Tíminn - 25.09.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 25.09.1945, Qupperneq 1
tú&mmx ÞÓRABINSSON. FBAÍdSÓIQf ARFLOK3CURINN Símar 2358 Oe 4373. PBKN3SMDPJAN KDDA hX RrrSTJÓBASKKœBTOWm: EDDUHÚSI. Itodargðtu 9A. Slmar 2353 Og 4373. APGREIÐSLA, ENNHSERETA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Ltodargötu 9A. Slmi 2323. 29. érg. Reykjavik, þrlðjudagiim 25. sept. 1945 T2. MafS Staðreyndir, sem kaupstaðabúar þurfa að athuga: Er landbúnaðurinn eini íslenzki atvinnuvegurinn sem dýrtíðin hefir gert dsamkeppnisfæran? AfmæLi Kristjáns X Mynd. þessi var nýlega tekin af dönsku konungslijónunum í Marselleborg. Á morgun á Kristján X. Danakonungur 75 ára afmæli. Mun afmælisins verða minnzt með miklum hátíðahöldum víðsvegar um Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Kristján X. hefri verið konungur Danmerkur í 33 ár. Hann hefir jafnan notið mikilla vinsælda hjá þjóð sinni, enda verð- skuldað það vel. Mestar hafa þó vinsældir hans orðið á hernáms- árunum, enda var dönsku þjóðinni ekkert meiri styrkur en hin djarfmannlega og virðulega framkoma konungs í skiptum við yfirþjóðina. Með þeirri framkomu hefir Kristján X. unnið sér ódauðlegt nafn í sögu Danmerkur og Norðurlanda. Konungur íslands var Kristján X. í 32 ár. Skipti hans við ís- lendinga unnu honum meiri vinsælda en nokkur annar kon- ungur hefir notið hér á landi. Skilnaður íslands og Danmerkur var íslenzku þjóðinni viðkvæmur fyrir þá sök, að hún varð að slíta stjórnarfarsleg tengsli við konung, sem hafði reynzt henni vel og hún virti mikils. Heillaskeyti konungsins til þjóðarinnar í sambandi við lýðveldisstofunina í fyrra, vakti því óskiptan fögnuð hennar, og vafasamt er, hvort konungurinn hefir með nokkru betur sýnt, hvílíkur drengskaparmaður og mikilmenni hann er. íslenzka þjóðin mun óskipt færa Kristjáni X., drottningu hans, fjölskyldu og dönsku þjóðinni innilegustu hamingjuóskir í til- efni þessara tímamóta í ævi konungsins. Gerfifulltrúarnir hafa enn lækkað kjötverðið til bænda Það verður ekki neaiia kr. 5.98 á kg. cða 85 aurnm lægra cn í fyrra. Kjötverðið, sem bændur fá, verður 50 aurum lægra en skýrt var frá í seinasta hlaöi. Stafar þetta af því, að „gerfifulltrú- arnir“ hafa hækkað verðjöfnunárgjaldið í kr. 1.50 á kg. í stað kr. 1.00, sem þeir ákváðu upphaflega. Verður þá niðurstaðan sú, að bændur fá kr. 5.98 fyrir kjötkg., þar sem kr. 3.47 fara í verzlunarkostnað, kr. 1.50 í verðjöfnunargjald, en útsöluverð- ið er kr. 10.85. Samkvæmt þessu verður verðið til bænda 85 aurum lægra á kg. en það var í fyrra. Hins vegar áttu bændur nú að fá kr. 1.79 verðhækkun á kjötkg. samkv. sexmannanefndar álitinu. Raunverulega er verðið til bænda því kr. 2.64 lægra á hvert kjötkg. en það á að vera. Vissulega eru bændumvhér gjafir gefnar af stjórnarflokk- unum og er nú að sjá, hvort þeir eru ekki menn til að launa þær einhverju. Hvers vegiia fá Reykvíkingar ekki ódýra Korpúlfsstaðamjólk? — Er það ósanngirni af bændum að vilja hafa svipuð Iaunakjör og aðrar vinnandi stéttir? í stjórnarblöðunum er nú sunginn rógsöngurinn um bændyr og búskap þeirra með öllu meiri elju en nokkuru sinni fyrr. Tilefnið er hið nýja verðlag á landbúnaðarvörum og kröfur bænda um sexmannanefndar-verðið. Blöðin halda því fram, að orsakir hvorutveggja séu að sumu leyti lélegur og úreltur búskapur bænda og að sumu leyti heimtufrekja þéirra og ósanngirni. „Slóða- skapur“ og „heimtufrekja“ bænda er svo útmáluð með því orðbragði, sem þessum blöðum er eigin- legt. Tímanum þykir rétt, vegna þessara rógskriía, að snúa máli sínu til bæjarmanna, sem mun sér staklega ætlaður þessi rógur, og skora á þá að gera sér grein fyrir staðreyndum áður en þeir láta glepjast af honum. Til þess að þetta megi verða þeim auðveldara, skal hér bent á nokkur þau atriði, sem meginmáli skipta. Ep landbúnaðurinn eiim ósanskeppnis- fær? í Þjóðviljanum 17. þ. m. er hamrað á því, „að landbúnaður- inn þurfi verðlag, sem er í ósam- ræmi við annað verðlag í land- inu“ og ennfremur, að „landbún aðurinn sé ekki fær um að fram- leiða á sambærilegum grund- velli sem aðrir atvin,nuvegir.