Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMI1\N, föstiidaglnii 9. aóv. 1945 85. blað Föstudagur 9. nóv. Tvö grundvallaratriði í blöðum stjórnarsinna er stöðugt hamrað á því, að Fram- sóknarflokkurinn sé mótfallinn „nýsköpun“ og framförum.Full- yrðingar þessar byggja blöðin á því, að flokkurinn sé andvígur ríkistjórninni, en hún hafi þessi mál efst á steínuskrá sinni. Slíkt eru sannarlega haldlítil rök, enda er sannleikurinn sá, að Framsóknarflokkurinn hefir sýnt meiri forsjá og áhuga í þpssum málum en hinir flokk- arnir. Andstaða hans gegn rík- isstjórninni byggist einmitt fyrst og fremst á því, að stefna henn- ar hindrar það, að stórfelld og heilbrigð „nýsköpun“ getiAtt sér stað. Framsóknarflokkurinn telur tvennt vera meginundirstöðu stórfelldrar og heilbrigðrar ný- sköpunar: í fyrsta lagi verði dýrtíðin færð niður og rekstri atvinnu- veganna komið á öruggan grundvöll. Þetta sé gert með nið- urfærslu verðlags og kaupgjalds, lækkun hvers konar milliliða- kostnaðar og nýju eignafram- tali, er verði grundvöllur eigna- aukaskatts á .stórgróðanum. Þær tekjur, sem fást með þessum hætti, verði notaðar til stuðn- ings atvinnuvegunum. í öðru lagi verði tekinn upp áætlunarbúskapur þ. e. samin verði áætlun um framkvæmdir í þágu atvinnuveganna og aðrar nauðsynlegar -framkvæmdir og síðan unnið að því að koma þeim í verk eftir |>ví, sem þær eru taldar aðkallandi. Öðrum ónauð- synlegri framkvæm'dum sé frest- að á meðan. Þannig verði fjár- magninu og vinnuaflinu skipt milli atvinnuveganna eftir því, sem þjóðarhagurinn krefst, og tryggð stöðug atvinna í landinu, en hindrað atvinnuleysi eða of- mikil stundar eftirspurn eftir vinnuafli, sem hvort tveggja er jafn skaðlegt. Bæði þessi grundvallaratriði raunhæfrar „nýsköpunar“ hefir ríkisstjórnin vanrækt. Dýrtíðin er látin vera í algleymingi og hvergi örlar á’ tilraun til áætlun- arbúskapar. Sameiginlegar af- leiðingar þessa eru, að fram- kvæmdir verða óhæfilega dýrar og því miklu minni en ella, og fjármagnið og vinnuaflið dregst meira og meira í þjónustu alls konar braskstarfsemi, en aðal- atvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg,' vantar bæði fjár- magn og vinnuafl til starfrækslu sinnar og endurnýjunar. Glöggt tákn þessarar öfugþróunar er sjálfur formaður Nýbyggingar- ráðsins svokallaða, sem hefir lagt fé í heildverzlun, prent- smiðju og bókaútgáfu, en telur sig ekki geta lagt peninga í sjávarútveg- Vegna þessarar vanrækslu getur „nýsköpun“ stjórnarinn- ar ekki orðið annað en kák og því lengur, sem haldið er áfram á^þessarri braut dýrtíðarinnar og skipulagsleysisins, hlýtur að skapast meira og óviðráðanlegra fjármálaöngþveiti, sem mun verða allri nýsköpun fjötur um fót. Um allan heim vex nú fylgi þeirra flokka, sem beita sér fyrir áætlunarbúskap í atvinnulífinu og berjast gegn dýrtíðinni. í Svíþjóð, Bretlandi og Noregi fara slíkir flokkar nú með völd. Hjá þjóð, sem hefir takmarkað fjár- magn og vinnuafl, en þarfnast margra stórframkvæmda, er á- ætlunarbúskapur og barátta gegn dýrtíðinni þó enn nauð- synlegri en þar. Þess vegna þarf þjóðin að fylkja sér um slíka stefnu og það gerir hún bezt með því að efla Framsóknar- flokkinn. Mjólkurmál og kosn- inga„bombur“ Það er bersýnilegt, að mjólk- urskýrsla Sigurðar Péturssonar hefir verið birt og gerð að um- talsefni með tilliti til væntan- legra bæjarstjórnarkosningar. Blöð kommúnista og Alþýðu- flokksins telja sig geta notað A VítaVahífi Erlent yfirlit Eftirlit með atomsprenpnni Fyrirlitningin á nazistum. Morgunblaðið birti nýlega þau ummæli Christmas Möllers, að danski íhaldsflokkurinn hefði tapað í kosningunum vegna þess, að nazistasinnaðir flokks- menn hefðu fælzt frá honum. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, er það samt víst, að Christmas Möller hefir gert sitt til að uppræta áhrif þeirra í flokknum og ekkert samneyti haft við þá. Svipaða aðstöðu hafa lýðræð- issinnaðir íháldsmenn líka haft i öðrum löndum. Nazisminn hef- ir sýnt það í verkl, að hann er slík glæpastefna, að þeir menn, sem hafa fylgt honum, þurfa að finna það glöggt, að þeir séu fýrirlitnir og einsklisvirtír. Sé þeirri framkomu ekkí fylgt, getur fljótlega farið svo, að nazisminn skjóti upp kollinum aftur, þótt gengi hans sé lítið um stund. Svo eindreginn er þessi dóm- ur lýðræðisþjóðanna yfir naz- istum, að hefðu t. d. blöð enskra íhaldsmanna gert Oswald Mos- ley að málflutningsmanni sín- um, myndi flokkurinn hafa svo til þurrkazt út í kosningunum í sumar. Ekkert mun líka hafa verið fjær Churchill og öðrum foringjum íhaldsflokksins en að leita eftir stuðningi slíks manns. Varúlfahjörðin kringum Mbl. í þessum efnum, eins og mörg- um fleirum, hefir Sjálfstæðis- flokkurinn aðra aðstöðu en lýð- ræðissinnaðir íhaldsmenn ann- ars staðar. Foringjar hans leggja allt kapp á að vinna hylli naz- istanna hér með því að_ hampa þeim á allan hátt. Jóhann Ól- afsson hefir verið gerður for- stjóri tveggja bæjarfyrirtækja. Jens Benediktsson hefir verið gerður aðstoðarfréttastjóri Mbl, Óskar Halldórsson aðstoðarrit- stjóri þess í útgerðarmálum, Helgi S. Jónsson fréttaritari þess í Keflavík og Páll Kolka og Svafar Guðmundsson að sér- fræðingum þess í samvinnumál- um. Það er m. ö. o. komin heil varúlíahjörð í kringum aðal- málgagn Sj álfstæðisflokksins. Mbl. lætur mikið af því um þessar mundir, að það sé ein- dregið fylgjandi vestrænu lýð- ræði. Þeir, sem dæma meira eft- ir athöfnum en orðum, munu byggja dóm sinn um raunveru- lega lýðræðisást Mbl. meira á varúlfahjörðinni, sem hefir safnazt kringum blaðið, en fág- urgala þess, enda er hún meira í samræmi við afstöðu þess fyrr á árum. En ætla íslendingar að vera eina lýðræðisþjóðin, sem þolir það, að áhangendum nazistisku glæpastefnunnar sé hossað og skákað fram til forustu í.opin- beru lífi? Ef íslendingar meta lýðræðið nokkuð og vilja vinna gegn andstæðingum þess, ættu forkólfar Sjálfstæðisflokksins að finna það í næstu kosning- um, að þeir hefðu keypt köttinn i sekknum, er þeir keyptu sér fylgi nazistanna. hana til ávinnings fyrir sig í kosningabaráttunni. Þjóðviljinn heldur þvi fram, að það sem ábótavant sé í þess- um efnum, stafi eingöngu af því, að Framsóknarmenn „llti á Reykjavík sem óvinaland“ og „i hug þeirra séu alltaf hernaðar- aðgerðir gegn Reykjavíkurlýðn- um.“ Þessar geðslegu ásakanir eru í góðu samræmi við „aust- rænt lýðræði" og þarf því hvorki að skýra þær nánar né svara þeim, því að þær gera það sjálf- ar. Tillaga kommúnista er svo sú, að bærinn taki rekstur mjólkurstöðvarinnar I sínar hendur. Þetta halda víst komm- únistar, að sé góð „kosninga- bomba“, en óvíst verður samt að telja það, að Reykvíkingar áiíti það til mikilla bóta, að Mjólkurstöðin verði nýtt Kaup- félag Siglfirðinga. Alþýðubl. stendur sig vitanlega ekki við annað en að taka undir með kommúnistum. Slíkt hefir því jafnan þótt sigurstrangleg- ast, þótt reynslan sýni annað. Litlu verður Vöggur