Tíminn - 14.09.1945, Page 5

Tíminn - 14.09.1945, Page 5
69. Mað TPIIMV. föstndagiim 14. sept. 1945 5 Lfm l»etta leyti fyrir 49 árum: Jarðskjálftarnir 1896 Ókunnugan mann, sem æki í bifreið austur í sýslur í góðu veðri núna einhvern september- daginn og sæi öll þau blómlegu býli og reisulegu bæi, er þar blasa við sjónum, myndi sízt renna grun í, hvernig umhorfs var á þessum sömu slóðum fyrir 49 árum — haustið 1896. Þá mátti heita, að sérhvert hreysi í öllum Rangárvalla- og Árnes- sýslum lægi í rúst að meira eða minna leyti. 1309 bæjarhús og 2383 peningshús í þessum hér- uðum voru gerfallin, en aðeins 806 bæjarhús og 1293 penings- hús voru óskemmd. Aðrar bygg- ingar héngu uppi skældar og skakkar eða jafnvel hrundar að hálfu leyti. Þúsundir manna stóðu uppi húsnæðislausar, þar á meðal sjúklingar, börn og gamalmenni, og veturinn fór í hönd. Þannig var ástatt eftir jarðskjálftasumarið, sem svo er enn nefnt. Jarðskjálftar hafa verið mjög tíðir á Suðurlandi allt frá upp- hafi íslandsbyggðar. Fara sögur af eigi færri en 50—60 jarð- skjálftum, sumum mjög geig- vænlegum, frá því um kristni- töku og fram á okkar daga. Á sextándu, seytjándu og átjándu öld rak hver jarðskjálftinn ann- an á fárra ára fresti. En 1896 voru 118 ár liðin frá síðast varð þar stórtjón af völdum land- skjálfta. Jarðskjálftarnir 1896 gerðu ekki boð á undan sér. Ekkert sérlegt bar til tíðinda um sum- arið, og lífið gekk sinn vana- gang á bændabýlunum sunn- lenzku. Hinn 25. ágúst gerði ofsahok af norðri, en gekk niður daginn eftir, og var loft skýjað og komið drungaveður að kvöldi hins 26. Fólk var að ganga til náða eftir erfiðan vinnudag, sumt þegar háttað, annað að ljúka síðustu kvöldverkunum. Allt í einu, klukkan 9,50 um kvöldið, reið yfir ógurlegur járð- skjálftakippur, líkt og storðin hefði verið lostin heljarhöggi, jörðin gekk í bylgjum og allt lauslegt hentist til, en menn og skepnur úti á víðavangi misstu fótanna. Svo harður var kipp- urinn, að stór björg köstuðúst úr sæti sínu, og nýsmíðuð timb- urhús færðust til á grunni. Kirkjuklukkur allar hringdu sjálfkrafa. Sums staðar hljóp vöxtur í læki, aðrir urðu rauðir sem blóð, og Þverá þornaði, þar sem hún hafði í bóghnútu á hesti fyrr um kvöldið. Gerféllu þegar í þessari fyrstu hrinu mg,rgir bæir, þar á meðal tiu á Rangárvöllum, 28 af 35 í Land- sveit og flestir í Gnúpverja- hreppi. En í þessum sveitum varð kippurinn harðastur. Þau hús, er uppi héngu, skemmdust flest meira eða mirína. Þannig stóðu aðeins uppi sex baðstofur í Landsveit. Víða annars staðar á Suðurlandi hlauzt einnig til- finnanlegt tjón af völdum hrær- inganna. Fylgdu jarðskjálftan- um víða ógurlegar dunur, grjót- flug úr fjöllum og jarðrask. Héldu margir í fyrstu, að nú væri heimsendir kominn. Manntjón varð þó ekkert af völdum þessa jarðskjálftakipps, þótt oft skylli hurð nærri hæl- um, því að víða hrundu bæir yfir fólkið, en annars staðar slapp það nakið eða á náttklæð- um út úr hrynjandi kofunum. Á Þingskála á Rangárvöllum féll bærinn yfir þrennt af heim- ilisfólkinu í rúmunum og nam þekjan við rúmbríkurnar og stuðlana. Bóndinn komst sjálf- ur nauðulega út, ásamt tveimur unglingum, og hljóp hann ber- fættur til næsta bæjar að leita hjálpar. Tókst honum með að- stoð granna sinna að ná fólkinu lifandi úr rústunum. — í Bol- holti hafði kona alið barn hálfri stundu áður en kippurinn reið yfir. Var barnið andvana, og