Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1945, Blaðsíða 6
6 IÍ>11N\. föstMdaglim 9. »óv. 1945 85. bla3$ DATVARMINMNG: Þuríður Þorvaldsdóttir frá Melstað. Þann 17. okt. var til grafar borin Þuríður Þorvaldsdóttir, húsfreyja á Bessastöðum. Hún var fædd á Melstað 25. maí 1892. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir og síra Þor- valdur Bjarnason á Melstað. Var hann prestur þar til dánar- dags. Hann var mikill fræði- maður og mælt var, að hann kynni 18 tungumál. Átti hann bókasafn, sem flutt var frá Mel- stað eftir lát hans á átján hest- um. Af börnum séra Þorvalds mun þessi dóttir hans hafa verið lík- ust honum í skapgerð. En hæfi- leikar sem hans eiga erfiðara með að njóta sin hjá konum en karlmönnum. Hennar miklu gáfur hafa aldrei fengið að njóta sín. Strax á unga aldri ól hún í brjósti mjög ríka menntaþrá. Hún stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og síðar á kennaraskóla; gerðist kennari við barnaskólann í ísafirði og síðar í Sveinsstaðahreppi. Þar kynntist hún íyrri manni sín- um, Þorsteini Björnssyni. Þau eignuðust fjögur börn, og eru þau á lífi nema .yngsti sonurinn, sem hún unni mjög, dó á unga aldri. Samvistir þeirra Þuríðar og Þorsteins urðu ekki langar. Þau áttu ekki skap saman og skildu eftir nokkurra ára sambúð. Þá hugðist Þuríður að leggja stund á það starf, sem hún þráði mest, en það var hjúkrun. Hún byrja&i á hjúkrunarnámi en var neitað um réttindi hjúkr- unarkvenna vegna ólæknandi sjúkdóms í augnahvörmunum. Hún sagði mér frá þessu sem einu mesta áfalli í lífi sínu. Þegar ekkert varð úr hjúkr- unarstarfinu, tók hún aftur til við barnakennsluna og stundaði hana, þar til hún giftist eftir- lifandi manni sínum/Bjarna Björnssyni á Bessastöðum. Þuríður var fluggáfuð, vel menntuð og skemmtileg kona. Ég heyrði stundum til hennar, þegar hún kenndi i barnaskól^, á heimili mínu. Ég er viss um það, að sumir fslands-sögutím- arnir hennar hefðu verið full boðlegir í gagnfræðaskóla. Hún var heilsteypt islenzk kona, ör- lynd, viðkvæm og hjartagóð, skilningsgóð og viðkvæm fyrir kjörum annarra, bæði andlega og líkamlega. Oft hjúkraði hún veikum og sagði hún mér, að ekkert starf félli sér betur eða gæfi meiri gleði. Ég undraðist það, að henni, svo glaðnæmri konu, þætti svo skemmtilegt að vera hjá sjúkum. Þá sagði hún: Það er ekkert ánægjulegra en það, þegar mikið veikur sjúk- lingur er í afturbaata og snýr aftur til lífsins. Hún var mikill menntavinur, kirkj uvinur og bindindisvinurj og dró ekki dul á þær skoðanir sínar á mannfundum eða í heimahúsum. Vegna sinna and- legu yfirburða átti hún vini og kunningja méðal mennta- manna. Hún sagði mér frá því, að það hefðu heimsótt sig tveir menntavinir og andans menn. Ég undraðist að henni væri á- nægja í því, að fá heimsókn þessara manna, þegar hún hafði lítinn kost vista, sem sjálfsagðir þykja í hverjum mannfagnaði. Hún svaraði: „Ég bar á borð fyrir þá það bezta, sem ég átti til, svo reyndi ég að vera svo skemmtileg sem ég gat.“ Síðustu ár ævi sinnar þjáðist hún mjög af sjúkdómi þeim, er dró hana til dauða. Hún kvart- aði aldrei, en bar sinn kross. Við fráfall Þuríðar er stórt skarð höggvið í hóp húsfreyj- anna í Húnaþingi. Við söknum hennar og minnumst með þakk- læti. Hún unni mjög æskustöðvum sínum og •æskuheimili á Melstað. Nú er hún komin heim í kirkju- garðinn á Melstað. Fjölmenni það, sem mætti við jarðarför hennar, sýndi vinsældir þessarar ágætu konu. J. S. L. Þættir úr stjórnmálasögu (Framhald af 4. síðu) , mikilvægasta embættið í