Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMITVTV. þrigjndaglnii 24. júll 1945 55. Maá Sjötugur: Magnús Steíng'rímsson lireppstjóri í Hólum í Steingrímsfirði. 11. júlímánaðar varð Magnús Steingrímsson, hreppstjóri í Hólum í Steingrímsfirði, sjötug- ur. Hann hefir haft búsforráð þar nær hálfa öld, jafnan búið vel og tekið margvíslegan þátt í almennum málum sveitar sinnar. Magnús Steingrímsson er fæddur 11. júlí 1875. Foreldrar hans voru: Kristín Árnadóttir og Steingrímur Hjaltason. Magn ús ólst upp hjá foreldrum sin- um við sveitastörf og sjó- mennsku. Tók hann ungur við búsforráðum að Hólum, og hefir því búið þar næí' óslitið í hálfa öld, bjó 1 ’eða 2 ár að Ósi í Hróf- bergshreppi, en flutti þaðan aftur að Hólum, og hefir ekki vikið þaðan síðan. Hefir Magnús jafnan'verið í röð beztu bænda í Strandasýslu. Ekki haft mikið bú qp gagnsamt. Ræktað veK jörð sina, og lauk í fyrra við vandað í búðarhús á jöröinni, enda mun honum og þeim hjón- um sízt í hug að yfirgefá hana, meðan þau mega verki valda., Magnús er kvæntur Kristínu Árnadóttur, merkis- og myndar- konu, sem hefir staðið trúlega við hlið hans í baráttu þeirra og raunum. Eignuðust þau 6 börn, er öll náðu fullorðinsaldri. Dánir eru 3 synir: Ingimundur Tryggvi, búfræðingur, bóndi að Ósi; Steingrímur, drukknaði í Stein- grímsfirði, og Skúli, dó í sjúkra- húsi í Reykjavík. Lifa enn: Guð- brandur, kennari á Siglufirði; Petrína og Borghildur. Magnús í Hólum tók við hrepp- stjórn í Hrófbergshreppi af sveitarhöfðingjanum Magnúsi á Hrófbergi, og hefir verið hrepp- stjóri meira en aldarfjórðung. Jafnframt hreppstjórnarstörf- um hefir Magnús í Hólum tekið mikinn þátt í almennum málum sveitar sinnar og gegnt þar fjölda trúnaðarstarfa. Hefir hann leyst þau ágætlega af hendi, enda einn þeirra manna, sem gerir séf far um að sem mest gott megi af störfum hans leiða. Tryggur, vinfastur, ráð- hollur, en jafnframt gæddur því baráttúþreki, að láta ekki bug- ast þótt á móti blási. Hann hef- ir um langan aldur tekið mik- inn þátt í samvinnufélagsskap Strandamanna, og átt sæti í Framfarir eða skýjaborgir (Framháld af 3. siðu) asta hausti. Það tók hann álíka • tíma og manninn í þjóðsögunni aö taka trú á „trunt, trunt og tröilin í fjöllunum.“ Þessi spor hræða ekki síður en ófreskjan á grasafjallinu. Þessi reynslá af Sjálfstæðis- flokknum verður þjóðinni dýr, en gefur nokijTuð í aðra hönd. Hún ætti að sanna mönnum, að flokki, sem þannig bregzt í ör- lagaríkasta máli þjóðarinnar, er til lítils treystartdi. Formaður Sjálfstæðisflokksins er augljós- asta dæmið um vinhubrögðin. Hann hefir sannað með eigin orðum, að hann hafi gerzt „böðull framleiðenda“ eftir kokkabókum kommúnista á s. 1. hausti/Fáir munu geta státað af slíkum afrekum. Verður nú öll- um ljóst, hvex-s vegna stjórnar- myndunin skyldi ekki taka nema vikutíma. Enda lá fyrir yfirlýs- ing frá kommúnistum eftir samningatilraunirnar við Fram- sóknarflokkinn, að hann mynd- aði ekki stjórn með öðrum en þeim, sem gengu inn á stefnu- skrá flokksins. Nú er það upp- i stjórn kaupfélagsins á Hólma- vík, og lengst af verið formaðuy þess. Magnús í Hólum naut lítillar menntunar í æsku, svo sem þá var títt, en er vel menntaður á sína vísu, enda greindur vel og athugull í bezta lagi. Hann er fróðleiksmaður á þjóðleg fræði, bókelskur og hefir jafnan lesið mikið. Ýmsan fróðleik hefir hann uppskrifað og haldið dag- bækur lengi, og unnið talsvert að bókbandi fyrir sjálfan sig og aðra. Heimilinu á Hólum hefir jafn- an fylgt ósvikin íslenzk gest- risni. Hafa hennar ekki sízt not- ið