Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 3
55. blað TtoTOjg, þrlðjadagiim 24. jáíí 1945 DANÍEL AGUSTÍNUSSON: Framfarir eða skýjaborgir Hvar endar skrípaleiknr SjálfstæðisSlokksxns í dýrf ídarmálunum ? Vorhugur. Aldrei fyrr munu íslendingar hafa rætt um jafn mörg og að- kallandi viðfangsefni, sem nú að styrjaldarlokjim. Aldrei fyrr mun áhugi þjóðarinnar hafa verið jafn almennur fyrir marg- víslegum framförum og jafn miklar ráðagerðir uppi sem nú. Um þetta virðist enginn skoð- anamunur, eftir því sem bezt verður séð. Er hvort tveggja, að efnahagurinn er betri nú en oftast áður og mörg verkefni hafa verið vanrækt síðustu árin af ýmsum ástæðum, sem allir þekkja. Því ber nú að sækja fram: Hefja byggingu íbúðahúsa við Sjó og í sveit, skóla, íþróttahúsa og verksmiðja, veita raforkunni um landið og auka hvers konar vélanotkun, efla menntun æsk- unnar og félagslíf. Þannig mætti lengi telja. Allt stefnir þetta að því marki að lyfta þjóðinni á hærra stig í verklegum og and- legum efnum og sanna umheim- inum, að hér búi athafnasöm og dúgandi þjóð, sem vel sé að sjálfstæðijsínu komin. Öll þessi málefni og önnur hliðstæð eiga vafalaust öruggt fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. Raunverulega er landið ekki numið, nema að litlu leyti. Margþætt verkefni blasa því við þjóðinni. Það var ekki fyrr en á siðari hluta 19. aldarinnar, að endurröisnin hefst og það réð- ist, að íslendingar skyldu lifa í þessu landi um alla framtíð. Síðan hefir verið sótt fram, að vísu i misjöfnum sprettum, en með ótrúlega miklum árangri síðustu áratugina. Á þessu tíma- bili hefir þjóðin sannað mögu- leika sina til sjálfsstjórnar. Þrátt fyrir þenna vorhug eru ekki allir á einu máli. Það er deilt um leiðir að settu marki. Árangurinn byggist jafnan á því, að ekki séu farnar neinar villigötur. Hvað skilnr? Framsóknarflokkurinn telur, að ekki sé hyggilegt að ana á- fram án þess að gefa sér tíma til að skapa fjárhagsgrundvöll fyrir atvinnulifið og tryggja jafnframt, að allar þær umbæt- ur, sem gerðar eru, verði þjóð- inni að varanlegu gagni. Hann telur, að áður en einstaklingar, félög og hið opinbera tæmi sparifé sitt í atvinnureksturinn beri að skapa traustan og heil- brigðan rekstrargrundvöll og bægja holskeflu dýrtíðarinnar frá. Hann telur ekki hugsanlegt, að ísl. atvinnurekstur geti búið við vísitöluna 275, þegar viðskiptaþjóðirnar hafa eftir- greinda verðlagsvísitölu: Svíþjóð í desember 1944 ^43 Bretland í janúar 1945 131 Bandaríkin í febr. 1945 128 Viðskipti okkar næstu árin verða vafalaust buridin við þessi lönd öðrum fremur, og við þau verður samkeppnin háð. Hver þorir að halda því fram, að við séum samkeppnisfærir við þess- ar þjóðir með helmingi meiri f ramleiðslukostnað ? Framsóknarflokkurinn hefir því frá styrjaldarbyrjun talið dýrtíðarráðstafanir óumflýjan- legan grundvöll að framförum þjóðarinnar. Þegar samningar um stjórnarmyndum stóðu yfir á' síðastliðnu ári, lagði Fram- sóknarflokkurinn mesta áherzlu á stöðvun dýrtíðarinnar. Þar næst um ákveðin fyrirheit í raf- orkumálunum, jarðræktarmál- unum og eflingu Fiskimálasjóðs. Um þetta fékkst ekki samkomu- lag við hina flokkana, eins og