Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1945, Blaðsíða 5
55. blað TÍMIM, þriðjMdagiim 24. júli 1945 5 i RITSTJÓRI: sigríður ingimarsdóttir S u m u r t í z h an o g sveitirnar 'Nú er hásumar. Bæjarbúar hópast til fjalla í sumarleyfinu, léttklæddir, hlæjandi, áhyggju- lausir. í sveitum er slátturinn hafinn, mesti annatími ársins. „Ólíkt höfumst við að“, kann margur sláttumaðurinn og rakstrarkonan að hugsa, þegar, þau horfa á gljáandi bifreiðir þjóta um þjóðvegina eða sjá sumargestina sleikja sólskinið í hlaðvarpa og fjallahlíðum! Þau hugga sig við það, að í vikulok- in komi þó sunnudagur, út- reiðartúrar, böll, bílferðir og aðrar unaðssemdir lífsins. — En nóg um það. Hér skal aðeins rætt lítið eitt um hent- ugar sumarfiíkur kvenna. Hafið þið ekki tekið eftir því, hvað snotur sirs-svunta getur haft mikil áhrif á klæðnaðinn, eink- um á sólríkum þurrkdegi? Þá er sjálfsagt að stinga „gallabux- unum“ undir stól, þar til rigning hefst á ný. Alls konar svuntur og sloppar úr rósóttum efnum eru mjög í tízku. Ennfremur léttar blússur, oftast sniðnar út í eitt og rykkt pils eða „skokk- ur“ úr þunnum, stórrósóttum efnum. Er sá búningur einkar hentugur í hlýju veðri. Heklaðar flíkur eru nú aftur á hátindi tízkunanr, hárnet, húfur, peysur, skór og jafnvel heilir kjólar. Á regndögum er sjálfsagt að segja skilið við pilsin og klæðast „overall", helzt heimasaumuðum! Þeir fara betur. Þið hafið kannske, heimasæt- ur góðar, hlegið ykkur máttlaus- ar að myndum frá sokkabands- árum mæðra ykkar, þar sem þær eru í þröngum reiðbuxum með derhúfur. En blessaðar, hættið því. Slíkt er nú nýjasta tízka. Að vísu eru „sixpensarar“ ekki notaðir, heldur húfuder með áföstum, litfögrum klút, sem bundinn er undir hárið að aftan. Klæðnaður, sem þess|, fer vel á hestbaki, ólíkt betur en pokabuxur eða aðrar buxna- tegundir, sem hafa verið í tízku á undanförnum árum. Hann fer vel á hestbaki, segi ég, en ekki í danssölum! Það er höfuðein- kenni sveitadansleikja, að þar dansa yngisméyjar á öklasíðum brókum og hælaháum skóm, eða skíðaklossum. Fyrir alla muni, reynið að útrýma þessarri tízku! Það er afar lítil fyrrihöfn að hafa með sér snoturt pils og þægilega skó. Snotrar „dragtir" eru mjög þægilegur búningur til sveita í stuttar gönguferðir á sunnudögum og þeim ættu æv- inlega að fylgja hælalágir skór. Hælaháir skór og gljúpur jarð- vegur eiga enga samleið. Yfir höfuð er of lítið gert af þvi að samræma tízkuna stað- háttum sveitanna. Hún er eins og margt fleira — miðuð við bæina, við steinla^gðar götur og stuttar bæjarleiðir. En auðvelt ætti þó að vera að kippa þessu í lag með góðum skilningi og að stoð sveitastúlknanna sjálfra. En þótt borgarklæðnaðinum sé breytt í sveitaklæðnað, má ekki fara út í öfgar, eins og oft vill verða, svo sem, að yngismeyj- arnar gangi eins og leppalúðar til fara og segi, að „þetta sé fullgott í sveitinni“! Nei, fötin eiga ævinlega að vera þokkaleg og hentug, þann- ig, að þið getið stokkið beint af engjum eða úr eldhúsi og tekið á móti gestum, án þess að þurfa að skammast ykkar fyrir klæðn- aðinn. Þakkarorð HJARTANLEGA þökkum við börnum okkar, barnabörnum, tengdadætrum, tengdasonum, og fósturdætrum, er færðu okk- ur höfðinglega gjöf, sem er mál- verk af æskustöðvunum, svo og sveitungum og vinum, nær og fjær, er heiðruðu okkur með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum á 50 ára hjúskaparaf- mæli okkar, 28. júní þessa árs. Guð launi þeim öllum af rík- dómi náðar sinnar. Hamraendum, 8. júli 1945. Margrét Jónsdóttir. Sigmundur Jónsson. Minníngarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar kennara Þessar gjafir hafa sjóðnum borizt að undanförnu: í Frá nokkrum Eyrbekkingum ......................... kr. 700,00 — Umf. Eyrarbakka, Eyrarbakka ..................... — 500,00 — * — Mývetningi, Mývatnssveit ...................