Tíminn - 10.08.1945, Qupperneq 3
59. blað
TÍMIiyiV, föstndagmn 10. ágúst 1945
3
Bjartsýni og trú á land og þjóð
Ræða forseta íslands við
1. ágúst
Um leið og ég tek nú við starfi
sem þjóðkjörinn forseti lýðveld-
isins um næstu fjögur ár, læt ég
í ljós innilegt þakklæti mitt fyrir
það traust, sem mér hefir verið
sýnt með því að fela mér þessa
vandasömu virðingarstöðu. Það
mun verða mér styrkur í starf-
inu.
nú, og ég hygg yfirgnæfandi
stjórnar og þings þá, eru það
meiri hluti íslenzku þjóðarinnar
hafi verið þeirrar skoðunar þá,
sé það enn í dag og muni verða
í framtíðinni.. Þetta samrýmist
að öllu fyrri atburðum í þjóðlífi
okkar, og atburðum, sem orðið
hafa síðan.
Ég kenni enn meira þakklæt-
is í hjarta mínu fyrir eining-
una, sem varð um þetta fyrsta
þjóðkjör forseta íslenzka lýð-
veldisins. Ekki sjálfs mín vegna,
heldur vegna íslenzku þjóðar-
innar. Það mun verða til að
treysta hið unga lýðveldi, bæði
inn á við og út á við. Ég marka
það meðal annars á bréfum og
skeytum, sem mér hafa borizt
og öðrum ummælum, sem hníga
ákveðið í þá átt.
Nú kemur til kasta okkar
allra íslendinga að auka ör-
yggi nins íslenzka ríkis með
hverjum þeim hætti, sem í okk-
ar valdi stendur. Ætti hverjum
íslendingi að verða það metn-
aðarmál og ábyrgðar, að færa
þær fórnir á því altari, sem með
þarf, og láta ekki ágreining um
mál, sem minna skipta, verða að
þröskuldi á þeirri braut.
Öryggi lýðveldisins verður
ekki tryggt án vinsamlegrar
samvinnu við aðrar þjóðir. Þess
vegna á það við, að gera sér
grein fyrir afstöðu íslands til
annarra ríkja eins og hún er
nú og mun sennilega verða í
framtíðinni.
Um leið og lýðveldið var stofn-
að, 17. júní 1944, hlaut það við-
urkenningu margra okkur vin-
veittra ríkja. Meðal þeirra
fremstu í þeim flokki voru stór-
veldin Bandaríkin og Stóra Bret-
land. En eins og kunnugt er,
gáfu einmitt þessi tvö stórveldi
þá yfirlýsingu, með Atlantshafs-
sáttmálanum 1941, að hver þjóð
æ,tti rétt á að ráða sjálf og ein
stjórnarformi sínu. Hikuðu þau
ekki við að standa við þá yfir-
lýsingu gagnvart íslandi. Við
hljótum að bera þakkarhug í
brjósti fyrir þetta, bæði til þess-
ara tveggja stórvelda og ann-
arra velda, sem þá strax og síð-
ar sýndu okkur sömu viðurkenn-
ingu.
Það er kennt í þjóðarrétti, að
til þess að ríki geti tekið þátt
í alþjóðastarfsemi sem fullgild-
ur aðili, þurfi viðurkenningu
annarra ríkja. Ennfremur, að ef
eitt eða fleiri stórveldanna veiti
slíka viðurkenningu, muni að
jafnaði ekki standa á viður-
kenningu annarra ríkja. En rétt-
arríki munu gæta þess að veita
því aðeins viðurkenninguna að
talið sé í samræmi við alþjóða-
lög.
Með þessum viðurkenning-
um, sem ég hefi minnst á, hef-
ir þannig fengizt traustur
grundvöllum fyrir islenzka .lýð-
veldið að byggja á.
