Tíminn - 09.11.1945, Side 8

Tíminn - 09.11.1945, Side 8
u Þeir, sem vilja kyrma sér þjoðfélagsmát, innlerLci og útlend, jmrfa að lesa Dagskrá 8 REYKJÆVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 9. J\ÓV. 1945 85. blað Athugsemd Tíminn í dag gerir að um- talsefni réttarsætt út af verð- lagsbrotum Verzlunarfélags Borgarfjarðar, og telur hana hneykslanlega. Þar sem ég átti uppástunguna að því, að mál þetta yrði af- greitt með réttarsætt, vll ég taka þetta fram: Verðlagsstjóri kærði yfir of hárri álagningu á trjáviðar- sendingu, og reiknaði út í kæru sinni,. um hve mikinn ólögleg- an hagnað gæti verið að ræða á sendingum þessum. Við rannsókn málsins sann- aðist: a) að nokkuð af trjávið þess- um hafði eigi komið fram úr skipi, samkvæmt vottorði Eim- skipafélags íslands h. f.; b) að viðskiptamönnum hafði verið gefinn afsláttur á reikn- ingum vegna trjáviðarúttektar þeirra; c) að verulegar birgðir af trjáviðarsendingum þessum voru eftir, er kæran kom fram, og voru eftir það seldar með réltu verði. Er, samkvæmt réttarsættinni, hinn ólöglegi hagnaður reiknað- ur út í samræmi við þessar upp- lýsingar. Sektarupphæðina ákvað ég með hliðsjón af því, að fram- kvæmdastjóri hlutafélagsins var veikur, er trjáviðurinn var verð- lagður, og óvanir verzlunar- menn höfðu annazt álagning- una. Útreikning minn á hinum ó- löglega hagnaði bar ég undir verðlagsstjóra, og hafði hann ekkert við hann að athuga, og samþykkti þá skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, að rétt- arsætt yrði gerð í málinu. P. t. Reykjavík, 6/11. 1945. Jón Steingrímsson sýslum. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Athugasemd þessf staðfestir það, sem Tíminn hafði áður sagt, að dómsmálaráðuneytið hefir látið fara fram réttarsætt í umræddu máli. Sýnir það vissulega breytta afstöðu dóms- málaráðherrans siðan hann gerðist bandamaður heildsal- anna. Áður heimtaði hann rétti lega, að dómur gengi í smæstu verðlagsmálum, t. d. máli Jóns 'ívarssonar, en /nú fyrirskipar hann réttarsættir í margfallt stærri verðlagsbrotamálum. Tíminn endurtekur svo þá skoðun sína, að sú venja eigi að leggjast niður, að afgreiða stærri verðlagsmál, eins og t. d. þetta, með réttarsætt. Sam- kvæmt réttarsættinni felst fyr- irtækið á að greiða 13 þús. kr., sem óleyfilegan hagnað og 3 þús. kr. sekt. Hefði t. d. maður brotizt einhvers staðar inn og stolið 13 þús. kr., myndi honum ekki hafa verið sleppt með rétt arsætt. Og vitanlega eiga verð lagsbrot ekki að teljast annars eðlis en önnur þjófnaðarmál. Frv. um aukin framlög . (Framhald af 1. síSu) Er ^ér gert ráð fyrir hliðstæðri stofnun fyrir þéttbýlið eins og teiknistofa landbúnaðarins er nú fyrir sveitirnar, en hún hefir, eins og kunnugt er, mjög mikla þýðingu fyrir byggingarmál sveitanna og hefir sparað þeim stórfé. Með því að hafa teikni- stofu, eftirlitsmenn og bygg- ingameistara í þjónustu félag anna, má áreiðanlega spara verulegar fjárhæðir við bygg' ingu íbúðanna. Aðeins þessir kostnaðarliðir munu nema 8—10 þús. kr. á meðalíbúð í Reykja- vík og þaðan af meira. Bygg- • ingameistarar, sem hafa nokkur hús í smíðum í einu, geta haft um og yfir 200000 krónur í árs tekjur aðeins fyrir umsjón með smíði íbúðanna. Þessa kostn- aðarliði mætti án efa lækka mjög mikið með því að hafa fastráðna starfsmenn til.