— 500,00 — — Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi ............. — 200,00 — — Ármann, Landbroti, V.-Skaft.............: • • — 100,00 — — Gaman og alvara, Ljósavatnshr., S.-Þing. — 100,00 — — Reykhverfinga, Reykjahverfi, S.-Þing..... — 100,00 — — Unglingur, Geiradal, Barð................... — 100,00 — — Unnur djúpúðga, Hvammssveit, Dal......... — 100,00 — Kjartani Ólafssyni, Hafnarfirði ............. — 100,00 Alls nemur sjóðurinn nú um 19 þús. krónum. Stjórn U. M. F. í. og afgreiðsla Tímans í Reykjavík taka á móti framlögum í sjóð- inn, eins og áður. Fyrir hönd minningarsjóðsins. D. Á. yilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD og þann fjórða. Og þann þúsundasta. Á morgun líka! mun hann ávallt hugsa. Aldrei rennur upp sá ljósanna dagur, sem segi við hann: Á morgun verður hún hjá þér! Nei, alhr segja þeir: Án hennar! Án hennar! Allir þessir fyrirfram fordæmdu dagar, sem hér eftir munu segja einum rómi: Einn. Án hennar! Að neyðast til þess að hverfa frá þeirri konu, sem alltaf gerði sýknan dag að hátíð! Að fara og skilja hana eftir hjá manni, sem ekki veit í hjarta sínu, hvílík hún er! Að standa við leiðarenda og horfa um öxl á þá gleði, sem eitt sinn var! Að endaðri hátíð. Köld og voðaleg eyðimörk er framundan. Og þær myndir, sem hann mun ávallt sjá í huga sínum. And- lit hennar, spegilmynd hins æðsta munaðar, hlátur hennar, þegar hin sæla vitfirring hóf þau í fang sér og sveif með þau brott, lík- ami hennar, þegar hann leitaði móti líkama hans í undirgefni. Þessar myndir munu eitra nætur og daga, háðskar munu þær herma frá því, sem einu sinni var. Þær munu margendurtaka það, miskunnarlaust munu þær sýna honum það aftur og aftur. Því að augu sálarinnar vægja mönnum ekki. Og hann mun nema staðar og líta á hendurnar á sér, og þær munu segja við hann: Þetta eru hendur þínar, við höfum látið blítt að líkama hennar, kroppur hennar var mjúkur eins og blóm- króna. Við munum það svo undurglöggt — viltu heyra um það? Og þegar hann kemur við munninn á sér, mun hann segja við hann: Þetta er þinn munnur, sem sökk í munn hennar, eins og íegindjúpan, heitan brunn og drukknaði þar. Já, ég verð að segja þér frá þeirri dásemd, því að ég er þó þinn munnur og þér ná- kominn! Þannig, mun hann reyna að bægja söknuðinum frá lík- ama sínum og sál — og hann mun þola hinar mestu kvalir, þegar hann hugsar úm, að það, sem hann saknar, er enn til. Það eru til sögur um menn, sem drápu konurnar, sem yfirgáfu þá. Hann skilur þá. Þeir hafa brotið af sér okið. Þeir hafa ekki getað afborið, að það, sem þeir gátu ekki lengur notið, væri til á jörðinni. Og Hákon gengur aftur út að glugganum. Skyldi ljós loga í þessu húsi liðlanga nóttina? Nú er loks slökkt þar fyrir handan. Þá ætlar hann að stinga lyklinum í skráargatið og fara. K o n a m a n ns . Logandi tólgarkertin sótuðu loftbitana í svefnhúsi Páls, þau reyktu, og það kemur á þau skar. Enginn tók ljósasaxið og klippti af þeim skarið, þótt bæði karl og kona væri þar inni. Páll sat við borðið, Margrét húkti á múrsteinunum framan við arininn. Hann ber sig eins og húsbóndinn á heimilinu, hún eins og bein- ingakona. — Þá kemur röðin að þér! Og nú var röðin komin að hinni föllnu eiginkonu, sem ekki hafði hirt um að gæta sæmdar