Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 5
85. blað TtMIIVN, föstndaglim 9. nóv. 1945 5 Um þetta leyti fyriv 51 ári: Fyrstu sjómannasamtökfn Það var árið 1896. Og i þá daga var höfuðstaðurinn með öðru yfirbragði en nú og hug- myndir og lífsskoðanir bæjar- búa aðrar. Þetta haust hafði gengið um það talsverður orð- rómur, að fáeinir skútukarlar og einhverjir unglingar í bænum, sem hétu Ottó og Geir, væru að undirbúa stofnun sjómannafé- lagsins. Leizt fólki misjafnlega á þetta tiltæki, og voru þó fleiri, sem fóru um það hraklegum orð- um og töldu fátt gótt geta af slíku leitt. Hinir, sem mæltu þessari nýstárlegu hugmynd bót, voru yfirleitt fáor^ari og orðvarari, því að ekki var laust við, að þeir væru deigir við að játa henni fylgi sitt, þótt þeir væru henni ef til vill hlynntir í hjarta sínu. Það var ekki að vita, nema útgerðarmennirnir yrðu tregir til þess að veita þeim mönnum vörulán, þegar liði fram að áramótunum, er hefðu sig í frammi í þessu efni.Sjó- Sex Islendingum boðið til tæknináms í Svíþjóð „Tekniska Institutet" í Stokk- hólmi hefir boðið fræðslumála- stjórninni hér að senda sex ís- lendinga til náms við skólann. Er gert ráð fyrir, að námstím- inn yrði frá miðjum janúar til maíloka 1946. Er óskað eftir þremur málm- iðnaðarmönnum og þremur byggingaiðnaðarmönnum, húsa- smiðum eða múrurum. Þeir ein ir, sem lokið hafa gagnfræða- prófi og iðnskólaprófi, koma til greina. Skólavistin verður ó- keypis, og að auki munu náms mennirnir njóta dvalarstyrks. Kaupstaðirnir Reykjavík, Hafnarfj. og ísafjörður hafa nýlega, ásamt félögum í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, sent borgarstjóranum í Hull gjöf, að fjárhæð- 20 þús. sterlingspund, til endurreisnarstarfsemi þar í borg nú að ófriðnum loknurp. Eins og kunnugt er, varð Hull fyrir þyngstum búsifjum allra útgerðarborga í Englandi af völdum loftárása Þjóðverja og vildu þeir aðilar, sem að gjöfini stóðu, votta Englendingum, og þá fyrst og fremst enskum far- og fiskimönnum, samúð okkar íslendinga og leggja fram lit- inn skerf til að bæta úr þörí um þeirra. Utanríkisráðherra, sem af- henti gjöfina fyrir hönd gef- endanna, hefir borizt þakkar- bréf frá sendiráði Breta hér. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af sr. Bjarna Jónssyni, i Útskála kirkju, ungfrú Guðrún Guðmundsdótt- ir frá Görðum og síra Eiríkur Brynj- ólfsson, prestur að Útskálum. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band Jensína Jónatansdóttir, fyrrver- andi kennslukona frá Hóli í Önundar- firði og Hermann Egilsson, bóndi á Galtalæk í Biskupstungum. Heimili þeirra er að Galtalæk. Dregið var í happdrætti félagsins Stjarnan í Dalasýslu 1. okt. síðastl. Upp komu þessn númer: 233. 