Tíminn - 05.10.1945, Page 4
4
TÍmXiV, föstwdagimn 5. okt. 1945
75. blað
F rjáLsíþróttamói
FimleLkafélags
Hafnarfjarbar
Á frjálsíþróttamóti Fimleika- I Hástökk:
félags Hafnarfjarðar, er háð var Þorkell Jóhannesson, FH. 1.70 m.
síðsumars, urðu úrslit sem hér Árni Gunnlaugsson, FH. 1.65 m.
segir: Halldór Sigurg.son, Á. 1.60 m.
Sveinn Magnússon, FH. 1.55 m.
60 metra hlaup:
Sævar Magnússon, FH. 7.4 sek.
Árni Kjartansson Á. 7.5 sek.
Sveinn Magnússon, FH. 7.6 sek.
Bragi Guðm.son, Á. 7.8 sek.
Kringlukast:
Kristinn Helgason, Á. 32.75 m.
i Sig. Kristjánsson, FH. 32.58 m.
Eyþór Jónsson, FH. 31.97 m.
Halld. Sigurg.son, Á. 27.5 m.
100 m. hlaup:
Sævar Magnússon, FH. 11.6 sek.
Árni Kjartansson, Á. 12.0 sek.
Bragi Guðm.son, Á. 12.0 sek.
Sveinn Magnússon, FH. 12.2 sek.
Langstökk:
Þorkell Jóhannesson, FH. 6.52 m.
Árni Kjartansson, Á. 6.19 m.
Halldór Sigurgeirsson, Á. 6.14 m.
Bragi Guðm.son, Á. 6.08 m.
Spjótkast:
Halldór Sigurg.son, Á. 41.16 m.
Þórður Guðj .son, FH. 40.85 m.
Kristinn Helgason, Á. 38.45 m.
Eyþór Jónsson, FH. 38.42 m.
Yfirleitt má segja, að árang-
urinn í mótinu hafi verið góð-
ur, þegar tillit er tekið til veð-
urs, sem var mjög óhagstætt.
Vindur var raunar hagstæður,
en brautir mjög þungar og
blautar.
I fjróttakeppni
Barðstrendinga
Ungmennafélag Barðstrend-
inga hefir nýlega tekið inn á
stefnuskrá sína að hafa innan-
félagskeppni í frjálsum íþrótt-
um á hverju sumri, og var ann-
að íþróttamót félagsins haldið
8. og 9. september í sumar.
Úrslit í einstökum íþróttum
urðu sem hér segir:
400 m. hlaup:
Kristján Þórðarson 1.02 mín.
Sveinn J. Þórðarson 1.04 mín.
Ólafur Kr. Þórðarson 1.05 mín.
800 m. hlaup:
Sveinn J. Þórðarson 2,21 mín.
Kristján Þórðarson 2.24 mín.
Gunnar Guðmundsson 2.27 min.
Kúluvarp:
Friðgeir Guðmundsson 10.29 m.
Ólafur Kr. Þórðarson 10.10 m.
Kristján Þórðarson 10.00 m.
Kringlukast:
Gunnar Guðmundsson 24.60 m.
Friðgeir Guðmundsson 23.60 m.
Ólafur Kr. Þórðarson 21.92 m.
Spjótkast:
Kristján Þórðarson 30.30 m.
Ólafur Kr. Þórðarson 25.32 m.
Friðgeir Guðmundsson 24.85 m.
Hástökk:
Gunnar Guðmundsson 9.88 m.
Kristján Þórðarson 1.20 m.
Sveinn J. Þórðarson 1.20 m.
Þrístökk:
Gunnar Guðmundsson 9.88 m.
Ólafur Kr. Þórðarson 9.55 m.
Friðgeir Guðmundsson 8.91 m.
Langstökk:
Ólafur Kr. Þórðarson 4.28 m.
Kristján Þórðarson 4.10 m.
Friðgeir Guðmundsson 4.05 m.