Fyrir rúmum fjórum árum
tók ég fyrst við ríkisstjórastarf-
inu. Við það tækifæri lét ég
falla orð um, að það væri nú,
sem fyrr, eindreginn vilji og ósk
íslendinga, að þótt við óskum
fyrst og fremst að teljast 1
hópi frjálsra Norðurlandaþjóða,
mættum við einnig í framtíð-
inni eiga heima í hópi þeirra
annarra lýðræðisþjóða, sem vilja
byggja líf sitt, framtíð og gagn-
kvæm viðskipti á grundvelli
réttarins, með gagnkvæmri
virðingu fyrir rétti hver ann-
arrar og orðheldni. Þau ummæli
voru í samræmi við stefnu
í sambandi við afgreiðslu lýð-
veldismálsins, gerði Alþingi þá
ályktun vorið 1944, að það teldi
„sjálfsagt, að íslenzka þjóðin
kappkosti að halda hinum fornu
frændsemi- og menningarbönd-
um, er tengt hafa saman þjóðir
Norðurlanda, enda er það vilji
íslendinga, að eiga þátt í nor-
rænni samvinnu að ófriði lokn-
um“. Þessir yfirlýsing markar
ákveðið óskir okkar um nána
framtíðarsamvinnu við hinar
Norðurlandaþjóðirnar. Eitt af
táknum um einlægni íslenzku
þjóðarinnar í þessu efni tel ég
vera þá innilegu samfagnaðar-
öldu, sem reis meðal alls al-
mennings hér í landi er Dan-
mörk og Noregur fengu aftur
frelsi sitt. Og það, sem gerzt
hefir síðan, sýnir að samvinnan
er nú þegar hafin.
Það hafa borizt fréttir, eftir
að samband er aftur komið á
milli landanna, þótt slitrótt sé
enn, um óánægju, sem gert hafi
vart við sig í Danmörku, vegna
þess, að við frestuðum ekki lýð-
veldisstofnuninni fram yfir ó-
friðarlok. í stað þess að gera of
mikið úr þessum fréttum, ætti
okkur að vera ljúft að minnast
þeirra hlýju kveðja frá konungi
og stjórn Dana, sem borizt hafa
eftir lýðveldisstofnunina, og
annarra vinseihdarvotta af hálfu
danskra manna.
Því miður var samgönguteppa
af völdum ófriðarins, er sá tími
var kominn, að heimilt var að
slíta fyrra sambandi, samkvæmt
samningum þeim, sem þjóðirn-
ar höfðu gert með sér af fúsum
og frjálsum vilja. Vegna óviss-
unnar taldi yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar ekki rétt að
láta þetta óviðráðanlega ástand
valda frestun lýðveldisstofnun-
arinnar.
Tilfinningar manna eru stað-
reynd engu siður en lögmætar
athafnir. Okkur hefir verið ljóst,
að hörmungar þær, er Danir
hafa orðið að þola undanfarin
ár, hafa hlotið að valda dönsku
þjóðinni með hinn aldraða og
hugprúða konung í broddi fylk-
ingar miklum sársauka. Slíkt
gerir tilfinningarnar enn næm-
ari. Með fullum skilningi á
þessu, ættum við að forðast að
mæta óánægju með óánægju,
þar sem hún kann að gera vart
við sig. Nú standa fyrir dyrum
samningar við Dani. Það er von
okkar og ósk að þær fari fram
í andrúmslofti vinsemdar og
gagnkvæms skilnings. Að því
viljum við vinna. Við trúum því
að vinsamleg samvinna verði
einnig í framtíðinni milli okk-
ar og þessarar fyrri sambands-
þjóðar okkar. Og það er okkur
ánægjuefni að vita, að ýmsir
merkir áhrifamenn meðal Dana
bera einnig þessa trú í brjósti.