land- inu, hafði verið kjörinn dr. Raúl Menocal, fylgismaður dr. Graus, og jafnvel bróðir Batista, Fran- cisco, hafði fallið við borgar- stjórakosningar í einu af út- hverfum Havana. Batista og Saladrigas heim- sóttu Grau og óskuðu honum til hamingju með sigurinn. Síð- an hélt Batista ræðu af svölum. forsetahallarinnar og fór við það tækifæri mörgum orðum um það, hve mikil ánægja sér væri að því aö lúta eindregnum vilja fólksins. Bætti hann því við, að hvenær sem Kúbumenn óskuðu aftur eftir þjónustu sinni, væri hann reiðubúinn til þess að leggja krafta sína fram. Þessi síðustu orð þóttu samt dálítið tvíeggjuð, og var sumum ekki grunlaust um, að Batista kynni að ætla sér að hundsa þjóðarviljann, sitja kyrr í forsetaembættinu „vegna þjóðarnauðsynjar“ og efna til nýrra kosninga, er yrði hagrætt á þann hátt, sem honum kæmi bezt. En þessi grunur reyndist ástæðula!us, því að Batista hafði látið af embættinu og fengið hinum nýja forseta völdin í hendur áður en vikan var liðin. En það voru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu. Sendi- herra Bandaríkjanna á Kúbu hafði komizt á snoðir um það, að yfirmaður lögregluliðsins í landinu, Manuel Benitez hers- höfðingi, var að undirbúa sam- særi. Var ætlun hans að hand- taka bæði Batista og Grau og setja síðan á laggirnar einræði, er stutt væri með hervaldi — setjast annaðhvort sjálfur á forsetastólinn eða láta hinn handtekna forseta halda tign- inni að nafninu til og stjórna svo í hans nafni. Sú aðferð er alls ekki fátíð í Suður-Ameríku. En í þetta skipti mistókust i byltingaráformin. Braden gerði Batista aðvart, og Benitez var vikið úr embætti sínu og rekinn í útlegð til Miami. Fram til þessa hefir Batista reynzt lýðræðisstefnu sinni trúr. Það er engin ástæða til þess að gruna hann lengur um græsku, og ótrúlegt, að hann muni hér eftir seilast eftir einræði, sem sem hann hefir afsalað sér af frjálsum vilja. Ef til vill hefir hann þó ekki búizt við, að Grau og hreyfing hans myndi sigra stjórnarsinna í frjálsum kosn- ingum, en því fremur sýndi það einlægni hans að sætta sig við orðinn hlut, er kosningaúrslitin urðu kunn, tíar eð nóg voru fordæmin um það, að slíkar kosningar hefðu verið hundsað- ar, bæði á Kúbu og meðal ná- grannanna að sunnan. En hrós það, sem hann hefir hlotið fyrir afstöðu sína meðal engilsax- neskra manna er þá líka sára- bætur, ef honum hefir þótt fyr- ir þvi að leggja niður völdin. Hann óx í augum umheimsins og skapaði sér meiri frægð með þessum aðgerðum heldur en honum hefði auðnazt, þótt hann hefði setið langan aldur að völd- um. Þetta hefir hann líka ó- spart notað sér, því að hann hefir lengst af síðan verið á ferðalagi um Bandaríkin, flutt þar fyrirlestra og rætt við máls- metandi menn. Hann er enn að- eins tæplega hálffimmtugur, og má vel vera, að hann hugsi sér aftur til hreyfings í næstu for- setakosningum, sem fram eiga að fara að forfallalausu árið 1948. Stjórn dró Graus virðist ætla að verða einstæð í sögu Kúbu. Hann er mikill hugsjónamaður, en jafnframt gæddur mikilli lífsreynslu. Og hann virðist vera maður, sem býr yfir næg- um krafti til þess að gera hug- sjónir sínar að veruleika. LISTER Dieselrafstöðvar Eigum væntanlegar til landsins á næstunni hinar heimsfrægu töldum stærðum: 3 HK. 1.75 K.W. 32 Volta DC 5 HK. 3.0 K.W. 32 Volta DC 7 HK. 4.0 K.W. 110 Volta DC 7 HK. 4.0 K.W. 220 Volta AC 9 HK. 5.0 K.W. 220 Volta AC 10 HK 6.0 K.W. 220 Volta AC 14 HK. 8.0 K.W. 220 Volta AC 14 HK. 8.0 K.W. 110 Volta DC 18 HK. 10.5 K.W. 220 Volta AC 27 HK. 16.0 