Tíminn - 24.07.1945, Page 4

Tíminn - 24.07.1945, Page 4
TmrVTV. þriðjudagtim 24. Jnli 1945 55. blaS ikattalögiD og fram- kvæmd þeirra Eftir Þórð IVjálsson bónda í Stapadal Það virðist nú ekkí vera neitt leyndarmál lengur meðal al- þjóðar, að mjög mikill misbrest- ur sé á framkvæmd hinna ís- lenzku skattalaga, eftir því, sem um það mál er nú rætt og rit- að. Þar sem mál þetta er komið á það stig, að það er rætt um það manna á meðal og í opinberum málgögnum nokkuð hispurs- laust, þá virðist ekki úr vegi, að almenni'ngur fari að hugsa meir um það hér eftir en hingað til, — mál sem varðar hvern ein- stakan gjaldþegn til ríkis, bæjar og sveitafélaga og annarra stofnana, sem inna ber gjöld til. Það mun ef til vill snemma hafa borið á því að skattalögin hafi ekki verið framkvæmd eins og löggjafinn virðist hafa ætlazt tíl. Hann virðist í öndverðu gera ráð fyrir þvi, að skattgreiðendur muni ef til vill á éinhvern hátt hafa leitazt við að draga und- an skatti, og þess vegna hefir hann sett í lögin allþungt sekt- arákvæði, er tiltekur, að sá, sem uppvís verður um slíkt, skuli greiða undandreginn skatt tí- faldan. Þarna virðist ærið mikið að- hald fyrir menn, sem ætla að ganga inn á hina hálu braut skattsvikanna. Þrátt fyrir þetta stranga á- kvæði laganna virðist nú komið svo, að skattsvikin meðal þjóð- arinnar eru að verða að al- mennu þjóðarhneyksli, eða eru þegar orðin það. Þar sem svo er komið, sem komið er, þarf að skerpa fram- kvæmd laganna og nema burtu þann agnúa, nú þegar, sem þessu hefir orðið valdandi, sem er sá, að framkvæmd þeirra hefir verið allt frá byrjun los- araleg og ófullnægjandi, og gert hefir það að verkum, að lögin eru sennilega brotin alltat meir og meir. Þegar ósamræmið fór að koma í ljós, hafa margir þeis menn, sem sýna vildu þessum nauð- sýnlegu lögum fulla tilhlýðilega virðingu, jafnvel neyðst til að svara framkvæmd þeirra með undandrætti á einn eða ann7 an hátt, þegar sýnt var, að engin leiðrétting var fáanleg frá hendi þeirra, er sjá áttu um framkvæmd þeirra. Þetta er það háskalegasta, sem hent getur nokkur lög, ef þau eru framkvæmd á þann hátt, að það neyðir menn út á bráut ódrengskapar. Það er ekki nóg, þó hægt sé að afla ríkissjóði, og öðrum stofnunum nægra tekna. Það þarf að gera það á þann hátt, að allir séu þar sem jafnastir fyrir þeim lögum, sem þar um gilda. Þegar þarf að finna grundvöll fyrir tekjustofnum þjóðarinnar, má sem minnst leynd vera yfir þeim til þess að hægt sé að gera sér nokkuð vel ljóst.hversu langt má ganga á hverju sviði. Á sviði skattamálanna eru það tvö atriði, sem koma þurfa skýrt fram, hver sem í hlut á, það eru framtöl tekna og eigna. Það munu sennilega flestir sammála, sem um þetta ræða og rita, að yfirleitt muni vöntun- in vera á eignaframtalinu, þó hin leiðin sé einnig reynd, ef fært þykir. Ef mikill misbrestur er á þessu, verkar það þannig, að í raun og veru þarf jjkatturinn að áætlazt tiltölulega hærri, en ella mundi þurft hafa, enda hefir þetta þráfaldlega komið á daginn, aö innheimta hefir þurft skattana á undanförnum árum, með viðaukum og