margir þeirra, sem komið hafa norður yfir Steingríms- fjörð, oft illa á síg komnir eftir langa og erfiða ferð. Munu hinir mörgu gestir, er gist hafa. Hóla- heimilið, senda húsbóndanum þakkar- og hamingjuóskir á sjö- tugsafmælinu. En sérstaklega munu sveitungar og sýslungar Magnúsar heiðra hann’ á þess- um merkisdegi. Hefir hann xneð störfum sínum áunnið sér virð- ingu, vináttu og velvild allra, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast honum og störfum hans. . A. Ath. Blaðið hefir áður birt afmælisgrein um Magnús í Hól- um, en einn vina hans hefir beðið það fyrir þessa stuttu grein, og er ekkert til fyrirstöðu að hún birtist einnig. víst af fyrri ummælum Ólafs Thors, að það hefir hann unnið til fyrir ráðherradóminn og skattafríðindin. Traustur grundvöllur. Leiðir hafa því skilið milli Framsóknarflokksins og hinna flokkanna vegna djúptæks á- greinings um fjármálastefnuna. Ef fjármálastefna rí|isstjórnar- innar ber góðan áraxrgur, verður að sjálfsögðu að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið nægilega framsýnn með því að vara við dýrtíðaröldunni, eins og hann hefir gert, og verður hann þá að taka af- leiðunum af því. En ef sú fjár- málastefna, sem nú ríkir og Sjálfstæðisflokkurinn, ásamt kommúnistum og að nokkru leyti jafnaðarmönnum, hefir mótað leiðir til kreppu og stöðvunar, eins og Framsóknar- flokkurinn telur tyímælalaust, þá ber þjóðinni að muna, hverjir bera ábyrgðina og láta þá taka afleiðingarnar af þvi. Framsóknarflokkurinn vill heyja umbótabaráttu sína á traustum fj árhagslegum grund- velli. Hann telur að því aðeins geti hafizt öflugt atvinnulíf, að einstaklingarnir telji eftirsókn- arvert að leggja fjármuni sína í framleiðsluna og henni sé tryggt öryggi til frambúðar. Upp af henni vaxa svo þær umbætur, sem þjóðin þráir og þárf að eignast á næstu árum. Þetta er leið Framsóknarfiokksins að heilbrigðum og varanlegum framförum i atvinnu- og menn- ingarmálum þjóðarinnar. Þeir, sem berjast á móti heilbrigðum fjárhagsgrundvelli eru vitandi vits að vinna gegn því, að draumur þjóðarinnar um fjöl- þættar framfarir megi rætast. Fmnbogi G. Lárusson, kaupmaðnr frá Búðum, andaðist að heimili sinu í Ólafsvík, miðvikudaginn 18. júí. Aðstandendur. TtMIMN ©r víðleseasta ujlýsiatfablaUð! tfR BÆ!M U x>I Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins hefir borizt 5000 krónur í minningu um frú Halldóru Þórarinsdóttur, frá manni hennar, Andrési Andréssyni klæðskerameistara, ‘og börnum þeirra, Hólmfríði og Þórarni Hefir stjórn sjóðsins beðið blaðið að færa gefun- um þakkir. Landsmótin í knattspyrnu i sumar hafa nú verið ákveðin. Hefst íslandsmót meistaraflokkanna á í- þróttavellinum í Reykjavík þriðjudag- inn 7. ágúst og annars flokks mótið hefst .sama dag. Landsmót 1. flokks hefst þ. 20. ágúst og landsmót 3. flokks sama dag. Tilkynningar um þátttöku í mótunum veröa að vera komnar til Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í síðasta lagi 1. ágúst n. k. Heimili og skóli, tímarit um uppeldismál, 3. hefti, 4. árg., er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Kristján Sigurðsson kennari sextugur eftir Hannes J. Magnússon, Fermingarbörnin eftir séra Friðrik A. Friðriksson. Viðtal við Snorra Sigfús- son námsstjóra, Úr ýmsum áttum o. fl. Dýraverndarinn, 3. og 4. tölublað 31. árg., er nýkomið út af" efni þeirra má nefna: Kennið þeim að „sjá og heyra“, eftri Valtý Guðmundsson, Sandi, Smávegis um ástalíf dýra, Gyöja, frásögn um hest, eftir Jóhönnu Kristjánsdóttur Kirkju- bóli, Skrauta, eftir Ingimar Bogason