Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 3
67. blað TlMPnV, föstndagiim 7. sept. 1945 3 Sunnlenzkur bóndi: Raforkan og dreifbýliö i. Pátt hefir háð Lslenzkum byggðum meira en skortur á nægri og ódýrri raforku. Af þeim sökum hefir dreifbýlið ekki ver- ið samkeppnisfært við stærstu bæina, hvorki um lífsþægindi þau, sem fylgja rafmagninu, né orku til margvíslegra starfa og reksturs. Það er þess vegna mjög eðlilegt, að einhver hávær- asta krafa þeirra, sem dreifbý - ið byggja, sé krafan um nóga raforku við sama verði og aðrir njóta. Og það er ekki aðeins, að þessi krafa sé uppi hér á landi, heldur er svo í mörgum öðrum löndum, þar sem menn gera sér vonir um, að uppbygging og endurreisn geti hafizt, nú þegar ekki þarf lengur að einbeita orku þjóðanna við stríðsrekst- urinn. Þannig er til dæmis í Bretlandi. Það var eitt af þeim atriðum, sem Jafnaðarmanna- flokkurinn brezki setti ofarlega á stefnuskrá sína við kosning- arnar í sumar, að öllum byggð- um Bretlands yrði séð fyrir nauðsynlegu rafmagni gegn sama gjaldi og mönnum er ætl- að að inna af hendi fyrir raf- magnsnotkunina í stórborgum landsins. Þetta var af jafnaðar- mönnunum brezku talinn ský- laus réttur fólksins 'í hinum af- skekktari byggum landsins, og réttmæti kröfunnar meðal ann- ars rökstutt með því, að þetta fólk hefði eins og aðrir lagt sitt að mörkum fyrir heill og velferð föðurlandsins á þeim erfiðleika- tímum, er yfir þjóðina hefðu gengið á undanförnum árum, og þess vegna gæti mannfélagið og ríkisvaldið ekki sett það skör lægra, þótt það hefði kjörið sér starfsvettvang í strjálbýlinu. í öðru lagi væri einnig skylt að létta því lífsbaráttuna vegna þess, að það væri raunverulegt landvarnarlið þjóðfélagsins, er stæði vörð um það, að brezk byggð gengi ekki saman. Svo er á málum litið þar. Hinar háværu kröfur dreif- býlisins á íslandi um skjótar ög öruggar úrbætur á rafmagns- þörf þess, eru því ekki einstakt fyrirbæri. Þær eru aðeins þátt- ur af sjálfsögðum kröfum tím- ans, er ekki verða þagaðar í hel. Þetta mál er líka komið á rekspöl. Framsóknarflokkurinn hóf fyrir nokkrum árum mark- vissa baráttu fyrir því, að haf- inn yrði nauðsynlegur undir- búningur að stórfelldum fram- kvæmdum í þessum efnum, er tryggðu viðhlítandi úrlausn á tiltölulega skömmum tíma. Þetta undirbúningsstarf var innt af hendi, og nú er næsta sporsins beðið með óþreyju. Þess er beðið, að hafizt verði handa um stórfellda framkvæmd þessa verks — mesta nauðsynjamáls dreifbýlisins. Hyggist núverandi ríkisstjórn, sem kennir sig við nýsköpun (en er frægust fyrir að gera ókjarasamninga og sökkva miljónum í hafið), að trássast við að framkvæma eðli- legt áframhald þessa nauð- synjamáls, mun það áreiðanlega verða henni og hennar stuðn- ingsflokkum dýrt. II. Það þarf ekki orðum að eyða að því, hvílíkum umskiptum það myndi valda, ef allar byggð- ir íslands ættu kost á þeirri raf- orku, sem þær hefðu þörf fyrir. Um ellefu aldir hefir myrkrið og vetrarkuidinn verið einn höfuðfjandi þjóðarinnar. Bar- átta hennar við þann höfuð- fjanda hefir ekki síður verið hörð og átakanleg en hún er löng orðin. Væri það merkileg bók, ef sú saga væri skráð til hlítar af fullum skilningi og rakin stig af stigi. Nú hefir tæknin og þekkingin gert mönn- um kleift að sundra myrkrinu og vinna bug á kuldanum, en fólkið í dreifbýlinu er óvíða komið lengra en svo í þessu efni — vegna mjög skiljanlegra