feginn. Úrslit stúdentaráðskosning- anna hafa glatt Mbl. ósegjan- lega mikið. Sjálfstæðismenn bættu þar við sig nokkrum at- kvæðum og fengu fimm menn kosna í 'stað fjögurra áður. Af þessum „sigri“ gumar blaðið nú dag eftir dag og virðist telja hann sönnun þess, að straum- urinn sé byrjaður að liggja til hægri, ekki aðeins hér innan- lands, heldur líka úti í heimi! Sannleikurinn er sá, að úr- slit stúdentaráðskosninganna hafa oftast verið í öfugu hlut- falli við þróunina í þjóðlífinu, enda vitanlegt að meginhluti stúdenta kemur frá íhaldsheim- ilum. Má því með vissu segja, að litlu verði Vöggur feginn, þegar Mbl. reynir að gera sér mat úr þessu. En illa mun þetta samt endast til að breiða yfir ósigra íhaldsmanna annars staðar, þótt þeir hafi þar álitlegri for- ingjum á að skipa en hér. Alþýðublaðið telur sína menn líka hafa unnið * sigur í stúd- entaráðskosningunum og er fögnuður þess skiljanlegur, þvi að það er ekki slíku vant. Jafn- framt spáir það því, að félag frjálslyndra stúdenta muni þurrkast út, því að það hafi fengið aðeins færri atkvæði nú en 1941! Eftir þessu á Alþýðu- flokkurinn ekki von á góðu í næstu bæjarstjórnarkosningum, því aö einu sinni átti hann sex fulltrúa í bæjarstjórn en á að- eins þrjá nú! Árásirnar á K. E. A. Ekkert fyrirtæki virðist braskaralýðnum slíkur þyrnir í augum og Kaupfélag Eyfirð- inga, enda er það á margan hátt glæsilegasta samvinnufé- lag landsins. Þess vegna hafa varúlfarnir Kolka og Svafar, verið vaktir upp til þess *að reyna að vinna því ógagn. Þenn- an fjandskap má og glöggt sjá 1 Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunnu- daginn, þar sem félagið er bæði nefnt „rottuhola“, sem sækja beri stríðsgróða í, og „mara á Akureyrarbæ". Slik ummæli um það fyrirtæki, sem unnið hefir Akureyrarbæ og héraðinu um- hverfis mest gagn og setur einna mestan menningar- og framJarasvip á bæinn, lýsa slíku hatri að undrun sætir. Og vit- anlega stafar þetta hatur ekki af öðru en því, hve vel félagið hefir varið jafnt neytendur og framleiðendur okri milliliðanna. En jafnframt er vert að gefa því gaum, að Mbl. og önnur málgögn Sjálfstæðisflokksins, eru farin að kalla sjóði kaup- félaganna „rottuholur“ og telja að þar sé stríðsgróðinn, sem þurfi að skattleggja. Er það kannske meiningin hjá svart- asta íhaldinu að klófesta sjóði kaupfélaganna til eyðslustarf- semi sinnar, svo að hægt sé að hlífa stórgróðabröskurunum? Slíkt væri vitanlega ekkert ann- að en að skattleggja almenn- ing, því að þessir sjóðir eru sameign þúsunda manna. Þetta voru áform, sem enska íhaldið Það birtir langa forystugrein um að bændur „svíki mjólkina“ og leggur til að bærinn setji upp mjólkurbú. Áður en Alþýðublað- ið gerir þá tillögu að meira ,,kosningatrompi“, ætti það að segja frá því, hvernig gengur' með bæjarbúið hjá krötunum á ísafirði., Reynslan af kratabú- skapnum þar ætti að geta orðið reykvískum kjósendum nokkur leiðbeining um það, hve örugg og einhlýt þessi „kosninga- bomba“ muni reynast. Það er vissulega rétt og sjálf- sagt að vinna að endurbótum á meðferð mjólkurinnar. Bændur og samtök þeirra hafa líka full- an hug á að gera það, eins og hin glæsilega mjólkurstöð, sem senn tekur til starfa,- sýnir líka bezt. * Reynslan frá Akureyri sannar, að með því að hafa mál- in í höndum þessara aðila verða þau bezt leyst til frambúðar, en ekki með áðurnefndum „kosn- ingabombum,“ sem kommúnist- ar og Alþýðuflokksmenn hampa nú. hafði á prjónunum í