Tíminn - 09.11.1945, Side 3

Tíminn - 09.11.1945, Side 3
T 85. blað TÍMDJX, föstudagmii 9. nóv. 1945 3 Halldór Kristjánsson: Hvað kosta óþurrkarnir? Sumarið 1945 verður mörgum bóndanum minnisstætt vegna óþurrka og hrakviðris. Langt er síðan slíkt votviðrasumar hefir komið í mörgum héruðum landsins, þó að til séu lika þau svæði, sem fengu óvenjulega sólríkt og gott sumar. Mjög £r það að vonum, að menn hug- leiði það í árferði slíku sem þessu, hvílíkt tjón bændastétt- inni stafar af óþurrkunum og hver ráð séu til þess að verjast þeim. Ástæða væri til þess að gera sér vonir um það, að sú ádrepa, sem bændur á óþurrka- svæðinu fengu nú í sumar, nægði þeim til þess, að búast svo um, sem oezt eru föng á, til þess að geta varizt slíkum ó- kjörum. Ég skil ekki annað en bændum sé það hin mesta skap- raun að láta kúga af sér drjúg- an hlut heyja sinna til einskis gagns, e f annars er úrkostar. Slíkt kapp eiga þeir flestir við heyskap sinn. Það er ekki ætlun mín að ræða hér nein þau nýju úr- ræði,.sem nú eru á ýmis konar tilraunastigum og sumir gera sér góðar vonir um. Þessi grein er hvorki um hesjur né heyofna né súgþurrkun. Þær aðferðir verða að sjálfsögðu reyndar og notaðar að meira eða minna leyti. En ég ætla hér að ræða votheysverkunina. Það munu nú vera liðin 75 ár síðan farið var að reyna hana hér á landi, skrifa um hana í búnaðarrit og hvetja menn til að taka hana upp. Það er þvi komin mikil inn- lend reynsla af þessu bjargráði. Og það væri ekki svo fráleitt að gera sér það til gamans að hug- leiða, hvað aukin vitheysverkun gæti sparað íslenzkum land- búnaði. Það dæmi, sem hér liggur fyr- ir, er erfitt til reiknings, og hlýtur jafnan að vera undir á- litum komið.hversu reikna skuli. Menn greinir á um það, hversu mikið megi nota vothey. Ég hefi að sönnu sjálfuf séð kú og hross og ær lifa á votheyi einu saman svo lengi að vikum og mánuðum skipti og þrífast vel. Jafnframt veit' ég, að ýmsir merkisbændur hafa ár eftir ár verkað helming heyja sinna votan og gefizt vel. Af margra ára reynslu veit ég það sjálf- ur, að kýr má fóðra h. u. b. að hálfu, hross að öllu leyti og fé að einum þriðja á votheyi og gefur það góðan arð. Undanfarin ár hafa um það bil % af heyskap landsmanna verið úthey, en % taða.Við skul- um nú gera ráð fyrir því, að bændur byggju svo, að þeir gætu látið helming töðunnar í vot- heyshlöður eða tæplega þriðj- ung alls heyskaparins. Ég vildi raunar ráða mönnum til þess að geta hirt að minnsta kosti helm- ing heyja sinna votan af lján- um í óþurrkatíð, en við skulum ekki reikna með því i þessu dæmi. Árið 1944 var öll taða á landinu 1.338.516 hestar. Af þessum heyskap voru þurrkaðir 1.281.086 hestar, en 57.430 voru vothey. Það vantar því 611.828 hesta til þess að helmingur töð- unnar hafi verið verkaður votur. Ég geri ekki ráð fyrir því, að miklu hafi skeikað frá þessum hlutföllum í sumar. Þetta er svipað hlutfall og síðustu prent- aðar búnaðarskýrslur sýna á ár - unum kringum 1940. Nú vil ég gera ráð fyrir því, að þetta hey, sem vantar til þess að helm- ingur töðunnar sé vothey, 611 þúsund hestar, hafi hrakizt, svo að hálft fóðurgildið sé tapað. Tjónið er þá 30.00 krónur á hest eða 18 milljónir og 330 þúsund. Um þetta er það að segja, að í sumum héruðum hraktist hey ekki í sumar og dregur það mjög úr tjóninu. Hins vegar ganga óþurrkar um öll héruð landsins af og til, svo að alls staðar