4944, 4942, 4218. Þeir, sem hlotið hafa vinning geri aðvart i verzl. Glóðin í Reykjavík eða til Guöm. Blöndai, Litla-Holti. Símst. Stórholt, Dalasýslu. Útbreiðið Tímann! Crtvegið sem flestlr ykkar elnn áskrlfanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesá TÍMANN. mannasamtök voru líka alger- lega óþekkt fyrirbrigði hér á landi í þá daga, nema hvað borið hafði við endrum og sinnum, að ein og ein skipshöfn tók sig saman um ákveðnar kröfur á hendur „reiðara“ sínum, þegar þolgæði og biðlund hafði verið svo ofboðið, að ekki varð lengur við það búið. Sjálfir höfðu út- gerðarmennirnir við Faxaflóa efnt til samtaka sín á milli um hagsmunamál útgerðarinnar og var ekki örgrannt um, að sumir sjómannanna óttuðust, að þess- um samtökum yrði meðfram beitt til þess að þröngva kosti þeirra, sem þó voru ekki of rúm- ir í þá daga, hvorki um fæði og aðbúð né kaupkjör. Svo var það hinn 14. nóvember um haustið. Napur haustvindur blés inn sundin og lék við ýlu- stráin á holtunum í Reykjavík. Flestir ba^jarbúar voru gengnir til náða, því að komið var að miðnætti. En skyndilega rauf óvæntur hávaði þögnina í hin- um sofandi smábæ. Út úr Geysi, vínkránni á Skólavörðustíg 12, ruddist hópur sjómanna á ýms- um aldri. Þeir fylktu liði á göt- unni og héldu syngjandi af stað niður í miðbæinn. Og það voru ekki nein ástarljóð eða friðar- söngvar, sem þeir sungu — síður en svo. „Vei þeim fólum, sem frelsi vort svíkja,“ glumdi við svo hátt, að undir tók í götun- um og húsunum. Fólk hópaðist fáklætt út í glugga og gættir til þess að sjá þessi undur. Það vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. Það höfðu svo sem oft orðið ýmsar róstur þarna í kringum krána, en hópgöngum og söng af þessu tagi átti það ekki að venjast. Það, 'sem gerzt hafði þarna á Skólavörðustíg 12 þetta kvöld, var það, að þrjátíu sjómenn höfðu stofnað fyrsta sjómanna- félagið á íslandi, Sjómannafé- lagið Báruna. Helzti forgöngu- maður þessarar félagsstofnunar var Ottó N. Þorláksson, er síðar varð fyrs^i forseti landssam- bands Bárufélaganna og fyrsti forseti Alþýðusambands íslands. Einn helzti stuðningsmaður hans var Geir Sigurðsson, síðar skip- stjóri, en sá, sem stýrði þessum .stofnfundi og varð fyrsti for- maður félagsins var Jón Jónsson realstúdent. Fundarritari var Hafliði Jónsson, bróðir séra Bjarna Jónssonar dómkirkju- prests, er síðar varð. Svo fór sem vænta mátti, að margir voru ragir váð að ganga í félagið fyrst í stað. En þó tvö- faldaðist félagatalan á skömm- um tíma. Tók það upp samn- ingaumleitanir við útgerðar- mennina, og var ein fyrsta og helzta krafa þess, að kaup sjó- manna yrði að hálfu leyti greitt í peningum, en slíkt hafði alls eklci þekkzt fram að þeim tíma. Einnig var farið fram á, að fæðið á skútunum yrði bætt frá því, sem var — og inun ekki hafa verið vanþörf á. Þetta þóttu þó óbílgjarnar kröfur, og varð félaginu lítið ágengt. Inn á við beindist félagsstarfið eð veru- legu leyti að því að draga úr vínnautn sjómanna, sem var þá allmikil, eins og löngum hefir viljað við brenna. í þessu efni ávannst ekki svo lítið. Svo fór þó, að Báfufélagið lifði af fyrstu stormana, og inn- an skamms fóru sjómenn á öðr- um útgerðarstöðum að dæmi stéttarbræðra sinna í Reykjavík. Risu á næstu árum upp mörg Bárufélög — í Hafparfirði 1896, á Akranesi 1902, Eyrarbakka 1903, Keflavík 1904, Garði 1905, og fleiri slík félö'g voru stofnuð Vann Sigurður regluboði Eiríks- son, faðir herra Sigurgeirs biskups, mjög að stofnun þessara sjómannafélaga. Kom þar að Bárufélögin stofnuðu iandssam band sín á milli, þótt ekki yrði það langætt. Hóf það bygging Báruhússins, er síðar nefndist K.R.