Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANÐI: -J?R AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Síml 2323 29. árg. Reykjavík, föstudagimi 9. nóv. 1945 85. blað Gerlafræðiiigurliin tvísaga: Mjólk, sem hann hafði talið „ðað- finnanlega", taldi hann síðan „ónothæfa" í opinberri skýrslu! Fyrir nokkru síðan birtu dagblöðin skýrslu frá Sigurði Pét- urssyni gerlafræðingi, sem dómsmálaráðuneytið hafði sent þeim. Skýrsla þessi var um gerlarannsóknir á mjólk, sem hafði komið til Samsölunnar á tímabilinu frá 2. maí til 17. ágúst í sumar. Gerlafræðingurinn byggði þann dóm á þessum rannsóknum, að meginið af mjólkinni væri „eyðilögð og ósöluhæf vara“. Vakti þessi niðurstaða gerlafræðingsins vitanlega mikið umtal og ó- ánægju bæjarmanna. í grein, sem forstöðumaður Mjólkurstöðvarinnar hefir sent blöðunum og birtist hér á eftir, er upplýst, að þessi sami Sigurður liafi á umræddum tíma annast athugun á mjólk, sem fór frá Samsölunni til sölu í bænum, og hafi undantekningarlítið dæmt hana „óaðfinnanlega.“ Jafnframt sýna þessar athuganir Sigurðar, að mestur gerlafjöldi í mjólk frá Samsölunni hafi verið 33.000 gerlar í ccm., en samkvæmt heilbrigðisreglugerðinni, sem nú liggur fyrir bæjarstjórninni, má hann vera 100.000 gerlar í ccm. Þetta sýnir eins ljóst og verða má, að Sigurður er fullkomlega tvísaga í þessu máli, og síðari dómur hans um „eyðilagða og ónot- hæfa^ mjólk, sem hann hafði áður úrskurðað „óaðfinnanlega," getur vart byggzt á öðru en að koma af stað tilefnislausum æsing um í þessum málum. Maður, sem er reyndur að slíkri framkomu, er vitanlega full komlega óhæfur til að hafa umrætt eftirlitsstarf á hendi, og það því frekar, sem hann hefir annazt það um 10 ára skeið, án þess að gera verulegar tillögur til úrbóta, en kveður svo upp þann úrskurð eftir þetta 10 ára eftirlitsstarf sitt, að allt sé í megnasta ólagi. Það verður því að krefjast þess, að dómsmálaráðherrann feli óðrum ábyrgari manni þetta eftirlit, ef hann vill skipta sér af því á annað borð, t. d. útlendum sérfræðingi, svo að eigi þyrfti að draga hlutleysi eftirlitsins í efa. Áðurnefnd skýrsla forstöðumanns Mjólkurstöðvarinnar, Péturs M. Sigurðssonar, fer svo hér á eftir: Þar sem heilbrigðismálaráð- herra hefir séð ástæðu til að senda blöðum og útvarpi, til birtingar, bréf og=skýrslur varð- andi Mjólkurstöðina í Reykja- vík og með tilliti til þess, að mér hefir ekki gefizt kostur á að Kraftaverk Fyrir nokkrum dögum vildi það undarlega atvik til á Elli- heimilinu í Reykjavík, að mað-' ur, er í áratugi hefir verið lam- aður og gengið við hækjur, gat skýndilega gengið^ einn og ó- studdur. Maður þessi, Gísli Gíslason frá Hjalla, hefir verið lengi vistmaður á Elliheimilinu og alltaf átt örðugt með gang. Hann fer nú allra sipna ferða hjálparlaus og er hinn spræk- asti, en þó stingur hann örlítið við, þar sem annar fótur hans er styttri en hinn. Læknar, sem skoðað hafa Gísla, geta ekki x (Framhald á 8. síðu) Myndin &r tekin af Gísla^á rúminu sínu i Elliheimilinu. í horninu efst t. v. sést útvarpstcekið, sem hann var að hlusta á, er hann varð alheill. svara síðara bréfi Sigurðar Pét- urssonar gerlafræðings, sem þó er stilað nokkuð persónulega til mín, sé mig tilneyddan að gera hér við nokkrar athugasemdir. Gerlafræðingurinn telur það blekkingu hjá mér að reduktase- flokkunaraðferð mjólkur sé ekki hæf til aðgreiningar á