kunnugt er. Þeir töldu ekki Daníel Ágústínusson ‘ tímabært að stöðva dýrtíðina og vildu ekki heldur gera samtök um framgang þessara stórmála. Þar voru launalög og trygging- arlöggjöf efst á baugi, auk ým- issa mála, sem ekki eru ný af nálinni og flestir geta tekið und- ir. Hér greinir því á um mjög veigamikil atriði, sem geta vald- ið því, hvort þjóðin öðlast um- bætur, sem hún þráir.eða hvort hér verða aðeins ráðagerðir og skýjaborgir og hrammur dýr- tíðarinnar ógni atvinnulífi lands manna, þegar verst gegnir. Skvrar línur. ^Sumir andstæðingar Fram- sóknarflokksins hafa að undan- förnu reynt að halda því fram, að ekkert hafi skilið hann frá hinum fiokknum í haust, þegar stjórnin var mynduð. Þetta er mikil fjarstæða eins og áður er vikið að. Hvergi munu vera skýrari lín- ur milli stefnu ríkisstjórnarinn- ar og stefnu stjórnarandstöð- unnar en á íslandi. Stjórnar- andstaðan, Framsóknárflokkur- inn, barðist fyrir því 1941 að stöðva verðlag og kaupgjald. Hann hélt áfram baráttunni fyrir því 1942. Hann setti það að skilyrði fyrir samstarfi við verkalýðsflokkana 1942 og 1943 og enn setti hann það að skil- yrði fyrir stjórnarsamvinnu á síðastliðnu hausti. Sú fjármálastefna, sem Fram- sóknarflokkurinn fylgir, er því svo skýrt mörkuð sem verða má, alla tíð síðan 1941 og hefir verið ófrávikjanlegt skilyrði af hans hálfu fyrir stjórnarsamstarfi við hvern, sem samið hefir verið. Núverandi stj órnarstefna er algerlega andstæð þessari stefnu Framsóknarflokksins. Sjálfstæð- ismenn virtust fyrst vera sömu skoðunar og Framsóknarmenn, en þeir hlupu undan merkjum haustið 1941 og vildu þá reyna „frjálsu leiðina." Þegar gjald- þrbt hennar var orðið ljóst, hófu þeir enn samstarf í ársbyrjun 1942, en sviku það fljótlega og tvöfölduðu dýrtíðina á sjö mán- aða valdaferli sínum. Þeir sömdu s. 1. haust um það að halda á- fram að auka dýrtíðina.en neit- uðu samstarfi við Framsóknar- flokkinn um fjármálastefnu hans. Undrun Morgiui- blaðslns. Eftir stjórnmálafundina í vor hefir Morgunblaðið hvað eftir annað látið í Ijós undrun sína yfir því, að Framsóknarflokk- urinn sjái ekki annað til bjargar en niðurfærslu kaupgjalds og verðlags. Allar ræður Framsókn- armanna hafi verið um „hrak- spár og hrunstefnu. Öll fjármál þjóðarinnar eru á glötunarleið, hrunið blasir við . .. Atvinnu- vegir landsmanna á heljarþröm vegna dýrtíðaröfga. Nýsköpun geti engin orðið ... Ekki gat komið til mála, að Framsóknar- flokkurinn tæki þátt í stjórnar- samvinnunni, sögðu þessir menn, vegna þess, að ekki var lækkað kaupgjald og afurðaverð innan lands á síðasta hausti. Það hafi verið ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu FramsóknarfIokksins.“ — Þetta heitir svo á máli blaðsins einu nafni dýrtíðarstagl. Ja, öðru vísi mér áður brá. Áður en flokkurinn var flæktur í upplausnarnet kommúnista var hljóðið öðru vísi. Þá skildi Morgunblaðið það oft réttilega, að allt valt á stöðvun dýrtíðar- innar og gerði ákveðnar kröfur tii Sjálfstæðisflokksins í dýrtíð- armálunum. Morgnnblaðið vitnar ííeg’n sjálfu sér. Það er fróðlegt að gefa Morgr unbiaðinu orðið. Það segir: 9. október 1940: „Mbl. hefir þráfaldlega varað við því kapphlaupi, sem háð hefir verið milli verðlags og kauplags. En það virðist hafa verið þegjandi samkomu- lag um það á hærri stöðum að gefa dýrtíðinni að mestu lausan tauminn og lofa kaupgjaldinu að skrúfast upp. Vér erum áfram þeirrar skoðunar, að þetta sé röng og hættuleg stefna og hljóti að hefna sín síðar, enda eru fyrstu afleiðingarnar auðsæar." 