verzluninni aftu’r- „Fiskurinn hefir fögur hljóð, ei finnst hann oft á heiðum“. Mörgum mun hafa flogið þessi alkunna öfugmælavísa í hug, er þeir lásu Reykjavíkurbréf Mbl. á sunnudaginn var um það, að Framsóknarflokkurinn hefði lagt til, að kaupgjald yrði hækk- að á síðastliðnu hausti. Og að fyrir því liggi skrifleg gögn. Hvers vegna hafa þáu aldrei verið birt? Fróðlegt væri að sjá þ^tu, Það mun verða jafn örðugt fyrir Mbl. að sanna þessa fjar- stæðu og ef það ætti að sanna „að ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum“. Vér bíðum gagnanna. Þetta er Alþingi að kenna1. Vörn Mbl. í áfengishneyksl- inu ér hin aumasta. Það skellir skuldinni á Alþipgi, rétt eins og meirihluti þess sé eitthvað ann- að en ríkisstjórnin. Hún neyðist svo til að framkvæma vilja þess.i Sannleikurinn er sá, að meiri- hluti Alþingis og ríkisstjörnin hefir þrautpínt allt með nýjum sköttum, nema stríðsgróðann, til að standast hina gegndar- lausu eyðslu ríkissjóðs. Horfir fjármálaráðherra fram á stór- felldan greiðsluhalla, ef ekki tekst að auka áfengissöluna svo, að hún nemi um kr/50 milj. í ár eða meira. Þessu takmarki á að ná með nokkrum nýjum vínbúðum, svo mönnum verði gert auðveldara að ná í vínið. Og Mbl. hefir komið með þá til- lögú, að vín yrði selt í hverri matvöruverzlun í bænum. Það er eina vonin að fleyta ríkis- sjóði. Afleiðingarnar sjá svo all- ir. Fangelsin alt of lítil. Lög- reglan of fámenn. Vandræði á vándræði ofan. Þetta er nú „ný- sköpun“ í lagi segja menn. Á- standið er vissulega orðið í- skyggilegt, þegar afkoma þjóð- arbúsins veltur eingöngu á því, að drykkj uskapurinn sé magn- aður sem mest og stjórnin telur það eitt af íiöfuðverkefnum sín- um að greiða sem bezt fyrir sölu áfengis. Launalögin. Alltáf skýtur upp nokkrum ótta hjá íhaldinu vegna af- greiðslu launalaganna. Og eftir fundina, er Mbl. gagntekið sárri iðrun. Á þeim hefir stjórnarlið- ið fundið það mælast illa fyrir, að jafnvel lægsta launaflokki eru tryggðar 14—16 þús kr. eftir fárra mánaða nám. Þetta eru sömu tekjur, sem Dagsbrúnar- verkamenn, meðalbændur og sjómenn á vélbátaflotanum hafa (Frajnhald á 8. síðu) ERLENT YFIRLIT % Hver verðaörlögTyrklands? Eitt af þeim vanda- og deilu- málum, sem biða úrlausnar Potsdamráðstefnunnar, er fram- tíðarskipan mála á Balkan- skaga. Er í því sambandi vert að nefna Tyrkland sérstaklega er þykir mjög mikilvægt vegna Dardanellasunds. Vitað er, að Rússar sækjast þar ákaft eftir auknum ítökum og óttast Tyrkir það, að Banda- menn verði þeim of eftirlátir. Tyrkir kjósa helzt samvinnu við Breta um sundið og ættu Bret- ar að vera fúsir þeirrar sam- vinnu, þar sem þeir éiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Sú þjóð, sem gæti haft voldugan flota á Svartahafi og hefði um- ráð yfir sundinu, gæti ógnað Miðjarðarhafsflota Breta og siglingaleiðinni til Indlands, og væri í ískyggilegri nálægð við Suezskurðinn. Að öllu þessu at- huguðu gefur það að skilja, að ákvörðunum þríveldaráðstefn- unnar viðvíkjandi Dardanella- sundi verður veitt mikil athygli víða um heim. Rússar hafa í seinni tíð sótzt mjög eftir auknu vinfengi við Tyrki, og þeir hafa tekið vel á öllu, en farið sér rólega. Tyrk- nesku blöðin hafa hips vegar rætt mikið um nauðsyn aukinn- ar vináttu við Bandamenn og sá sérstaklega Breta. Tyrkir virðast nú vera mjög fýsandi aukinnar samvinnu við þá. í Tyrklandi hefir oft verið deilt á Tito, og má segja það, að í tyrknesku blöðunum komi greinilega fram ótti við aukin í- tök Rússa á Balkanskaganum. Tyrkir æskja þess, að engin þjóð hafi annarri fremur ítök í lönd- um nágranna sinna, Búlgaríu og Rúmeniu. Þeir vænta þess því, að þessum löndum verði hið fyrsta/ veitt fullt og óskorað frelsi. Þjóðirnar á Balkanskaganum eru tortryggar í garð Tyrkja, enda er