Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. j
ÚTGEFPANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN
Símar 2353 oe 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFER:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9A.
Sírnar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSLNGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Siml 2323.
29. árg.
Rcykjavík, föstudagiim 7. sept. 1945
67. blað
Gagnrýnin á vanskilun-
um viö Færeyinga hefir
haft tilætluð áhrif
Ríkisstjórnm hefir látið Fiskimálancfnd taka
tvc}{jíja milj. kr. lán til að hurj>a skuldirnar
við Færeyinga og tvcimur lögfræðingnm hcfir
verið falið að greiða úr ólestrinum lijá
nefndiimi.
Skrif Tímans um vanskilin við Færeyinga hafa nú áorkað
því, að ríkisstjórnin hefir látið Fiskimálanefnd taka tveggja
milj. kr. lán í Landsbankanum með ríkisábyrgð til greiðslu á
skuldunum við Færeyinga. Gerðist lántaka þessi nú um mán-
aðamótin. Um líkt leyti var tveimur lögfræðingum falið að
koma lagi á starfshætti nefndarinnar og aðstoða við skulda-
greiðslurnar. Má telja nokkurn veginn víst, að þessi vanskil væru
enn í fullum gangi, ef Tíminn hefði ekki hreyft málinu og
almenningsálitið fordæmt svo þessar aðfarir, að Fiskimála-
nefnd og ríkisstjórn töldu sér ekki lengur fært að halda þeim
áfram. Hefir þannig verið afstýrt vaxandi skömm og álits-
hnekki fyrir þjóðina út á við. Er þetta glöggt dæmi um þá
þýðingu, sem árvökur og heilbrigð gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar getur haft.
Yfirklór Fiski-
málanefndar.
í Þjóöviljanum og Morgun-
blaðinu var birt síðastl. þriðju-
dag eins konar greinargerð frá
Fiskimálanefnd, þar sem nefnd-
in skýrði frá því, að hún væri
búin að greiða færeyskum út-
vegsmönnum og sj ómönnum
megnið af þeim greiðslum, sem
henni bæri að inna af höndum
samkvæmt skipaleigusamningn-
um, og væri því ekki um nein
vanskil að ræða af hennar hálfu.
Bæði Þjóðviljinn og Morgun-
blaðið notuðu þessa yfirlýsingu
til að halda því fram, að hér
hefði sannast, að gagnrýní
stjórnarandstæðinga væri ekki
á rökum reist.
Nánari upplýsingar leiddu það
hins vegar í ljós, að þessi yfir-
lýsing haggaði ekki neinu af því,
sem Tíminn hafði sagt um van-
skilin við Færeyinga. Þessi van-
skil höfðu haldizt óslitið fram
undir seinustu mánaðamót eða
þar til þau voru gagnrýnd hér i
blaðinu í viðtalinu við Kristján
Friðriksson framkvæmdarstj óra.
Almenningsálitið tók svo ein-
dregið undir þá gagnrýni, að rík-
isstjórnin taldi sig nauðbeygða
til að hætta vanskilunum. Lét
hún því Fiskimálanefnd taka
tveggja miljón kr. lán í Lands-
bankanum með ábyrgð ríkiúns.
Lántaka þessi átti sér stað um
mánaðamótin. Um líkt leyti var
tveimur lögfræðingum falið að
Hvenær kemnr
verðuppbótin fyrir
apríl og maí?
Fiskimálanefnd hefir nú loks-
ins lokið við að reikna út verð-
uppbótina, sem útvegsmenn
eiga að fá úr verðjöfnunarsjóði
fyrir marzmánuð í vetur. Var
þessi dráttur nýlega gagnrýnd-
ur hér í blaðinu og hefir það
bersýnilega rekið á eftir nefnd-
inni. Hins vegar hefa útgerðar-
menn ekki enn fengið hliðstætt
uppgjör fyrir apríl og maí. Sýn-
ir það vel seinaganginn og sleif-
arlagið hjá nefndinni, að hún
skuli enn ekki hafa lokið þessu
verki, þar sem komið cr fram
undir miðjan september. Vcrður
að krcfjast þess, að tafarlaust
verði bætt úr þessum vanskilum
við útvegsmenn.
koma lagi á starfshætti nefnd-
arinnar og aðstoða við greiðsl-
urnar.