erf- iðleika — að það stendur á þröskuldi hins nýja tíma — ljós- aldarinnar og ylaldarinnar. En nú er líka kominn tími til þess að hefjast handa. Vindrafstöðv- arnar, sem reistar hafa verið víða um sveitir undanfarin ár, eru bráðabirgðaúrlausn, sem að víða er mikil umbót i bili, með- an beðið er eftir höfuðátakinu, en getur ekki leyst málið til frambúðar, nema þá á stöku stað, þar sem við sérstaka örð- ugleika er að stríða um flutn- ing raforku, er betur fullnægði þörfinni. En ylurinn og birtan, sem raf- magnið á að veita í híbýli lands- manna, er þó aðeins einn þáttur í þeirri gagnsemi og blessun, er rafmagninu fylgir. Annað er það, hvílíkan vinnusparnað og afköst við margs konar störf rafmagnið getur haft í för með sér. Húsmæðurnar losna við reyk og ryk og umstang. Eldsneytis- öflun fellur niður, og það sparar vinnu, áburð og peninga og hlíf- ir skógunum. Ekkert er auðveld- ara en að láta ýmis konar bú- vélar, eins. og skilvindur og strokka, ganga fyrir rafmagni. Þá skapast einnig skilyrði til þess að mjólka með mjaltavél- um, þar sem það þykir heppi- legt, stunda margs konar heim- ilisiðnað, sem í senn væri auð- veldari og arðvænlegri með til- styrk rafmagnsins, og reka ýmis konar smíðaverkstæði. Væri meira að segja efalaust, að víðs vegar í sveitum landsins risu upp iðnaðarstöðvar — heil hverfi, sem að verulegu leyti byggðu tilveru sína á bættri hagnýtingu landbúnaðarafurða, smíðum, vélaviðgerðum og öðru slíku. En slík þróun er einmitt aðkallandi nauðsyn vegna stór- aukinnar vélanotkunar í dreif- býlinu og fyrirsjáanlegrar aukn- ingar í þá átt. Þó er það enn ótalið, sem eitt út af fyrir sig mætti kallast bylting í íslenzkum búskap, ef vel tekst. Nú í sumar hefir Bún- aðaffélag íslands látið gera merkilegar tilraunir um nýjar heyþurrkunaraðferðir, sem að verulegu eða ef til vill mestu leyti leystu bændur undan valdi veðráttunnar 1 því efni. Þessum tilraunum er ekki lok- ið, en líkur benda til þess, að þær muni gefa góða raun. Þessi heyþurrkunaraðferð er grund- völluð á rafmagni. Með tilstyrk raforku er lofti dælt inn í hey- ið, eftir að því hefir verið ekið í hlöðu, segjum til dæmis gras- þurru. Þetta atriði eitt er svo þýðingarmikið, ef það reynist ekki verr en vonir standa til, að þess vegna verður ekki við það unað, að einn einasti sveita- bær á íslandi sé án rafmagns til frambúðar. Eitt mesta nauðsynjamál dreifbýlisins er þvi fyrir margra hluta sakir að herða sem mest róðurinn fyrir því, að gengið verði ötullega til verks í þess- um efnum og láta sér ekkert kák lynda. Ný Ijóðabók FYLGIST MEÐ -*• J Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Þið, sem í dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða í sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Utanáskrift: Tíminn, Lindar- götu 9 A, Reykjavík. Meðal þeirra bóka, sem komið hafa út síðu&tu vikurnar, eru tvær Ijóðabækur, er vakið hafa athygli. Eru það „Sólbráð“ eftir Guðmund Inga Kristjánsson, bóndann önfirzka, og „Blessuð sértu sveitin mín“, eftir Sigurð Jónsson á Arnarvatni. Að þessu sinni verður lítillega drepið á ljóðabók Guðmundar. Eins og ljóðelskir menn muna, vakti Guðmundur fyrst á sér al- menna athygli með kvæðum, er ! hann birti i tímaritum fyrir meira en áratug síðan. En áður var hann orðinn allþekktur fyr- ir skáldskap sinn í héraði sínu og meðal ýmissa kunningja. Árið 1938 kom svo út fyrsta ljóðabók