Misseri áður en styrjöldin
hófst, eða snemma á árinu 1939
neituðu íslendingar að verða við
peim tilmælum Þjóðverja að
þeir fengju flugstöðvar og aðr-
ar stöðvar í sambandi við þær,
hér á landi, þótt boðin væru á
móti freistandi fríðindi. Þá
höfðu margar aðrar þjóðir und-
anfarið sýnt þeim undanláts-
semi á ýmsan hátt. Mér er það
minnisstætt, að erlendur maður
samfagnaði mér þá vegna þjóð-
ar minnar, að ísland, sem væri
meðal minnstu ríkja Norðurálf-
unnar, skyldi hafa tekið þessa
ákveðnu afstöðu gegn ágengni
Þjóðverja.
Hvað sem annars má segja
um þetta hafði ísland þannig
Degar fyrir styrjöldina neitað
samvinnu við Þjóðverja, sem
afdrifarík hefði getað orðið er
til styrjaldar kom. Enda er það
haft eftir einum aðalráðamanna
Þjóðverja þá, að þeir hefðu haft
áform um að hernema ísland
snemma í styrjöldinni, en hætt
við þau áform vegna þess að
hér voru engir flugvellir.
Eins og kunnugt er, háðu lýð-
ræðisþjóðirnar nær 6 ára blóð-
uga baráttu í Norðurálfu, á At-
lantshafi og víðar, unz einræð-
isvald ráðamanna Þjóðverja var
að velli lagt. Við höfðum að vísu
lýst yfir ævarandi hlutleysi og
höfðum ekki enn fallið frá
þeirri yfirlýsingu. En öll ófrið-
arárin áttum við slíkt samstarf
við andstæðinga Þjóðverja í
baráttu þeirra fyrir frelsi og
lýðræði, að ekki gat leikið vafi
á því hvoru megin væri samúð
stjórnarvaldanna og alls þorra
þjóðarinnar í þeirri baráttu.
Ég vil í því efni minna á það,
hve árekstrarlítil var sambúðin
við brezka setuliðið, þótt það
kæmi hingað gegn mótmælum
okkar. Mér er ekki kunnugt að
íslendingar gerðu tilraunir til
þess að gera því erfitt fyrir, því
síður um skemmdarverk. Er til
tals kom, sumarið 1941, að
Bandaríkin tækju að sér her-
vernd íslands, gerðum við hik-
laust samninga við þau um það.
Sambúðin við bandaríska setu-
liðið var góð frá byrjun og virt-
ist g&nga æ betur fram á síð-
ustu stundu. Þó mun hér hafa
verið í landi óhemju fjölmennt
herlið, er mest var, sam-
anborið við fólksfjölda í land-
inu. Við héjdum áfram þrot-
laust að flytja bandamönnum
björg í bú, þrátt fyrir miklar
hættur og hlutfallslega óvenju-
miklar mannfórnir og skips-
tapa, sem við máttum illa við.
Gat vopnlaus þjóð sýnt virkari
samúð með bandamönnum?
Ég minnist þessa ekki í því
skyni, að ég álíti að okkur beri
að miklast af því. En þar fyrir
má það ekki gleympist. Við
gleymum heldur ekki þakklæt-
isskuld okkar við þessar vina-
þjóðir, bæði fyrir það, hve annt
ráðamenn þeirra létu sér' um
að gera sambúðina sem bezta
og fyrir margs konar aðra sam-
vinnu og góða aðstoð þeirra.
Sameinuðu þjóðirnar notuðu
aðstöðu sína hér á landi, með
beinu og þegjandi samþykki
okkar, til hernaðaraðgerða, sem
voru þeim væntanlega ekki lít-
ils virði í baráttunni við öxul-
veldin. Við vissum, að þær háðu
baráttu sína fyrir hugsjónum,
sem við metum öllu ofar. Af
greindum ástæðum munum við
hafa verið taldir samvinnuþjóð
þeirra („associated nation“).
|Því höfum við og verið boðnir
og búnir til þátttöku í ýmiss
konar alþjóðastarfsemi, er þess-
ar þjóðir stofnuðu til og okkur
var gefinn kostur á að taka þátt
í. Því erum við og boðnir og
búnir til áframhaldandi sam-
vinnu við þessar þjóðir til þess
að tryggja framtíðarfrið og ör-
yggi í heiminum, á þann hátt,
sem okkur er fært.
