Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 2
2 TPllIVN, fwstmlagiiin 7. sept. 1945 67. blað Föstudagur 7. sept. Landsfundur bænda í dag hefst fundur, sem verð- ur veitt mikil athygli. Það er landsfundur bænda, sem kemur saman að Laugarvatni. Hlutverk hans er að efia þau samtök bænda, er fjalla eiga um verð- lagsmálin og önnur skyld hags- munamál bændastéttarinnar. Um þennan fund hefir verið margt rætt að undanförnu. í þeim umræðum hefir mjög gætt tveggja gerólíkra óska og sjónar- miða. , Meðal bænda ríkir sú von, að starf þessa fundar verði giftu- ríkt. Bændum er almennt ljóst, að þeim er mikil nauðsyn stór- efldra samtaka á þessu sviði, svo að þeir geti þar haldið fram hlut sínum til jafns við aðrar stéttir. Þeim er nauðsyn slíkra samtaka enn augljósari eftir það ofbeldi og gerræði, sem þeir hafa nýlega verjð beittir af ríkis- stjórninni, þar sem allt vald i verðlagsmálunum hefir verið af þeim tekið og lagt í hendur landbúnaðarráðherra, er getur notað það ærið misjafnlega. Bændum er ljóst, að þeir verða sjálfir að fá þetta vald í sínar eigin hendur, en til þess að svo geti orðið, þurfa þeir aukin og sterkari samtök. Þess er vænst af bændum, að landsfundurinn, sem kemur saman í dag, verði þýðingarmikill áfangi að því marki. Meðal andstæðinga bænda- stéttarinnar ríkja hins vegar ólíkar óskir um þennan fund. Meðal þeirra er vænst, að óeiií- ing ríki á fundinum. Meðal þeirra er vænst, að fundurinn geti orðið til að kasta rýrð á eldri samtök bænda og veikja þau, svo að þannig tapizt það á því sviði, er vinnast kann á öðru. Þess er jafnvel vænst, að bændur fariNþá leið að marg- skipta samtökunum eða fari lík- ast að og þegar andstæðingar samvinnufélagsskaparins leggja til að honum verði skipt upp í margar félagsheildir. Það, sem andstæðingar bændanna óttast mest, er að bændur skipuleggi samtök sín þannig, að þau verði ein órofin samstillt heild, þar sem jafnframt er þó komið fyrir heppilegri verkaskiptingu. Þeir sjá, að samtök bændanna muni verða miklu sterkari, þegar þau eru þannig í einu lagi, heldur en þegar þau eru slitin sundur i færri eða flðiri félagsheildir. Sá áróður, sem rekinn er gegn Búnaðarfélagi íslands af ýmsum bæjarmönnum í seinni tíð, mætti vera bændum lærdómsríkur. Starfsmenn félagsins eru óvirtir og svívirtir, eins og gert var í forustugrein Mbl. síðastl. sunnu- dag og félagið kallað undir- lægja ríkisvaldsins. Andstæð- ingar bænda vita vel, hvað þeir enj að gera, þegar þeir eru þannig að ófrægja rótgrónasta félagsskap bændastéttarinnar. Þeir eru að grafa grunninn und- an elzta og farsælasta vígi bændastéttarinnar, því að þeir vita, að ef það verður eyðilagt, eru bæn^Iur ekki strax búnir að skapa sér slíkt vígi aftur. Bænd- um mætti hins vegar vera Ijóst af þessu, að sú hernaðarlist muni gefast þeim bezt að treysta þetta gamla vígi, búa það nýjum og fullkomnum tækjum, svo að það fullnægji þeim kröfum, sem. breyttar aðstæður krefjast. Hinar ólíku óskir bændanna og andstæðinga þeirra munu vafalaust verða fulltrúunum á landsfundi bænda góður leiðar- vísir, þótt þeir hafi vafalaust ekki þurft hans við. Þéim mun áreiðanlega ljós sú þýðing, sem starf þeirra getuý haft fyrir stétt þeirra og þjóð. Þess vegna væntir bændastéttin og velunn- arar hennar mikils og góðs ár- angurs af landsfundi bænda, sem kemur saman að Laugar- vatni í dag. Ólíkur aðbúnaður Síðastl. mánudagskvöld var skýrt frá því í ríkisútvarpinu, að ríkisstjórnin hefði skipað eina nefndina enn. Hlutverk hennar var sagt það, að hún