Þótt búið muni því nú að greiða
Færeyingum megnið af skuldum
þeirra, haggar það ekki að neinu
leyti því, sem sagt hefir verið
hér í blaðinu um vanskilin við þá
undanfarna mánuði.
Vottorð Faereyinga.
Vanskilin við Færeyinga sann-
(Framhald á 8. síöu)
♦>h
Ofbeldisverk kommúnista í
Kaupféíagi Siglfirðinga
dæmd ólögleg
í gærdag kl. 5 felldi setufógeti, Gunnar Pálsson, fulltrúi,
fógetaúrskurð' í kaupfélagsmálinu á Siglufirði.
Er úrskurðurinn á þá leið, að stjórn Kaupfélags Siglfirð-
inga, sem kosin var 21. júní 1945, skuli fá sig setta inn á á-
byrgð gjörðarbeiðanda, gegn þeirri tryggingu, er fógeti kann
að krefjast.
Ennfremur úrskurðast, að ofbeldisstjórn kommúnista,
sem setið hefir í trássi við meirihluta félagsmanna, þeir Þór-
oddur Guðmundsson, Ottó Jörgensen og fleiri, skuli greiða
upp í málskostnað kronur fimm þúsund.
Með úrskurði þessum hafa brottrekstrar þeir, sem stjórn
kommúnista framkvæmdi, og mörg önnur ofbeldisverk henn-
ar verið dæmd ólögleg.
Nánara verður sagt frá úrskurði þessum síðar.
Mál sem þarfnast tafarlausrar og ýtarlegrar rannsóknar
Fyrsta skipið, sem keypt var á vegnm
Nýbyggingaráðs, er sokkið
Kon.u.ngslijón og krónprinsessa
Mynd þessi er tekin af brezku konungshfónunum og Elísabetu krónprinsessu,
er þau sóttu hersýningu fyrir nokkru.
Fær Búnaðarráð ekki að ræða
um verðlagsmáiin?
Allmargir biinaðarráðsmcim hafa skorazt
undan að mæta.
Búnaðarráð kom saman á fyrsta fund sinn síðastl. þriðjudag
og hefir setið á fundum öðru hvoru síðan. Aðallega mun hafa
verið rætt um skiptingu verðlagssvæðanna. Á einum fundinum
voru nokkrir fulltrúar byrjaðir að minnast á verðlagninguna í
haust, en formaður ráðsins tilkynnti þá, að það væri utan við
verkefni ráðsins að ræða það mál, því að ráðið ætti ekki að gera
annað í því sambandi en að kjósa verðlagsnefndina. Virðist mega
ætla af þessu, að varna eigi Búnaðarráði að ræða um þetta
aðalmál landbúnaðarins, svo að fulltrúarnir geti síður kosið
menn í nefndina eftir viðhorfum þeirra til þess.
Osagt skal látið um það, hvort
Búnaðarráð sættir sig við þessa
meðferð. Vel kann þó svo að fara
því að ekki hefir ráðið enn sýnt
þann manndóm að mótmæla því
ofbeldi við bændastéttina, sem
verðlagslögin raunverulega eru,
og leggja þannig fram sinn skerf
til styrktar málstað bændanna.
Hins vegar hefir það setið í
veizlu hjá ríkisstjórninni. Var
hún haldin í Oddfellowhöllinni
í gærkvöldi.
Allmargir þeirra* manna, sem
upphaflega voru skipaðir í Bún-
aðarráðið, hafa sýnt andúð sína
á ofbeldi stjórnarinnar með
því a$ sækja ekki fundi þess.