Þótt hér sé um staðreyndir að
ræða, sem hvorki eru nein nýj-
ung né leyndarmál, tel ég rétt
að rifja þær upp, vegna afstöðu
okkar út á við. Sú afstaða hefir
jafnan verið óbreytt öll styrj-
aldarárin og óháð vopnaláni
þjóðanna í styrjöldinni. Enda
á hún rætur sínar í sams konar
þjóðræknishugsunarhætti, sem
ríkjir meðal lýðræðisiþjóðanna.
Við trúum á farsæld þess stjórn-
skipulags, að þjóðinni sé stjórn-
að með hagsæld allrar þjóðar-
heildarinnar fyrir augum af
stjórn, sem þjóðin ræður sjálf,
eins og Abraholm Lincoln orð-
aði það fyrir tæpri öld.
Um þessa stefnu vona ég að
haldast megi eining meðal ís-
lenzku þjóðarinnar hér eftir
sem hingað til.
Margir þeirra íslendinga, sem
nýkomnir eru heim eftir margra
ára fjarveru í ófriðar- eða her-
námslöndum, hafa lýst undr-
un og ánægju yfir breytingum,
sem hér hafa orðið til bóta í
fjarveru þeirra og yfir því, hve
fólki líði almennt vel, saman-
borið við líðan fólks í löndum
þeim, sem þeir hafa dvalið í.
Þeir hafa gleggra auga, sem
getur gert samanburð, en bygg-
ist á eigin reynslu.
Ég efast ekki um að við ber-
um öll þá ósk í brjósti, að þessi
vellíðan megi haldast og að við
eigum framundan miklu meiri
breytingar til bóta.
En'— enginn má gleyma því,
að undanfarin ár hafa verið ó-
venjuleg ár á margan hátt. Við
erum nú að byrja millibilsá-
stand, sem hlýtur að verða, milli
óvenjulegra styrjaldartíma og
öruggari friðartíma. Sem betur
fer er mannlífið svo auðugt af
tilbrigðum, að ekkert er til, sem
mætti nefna „venjulega tíma.“
Ýmsir eru bölsýnir á það, sem
framundan er, aðrir bjartsýnir.
Hvort tveggja getur gengið úr
hófi fram, frekar en sennileg
rök liggja til. Ástin á föðurland-
inu byggist mjög á trú á landi
og þjóð. Þá trú getum við tæp-
lega varðveitt nema nokkurrar
bjartsýni gæti. Bjartsýni og trú
á land og þjóð var uppistaðan
hjá Jóni Sigurðssyni, samherj-
um hans og þeim, sem tóku við
af þeim í baráttunni unz full-
komið sjálfstæði fékkst. Sama
hefir verið uppistaðan hjá þeim
þjóðum, sem hafa þolað hvers
konar hörmungar styrjaldarinn-
ar í baráttunni fyrir nýrri og
betri heimi.
En hér kemur meira til. Smátt
og smátt er verið að lyfta blæju
leyndarinnar af ýmsum átökum
styrjaldarþjóðanna. Hugkvæmni
þol og þrek, og síðast en ekki
sízt staðgóð þekking hefir gert
að veruleika margt, sem áður
mundi hafa verið talið annað
hvort hreinir draumórar eða
framtíðardraumar, sem ættu
mjög langt í land að rætast.
Það mætti verða okkur lær-
dómsríkt, hve miklu þessi stað-
góða þekking hefir orkað um
örlög þjóðanna í þessurm mikla
hildai-leik, og á eftir að orka í
því, sem framundan er. Það er
lögð mikil áherzla á mikilvægi
þekkingarinnar í áformum þeim,
sem eru um að búa öllum þjóð-
um betra líf en áður.