hafði konan verið færð milli rúma. Vildi það henni til lífis, því að súðin féll niður í rúmið, sem hún hafði áður legið í. Var hún borin út úr rústunum í miðjum kippnum og búið um hana undir berum himni í kálgarðinum, unz tókst að tjalda yfir hana. — í Koti á Rangárvöllum var hús- freyjan ein heima, því að maður hennar lá við á engjum. Fór hann ekki heim að vitja konu sinnar eftir kipinn, en um morg- uninn átti annar maður leið hjá bænum. Sat konan þá föst í gluggatóftinni, og hafði rofið fallið ofan á hana að hálfu leyti. Bjargaði maðurinn henni, og varð henni ekki meint af hnjaskinu, þótt löng yröi henni nóttin. — Þrjár húsfreyjur í Landsveit urðu undir eldhús- rústum, og var þeim nauðulega bjargað. Voru það Guðríður í Vindási og Helga og Guðríður á Flagveltu. — Á Fellsmúla var karlmanni bjargað undan háum grjótvegg og þykku ræfri, jsem hrundi yfir hann. Margar fleiri slíkar sögur gerðust þetta kvöld, þótt ekki séu raktar hér. Margvíslegt tjón annað varð í þessum fyrsta jarðskjálftakipp. Kýr köfnuðu í hrundum fjósum, garðar og réttir jöfnuðust við jörðu, jörðin sprakk sundur og björg klofnuðu og skriðuföll og grjótflug olli víða miklu tjóni, einkum undir Eyjafjöllum, þar sem fólk flúði bæina í dauðans ofboði. Sums staðar var eins og grasi gróin fjöll hristu utan af sér gróðurhlíðarnar, unz þau stóðu nakin eftir. Þar sem bæ- irnir héngu þó uppi, kastaðist allt lauslegt á gólf niður, og brotnaði það, sem brotnað gat. Þorði fólk á verstu jarð- skjálftasvæðunum ekki annað en að sofa undir berum himni þessa nótt, enda víða sjálfgert, þar sem enginn kofi stóð lengur uppi. Hefir sú nótt verið ó- skemmtileg. Eftir þessa hrinu varð hlé, en þó skammvinnt. Að morgni næsta dags reið yfir nýr kippur, og hrundu þá enn margir bæir. Voru þá margir hætt komnir, þótt engum yrði að fjörtjóni. Þannig urðu tíl dæmis níu menn innilyksa í bæjarrústum að Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi, og á Þórarinsstöðum hrundi fjós yfir blindan og ör- vasa karl, er þar svaf á einum básnum. En það vildi honum til lífs, að einn raftur hékk uppi yfir holu hans, svo að þekjan féll ekki á hann, þótt fjósið hryndi annars til grunna. — í Vestmannaeyjum voru menn og hætt komnir við bjargsig vegna grjótflugs þennan morgun. Nú var kyrrt um hríð. En því fór þó fjarri, að hörmungunum hefði linnt. Enn áttu jarð- skjálftarnir eftir að \jalda Sunn- lendingum þungum búsifjum, og þá ekki sízt í lágsveitum Árnes- sýslu, er ekki höfðu orðið fyrir jafn tilfinnanlegu tjóni í fyrstu hrinunum og þeir, sem bjuggu i sveitunum beggja meg- in Þjórsár ofanverðrar. Laugardagskvöldið 5. septem- ber kom enn ógurlegur jarð- skjálfti, en í þetta skipti gekk hann vestar en áður, og ték yfir stærra svæði,,og varð mest tjón um Flóa, Skeið og Holt. Féll. fjöldi bæja, og varð fólk víðá undir rústunum, því að það var nýháttað, eins og fyrst, er jarð- skjálftarnir gengu yfir. Og í þetta sinn varð manntjón að. Að Selfossi féll baðstofustafn yfir hjón í rúmi sínu. Lenti bjálki á þeim, og biðu þau bæði bana. Einnig lézt kona að Ragn- heiðarstöðum. Var hún nýbúin að ala barn, þegar þesar ógnir dundu yfir. Var hún borin út úr bænum, en dó í höndum þeirra, er yfir henni voru að stumra. Margt fólk hlaut meiðsli, urðú sumir undir grjóti, viðum eða torfi, en nokkrir skárust á rúðu- brotum,þegar þeir voru að reyna að forða sér út. Auk allra þeirra bygginga, sem