hækkunum, sem að einhve'rju verulegu leyti'má rekja til þess, sem að framan getur. Þeir einstaklingar, sem talið hafa samvizkusamlega fram, og gera það enn, verða fyrir ó- réttlæti á margan hátt. Þeir greiða hærri skatta en þeim ber, samkvæmt lögmáli réttlætisins, hærri gjöld til bæj- ar og sveitafélaga, hærri gjöld til annara stofnana, svo sem Lífeyrissjóðs og enn fleiri að- ila, sem haga álögum sínum beinlínis eftir framtölum tekna og eigna. Annar grundvöllur en þessi á ekki að vera réttari til, en ef hann er gallaður eða jafnvel meingallaður í framkvæmd eins og hann er ef til vill orðinn í mörgum tilfellum nú, þá er hann óréttlátari og jafnvel ónákvæm- ari álagsgrundvöllur en þegar menn settust niður áður fyrr, án þess að hafa nokkra tölu við að styðjast. Þessum mönnum var vorkunn, þó ósamræmi gætti í starfi þeirra, þar sem -svo illa var bú- ið í hendur þeim. Úr þessu átti að vera bætt með skattalögun- um, enda hygg ég að allar hreppsnefndir hafi hugsað sem svo, ap nú væri svo að þeim bú- ið, að á ekki væri betra kosið, á þessu sviði. Þegar lög eru látin verka ranglega á gjaldþegna ríkis og bæja, getur ranglætið orðið svo mikið, að almenn krafa komi fram um leiðréttingu þessara mála, þó tiltölulega hljótt hafi verið um þetta svo að segja til skamms tíma. Þetta mál, sem hér hefir verið drepið á, er svo háttað, að það er brýn nauðsyn að gefa því fullan gaum, því i kjölfar þess óréttlætis, sem það skapar, er drengskapurinn sniðgenginn, og síst má íslenzka þjóðin við því nú, að þau lög , sem hún hefir í framkvæmd, verði til þess að draga úr honum á nokkurn hátt. Menn munu minnast þess að á sjðasta þingi voru skattar enn auknir á almenningi, bæði með beinum hækkunum og nýjum sköttum. Hér ber enn að sama brunni, að hinum samvizkusömu mönnum, sem enn eru ef til vill eftir í hópi skattgreiðanda, blæðir enn á ný á óréttmætan hátt. \ Ég held, að rétt hefði verið, áður en farið var inn á þessa braut, að skerpa svo framkvæmd skattalaganna, að ekki orkaði neins tvímælis, að ekki væri þar á betra kosið. Þá hefði það komið fram í ljós dagsins, sem hjúpað hefir verið, svo unnt væri að láta þetta fjár- magn, sem mun vera mikið meira en margan grunar, standa að nokkru leyti undir hækkandi álögum, svo ekki hefði þurft að taka það ráðið, að láta allan þunga hinna nýju skatta leggj- a^t á hvern og einn eftir því, sem framkvæmd laganna er nú háttað. fEf þetta hefði verið gert, hefði stórt spor verið stigið í rétta átt. Þetta er það, ,sem þarf að fást framgengt nú á næstunni. Það er réttlæti. Ef ríkissjóöur er illa stæður fjárhagslega mitt i þvi fjárflóði, sem yfirleitt virðist vera meðal almennings, þá er það ekki nema sanngjörn og hógvær krafa þeirra, sem ekki skorast en Jainisminn — hefir mótað kenningar mínar. Ég hefi þýtt margt'eftir Platon, og ég dáist að Mazzini. Ég hafi Sömuléiðis lært margt af Bacon, Carlyle og Böhme, og ég hefi sótt sitthvað til Emerson og Carpenter. Hug- myndir óhlýðninnar hefi ég frá Thoreau, og herferð min gegn vélunum er endurtekníng á því, sem fylgjendur Ned Luds gerðu í Englandi 1811—1818. Jafnvel