Áður hefir verið sagt frá neitun
Jónasar Kristjánssonar. Auk
hans hafa aðalfulltrúarnir úr
Barðarstrandarsýslu, Norður-
Múlasýslu og Vestur-Skaftafells-
sýslu og varafulltrúinn úr Vest-
ur-Skaftafellssýslu neitað að
koma. Er vitanlegt, að allir þess-
ir menn eru andvígir aðferð
stjórnarinnar í þessu máli. Þar
sem hvorugur fulltrúinn mætti
úr Vestur-Skaftafellssýslu, leit-
aði stjórnin eftir nýjum manni
þaðan, en enginn var tilleiðan-
legur, en ekki þótti tiltækilegt
að skipa séra Gáinn, sem hins
vegar mun hafa verið fús til far-
arinnar. Varð því niðurstaðan
sú, að stjórnin skipaði Benedikt
Gíslason frá Hofteigi sem full-
trúa Vestur-Skaftafellssýslu í
ráðið!
Ný raótmæli
Austur-Húnvetn-
inga
Á fundi stjórnar og dcildar-
stjóra Sláturfélags Austur-Hún-
vetninga, 31. f. m., var borin
fram og samþykkt svohljóðandi
tillaga:
,SameiginIegur fundur stjórn-
ar og deildarstjóra Sláturfélags
A.-Húnvetninga, haldinn aS
Blönduósi 31. ágúst. 1945, harm-
ar mjög, að bændum var ekki
faliS að kjósa menn í hið ný-
skipaða landbúnaðarráð, og
krefst þess, að Alþingi breyti
lögunum í þá átt, að sá háttur
verði upp tekinn í framtíðinni.
Jafnframt lýsir fundurinn
því yfir, að hann telur, að með
sex manna samkomulaginu hafi
verið Iagður sá grundvöllur, sem
byggja beri á, einnig í fram-
tíðinni".
Tillagan var samþykkt með
samhljóða atkvæðum. Er þetta
annar bændafundurinn í Aust-
ur-Húnavatnssýslu, sem mót-
' mælir þessu gerræðisverki
stjórnarinnar.
1
Nýbyggingaráð hefir bersýnilega vanrækt
að hafa eftirlit með því, að ekki séu
keypt ónýt og óhæf skip til landsins
Þau tíðindi bárust um bæinn síðastl. þriðjudagsmorgun, að
fyrsta skipið, sem kom til landsins á vegum Nýbyggingarráðs,
flutningaskipið „Haukur“, hefði sokkið 9Q sjómílur undan Fær-
eyjum á föstudaginn var. Svo giftusamlega tókst til, að skips-
höfnin bjargaðist. Skipið var á leið hingað frá Bretlandi, hlaðið
sementi.
Fregn þessi vakti að vonum mikla athygli, þar sem það hafði
vitnazt áður, að skipið hafði komizt nauðulega til Bretlands,
þrátt fyrir sumarblíðuna og þótt það væri lítið eða ekkert hlað-
ið. Þessi gndalok skipsins í heimferðinni, þrátt fyrir nokkurra
vikna viðgerð í Bretlandi, þótti augljós sönnun þess, að Nýbygg-
ingarráð myndi rækja harla slælega það hlutverk sitt að sjá um,
að eingöngu fullkomin og traust skip væru keypt til landsins.
Mál þetta er vissulega þannig vaxið að fara verður fram hin
ítarlegasta ra,nnsókn, þar sem lífi margra sjómanna hefir ber-
sýnilega verið stofnað í hættu vegna margvíslegra mistaka, ó-
aðgætni og eftirlitsleysis. Jafnframt þarf að gera auknar ráð-
stafanir til tryggingar því, að slík mistök komi eklci fyrir aftur.
Óglæsilegur ferill.
Eins og skýrt var frá í sein-
asta blaði kom þetta skip til
landsins á fyrra hluta þessa árs.
Var þá skýrt frá því í stjórnar-
blöðunum, að þetta væri fyrsta
skipið, sem kæmi hingað á veg-
um Nýbyggingarráðs, enda væri
það alveg nýtt, smíðað í Kan-
ada, og hið fullkomnasta í alla
.staði. Þessu til frekari árétting-
ar var haldin veizla fyrir ný-
byggingaráð, blaðamenn og
fleiri, þar sem var áréttuð hlut-
deild nýbyggingaráðs í þessari
„nýsköpun*.