hrundu, varð margvíslegt tjón annað, bæði á gripum og löndum, því að jarð- rask varð mikið víða um Suður- land og í Vestmannaeyjum. Þetta kvöld fundust snarpar hræringar í Reykjavík og sló talsverðu felmtri á marga bæj- arbúa. Var tjaldað á Austurvelli, svo að Reykvíkingar gætu leit- að þar athvarfs, ef í harðbakk- ann slægi, en fáir munu þó hafa kosið sér næturgistingu í tjöld- unum. Hræringa varð vart öðru hverju um nóttina, en þó voru flestir kippirnir fremur smá- vægilegir. Einn var langharð- LARS HANSEN: Fast þeir sóttu. sjóirm. FRAMHALD ef mér fatast ekki, og við þurfum kannske á allri karlmennsk- unni að halda, áður en nýr dagur rennur upp yfir okkur. Klukkan ellefu árdegis var „Noregur“ út af ferettingsnesi. Það var ekki meira en svo bjart orðið, en er þeir komu nær, sáu þeir, að þar voru hundruð fiskibáta að leggja línur sínar, varla eina sjómílu undan landi. Flestir höfðu spáð góðu veðri um morgúninn, en menn voru varla búnir að leggja lóðirnar, er hann skall á af slíkum ofsa, að ekki var viðlit að draga nokkra línu. Það var ekki um annað að velja en að forða sér í var. Lóðirnar varð að fela Guði á vald og yfirgefa þær í þeirri von, að óveðrið yrði jafn skammvinnt og það skall skyndilega á. Þvi snögglega rauk hann — ekki varð á móti því borið. Fyrsta hrinan kom eins og fellibylur, og svo var rokið mikið, að skúturnar lögðust bókstaflega flatar á sjón- um og allt fór í kaf miðskips. Allur fjörðurinn var eins og ein rjúkandi bylstroka yfir að líta, þótt ekki hryti eitt einasta snjókorn úr lofti. Að fimmtán mínútum liðnum var ekki lengur nokkur skúta á miðunum, og jafnvel máfarnir voru á bak og burt og sáust hvergi. Þá sagði hann Kristófer við Lúlla: — Nú er bezt að láta hendur standa fram úr ermum eða fara beina leið heim. — Þar er ég þér sammála. En mér sýnist hann vera að skella á með stórhríð, svo að við fáum líklega annað að hugsa fyrst um sinn. „Noregur“ kastaðist þyngslalega til á sjónum, en rokið færðist jafnt og þétt í aukana, og innan skamms var komið aftakaveður. Sjórinn var einn löðrandi brimskafl, svo að hann Kristófer gat lítinn tíma gefið sér til þess að svipast um. Hann varð sífellt að hafa augun á háreistum, hvítfyssandi öldunum, sem komu æðandi að skútunni. En allt gekk slysalaust, því að hann Kristó- fer var góður stjórnari og gat með einu litlu handtaki bjargað skipi sínu undan sjóunum, sem á hverju andartaki virtust þó albúnir að sökkva þessari litlu skel. Og svo var dagsbirtan þorrin. Allt í einu hrópaði Nikki á Bakkanum hástöfum til Kristófers: — Ég er búinn að krækja í dufl. Þú verður að beita upp í vindinn og svo reynum við að draga, því að' annars slitum við lóðina undir eins. Hann Kristófer heyrði ekki helminginn af því, sem Nikki sagði, og það var ekki heldur nauðsynlegt, því að hann vissi undir eins, að einhver strákanna hafði krækt í eitthvað, og það lá auðvitað í augum uppi, að þetta var ekkert annað en lóðin, sem þá vantaði. Það var eini hængurinn, að það var bráðasta lífshætta að ætla sér að draga hana í þessu veðri — það sá hann Kristófer betur en nokkur hinna. En hann eyddi ekki löngum tíma til þess að hugsa um slíkt. Áður en hundrað önglar voru komnir inn yfir borðstokkinn, hafði hann Kristófer rétt úr sér við stýrið og var byrjaöur að snúa skútunni. Hann var orðinn kófsveittur og hvessti aug;un á sjóina, sem komu æð- andi utan úr myrkrinu, svo