ljóðhreimur spunarokksins varð mér ljós við að lesa þáttinn um Margréti í Faust. Þér sjáið af þessu, að kenningar mínar eru ekkj indverskar. Þær eru alger- lega vestrænar og að mestu mótaðar af enskum rithöfund- um. Og þegar ég nú berst fyrir sameiningu Hindúa, Múhameðs- trúarmanna og kristinna flnd- landí, geri ég ekki annað en fylgja sameiningarkenningu guðspekinnar,sem er al-evrópisk að uppruna. Það þarf ekki að taka það fram, að andúð mín gegn erfðastéttunum er runnin frá jafnaðarkenningum frönsku byltingarinnar. Saga Evrópu á 19. öld hefir haft djúptæk áhrif á mig. Bar- átta Grikkja, ítala, Pólverja, Ungverja og Suður-Slava, fyrir að leysa af sér viðjar erlendrar áþjánar, hefir mjög markað stefnu mína. Þannig hefi ég fylgt stefnum og starfsaðferð- um, sem voru gersamlega fram- andi indverskum hugsunarhætti. Indverjar, sem eru að eðlisfari háspekilegir og auðsveipir, hafa ætíð talið stjórnmál óvirðuleg viðfangsefni. Éf nauðsynlegt er að hafa stjórn, og ef til eru ein- hverjlr, sem vilja taka þau störf að sér, þá er það gott, og Ind- verjum dettur ekki í hug að öf- unda þá, sem með völdin fara. Indverjinn lifir í heimi andans og þráir eilífðina. Hvað varðar hann um það, hvað innlendir Rajahar eða erlendir keisarar aðhafast? Þess vegna þóldu Indverjar möglunarlaust um aldir yfirráð Mongóla og Mú- hameðsmanna. Svo komu Frakk- ar, Hollendingar, Portúgalsmenn og Englendingar. Þeir stofnuðu nýlendur sínar með ströndum fram, og færðu sig svo smátt og smátt innar í landið — en vjð horfðum aðgerðalausir á. Það eru Evrópumenn — einvörðungu Evrópumenn — sem bera á- byrgðina á núverandi löngun Indverja til þess að reka Ev- rópumenn úr landi. Hugmyndir yðar hafa gegnsýrt okkur. Þær hafa gert okkur óindverska, og á seinustu árum höfum við gerzt nemendur herra vorra og upp- skorið af því löngun til þess að vera sjálfum okkur ráðandi. Ensklundaðasti Indverjinn er ég, og þess vegna var ég valinn foringi þessarar andindversku krossfarar. Hér er ekki um að ræða neina baráttu milli austrænna og vestrænna sjónarmiða, eins og margir blaðamenn í Evrópu hafa sífrað um. Það eru einmitt hin vestrænu sjónarmið, sem Indverjar hafa tileinkað sér, sem hvetja þá til baráttunar. Ef 'Indverjar væru enn jafn austrænir og indverskir í anda og fyrr á öldum, mundi engum þeirra koma til hugar að reyna að hrinda hinu vestræna oki. Það er í fullkominni andstöðu við hinn forna anda föðurlands míns, að ég krefst stjórnfrelsis fyrir Indland. Eg reyni nú að þrengja hinum vestrænu hugmyndum inn í hug Indverja — og hinir ensku skól- ar, sem breiða hér út brezka menningu — eru mér mikil stoð í því starfi. Raunverulegur Ind- verji getur látið sér lynda að vera þræll. En Indverjarnir, sem hafa tileinkað sér hin vestrænu viðhorf, vilja sjálfir ráða Ind- landi, alveg eins og Englending- ar vilja ráða Bretlandi. Þetta er það, sem menn kalla f daglegu tali Gandhi-hreyfing- una, en ætti í raun og veru að kalla hreyfingu þeirra Indverja, sem hafa gerzt lærisveinar vest- rænnar menningar og vilja eigi þola yfirráð hinna evrópísku yfirdrottnara — sömu Bretanna, sem mundu fremur ganga í dauðann en að láta t. d. Frakka eða Þjóðverja ná yfirráðum á landi sínu, en gera þó kröfu til þess að ráða landi, sem er þeim óviðkomandi og beita til þess yfirskini mannúðarinnar. Þið hafið breytt þjóðarsál vorri, og þess vegna viljum við nú ekki vita af ykkur í Indlandi framar. Munið þér eftir Zau- berlehrung hjá Goethe? Eng- lendingar hafa vakið í okkur hinn illa anda stjórnmálanna, sem blundaði djúpt í okkar hlé- dræga meinlætaeðli, og nú vita þeir ekki með hvaða ráðum þeir geti kveðið hann niður. Lærisveinn hafði komið hljóð- lega inn í stofuna nokkrum mín- útum áður og gefið Gandhi merki. Um leiö og hann þagnaði, stóð ég á fætur, til þess að trufla ekki lengur, og eftir að hafa kvatt hann með þökkum fyrir ýtarlegar upplýsingar, ók ég í bil mínum aftur til Ahmedabad. undan að bera réttmætar byrð- ar, að allir færi þá fórn, sem til þess þarf, að hann geti innt þær skyldur sínar af hendi, svo framt sem þar er vel á málum haldið, eftlr þeim lögum, sem vþar um gilda, en ekki lögleysum einum. Manni verður á að hugsa, hvern- ig stendur á að svo hrapallega hefir tiltekizt með framkvæmd nefndra laga. Orsökin er ef til vill sú mest, að heimild sú, sem skattanefnd- um er gefin i lögunum, til að afla sér upplýsinga viðvíkjandi starfi sínu, hjá bönkum, spari- sjóðum og verzlunum, hefir sennilega lítið verið notuð, eða þá að viðkomandi stofnanir hafa neitað að láta í té nauðsynlegar upplýsingar. Hér eftir virðist það vera nauðsyn, að því ákvæði sé bætt í lögin, að þessar stofn- anir, eða aðrar slíkar, sem hafa fjármuni manna til ávöxtunar, sé gert að skyldu að senda öllum hrepps- og bæjarfélögum skrá yfir inneignir og verðbréfaeignir manna i hverju bæjar- og sveit- arfélagi, til þess að fyrirbyggja það ófremdai’ástand, sem ríkt hefir á þessu sviði að undan- förnu. Þetta eru þau gögn, sem til staðar þurfa að vera, ásamt öðru sem lögin tiltaka, svo sem mests I samræmis gæti í starfi skatta- j nefndanna. Starf undirskattanefndanna er að dómi flestra bæði ábyrgð- ar og trúnaðarstarf. Á þeim hvílir, eða hefir hvílt, aðalþung- inn í framkvæmd laganna og verður'sennilega áfram. Öllum þeim mönnum, sem taka við þessu starfi, þarf að vera vel ljóst, hversu margþætt þetta starf í raun og veru er. Ef þeir bregðast, þó ekki sé nema í einu tilfelli, bregðast þeir í raun og veru öllum þeim' sem á einn eða annan hátt eiga réttláta útkomu opinberra gjalda sinna undir starfi þeirra. Þetta verður aldrei of brýnt, fyrir þeim mönnum, sem með þessi mál fara, því þarna er þungamiðjan í starfi þeirra. Hér eftir þurfa allar skatta- nefndir að byggja starf sitt í framtíðinni á sama starfs- grundvelli. Um þetta á ríkisvald- ið að sjá, með ströngum en rétt- látum ákvæðum. Sú meinsemd, sem fram er komin í þessu efni, þarf að nem- ast í burtu, þó það kosti að ein- hverju leyti sársauka hjá þeim, sem fyrir því verða, en við því er þetta eitt íað segja: Réttlætið krefst endurbóta, þó því séu sámfara sársauki, einhvern stuttan tíma, á meðan þessir menn eru að fella sig við þetta jafnrétti, sem þegnar