eiga menn skemmdirnar visar á nokkurra ára fresti, ef þeir eiga allt undir þeim þurrki, sem háður er duttlungum veðrátt- unnar. Hitt er og að talsvert af heyi mun hafa tapað meira en hálfu fóðurgildi sínu í sum- ar. Enn er þess að gæta, að þar sem votheysgerð er töluverð, verkast þurrheyið betur en ella. Það er af þvi, að minna safn- ast fyrir i þurrkinn. Menn láta í vothey í verstu rosunum. Svo ráða þeir betur við að viðra og þurrka það, sem þeir eiga úti, þegar flæsa gefst, af þvi að þeir hafa minna undir. Það er hægra að þurrka 200 hesta en 300 í slæmri tíð með sama mann- afla. Því er það oft, að votheys- bóndinn á þurrheyið sitt grænt og gott, þó að heyið velkist og hrekjist hjá hinum, sem allt vill þurrka. Eitt atriði enn er svo þýðing- armikið í þess.u sambandi, að ekki sæmir að ganga framhjá því. Vegna óþurrka draga menn stundum að slá fullsprottin tún. Grasið trénar þá og fúnar við rót. Með hverjum degi sem líð- ur, tapar bóndinn, því að fóðr- ið, sem hann á þarna óslegið, verður óhollara og minna að notagildi. Þegar svo loksins hann slær blettinn, er grasið fúið við rót og kemur seint til aftur, svo að seinni sláttur bregzt. Votheysbóndinn, sem stendur svo framarlega í hey- skaparmenningu, að hann get- ur boðið óþurrkunum byrginn, slær sléttú^sína, þegar hún er mátulega sprottin og hirðir hey- ið, hvernig sem veðrið ræðst. Hann fær betra fóður í fyrra slætti og miklu meira í seinna slætti. Ég er því alls ekki viss um það, að heildartjónið sé of- metið hjá mér áðan. Þá er nú eftir að meta alla aukavinnuna, sem í það fer að þurrka hrakninginn. Ég hygg, að það sé ákaflega vægt að ætla eitt karlmannsdagsverk á 20 hesta. Dagsverkið reikna ég á 60 krónur, og er það ekki 'hátt, þegar allra fríðinda er gætt. Aukavinnan væri þá við þessa 61 þús. hesta hátt á 4. milljón, þó afó svona vægt sé i sakirnar farið. Heildartjónið er þá kom- ið í 22 milljónir króna. Nú skal það sagt berum orð- um, svo að engum þyki mál- flutningur minn einhliða, að talsverðan stofnkostnað þarf til þess að hægt sé að notfæra sér bjargráð votheysgerðar- arinnar. Það er geysilegt átak að byggja votheyshlöður á skammri stund yfir 600 þús. hesta, að ég ekki tali um 1 milljón, ef þær ættu að vera til fyrir helming alls heyaflans. Hins er þó að gæta, að bændur þurfa hlöður hvort eð er — og votheyið þarf ekki nema hálft hlöðurúm á við þurrhey. Það sparar því hlöðurúm að verka vothey og gefur þannig með sér á þvi sviði, þegar til lengdar lætur. Svona staðreyndir benda því ákveðið til þess, hvað eigi að byggja næstu árin. Það er á- byrgðarhluti að hindra það, að votheyshlöður séu byggðar. Það má að sjálfsögðu ræða margt um þessar' tölur mínar fram og aftur og ég vildi helzt að það væri gert. Bændur ættu að endurskoða hjá mér reikn- inginn. Ég get þá lika bætt því við, svona til gamans, að sum- arið 1941 voru 84 hreppar á landi okkar alveg votheyslausir. Sumir þeirra eru á þvi svæði, sem óþurrkarnir léku verst í sumar. Og það eru nokkur dæmi um það, að töðufallið í þessum hreppum hafi verið 8—10 þús- und hestar og allt þurrkað. Ég fer ekki nánar út í töl- ur, sem varða einstök héruð, að þessu sinni. En ég get ekki stillt mig um að nefna eitt atriði enn- þá votheyinu til tekna. Það eru andlegu áhrifin. Það er ólíkt sálarástand, sem það skapar, að sjá lífsbjörg sína grotna niður til einskis og fá ekki að gert, eða hitt, að sigrast á rosanum og hirða töðu sína rólegur og öruggur, hvernig sem veðráttan veltist. Slíkur munur verður aldrei metinn til fjár. Ég ætla ekki að halda ein- stökum tölum úr þessum dæm- um til streitu.