Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 4
4 f / TÓIITVN. föstodagiim 7. sept. 1945 67. bla« Biskupiim, herra Sigurgeir Sigurðsson, segir frá: Fundur norrænna biskupa í Kaupmannahöfn Eins og frá var skýrt í síðasta blaði kom biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, í byrjun þessarar viku flugleiðis heim úr för, er hann fór til Kaupmannahafnar, tii þess að sitja ráð- stefnu norrænna biskupa, sem þar var haldin í fyrsta skipti síð- an styrjöldinni lauk. Voru slíkir biskupafundir áður haldnir á þriggja ára fresti, en hafa sem að líkum lætur, fallið niður á styrjaldarárunum. Þessi fundur telst aukafundur, en fyrsti reglulegi fundurinn á að haldast í Svíþjóð á næsta ári. Ávarp biskupafundarins Ýtarlegar umræður um þáð ástand, sem styrjöldin mikla hefir skapað á Norðurlöndum, fóru fram í Kaupmannahöfn á fundi höfuðbiskupa Norðurlanda. Umræður þessar leiddu til þess að fá skýrara yfirlit um reynslu og sjónarmið hinna ýmsu Norðurlandaþjóða og önn- ur þau atriði, er til þess hefðu getað verið fallin að valda mis- skilningi milli þjóðanna. Um málin var rætt hispurslaust og af fullri einlægni, og menn sannfærðust um það, að í samanburði við það mikla vinarþel og skyldleika Norðurlandaþjóðanna, sem ekki sízt hefir komið berlega í Ijós á styrjaldarárunum, og með hlið- sjón af þeim erfiðleikum, sem undanfarið hafa átt sér stað í sambúð margra grannþjóða veraldarinnar, þá séu þeir skugg- ar, sem orðið hafa í samskiptum Norðurlandaþjóðanna, að- eins óverulegir. Það, sem á milli kann að hafa borið, ætti að mega jafna að fullu á heilbrigðan hátt og beiskjulaust. Frændþjóðunum á Norðurlöndum ætti ekki að vera nein skota- skuld úr því að ræða slík mál í fullri einlægni, einnig það, sem þeim hefði þótt mega öðruvísi betur fara, og sýna full- kominn skilningsvilja, er dæma skal um ákvarðanir, sem á venjulegum tímum hefðu verið framkvæmdar á nokkuð annan veg. Þar sem vér erum þess fullvissir, að margt í stjórnmálum Norðurlandaþjóðanna á styrjaldarárunum verður bráðlega: betur upplýst og skýrt til fullnustu, viljum vér allir að því vinna, að hið kristilega og kirkjulega samband þjóðanna megi eflast og aukast á heilbrigðan og eðlilegan hátt og með fullri virðingu fyrir séreinkennum og siðvenjum hverrar þjóðarinn- ar um sig. Aðeins á þann hátt munu Norðurlandakirkjurnar og þjóð- irnar geta lagt fram sinn skerf til þess að skapa anda gagn- kvæms skilnings og velvildar meðal allra þjóða, sem nú standa meira og minna ráðþrota gagnvart hinum stóru vandamálum og örlagaríku ábyrgð. Hin mikla ábyrgð kirkjunnar nú gagnvart þjóðfélagslegum vandamálum og lífi almennings, hlýtur að knýja kirkjurnar til þess að finna leiðir til samstarfs og sameiginlegra átaka til þess að gera meginhugsjónir kristindómsins að þungamiðju þjóðlífsins og finna hentugar leiðir til þess að þær hugsjónir nái að hafa áhrif á daglega bre'ytni og líf allra manna. Þar sem Guð hefir nú aftur gefið þjóðunum tækifæri til þess að framfylgja lögmálum-hans í lífi sínu og starfi, hefir hver kristinn maður og kona bæði skyldu og köllun til þess, hver í sínu landi og sínum verkahring að efla og glæða þann bróðurhug, em einn getur unnið bug á hinum illu öflum sundurþykkis og styrjalda og skapað hinn sanna frið Guðs á jörðu. Kaupmannahöfn, 23. ágúst 1943. Gustaf Aulén. Erling