30. janúar 1941: „Þessi svikamylla (kapphlaup kaup- gjalds og afurðaverðs) hlýtur að enda með skelfingu fyrir atvinnuvegi lands- manna og allan okkar þjóðarbúskap, ef ekki verður gripið í taumana. En við fáum aldrei örugga fótfestu, nema öflugar ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr hinni sívaxandi dýrtíð í landinu og þá um leið ein- hvern hemil á kaupgjaldinu, sem nú vex hröðum skrefum.“ 13. maí 1941: „Það er óhugsandi, að Alþingi ljúki svo störfum að þessu sinni, að ekki verði gerðar öflugar ráðstafanir til þess að stöðva dýrtíðarflóðið." 23. september 1941: „Verði ekkert aðgert til þess að vinna bug á þessum vágesti verður það dýrtíðin, sem skapar nýtt hrun hjá^ okkar atvinnuvegum." Þetta var álit Sjálfstæðis- flokksins á dýrtíðinni. Og eng- inn kvað fastara að en formaður flokksins, Ólafur Thors. Hann kallaði þá 1942 „fjandmenn sparifjáreigenda, gamalmenna, ekkna og munaáíarleysingja“ sem berðust fyrir dýrtíðinni. Og hann sagði einnig, að þeir væru „böðlar framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar.“ Enda sagði hann, að það vildu engir nema kommúnistar. Sjálfstæðisflokkinn skorti stöðuglyndi og kjark til að halda fram stefnu sinni í þessum mál- um. Hann mat meira augna- blikshagsmuni og metnað ein- stakra stríðsgróðamanna, sem nú velta sér í miljónunum með ágætu samþ. kommúnista, held- ur en alþjóðar hag. Hann kaus frekar að leggja út í ævintýrin, vopið 1942 og haustið 1944, held- ur en að standa gegn flóðbylgju váxandi dýrtíðar. Þar skildi hagsmuni ' Sjálfstæðisflokksins og hagsmuni þjóðarinnar. Nú kallar jyiorgunbl. barátt- una gegn þessuiri vágesti „dýr- tíðarstagl“ og 6. desember 1944 segir það: „Krafan um kauplækkun áður en hin nýja tækni er reynd, er bæði ósanngjörn og óskynsam- leg“. Það var nýjasta uppgötv- un blaðsins þá. „Trunt, triint og tröllin í fföllunum“. Það hefir farið líkt fyrir Sjálf- stæðisflokknum í dýrtíðarmál- unum og segir í þjóðsögunni um mennina tvo, sem voru á grasa- fjalli. Þegar annar þeirra var sofnaður, hóf hann svefngöngu til -jökla. Hinn ætlaði að bjarga honum, en réði ekki við. Sá hann hvar skessa mikil sat á jökul- gnýpu einni og heillaði svefn- göngumanninn með því að rétta hendurnar fram á víxl og draga þær svo upp að brjóstinu. Mað- urinn stökk beint í fang henni og hljóp hún þá burt með hann. Ári síðar hitti fólk hann á grasafjalli. Var hann fálátur qg ábúðarmikill. Fólkið spurði, á hvern hann tryði og sagðist hann þá trúa á guð. Næsta ár kom hann aftur á sömu slóðir og var tröllslegur mjög, og stóð fólki ótti af honum. Svaraði hann engu hver trú sín væri. Á þriðja ári kom hann enn til fólksins og var þá oröinn hiö mesta tröll og illilegur mjög. Einhver áræddi þó að spyrja hann, á hvern hann tryði. Sagð- ist hann trúa á „trunt, trunt og tröllin í fjöllunum" og hvarf síð- an. Næstu