hamrað á því, að í upp- hafi styrjaldarinnar hafi ekki mátt á milli sjá, hvort þeir held- ur fylgdu Bandamönnum að málum eða möndulveldunum, og telja sumir, að um tíma hafi verið nærri því komið, að þeir skærust í leik og gengju í lið með möndulveldunum í styrj- öldinni. Telja þeir, sem halda þessu fram, að það þurfi ekki að gera Tyrkj um hátt undir höfði eða taka mikið tillit til óska þeirra, þegar til landamæraá- kvarðana kemur. Tyrkjum til afsökunar má benda á þá stað- reynd, að það voru ekki þeir einir, sem í upphafi styrjaldar- inar voru á báðum áttum, hvort þeir ættu heldur að styðja þýzka ofbeldið eða frelsisbaráttu Breta og síðan Bandamanna. Þó munu Rússar hafa gengið þar einna lengst, þar sem þeir beinJínis tóku þátt í styrjöldinni með Þjóðverjum í Póllandi og létu þá fá matvæli og aðrar vörur í stór- um stíl. Enginn lætur sér þó nú koma til hugar að sækja þá til ábyrgðar fyrir þennan stuðn- ing við nazismann. Er þá meiri ástæða til að láta Tyrki sæta á- byrgð fyrir minni afbrot? Tyrk- ir fóru að vísu ekki í styrjöldina fyrr en á seinustu stundu, þegar fullvíst vár um úrslitin, en það voru fleiri þjóðir, sem eins fóru að. Saka, utanríkismálaráðherra Tyrkja, lýsti því yfir í San Francisco, en hann sat ráðstefn- una þar, að land hans væri fúst til samvinnu við aðrar þjóðir á grundvelli Dumbarton Oaks- ráðstefnunnar. Stjórnmálíimenn í Bretlandi hafa upp á síðkastið talið mögu- leika fyrir því, að Rússar gætu einir og á sína ábyrgð leyst vandamálið með framtíðarskip- un mála við Dardanellasund. Hvort þeír gera það, verður ekki sagt að svo stöddu, a. m. k. er líklegt, að þeir bíði unz Pots-5 dam-ráðstefnunni lýkur. En; Tyrkir aðhyllast ekki slíka af-fc'} greiðslu, enda sjá þeir i hvern voða hagsmunum þ'eirra kynni að vera stefnt. Sízt af öllu vilja þeir gera að engu hina löngu baráttu sína fyrir yfirráðunum við sundið. Það er talið, að þegar utan- ríkismálaráðherra Tyrklands sat ráðstefnuna i, San Francisco, hafi hann kynnt utanríkis- (Framliald á 8. síðu) ZADDIR NAÍRAHNANNA í forustugrein í Vísi á laugafdag er rætt um framleiðsluafköst og nýtingu hráefna „Til skamms tíma hafa menn lítt hirt um margs kyns urgangsefni hér á landi. Sú var tíðin, að í surh- um veiðiþorpum var tæpast lend- andi við bryggjur með því að haug- ar af hausiun og öðru beinarusli námu jafnhátt bryggjunni, þótt sjórinn tæki auk þess riflega til sín og flytti á brott sumt af því, sem í hann ýar varpað. Mönnum lærð- ist að hér var verið að varpa fé á J glæ og ráðizt var í að íreisa beina- mjölsverksmiöjur, sem flestar voru þó ófullkomnar að tækjum og ó- heppilegar til rekstrar, með því að úrgangsefnin voru ekki unnin nema að nokkru leyti og framleiðslan al- gerlega einhæf. Beinakaup verk- smiðjanna urðu mörgunv útvegs- manni drjúg tekjulind á kreppuár- unum og munu hafa riðið bagga- mun hjá sumum hverjum um rekst- urinn.“ Enn segir í grein þessari: „Nýlega hefir fagmaður, sem ferðazt hefir um Vestm'heim og kynnt sér meðferð fisks og nýtingu úrgangsefna þar, lýst yfir því, að hér færi of margt til spillis, sem nýta mætti af fiskúrgangi. Enn fremur mætti taka upp nýjar vinnuaðferðir, sem lækkuðu fram- leiðslukostnað allverulega. Hvoru tveggja þessu ber að gefa gaum, og einmitt í verklegum efnum eig- um við að læra af þeim þjóðum, sem lengst eru komnar á því sviöi. Það er vitað, að beinamjölsverksmiðjur hafa verið byggðar og reknar af vanefnum víða um land, en af þeim sökum hefir rekstur þeirra stöðvast. Tilraunir hafa verið gerðar á rann- sóknarstofum Fiskifélagsins um. framleiðslu á fiskilími, og þær munu hafa gefið góðan árangur, en lengra áleiðis hefir málinu ekki verið þokað. Verðmætum er að þessu leyti annaðhvort varpað á sæ út eða þau grafin í jörð sem áburð- ur á tún í bezta