Eidem. H. Fuglsang-Damgaard. Ilmarie Salomies. Eivind Berggrav. Arne Fjellbu. Edvard Rodhe. Sigurgeir Sigurðsson. H. Öllgaard. Fréttamaður Tímans hefir átt tal við biskupinn og leitað hjá honum frétta af ferðalagi hans og ráðstefnu biskupanna. Lét hann hið bezta af öllu og var bjartsýnn á samstarf norrænn- ar kirkju og kirkjuhöfðingja á komandi árum og viðgang kristi- legs anda meðal norrænna þjóða. — Þessi fyrsti norræni bisk- upafundur, sem haldinn er síð- an ófriðnum lauk, sagði bisk- upinn, stóð dagana 22.—25. ágúst, og þetta er hinn fyrsti fundur, sem ég hefi átt kost á að sækja. Var til hans boðað af Fuglsang-Damgaard Sjálands- biskupi, og á biskupssetri hans fóru fundirnir fram. Við vorum níu alls á fundin- um, biskuparnir. Voru það þessir: Frá Daumörku: Fuglsang- Damg^.ard og H. Öllgaard. Frá Noregi: Eivind Berggrav og Arne Fjellbu. Frá Svíþjóð: Erling Eidem, Gustav Aulén og Edvard Rodhe. Frá Finnlandi: Ilmarie Salo- mies. Frá íslandi: Sigurgeir Sig- urðsson. Ég hafði hugsað til þessara samfunda með mikilli ánægju, heldur biskupinn áfram, því að Biskupinn yfir íslandi. herra Sigurgeir Sigurðsson. þarna vissi ég, að ég myndi hitta marga ágæta menn, og það því fremur, sem ég hafði engum þeirra kynnzt áður, nema Fugl- sang-Damgaard. Auk þess beið mín þarna ágætt tækifæri til þess að kynnast því, hvernig ástatt væri með frændþjóðum okkar nú við lok hins mikla hildarleiks. Þær vonir, sem ég hafði gert mér um þessa samfundi, brugð- ust ekki. Samstarf var sérstak- lega ánægjulegt og lærdómsríkt, og allar viðtökur eins og bezt varð á kosið. Það var fölskvalaus vinátta, sem ég mætti hvar- vetna. Á fundum okkar voru rædd mörg aðsteðjandi vandamál. Meðal annars var mikið rætt um samstarf norrænu þjóðanna í kirkju- og kritindómsmálum og norræna samvinnu yfirleitt. Þau störf, sem nú bíða kirkj- unnar á sviði líknar- og menn- ingarmála, eru meiri og brýnari en nokkru sinni, og voru allir einhuga um það, hversu mikils vert það væri að norrænt kirkju- samstarf yrði sem nánast og einlægast. (Birtist ávarp, sem biskupafundurinn samþykkti að loknum höfuðumræðunum, hér á þessari síðu blaðsins.) í sambandi við biskupafund- inn var haldin minningarguðs- þjónusta um Kai Munk í Frúar- kirkjunni. Vorum við biskuparn- ir þar allir viðstaddir og aðstoð- uðu sinn' biskupinn frá hverju landi við guðsþjónustuna. Fyrir altari þjónuðu Fuglsang-Dam- gaard, ég og Salomies fyrir pré- dikun, Berggrav flutti ræðuna, en Eidem drottinleg blessunar- orð. Sunnudaginn 25. ágúst mess- aði ég í einni af kirkjum Kaup- mannahafnar, St. Jóhannesar- kirkjuhni. Var þar fjölmenni, meðal annars margt íslendinga. Ávarpaði ég þá stuttlega á ís- lenzku. Þá gengum við allir á konungs- fund og sátum boð Arne Sören- sens, kirkjumálaráðherra Dana, og Christensens, yfirborgar- stjóra Kaupmannahafnar. Meðan ég var í Kaupmanna- höfn, var einnig haldinn þar fundur, sem boðað hafði verið til af „Hjálparstofnun evange- lískra kirkna í Norðurálfu", en forgöngumaður þess var dr. theol. Alfred Jörgensen, kunn- ur mannvinur. Meðal verkefna þess fundar var að ræða um, hvernig bezt yrði unnið að því að hjálpa ýmsum, einkum Finn- um og Norðmönnum, til þess að endurreisa þær fjölmörgu kirkj- ur, sem hafa brunnið eða fallið á undangengnum hörmungaár- um. Stóð þessi f undur þrjá daga. Um þetta leyti