hans, „Sólstafir“, er hlaut þegar hinar beztu viðtök- ur, bæði lærðra og leikra, og seldist upp á stuttum tíma. í þessari ljóðabók var slegið á nýja strengi. Mjög mörg kvæð- 1 anna voru um hina daglegu i vinnu sveitamannsins og túlk- I aði glaða lífstrú hins ötula ! landnema og umbótamanns. Þar var ort um bústofn bóndans og nytjar hans af jörð og skepnum, grænkál og mjólk, angan heys- ins og mýkt hafranna. Þessi tónn í ljóðum Guðmundar Inga fann þljómgrunn í hjörtum mörg þúsund íslendinga. Þarna fundu þeir talað þeirri tungu, er þeim var bundin í barmi, snertur sá strengur, sem þeim var í brjóst laginn, þótt þeim hefði einhvern $eginn ekki tek- izt að seiða fram óma hans af eigin ramleik. En svo voru líka aðrir, sem létu sér fátt um finn- ast, að svo fagurlega skyldi ort um hversdagsleg störf og strit og árangur þeirra. Þeir menn réðu því, að Guðmundur Ingi fékk engin bókmenntaverðlaun á síðasta ári. En nokkru hefir sennilega ráðið, að Guðmundur Ingi ér búsettur vestur í Önund- arfirði, því að það er eins og það þyki sjálfsagt, að skáld og lista- menn, er búa í dreifbýlinu, séu Guðmundur Ingi Kristjánsson. lægra metnir en aðrir, eins og meðal annars má sjá á bók- menntaverðlaunum Guðmundar Böðvarssonar og Óskars Aðal- steins Guðjónssonar, svo að nefndir séu tveir menn auk Guð- mundar Inga. Hin nýja bók Guðmundar, „Sólbráð“, er mjög í sama anda og fyrri bók hans, þótt öllu meira sé þar af kvæðum um ýmsa afbragðsmenn, lífs og liðna. í þessari bók sjáum við í anda, er Stína frá Hnífsdal gengur á kvíaból til mjalta, er- um vitni þess, er járningamað- urinn góði þuklar og tálgar hóf- inn og fellir skeifuna, og svo mætti lengi telja. Eru mörg kvæðanna stórsnjöll, eins og (Framhald á 5. síSu) Gnðmundiir Gíslason Hagalín: H A IVI S U N OG SKOÐANIR HANS Nýlega er út komin á vegum Bó.kfellsútgáfunnar ný og vönduð útgáfa af Viktoríu eftir Knut Hamsun í endur- skoðaðri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. í tilefni af þessu skrifar Guðmundur G. Hagalín um Knut Hamsun og skoðanir hans og lífsviðhorf og leiðir rök að því, hvað til þess dró, að hann gerðist nazisti. Mér var fyrir nokkru send ný útgáfa af Viktoríu Hamsuns á íslenzku, en svo sem mönnum er kunnugt þýddi Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi þessa sér- kennilegu og fögru skáldsögu fyrir meira en 30 árum, og var þýðingin gefin út í mjög snotr- um búningi. Nú hefir Bókfells- útgáfan gefið hana út aftur og vandað allan frágang bókarinn- ar, þó að nokkuð sé hann með öðrum hætti en á fyrri útgáf- unni, — meðal annars sem prýð- ir þessa útgáfu eru myndir eftir listamanninn Atla Má. Jón Sig- urðsson hefir farið yfir þýðing- una og gert á henni smávægileg- ar breytingar. Ég fletti bókinni, þegar ég fékk hana, og komst brátt að þeirri niðurstöðu, að mér mundi finn- ast sagan jafn töfrandi og þá er ég las hana fyrir um það bil 30 árum. Svo lagði ég hana frá mér, þar sem ég þóttist í önnum. Ég greip hana síðan aftur fyrir fám dögum, og það fór sem mig grunaði. Ég las hana í einni lotu — og minntist ekki á meðan neins þess, sem gæti varpað skugga á ánægju mina. ... Eins og mönnum er kunn- ugt af útvarpi og blöðum, gerð- ist Hamsun nazisti, og þegar Þjóðverjar réðust inn 1 Noreg og Quísling vó aftan að þjóð sinni, fylgdi Hamsun honum að málum og gerði það, unz yfir lauk, þrátt fyrir þær þjáningar, sem þjóð hans leið, þá hetju- lund, er hún