“ Hin stjórnarblöðin hafa og hamrað á þessum fullyrðingum. Hverjar eru svo staðreynd- irnar i þessu máli: Fyrir liggja góðar heimildir um það, að húsgögn séu 4—5 sinnum ódýrari í Svíþjóð en hér og í sumum tilfellum mun verð- munurinn vera íslenzka hús- gagnaiðnaðin(um enn meira i óhag. Fyrir liggja upplýsingar um' það, að í sumum nágrannalönd- unum sé smjörlíkisverðið þrisv- ar sinnum lægra en hér, og hafa þó smjörlíkisverksmiðjurnar hér notið uppbóta úr ríkissjóði. Fyrir liggja upplýsingar um |það, að hefði nýja járnbrúin á Ölfusá verið smíðuð af íslenzk- um járnsmiðjum myndi hún alltaf hafa orðið helmingi dýr- ari. Saina gildir um smærri járn- ' brýr. | Fyrir liggja upplýsingar um I það, að skipaviðgerðir og skipa- [ smíðar kosta erlendis aðeins brot af því, sem þær kosta hér. Fyrir liggja upplýsingar um það, að prentunarkostnaður er- lendis er aðeins brot af því, sem hann er hér. Þannig mætti lengi nefna dæmin, sem sanna það, að ís- lenski iðnaðurinn er sízt færari um það en landbúnaðurinn að keppa við erlenda framleiðslu. Sjávarútvégurinn er hins vegar færari um það, eins og er, en þegar veruleg samkeppni byrjar Sænsk samvinnufélög undirbúa framkvæmdir fyrir 125 milj. kr. Gnðlangiir Rósinkranz yfirkeiinari segir frá samvinmistarfsemiimi á IVorðurlöndum. Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari er nýkominn heim úr Sví- þjóðarför. Sat hann af íslands hálfu mót norrænna samvinnu- manna sem haldið var í Stokkhólm í sumar. Tíminn hefir notað tækifærið til að spyrja Guðlaug frétta af fundinum og samvinnu- starfseminni á Norðurlöndum. Viðtalið við Guðlaug fer hér á eftir. — Hafa norrænir samvinnu- menn nokkurntíma áður haldið með sér svona mót? — Nei, þetta er í fyrsta sinn sem norrænir samvinnumenn' halda með sér sameiginlegt mót. Þarna voru mættir fulltrúar frá samvinnusamböndum allra Norðurlandanna, 18 frá Svíþjóð, 16 frá Finnlandi, 12 frá Dan- mörku, 12 frá Noregi og ég einn frá íslandi. Mótið var haldið í húsakynn- um sænska samvinnuskólans, er sænska Sambandið rekur, og stóð það yfir dagana 19.—25. ágúst. ..— Hvað var rætt? ) — Um starfsemi samvinnu- manna á styrjaldarárunum og framtíðaráætlanir. Albin Jo- hansson, forstjóri og formaður sænska sambandsins setti mótið með ræðu og ræddi meðal ann- ars um samvinnufélögin og af- Guðlaugur Rósinkranz stöðu þeirra til ríkisvaldsins. Hélt hann því eindregið fram, að beztur árangur næðist með starfi þeirra, þar sem þau gætu starfað sem óháðust ríkisvald- inu. Þetta hefir sýnt sig í Sví- (Framhald á 8. síðu) þar aftur, mun vissulega sækja í svipað horf með hann og iðnað- inn og landbúnaðinn. Stafar það, að íslenzki iðnað- urinn er ekki samkeppnisfær, kannske af því að iðnaðarmenn hér séu ekki eins starfhæfir og stéttarbræður þeirra erlendis? Áreiðanlega ekki. Stafar það, að íslenzki útvegurinn verður bráð- lega ekki samkeppnisfær, kann ske af því, að íslenzkir sjómenn séu ekki jafnokar erlendra stétt- arbræðra sinna? Áreiðanlega ekki. Orsakirnar til þess eru aðrar, sem síðar verður komið að. Ksiiimi bændor ekki að báa? Með því að sýna fram á, að svipað er ástatt með ósam keppnishæfni iðnaðarins og landbúnáðarins og raunar sjáv- arútvegsins líka, þótt við eigum fullkomlega samkeppnishæfa iðnaðarmenn og sjómenn, er því raunverulega nægilega svarað, að háa verðlagið á landbúnaðar vörunum stafi ekki af lélegum búskap bænda. Þessu til frekari rökstuðnings er þó rétt að minna á afkomu stórbúskaparins, þar sem hægt er að byggja á full- komnustu ræktun og vélavinnu Ríkisbúin á Vífilsstöðum og Kleppi hafa verið rekin með tapi, þótt þau fái hærra verð fyrir mjólkurframleiðsluna en bændur. Skólabúið á Hvanneyri hefir einnig verið rekið með tapi. Mjólkurbúin, sem bæjarfélög- in reka, hafa öll verið rekin með stórfeldu tapi. Ríkisbúið á Vífilsstöðum og haldsmenn og kommmúnistar í bæjarstjórn Rvíkur sameinuð ust um að kaupa og ætluðu að sanna með því, að þeir gætu framleitt .