Árangur varð verri í mótinu
en búizt var við vegna þess hve
veður var slæmt.
ist ekkert til þeirra, og þvti
lengra sem leið urðu menn ótta-
fyllri um þá. Árið eftir, 1846,
var fyrsta leitin gerð að þeim,
var hún árangurslaus. Síðan
hver leitin eftir aðra. Þremur
árum eftir brottför þeirra var
mjög öflugur leiðangur gerður
út til að leita að þeim, því þá var
ekk,i með öllu talið vonlaust
að þeir væru enn á lífi, en allt
kom fyrir ekki. Alls munu um
þrjátíu leitir hafa verið gerðar
norður í höf til að reyna að fá
vitneskju um þá, en allar urðu
þær mjög árangurslitlar. En
nær 40 árum síðar varð nokkurn
veginn vitað hvað á daga þeirra
hafði drifið. Mátti sjá það af
ýmsum munum, sem fundust
eftir þá og einnig af sögum Eski-
móa. í fyrstu virðist allt hafa
gengið sæmilega fyrir þeim.
1846 eru leiðangursmenn, for-
ingjar og hásetar, 105, og eftir
því að dæma hafa skörð verið
komin í hópinn, þó að í smáum
stíl væri. En snögglega skipaðist
um hagi þeirra og árið 1847
er foringinn John Franklín lát-
inn. Árið eftir, í apríl, hafa
þeir yfirgefið skipið, því hungur
og allskyns hörmungar hafa
verið farnar að sækja þá heim.
Og enn verður neyð þeirra meiri,
og í sultaræðinu halda þeir ekki
lengur hópinn, heldur slíta fé-
lagi og skipazt í fjóra flokka.
Hver flokkur hafði sinn sleða
og á honum bát, sem þeir sigldu
þegar að ísskörinni kom. Og
lendingu hafa þeir fengið á
gróðurlausum eyjum. Tveir
þessara báta komust til lands
við Erebusflóa, þar fannst tjald
með mörgum líkum í. Þriðji
báturinn mun hafa komizt til
til King Williamslands. Á öllum
þessum stöðum fundust hlutir,
sení þekktist að tilheyrðu þess-
um leiðangri, en bækur og skjöl
féllu í hendur Eskimóa og glöt-
uðust hjá þeim. Mjög aum hafa
ævilok þessara manna verið, og
var Eskimóakona viðstödd lát
síðasta mannsins á King
Williamslandi. Sat hann á kletti
þar við ströndina, studdi olbog-
unum á hnén, og grúfði andlit-
ið í höndum sér.Þegar hún kom
til hans og ávarpaði hann,
reyndi hann að reisa upp höfuð-
ið, en varð það um megn og lézt
þá að kalla í sömu andrá.
Allar þær leitir, sem gerðar
voru að fnönnnum þessum, kost-
uðu offjár, og stóðu að þeim
ríkisstjórnir Englands og Ame-
ríku, auk margra einstaklinga.
Ekkja John Franklin mun líka
hafa gengið mjög nærri pyngju
sinni til þess að fá vitneskju
um mann sinn og ævilok hans.
III.
Hinn 8. dag júlímánaðar 1879
lagði úr höfn í San Francisco
seglskipið Jeannette. Förinni
var heitið til norðurheims-
skautsins. Aðalhvatamaður til
fararinnar var Gordon Bennet,
þáverandi ritstjóri stórblaðsins
„New York Herald“. En leið-
angursstjórinn var Georg V. de
Guncler Hágg setur
nýtt heimsmet
Norrænt ípróttamót
í OsLó
Snemma í september var
haldið mót í frjálsum íþróttum
í Osló og var þangað boðið öllum
helztu frjálsíþróttamönnum
Norðmanna, Svía, Finna og
Dana. Úrslitin fara hér á eftir:
100 metra grindahlaup: 1)
Strandberg, Svíþjóð, 10,7. 2)
Sten Olsson, Svíþjóð, 10,9. 3) H.
Tanberg, Noregi, (tími hans er
ókunnur).
’ 400 metra hlaup: 1 Holst-Sör-
ensen, Danmörk, 48,5. 2)Björn
Vade, Noregi, 49,9. 3) H. Tan-
berg, Noregi, (tími hans er ó-
kunnur).