háreistir og ægilegir, að hann sá ekki annað ráð vænna en byrsta sig o;g hrækja á móti, en það var lokaráðið, sem hraustir sjómenn gxúpu til, þegar brotsjóir voru í þann veginn að steypast yfir skip. Björgunarskútan „Katrín“, sem var nýsmíðuð og hafði að- setur í Brettingsnesi, fór á vettvang til þess að aðgæta, hvort enginn bátur væri eftir á miðunum og þarfnaðist aðstoðar. Hún var með þrírifað stórsegl og rifaða stagfokku og sigldi fram og aftur um þær slóðir, þar sem helzt var skipa von. Skipstjórinn var orðinn sannfærður um það, að hér væri (/.xki nokkur fleyta ofan sjávar, er hann var rétt að s;egja búinn að sigla á skútu, sem lá þarna í fárviðrinu og dró Íínu. Það var með naumindum, að honum tókst að breyta stefnu.nni svo mikið, að ekki varð slys. Það var versti sjór og stormuirinn svo mikill, að varla var stætt á þilfarinu á „Katrínu". Þegar björgunarskútan brunaði framhjá skútunni, sem lá við iínuna, hittist svo á, að báðar voru niðri í bylgjudal, en í sömu andrá var bilið orðið svo langt á milli þeirra, að allt hvarf í náttmyrkur og hríðarmökk. Það var ekki nema eðlilegt, að þeir á björgunarskútunni vildi grennslast betur eftir því, hvernig ástatt væri hjá þessum ofúrhuga, ,sem lá þarna og dró línu, þegar allar aðrar fleytur voru fyrii' löngu komnar i höfn, og þess vegna beittu þeir upp í vindinn eins fljótt og þeir gátu og juku seglin. Skipstjórinn stóð í káetudyrunum hjá stýrimanninum. — Mér væri næst að halda, að þotta hefði verið sá gamli sjálfur, sem við sigldum þarna hjá, sa gði skipstjórinn. En hann er bara alltaf einn síns liðs. Ég sá ekki betur en það væru fjórir menn á skútunni. ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðviks XI. Frakkakonungs). SigríSur Ingimarsdóttir þýddi. hann höfðingjann láta krukkuna á borðið fyrir framan sig. Um kvöldið settust allir að steikinni og Georg fékk lof fyrir hana og eggjakökurnar. Höfðinginn gætti þess, að menn fengju nægju sína, svo að þeir þyldu betur nætursvallið. En eins og góðum hershöfðingja bar, gætti hann þess líka að þeir borðuðu ekkí yfir sig. Þeir fengu vín með matnum — en þó í hófi. Georg gekk um og skenkti, en hann hafði augu og eyru opin, og heyrði því, þegar höfðinginn sagði við menn sína: „Stóri Hans og Lúövík! Þið haldið vörð í nótt! Ég vil ekki, að við förum allir.“ Mennirnir, sem hann nefndi, ætluðu að malda í móinn, en höfðinginn sat fast við sinn keip. Síðan kallaði hann til Georgs: „í kvöld á þér aftur að hlotnast sá heiður að drekka úr bikar mínum. Gjörðu svo vel.“ Georg hörfaði aftur á bak og þóttist vera mjög skelk- aður. „Ó, nei, náðugi herra!,“bað hann. „Ég vil heldzt losna við það! í síðasta skipti sem ég drakk úr bikarnum yðar......“ „Nú, hvað þá? Varð þér nokkuð meint af því?“ „Nei, en —“ „Ekkert en! Drekktu!" Georg tók bikarinn og lézt tæma hann nauðugur. Höfðinginn fyllti hann á nýjan leik og helíti út í vínið úr skálinni. Benti hann síðan hinum að koma til sín og skipaði þeim að drekka. Hinrik og Berthold litu hikandi á Georg, en hann kinkaði kolli til þeirra og sagði. „Ykkur er það óhætt“ og tæmdu þeir þá sinn bikarinn hvor. Stundarfjórðungur leið, og ræningjarnir tóku að tygja sig til brottfarar. Georg þótti stundarfjórðungurinn lengi að líða því að nú var loks komið tækifærið, sem hann hafði beðið svo lengi eftir. Heppnin var með honum. Mennirnir tveir, sem áttu að halda vörð, þeir stóri Hans og Lúðvík, sátu báðir við ytri enda stóra borðsins. Það varð þeim félögum til bjargar. Þegar Georg gekk um og skenkti í „brottfararbikarinn“ eins og höfðinginn komst að orði, gætti hann þess að koma síðast til fyrrnefndra manna, og þegar hann var í\þann veginn að hella í hjá þeim, kallaði hann: „Hana nú, þar er kannan tóm. Ég verð að fylla hana á ný.