Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 7
67. blað TÍMEYiy, föstodagmn 7. sept. 1945 7 SEXTIJGUR: Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi Hinn 4; ágúst síðastliðinn átti sextugsafmæli einn af merkustu bændum þessa lands, Sverrir Gíslason Hvammi í Norðurár- dal. Sverrir er fæddur að Fagra- dal í Saurbæ í Dalasýslu, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Hvammi og ólst þar upp til fullorðinsára. Faðir hans var Gísli prófastur Einarsson, er lengi var prestur að Hvammi og síðar að Stafholti. Var sr. Gísli sonur Einars bónda Magnús- sonar í Krossanesi í Skagafirði og konu hans, Euphemiu Gísladóttur Konráðssonar sagn- ritara. Voru þeir albræður sr. Gísli og Indriði Einarsson skáld og rithöfundur.Móðir Sverris var Vigdís Pálsdóttir bónda og al- þingismanns Pálssonar í Dæli í Víðidal. Standa þannig að báðum foreldrum hans hinar merkustu ættir. Sverrir stundaði búnaðarnám við bændaskólann á Hvanneyri, að lokinni fræðslu þeirri, er hann fékk í föðurgarði — og lauk þar námi vorið 1910. Næstu ár hafði hann með höndum jarðabóta og leiðbeiningastörf fyrir bændur. Árið 1916 keypti hann svo jörðina Hvamm, sem þá var ekki lengur prestsetur, og hóf þar búskap sama ár. Það ár kvongaðist hann Sigurlaugu dóttur hins alkunna borgfirzka búnaðarfrömuðar og jarðyrkju- manns, Guðmundar heitins Ól- afssonar að Lundum. Þarna hafa þau hjón búið síðan hinu mesta rausnar- og myndarbúi og verið samhent um stjórn hins ^mannmarga og myndarlega heimilis er hjá þeim hefir jafn- an verið. Hafa þau eignast sex mannvænleg börn og veitt þeim hið bezta uppeldi. Hefir nú elzti sonur þeira, Guðmundur, byrj- að búskap að Hvammi á móti foreldrum sínum. Sverrir hefir alla tíð verið í fremstu röð borgfirskra bænda, atorkusamur og hagsýnn og hið mesta snyrtimenni í öllum bún- aðarháttum. Hefir hann verið jafn vígur um jarðrækt og bú- fjárrækt og því ætíð átt fallegt og arðmikið búfé. Hefir hann stóraukið ábýli sitt að jarða- og húsabótum. Væri það starf eitt ærið nóg til að vinna sér til ágætis. Ennþá er þó ótalinn annar aðalþátturinn í ævistarfi hans, sem er hin óvenju mikla og fjöl- breytta félagsmálastarfsemi hans fyrir sveit sína og sýslu. Á unga aldri lét hann Jíegar mjög til sín taka í félagsmálum æskumanna í héraðinu. Gerðist hann brátt oddviti ungmenna- félags sveitar sinnar, og síðar einn af leiðandi mönnum hér- aðs-sambands ungmennafélag- anna. Var starf þeirra á þeim árum í miklum blóma. Hefir sú starfsemi vafalaust orðið honum giftudrjúgur skóli í félagsmálum eins og fleiri ungum mönnum, og komið honum síðan að góðu haldi í lífinu. Er skemmst af að segja, að honum hefir hvarvetna verið beitt fyrir í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu. Þannig hefir hann verið oddviti og sýslunefndarmaður óslitið síðan 1916 og hreppstjóri frá 1931. Endurskoðandi Kaupf élags Bch-g- firðinga var hann um 20 ara skeið, en er nú og hefir verið undanfarin ár í stjórn kaupfé- lagsins svo og Sparisjóðs Mýra- sýslu. Formaður Fasteignamats- nefndar Mýrasýslu var hann bæði matstímabilin 1928 og 1938. Auk þess hefir hann verið for- maður í Búnaðarfélagi Nordæl- inga og fulltrúi í Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar og gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem of langt yrði upp að telja. — Sá er þetta ritar kynntist Sverri Gíslasyni fyrst fyrir um hálfum fjórða tug ára, aðallega í Ungmennasambandi Borgar- fjarðar. Bar þá þegar glögt á þeim hæfileikum og mannkost- um er síðar hafa einkennt hann og þroskast með honum eftir því sem árunum fjölgaði. Má þar nefna mikinn og vakandi áhuga fyrir öllum umbótamál- um bæði heima fyrir og í þjóð- félaginu, og fæ ég ekki betur séð en að sá áhugi sé ófölskvaður enn þótt árin hafi slegið honum fölva um hár. Samfara áhugan- um er hann svo gæddur prýði- legri g'reind og glögguih skilningi á viðfangsefnum og vandamál- um, sem menn er jafn marghátt- uðum