hins ís- lenzka lýðveldis þurfa að búa við í náinni framtíð. Ef ekki verður bót á þessu ráð- in á næstunni, er ég undrandi yfir því, ef menn fást almennt til að inna þeta starf af hönd- um, eftir þeim reglum og skyld- um, sem hverjum og einum eru um það settar. Ef svo skyldi nú fara, að rík- isvaldið eða þeir menn, sem hafa með höndum löggjafar- starfið, vilja ekki taka þetta mál til rækilegrar yfirvegunar og af- greiðslu, þá verður almenningur að taka það í sínar hendur og knýja fram rétta lausn þess. Þessu máli er þannig háttað, að með einbeittni og réttlátri gagnrýni mun unnt að komast nokkuð áleiðis í þessu efni, ef allt annað þrýtur. Hugleíðingar útilegumanns Síðan fyx-st ég fór að hugsa um almenn mál, hefir mér þótt mest varið í að brjóta heilann um trúmál, eilífðarmálin, enda vandist ég ungur á að bera virð- ingu fyrir kristninni, eins og Jesús Kristur boðaði hana að sögix guðspjallamannanna. Ég notaði mér því eftir beztu getu að hlusta á erindi þau, er flutt voru á hinni nýafstöðnu prestastefnu og útvarpað var. Var þar margt fróðlegt að heyra og nýtt^fyrir mín eyru að hlusta á, eins og t. d., að það væri aðeins messur, sem stæðu í sambandi við altaris- sakramentið, en það, sem hafa almennt kallaðar verið „mess- ur“, væri að réttu lagi prédik- anir eða erindi. Ég felli mig vel við þessa skýringu. Mig minnir það vera séra Sig- urð Pálsson í Hraungerði, sem flutti erindi um þetta. Ef ég fer eitthvað rangt með, bið ég hann gott fyrir. Það, sem kom mér til að rita línur þessar, var erindi, sem séra Jakob Jónsson flutti þar og mér heyrðist hann nefna „Frjáls- lyndi í trúmálum“. Mér féll erindið vel í geð og fannst það koma svo vel heim við þær trúarskoðanir, sem ég hefi myndað mér um hö ríkja ættu innan þeirra kirkjudeilda, sem kenna sig við jneistarann mikla, J^sú Krist frá Nazaret. Þegar ég hefi ver|ð að lesa greinar, sem ráðamenn hinna ýmsu trúarf-lokka (er þó telja sig í höfuðatriðum. játa eina og sömu trú) hafa ritað hver um annars háttalag í trúmálum, hefi ég orðið sem steini lostinn yfir því, hvað mér hefir fund- izt þeir vera langt frá þeim Kristi, sem guðspjallamennii'nir lýsa. Ég hefi oft lesið guðspjöllin, og eftir mínu viti geft mér grein fyrir efni þeirra, og þvi verð ég að lýsa yfir, að ég hefi hvergi fundið það atriði, að Kristur hafi verið að grennslast eftir, hvaða trú hver og einn hefði, heldur hitt, hvernig hann eða hún breytfi við náungann. Því hefir mér alltaf þótt ó- viðeigandi, að menn innan kirkjunnar væru að rífa hver annan í sundur, þótt þeir hefðu ekki allir sömu útsýn. Mín skoðun er, að mest af þessum „gorgeir", sem er (eða var) á milli trúarsetninga 1 hinna ýmsu deilda, eigi að mestu j eða að öllu leyti orsök sína að 1 rekj a til trúleysis efnishyggj - unnar, þótt þeim, sem fyrir þvi verða, sé það alveg óafvitandi. | Ég ætla að enda þessar sund- i urleitu hugsanir með því að jsegja frá smáatviki, sem skeði á j vísindamannafundi í Bandaríkj- unum laust fyrir þetta stríð, sem nú er að enda og prófessor Ric- hard Beck sagði mér frá. Þarna voru samankomnir vís- indamenn