þess að sjá um þessi atriði tifygging- anna. 14. gr. frumvarpsins á að tryggja byggingarfélögum hlut- fallslegan rétt á innflutnings- leyfi og gjaldeyri til efniskaupa vegna íbúðarhúsabygginga. Verður að telja, að þetta ákvæði Blekkingar gerlafræðingsins hraktar (Framhald af. 1. síöu) 200.000 gerlafjölda gerilsneyddu mjólkurinnar og gerilsneyðing- arárangurs Mjólkurstöðvarinn- ár. Eins og skýrsla þessi sýnir er mjólkin í öllum tilfellum metin ,óaðfinnanleg,“ að undantekn- um þremur tilfellum, þar sem smávægilegar athugasemdir eru gerðar. Þó má geta þess, að sýnishorn það, sem ekki er talið nóg hitað, inniheldur að^ins 33.000 gerlafjölda í ccm, svo að ef gera á ráð fyrir, að þessi mjólk hafi innihaldið margar miljónir gerla fyrir gerilsneyðingu, hefir þó nokkuð áunnizt. Þá er rétt að geta þess hér, að >eilbrigðis- reglugerð sú er nú liggur fyrir, og bíður samþykktar, leyfir 100.000 gerlafjölda í ccm. í ger- ilsneyddri mjólk, en ofangreind sýnishorn innihalda aðeins nokkur. þúsund. Þegar umræddd skýrsla hefir verið athuguð er rétt að minn- ast orða gerlafræðingsins: „Blandaðá mjólkin sem Mjólk- urstöðin í Reykjavík hefir til gerilsneyðingar — verður að teljast eyðilögð og ónothæf vara“—. Sami maður dæmir sömu mjólk um leið og hún yfir- gefur Mjólkurstöðina „óaðfinn- anlega.“ Ætli mjólkurneytendur hefðu orðið mér þakklátir, hefðu þeir litla sem enga mjólk fengið í allt sumar, en Mjólkurstöðin á sama tíma haft nægri mjólk yfir að ráða, sem sá maður sem nú er orðinn lögskipaður eftir- litsmaður þessara mála, dæmdir óaðfinnanlega? Ástæða er til að geta þess hér, að heilbrigðisyfirvöld bæj- arins hafa fullan aðgang að Mj ólkurstöðinni á hverjum tíma, og hafa þau að sjálfsögðu not- fært sér það eftir þvl, sem þau hafa séð ástæðu til. Minnist ég ekki í eitt skipti að hafa fengið kvörtun eða aðfinnslu úr þeirri átt. Þá má einnig geta þess, að amerísku hernaðaryfirvöldin hér hafa haft Mj ólkurstöðina undir mjög ströngu eftirliti síð- an þau fyrst byrjuðu að taka héða'n mjólk, og minnist ég ekki heldur þess, að þau hafi i eitt skipti haft kvartánir fram að færa, heldur hafa þeir menn, sem þar hafa ábyrgir verið, far- ið mjög lofsamlegum orðum um mjólkina. Gerlafræðingurinn segir, að orðrómur leiki á að gerilsneydda mjólkin geymist illa. Ekki ber því að neita, að sá orðrómur hafi gengið, en ekki er það vísinda- mannslegt að ætla að sanna sitt mál með orðrómi, og það veit gerlafræðingurinn öllum betur, að þær kvartanir hafa ekki æf- inlega haft við rök að styðjast. Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur er sá maður, sem hand- gengnastur hefir verið mér í starfi því, sem ég hpfi leyst hér af hendi undanfarin ár, og sá maður, sem mest og bezt hefir stutt mig í því að halda þessu saman og ráða fram úr þeim erfiðleikum, sem oft hafa að steðjað. Hafi breytingar farið fram, hefir hann æfinlega verið með í ráðum. Hann veit líka að hér eru sömu vélar og óbreytt aðstaða frá þeim tíma, er Mjólk- urstöðin þurfti aðeins að skila 14.000 lítra mjólkurmagni dag- lega. Nú verða þessar sömu vélar og sama aðstaða að skila frá sér 32.000 ltr. mjólkurmagni daglega, og þegar tekið er tillit til þess, að síðastliðin fimm ár hefir ekki verið hægt að fá til þeirra nokkur varastykki