40€ metra g’/lndahlaup: 1)
B. Storskrubb, Finnlandi, 54,0.
2) H. Snok, Finnlandi, 55,8.
1500 metra hlaup: 1) L. Strand
Svíþjóð, 3:52,9. 2) E. Andersen
Danmörk, 3:57,9.
Kúluvarp: 1) G. Bergh, Sví-
þjóð, 14,43. 2) A. Dybing, Noregi,
14,09.
5000 metra hlaup: 1) Roland
Sundin, Svíþjóð, 14:49,6. 2)
Mákilá, Finnlandi, 14:50,4. 3)
R. Greenford, Danmörku,14:58,2.
Hástökk: 1) H. Niemenin,
Finnnlandi, 1,92. 2) A. Dure-
gárd, Svíþjóð, 1,95. 3) Ivar
Wind, Noregi, 1,85.
100 metra grindahlaup: 1)
Hákon Lidman, Svíþjóð, 14,5
2) Evid Larsen, Danmörk, 15,5.
200 metra hlaup: Lennart
Strandberg, Svíþjóð, 21,9.
2) Sten Olsson, Svíþjóð,
22,2.
800 metra hlaup: 1) Holst-
Sörensen, Danmörk, 1:50,5. 2)
Hans Liljekvist, Svíþjóð, 1:50,8.
3) Storskrubb, Finnlandi, 1:52,3.
Stangarstökk: 1) Erling Kaas,
Noregi, 4,00. 1) Olle Sundquiat,
Svíþjóð, 4,00.
3000 metra hlaup: Gunder
Hágg, Svíþjóð, 8:15,8. 2) Aage
Paalsen, Danmörk, 8:26,8. 3)
Váinö Mákilá, Finnlandi, 8:34,0.
Langstökk: 1) H. Snock,
Finnlandi, 7,03. 2) Haakon
Tranberg, Noregi, 6,93.
Ktingluk.: 1) Gunnar Bergh,
Svíþjóð, 47,45. 2) Stein Johnsen,
Noregi, 45,9). 3) Sigurd Sollind,
Noregi, )5,73.
Spjótkast: 1) Sven Eriksson,
Svíþjóð, 70,15. 2) Rautavaara,
Finnlandi, 68,94.
Áhorfendur skiptu tugþús-
undum og voru þeirra á meðal
koanungur Noregs og ríkiserf-
ingi.
Þann 17. júli síðastliðinn setti sænski hlaupagarpurinn Gunder
Hágg nýtt heimsmet í einnar mílu hlaupi. Rann hann skeiðið á
4 mínútum og 1,4 sekúndum. Gamla metið, sem Svíinn Arne
Andersson, átti, var 4 mínútur og 2,6 sekúndur. Myndin var
tekin í Stokkhólmi, þar sem keppnin fór fram, þegar Hágg kom
að markinu. Á eftir honum sést Andersson, sem varð annar.
Þrjú ný íslandsmet
Kjartan Jóhannesson, ÍR. setti
17. ágúst nýtt íslandsmet í 1000
m. hlaupi. Hljóp hann á 2:35.2
mín.— Óskar Jónsson, ÍR. hljóp
vegalengdina á sama tíma, en
var sjónarmun á eftir. Var
keppnin mjög hörð, eins og á
þessu sést.
Gamla metið á vegalengdinni
var 2:38.0 mín. og setti Kjartan
það fyrr í sumar. En þeir félag-
ar hlupu núna/ á nál. 4 sek.
skemmri tíma en met Geirs
Gígja var á þessari vegalengd,
og hafði staðið í 15 ár.
Á innanfélagsmóti Ármanns
var 20. ágúst' sett nýtt íslands-
met í 4X1500 metra boðhlaupi.
Tíminn var 17 mín. 52.6 sek.
í sveitinni voru eftirtaldir
menn: Sigurgeir Ársælsson,
Hörður Hallgrímssoii, Stefán
Gunnarsson og Gunnar Gísla-
son.
Þann 22. ágúst setti KR. nýtt
íslandsmet í 4X200 metra boð-
hlaupi. Rann sveitin skeiðið á 1
mín. 35.4 sek.