-húsið og rifið var í sumar, en reisti sér með því hurðarás um öxl, auk þess sem það lenti í stórverkfalli. Voru öll Báru- félögin úr sögunni 1911. Ýms ný verkamannasamtök voru þá að vísu komin fram á sjónarsviðið, þótt ekki færðust þau í fast form fyrr en árið 1915, að Alþýðusam- band íslands var stofnað. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn — Verður þú ekki með mér? Ég held fjandinn sjálfur hafi hlaupið i ykkur báða tvo. Þú varst þó að enda við að segja, að nú væri allt í bezta lagi. Hann þagnaði snöggvast, því að hann var ekki alveg viss um, hvaða tökum hann ætti að taka þá. En hann fann, að þetta var vonlaust tafl, þegar Nikki sagði: — Ef þú hefðir átt sæmilega skútu, Kristófer, hefðum við ekki farið með neinum öðrum en þér. En á „Noreg“ stígum við ekki íæti okkar. Það getur orðið nógu slæmt við Lófót, en meiri lík- indi eru þó til þess, að menn bjargist þar á land, þó að leki komi að koppnum, svo fremi sem ekki er afspyrnuveður, því að það þarf meira en lítið til þess að sökkva báti á fáeinum min- útum, þegar annar eins maður og Þór stendur við dæluna. En það veizt þú sjálfur, Kristófer, að það eru hér um bil hundrað mílur milli Noregs og Svalbarða, og þ„að er of breitt sund til þess, að við getum siglt gamla „Noregi“ upp 1 fjöruna öðru hvoru megin, ef hann skyldi fá sér heldur mikið neðan í því á leiðinni. Og Lúlli bætti við: — Og svo léztu svo þunga vél í skriflið, að hún gerir ekki ann- að en sökkva því. Komi leki að „Noregi“, skaltu sanna til, að hvorki dælan né Þór munu geta haldið honum ofan sjávar. Þá verður ekki nema um eitt að velja fyrir þig: taka bibliuna undan koddanum, lesa faðirvorið og fela þig guði á vald. Kristófer sat alveg agndofa undir þessari ræðu. Það lá við, að hann gréti, bæði af blygðun og reiði. En svo stóð „Norska ljón- ið“ upp og gekk til hans Kristófers, tók með báðum höndum utan um hálsinn á honum, hvessti kolsvört, leiftrandi augun á þá Lúlla og Nikka og sagði: — Fyrst tveir hugrakkir karlmenn, eins og þeir Karl Lúlli og Nikulás Wasmuth, eru svo hræddir, að blauð kerling skammast sín fyrir að hlusta á þá, er bezt fyrir þig, Kristófer minn, að reyna að brjótast norður að Svalbarða og heim aftur, án þess að ganga eftir mönnum, sem ekki þora að fara með þér, þótt þetta sé um hásumarið, þegar veðrið er bezt og blíðast. Hún var ofsareið, en hvorugur, Lúlli né Nikki, létu hleypa sér upp. Hann Lúlli sagði aðeins: — Hvort þú heldur, að við séum hræddir —. það skiptir ekki svo miklu máli. Hann Kristófer getur sagt þér, hvort það muni vera. Og hitt er auðvitað ekki nema eðlilegt, að þú hjálpir hon um til þess að ná okkur á dallinn. En — og nú var auðheyrilega byrjað að fjúka í hann — þú hefir sjálf farið með honum Kristófer á íshafið, svo að þið ættuð ekki að vera í vandræðum með mannafla, því að svo hafið þið hann Þór. Þið gætuð farið þrjú, sem ekki eruð hrædd .... — Nú er komið nóg, sagði Kristófer og sló í borðið. Fyrst þið viljið ekki fara með mér, þá