ár þorðu menn ekki að vera þarna til grasa. Sjálfstæðisflokkurinn var af- vegaleiddur af foringja sínum. Hann ætlaði að berjast gegn dýrtíðinni, en hagsmunir og persónulegur metnaður heilluðu hann í fang dýrtíðarófreskjunn- ar. Síðan vorið 1942 hefir Sjálf- stæðisflokkurinn verið að smá- hverfa frá dýrtiðarstefnu sinni og yfirgaf hana að fullu á síð- (Framháld á 6. síðu) Blaðið Akranes I flestum kaupstöðum er gef- ið út eitthvað af blöðum, og í mörgum þeirra gefur hver pól- itískur flokkur út sitt sérstaka blað. En það hefir oft viljað við brenna, að þessi blöð köfnuðu að mestu eða öllu leyti í pólitískri togstreitu, að nokkru leyti í per- sónulegum deilum manna í hlutaðéigandi kaupstöðum, en yrðu að öðru leyti yeikt bergmál af höfuðmálgögnum þeirra flokka, sem um var að ræða í hverju tilfelli. Frá þessu hafa þó verið undantekningar, ten þær eru fáar. Til almenns gagns, menntunar og fræðslu hafa því þessi blöð oft ekki orðið nema að litlu leyti. Nú á seinni árum hefir samt nokkur breyting orðið á í þessu efni. í sumum kaupstöðum landsins hafa ýmsir menn tek- ið sig saman um útgáfu blaða, sem óháð eru stjórnmálaflokk- um, en ræða alipennt um fram- fara- og menningarmál viðkom- andi bæja og héraða og leggja alúð við sögu þeirra og aðrar geymdir. Eitt slíkra blaða er „Akranes”. „Akranes“ er nú búið að koma út á fjórða ár, og er Ólafur B. Björnsson ritstjóri og útgefandi. Hefir það frá fyrstu látið marg- visleg mál, sem Akraneskaup- stað varða, til sín taka, hvatt til ýmissa umbóta og aukins menningarbrags. En sérstak- lega hefir „Akranes“ lagt rækt við sögu kaupstaðarins, einkum atvinnusögu og persónusögu. Hafa tveir menn lagt stærstan skerf til þess, þeir Gils Guð- mundson og ritstjórinn sjálfur. Af öðrum, sem iðulega hafa skrifað í blaðið, má nefna Árna Árnason lækni, sem oft hefir ritað i það greinar, sem varða hollustuhætti og heilbrigði. En það, sem mestu varðar, er þó, að öll stefna ritsins virðist mörkuð af einlægum áhuga og vilja til þess að fá áorkað ein- hverju því, sem má verða til gagns og bættra menningar- hátta. Slík viðleitni er ávallt góðra gjalda verð, hvar og hve- nær sem hún kemur fram, og á henni byggist í rauninni auðna þjóðarinnar og geta til þess að lyfta sér á það stig, sem skapar velmegun, mennlngu og lifstrú. Nú er sjötta tölublaðið af 4. árgangi „Akraness“ nýkomið út. Forustugreinin í því er eftir Björn Guðmundsson á Núpi, sem var skólastjóri á Akranesi fyrir röskum aldarfjórðungi, á þeim tíma, er þungar raunir bar höndum margs Akurnesings, líkt og víða annars staðar. Ávann hann sér þá ást og traust bæjarbúa fyrir framkomu sína. Nefnist greinin „Minningar frá Akranesi". Rekur hann þar at- burði haustsins 1918, þegar spanska veikin geisaði og Katla gaus. Önnur greinin er opið bréf til íþróttafólksins á Akranesi, hugleiðingar um skautahöll, eftir Guðmund Jónsson. Næst koma greinaflokkarnir „Heima og heiman“, Tónlistar- lífið í vetur og Þorsteinn Briem prófastur sextugur. Þá er nýr þáttur úr greina- flokki ritstjórans, „Hversu Akra- nes byggðist“ og tólfti kafli úr ævisögu Geirs Zoéga eftir Gils Guðmundsson. « / Auk þess er „Annáll Akra- ness,“ myndir frá