Ég get vel fallizt á það, að tjónið, sem óþurrkarnir valda, en hægt er að komast hjá með votheysverkun, sé óút- reiknanlegt. Hitt er þó víst, að í árum eins og þessu, nemur það tugum milljóna. Og erum við ekki sammála um það, að -þessi vitneskja ætti að vissu leyti að nægja? Leikfélag Reykjavíkur tekur 200. leikritið til meðferðar V'etrarstarfsemi Leikfélags Reykjavíkur er nú að hefjast með fullum krafti. Nokkrar sýningar hafa þegar verið á leikjum, sem æfðir voru og sýndir í fyrra, og byrjað að sýna nýjan leik, sem nefnist Uppstigning, saminn af íslenzk- um höfundi, sem ekki vill láta nafns síns getið. Þe,tta nýja leikrit gerist í sjávarþorpi á ár- unum 1945—1946 og eru leik- endurnir fjórtán. Meðal þeirra eru: Regina Þórðardóttir, Lárus Pálsson, Emelía Jónasdóttir, Arndís Björnsdóttir, Helga Möller, Anna Guðmundsdóttir, Inga Þórðardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Gestur Pálsson, Valur Gíslason, Brynjólfur Jó- hannesson, Haraldur Björnsson. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Hér er ekki aðeins á ferðinni nýtt leikrit, sem marga mun fýsa að kynnast, heldur eru nú eins konar tímamót i starfs- sögu Leikfélagsins. Þetta er sem sé tvö hundraðasta leikritið, sem það tekur til sýningar. Leik- félagið á orðið merka sögu að baki, sem fyllilega væri vert að vekja meiri athygli á heldur en gert hefir verið, því að vanséð er, að menn kunni að meta að makleikum það menningargildi, sem það hefir á undanförnum árum haft fyrir höfuðstaðinn og iandið allt. En ánægjulegasta staðreyndin í því efni er þó sú, að það hefir fram á þennan dag sífellt verið að sækja fram, og enn er ekki sýnilegt neitt lát á þeirri sókn. Nú standa vonir til þess, að starfsskilyrði ís- lenzkra leikara batni stórum, áður en mörg ár líða.Þeim breyt ingum munu að sjálfsögðu fylgja auknar kröfur um menn- ingarhlutverk íslenzkrar leik- listar. En þeim kröfum ætti Leik félagið líka að geta orðið við með fullri sæmd, ef svo stefnir sem nú horfir, en það leiðir aftur af sér, að á herðar þjóð- félagsins leggjast ríkari skyld- ur en áður við þessa listgrein og það fólk, sem af mikilli óeigin- girni og atorku hefir helgað sig henni. Það, sem nú ríður mest á í þessu efni, er að hraða því sem auðið er, að Þjóðleikhúsið verði gert nothæft. Er á öðrum stað í þessu blaði skýrt frá því, hvernig því verki miðar áfram. Verði hins vegar óeðlilegur dráttur á því, nú þegar fjár virðist tiltölulega auðaflað 1 landinu, er hætt við, að við megum lengur en menningar- viðleitni okkar er hollt, horfa á hið mikla steinbákn autt og lítt notað, svo sem verið hefir undanfarin ár, bæði að sjálf- ráðu og ósjálfráðu. Allir, sem unna leiklist og binda við hana vonir um aukna menningu þjóðarinnar, verða þess vegna að leggjast á eitt um það, að lokaátakið vérði gert nú hin næstu misseri. FYLGIST MEÐ Þlð, sem i drelfbýlinu bölð, hvort heldur er við sjó eða 1 svelt! Minnist þess, að Timinn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Askriftargjald Tímans utan Rvikur oe Hafnarflarðar ^r kr 30.00 árganeurinn. Utanáskrift: Tíminn, Llndar- götu 9 A, Reykjavík. W. Adolpke Roberts: Þættir úr stjórnmálasögu Stjórnarfarið í ríkjunum í Suður- og