til við- halds, má það teljast krafta- verki næst, að ekki skuli allt fallið saman fyrir löngu. En vonir standa til að nokkuð rakni (jatnia Síó úr verstu erfiðleikunum á því sviði áður langt líður, þar sém nauðsynlegustu varahlutir eru nú á leiðinni bæði loftleiðis og með næstu skipum. Þetta veit gerlafræðingurinn allt saman, og honum er líka allra manna kunnugast, hverja meðferð mjólkin fær eftir að hún yfirgefur stöðina, og af hvaða ástæðum ástandið í þess- um málum yfirleitt er eins og það er, við hvaða erfiðleika hefir verið að etja og þeim vonbrigð- um, sem orðið hafa. Má því segja að það komi úr hörðustu átt, þegar þessi maður heimtar löggildinguna tekna af mjólk- urstöðinni. Ekki er ég viss um, að húsmæður vildu heldur mjólkina í því ástandi, sem hún er, þegar hún kemur til Mjólk- urstöðvarinnar, heldur en þá mjólk, sem frá henni fer, en það yrðu þær að hafa, ef engin Mjólkurstöð væri starfandi, eða að öðrum kosti vera mjólkur- lausar. Mitt álit er því óbreytt frá því, sem verið hefir, að fyrst það bezta er ekki fáanlegt, þá sé að taka það næstbezta, og meö þeim ásetningi vinn ég við þetta hér eftir sem hingað til að gera það, sem ég álít réttast á hverjum tíma. Dagblöðin hafa haft um þetta mál stórar fyrirsagnir, og eitt blaðanna kemst þannig að orði að — „hér sé um að ræða eitt argasta hneykslismál sem upp hafi komið á síðustu árum“ - Þau hafa víst ekki verið mörg hneykslismálin í íslenzku þjóð- lífi siðústu árin fyrst þetta er það versta, en varla hefðu blöð- in hneykslazt minna, ef bærinn hefði verið mjólkurlaus, en Mjólkurstöðin haft næga mjólk* sem ábyrgir menn telja óaðfinn anlega. Pétur M. Sigurðsson. Vörumat Sigurðar Péturssonar á mjólk frá Samsölunni á tímabilinu 5/5—17/8. Feiti • Gerlafjöldi Cóli-titer Dags. Sýnishorn frá °/o Fosfat pr. i 1 ccm. Vio */100 í/1000 Mat 5/5 Mjólkurstöð útvigtun 3.40 9/5 )) )) 12.000 —- -f- -r- Óaðfinnanleg 12/5 n )) 3.50 4.000 -f- Óaðfinnanleg 14/5 )) 3.40- Hitun í lagi 17/5 » # ” 3.40 Hitun í lagi 19/5 )» w i )) 3.30 12.000 -V- -4- Óaðfinnanleg 22/5 n )) 3.40 13.000 f- -f- -f- Óaðfinnanleg 28/5 " » )) 4.000 -h -f- -f- . Óaðfinnanleg 31/5' )) )) 3.60 Hitun í lagi 6/6 )) )) 3.60 10.000 -T- -í- -f- Óaðfinnanleg 12/6 n n 7.000 -f- -f- Óaðfinnanleg 16/6 ))■ )) 4.00 Hitun í-lagi 21/6 )) 3.80 8.000 -f- -f- -f- Óaðfinnanleg 26/6 )) )> 3.85 (+) 33.000 f- -f- ' -f- Tæpast nóg hituð 29 6 )) » 2.700 -f- -í- -f- Óaðfinnanleg 4/7 » » 4.00 30.000 Hitun í lagi 6/7 )) ✓ )> *+ + - Hitun í lagi,spillist á eftir 26/7 » » 3.80 6.000 ~~ -r -r Óaðfinnanleg 28/7 )) » 4.00 Hitun í lagi 31/7 )) » 26.000 -r -r “T Ekki nóg hituð 4/8 )> » 3.80 Hitun í lagi 7/8 » » 3.90 2.300 -r -r Óaðfinnanlgg 11/8 71 n 3.85 Hitun í lagi 13/8 )) » 3.85 Hitun í lagi 17/8 )) » Óaðfinnanleg Við undirrituð vottum hér með að skýrsla þessi er að öllu rétt upp tekin. Ólafía Jóhannesdóttir. Helge Mogensen. eigi fullan rétt á sér, eins og innflutningsverzluninni er nú háttað. Mundi án efa sparast stórfé í efniskaupum, ef bygg- ingarfélögin keyptu sameigin- lega inn efnið í stórum stíl. Árangur laganna um verkamannalmstaðf «íí samvinnubyg’jí- ingar. í greinargerð frv. segir m. a.: „í öllum' menningarlöndum er það orðin viðurkennd þjóðfé- lagsleg nauðsyn, að hið opinbera veiti efnaminni stéttunum