vor, en um- bótamenn snerust þar hart til varnar. Það sýnir bezt hverjar undirtektir þessi málaleitun í- haldsins fær hjá svokölluðum verkalýðsflokkum hér, hve mik- ill er skyldleiki þeirra og enska verkamannaflokksins. Vel mætti þetta og minna samvinnumenn á, að í hópi íhaldsins eiga þeir sína fjandsamlegustu andstæð- inga. Heildsalavitni. Bersýnilegt er, að Mbl. er orð- ið vantrúað á, að sókn varúlf- anna Páls Kolisu og Svafars Guðmundssonar gegn sam- vinnufélögunum beri tilætlað- an árangur. í seinasta Reykja- víkurbréfi Mbl. dubbar Valtýr því upp nýjan riddara og skip- ar honum til sóknar við hlið Svafars og Kolku. Þessi riddari er Þóroddur Guðmundsson, sem er frægastur fyrir stjórn sína á Kaupfélagi Siglfirðinga. Valtýr hefir eftir honum þau ummæli, að S. í. S. sé sizt betra en heild- salarnir! Valtýr hefði aðeins átt að bæta við: Nú þarf ekki fleiri vitnanna við, því að hann Þór- oddur segir þetta! Játning Jóns á Akri. Jón „forseti“ Pálmason skrif- ar nýlega í Mbl. grein um sex- mannanefndar-verðið. Eins og vænta mátti, er þetta vörn fyr- ir ríkisstjórnina og búnaðarráð hennar, enda er Jón hinn opin- beri verjandi óhæfunnar á því sviði. Jón heldur því fram, að bún- aðarráðið hafi tryggt bændum beztu fáanleg kjör og segir: „Hitt ættu þeir þó allir að skilja, að ekki er hægt að fara eftir lögum, sem eru fallin úr gildi, og frá því sjónarmiði er allt tal um eftirgjafir á rétt- indum bænda helber þvætting- ur og þeim til smánar, sem með hana fara. Hitt er annað mál, að þarfir okkar bænda til að fá verð í samræmi við kaupgjald og ann- an tilkostnað, eru óbreyttar. En þörf og réttur er tvennt ólíkt“. Jón Pálmason viðurkennir hér með öðrum orðum, að stjórn hans hafi farið svo með mál þjóðarinnar undanfarið, að nú sé ekki hægt að greiða bænd- (Framhald á 7. síðuj Nú um helgina hefst í Was- hington viðræðufundur þeirra Trumans forseta og Attlee for- sætisráðherra. Á fundi þessum verða vafalaust rædd mörg stór- mál, en stærst og örlagaríkast þeirra verður þó atomsprengju- málið. Það eru þrjár þjóðir, sem nú ráða yfir vitneskjunni um kjarn- orkusprengjuna, Bandaríkja- menn, Bretar og Kandadamenn. Þessar þjóðir unnu sameigin- lega að rannsóknunum, er leiddu til þess að sprengjan var upp- götvuð. Hins vegar hefir aðeins ein þessara þjóða, Bandaríkja- menn, komið sér upp verksmiðj- um til að framleiða sprengjuna. Um það verður ekki sagt með vissu, hvort samkomulag hafi verið um það milli þessara þjóða, að halda vitneskjunni um fram- leiðslu atomsprengjunnar leyndri. Hvorki Bretar eða Kan- adamenn hafa neitt um það sagt. Hins vegar hefir Truman forseti látið þau orð falla, að þessari vitneskju myndi haldið leyndri fyrir öðrum þjóðum, a. m. k. fyrst um sinn. Af hálfu margra vísinda- manna, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, hefir þessi stefna Trumans sætt harðri gagnrýni. Þeir hafa haldið því fram, að hún myndi leiða til kapphlaups milli stórveldanna um að finna upp og framleiða atomsprengjur. Þau stórveldi, sem enn kynnu ekki framleiðslu atomsprengjunnar, myndu fljót- lega komast á sporið og þess yrði þvi t. d. ekki langt að bíða, að Rússar stæðu þar' jafnfætis Bandaríkjamönnum og Bretum. Eina ráðið til að koma í veg fyrir slíkt kapphlaup væri að opinbera leyndardóminn um framleiðslul atomsprengjunnar og fela síðan alþjóðastofnun eftirlit varðandi bessi mál. Jafnhliða þessum aðvörunum vísindamannanna hefir það ver- ið upplýst, að þegar sé búið