Sú fræðilega þekking, sem öll
vísindi vinna með, hlýtur að
verða hér á landi sem annars
staðar, sá grundvöllur sem öll
þróun byggist á, jafnt á verk-
legum sviðum sem öðrum. Nið-
urstöður vísindanna vísa leið-
irnar. En þörf er aukinnar þekk-
ingar á mörgum sviðum, svo sá
leiðarvísir komi að notum.
„Það er eitthvað sérstakt við
hvaðeina og ekkert verk er svo
lítilfjörlegt eða auðvelt, að mað-
ur verði ekki að læra það,“ sagði
danskur bóndi við ungan ís-
lending fyrir mörgum árum. ís-
lendinginn langaði til að fylgj-
ast meífc samstarfsmönnum sín-
um við fremur óbrotna sveita-
vinnu en gat það ekki, vegna
þess að hann kunni ekki nógu
vel til verksins. Ætli þetta geti
ekki átt við um nokkuð marga
íslendinga nú í dag? Aukin
þekking á öllum sviðum ætti að
vera markvisst takmark okkar.
í því mun felast fjársjóðir, sem
hvorki mölur né ryð fær grand-
að.
Sá mikli áhugi, sem nú virð-
ist vera með íslendingum til
þess að nota meiri fjárráð en
við höfum áður haft, til að bæta
f ramtíðarlífskj ör þj óðarinnar
með því að taka í þjónustu sína
tækni nútímans, kemur ekki að
gagni, nema fyrst og fremst sé
lögð áherzla á það, að afla sem
beztrar þekkingar á því, hvernig
á að nota þessa tækni og tækin,
svo að þau skili réttum og mikl-
um afköstum. Hér eigum við
mikið enn óunnið verk fyrir
\ ’
(Framhald á 5. síðu)
lngihjörg Jóiisson;
Kennarastóll í ísl. fræðum
við Manitobaháskólann
Grein þessi birtist upphaflega í Lögbergi í vor, og er
Ingibjörg Jónsson, kona ritstjórans Einars Páls Jónssonar
skálds, höfundur. Hér er fjallað um merkilegt mál, sem
íslendingar austan hafs munu einnig láta sig varða.
Oft hefi ég heyrt á það minnst
á undanförnum árum, hve mik-
ill skaði það væri þjóðflokki
okkar að íslenzka væri ekki
kennd við Manitoba-háskólann,
að það væri raunar ekki sam-
boðið virðingu íslendinga að
ekki væri kennarastóll í islenzku
og íslenzkum fræðum við þann
háskóla, þar sem íslendingar
eru fjölmenAastir. Ég hefi og
heyrt ungt fólk af íslenzkum
ættum, sem sótt hefþ: háskól-
ann, harma það, að það átti
ekki kost á því að nema íslenzku
við háskólann; að það myndi
miklu fremur hafa kosið að
nema tungu feðra sinna heldur
en t. d. þýzku eða frönsku, að
þessi mál yrði þeim aldrei lif-
andi mál, en íslenzkan hefði
orðið þeim lifandi níál, vegna
hins nána sambands þeirra við
íslenzka þjóðarbrotið.
Það hlýtur því að vera mörg-
um fagnaðarefni „að fyrir eld-
legan áhuga ýmsra vorra ágæt-
ustu manna, er nú nokkur skrið
ur kominn á þetta mikilvæga
mál.“ (Sjá ritstjórnargrein í
Lögbergi 24. maí, Hvert stefnir.“)
Það hefir jafnan verið metn-
aðarmál íslendinga að verða
sem beztir borgarar landsins. Að
vera góður borgari, felst ekki
aðeins í því að kunna landsmál-
ið, að vera löghlýðinn, að greiða
atkvæði við kosningar, að vera
efnalegar sjálfstæður. Allt þetta
er. vitanlega nauðsynlegt, en sá
verður mestur og beztur borg-
arinn, sem gefur þjóð sinni dýr
menningarverðmæti, skapar
þessi verðmæti eða verndar þau
frá glötun — verðmæti, er all-
ir fá notið. Þannig teljum við
ekki þann mann sérstaklega
góðan borgara, sem bindur allan
sinn áhuga við það að bæta sinn
eigin hag og afla sjálfum sér
þessa heims gæða, án tillits til
allra annarra og alls annars.