ætti að gera tillögur um, „hvað til- E R LE N T Y FIR LIT Viðsjár í Kína „Nýsköpun“ í áfengismálum. Áfengisneyzla hefir farið stöð- ugt vaxandi í landinu seinustu árin. Einkum hefir hún ágerzt meðal unglinga. Öllum hugsandi mönnum hefir þótt þetta mjög ískyggilegt og hafa víða komið fram þær kröfur, að gerðar yrðu auknar ráðstafanir til að draga úr þessu böli. Þegar núv. stjórn kom til valda, munu ýmsir hafa gert sér góðar vonir um, að hún myndi einnig láta hina marglofuðu „nýsköpun" ná til þessara mála. Margir treystu því, að Sigfús Sigurhjartarson og aðrir mikils- megandi stjórnarsinnar, er mest höfðu skammað fyrrv. stjómir fyrir áfengissöluna, myndu nú láta að sér kveða og það því fremur, sem áfengisneyzlan var orðin meiri og geigvænlegri en nokkuru sinni fyrr. Stjórnin hefir ekki heldur lát- ið bíða eftir „nýsköpun" í þess- um efnum. Hún hefir aftur leyft vínveitingar á Hótel Borg. Hún hefir látið opna nýja vínbúð á Hverfisg. 108. Útsölutími í vín- búðunum hefir jafnframt verið lengdur um tvær klst. á dag. Allar þessar ráðstafanir miða beinlínis að því að gera mönn- um auðveldara að ná í áfengi og auka áfengisneyzluna, enda hef- ir aldrei kveðið eins rammt að ölvun á almannafæri og síðan þær gengu í gildi. „Kjallarinn" hefir verið meira en yfirfullur flestar nætur og oft hefir orðið að hafa þar eins konar vakta- skipti, þ. e. að sleppa varð út hóp af drykkjumönnum, sem voru búnir að jafna sig nokkra stund, svo að aðrir kæmust að, sem voru enn meira drukknir. Vel má veraf að þessi „nýsköp- un“ sé hagkvæm fyrir ríkissjóð- inn í bili, en hún hefnir sín síð- ar á þjóðfélaginu með mörgu móti. Og lærdómsrík má þessi „nýsköpun“ vera fyrir þá menn, sem treystu á fagurgala Sigfús- ar Sigurhjartarsonar og fleiri stjórnarsinna, sem áður skömm- uðust yfir of mikilli áfengissölu, en vinna nú að því að auka vín- gáttirnar til að geta fleytt enn um stund bandvitlausri fjár- málastefnu. „Nýsköpun“ landbúnaðarins og ríkisstjórnin. Forustugrein Mbl. & sunnu- daginn bar greinileg merki þess, að Valtýr hefði skrifað hana, því að þar var haldið fram hverri endaleysunni , annarri verri. Grátbroslegasta vitleysan var þó sú, að bændur hlytu að fylgja ríkisstjórninni, þar sem þeim mætti vera ljóst, að hún vildi „nýskapa" landbúnaðinn! Ekki var það látið fylgja sögunni, hvers vegna bændur hlytu að álykta þannig, en sennilega eiga þeir að gera það af því að stjórn- in stöðvaði öll „nýsköpunar“- mál þeirra á seinasta þingi, eins og áburðarverksmiðjufrv., jarð- ræktarlagafrv. og raforkulaga- tækilegast væri aðjgeratilþess að hjálpa útgerðinni yfir þau vandræði,“ sem síldarleysið 1 sumar hefir haft í för með sér. Það fer tæpast hjá því, að tvö atriði í sambandi við þessa nefndarskipun veki sérstaka athygli bænda. í fyrsta lagi er skipun sjálfr- ar nefndarinnar. í þessu tilfelli tekur ríkisstjórnin sér ekki sjálfsvald til að ákveða nefnd- armennina, eins og þegar hún er að skipa búnaðarráð,. heldur eru þeir tilnefndir af hinum ýmsu samtökum sjómanna og útvegsmanna. Slíkt er síður en svo að lasta, en það sýnir vel þann mun, sem ríkisstjórnin gerir á þessum stéttum og bændastéttinni. Þær fá að til- nefna fulltrúa í nefndir, sem fjalla um hagmunamál þeirra, en bændurnir er sviptir hlið- stæðum rétti. Það er glöggt tákn um það réttleysi, sem ríkis- stjórnin er að búa bændastétt- inni. í öðru lagi er það, að ríkis- stjórnin gerir þannig ráðstafan- ir til að bæta útveginum upp síldarleysið, en ekkert bólar á frv. Sem frekara sönnunargagn fyrir „ræktunaráhuga“ stjórn- arinnar eiga bændur svo víst að hafa það, að ríkisstjórnin hefir tek'ið nokkrar dráttarvélar af búnaðarfélögunum og lagt þær undir vegagerð ríkisins!