mjólk inn í mjólkurbú. Þó veit hann vel, að hér í mjólkurstöðinni er við höfð sama aðferð við töku þess aVar prufu sem allsstaðar annars staðar er viðhöfð og viðurkennd sem sé að taka sýnishornið af mjólkinni úr vogarskálinni, eft- ir að þar hefir verið blandað saman allri mjólk framleiðand ans. Síðan er mjólkinni hellt úr vogarskálinni í móttökukarið þar sem hún strax blandast ann- ari mjólk, og er því að nokkru komin gegn um gerilsneyðingar vélarnar eða - jafnvel út til neytenda áður en árangur red- uktaseflokkunarinnar sést.Þetta er sú aðferð, sem alls staðar er viðhöfð og viðurkennd og' því naumast hægt að kalla blekk- ingu, þegar rétt er skýrt frá. Það er vitað, að Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur hefir ver- ið starfsmaður Mjólkursamsöl unnar undanfarin 10 ár, og hefir þar haft það verksvið að hafa eftirlit með þeirri mjólk og mjólkurvörum, sem hún hefir selt í bænum. Hann hefir því að sjálfsögðu haft frjálsan aðgang að Mjólkurstöðinni, hvar og hve- nær, sem verið hefir, og getað rannsakað mjólkina eftir eigin geðþótta. Skýrslu um árangur þessara rannsókna hefir hann sent Mjólkutsamsölunni að jafn aði vikulega, og sýna þær mat hans á mjólk þeirri, sem Mjólk- urstöðin lætur frá sér fara, en eftir það tel ég mig ekki bera pe’rsónulega ábyrgð á henni. Ég læt skýrslu þessa fylgja hér með yfir sama tímabil og hér um ræðir (2/5—17/8), og vísa ég þar með á bug öllum getsökum um (Framhald á 8. síðu) Frv. um aukin framlög i verkamannabústaöa og samvinnubygginga í kauptúnum og kaupstööum Japanski herinn afvopnaður Jafnframt verði lánskjörin gerð hagstæðari og komið upp sameiginlegri teiknistofu Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson og Páll Hermannsson, hafa lagt fram í efri dcild frumvarp til laga um byggingalánasjóð. Frumvarpið er flutt að tilhlutun Fram- sóknarflokksins og miðar að því að auka opinbera aðstoð við efnaminna fólk í kauptúnum og kaupstöðum til að eignast sæmi- leg húsakynni. Frv. er byggt á því, að sameina lögin um verka- mannabústaði og samvinnubyggingar í eina heild og breyta þeim þannig, að þessi byggingastarfsemi fái meira fjármagn til starf- semi sinnar. Fjármagn byggingalánasjóðs verður aukið um helm- ing og vextir á útlánum sjóðsins lækkaðir. Verði frv. þetta að lögum, ætti þessi byggingarstarfsemi að geta aukizt stórlega, og þannig að verða bætt úr þeim miklu húsnæðisvandræðum, sem nú eru víða. Bandamenn vinna nú kappsamlega að því a'ð' afvopna japanska herinn. Hergögnum er safnað saman f stóra hlaða, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Sums staðar í nýlendunum hafa Japanir reynt að láta inn- lenda uppreisnarflokka fá vopn og æst þá síðan til mótspyrnu gegn Bandamönnum. Mestum árangri í þeim efnum hafa þeir náð í Indó-Kína og Java. Hins vegar hafa siikar tilraunir þeirra engan árangur borið í nýlcndum Breta né á Filippseyjum, þar sem samband ameríska hersins og eyjaskeggja virðist hið bezta. Oýrtíðarhjálp til útgerðarinnar afsökuð með síldarleysinu Frv. um nðstoðarlán til síldariiÉvcgsmanna. Nýlega hefir verið lagt fram af meirihl. sjávarútvegsnefndar í Nd. frv. til laga um aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1945. Frv. þetta var undirbúið af sérstakri nefnd, sem atvinnumálaráð- herra skipaði, og fjallar það um, að ríkið taki 4 millj. kr. að láni, er aftur séu lánaðar útvegsmönnum, er