sýndi. Það er því að vonum, að hinn áður mjög svo ástsæli snillingur eigi nú litlum vinsældum að fagna. Þeir, sem helzt kynnu að vilja bera blak af honum, segja sem svo: Hann hefir verið orðinn elliær, karlinn. Hamsun er nú maður áttatíu og sex ára gamall, var rúmlega áttræður, þegar innrás- in var gerð í Noreg, svo að það gæti' meir en vel verið, að fylgi hans við nazismann, einkum eft- ir hernámið og þá atburði, er þar fóru á eftir, ætti rót sína að rekja til elliglapa, og víst munu slík glöp hafa átí einhvern þátt í afstöðu hans. Þó hygg éá, aö höfuðorsökin eigi sér aðrar og dýpri rætur. Knut Hamsun er áreiðanlega vandséðari og marg- þættari persónuleiki en þá varir, sem afsaka hann með elliglöpum eingöngu. Knut Hamsun er einn af hin- um sterkustu stofnum þeirra skóga Noregs, sem stóðu af sér það tímabil, sem Norðmenn kalla stundum Nóttina löngu. Hann er runninn af einni þeirra ætta, sem stóðust um aldir erlendan yfirgang og féflettingu, harð- rétti og jafnvel hungur og enn fremur algera forsómun frá- bærra hæfileika og ræktarleysi við norska menningu af hendi valdhafanna. Hann er af þeim bændaættum í Austurdölum Noregs, sem héldu tryggð við óðul sín, af basndum kominn, sem voru stoltir og stórbrotnir, varðveittu forna siðu og forna trú, gamalt húsasnið og hús- muna, kunnu gamlar vísur og ortu nýjar í svipuðum stíl.Þetta voru sannar málmfurur, eins og Norðmenn segj a, málmf urur, sem hvorki bognuðu né brotn- uðu. Skáldrit Hamsuns báru lengi fram eftir vott um mikið hafrót hugans, hafrót, er var sama eðl- is og rastirnar, sem myndast fyr- ir nesjum úti, þar sem sterkir straumar mætast. Og straum- arnir, sem þarna gætti, voru annars vegar gömul og rótgróin, allsterk, en þó nokkuð einhæf og gölluð norsk bændamenning — og hins vegar hin alþjóðlega vélamenning með öllu því, er henni fylgdi. Með vaxandi þunga leitaði hún á og ýfði víða sjóinn, þar sem lengi hafði verið lágrisa aldan eða ládeyða. Á bernsku-, unglings- og beztu manndómsárum Knuts Hamsuns ollu þessir straumar svo rishá- um sjóum og svo háskalegum hringiðum í þjóðlífi Norðmanna, að það voru svo sem margir fleiri en Hamsun, sem eÞuðu það stór- lega ,að knerrir norskrar menn- ingar mundu fá afborið þá. Þeir, sem lesa rit Garborgs, og þá ekki sízt hina miklu dagbók hans — rit í mörgum bindum — geta kynnzt þvi, hve nærri lá örviln- an hjá ýmsum af hinum stór- brotnustu unnendum norskrar þjóðmenningar á fornri og fúa- lausri rót. En Garborg var jafn- mikill hugsuður eins og hann var skáld, raunsær og leitandi í senn, jákvæður að vilja og innst inni sanntrúaður á seiglu þraut- reyndra menningarstofna — og hann var maður lærður og með afbrigðum rökvís. Hamsun hefir alltaf fyrst og fremst verið skáld og listamaður í eðli sínu, maður ímyndunarafls og hugsvifa, órór og ólgu, þrár og drauma, þrátt fyrir þrótt sinn og upp- runaleik — hafist í hæðir sól- roðinna skýja og fallið niður í hin sortafyllstu undirdjúp. Hann hefir aldrei verið lærður maður, og rökvisi hans aldrei getað staðizt duttlunga ímyndunar- aflsins og hinar furðulegustu myndsköpunar. Hann dvaldi talsvert hjá Kristófer Janson, þegar Janson var únítaraprestur i Ameríku. Janson sagði, að hann hefði aldrei vitað til þess, að Hamsun læsi nokkra bók sem heild, heldur mundi hann ein- ungis fletta bókum og grípa nið- ur hér og þar. Hamsun dáði ávallt þróttinn, seigluna og kjarnann í hinni norsku