þýðir ekki að tala meira um það En það getið þið verið vissir um, að væri hún Karen mín ekki bundin yfir yngsta barninu, hefði hún áreiðanlega ekki hugsað sig tvisvar um. En er sem er, svo að því miður verður hún að vera kyrr heima. • Og þegar útséð var um það, að þeir Lúlli og Nikki myndu fást á „Noreg“, var samkvæminu slitið í skyndi. Það var ekki annað sýnna en gömul vinátta þeirra félaga væri úr sögunni. Þegar Kristófer var orðinn einn hjá konu sinni, sagði hann: — Þarna fór hálf önnur flaska af konjakki til einskis. Ég var ekki svo viti borinn, að ég grennslaðist fyrst eftir því, hvort hægt væri að koma tauti við þá, áður en ég fór að ausa í þá áfengi. Hjónin háttuðu eins og venjulega um kvöldið, en þeim varð óhægt um svefn* því að mannaleysið lá þeim báðum þungt á hjarta. Af gamalli og bitri reynslu vissu þau, hve erfitt var að fá háseta, sem liðtækir voru, því að seinni. árin var eins og þessar stóru, nýju skútur, þar sem aldrei var boöið annað en bezti mat ur, gleyptu hvern einasta mann, sem nokkur slægur var í. Það var svo sem ekki furða, þótt menn tækju niðursoðna mjólk og hrisgrjónagraut fram yfir trosið, sem étið var á „Noregi“. Og svo voru þeir með þennan fjanda, sem þeir kölluðu pikkles — eitt hvað ægilega fínt, sannkallaðan herramannsmat, í glerkrukk- um með myndum utan á. Nú orðið spurðu hreint allir um pikk- ies, og það var varla svo aumur lari'ur, sem bauðst í skiprúm, að hann hristi ekki hausinn, ef hann heyrði „Noreg“ nefndan og fæðið þar. Meðan Kristófer og Karen ræddu erfiðleikana, löbbuðu Lúlli og Nikki niður að vöruskemmunum ha.ns Andrésar Aagards. í leið- inni höfðu þeir litið inn hjá Reyni, og þar höfðu þeir fengið sina ákavítisflöskuna hvor og tvær flöskur af góðu öli. Þeir héldu á fram alveg fremst fram á bryggjuna, og þar var skorðaður gam all bátur, sem þeir fóru upp í. Þeg;ar þeir höfðu komið sér vel íyrir milli þóftanna og sopið duglega á ákavítinu og síðan skolað kverkarnar með ölinu, tók Lúlli til máls: — „Norska ljónið“ — það er moiri fjandans svarkurinn. Við vorum hræddir, sagði hún. Þeir Nikki og Lúlli horfðu báðir á stútinn á ölflöskunni og þögðu dálitla stund. Það lék einkennilegt bros um varir Nikka eins og ævinlega, þegar hann ætlaði að stríða félaga sínum dá lítið. — Ó-jú, hún sagði það víst. En það versta var, að þetta var ekki annað en heilagur sannleikur, þvi að auðvitað er það eina ástæðan til þess, að við viljum ekki ráða okkur hjá honum Kristófer. Við hefðum náttúrlega ráðið okkur umsvifalaust hjá honum, ef við værum ekki logar<di hræddir við að hætta okkur út á opið haf á lekakopp eins og: „Noregur" er. Nú fauk duglega í Lúlla. — Hræddir — ertu hræddur? Þa<5 hefði mér aldrei dottið í hug að þú þyrðir ekki á sjó á hvaða fleytu sem væri. — Nú jæja Þá hefir „Norska ljónið“ haft, rétt fyrir sér eftir allt saman. — O, haltu bara kjafti, bölvaður grobbarinn. Þú ert jafn hræddur sjálfur. Það var svo> sem auðfundið, þegar þú fórst að (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. r/r'SFvv» 7: w-nmn-------------• •• » — ■- .. ... —----— . ... . ■■■■■■iniw. ■■■■■ — „Nú skulum við