Tíminn - 07.09.1945, Blaðsíða 6
6
TÍMigjN, föstndagiim 7. scpt. 1945
67. blað
Minniwgarorð
►
Gunnar Bóasson
útgerðarmaður.
Svo er sviplegt
er slíkir falla
félagsstólpar
sem falli turn.
Svo er ömurlegt
um auðar tóftir
sem velti veggur
frá vegsölum.
Þebta erindi, sem kveðið var
við andlát nafnkunns héraðs-
höfðingja á ofanverðri 19. öld-
inn, kom mér í hug, þar sem ég
stóð yfir molöum Gunnars í
Bakkagerði, en undií því nafni
var hann héraðskunnur, jafnvel
landskunnur meðal athafna-
manna. Og nú við fráfall hans,
mun það almanna mál, að sveit-
arfélag hans gat vart misst
meira við eins manns lát. Hann
stóð þar í stað svo margra, enda
oftlega kvaddur til starfa í þágu
þess. Þegar lög voru sett um
forðagæzlu, varð hann fyrsti
forðagæzlumaðurinn og rækti
það starf með alúð. Hafði þar
mjög bætandi áhrif á hugsun-
arhátt manna, því áður hafði
þótt á skorta víða ábyrgðartil-
finningu manna gagnvart fén-
aðinum. Komu þar í ljós tveir
kostir Gunnars, sem mjög ein-
kenndu hann, dýravinurinn og
hagsýni bóndinn. Eftir að fóður-
birgðafélag var stofnað varð
hann formaður þess og var það
síðan. Um langt skeið átti hann
sæti í sóknarnefnd. Og nú við
fráfall hans hafði hann um
langt skeið átt sæti í hrepps-
nefnd og skilanefnd Reyðar-
fjarðarhrepps. Önnur félags-
mál lét hann sig einnig miklu
skipta, svo sem sjúkrasamlag,
slysavarnir og bindindismál, var
alla ævi grandvar bindjindíis-
maður bæði á áfengi og tóbak,
naut því atorku sinnar til fulln-
ustu við umfangsmikinn sveita-
búskap og sjávarútgerð, sem
hann rak á síðari árum jafn-
framt landbúnaði.
Gunnar var fæddur að Borg-
argerði við Reyðarfjörð 10. maí
1884. Þar bjuggu þá foreldrar
hans: Bóas Bóasson, sem síðar
flutti að Stuðlum og við þá
kenndur. Faðir Bóasar var Bóas
bóndi að Stuðlum, Arinbjarnar-
son b. s. st., Guðmundssonar b. á
Ósi í Hjaltastaðaþinghá, Ketils-
sonar b. í Fagradal í Vopnafirði,
Guðmundssonar b. s. st. Ketils-
sonar b. s. st. Ásmundssonar
blinda b. á Hrafnabjörgum í
Hlíð,Ólafssonar prests og sálma-
skálds á Sauðanesi Guðmunds-
sonar. Móðir Bóa^ar Bóassonar
var Guðrún Jónsdóttir gull-
smiðs og bónda á Sléttu í
Rfd., Pálssonar,. Sveins-
sonar prests í Goðdölum, Páls-
sonar prests á s. st. Móðir Gunn-
ars en kona Bóasar yngra var
Sigurbjörg Halldórsdóttir bónda
á Geitafelli í Reykjahverfi Jóns-
sonar prófasts á Grenjaðarstað,
Jónssonar. Gunnar fékk í arf
ósvikin einkenni þessarra feðra
sinna: örlyndi, manndóm og
manngildi.
Kornungur kvæntist Gunnar
fyrri konu sinni Sigríði Jóns-
dóttur frá Teigagerði, Nikulás-
sonar. Bjuggu þau í Teigagerði
meðan hún lifði. Aftur kvæntist
Gunnar eftirlifandi konu sinni
Margréti Friðriksdóttur. Flutti
hann þá að Bakkagerði og bjó
þar síðan. Á síðari árum hafði
hann keypt ættaróðal sitt,
í Reyðarfirði, Stuðla, og hafði
þar útibú.
Hann var athafnamikill bóndi,
bætti jörð sína mjög að túnum
og húsum, en einkum gerði hann
sér mjög far um að bæta búfé
sitt. Hann var ágætur hirðir,
hafði því fullt gagn gripanna.