ódýrari .mjólk en bændur, hefir að mestu leyti verið lagt niður, og sú litla mjólkurframleiðsla sem þar er fyrir mjólkurframleiðsluna en leiðslan á öllu landinu. Með þVí að bendia á þessi dæmi, er vissulega engan veginn verið að halda þvi fram, að bú skapur bænda þurfi ekki að taka ýmsum framförum frá því, sem nú er. Engum er það ljósara en Framsóknarmönnum, eins og barátta þeirra fyrir 10 ára rækt unaráætlunni, auknum véla- kaupum og raforkulagafrv. sýnir bezt. Þessi dæmi eru nefnd til að sýna, að fullkomin ræktun og tækni nægja ekki til að lækka afurðaverðið, eins og málum er nú að öðru leyti komið. (Framhald á 8. síðu) Óþolandi óvissa í dýrtíðarmálunum Er stjjérnin að undir- biía geiigislsekkiín? Stöðugt eykst óánægja manna yfir því, að ríkis- stjórnin skuli ekki birta fyr- irætlanir sínar í dýrtíðar- piálunum. í ýmsum tilfellum veldur þessi seinadráttur stórfelldu tjóni, t. d. í sam- bandi við kjötsöluna. Neyt- endur í bæjunum eru vanir á þessum tíma að kaupa sér kjöt til vetrarins, en nú draga þeir þessi kjötkaup í þeirri trú, að niðurgreiðslunum verði haldið áfram eða ein- hverjar slíkar ráðstafanir gerðar. Veldur þetta stórerf- iðleikum í sambandi við slátrunina og getur líka orð- ið til að draga stórlega úr kjötsölunni. Ef.nokkur stjórn'hefði verið á þessum málum, þurfti stjórn- in að vera búin að tilkynna fyrirætlanir sínar í dýrtíðar- málunum fyrir 15. þ. m. eða áð- ur en niðurgreiðslunum var hætt. Sést nú næsta glöggt, að hyggilegt hefði verið fyrir stjórnarflokkana að fylgja því ráði Framsóknarflokksins að kveðja þingið saman í seinasta lagi 1. september. Sagt er, að stjórnin hafi enn ekki komið sér saman um nein- ar aðgerðir í dýrtiðarmálunum. Hjá kommúnistum og Sjálf- stæðismönnum mun hæst uppi að fella gengið. Kommúnistar gerðu það í Finnlandi í sumar. Fyrst hækkuðu þeir kaupið um helming og létu þakka sér fyrir „kjarabæturnar". Þegar verð- lagið hafði einnig hækkað áð sama skapi, var gengi marks- ins lækkað um meira en helm- ing. Þannig voru „kjarabæturn- ar“ teknar aftur og meira til. Kannske er það orðið „línan“ að fara þannig að? Enn er þetta talið stranda á Alþýðuflokkn- um, en Stefán hefir löngum þótt „leikinn“ í því að fylgja í slóð kommúnista í fjárhags- málunum. En hvað, sem verður gert, er (Framhald á 8. síðu) 1 Nýtt fjárbrall Áka og Þóroddar Á síffastl. vori fengu kom- múnistar því framgengt í bæj- arstjórn Siglufjarffar, aff skipt var um stjórn Rauffkuverk- smiffjunnar. Svo langt gengu þeir í því aff knýja fram stjórn- arskiptin, aff lögmæti þeirra eru dregin í efa, en úr því mun skoriff af dómstólunum. Til- gangur kommúnista meff þess- um affförum er hins vegar orff- inn ljós. Blaffið Einherji upplýs- ir 10. þ. m., aff þessi vafasama Rauffkustjórn hafi látiff verk- smiffjuna taka á sig rúmlega 100 þús. kr. ábyrgff fyrir Falk- urútgerff Áka Jakobssonar! Mun það algert einsdæmi, aff opin- berar verksmiffjur gangi þannig í ábyrgff fyrir einstök útgerðar- fyrirtæki, enda liggur áhættan, sem því getur fylgt, í augum uppi. Þá upplýsir Alþýffublaffiff 20. þ. m., aff Siglufjarffarbær hafi nýiega tekiff ábyrgff á 60 þús. kr. láni fyrir MiIIy-útgerff Þórodds Guffmundssonar. Milly er gam- alt og úrelt skip, sem Þóroddur hefir keypt fyrir nokkru. Þór- oddur hefir notaff sér kunnings- skap viff ýmsa forráffamenn Sigiufjarffarbæjar til aff koma þessari ábyrgff fram. Sýna þessi tvö dæmi mæta vel, hvernig forsprakkar kommún- ista nota sér valdaaðstöffu sína sér til persónulegs ávinnings alls staðar þar, sem þeir koma því viff •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.