taka lagið og syngja hvert með sínu nfcfi,“ sagði Hvíta-Dúfa. Ráku þau nú upp ógnarlegt org. Þegar þjófarnir heyrðu ópið fyrir utan, héldu þeir, að eitthvað væri á seyði og flýðu á brott og földu sig í skógi þar rétt hjá. Þegar Hvíta-Dúfa og félagar hennar sáu, að húsið var mannlaust orðið, fóru þau inn. Þau tóku peningana, sem þjófarnir höfðu verið að telja og skiptu þeim á milli sín. Síðan ætluðu þau að ganga til náða. Þá sagði Hvíta-Dúfa: „Hvar ætlar þú að sofa í nótt, boli sæll?“ „Ég ætla að sofa að hurðarbaki, eins og ég er vanur,“ sagði boli. „En hvar ætlar þú að sofa, Hvíta-Dúfa?“ „Ég ætla að sofa á miðju gólfi, eins og ég er vön,“ sagði Hvíta-Dúfa. „Hvar ætlar þú að sofa, seppi minn?“ „Ég ætla að hreiöra um mig við eldinn,“ sagði seppi. „En hvar ætlar þú að sofa, kisa?“ „í kertastokkunum,“ sagði kisa. „Þar kann ég bezt við mig. Hvar ætlar þú að sofa, hanatetur?“ „Uppi í rjáfrinu,“ sagði haninn. „Hvar ætlar þú að sofa, gæs mín góð?“ „Ég sef á sorphaugnum eins og ég er vön,“ svaraði gæsin. Þegar þau voru nýgengin til náða, kom einn þjóf- anna og gægðist á gluggana til þess að sjá, hvort allt væri með kyrrum kjörum í húsinu. Hann sá, að svo var. Gekk hann því inn til þess að ná sér í kerti úr kertastokknum, en þegar hann stakk hendimii nið- ur í stokkinn, læsti kötturinn í hann klónum. Hann náði nú samt í kerti og kveikti ljós. Hundurinn stóð þá á fætur, dýfði skottinu í vatnsfötu, sem stóð við eldinn, hristi síðan skottið framan í karlinn, og þá s’okknaði á kertinu. Þjófurinn fór nú að halda, að ekki væri allt með felldu í húsinu og hugðist nú leggja á flótta. En um leið og hann gekk fram hjá Hvítu-Dúfu, stangaði hún hann rækilega í bakhlutann. Haninn vaknaði nú og galaði hástöfum. Þjófurinn hljóp til dyra - og þá sparkaði nautið í hann. Loks komst hann út. Þá réðst gæsin á hann og lúbarði hann með vængjun- um. Hijóp hann nú sem fætur toguðu til skógar og bitti þar fyrir félaga sína, sem spurðu, hvernig farið hefði. — „O, það fór illa,“ sagði hann. „Þegar ég ætl- aði að fara að ná mér í kerti, kom maður og rak tíu hnífa í hendina á mér. Síðan gekk ég að arninum. Þar lá kolsvartur risi, sem jós vatni á kertið og slökkti á því. Þá reyndi ég að komast út, en annar risi lá þá á miðju gólfi og löðrungaði mig óspart. Sá þriðji var að hurðarbaki og fleygði mér út og leið heyrði ég, að smá- strákur kallaði til þeirra ofan af hanabjálkanum: „Send- ið mér hann hingað upp. Ég skal sjá fyrir honum“. Fyrir dyrum úti var skósmiður nokkur, sem barði mig eins og harðfisk með svuntunni sinni.“ Þegar þjófarnir heyrðu þetta, þorðu þeir ekki að sækja peningana. Hvíta-Dúfa og félagar hennar slógu því eign sinni á þá og lifðu á þeim til dauðadags. (Endir). Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihns. Mðursuðnverksmiðjja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og álls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyilstu nútímakröfum. * Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- tala um, að það sé annað að sígla alla leið til Svalbarða en lóna | samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.