að finna upp atomsprengjur, er séu 1000-falt kraftmeiri en sprengj- an, sem notuð var í árásinni á Hirosjima. Það þyrfti ekki nema nokkra tugi af slíkum sprengj- um til að eyðileggja allar helztu borgir Bandaríkjanna. Jafn- framt heíir verið upplýst, að fljótlega muni verða hægt að skjóta slíkum sprengjum sem flugsprengjum óraleiðir, jafnvel milli Evi’ópu og Ameríku. Engar öruggar varnir eru enn taldar gegn slíkum vágesti, en ýmsir .vísindamenn gera sér vonir um. að hægt verði að skjóta atom- sprengjuskeytin niður á leiðinni með einskonar radarsprengjum, er sendar verða á móti þeim. Slíkar sprengjur voru notaðar gegn flugskeytum Þjóðv'erja og svokölluðum sjálfsmorðsflugvél- um Japana með góðum árangri, enda þótt útbúnaður þeirra væri * þá enn á frumstigi. Varnarað- ferð þessi byggist á því, að hægt er að finna, þegar óvinaflug- skeyti nálgast, og jafnfljótt er hægt að beina sprengjunum gegn þeim, en þær stjórnast af eins konar loftskeytatækjum. Talsverðar getgátur eru nú um það, að sú verði niðurstaðan á fundi þeirra Trumans og Attlee, að þeir bjóði sérhverri þjóð að fá vitneskjuna um framleiðslu atomsprengjunnar, ef hún gengst jafnframt undir, að iðn- aður hennar verði settur undir svo strangt alþj óðlegt eftirlit, að auðvelt verði að fylgjast með því, hvort hún framleiðir atom- sprengjur. Þetta myndi t. d. þýða það, að Rússar gætu fylgst með öllum iðnaði Bandaríkjanna og Bandaríkjamenn á sama hátt með öllum iðnaði Rússa. Fyrir Rússa myndi þetta þýða algert fráhvarf frá hinni svokölluðu myrkvunarstefnu, sem þeir fylgja nú, þ. e. að láta ekki aðrar þjóðir fylgjast með öðru í landi þeirra en þvi, sem þeim þóknast sjálfum að veita upplýsingar um. Það yrði vissulega hin stór- kostlegasta breyting frá því, sem nú viðgéngst í alþjóðamál- um og hefir þekkzt hingað til, ef alþjóðabandalagi eða öryggis- ráði yrði falið jafn víðtækt eft- irlit með iðnaði og atvinnulífi þjóðanna og hér er ráðgert. Slíkt eftirlit myndi t. d. leiða til þess, að engin þjóð eða atvinnu- fyrirtæki gæti haldið leyndum tæknilegum nýjungum, því að eftirlitsnefndin yrði að fá vitn- eskju um allt slíkt, þar sem vel gæti þar verið að ræða um framleiðslu atomsprengja með nýjum aðferðum. Slíkt eftirlit, þótt það tæki sig sæmilega út á pappírnum og láti ekki illa í (Framhald á 7. síSu) ZADDIR NÁ6RANNANNA i Skutli 28. f. m. segir svo í forustu- grein um kjötsöluna: „Hins vegar virðist það þó ekki heyra til dularfullum fyrirbrigðum, þótt dregið hafi úr kjötsölunni. Ástæðurnar blasa vel við hverjum rrihnni. Kjötsölufyrirkomulagið var ekki fullmótað, fyrr en í ótíma. Reglu- gerðin um niðurgreiðslurnar kom ekki fyrr en í lok sláturtíðar. Bænd- ur eru sáróánægðir — og það sem verra er: Neytendurnir eru jafn óánægðir. Það dregur mikið úr kjötkaupum, að fólk verður í fyrstu að borga út 10,85 kr. fyrir hvert kjötkíló. Sumir treysta jafnvel ekki meira en svo á niðurgreiðslufyrir- heitin. Þá finnst mönnum auðsætt rang- læti í því, að maður, sem hefir þrjá menn í vinnu við eigið fyrirtæki fái ekki niðurgreiðslu, þegar allir aðaleigendur stærstu og ríkustu hlutafélaganna i landinu, sem flest- ir erú svo á háum forstjóralaunum hjá sínu fyrirtækl, fá borgað með hverjum kjötbita ofan i sig og sitt fólk. Þannig verður hið síðborna ó- heppilega og rangláta kjötsölu- skipulag íhaldsráöherrans Péturs Magnússonar og sovétráðs hans, til að skapa óánægju allra og eyði- leggja gersamlega sölumöguleika kjötsins, sem