“ Hann hljóp yfir að eldstæðinu, þar sem vínbrúsinn stóð, hellti á könnuna, en lét þó vera nokkuð borð á. Síðan sneri hann baki við ræningjunum, þreif til flösk- unnar með svefnlyfinu, er hann geymdi í barmi sér og hellti öllu úr henni í könnuna. Að því búnu blandaði hann drykkinn með hunangi, til þess, að deyfa beizkjubragðið af lyfinu. „Ég þori að veðja að þeir sofa eins og birnir í híði, þegar þeir hafa fengið þennan skammt,“ hugsaði hann, um leið og hann skenkti og horfði á þá drekka hvern dropa úr bikurunum. En nú var tími kominn til að leika hlutverkið til enda. Ræningjarnir héldu að sjálfsögðu, að piltarnir hefðu íengið drjúgan sopa af svefnlyfi, og því urðu áhrifin að fara að koma í ljós. Georg fór því að geispa hástöfum og þegar hann háfði livíslað að þeim félögum: „Hermið allt eftir mér,“ leið eltki löngu þar til þeir geispuðu hver í kapp við annan, og teygðu syfjulega úr sér. „Þið eruð líklega syfjaðir,“ sagði höfðinginn smeðju- Ipga. „Vesalings strákarnir! Þið skuluð bara fara að leggja ykkur!“ „Æ, já, ég get varla hangið uppi,“ svaraði Georg, því að honum voru áhrif svefnlyfsins enn í fersku minni. astur og olli hann stórfelldu tjóni, einkum þó í Ölfusi, þar sem stórum mest kvað að hon- um. Felldi hann til grunna 24 bæi vestan Ölfusár. Var það drjúg ábót ofan á annað tjón, sem orðið var af völdum jarð- skjálftanna þetta sumar. Síðasti kippurinn, sem veru- lega kvað að, kom 10. septem- ber, og urðu þá enn miklar skemmdir í Flóa. En smáhrær- inga varð vart fram eftir öllu hausti, og vöktu þær fólki óhug, þótt eignatjón hlytist ekki af þeim, og linnti þeim ekki til fulls fyrr en árið eftir. Þótt teljandi tjón hlytist ekki af jarðskjálftum annars staðar en á Suðurlandi, fund- ust þeír glöggt austur í Horna- fjörð og vestur um Faxaflóa og BreiðafjöiVð. Um Vestfirðir og vesturhlut a Norðurlands fund- ust vægar hræringar. Og auk ^oess stórfellda eigna- tjóns, sem þeir ollu í tveimur fjölmenmost u sýslum landsins, höfSu þei.r þ;au áhrif að ýta mjög undir ves.turrílutninga af Suður- landi, er þá voru í algleymingi. Fjöldi fólks hafði misst mest eigna s'lnna 'Og stóð uppi hí- býlalaus:t, lam&’.ð af óttanum við það, að enn k.vnni jafnvel hið versta að vera eftir. Það var því ekki rmma eðliLegt, að margir kysi fremur að leita á brott, heldu r erí hefja því sem næst landnám á heima.slóðunum. Hann reikaði að bóli sínu, fleygði sér út af og byrjaði að hrjóta litlu síðar. Hinir skildu nú hvað við átti, og fóru að dæmi Georgs. Eftir drykklanga stund var hellirinn tómur að varð- mönnunum undanskildum. „Ég er svo máttfarinn í löppunum,“ sagði annar. „Vínið var svo skrambi sterkt,“ sagði hinn. „En gott var það.“ „Já, gott var það ungi vinur,“ hugsaði Georg og hraut nú enn hærra. „Að heyra hroturnar í strákfíflunum!,“ sagði stóri Hans glottandi. „Enginn fær staðist þetta svefnlyf.“ „Vonandi er það,“ hugsaði Georg og gat varla varizt hlátri. Ræningjarnir geispuðu aftur. Svefnlyfið var farið að segja til sín. I \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.