Þegar svo átti að fara að reyna
skipið, virðist „nýsköpunin“
harla öðru vísi en menn höfðu
gert sér vonir. um. Skipið gat
ekki losað sig sjálft, þótt það
væri með timburfarm, og það
þurfti strax nokkra viðgerð hér
til að geta fullnægt settum regl-
um. Að lokinni þessari viðgerð,
var það sent til Englands, en þá
tók ekki betra við, því að
minnstu munaði, að skipið fær-
ist ekki á leiðinni. Bygging þess
gliðnaði og gekk meira og minna
úr skorðum og þurfti skipið nær
tveggja mánaða viðgerð í Bret-
landi til að verða haffært aftur.
Veðri var þó ekki um að kenna,
þar sem þetta var í mestu sum-
arblíðunni, og ekki heldur of-
hleðslu, þar sem skipið mun
hafa verið nær tómt. Eftir við-
gerðina í Bretlandi, var skipið
hlaðið sementi, og átti að halda
heimleiðis. Þeirri ferð lauk eins'
og áður er sagt.
Hlutdeild Nýbygg-
ingarráðs.
Eftir að kunnugt varð um af-
drif skipsins, hafa bæði Mbl. og
Þjóðviljinn reynt að hvítþvo
nýbyggingarráð af hlutdeild
þess í kaupunum. Mbl. segir í
fyrirsögn, að „Nýbyggingarráff
átti engan þátt í að Haukur var
keyptur“, og Þjóðviljinn segir, að
„um útvegun Hauks sé þaff aff
segja, aff Nýbyggingarráff hafði
ekki önnur afskipti af henni en
aff veita innflutningsleyfi fyrir
skipinu".
Þessar afsakanir stjórnarblað-
anna nægja lítið, þegar þær
koma eftir að Haukur er kom-
inn á hafsbotn, því að fyrir
hendi eru gagnstæðar yfirlýs-
ingar þeirra sjálfra frá þeim
tíma, er Haukur var talinn álit-
leg „nýsköpun“.
Þann 19. júní síðastl. sagði t.
d. Mbl., er það skýrði frá komu
skipsins:
„Þetta er fyrsta skipiff, sem
kemur hingaff til landsins og
keypt er á vegum Nýbyggingar-
ráffs“.
Þann 20. júní sagði Þjóðvilj-
in, er hann skýrði frá veizlu-
höldunum í tilefni af komu
skipsins:
„Haukur er fyrsta skipiff, sem
nýbyggingarráff hefir affstoðáð
við kaup á, og^pSkkaffi Pétur
Bóasson nýbyggingarráffi og Út-
vegsbankanúm affstoff þeirra viff
kaupin“. #
Þessar yfirlýsing'ar, sem voru
gefnar áður en Haukur sökk,
sýna Ijóslega, að nýbyggingar-
ráð hefir átt verulega hlutdeild
í kaupunum. Sá orðrómur geng-
ur líka, að formaður Nýbygg-
ingarráðs hafi verið einn af eig-
endum skipsins og því ekki spilt
fyrir kaupunum i ráðinu. En
jafnvel þótt Nýbyggingarráð
ætti hér engan annan þátt en
þann að veita innflutningsleyfi,
er sök þess samt nógu stór, þar
sem það er megin hlutverk þess
að ,sjá um, að aðeinft góð og
vönduð skip séu keypt til lands-
ins og gjaldeyri sé ekki eytt í
léleg skipakaup. Hefði ráðið
gætt þessa hlutverks síns, hefði
mörgum sjómannalífum eki ver-
ið stofnað í óeðlilega hættu, og
dýrmætt byggingarefni, sem erf-
itt er að afla, hefði þá ekki leg-
ið á hafsbotni og þannig taf-
(Framhald á 8. siðu)
Landsfundur bænda
hefst í dag
L.andsfundur bænda hefst
að Laugarvatni síðdegis í dag.
Aðalmál fundarins er, aff ræða
um aukin stéttarsamtök bænda.
Eins og skýrt hefir verið frá
hér í blaðinu hafa búnaðarfélög
í öllum sýslum landsins kjörið
fulltrúa á fundinn. Auk þess
hefir Búnaðarfélagið í Vest-
mannaeyjum kjörið þangað tvo
fulltrúa, Helga Benónýsson og
Þorbjörn Þórðarson. Alls eiga því
48 fulltrúar sæti á fundinum.