í sveitinni voru: Skúli Guð-
mundsson, Jóhann Bernhard,
Bragi Friðriksson og Brynjólfur
Ingólfsson. — Metið var sett á
sameiginlegu innanfélagsmótl
Ármanns og KR.
Nýtt drengjamet
í stangarstökki
Nýtt drengjamet í stangar-
stökki var sett hér á íþróttavell-
inum nýlega.
Kolbeinn Kristinsson úr Umf.
Selfossi setti þetta nýja fræki-
legá" drengjamet. Stökk hann
3.58 m., sem er 2 cm. betra en
fyrra met hans frá 8. sept. Að
þessu sinni munaði afar litlu,
að Kolbeinn stykki einnig næstu
hæð — 3.70 m., — sem hefði þá
verið nýtt íslandsmet, en það er
3.67 m. — Þetta nýja drengja-
met Kolbeins er mjög gott, á
okkar mælikvarða, gefur 725 stig
og er næstbezta afrek í stangar-
stökki hér á íslandi.
Þá var einnig nýlega sett
nýtt met í kúluvarpi fyrir B-
júníora (16 ára og yngri). Varp-
aði Vilhjálmur Vilmundarson,
K.R., 4 kg.-kúlunnl 17.10 m.,
sem er 13 cm. betra en fyrra
metið, er Gunnar Huseby setti
1939.
LAN DSKEP P NI
FINNAOGSVIA
í frásögn blaðsins af milli-
landakeppni Svía og Finna í
frjálsíþróttum, er fór fram í
Svíþjóð í ágúst í sumar, féllu
niður tvær íþróttagreinar. Leið-
réttist þetta hér:
400 metra hlaup:
A. Sjögren, Svíþjóð 48.7 sek.
B. Storskrubb, Finnlandi 49.2.
S. Ljunggren, Svíþjóð 49.7
A. Tammisto, Finnlandi 50.7.
Svíþjóð 7 stig, Finnland 4 st.
Long sjóliðsforingi, maður á
bezta aldri, aðeins þrjátíu og
fimm ára gamall. Á skipinu
var samvalið lið að dirfsku og
hreysti, aðallega Svíar og Norð-
menn.
í fyrstu virtist allt ganga vel,
farið var eftir áætlun um
Beringssund, og þaðan hélt
Jeannette, án verulegra tafa, að
72° n. b. Þar festist skipið í
ísnum og losnaði aídrei aftur.
Frá þessum septemberdegi er
saga þessarar skipshafnar saga
hörmunga og baráttu, sem
endaði með kvalafullum dauða
flestra.
í hálft annað ár rak skipið
fram og aftur með ísnuin. Sum-
arið 1880 var mjög kalt og
dvölin því enn ömurlegri þar
nyrðra. De Long skrifar i dag-
bók sína frá í júlí: Kyrrðin hér
er sú mesta, sem ég hefi fundið
á ævi minni, og lognið á þess-
ari ísauðn, ásamt hinni djúpu
þögn hefir svekkjandi áhrif á
menn. Og enn segir hann: Ef
við værum nálægt landi mund-
um við yfirgefa skipið og reyna
að ná.til mánna. Við fórum til
að finna heimsskautið, en erum
fastir í ísnum á 71° n. b. Næsta
sumar bíða okkar enn meiri
þjáningar en þetta, sem nú er
að líða.
Til ársloka 1879 var líðan
skipverja,sæmileg, en þá þegar
mun hafa verið kominn hjá
sumum ótti um, að gæfan væri
þeim ekki hliðholl. Fyrsta ólán-
íð, sem varð á vegi þeirra var,
að einn undirforingjanna varð
blindur. Ef hann kom nálægt
björtu ljósi fékk hann óbærileg-
ar kvalir í augun, og varð því að
loka hann inni í dimmum klefa.