var einnig haldinn í Kaupmannahöfn kristilegur norrænn stúdenta- fundur. Þar flutti ég erindi. Ég varð þess var á ferð minni, svo að ekki varð um villzt, að íslendingar eiga marga og sanna vini í Danmörku, er skilja okk- ur fullkomlega og gera sitt bezta til þess, að vinátta megi haldast milli þjóðanna, Dana og íslend- inga. Meðal þeirra leyfi ég mér að nefna Sörensen kirkjumála- ráðherra og Fuglsang-Damgaard (FramhalcL á 5. siðuj Frá fyrsta biskupafundi Norðurlanda eftir að ófriðnum lauk, og var haldinn í Kaupmannahöfn í síðastliðnum mánuði. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Arne Fjellbu, Edvard Rodhe, H. Öllgaard, Erling Eidem, Sigurgeir Sig- urðsson, Eivind Berggrav, Ilmarie Solimies, Gustaf Aulén og Fuglsang-Damgard. nær ómennsku umbrotum og hinum hart nær yfirnáttúrlegu afrekum hins mikla og áð- ur í sögunni óþekkta þjóðfé- lagslega fyrirbrigðis í Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Ást á norskri þjóðmenningu — samfara djúpri fyrirlitningu á vanköntum hennar, uggur og andúð gagnvart hinni alþjóðlegu og þó einkum hinni vestrænu vélamenningu, — ásamt heillun af trölldómi hennar—voruþarna ekki nægar andstæður til þess að vekja allmikið umrót hjá manni yað skapi og hæfileikum jafnstór- brotnum og Knut Hamsun? Loks má benda á eitt til viðbótar, sem alltaf vakti ókyrrð i huga Hamsuns og varð honum skáld- skaparefni, auk auðvitað ýmis konar hvata og kynna. Það er baráttan milli hins alnorska í máli og menningu og svo þeirr- ar menningar, sem skapazt hafði hjá nokkrum hluta verzlunar- stéttarinnar og hjá embættis-' mönnum og liðsforingjum — einkum í sveitum og smærri bæjum Noregs. Sú menning var að allmiklu leyti af dönskum og þýzkum uppruna, og hún hafði ýmsa þá kosti, sem geðjuðust Hamsun mæta vel. Tökum síðan til dæmis af hin- um eldri bókum Hamsuns Leynd ardóma (Mysterier) og Viktoríu — og svo einnig hina nokkru yngri Hinzta gleðin (Den sidste glæde). í öllum þessum bókum er það afar skýrt, hve mikill afl- vaki í skáldskap Hamsuns þær eru hinar menningarlegu and- stæður, jafnvel þar sem hann bregður á leik í hálfgildings ungæðishætti eða sekkur sér niður í fegurðarnautn — eða djúp þrár og drauma. Þá skal vikið nokkrum orðum að skáldverkum hans frá hin- um siðari áratugum. Þau eru flest hnitmiðuð að formi, stíll- inn svo samfelldur — þrátt fyr- ir ýmis konar tilbreytni — að yfirleitt er það undantekning, að málsgrein megi missa sig, án þess að einhverju sé glatað, sem veigur er i og hefir sitt gildi fyr- ir heildina. En þessi skáldverk hins í listinni jafnvæga snillings eru eigi síður en hin fyrri þrung- in af persónulegum kenn'dum höfundarins, annars vegar sam- úð, hins vegar og meira áberandi af andúð, fyrirlitningu, spotti og jafnvel oft og tíðum hundsku í garð þeirra menningarfyrir- brigða og manntegunda, sem hann hefir ýmist mætur á eða hann er þá andstæður, þó að hann geti stundum ekki að sér gert annað en allt að því blanda aðdáunarkenndri undrun í lýs- ingarnar, svo sem þá er hann lýsir Ágústi, sjómanninum, far- manninum af veraldarhöfunum, sem að lokum ferst uppi i fjalli í hafróti sinna eigin trylltu sauðkinda, er hendast fram af hengiflugi og ryðja honum með sér. f sumum þessum bókum lof- syngur Hamsun hið einfalda líf og hinn hrekklausa, stritandi og frumstæða mann, en yfirleitt er i