sinnar. Og stundum tautaði Páll við sjálfan sig, eins og hún væri ekki þess verð að heyra orð hans, stundum öskraði hann, eins og menn öskra á uxa sína: Ég skal lemja þig! Þú skalt fá að kenna á því! Þetta kemur henni ekki á óvart. Hún hafði þegar heyrt svipuna hvína og fundið ólina brenna á nöktu hörundinu. Það var hegn- ing, sem hún bjóst við. Hún hafði eitt svar á reiðum höndum, og það umlaði hún, eins og hún talaði upp úr svefni: Ég á það skilið! Hún ver sig ekki, biðst ekki heldur fyrirgefningar, hún samsinnir aðeins. En lengra kemst Páll ekki í heila klukkustund. Hann er ringl- aður, og þess vegna getur hann ekki neitt aðhafzt. Hann hefir verið beittur örgustu svikum. En rangsleitnin er af því taginu, sem menn reyna að halda leyndu. Karlmaður vill ekki láta vorkenna sér það að hafa ekki getað haft taumhald á konu sinni. Hann barmar sér ógjarna yfir því, að hann geti ekki full- nægt konu sinni, svo að hún verði þess vegna að leita til annars manns. Karlmaður kærir sig ekki um að ganga manna á milli og kasta rýrð á sjálfan sig. Hann vill sjá sóma sínum borgið. Hefði peningum eða lausafé verið stolið frá Páli, þá hefði hann getað látið það vitnast, án þess að hljóta hneýsu af. En nú er það allt annað, sem stolið hefir verið — annað, sem sæmd karlmanns liggur við, að hann gæti vel. En Páll hefir verið í hjónabandi eitt ár, og hann gat ekki einu sinni gætt þess þetta eina ár. Hann heldur nefnilega, að það sé aðeins vinnukona Hákonar, sem1 komizt hefir á snoðir um þetta skammarlega athæfi — að öðrum þorpsbúum sé ókunnugt um það. Og hann vill halda því, sem gerzt hefir, leyndu — en hann vill líka hegna sökudólginum. Hvernig er hægt að koma öðru fram, án þess að láta hitt niður falla? Annan sökudólginn hefir hann rekið á brott úr þorpinu og lýst friðlausan, ef hann kemur í skotmál. Það hefir þó ekki slökkt hefndarþorsta hans, langt frá því, en hyggnin segir honum að láta þar við sitja um sinn. Ef hann skyldi fá gott færi á mannln- um úti í haga, þegar enginn væri til frásagnar, þá er líf þess arma djöfuls ekki míkils virði. Úti í skógi má dauður skrokkur liggja, það kemur ekki að sök, þótt dauður flækjngur liggi þar. En í húsum sínum kærir hann sig ekki um lík. En svo er það hinn sökudólgurinn, konan hans, sem hefir smánað hjónarúm þeirra og neyðir hann til þess að vera á verði um sóma sinn. Hvaða tökum á hann að beita hana? Hann getur ekki fleygt henni á dyr, ekki látið sýslumanninn taka hana fasta — því að þá kemst svívirðan á allra vitorð. Og það skal ekki frétt- ast annað en gott um hans heimili. Hann ætlar að kaghýða hana. Það er það eina, sem hann getur staðráðið. Hvernig varð því bezt komið við? Áðan æpti hún eins og brjáluð manneskja, og hann bölvar henni fyrir það — hann kærir sig ekki um, að fólk heyri óp í húsi hans. Hér inni getur hann sem sagt ekki húðstrýkt hana — hún myndi sjálfsagt emja svo hátt, að það heyrðist um allt þorpið. Hann verður að fara með hana út í skóg, ef hann á að geta hegnt henni, án þess að það spyrjist. > — Ég tek uxakeyrið! Hatursfullur bryður hann hótanir sinar. Og honum þykir sár- ast, að hann skuli ekki geta snert hana í nótt. Hún á sína vörn, hún æpir. Og það er vinnukona hjá þeim, og stutt yfir til oddvit- ans. ANNA ERSLEV: jFangí konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. * - • ■ * r_*> Ég stakk upp á því að kalla hann Perronne, af því aö hann er alltaf aö staglast á því orÖi “ Gullsmiöurinn varö alvarlegur i bragöi. „Vanö ykkur, börn,“ áminnti hann pau- „Konungur vor er ekkert lamb að leika sér viö. Hann hefir bannað allri þjóöinni að nefna þet'ta nafn.