^ Önnur afskipti ríkisstjórnarinn- ar af framfaramálum landbún- aðarins eru á þessa leið, svo það þarf vissulega mann með gáfna- fari Valtýs til að halda því fram, að bændum hljóti að vera ljóst, að stjórnin vilji „nýskapa" landbúnaðinn! Sprengi-Pétur reynist vel. í sumar hefir verið reynd í fyrsta sinn áburðartegund sú, sem ameríski verkfræðingurinn lagði til að framleidd yrði hér á landi, en Pétur Magriússon kall- aði sprengiefni og taldi svo stórhættulegan að fresta yrði áburðarverksmiðjubyggingu af þeirri ástæðu. Þessi fyrsta reynsla af áburðinum er hin sama hér og annarsstaðar, að hann sé ein bezta áburðarteg- und, er notuð hefir verið. Margir bændur hafa látið svo ummælt, að Sprengi-Pétur, en svo er þessi áburður nú almennt nefndur, hafi reynzt þeim betur en nokk- ur áburður annar. Áburðarverk- smiðjan verður því ekki tafin lengur með sprengingarhætt- unni. Þvert á móti er líklegt, að Sprengi-Pétur verði til þess að halda nafni Pétur Magnússonar lengur á lofti í sveitum lands- ins en verk hans munu gefa ástæðu til. Stattu. kyrr meðan ég ber þig! í hvert skipti, sem Mbl. hefir orðið það á, að andmæla ein- hverju því, er birzt hefir í Þjóð- viljanum og beint hefir verið til Sjálfstæðisflokksins, hefir Þjóðviljinn jafnan rokið upp og sagt að þetta væri hættulegt fyrir stjórnarsamvinnuna. Mbl. hefir þá jafnan séð þann kost vænstan að lyppast niður, enda var ómögulegt að vita , nema Brynjólfur gerði alvöru úr hót- uninni og steypti Ólafi, sem ekki átti þá völ á að gera nýjar „koll- steypur“. Kommúnistar hafa þannig tryggt sér þá aðstöðu að geta ófrægt Sjálfstæðisfl. og rúið hann fylgi í béejunum, án þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti nokkuð gert á móti. Minnir þetta athæfi mjög á karlinn, sem sagði við strákoflátung: Stattu kyrr meðan ég ber þig, og strákurinn var þrátt fyrir allt mikillætið, nógu vesæll og hug- laus til að hlýða. Mbl. lýsir stjórnar- háttum íhaldsins. í seinasta þriðjudagsblaði Mbl. er rætt í ritstjórnargrein um um bílaúthlutunina á stríðs- árunum. Mbl. segir: „í hugum margra éru óþægi- legar endurminningar frá styrj- aldarárunum, þegar einum leyfðist það, sem hinum hliðstæðum ráðstöfum til að bæta bændum upp óþurrkana. Á öllu suðvesturlandi hafa ó- þurrkarnir valdið bændum sízt minna tjóni en síldarleysið út- gerðinni. Það skal síður en svo lastað, þótt reynt sé að draga úr því tjóni, sem síldarleysið hefir valdið sjómönnum og útvegs- mönnum. En sé það gert, er það eigi að síður réttlætismál, að bændum sé hjálpað til að kom- ast yfir þá örðugleika, sem ó- þurrkarnir hafa valdið þeim. En ekki bólar enn á neinum slíkum ráðstöfunum af hálfu stjórnar- innar. Það sýnir vel þann mun, sem hún gerir á bændum og öðrum stéttum. Bændur' geta glöggt á þessu séð, hvað muni bíða þeirra, ef þannig verður haldið áfram, eins og hér er gert. Það verður ekk- ert annað en undirokun og rétt- leysi. Sannarlega mætti þetta vera þeim hvatning til að efla sem bezt samtök sín, stéttarleg og pólitísk, og tryggja sér þannig jafnrétti og jafnræði við aðrar stéttir, sem augljóslega er nú ætlun forráðamanna ríkisvalds- ins að svipta þá. var bannað. Menn hafa ekki gleymt því, að sumir borgarar virtust hafa einhver sérréttindi til að kaupa t. d. farartæki á meðan þau ferigust. Því er ekki gleymt, að einstaka menn gátu fengið frá 2 upp