bændamenningu, en það í henni, sem hann táknar með „lus og gammelost,“ fyrirleit hann meira en nokkur borgarbúi af því að það var stórfellt og andstyggilegt lýti á því, x sem hann annars unni. Hins vegar kynntist hann Norður-Ameríku þar sem saman sló fjölmörgum þjóðflokkum af svo að segja öll- um kynþáttum í veröldinni—þar sem ægði saman brota-brotum óteljandi menningarafbrigða frá ýmsum löndum heims, þar sem komu fram alls konar trúar- brögð — og loks hinar kúnstug- ustu og hlálegustu blöndur af öllu þessu, sem komið var sitt úr hverri átinni. Þarna í lítt numdu landi geipilegra mögu- leika var svo háð hamslaust kapphlaup um hinn tiltölulega nýja gullkálf, dollarann — og í ægilegri hringiðu alls þessa skaut upp furðulegri getu til ýmis konar afreka, hrikalegra og því nær ómennskra á mæli- kvarða hins gamla heims. Og svo hin menningarlega nýmynd- un, vísirinn að þjóðlegri, merin- ingarlegri heildarsköpun? Ho, það fór lítið fyrir henni, virtist vera vonlaust um stór skref á því sviði. Bókmenntirnar? Þar sem annars staðar frekarhörmu- legar horfur! Hinn fasti grunnur menningarinnar þarna vestra var Nýja-Englands-menningiri, sprottin frá hreintrúarmönnun- um brezku, sem voru kjarninn í þeim þjóðabrotum, sem Banda- rikin samanstóöu af í upphafi. Þeir höfðu ávallt litið upp til brezkrar menningar, og þeir töldu sig aðal þjóðarinnar. Þeir voru þröngsýnni en hinir þröng- sýnustu ,Bretar, og bókmenntir þær, sem fram komu, voru svo hvorki frumlegar né stúrbrotn- ar, voru yfirleitt linjuleg og lak- leg stæling á brezkum bók- menntum — og ef upp skaut sér- stæðum kvisti og líklegum til sjálfsteéðs þroska, þáhófstrama- kvein og kjölturakkagelt meðal hins hreintrúaða ný-enska að- als. Svo sem kunnugt er, varð Nó- belsverðlaunaskáldið danska, Johannes V. Jensen, himinhrif- inn af því, sem var að gerast í veröldinni á sviði tækni og nýrra möguleika, Hann sá mannkynið örinum kafið við að reisa menn- ingarlegan skýjakljúf — Banda- ríkjamenn þar yfirsmiðir, og meðal yfirsmiðanna ráðamestir og glæstastir að andlegu og lík- amlegu atgervi hinir engilsax- nesku og norrænu Vínlandsfar- ar! En það varð á annan veg um Knut Hamsun, sem fengið hafði Nóbelsverðlaun eins og Joh. V. Jensen. Hann var þarna að vissu leyti ekki ósvipaður kerruhesti úr sveit, kerruhesti, sem á strætum borgarinnar sperrir eyrun, fnasar og frísar, skyggnist um, skelfdur, en þó svo sem heillaður. Og útkoman varð sú'hjá Hamsun, að það, sem var að gerast þarna í stærri stíl en hjá nokkurri annarri þjóð veraldar, varð honum ímynd þess, er koma skyldi: vélræns. æðis, hamslausrar f j árgræðgi, menningarlegs óskapnaðar og fyrirlitlegustuyfirborðsmennsku, Honum virtist svo, að ekki væri annað sýnna en að þjóðlíf Norð- manna væri á hraðri braut til þess að verða svo sem skopstæl- ing — mælikvarði 1:100 — á þessum vestræna óskapnaði, ó- skapnaði, sem tortímdi þeim menningarlegu verðmætum, sem voru ávöxtur langrar og þraut- seigrar baráttu við óblíða nátt- úru og hin þrengstu kjör. í sambandi við kerr.uhestinn notaði ég ekki aðeins orðið skelfdur, heldur líka heillaður. Og Knut Hamsun hefði ekki ver- ið hinn næstum því ofnæmi sjá- andi, ekki allt að því leiksoppur tröllaukins ímyndunarafls — og auk þess ekki búandi yfir ham- römmum frumstæðum krafti, ef hann hefði ekki orðið að öðrum þræði heillaður af hinum því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.