“ Vmna dagsins hófst. BúriÖ hans Perronne var látið hanga úti á vegg og drengirnir skemmtu sér við aö hlusta á hjal hans. BúriÖ var ekki tekið inn fyrr en seint um kvöldiö að vinnu lok- mni. Þá var fuglinum hleypt út úr búrinu og hann fékk að hoppa um gólfið htla stund. Morguninn eftir var aftur sólskin ,og gauksi var lát- inn á sinn fyrri stað úti á veggnum. Drengirnir leituðu árangursiaust þar í nágrenninu aö eiganda fuglsins. Enginn kannaðist við að hafa týnt páíagauk. Drengirnir vonuðu fastlega, að fuglinn yröi þeirra eign. En þegar fjölskyldan sat að morgunverði, heyrðust taktföst skref úti fyrir, og andartaki síðar var hrópaö höstum rómi framan úr búðinni: „Hæ, meistari! Komdu hingað fram.“ „Hvað ér þetta!“ hrópaði gullsmiðurinn. „Mér þykir þessir viðskiptavinir vera snemma á ferli.‘ Hann stóð á fætur og gekk fram í búðina, en um leið og hann opnaði dyrnar, sá hann að þar var troðfullt af vopnuðum hermönnum. „Heilög guðsmóðir,“ hrópaði ísabella, „þetta eru her- menn kon-ungsins- v Hér verður að segja frá því ,að Loðvík konungur ellefti var harðstjóri hinn mesti. Hann var bæði einþykkur og tigingjarn og mat ekki mannslíf meir en flugur. Þegnar hans óttuðust heimsóknir hermanna hans, því að eitt ógætilegt orð gat kostað fangelsisvist eða jafnvel dauða- dóm. Gullshiiðnum varð því allt annað en rótt í skapi við þessa heimsókn. „Hvað þóknast ykkur?“ spurði hann rólega og duldi vel angist sína. „Eigið þér þennan fugl?“ spurði fyrirliðinn. Börnin ráku upp angistaróp, því að hermaðurinn hélt á græna, fallega páfagauknum í hendinni. En höfuð hans lafði máttlaust niður og sömuleiðis fætur og vængir, augun voru lokuð. — Perronne vesa- lingurinn var dauður. Drengirnir grétu hástöfum meðan gullsmiðurinn sagði hermönnunum frá, hvernig páfagaukurinn hefði kom- izt þar á heimilið. Liðsforinginn greip hörkulega fram í fyrir meistara Húbertusi: „Gott, gott! Þér viðurkennið, að fuglinn sé í yðar eigu eða réttar sagt — hafi verið áður en við snerum hann úr hálsliðnum?“ „Góði herra, hvers vegna drápuð þið vesalings fugl- inn?“ spurði Georg. „Hvers vegna? Ætlið þið að telja mér trú um, aö þið vitið það ekki? Hans náð, konungurinn, gekk fram hjá húsi yðar í gærkvöldi og heyrði þá bannsettan fuglinn | Stór bók um líf og starf og saintíð listamannsins mikla ij Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leouardo daj'inci var /urtulegur maður Hvar sem hann er nefndur i búkuru er J ei>u og menn skorli orð lil þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I „Encyciofnrdm Britanmca" (1911) er sagt, að sagan nefni engan mann, sem sé hans fafningi á siaði Jl vtsinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði emt til að afkasta hnndiaðmta j1 parti af öllu þvi, sem hann féftkst við. 1 Leonardo da l'inci var óviðjafnantegur mdlari. En hann var tika upþfinningamaður Ij A við Edison, eðlisfmðingur, stcerðfraðingur. stfömufneðingúr og hervélafraðingur Hann fékksl við rannsóknir I Ifóifrieði, líffirrafrirði og sljórnfraði, andlitsfall mannti og ' fellingar i klœðum athugaði hann vandlega. I Söngmaður var Leonardo, góður og lék sjdlfur ó Mjóðfan Enn fremur riíaðí hann Ikynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók um Lconardo da Pinct er saga um manntnn, er Ifðlhalaslur og afkasta■ | mistur er lalinn allns manna. er sögnr fara n/. og einn af mestu listnmönnum veraldar. I í bókinni eru um 30 rayndir af listaverkum. \ | H.F. LEIFTUR, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.