afkoma bænda bygg- ist þó á að verulegu leyti. Er sýnilegt, að það verður hið hryggilega hlutverk Péturs Magn- ússonar, að herða meira á flóttan- mn úr sveitunum, en nokkur einn' íslendingur hefir gert á undan honum. Það eru og örlög sumra manna, að þar sprettur ekki gras, sem þeir stíga fætl niður." Þetta er harður dómur um stjórn Péturs Magnússonar í landbúnaðar- málunum, en þó áreiðanlega ekki óréttlátur, enda kveðinn upp af manni, sem er núv. ríkisstjórn að ýmsu leyti hlynntur. ★ í forustugrein Alþýðublaðsíns 7. þ. m. segir svo: „Morgunblaðið hefir undanfarna daga og vikur talað máli lýðræðis- ins af óvenjulegri einurð og tekið upp allskelegga baráttu gegn til- raunum kommúnista, bæði í blöð- um þeirra og rikisútvarpinu, til að falsa hugtak þess manna á meðal og læða þeirri lygi inn í hugskot þjóðarinnar, að harðvítugt einræði austur í Rússíá sé hið fullkomnasta lýðræði, sem heimurinn hafi þekkt fram á þennan dag. Um þennan óvenjulega áhuga Morgunblaðsins fyrir lýðræðinu er ekki nema gott eitt að segja; því að betra er seint en aldrei. En ekki þyrfti Morgunblaðið að furða sig neitt á þvi, þótt ýmsir efuðust um, að þessi óvænti áhugi þess entist því mikið fram yfir bæjarstjórnar- kosningarnar í vetur eða alþingis- kosningarnar í vor; því að enn er það ógleymt hvernig það hefir í meira en áratug daðrað til skiptis við báðar þær einræðisstefnur, sem hættulegastar hafa orðið lýðræðinu á okkar öld — hinn þýzka nazisma og hinn rússneska kommúnisma. Allir muna, hvernig Morgunblað- ið dekraði við nazismann, bæði þann þýzka og afleggjara hans hér á landi, langt fram á ófriðarárin, eða þar til halla fór undan fæti fyrir Hitler, og hvílíkum hamförum það fór um skeið til þess að reyna að bæla niður rödd Alþýðublaðsins, eina dagblaðsins á íslandi, sem alltaf var á móti nazismanum og aldrei hvikaði frá málstað lýðræð- isþjóðanna, hversu höllum fæti, sem hann stóð á vígvöllunum hin fyrri ár ófriðarins. • En sem sagt: í þessu efni sá Morgunblaðið að sér, þegar ósigur Hitlers var orðinn fyrirsjáanlegur: Aðeins féll það þá í hina villuna, daðraði við kommúnismann, sem frá sjónarmlði lýðræðisins í dag virðist ekki vera mikið betri, og má raunar segja að það hafi um skeið haft bæði þessi járn í eld- inum — nazismann og kommún- ismann, enda var eins og meni; muna mjótt milli þeirra, meðar þeir Hitler og Stalin voru yfirlýstir vinir, og kommúnistar hvarvetna um heim höguðu stefnu sinni sam- kvæmt því. Morgunblaðið og flokkur þess geta ekki hreinsað sig af því, að hafa af fullkomnu andvara- og stefnuleysi hjálpað kommúnistum hér á landi á undanförnum árum til þeirrar aðstöðu, sem þeir hafa nú til þess, að reka áróður sinn á móti lýðræðinu og fyrir hinu rúss- neska einræði. Eh máske er það nú að byrja að sjá að sér. Vissulega vildu margir mega trúa því, og þá ekki hvað sízt í þess eigin flokki, og ádeilan, sem það hefir nú loks- ins hafið á áróður og inoldvörpu- starf kommúnista gegn lýðræðinu, sé ekki bara venjuleg kosninga- brella, heldur vottur raunverulegra sinnaskipta.” Vissulega er erfitt að trúa á slík sinpaskipti meðan Sjálfstæðisflokkur- inn unir sér hið bezta í rikisstjórn með kommúnistum og veitir þeim þannig hina ákjósanlegustu aðstöðu til blekkingastarfsemi sinnar. Menn geta heldur ekki lagt mikínn trúað á andstöðu' Alþýðuflokksins gegn komm- únistum meðan hann styður Brynjólf og Áka til ráðherradóms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.