Á síðari árum rak hann og um-
fangsmikinn sjávarútveg, og var
þá orðinn einhver hæsti gjald-
þegn hreppsins.
Hann var fríður sýnum. And-
litið frítt og skapfeldið, með
örum svipbrigðum. Fag'urvaxinn,
meðalstór og gætti nokkurs
ákafa í öllum hreyfingum.
Lundin næsta rík og ef til vill
ekki tamin til fulls. Gat haft það
til að vera allhvass í orðum og
óvæginn, ef honum fannst hall-
að réttu máli, en jafnframt
ríkur af ljúfum tilfinningum og
blíðum, og fáir munu hafa heyrt
innilegri orð falla til margra
barna, en af hans vörum. Hann
d>
Glæsilegasta happdrættí ársins
Aldrei fyrr hafa yður verið boðin slík tækifæri til þess að eignast svo
marga hluti fyrir jafn lítið fé
Ný flngvél oj; ókeypis flngkennsla fyrir að-
elns tíu krónur. Hver hefir efni á að sitja hjá?
-o-
Eða glæsileg skemmtisnekkja, fnllbúin öll-
um seglum, verðgildi minnst 15 þás. krónur.
-o-
Og bíll (jeppi), nýuppgerður og Ijómandi
vel útlítandi.
-o-
\ei, þér verðið að freista gæfunnar strax
I dag.
VINNINGASKRÁ:
Flugvél, 2ja sæta og flugnám
Bátur (skemmtisnekkja)
Héppi (jepp-bíll)
Málverk eftir Kjarval
Píanó
Radíógrammófónn
Flugferff til New York
Skrifborff
Ferff til Norffurlanda
Golfáhöld
kr. 50.000,00
— 15.000,00
— 12.000,00
— 10.000,00
— 10.000,00
— 7.000,00
— 2.000,00
— 4.000,00
— 2.000,00
— 2.000,00
10 vinningar á 1000 kr. hver.
|
Verðgildi alls 128 þús. krónur.
Yður munar ekkert um 10 krónur, en hver einstakur ofangreindra
vinninga getur gjörbreytt framtíð yöar til hins betra
■ ú
Ég undirritaður gerist kaupandi að ..... .... happ-
drætttsmiðum. Óskast sent mér gegn póstkröfu.
Nafn .... .v........................................
Heimill ............................................
Sendist 1 box 343.
Dregiö veröur 1. febrúar 1946
var líka hafinn yfir þann sið-
ferðisbrest að tala illa um aðra,
og um andstæðinga talaði hann
alltaf með fullri virðingu og
illkvittnislaust. Þarf oft sið-
ferðisþroska til að láta and-
stæðinga njóta sannmælis.
Skilningurinn skarpur, skoðan-
irnar fastár og ákveðnar, hélt
því fast á máli sínu, hver sem
í hlut átti, og það svo, að sum-
um fannst að stappaði nærri
ósanngirni.
Heimilisfaðir var hann með
ágætum, umhyggjusamur maki
og faðir, átti fjölda bama með
konum sínum. Híbýlaprúður og
höfðingi heim að sækja; var
gestrisni hans viðbrugðið. Einn-
ig var hann höfðingi í lund,
hjartagóður, gat ekki aumt séð
án þess að hjálpa, svo engan
nauðleitamann lét hann synj-
andi frá sér fara og var þá oft
ráðsnjall öðrum til hjálpar. Og
þeim mun hann hafa verið
kærstur, sem þekktu hann bezt.
Mikill harmur er því kveðinn að
konu hans og börnum, aldraðri
móður og systkinum, við lát,
hans, en þau vita að sönn eru
orð Jónasar: „Sú er hin mikla
blessun bezt allra þeirra, er
meira megna, en munninn fylla
og sínu gegna, að þegar þeir
deyja, þá er hún mest.“ Þau
segja því ásamt öðrum vinum
Gunnars og sveitungum með
skáldinu: „Flýt þér, vinur! í
fegra heim; krjúptu að fótum
friðarboðans; fljúgðu á vængj-
um morgunroðans, meira að
étarfa guðs um geim.
S. P. G.
Glervörur
ódýrar, nýkonmar.
K. Einarsson & Björnsson h.f.
SS5S$$545SS5S$4$S4S$S$*S$SSS$4555«S$$S55$S$S$S$SS45$S4S5$5$SS4$$S5SSSSS55$554«4