K.W. 220 Volta AC 38 HK. 22.0 K.W. 220 Volta AC LISTER dieselrafstöðvar Auk þess fáum við mjög ódýrar benzinrafstöðvar 750 Vatta, 1000 Vatta og 1500 Vatta 32 Volta DC. Athugið eftirfarandi: Að löng reynsla er fengin fyrir öryggi LISTER ljósavélanna. Að LISTER er útbreiddasta ljósavélin hér á landi. Að ávallt eru fyrirliggjandi nægar varahlutabirgðir í LISTER ljósavélar. Að LISTER er stærsti framleiðandi í heimi í litlum dieselvélum. VÉLASALAN H.F. _ ,t.,sui„,.K.i"'15401 2 Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Ifinci var furðulegur maOur. Hvar stm hann er nefndur í bóhurh, er ems og raenn skorti orO til þess aO lýsa atgerfi hans og yfirburOufn. I ,,Encycíopcedia Britanmca’* (1911) er sagt, u0 sagan nefni cngan mann, sem sé hans jafningt ó si-iAi visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzt tíl að afkaslo hundiaðasta parti af öllu þvi, sepi hann fékkst við Leonardo da Vina var óviðjafnanlegur málari. En hann var lika uppfinningamaður d viO Edison, eðlisfrœðingur, stanrðfrœðtngut, stjömufraðingur og hervélafraöingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, lífftrrafraði og stjómfraÖi, andlitsfall matma og fellingar i klœðnm athugaði hann vandlega. SÖngmaður var Leonardo, góOur og léh sjdlfur á hljóðfan Enn fremur 'ritaöí hann kyrutrin öll af dagbókum, en - list hans hef ir gef ið honum orðstír, sem aldrei deyr. Pesst bók trm Leonardo da Vtnci er saga nm manmnn, er fjölhafastur og afkasta■ mtstur er talinn allra manna. er sögur fara af. og etnn af mestu listamðnnum veraldQt. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. HJ? LEHFTUR, Reykjavík. FJALLIÐ EVEREST * er bók með stórfenglegum og hrífandi frásögnum um tilraunir manna til að komast upp á hæstu gnípu jarðar. Bókin skiptist í kafla sem hér segir: Fyrri hliiti: Baráttan við Everest I. þáttur: Hugmyndin vðerður til II. — Tilraunin III. — Lokaatlagan IV. — Árangurinn V. — Förin 1936 og framtíðarhorfur VI. — Þýzkir Ieiðangrar VII. — Brezkir leiðangrar VIII. — Fólkið, sem byggir Himalaya Síðari hluti: Himinfjöll IX. þáttur: Í faðmi náttúrunnar X. — Pílagrímsför til Himalaya XI. — Fjallið helga XII. — Undir stjörnum Höfundur: Sir Francis Younghusband. Þýðandi: Skúli Skúlason ritstjóri. Tuttuf/u off tvœr ffullfallcffur heUsíðu- ntffndir prtj&a bóhina. Verð í handi hr. 30.00. — Heft hr. 22.00. Fáist bókin ekkl í næstu bókaverzlun, getið þér pantað hana beint fra útgáfunni. Snælandsútgáfan h.f. Limlargötu 9 A. — Reykjjavík. — Sími 2353. Samvinnumenn! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ehhi að vátryffffja innbú yðar. Síldarsöltunarstöð á Skagaströnd Þar sem ýmsir hafa óskað eftir að fá aðstöðu til síldarsöltunar á Skagaströnd, óskar hafnarnefndin eftir leigutilboðum fyrir söltunarstöð fyrir allt að 25 þús. tunnu söltun, ásamt tilheyr- andi geymsluplássi og verkafólksíbúðum. í leigutilboðum sé framtekið leigugjald og skipafjöldi, sem aðilar hafa tryggðan til síldarupplags. Líklegt má telja, að stöðin verði ekki tilbúin til afnota fyrr en sumarið 1947. Nefndin áskilur sér tillögurétt um sameiningu umsækjenda í félagsskap, ef ástæða þykir til. Réttur er áskilinn um val og höfnun tilboða. Tilboðum sé skilað til hafnarnefndar Skagastrandar fyrir 1. janúar n. k. Ilafnarnefnd Skagstrandar. Orfoeh((iHg til innheimtumanna Tímans innheitntutnenn Títnans, setn ehhi hafa ennþá sent shilatfreinar fyrir þetta ár9 eru vinsatnleya beðnir að yera það hið allra fyrsta. IMHEIMTA TÍMAHS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.