Mið-Ameríku hefir löng- um verið sögulegt, spilling margvísleg og byltingar og róstur tíð- ar. Hér segir amerískur blaðamaður nokkra þætti úr stjórnmála- sögu iýðveldisins Kúbu síðustu árin, en stjórnarfarið þar hefir oft dregið mjög dám af því, sem gerist í Suður-Ameríku, og oltið á ýmsu, þótt nú virðist þar betur horfa en áður. En föstum fótum stendur „lýðræðið“ þar sjálfsagt ekki, fremur en víða annars staðar, þar sem það nafn er haft að skrautfjöður, eins og nú orðið er svo títt. 1. Sá, sem nú er forseti lýðveld- isins Kúbu og verður það næstu þrjú árin, heitir dr. Ramón Grau San Martín. Hann var kosinn til þess embættis við friðsamar og óþvingaðar kosn- ingar 21. maí 1944, er hinn nafn- kunni stjórnmálamaður eyjar- innar, Fulgencio Batista, er ver- ið hafði forustumaður í landi sínu og raunverulegur drottnari þess í ellefu ár, lét af völdum. Við fyrri kosningar hafði Bat- ista jafnan notað herinn til þess að tryggja þær njðurstöður, sem hann óskaði eftir, þar á meðal kosningu sjálfs sín. En í fyrravor lýsti hann því yfir, að hann hefði ekki í hyggju að beita slíkum aðferðum lengur. Fæstir lögðu að vísu trúnað á þáð, að þetta væri annað en blekkingar, fyrr en að kosning- unum dró og staðreyndirnar tÖl- uðu sínu máli. Árið 1933 sat að völdum á Kúbu Gerardo Machado, rosk- inn stjórnmálamaður, sem naut almennrar virðingar — fyrr á tímum, er Kúbubúar gerðu upp- reisn sína gegn Spánverjum. Hafði hann verið frjálslyndur maður og kjörinn forseti á þeim forsendum. í tvö ár stjórnaði hann landinu með ágætum. En svo varð skyndileg breyting á hqnum og stjórn hans, og hefðu þau umskipti sjálfsagt orðið efni í lífseiga þjóðsögu, ef hann hefði verið uppi á þeim tímum, er fólk trúði á Kölska og sálna- veiðar hans. Á skömmum tíma fór valdagræðgi hans yfir öll skynsamleg takmörk og hann fylltist grimmd og kúgunar- anda, sem áttu sér fá dæmi. Það var ekki aðeins, að hann berði skilyrðislaust niður hverja þá rödd, sem honum geðjaðist ekki, heldur var engu líkara en hann gerði sér sívaxandi far um að leita uppi imyndaða andstöðu til þess að geta klekkt á enn fleiri mönnum. Meðal afreka hans var að breyta stjórnarskránni til þess að framlengja umboð sitt um sex ár. Þetta var svo sem ekki einsdæmi á þessum slóðum, og vera má, að .það hefði getað heppnazt, ef skynsamlega hefði verið að farið. En hann beitti andstæðinga sína, sem nú risu upp, slíkri grimmd, að boginn hlaut að bresta. Meðal þeirra hegninga, sem hann lét beita, voru geldingar, og auk þess iét hann tæta sundur brjóst á kon- um með glófum með stálklóm. Aftökur voru daglegt brauð. Margir þóttust sjá fram á, að Machado væri ekki andlega heill, og eftir öllum sólarmerkj- um að dæma virtist brjálsemi hans færast óðfluga í aukana. Eitt sjúkdómseinkennið var sí- vaxandi kynhvöt hans, er var einkennilega háttað, að hann krafðist tólf ára telpna eða yngri. Það var eins konar skatt- ur, sem hann lagði á kunnustu fjölskyldur landsins, að upp- fylla þessar kröfur. Það var háskólinn í Havana, sem lét mest að sér kveða í andófinu við Machado. Þar hafði verið mynduð leynihreyfing, sem fimm þúsund stúdentar tóku þátt í. Mikill fjöldi há- skólakennara tók einnig þátt i þessari hreyfingu. Machado svaraði með því að loka háskól- anum, og síðan hófst hamslaus elíingaleikur lögreglunnar við menn þá, sem líklegt þótti að átt hefðu hlut að leynihreyí- ingunni. Tugir manna