töpuðu á síldveiðunum í sumar, með 3% ársvöxtum til 5 ára. Er þetta fyrsta frv., sem flutt er og fjallar um raunverulega kreppuhjálp vegna þess, hvernig dýrtíðin hefir komið málum atvinnuveganna. Annars myndi ekki hafa fram komið frumv. um slíka kreppuhjálp handa útgerðinni mitt í hinu mesta góðæri, þótt aflabrestur hefði orð- ið á einni vertíð. Eysteinn Jónsson hafði þá sérstöðu í sjávarútvegsnefnd- inni, að hann vildi ekki vera meðflutningsmaður frv. Þjóð- viljinn ræðst í þessu tilefni með dólgshætti gegn Framsóknar- mönnum og segir, að þetta sýni fjandskap þeirra til sjávarút- vegsins. Sýni þetta frv. fjand- skap nokkurs til sjávarútvegs- ins, þá er það fjandskap þeirra, sem hafa magnað svo dýrtíðina, að slíkt frumvarp skuli vera fram komið. Ástæðan til þess, að E. J. er ekki meðflutningsmaður frv., er sú, að hann óskaði ekki eftir að flytja málið fyrir atvinnu- málaráðherra, þar senf Fram- sóknarmönnum hafði verið meinað um þátttöku i undirbún- ingi þess og honum er mjög á- bótavant. Einnig þarf frv. at- hugunar og endurbóta við. Afstaða E. J. er sú, að hann vill gera ráðstafanir, sem nægja til þess, að þau útgerðarfyrir- tæki, sem heilbrigt eru rekin, þurfi ekki að stöðvast vegna á- fallsins í sumar. Hann hefir ekki tekið afstöðu gegn frv. og mun reyna að vinna að endur- bótum á því. Gunnar Gunnarsson flytur erindi ura Jónas Hallgrímsson Viðhafnarútgáfa á ljóðum Jón- ar komin út. Skrautleg viðhafnarútgáfa á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar kom í bókabúðirnar í gær. Er hún gefin út á vegum Helgafells í tilefni af 100. ártíð skáldsins. Tómas Guðmundsson hefir haft umsjón með henni og skrifað snjalla inngangsritgerð um skáldið. Allar síður bókarinnar eru skreyttar og auk þess eru í henni 42 teikningar eftir* Jón Engilbertz og sjö litmyndir. Bókin er í stóru broti og er um 400 síður. Allur frágangur er eins vandaður og hann mun beztur geta verið hérlendis. í ráði er aö gefa út annað bindið af verkum Jónasar á næsta ári og mun fylgja því ritgerð eftir Tómas Guðmunds- son um skáldskapareinkenni og (Framhald á 8. siðu) 15 ygíí i h jí ;i 1 á nas j óð ur. S Meginefni frumvarpsins er í stuttu máli þetta: Stofna skal byggingarlánasjóð, er láni fé til ibúðarhúsabygginga í kaupstöðum og kauptúnum að uppfylltum settum skilyrðum. Stjórn og reikningshald sjóðsins sé með. líkum hætti og nú er um byggingarsjóð verkamanna. Tekjur fær sjóðurinn eftir lík- um leiðum og byggingarsjóður verkamanna nú (lög nr. 2 1935). Til þess að auka tekjur sjóðsins eru tillög sveitasjóðanna tvö- földuð og ríkistillagið fjórfaldað miðað við lög nr. 3 1935. Sam- kvæmt þessu má því gera ráð fyrir að miikill hluti þessara tekna gangi til greiðslu á vaxta- meðgjöf á lánsfé sjóðsins, en það er ætlazt til, að fáist með sölu ríkistryggðra vaxtabréfa og með líkum hætti og lánsfé bygging- arsjóðs verkamanna nú, og verð- ur það sem hingað til að sjálf- sögðu á valdi ráðherra, hve víð- tækar ábyrgðir ríkissjóður veit- ir. Gert er ráð fyrir, að bygging- arlánasjóður starfræki innláns- deild, er veiti viðtöku sparifjár- innlögum þeirra, er vilja tryggja sér íbúð hjá félaginu, þegar inn- lögin hafa náð tilskyldu ' lág- marki. Gert er ráð íyrir, að sjóðurinn veiti lán með tvenns konar kjör- um, A- og B-lán. A-lánin svara til lánskj ara byggingarsj óðs verkamanna nú. Vextir og af- borganir eru þó lægri eða 