Halldórsstöðum, Hundur bjargar félaga sínum, Vorið og fuglarnir, eftir Jón Guðbrandsson, Kolur, frásögn um hest éftir Jón Brynjólfsson Vatnsholti, Brana, Útigangar og margt fleira. TrYSS ertu Toppa (My friend Flicka) eftir Mary O’Hara. Þessi heimsfræga og heillandi saga gerist á sveita- setri vestur undir Klettafjöllum.Drengurinn Ken elsk- ar tryppið sitt með æsihita ungs „sjálfseignarmanns“. Og úti á víðáttum búgarðsins á hásléttunni í Wyoming fléttast líf drengsins og tryppisins sem sterkur, bráð- lifandi ^áttur inn í ægi-fjölbreytt líf náttúrunnar, rennur órofa inn í hana og sameinast henni á dásam- legan hátt. Sagan um Toppu er undursamlega hríf- andi saga! Og hún er margfalt meira en það. ,Hún er átakan- lega töfrandi og hrífur hverja næma taug mannlegs hjarta, asem hæfileika á til að geta fundið til. Þetta er yndisleg saga ^fyrir unga sem eldri. Hjartnæm og heillandi eins og fegursta ástarsaga. Enda. er hún það í fyllsta skilningi, þótt hér sé ggum að ræða ást drengs á tryppinu nenni Toppu. Hjá öllum þeim, sem átt hafa kærleiksríka foreldra og bundizt hafa órjúfandi vináttuböndum við hesta sína, mun saga þessi vekja kærar og dýrmætar endurminningar frá æskudögum! — Bókin er 319 blaðsíður og kostar aðeins 23 krónur óbundin. Hún er prýdd mörgu m myndum úr kvikmynd sögunnar, sem sýnd hefir verið hér á landi að undanförnu. Aðalútsala Norðra h.f. Pósthólf 101, Reykjavík. Síml 3987. Samband ísl. samvinnufélaga. s SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðlr innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. J ö r ð i n / Þérðarkot í Sandvíkurhreppi er til sölu. Upplýsingar gefur Fasteigna- & Verðbréfasalan (LÁRUS JÓHANNESSON, hrm.) Suðurgötu 4. Símar: 4314, 3294. Fastei^na- og V érðbréfasalan , - ^ ngp., (LÁRUS JÓHANNESSON, hrm.) Suðurgötu 4. Símar: 4314, 3294. Skmnaverksmiðjan 6 Iðunn framleiðir StTIJÐ SKITVTV OG LEIH R Aðstoðar við lántökur til skemmri eða lengri tíma og annast kaup og sölu fasteigna og verðbréfa. Hefir venjulega fyrirliggjandi birgðir af ríkistryggð- um í Reykjavík. Þeir, sem vilja ávaxta fé sitt á tryggðan hátt til skemmri eða lengri tima ættu að láta oss vita og munum vér láta þá fylgjast með hvað verðbréf vér höfum á boðstólum á hverjum tíma. um bréfum og skuldabréíum tryggðum með veði í húseign- Verðbréf seld til afhendingar og greiðslu síðar. Sérstök athygli er vakin á 5%% hlutdeildarskuldabréf- um (sérskuldabréfum), tryggðum með 1. veðrétti í nýjum húsum í Reykjavík (ekki yfir 100—120 krónur á rúm- meter), sem endurgreiðast samkvæmt útdrætti á 10—20 (venjulega 15) árum. 9 euufremur hina landskimnu Iðunnarskó Raffækavmnustofan Selfossí framkvœmir allskonar rafvirkjastörf. Eyðing tundurdnfla Ráðuneytið beinir þeim eindregnu tilmælum til allra skipa, sem hafa skotvopn meðferðis, að skjóta niður öll tundurdufl — rekdufl —, er kunna að verða á leið þeirra. Skipaútgérð ríkisins mun, eftir föngum, aðstoða við útvegun skotfæra, og veita allar nauðsynlegar upplýs- ingar, sem að þessu lúta. Samgöns'umálaráðuneytið, 18. júli 1945. Lögtök Eftir kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h. bæjar- sjóðs og á hans ábyrgð verða LÖGTÖK látin fara fram til tryggingar ógreiddum útsvörum til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir árið 1945, er féllu í eindaga 15. þ. m. vegna vangreiðslu útsvarshluta, skv. 28. gr. a-lið útsvarslaganna, svo og til tryggingar dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar. Reykjavík, 18. júlí 1945. Borgarfógetinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.