Eftir að skipið hafði verið fast
í ísnum í fimm mánuði, kom að
því mikill leki, og voru þá dæl-
ur hafðar í gangi allan sólar-
hringinn. Vissu þá allir, að end-
irinn hlaut að verða sá, að Je-
annette mundi sökkva. Fóru
skipverjar ekki úr fötum svo
vikum skipti, því alltaf gat skeð
að þeir yrðu að yfirgefa skipið
án nokkurs fyrirvara. Um tíma
leit út fyrir, að skipið mundi
reka til heimsskautsins með ísn-
um, og má telja það einstaka
hetjulund af leiðangursmönn-
um, að það. skyldi verða þeim
léttir. — En til pólsins var för-
in gerð: —
Jeannette sökk 12. júní 1881.
Hafði þá skipverjum tekizt að
bjarfa því nauðsynlegasta. Og
nú var hafin sleðaför suður is-
inn. Ef haldið var vel áfram og
allt gengi þeim í vil, gátu þeir
komizt til mannabyggða á
tveimur mánuðum. Lengur
máttu þeir ekki vera, því vistir
gátu enzt þann tíma með
naumri skömmtun, en lengur
ekki. Að viku liðinni mældi de
Long staðinn, sem þeir voru
þá staddir á, og var hann drjúg-
um spöl norðar en staðurinn,
sem þeir lögðu upp frá. Hafði
ísinn rekið þetta norður á við.
Eftir sjö vikna sleðaför kom-
ust þeir að auðum sjó. Var þá
þeim þremur bátum, sem þeir
höfðu meðferðis ýtt á flot.
Stýrði de Long einum þeirra,
Chipps varamaður hans öðrum
og Melvike vélameistari þeim
þriðja. Um stund höfðu þeir
samflot á daginn, en drógu bát-
ana upp á jaka á nóttunni. En
12. sept. aðskildust bátarnir í of-
viðri.
Af Chipps varaforingja er það
að segja, að hans bátur kom
aldrei fram, og ekkert hefir
fundizt sem honm tilheyrði.
De Long bar að landi á strönd
Asíu, langt frá mannabygðum.
Var jörð þar gljúp og ógreið yf-
irferðar, og voru því dagleiðir
stuttar, enda voru þeir félagar
máttlitlir eftir sjóvolkið og
vistir nær þrotnar. Þær gengu
upp hinn 12. október, og sendi
de Long þá menn á undan, ef
skeð gæti, að þeir næðu í hjálp.
Og æ dregur meir og meir af
þeim, eftir þrjá daga var dauð-
inn orðinn tíður gestur í hópn-
um, og látast þá frá tveimur
upp í fimm á sólarhring, unz
liðið var eytt. Síðastir munu de
Long og mongólskur þjónn hans
hafa dáið. En mennirnir, sem
sendir voru eftir hjálp, náðu til
byggða 2. nóv. — Melvike lenti
við Lenafljót, og björguðust allir
menn hans. Hann fann lík
þeirra de Long. Hafði foringinn
(de Long) skrifað í dagbókina
fram ‘til síðustu stundar, og
lýsir þar með fáum en áhrifa-
miklum orðum hinum hroðalega
dauðdaga þeirra félaga.
100 metra hlaup:
L. Strandberg, Svíþjóð 10.9 sek.
O. Laessker, Svíþjóð 11.0.
N. Kronqvist, Finnlandi 11,3.
V. Jalava, Finnlandi 11.3..
Svíþjóð 8 stig, Finnland 3 st.
Takið eftir!
Roskinn einhleypur maður í
Suður-Þingeyjarsýslu, sem ver-
ið hefir fjármaður frá 10 ára
aldri, óskar eftir að verða bú-
stjóri á stóru fjárbúi, helzt
sunnanlands. Ennfremur að
veita unglingspiltum.semhrieigð
ir eru fyrir sauðfé, leiðbeining-
ar í margvíslegri meðferð og
hirðingu sauðfjár.
Upplýsingar gefur símstöðin
á Húsavik, merkt bústjóri.
Kaldhreinsað
þorskalýsi
Heil- og hálfflöskur með vægu
verði handa læknum, hjúkrun-
arfélögum, kvenfélögum og
barnaskólum.
— Sendum um land allt. —
Seyðisfjarðar Apótek