voru drepnir og mikill fjöldi fangels- aður og látinn sæta hraklegri meðferð. En það tókst ekki að kveða hreyfinguna niður. And- stæðingar forsetans hörðnuðu við hverja raun. Það voru raun- verulega þessir háskólaborgar- ar, sem björguðu Kúbu frá enn- þá verri örlögum en orðið var. Ef þeirra hefði ekki notið við, hefði allt lent í öngþveiti og Bandaríkjastjórn ekki komizt hjá því að senda þangað her- lið til þess að taka landið her- skildi og binda þannig endi á ó- stjórnina. Leynihreyfingin kom sér nú upp herliði, og loks tókst að hrinda harðstjóranum af stóli. Margir menn, sem áður voru lítt kunnir meðal þjóðar sinnar, gerðust leiðtogar fólksins á stund hættunnar, og við hlið þeirra stóðu svo aðrir, sern meira voru þekktir. Meðal þeirra var dr. Ramón Grau San Mar- tín, prófessor í lífeðlisfræði, frjálslyndur hugsjónamaður, er eflað hafði sér mikilla vinsælda og álits nemenda sinna. Hann hafði meðal annars gert athygl- isverðar rannsóknir á krabba- meini og bólgum í maga. Ríkis- stjórnin hafði lengi haft illan bifur á honum og látið fangelsa hann oftar en einu sinni, þótt ekki þyrði hún að vinna honum frekara mein. Margt lagðist á eitt um að steypa Machado. Verkalýðurinn gerði allsherjarverkfall. Sum- nes Welles, er var sendiherra Bandaríkjanna á Kúbu, ráð- lagði forsetanum að áegja af sér, og yfirmaður hersins sneri baki við honum: Sjálfum var honum sýnd sú linkind, að hann fékk að flýja óáreittur í flug- vél og hafa með sér miklar birgðir gulls. Hann lifði fimm ár í útlegð en dó svo, yfirgefinn og vinasnauður. II. Leynihreyfingin myndaði nú bráðabirgðastjórn í skyndi. En hún varð ekki langæ. Nú kom nýr maður til sögunnar. Það var Fulgencio Batista, er hingað til hafði verið liðþjálfi að tign. Hann var þrjátíu og tveggja ára gamall og ritari herforingja- ráðsins. Var hann því öllum hnútum kunnugur í hernum, og þess neytti hann nú. Hann safn- aði um sig liðsforingjum, sem lítinn frama þóttust hafa hlot- ið við þessa síðustu stjórnar- byltingu eða jafnvel verið vik- ið frá völdum. Með lið sitt hélt hann til Havana og innan eins sólarhrings hafði hann náð á sitt vald öllum þeim stöðum í höfuðborginni, er hernaðariega þýðingu gátu haft. Jaínframt leitaði hann samvinnu við há- skólahreyfinguna. Myndaði hann fimm manna ráðuneyti og lét fá sjálfum sér í hendur æðsta vald í landinu. Ráðherra- stöðurnar skipuðu tveir prófess- orar, ritstjóri, lögfræðingur og bankastjóri. Annar prófessorinn í stjórn- inni var dr. Grau, sem þá var 46 ára. En eftir skamman ráð- herradóm var hann gerður for- seti — um stundarsakir — og gegndi því embætti fimm erfiða mánuði. Bandaríkin kröfðust nú sem endranær, að landið stæði við allar fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar og i engu yrði geng- ið á rétt bandarískra þegna. En þeir, sem að hinni nýju stjórn stóðu, hirtu ekki allir mikið um slíka smámuni. Þeir kröfðust fyrst og fremst Kúbu handa Kúbumönnum og vildu ekki sætta sig við neitt minna. Bar- ista vildi á hinn bóginn eiga sem bezt og nánust samskipti við Bandaríkjamenn. Grau hét þjóð sinni miklum ræktunarframkvæmdum, einn- ig skattalækkun og afnámi fjár- hagslegra yfirráða útlending^. Hann stöðvaði afborganir af 60 milljón dollara láni, er Macha- do hafði tekið í Bandaríkjun- um. Hann gaf út lög, þar sem svo var ákveðið, að ríkið skylcii I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.