Okkur finnst að mælikvarðinn
eigi fremur að vera sá skerfur,
sem borgarinn leggur fram til
andlegrar og líkamlegrar upp-
byggingar og velferðar mannfé-
lagsins í heild sinni. Þennan
skilning höfum við íslendingar
yfirleitt lagt í hugtakið, að vera
góður borgari, og þess vegna
fögnum við, þegar einhver úr’
okkar hópi veitir t. d. fegurð inn
í líf mannfélagsins með list
sinni, eykur á þekkingu mann-
anna með uppgötvunum eða
rannsóknum sínum, bætir sam-
búð og kjör manna með réttsýni
sinni og skipulagningarhæfi-
leikum, hefur samfélagið á
hærra menningarstig með sín-
um kennimannshæfileikum, eða
leggur krafta sína fram til þess
að vernda frá glötun þau verð-
mæti, sem eru mannfélaginu til
góðs og til uppbyggingar.
Frá þessu sjónarmiði séð, erum
við íslendinga'r óneitanlega að
leysa af hendi helga þegnskyldu
ef við tökum saman höndum og
stofnun kennarastól í íslenzku
og íslenzkum fræðum við Mani-
tobaháskólann. Það mun ekki
einungis stuðla að verndun ís-
lenzkunnar og íslenzkra menn-
ingarverðmæta okkar á meðal,
heldur gefum við samborgurum
okkar tækifæri til þess að nema
íslpnzkuna og fá aðgang að hin-
um íslenzka menningarheimi.
Hinn ungi enski námsmaður
líkti íslenzkunámi sínu við það
að ljúka upp þungri hurð að
nýjum heimi og nýjum viðhorf-
um. Er það ekki skylda okkar
gagnvart þjóðerni okkar og
gagnvart samborgurum okkar
að gera auðveldara fyrir náms-
fólk, sem langar til að skyggn-
ast inn í hinn íslenzka heim,
að ljúka upp þessari hurð?
Sennil^ga er ekki þörf á því
að útskýra fyrir íslenzkum les-
endum menningargildi íslenzk-
unnar. En þó vil ég leyfa mér að
•’f’taka upp úr tímaritsritgerð eft-
ir dr. Sigurð Nordal, ummæli
hans um íslenzka tungu.
„íslenzkan er klassiskt mál.
Hún er í raun og veru eina forn-
tungu Norðurálfunnar. Hún er
auðug að beygingum, og setn-
ingabygging hennar og orða-
skipun, mótast mjög af því. Um
þetta er hún svo ólík enskunni,
að það er meiri tamning að
nema hana samhliða ensku sem
móðurmáli en t. d. að nema
dönsku eða jafnvel þýzku og
frönsku. íslenzkan er frumstæð
og óblönduð, í henni sést ó-
venjulega vel niður í rætur orð-
myndanna og merkingabreyt-
inga og hún er full af kjarn-
miklum og frumlegum talshátt-
um. Sem ritmál er hún þrótt-
mikil, gagnorð og skýr í bezta
lagi, éf vel er með hana farið.
Frakkar halda því fram, að eng-
in geti ritað frönsku til hlítar,
haft rétta tilfinningu fyrir gildi
(veleur) orðanna, nema hann
kunni latínu, sem er stofnmál
frönskunnar. Nú er engilsax-
neska og norræna undirstaða
enskrar tungu, og flestir beztu
rithöfundar Englendinga og
enskumælandi þjóða telja ensku
svo bezt ritaða, að meir sé dreg-
inn fram hlutur þessarar germ-
önsku undirstöðu tökuorða. Ég
hygg því, að það sé sjónarmið,
sem vert er að minnast, hvort
sá maður muni ekki að öðru