3y2% í stað 4% nú, en kröfur um fram- lag lántakanda þær sömu eða 15% af byggingarkostnaði. B- lánin svara til lánskjara samkv. gildandi lögum um byggingar- samvinnufélög, þó með þeirri breytingu, að vextir og árlegar afborganir eru ákveðnir 5%, en nú eru engin ákvæði um vaxtahæðina, og lánshæðin mið- uð við 85%, sem hámarkslán- veitingu, i stað 60% nú, en að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að íbúðarkaupendur megi leggja fram meira en 15%, ef þeir geta og að sjálfsögðu æskilegt, þar sem qfnahagur leyfir. Öli lán byggingarlánasjóðs séu tryggð með 1. veðrétti 1 húsum þeim, sem þau eru veitt til að byggja, svo og ábyrgð við- komandi sveitarsjóðs. Stjórnir byggingarfélaga á hverjum stað geri tillögur til stjórnar byggingarlánasjóðs um hvers konar lán séu veitt, og hefur um það til hliðsjónar ósk- ir og ástæður lántakanda, en stjórn sjóðsins úrskurðar endan- lega um lánskjörin. 15y ngaf élöf*. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að byggingarfélög séu stofnuð i. kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, — eitt félag á hverj- um stað —, ef minnst 10 menn koma sér saman um það og setja sér samþykktir, sem stjórn bygg- ingarlánasjóðs staðfestir. Þegar er slíkt félag' hefir verið löglega stofnað, verður viðkomrfndi sveitarsjóður gjaldskyldur til byggingarlánasjóðs, sbr. 4. gr. frumvarpsins. Tiilag sveitar- sjóðsins ásamt mótframlagi rík-' issjóðs varðveitist í byggingar- lánasjóði sem séreign félagsins og notast eftir þvi, sem þörf er á, til þess að standa undir vaxta- muninum á lánum byggingar- lánasjóðs til þess félags, er hlut á að máli. Til þess að byggingarfélag geti fengið lán úr byggingarlána- sjóði, þarf um stofnun þess og framkvæmdir að vera fullnægt flestum sömu skilyrðum og nú gilda um lán úr býggingarsjóði verkamanna og um lán sam- kvæmt lögum um byggingar- samvinnufélög. Skilyrði fyrir lániim. Auk hinna almennu skilyrða, sem ekki virðist ástæða til að rekja hér, eru þessi sérskilyrði um lánin: A-lán: Lántakandi hafi eigi haft yfir 7000 króna árstekjur að viðbættum 500 krónum fyrir hvert barn, þó eigi yfir 9000 króna tekjur alls, og skuldlaust eignaverð hans sé eigi yfir 10000 krónur, allt miðað við meðaltal skattaframtala síðustu þrjú árin. Þessar upphæðir séu um- reiknaðar til hækkunar með meðalverðlagsvísitölu kauplags- nefndar næsta ár á undan. í- búðirnar mega ekki vera yfir 350 ms að stærð.Framleiga þeirra og sala enóheimil nema með leyfi félagsstjórnar. Félagið hefir for- kaupsrétt að húsunum fyrir kostnaðarverð að viðbættum endurbótum, ef til eru, en frá- dreginni hæfilegri fyrningu. Ákvæði þessi eru sams konar og nú gilda um byggingarlán sam- kvæmt lögum um verkamanna- bústaði, en þó nokkru rýmri. B-lán: Sérákvæði eru þau, að íbúðirnar séu eigi yfir 500 m:! að stærð og félagið hafi for- kaupsrétt að þeim eftir mati. Ákvæði þessi eru samhljóða til- svarandi ákvæðum í lögum um byggingarsamvinnufélög. Teiknistofa og’ iim- fluÉningsleyfi. í 11. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir, að stjórn byggingar- lánasjóðs setji upp, svo fljótt sem verða má, teiknistofu, er annist um uppdrætti fyrir þygg- ingarfélögin og veiti þeim auk þess aðra faglega og fræðilega aðstoð og leiðbeiningar um húsagerð, val byggingarefnis og annað, er að byggingum lýtur. (Framháli á 8. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.