víðs vegar að úr Bandaríkjunum af öllum flokk- um, svo hundruðum skipti, þar á meðal lærðasti náttúrufræð- ingurinn. Nokkrum af fundarmönnum kom saman um, að þeir skyldu leggja þessa spurningu fyrir j náttúrufræðinginn: Er nokkur ! guð til? j Hann sat við glugga, horfði út á grasflöt og tré, sem þá voru að skjóta út öngum. Eftir ör- 'stutta stund sagði hann: ; „Þegar ég horfi yfir grasflöt- ina, sem er að gróa, og trjákrón- , urnar, sem eru að springa út, og get ekkert annað en hjálpað j þeim lítils háttar til að þrosk- j ast, eða þegar ég virði fyrir mér himinninn, þéttsettan stjörnum, j og hugsa um hraða ljóssins, sem I þó .er svo skiptir árum á ferð sinni til jarðar okkar, og þó er ekki náð endimörkum alheims- víddarinnar, og þegar ég finn, aö þess meira, sem ég hugsa um þetta, því minna finnst mér ég vita, því alltaf birtast mér nýir heimar, þá krýp ég i auðmýkt fyrir þeirri veru, sem ég trúi að ríki yfir allri tilverunni. Mér er sama, hvort þið nefnið hana gx^ð eða öðru fallegu nafni“. Á. H. Kappreiðar í Hreppum Útbreiðið Tímaim! Hestamannafél. Hreppanna efndi til kappreiða á Hvera- heiði við Litlu-Laxá sunnudag- inn 15. júlí s. 1. Reyndir voru 31 hestur úr Hrunamanna- og Gnúpverja- hreppum og af Skéiðum. Á skeiði voru reynd 6 hross. Tvö af þeim hlupu upp og komu því ekki til úrslita. Á úrslita- spretti urðu fyrst Gulltoppur, eign Jóns Ólafssonar 1 Geldinga- holti, og Blesa, eign Sveins Sveinssonar á Hrafnkelsstöðum, á 26 sek. Þriðja var Harpa, eign Steinþórs Gestssonar á Hælí. í íolahlaupi voru reynd 10 hross á 250 m. sprettfæri. Úrslit urðu þau, að Háfeti Ei- ríks Jónssonar i Vorsabæ vann á 20 sek. Annar varð Bleikur, eign Steindórs Eiríkssonar í Ási, á 20 sek. Þriðja var Lokka, eign Steinþórs Gestssonar á Hæli. Úrslit í stökki á 300 m. sprett- færi urðu þau, að fyrstur varð Sörli, eign Helga Kjartanssonar í Hvammi, á 24 sek. Annar var Fluga, eign Óskars Indriðason- ar, í Ásatúní, á 24.1 sek., þriðja Þýða, eign Guðm. Þorsteinsson- ar á Þórarinsstöðum, á 24,2 sek. Á 350 m. sprettfæri kepptu að- eins tveir hestar til úrslita. Fyrstur varð Sindri, eign Ey- þói’s Einarssonar í Gi'öf, á 28 sek. Annar varð Hörður, eign Lofts Eirikssonar í Steinsho^ti, á 29 sek. Auk þeirrar keppni, sem hér er talin, er einnig á kappreiðum Hreppamanna keppt um Hreppasvipuna, sem er forkunn- ar fögur gull- og silfurbúin svipa, gefin til verðlauna af Hreppamönnum búsettum í Reykjavík. Er hún farandgripur og afhendist á hverjum kapp- reiðum eigánda þess h$5ts, sem að áliti sérstakrar dómnefndar telst mestur gæðingur þeirra hesta, sem fram koma á kapp- reiðunum. Að þessu sinni var svipan dæmd Hrímfaxa Marinós Krist- jánssonar á Kópsvatni. Kappreiðar þessar fóru með á- gætum vel fram og um 800 manns hvaðanæva að úr Ár- nessýslu og Rvík sóttu þær og skemmtu sér hið bezta. Enda mun það almælt, að óvíða sé nú meiri kostur mikilla gæðinga en í þeim þrem sveitum, sem þarna reyndu hesta sína. Færeyingar í þjéðbúnin^m Ólafsvakan, þjóðhátíð Færeyinga, er á sunnudaginn kemur. /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.