nokkra fjárhagslega aðstoð til þess að koma upp sómasamleg- um húsakynnum, sem eigi verði dýrari en svo, að fjölskyldum með miðlungstekjum sé fært að búa í þeim. Með setningu laga um verka- mannabústaði árið 1929 var af hálfu þjóðfélagsins stigið mik- ilsvert skref í þá átt að aðstoða hinar efnaminni stéttir í kaup- stöðum og kauptúnum til þess að eignast nothæf íbúðarhús. Eögum þessum hefir svo smátt og smátt verið breytt í þá átt að fullkomna þá aðstoð, sem lög- unum var upphaflega var ætlað að veita. Samkvæmt þessum lögum hafa nú verið stofnuð bygging- arfélög í niu kaupstöðum og örfáum kauptúnum. í árslok 1944 námu greiðslur ríkissjóðs og bæjarfélaga samtals 3.672.000 króna, þar af um % hlutar úr rikissjóði. Þá höfðu verið full- gerðar samkv. lögunum um 400 íbúðir og lánað úr byggingar- sjóðnum 9.174.000 krón. Enn- fremur voru þá í smíðum all- margar íbúðir, og að sjálfsögðu hafa talsvert margar íbúðir verið byggðar síðan. Kjör þau, er Byggingarsjóður verkamanna gefur kost á nú, eru: lánsupphæð 85% af bygg- ingarkostnaði, lánstími 42 ár, árgjald lána 2%; svarar það til 2.69% ársvaxta. Þar sem mest af byggingar lánunum eru fengin með 4% ársvöxtum er auðsætt, að veru- legur hluti af árlegum tekjum byggingarsjóðsins fer til að greiða vaxtamismuninn á bygg- ingarlánunum. Til aðstoðar af hálfu ríkisins við íbúðarbyggingar í þéttbýl- inu má og telja lög um bygging- arsamvinnufélög frá 1932. Er sú liðsemd þó mjög takmörkuð, þar sem einungis er gert ráð fyrir ábyrgð af hálfu ríkisins fyrir 60% af byggingarkostnaðinum Samkvsemt þessum lögum hafa verið stofnuð fjögur bygging- arfélög: í Reykjavík, á Akur- eyri, í Ólafsvík og Stykkishólmi Reykjavíkurfélagið hefir byggt 80 íbúðir og á auk þes:§ 40 í smíðum. Akureyrarfélagið hefir byggt nálega 20 íbúðir, og í Ó1 afsvík og Stykkishólmi munu vera nokkur hús í smíðum á veg' um félaganna.“ Þótt verulega hafi þannig á unnizt með lögunum um verka- RMDOM HARVEST með Greer Garson og Ronald Colman verður vegna fjölda áskorana sýnd kl. 9. Töfrasteiiuilnn (Passport to Destiny) Elsa Lanchester. Sýnd kl. 5 og 7. Vtjja Sí( 414 vmdamAlið MIKLA (Det brændende Spörgsmaal). Góð dönsk mynd. Aöalhlutv.: Poul Reumert, Bodil Kjær. Sýnd kl. 9. Bönnuð fyrir börn. Óveður í aðsigf. Spnnandi mynd frá New York í ófriðarbyrjun. Joan Benntt, Milton Berle. Sýnd kl. 5 og 7. Maðurinn minn Tómas P. Magnússon, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 5. þ. m. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstandenda. ÞURÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR. U R B Æ N U Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur var haldinn s. 1. föstudagskvöld í fé- lagsheimili V. R, Var fundurinn með fjölmennustu aðalfundum félagsins. Á fundinum kom fram. að K.R. hefir nú þrjú stórmál á prjónunum: íþrótta- hússsbyggingu, byggingu nýs skíða- skála i Hveradölum og vallargerð á íþróttasvæði sínu við Kaplaskjól. Er- lendur Péturss. var endurkbsinn form. Meðstjórnendur voru kosnir: Ásgeir Erindi um Jónas Hall- grimsson (Framliald af 1. siðu) stíl Jónasar. Má telja víst, að margir unnendur Jónasar muni fagna þessari útgáfu, því að fáum skáldverkum mun þeim þykja betur hæfa sk£autleg út- gáfa, en verkum Jónasar Hall- grímssonar. í tilefni af útkomu