þeim hörð ádeila á yfirborðs- mennsku og sýndarmanndóm, meðal annars það, að vilja skreyta sig með framandi fjöðr- um. Eins og áður er sagt, urðu Bandaríkin Hamsun hin fyllsta ímynd yfirborðsmennsku og menningarlegs óskapnaSSar, en Bretland var í hans augum hið gamla dáðlausa rándýr, sem liggur fram á lappir sínar og gætir þess fengs, sem það hefir aflað. Hins vegar varð þýzka þjóðin í vitund Hamsuns sú þjóð á jörðunni, er samrýmdi það að hagnýta tæknina af dugnaði og hagsýni og halda í heiðri göml- um menningar- og siðferðiverð- mætum — þar á meðal hefðar- mennsku í hugsun og framkomu samfara sannri og væmnilausri karlmennsku, enda höfðu rit þýzka skáldspekingsins og rit- snillingsins Nietzsche hrifið Knut Hamsun svo mjög, að þeirra á- hrifa mun hafa gætt hjá hon- um æ síðan — ofurmennskan annars vegar og látleysi og nægjusemi þess frumstæða hins vegar verið honum það tvennt, er hann mat sem verðmæt eða virðingarverö mannleg eigindi, Knut Hamsun, sem á blóma- árum sínum las ekki samfellt nokkra bók, fylgdist auðvitað ekki náið með því, er gerðist í heiminum. Hann var löngu áð- ur en nazisminn náði völdum í Þýzkalandi oíðinn mannfælinn með'afbrigðum, fyrirleit blaða- menn og blaðamennsku — og þá auðvitað blaðaskrif. Hann lifði allt að því eins og einangr- aður og fangi, þó að hann hefði sjálfur búið sér fangelsið. Og þótt bækur hans seldust vel, seldust alls staðar vel, þá seld- ust þær hvergi eins vel og í Þýzkalandi, og þar var hann, sem og raunar víða annars stað- ar, í afar miklum metum. Af öllu þessu er það auðsætt, að ekki þarf beinlínis að kenna það elliglöpum, hvert varð hlut- skipti Hamsuns. Hann hef ir sj álf- sagt litið þannig á, að nazisminn og nýskipánin væru nauðsynleg veraldarfyrirbrigði, ef menning og manndómur ættu að s^and- ast gegn barbarisma tímanna — og hinu stórum vaxandi og mjög svo ægilega skrílræði, lágskríls- einræði — eins og það mun ein- hvers staðar hafa verið kallað af mönnum sama sinnis og skáldið Hamsun. Og svo sem heyrzt hefir, að hann hafi nú frá skýrt, mun hann alls ekki hafa fylgzt nema að mjög litlu leyti með því, sem fram fór í Noregi eftir innrásina — hvað þá, að hann hafi gert sér grein fyrir þeim ógnum, sem í öðrum löndum steyptust yfir hinar her- numdu þjóðir. Þetta þarf engan að undra, þar sem það er meira að segja upplýst, að jafnvel sumir helztu ráðamenn nazista í Þýzkalandi sjálfu, munu vart hafa gert sér það fyllilega ljóst, hve hryllilegar ógnir sumir und- irmenn þeirra lögðu á ýmsa þá, sem þeir höfðu fengið ótak- markað vald yfir, enda tröppur starfsskiptingar ærið margar frá þeim, sem gáfu skipanirnar og til þeirra, sem lengst niðri fram- kvæmdu þær — böðlanna, sem vinna verk sitt árum saman, gera sér úr því ánægju og verða þess vegna að breyta smátt og smátt aðferðum sínum til hins verra, fáandi með því einu móti fullnægjngu — svo sem sælker- inn þarf að fá nýja og nýja rétti, sífellt meira kitlandi fyrir bragð- taugarnar. . . . Og hvað sem annars má segja með sanni og geta sér til um í sambandi við fylgi Ham- suns við nazista, þá er það víst, að*hann hefir unnið sér meira en lítið til ágætis sem skáld o^ listamaður.Tugmiljónum manna hefir hann skemmt, tugmiljónir hrifið með skáldskap sínum, heillað þá með undrun hins sér- stæða ímyndunarafls og hinnar furðulegu persónusköpunar, — en