í 4 bifreiðar á sama árinu, á meðan öðrum var neitað um kaup á einu farar- tæki. — Menn eru heldur ekki búnir að gleyma því, að menn- irnir með sérréttindin gátu selt fararftæki sín með okurgróða til hinna, sefn ekki nutu þeirra sérréttinda, að mega kaupa sér bifreið á frjálsum markaði." Aðalbílaúthlutunin á stríðs- árunum var í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mun þetta vera síður en svo röng lýsing hjá Mbl. og er þetta gott sýnishorn þess, hvernig stjórnarhættirnir eru þar sem íhaldsmenn ráða. Það eru sérréttindi fyrir ein- staka stéttir og gæðinga, sem er höfuðeinkenni þeirra. Nýjasta fjólan. Alltaf er Valtýr seinheppinn. Öll forustugreinin í miðviku- dagsblaði Mbl. snýst um það, að nýju verðlagslögin hafi aukið vald bænda í verðlagsmálun- um. Áður tilnefndu bændur tvo menn af fimm í verðlagsnefnd- irnar, en nú tilnefna þeir eng- an mann í Búnaðarráð, sem ræður skipun verðlagsnefndar- innar. Það gerir landbúnaðar- ráðherra einn. Mun vafalaust lengi hlegið að þeirri fjólu Val- týs, að það sé meira vald að til- nefna engan af 25 en tvo af 5! 30 í stað 20. Mbl. telur að það sé einn kost- ur nýju verðlagslaganna, að þau fækki bitlingum, þar sem lagðar séu niður 4 nefndir með lögun- um. í þessum fjórum nefndum áttu 20 menn sæti, en í Búnað- arráði og nýju verðlagsnefnd- inni, sem koma í stað þeirra, eiga 30 menn sæti. Auk þess er gert ráð fyrir miklu skrifstofu haldi hjá Búnaðarráði, sem ekki var hjá hinum nefndunum. Má sjá á þessu, hvort þessi „nýsköp- un“ muni verða til sparnaðar. Um þessar mundir fara fram * 1 viðræður í Chungking, er geta | orðið örlagaríkar fyrir framtíð1 Kína, pg Mao Tse Tung, foringi ■ eru Chiang Kai Shek, forseti Kína, og Mao tse Tung, foringi kommúnista í Kína. Á fyrstu árunum eftir sein- ustu heimsstyrjöld stóð kín- verski þjóðernisflokkurinn, sem um langt skeið hefir verið aðal- stjórnmálaflokkurinn í Kína, .allnærri kommúnistum. Meðal annars dvaldi Chiang Kai Shek í Moskvu um nokkurt skeið og var handgenginn ýmsum helztu forsprökkum kommúnista þar. Brátt kom þó upp klofningur í þjóðernisflokknum, því að meginhluti hans vildi ekki taka á móti fyrirskipunum frá Moskvu, þótt þeir aðhylltust ýmsar af kenningum kommún- ista. Chiang Kai Shek gerðist leiðtogi þessara manna. Deilum þessum lauk með borgarastyrj - öld milli meginhluta þjóðernis- flokksins og hreinræktaðra kommúnista. Þegar kommúnist- ar sáu fram á, að þeir myndu bíða lægra hluta, fluttu þeir her sinn úr Suður-Kína og Mið- Kína og settust að í norðurfylkj- um landsins. Chiang Kai Shek ! hugðist að veita þeim eftirför, svo að Kína kæmist undir eina yfirstjórn, en innrás Japana breytti þeirri fyrirætlun. í stað þess að beina herjum sínum gegn kommúnistum, varð hann að snúa sér gegn Japönum. Kommúnistar fóru hins vegar öðruvísi að. Þeir reyndu að komast hjá því að eiga í höggi við Japana, enda létu Japanir þá að mestu leyti í friði, en sneru sér eingöngu gegn Chiang Kai Shek. Má vera, að vináttu- samningur Rússa og Japana hafi valdið þessu. Meðan styrj- öldin geisaði í öðrum hlutum Kína, notuðu kommúnistar tím- ann til að búast sem bezt fyrir í norðurfylkjunum og efla her sinn.