viðhafn- arútgáfu þessarar, hefir Helga- fell fengið Gunnar Gunnarsson skáld til að flytja erindi um Jónas Hallgrímsson í Gamla Bíó kl. 13.30 á sunnudaginn kem- ur. Erindi þetta nefnir Gunnar: Jónas Hallgrímsson og huldu- konan. Gunnar mun hafa samið það að mestu á síðastl. vori og er eflaust, að það muni vera hið snjallasta, því að Jónas Hall- grímsson hefir verið uppáhalds- skáld hans. Þórarinsson, Einar Sæmundss., Rann- veig Jónasdóttir og Þópður Pétursson. Pyrir voru í stjórninni: Baldur Jóns- son, Haraldur Matthiasson, Ólafur Þ. Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson. Endurskoðendur voru kosnir: Sigurjón Pétursson og Eyjólfur Leós. Nýr dansskóli. Næstu daga ihun ungfrú Sif Þórs opna hér dansskóla. Með ungfrúnni verður danskur maður, Kaj Smith. Skólinn mun verða til húsa í Þjóðleik- húsinu. Kenndir verða ýmsir sam- kvæmisdansar, stepp og ballett. • Sextugur Kraftaverk (Framhald af 1. síðu) annað séð en að hann sé nú orðinn heill. i Atvik þetta vildi til með þeim hætti, að Gísli var að hlusta á útvarpsmessu, sem séra Árni Sigurðsson flutti í Fríkirkjunni sunnudaginn 7. okt. Hann sat í herbergi sínu á Elliheimilinu ásamt herbergisfélaga sínum, sem er blindur maður. Blindi maðurinn bað Gísla að hækka í útvarpinu og staulaðist hann þá að því og hækkaði í því. Ein- mitt í því heyrir hann, að prest- urinn er að segja frá því, að Jesú hafi læknað lamaða menn. Gat Gísli þá allt í einu staðið óstuddur og einnig gat hann rétt úr krepptum fingrum á vinstri hendi, sem höfðu verið krepptir og óhreyfanlegir í mörg ár. Læknarnir geta ekki, eins og áður er sagt, skýrt þetta dularfulla fyrirbrigði, en sjálfur heldur Gísli því fram, að þetta sé ráðstöfun æðri máttarvalda til að bjarga við trúhneigð fólks. Hann' álítur, að fölk trúi ekki nema kraftaverk gerist, en nú hefir það gerzt. mannabústaði og samvinnu- byggingarfélög, er það ljóst, að árangurinn þarf að verða meiri og því hafa Framsóknarmenn lagt fram það frv., sem að fram- an greinir. Sextugur er á morgun Magn- ús Kjartansson málarameistari í Hafnarfirði. Magnús er Vest- firðingur að ætt, en gerðist far- maður á unga aldri og fór þá víða um heim. Síðan settist Magnús að í Haugasundi í Nor- egi, var þar í mörg ár og stund- aði málaraiðn. Þvínæst fluttist hann til Hafnarfjarðar og hef- ir búið þar síðan. Frá því Magnús fluttist til Hafnarfjarðar hefir hann ætíð átt mikinn og merkan þátt í félags- og menningarmálum bæjarins. Var hann m. a. um langt skeið einn hinn ötulasti foringi verkamannafélagsins Hlífar, átti lengi sæti i bæjar- stjórn og er meðal hinna fremstu brautryðjenda sam- vinnuhreyfingarinnar í Hafn- arfirði. Var hann lengst af for- maður Pöntunarfél. verkam.fél. Hlíf og síðan Hafnarfjarðar- deildar KRON. Fjölmörg önnur trúnaðarstörf hefir Magnús tekizt á hendur, þótt eigi verði þau rakin hér. Fyrir fáum árum stofnaði Magnús myndarlegt bílamáln- ingar- og viðgerðaverkstæði og starfrækir hann það ásamt Sveini syni sínum. Magnús Kjartansson er flest- um mönnum ötulli bardaga- maður fyrir hverju því máli er hann telur rétt vera, hrein- lundaður og hinn bezti drengur. Er því fullvíst, að þeir verða margir, sem þrýsta hönd hans eða senda honum hlýjar kveðj- ur á sextugsafmælinu. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.