störfum gegna þurfa iðu- lega að leysa. En það sem þó af ber og einkennir manninn mest er hin óvenjulega heilsteypta skapgerð. Hefir hún jafnan lýst sér í tryggð við gömul og ný hugðarefni hans og ótrauðri bar- áttu fyrir þeim, karlmennsku og einbeittni. Stundum hefir mönnum þótt hreinskilni hans all óvægin, en að jafnaði hefir drenglund hans og mannkostir fljótlega náð að græða þær skeinur, sem á þann hátt kann að hafa sviðið undan stund og stund. * Hefir honum því hlotnazt auk- ið traust, og vinsældir sveitunga sinna og annarra.samherja eftir því sem þeir hafa lengur notið verka hans og formennsku. Á sextugsafmælinu söfnuðust á heimili hans fjöldi sveitunga og vina, og færðu honum ýmsar góðar gjafir með þökkum fyrir unnin störf. Við það tækifæri komst einn sveitunga hans, Þórður Ólafsson á Brekku svo að orði, að hann teldi hvert það sveitarfélag hamingjusamt er hefði slikan mann sem Sverri til formennsku málum sínum. Undir það munu allir taka er þekkja Sverri í Hvammi og störf hans fyrir sveit og sýslu. Og þeir er manninn hafa reynt munu á einu máli um það, að giftu- drýgri hafi jafnan reynzt mál- efnum og mönnum fylgi hans en flestra annarra og þótt fleiri hafi farið saman. Vildi ég óska honum, fjöl- skyldu hans og öllum er starfa hans mega njóta, að líf og heilsa leyfi honum lengi enn að njóta hinna miklu starfskrafta og for- ustuhæfileika sem honum hafa verið gefnir, og sem hann hefir fengið að ávaxta til þessa. Bjarni Ásgeirsson. Erlent yfirHt (Framhald af 2. síðu) iska leppstjórn í nokkrum hluta Kína, vegna samvinnunnar við Bandaríkin, og hafa þær því ný- lega gert samning við stjórn Chiang Kai Shek, þar sem hún er viðurkennd eina stjórn- in í Kína. Rússar leggja nú ber- sýnilega mikið kapp á góða sam- vinnu við Bandaríkin, enda þurfa þeir á margvíslegri hjálp þeirra að halda vegna viðreisn- arinnar heima fyrir. Atom- sprengjan kann og að hafa nokkur áhrif í þessu sambandi. Enn hefir ekkert frétzt um það, hvernig viðræðum þeirra Chiang Kai Sheks og Mao Tse- Tung muni ganga. En 1 athygli vekur það, að rétt áður en við- ræðurnar hófust, lýsti Chiang Kai Shek yfir því, að hann vildi koma á stjórnarfari í Kína eft- ir brezkri og bandarískri fyrir- <mynd. Mao Tse-Tung hefir hins vegar lýst sig fylgjandi því, að stjórnarfar Rússa verði tek- ið til fyrirmyndar. Hér mæt- ast tvö ólík sjónarmið, sem örð- ugt mun reynast að samræma. Prestafél. Suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suð- urlands var haldinn í Hveragerði 26.—27. þ. m. Flutt voru nokkur erindi og ýms mál rædd á fund- inum. í stjórn voru kosnir séra Hálfdán Helgason, formaður, séra Sigurður Pálsson, ritari og séra Garðar Svavarsson, féhirðir. Á fundinum var samþykkt á- lyktun þess efnis, að Strandar- sókn 1 Selvogi skyldi verða mynduð. Skv. ályktuninni skal Strandarkirkja launa presta sína að hálfu, prestsseturshús skyldi reist á kostnað kirkjunn- ar, en prestur skyldi jafnframt vera barnakennari sóknar sinn- ar. Rausnarleg gjöf til * Alftártungukirkju Álftártungukirkju á Mýrum hefir borizt rausnarleg gjöf ný- lega. Er það altarisklæði mjög vandað og fagurt, saumað úr rauðu silkiflosi, með ísaumuðum gulum krossi með fjólubláum rósum, og fylgir því altarisdúkur vandaður. Gripirnir eru gefnir sem áheit af frú Jónínu Jóns- dóttur, Laufásveg 2A i Reykja- vík, og börnum hennar, en frúin er alin upp í Álftartungusókn. Fyrir þennan fagra vinsemdar- vott og ræktarsemi við gamla sóknarkirkju vill sóknarnefnd Álftártungukirkju hér með tjá sínar beztu þakkir. Vinnið ötullega fyrir Títnann. . argrét Smiðsdóttir Sænsk sveitalífssaga frá öndverðri 19. öld, eftir sænsku skáld- konuna Astrid Lind. — Konráð Vilhjálmsson íslenzkaði. „Heiðraði lesari! Þú hefir eflaust heyrt sögur sagðar, þegar þú varst barn. Sjálf heyrði ég þær harla margar. Hrifnust var ég þó að heyra æviþætti þeirra, er átt höfðu bölfestu hér í byggðinni á undan mér. Ég hlýddi á þá, sem fluttu þessi fræði; og fúsir voru þeir að fræða mig. Svo dóu mínir gömlu sögumenn. Ef til vill höfðu þeir sjálfir séð og þekkt, elskað eða hatað sumt af því fólki, er þeir sögðu frá. Ef til vill! Ekkert veit veit ég um það. Við, sem búum hér uppi í hinum víðlendu skógum, erum ekki vön að spyrja. Við sitjum og hlustum, þegar sagt er frá. Og viö segjum þeim aftur, er hlusta. ...