Þótt borgarastyrjöldin milli kommúnista og þjóðernisflokks- ins félli niður í orði kveðnu eftir innrás Japana, héldu kommún- istar samt áfram að gera her- sveitunum, sem voru undir stjórn Chiang Kai Sheks, ýmsar skráveifur. Þannig afvopnuðu þeir i ðulega kínverskar her- sveitir, sem ekki gátu notið að- stoðar meginhersins, og tóku vopn þeirra handa her sínum. Chiang Kai Shek gætti þess hins vegar vel, að her hans áreitti ekki kommúnista að fyrra bragði. Þegar horfur voru orðnar þær í styrjöldinni, að Japanir myndu bíða lægri hluta, fóru kommún- istar í Norður-Kína að láta mjög á sér bera. Þeir leyfðu ýmsum fréttariturum að koma til lands- ins og reyndu að þakka það stjórn sinni, að miklu betur var ástatt í norðurfylkjunum en í þeim héruðum Kína, þar sem Chiang Kai Shek réði. Hinu reyndu þeir að halda leyndu, að munurinn lá í því, að norður- fylkin höfðu sloppið við styrj- öldina, en hin héruðin höfðu ýmist orðið beint fyrir barðinu á henni eða orðið að leggja á sig margvíslegar byrðar vegna bar- áttunnar við Japani. Verulega mótspyrnu gegn Japönum hóf her kommúnista í Norður-Kína þó ekki fyrr en ! Rússar höfðu sagt Japönum stríð á hendur. Hersveitir kom- múnista hófu þá sókn til móts við hersveitir Rússa í Mansjúríu. Chiang Kai Shek skarst þá í leikinn og skipaði þeim að vera kyrrum, því að annars myndi hann láta her sinn koma til sögunnar. Kommúnistar ætluðu að óhlýðnast þeim í fyrstu, en stórveldin munu þá hafa tekið upp milligöngu og komið því til vegar, að fyrrnefndur viðræðu- fundur Chiang Kai Shek og Mao Tse-Tung var haldinn. Það þykir trúlegt, að kom- múnistar hafi hafið sókn sína inn í Mansjúríu í samráði við Rússa. Jafnframt þykir líklegt, að Rússar hafi hvatt þá til að fara gætilega, er þeir fundu, hve eindregið Bandaríkjamenn stóðu með Chiang Kai Shek. Munu Rússar telja óhyggilegt að styðja opinberlega kommúnist- (Framhald á 7. síðu) * í ritstjórnargrein í Degi 30. f. m. segir m. a. á þessa leið um verðlags- lögin nýju: „Þegar til efnis og innihalds laga þessara kemur, er það strax ljóst, að fyrirmyndin er sótt beint til einræðisríkjanna — í skipulag fas- ista, nazista og kommúnista: Allt 1 vald yfir málefnum stéttarinnar er raunveijulega lagt í hendur ríkisstjórnarinnar — undir því læ- víslega yfirskyni, að svokallað „ráð,“ skipað fulltrúum stéttarinnar sjálfrar, eigi þar einhverju að ráða. En landbúnaðarráðherra velur þó alla ráðsmennina algerlega eftir eigin geðþótta og getur þannig ávallt haft það í hendi sér til að tryggja sér og sínum tillögum meiri- hluta í ráðinu og þar með úrslita- rétt í öllum málefnjum, er til kasta ráðsins koma. Þetta er „lýð- ræðislegt" á alveg sama hátt og sú kosningaaðferð væri, ef ríkis- stjórnin gæti tilnefnt alla þingmenn á Alþingi með þeim takmörkunum, að þeir skyldu þó allir vera íslenzk- ir rikisborgarar! Skyldi almenn- ingur ekki ‘Verða ákaflega hrifinn af svo „fullkomnu lýðræði" — á rússneska vísu! — Ekki er nokkurt ^afamál, hvernig samtök verka- manna og annarra launþega hér á landi myndu bregðast við, ef vald- hafarnir reyndu að skipa málefnum þeirra á þennan hátt. Auðvitað myndu þau svara með allsherjar verkfalli, öflugra og harðvítugra en nokkur dæmi væri til áður — og eiga réttmætan stuðning og skilnings alls almennings í land- inu visan að bakhjarli í þeim átök- um. Nú er eftir að vita, hvernig bændurnir snúast við í sams konar tilfelli. Að visu eru þeir þekktir að því að vera friðsamir og hófsamir í hverju máli, en væntanlega má þó svo lengi brýna deigt járn að það bíti. Og vonandi eiga fyrstu tilraun- ir íslenzkra stjómarvalda til þess að innleiða hér einræðislega og gjörræðisfulla stjórnarhætti eftir að stranda á einhuga og öflugum samtökum alþýðu sveitanna til verndar rétti sínum og sameigin- legum hagsmunum." Mótmæli bændafundanna gegn skip- un búnaðarráðs sýna glögglega, að bændum er