falli. Vafalaust eru ýmsir erfiðleikar á byggingu hæfi- legra verksmiðja, er annað gætu þessum verkefnum og reknar yrðu á fjárhagslega tryggum grundvelli. Vafasamt er, hvprt slíkar verk- smiðjur yrðu reknar nema með tapi, sem leiðir af dýrtíðinni í land- inu og háu kaupgjaldi. Meðan svo standa.sakir verður allt brautryðj- andastarf erfitt, en það breytir hins vegar engu um það, aö með tjð og tíma verður unnt að nytja þessi verðmæti að hætti,, siíjaðra þjóða, þótt það kunni að dragast enn um skeið vegna óvenjulegs á- stands í landinu." * * * í Dýraverndaranum var fyrir nokkru grein eftir Valtýr Guðmundsson á Sandi. Nefnist hún „Kennið þeim að sjá og heyra.“ Þar segir: „Því fer betur, að þögn vetrarins er ennþá rofin með léttu vængja- taki og ljúfum söng. Ég segi ennþá, vegna þess, að sú kalda staðreynd er skráð feitu letri í vitund allra hugsandi manna til lands og sjávár, að flestum tegundum islenzkra fugla fækkar allt af ár frá ári. En hvað veldur? Um það vil ég ekki dæma, þó að mér segi svo hugur um, að mannsins hönd kunni að vera þar miklu ráðandi sem og á fleiri sviðum, og er slíkt illa farið. En til þess að kippa slíku í lag þarf stærra átak en það, sem felst í þessum línum. Þó kynni þær að tiafa þau áhrif, að þið, sem lesið þær, gerið þótt ekki sé nemji tilraun hver um sig, að reyna fækka örlítið þeim óheillasporum, sem vinir ykk- ar, kunningjar eða nágrannar stíga að gamni sínu ...... — að gamni sínu segi ég, •— því að ég tel það enga óhæfu, þótt hungraður maður veiði sér í soðið og- fátæklingur afli sér gjaldeyris fyrir málsverð til næsta dags á þeim sviðum, sem leyfileg eru. En hitt tel ég óhæfu þegar dýralífi landsins er misþyrmt á hinn herfilegasta hátt, einungis að gamni sínu.“ Enn segir Valtýr í grein sinni: I „Kennið þeim „að sjá og heýra".. unglingunum, sem varla geta klætt sig hjálparlaust, eri fara þó niður að ánni eða læknum með byssu- laupa feðra sinna, læðast eins refir kringum eyðurpar og skjóta hold- lausar endur o| álftir, sem eru óætar hverjum manni ..,. ungling- ■unum, sem heilsa fyrstu vorboöun- u;n með dynjandi skothvellum, án þess að hirða hið minnsta um, hvort heldur þeir deyða eða særa fuglinn, sem skotið er á — ef þá að miðað er á nokkurn vissan ein- - stakling, en það er því miður alloft algengt, að skotið sé I hópa, og er slíkt hrein og bein villimennska, eða þá, að þeir hinir sömu vita ekki hvað þeir eru að gera. Kennið þeim „að sjá og heyra" .. börnunum, sem henda steinum í hvítfuglinn, sem sækir eftir éti frammi á höfninni við sjávarþorpið, eða grýta ungahópana þegar þeir synpa fram með f jörunni ..... Leið- ið börnunum fyrir sjónir, hversu grár leikur það sé að beita lifur á fiskiöngla og leggja þá síðan fyrir skegluna. Sýnið þeim fram á, hve glæpsamlegt sé að g^ra sig út í leiðangur til næstu varplanda og elta uppi varnarlausa unga í þeim eina tilgangi að slíta af þeim höf- uðin.“ * * * Rykið er ein höfuðplága Reykjavík- ur. í Morgunblaðinu á laugardaginn er komizt svo að orði: „Reykjavík gæti orðið hreinasti bær í heiminum, ef hægt væri að finna ráð til að losna við göturykið. En eins og er, er víða ekki hægt að opna glugga, án þess að allt fyllist af ryki. , ^ Reykvíkingum er stundum legiö á hálsi fyrir að þeir gangi alltaf í skítugum skóm. Það sé hrein undan tekning, ef menn sjáist i sæmilega gljáðum stígvélum. En það er ekki af eintómum sóðaskap. Það er sama þó að mpnn fari út í spegilgljáandi skóm að morgni, það er komið þykkt lag af ryki á skóna um há- degi, þegar þurrkur er. Sá maður,' sem uppgötvaði eitt- hvað ódýrt efni til að halda rykinu niðri, ætti skilið stór verðlaun fyrir.“ ( * Mikið var. að þeir vissu af rykinu hjá höfuðmálgagni bæjarstjórnar- meirihlutans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.