“ „Heil öld er nú liðin síðan fólk það, er sagan Margrét Smiðsdóttir segir frá, lifði lífi sínu norður hér í Námahéraði. Allt var það — hver einasti maður — lífrsenir hlekkir í langri festi kynslóðanna. Það er nú horfið af þessari jörð. Ótalmargir höfðu runnið skeið sitt á undan því, og ærinn fjöldi hefir síðan lifað og starfað á sama vettvangi, — unnað, hatað og syndgað, þolað« og þjáðst. Öld af öld fellur hinn ævarandi og striði örlagastraumur eftir hinum norðlægu og víðlepdu skógum Námahéraðs. Skógurinn einn er hinn sami. Öld af öld vakir hann á verði um lífsferil vor allra, er lifum hér norð- ur frá. — Og alltaf skapast ný og ný örlög.....“ Liðnar aldir koma oss títt fyrir sjónir með sterkari átökum og tilþrifameiri, fábrotnari lífsvenjum og fyrirbrigðum, en öflugri og ákafari á marga vegu heldur en gerist nú á dög- um, — í blíðu sem stríðu, gleði og sorg, ást og hatri. Margrét Smiðsdóttir er örlagaríh sat/ti, sem aldrei t/lei/mist. Aðaliitsala hjá XORÐRA Ii.f., Póstliólf 101, Reykjavík. Ullarverksmiðjan GEFJUN framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjið því jafnan fyrst' eftir Gefjunarvörum þegar yðnr vantar HLLARVÖRUR VATNSDÆLUR með bensínmótor, hentugar fyrir sveitabýli og sumarbústaði. Heifdverzlunin ALFA Hamarshúsinu. Síini 5012. Stór bók um líf og starf og samtíð lístamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar f er komin í bókaverzlanir Leouardo da Vinci var (uröulegur maður. Hvar sem hann er nefndur i bókurh, er ems og memi skorli orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburöum. I .fincyciopredia Bntanmca" (1911) er sagt, xtð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi ií sxiði vtsmda og lisla og óhugsandi si. að nokkur maður hefði enU ttf að afkasto Imndiaðasta parti af öllu þvi, sepn hann fékkst við. Leonardo da einci var óviðjafnnnlegur mdlari. En hann var lika uppfinningamaðnr i við Edison, eðlisfrœðingur. starSfrivðingnr, sl]ömufraðingúr og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir I Ijósfraði, liffarafraði og stjómfraði. andlUsfall manna og fellingar i klaðum athugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo. góður og ték sjilfur d hljóðfari. Enn fremur 'ritaðí hann kynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók um Leonardo da Pinci er saga «m manmnn, er Ijðlliafastur og afkasta■ mtstur er talinn allra manna, er sögur fara af. og emn af mestu tislamðnniim veraldar. t bókimti eru um 30 myndir af listaverkum. ILF. LEIFTUR, Reykiavík. Smnband ísl. samvinnufélaga. Ef þér skiptið við kaupfélögin, fáið þér vörur með sanngjörnu verði. Tilkynning um bæjarhreinsun Samkvæmt 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er valda ó- þrifnaði, tálmun eða óprýði. Slíkir munir verða fluttir af bæjarsvæðinu á kostnað og ábyrgð eigenda, ef þeir ráðstafa eigi mununum tafar- laust. Öllu því, sem lögreglan telur lítið verðmæti í, verður fleygt. \ Ennfremur er hús- og lóðaeigendum skylt skv. 92. gr. lögreglusamþykktarinnar, að sjá um að haldið sé hreinum portum og annarri ábyggðri lóð í kring um hús þeirra, eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústum. Brot gegn þessu varða sektum, allt að 1000 krónur. Lögreglustjórinn í Reykjavík 3. septembcr 1945. , M , ---------- — ' ...— ' " ' Nokkra stærð- fræðistúdenta « ) 0 vantar til vinnu í skrifstofu mina í vetur. Umsóknir, ásamt prófskírteini og meðmælum, ef til eru, sendist skrifstofu minni fyrir 14. september næstkomandi. Bæjarverkfræðmguriitii í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.