fullveldishá- tíðinni á Akranesi í vor og stutt grein um Norðmenn og Dani og sögulegar myndir frá tímamót- um úr lífi þessara frændþjóða okkar. Allt er þetta með snotrum frágangi, enda er „Akranes“ vel úr garði gert. Giovaimi Papini: Gandhi sóttur heim Indlandsmálin hafa verið mjög á döfinni upp á síð- kastið. Varakonungurinn hefir boðað til ráðstefnu í Simla, þar sem leitast átti við að ná samkomulagi við Hindúa og Múhameðstrúarmenn um framtíðar-stjórnarhætti á Indlandi, er allir aðilar gætu unað við. Því miður hefir það samkomulag, sem menn gerðu sér vonir um, ekki náðst, og virðist sem samband Múhameðstrúarmanna, er stjórnmálagarpurinn Jinnah veitir forustu, hafi verið aðal- þröskuldurinn í vegi þess, að það mætti takast. í þessari grein segir ítalski rithöfundurinn Giovanni Papini frá heimsókn sinni til Gandhis, hins nafntogaða leiðtoga í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Gerði hann við það tækifæri óvenjulega glögga grein fyrir eðli stefnu sinnar og baráttu og endursegir Papini ummæli hans. Ég vildi ekki yfirgefa Indland án þess að hafa séð hinn fræg- asta meðal núlifandi Indverja. Þess vegna fór ég fyrir tveim ’ dögum til Satyagraha-Ashram,! þar sem Gandhi býr. Gandhi tók á móti mér í hálf- tómu herbergi, þar sem hann sat á gólfinu við hlið rokksins síns. Mér virtist hann enn ófríð- ari og ömurlegri en mér hafði sýnzt hann á myndum. — Þér viljið vita — sagði hann meðal annars við mig — hvers vegna við viljum reka Englend- inga (burt af Indlandi. Ástæðan er itfjög einföld. Það eru Eng- lendingar sjálfir, sem hafa kom- ið þessari gjör-evrópísku hug- mynd inn hjá okkur. Stefna mín markast fyrst og fremst af dvöl minni í London. Þar komst ég að raun um, að engin þjóð í Ev- rópu vill láta þjóð ráða yfir sér og stjórna sér — eða tilheyra annarri þjóð. Meðal Englendinga er þessi tilfinning mjög þroskuð vegna ríkrar þjóðerniskenndar og langs sjálfstæðis. Ég vil ekki þola Englendingum að ráða yfir okkur lengur vegna þess, að ég líkist þeim svo mikið. Gömlu Indverjarnir létu sig ekki miklu skipta jarðneska hluti — og allra minnst stjórnmál. Þeir voru sokknir í hugleiðingar um Atma og Brahma og þráðu það eitt að sameinast alheimssálinni. í þeirra augum voru hinar ytri lífsvenjur og form aðeins tálvef- ur, og aðalatriðið var að forða sjálfum sér frá að lenda í þess ari tálsnöru — fyrst með guð- legri leiðslu og síðar með dauða. Hjn brezka — og yfir höfuð hin vestræna — menning, sem grundvallast á yfirráðunum, hefir breytt lífsviðhorfi okkar. Ég segi okkar og á þar með við Gandhi hina hugsandi menn, því að ald- ir munu líða áöur en fjöldinn öðlast hina vestrænu hugsjón um stjórnfrelsi. Ég er hinn fyrsti meðal Indverja, sem hefir til- einkað sér algerlega hin vest- rænu viðhorf — og ég varð fo.r- ingi Indverja fyrst og fremst vegna þess, að ég er minni Ind- verji en nokkur þjóðbræðra minna. Ef þér lesið bækur mínar og kynnist stefnu minni, munuð þér komast að raun um, að fjór- ir fimmtu af menntun minni og andlegu og stjórnmálalegu upp- eldi er af vestrænum toga. Tol- stoi og Ruskin eru minir meýit- arar. Kristnin — miklu fremur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.