fyrst og fremst með sinni oft- ast einföldu, en um leið frábæru stílsnilld, sem hefir töfrað fram jafnt hinar kátlegustu stellingar sem hinar ólíkustu tilfinningar mannlegs hjarta — allt frá dreyminni þrá til allra hugsan- legra afbrigða skops og spotts — og hin fjölbreyttustu tilbrigði dulkenndra náttúrutöfra. Ham- sun hafði líka um hálfrar aldar skeið mjög mikil bein og ennþá meiri óbein áhrif á bókmenntir Norðurlanda, og langt út fyrir Norðurland bar hann hróður norskrar náttúru og norskrar snilli og hafði gildi fyrir unga rithöfunda vítt um hinn siðaða heim. Og hve mikið sem Knut Hamsun kann að hafa misgert við þjóð sína og hve mjög sem mönnum þykir hann hafa syndg- að gegn mannúð og menningu, þá munu sum rit hans lifa hjá einmitt öllum þeim, sem eru andlega frjálsir. Óbein áhrif snilldár hans munu verða ævar- andi, eins og hvers þess manns, sem hefir auðnazt að skapa eitthvað svo fullkomið, áð öðr- um hefir reynzt það lærdóms- ríkt og frjótt við þeirra oftast þyngstu þraut: mótun síns persónuleika og formsins fyrir eigin hæfileika til skapandi starfsemi. Þau verk manna, sem beinlínis eða óbeinlínis hafa veigamikil áhrif á hugsun, mót- un og störf annarra stórbrotinna einstaklinga eða fjöldans, gera líf þeirra mikilvægt fyrir fram- tíðina, hvort sem þeir hafa unnið á sviði stjórnmála, vísinda eða lista — já, á hvaða sviði sem þeir hafa uhnið. Tökum til dæmis hina rússnesku byltingarfor- ingja, sem teknir voru af lífi, hvort sem þeir nú voru dæmdir til dauða í föðurlandi sínu eða myrtir erlendis. Segjum, að þeir hafi verið sekir um landráð, en sarnt sem áður: Hver getur mfeð sanni neitað því, að störf þeirra á byltingarárunum — og næstu árum eftir byltinguna — hafi orðið svo áhrifarík fyrir rúss- nesku þjóðina, að það hljóti — jafnvel frá sjónarmiði þeirra, sem voru aðilar að sakfellingu þeirra og lífláti — að gefa lífi þeirra ævarandi mikilvægi. Kaminev, Sinojev, Smirnov, Rykov, Bucharin, Trotzky — bara nöfnin, áhrifavald þeirra enn í dag, þó að ekki væri nema sem minningavaki — hötuð nöfn og fyrirlitin, heilög nöfn og tilbeðin! .. . Viktoría Hamsuns varð mörgum skáldhneigðum og við- kvæmum unglin/um á íslandi undur og ævintýri, þá er hún kom hér út í fyrra skiptið. Svona sögu höfðu þeir aldrei heyrt eða lesið. Sumir þeirra gátu alls ekki fellt sig við, að þetta væri kölluð saga — en hvað var það þá? Nei, það var satt, sem margt af eldra fólkinu sagði: Þetta er hvorki fugl né fiskur. ... En samt sem áður: Þessir unglingar lásu hana, og þeim fannst hún falleg — einkennilegt, að hún fór illa — eftir því sem kallað var, og þó var eins og manni fyndist hún hefði ekki getað farið öðru- vísi, væri líka fallegust svona. Og hugsa sér: Það var næstum því eins og maður kannaðist eitthvað við þetta, þó að það gerðist í öðru landi og væri ósköp skrítið. Þá voru aðrir ung- lingar, sem slepptu strax öllum samanburði við annað, þeir með- tóku þetta form sem eins konar opinberun, þeir nutu á svipaðan hátt og við njótum ilms hinna fyrstu vordaga, önd- um að okkur angan blómsins, er við fyrst finnum útsprungið. Já, ég hefi þekkt unglinga, sem tárfelldu yfir Viktoríu af hrifni og sæluríkri viðkvæmni. En ekki einungis unglingarnir, heldur og allmargt af því eldra fólki, sem þó hafði lítt eða ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.