vel ljóst, hvílíku ofbeldi þeir hafa verið beittir. En vafasamt er, að mótmælin ein dugi og þess vegna verða bændur að vera undir það búnir að fylgja þessu vel eftir, unz ofbeldis- tilraun þessi hefir til fullnustu verið brotin á bak aftur. * * * Vísir birti 3. f. m. forustugrein, sem nefnist: Tvenns konar „samræming." Segir þar á þessa leiö: „Þegar núverandi stjórnarsam- vinna hófst, var ein meginstoðin undir samstarfinu sú, að samræma kaupgjald í landinu. í framkvæmd- inni varð „samræmingin" þarinig, að kaupgjald hækkaði um land allt, og þar með var dýrtíðaröldunni lyft enn hærra en áður og fram- leiösla landsmanna gerð enn óhæf- ari til að standast samkeppni á erlendum mörkuðum að ófriði lokn- um. Undirstaða stjórnarsamvinn- unnar byggðist á því, að ekkert skyldi lækka, þar sem ekkert benti til að slíks væri þörf, að dómi stjórnmálaflokkanna. Og „samræm- ingin" var sem viðbótarsönnun þess, að slíkar fullyrðingar væru ekki gripnar úr lausu lofti. Þeir, sem lofuðu gulli og grænum skógum, — þeir, sem boðuðu áfram- haldandi verðhækkun og vaxandi velmegun í skjóli dýrtíðarinnar, völdu þeim hæðileg nöfn og hróp- yrði, sem vöruðu við hinum and- varalausa hrunadansi verðbólgunn- ar. Nú eru tímarnir að breytast. Verðbólgupostularnir eru nú farnir að vera hræddir við sín eigin verk, hræddir við dóm fólksins, sem verð- ur að súpa seyðið af ráðsmennsku þeirra. Allar fullyrðingar þeirra og gífuryrði blikna nú fyrir köldum veruleikanum, eins og lauf á haust- degi. Þeir sögðu, að engin ástæða væri að óttastverðlækkun, alltmyndi hækka eftir stríð. Nú fyrst er verið að semja frið á öilum vigstöðvum, en þó er fiskveröið farið að lækka mikið. Brezkir fiskimenn eru jafn- vel farnir að láta sér koma til hug- ar, að heimta bann á innflutningi fiskjar frá útlendingum. Lýsi hefir verið í háu verði í Bandaríkjunum öll stríðsárin. Nú er sagt, að Norð- menn séu farnir að bjóða lýsi þar fyrir miklu lægra verð en tíðkast hefir til þessa. Með miklum hagn- aði geta þeir selt lýsi og fisk á verði, sem íslendingum er ógerlegt að selja sínar vörur fyrir, nema með stórtapi, eins og sakir standa. Aðstaða vor til að taka upp sam- keppni á erlendum mörkuðum, er álíka vonlaus og handarvana manns að keppa í kúluvarpi, nema stór- breyting vérði á verðlaginu innan- lands. ,En svo virðist nú sem hinir blindu séu að fá sýn, og nú er í fyrsta sinni talað um nýja „samræmingu," ekki til hækkunar, heldur til lækk- unar. Og merkilegast er. að það eru kommúnistarnir sem hér eru á ferðinni í hræðslu sinni við þær blekkingar, sem þeir hafa undan- farið haft í frammi við almenning. í Þjóðviljanum fyrir nokkrum dög- um var þetta sagt: „En auðvitað verðum við að samrœma kaupgiald og verðlag innanlands við verðlag markaðslandanna.“ Batnandi manni er bezt að lifa. En það er ekki ætíð auðvelt að feta sig aftur út úr ógöngunum, og því erfiðara, sem lengra hefir verið haldið á óheillabrautinni. Það var hægara að snúa við síðastliðið haust en það verður á hausti kom- anda. Aukning dýrtíðarinnar, sem orðið hefir á þessu ári með hækk- uðum vinnulaunum, hefir gert leið- réttingu á verðlaginu innanlands erfiðari viðfangs en nokkuru sinni áðúr." Það er vissulega ekki ofmælt hjá Vísi, að „kollsteypa" Ólafs Thors á síðastl. hausti hefir gert dýrtíðar- málin stórum torleystari, en vissulega átti hún mestan þátt í því,að ekki hófst þá samstarf viðreisnarafla til að halda dýrtíðinni í skefjum og byrja á því að þpka henni niður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.