Tíminn - 09.11.1945, Page 4

Tíminn - 09.11.1945, Page 4
4 TlMIMV. fföstiidagiim 9. nóv. 1945 85. blað § Hvernig miðar Þjóðleikhúsinu áfram? Rannsóknarráð ríkisins sýnir athyglisverðar kvikmyndir Þar sem mjög margir, bæði^ hér í Reykjavík og úti um land7 hafa mikinn áhuga fyrir Þjóð- leikhúsbyggingunni, og hvenær leikhúsið geti tekið til starfa, þykir mér vel við eiga, að gefa almenningi í fáum orðum vit- neskju um byggingarfram- kvæmdirnar. Byrjað var á byggingunni haustið 1928 og þá unnið til maíloka 1931, byrjað aftur í september 1931 og unnið til áramóta 1933 og var þá húsið að mestu leyti fullgert að utan. 1932 var skemmtanaskatturinn tekinn að láni af ríkisstjórninni, en fyrir hann var leikhúsið byggt til þess tíma. Eftir þetta var algert hlé á byggingaframkvæmdum og mun það aðallega hafa stafað af því, að miklir erfiðleikar voru að fá erlendan gjaldeyri. Einnig álíta margir málsmetandi menn, að þegar leikhúsið tæki til starfa, yrði rekstur þess stór útgjalda- liður fyrir ríkið, og þótt þeir, sem höfðu áhuga fyrir þjóðleik- húsmálinu, sýndu fram á, að húsið myndi bera sig, kom allt fyrir sama. Síðan hefir reynslan sýnt, hve stórt tjón það var, að húsið var ekki fullgert fyrir löngu, því að á undangengnum árum hafa slík hús gefið stór- miklar tekjur. Var svo ákveðið að hefja á ný byggingarframkvæmdir vorið 1944, þá kom í ljós, þar sem stírðið var í algleymingi, að ó- mögulegt var að ná í flest þau byggingarefni, sem nota þurfti í leikhúsið. Það eina, sem fékkst, var sement og timbur. Á þessum tíma var þó reynt að ná sambandi við þær verksmiðj- ur í Ameríku, sem framleiddu efni og muni til leikhúsgerðar. Önnur lönd voru algerlega lok- . uð, en alls staðar kom sama svar ið frá verksmiðjunum: „Við framleiðum ekkert af góðum leikhúsáhöldum meðari stríðið er. Þegar því verður lokið og jafnvægi kemst á aftur, er sjálf- sagt að athuga þetta mál“. Strax var byrjað á innanhúð- un, og henni er nú svo til lokið. Miðstöðin var pöntuð í apríl 1944, gegnum viðskiptaráð, það þótti öruggast fyrir fljóta af- greiðslu, en hún kom ekki hing- að fyrr en í lok júlímánaðar 1945 og hefir þessi dráttur á miðstöð- inni valdið miklum töfum á verkinu. Nú eru hitunartækin komin í húsið og það upphitað. Lokið er við að leggja alla skolp- og vatnslögn, en þvottaskálar og önnur hreinlætistæki er allt k^ypt, og byrjað að setja það upp. Öll ljósalögn er komin í húsið, nema á leiksviðið og í kjallara. Ljóslögn á leiksviðið og allur leiksviðsútbúnaður verður gerð- ur af sérfræðingi á því sviði. Áður en byrjað var á leikhúss- byggingunni, en allir uppdrættir að henni fullgerðir, var fenginn einhver bezti sérfræðingur á Norðurlöndum í leiksviðsútbún- aði til að gera uppdrætti að leiksviðinu, svo að vissa fengizt á því, að stærð leiksviðsins væri sem heppilegust. Þá va reinnig ákveðið að sérfræðingurinn kæmi hingað og hefði umsjón með^ framkvæmdum verksins. Nú er þessi maður látinn, og verður nú leitað til annars manns til að sjá um þetta verk. Á gólfi og tröppum anddyris og forstofu verða lagðar fægðar grásteinshellur, og er nú verið að vinna að þeim. Veggir for- stofu og anddyra verða í þriggja metra hæð, klæddir gljáðum silfurbergs- og hrafntinnuhell- um, og eru þær fullgerðar. Eitt af því, sem miklu máli skiptir, eru sæti leikhúsgesta. Hingað til hefir reynzt ógern- ingur að ná í góða leikhússtóla, og meðan þeir eru ekki fengnir, er ekki hægt að setja gólfin í áhorfendasalinn. Beztu stólaverksipiðjur í Ame- ríku sögðust ekki búa til veru- lega vandaða stóla meðan á stríðinu stæði. Við gátum fengið sams konar stóla og notaðir eru í kvikmyndahúsum, en ákveðið var að bíða heldur þar til unnt væri að fá þá stólategund, sem tíðkast að nota í beztu leikhús- um. Fyrir fáum dögum fékk ég loks vitneskju um, að við gætum átt von á að fá mjög góða stóla frá einni þekktustu stólaverk- smiðju í Ameríku. Ákveðið er, að klæða alla veggi áhorfendasalsins með viðar- þynnum, sem enn hefir reynst ógerningur að fá. Nú hefi ég alveg nýlega fengið sýnishorn af viðarþynnum frá Svíþjóð, sem ég tel líklegt að mætti nota. Efni, se mhæfir til þess að jafna hljóðburð í húsinu, hefir einnig verið mjög erfitt að fá, þó hefi ég fengið frá setuliðinu mikið af glerull, sem nota á til hljóðeinangrunar, og nú hefi ég von um að fá frá Ameríku hent- ug efni á þann hluta veggjanna, þar sem glerullin verður notuð, til að hylja hana. Bráðlega vonast ég eftir að fá frá Ameríku heppileg áhöld til að dæla lofti (heitu) í leik- húsið og hreinsa það. Ýmislegt vantar enn, sem ekki er unnt að segja um, hvenær fæst, og má þar til nefna vélar til að snúa leiksviðinu og dýpka og hækka hljómleikapallinn, lyftur og sérstök teppi á ganga, stiga og „Fojer“ o. s frv. Allur byggingarkostnaður til þessa dags er kr. 2.322,247,00. Leikfélagið verður 50 ára 1947, og vona ég, að það geti minnzt þessa afmælis síns í Þjóðleik- húsinu. Það er ef til vill ekki úr vegi að minnast á það, að ýmsir menn hér á landi hafa á þessum árum, sem liðin eru síðan byrj- að var að byggja leikhúsið, látið í ljós efa um, að gerð þess hent- aði nútíma fólki, eftir þeim kröfum, sem gerðar eru til leik- húsa í helztu menningarlöndum. Þessir menn segja, að íslenzka leikhúsið hafi of fá sæti, leik- húsið ætti að vera eins og stór fundarsalur og öll sæti á gólfi. Nú vill svo til, að Bretar eru í fyrsta sinn i sögu sinni að byrja á að reisa Þjóðleikhús í London. Það á ekki ap rúma nema 1200 leikhúsgesti, og þau eiga að vera auk sæta á gólfi, á tveimur pöll- um sem ná þvert yfir áhorf- endasalinn með fram bakvegg, nákvæmlega sama fyrirkomu- lag og i tilvonandi Þjóðleikhiisi okkar. Ég vona, að þessir óá- nægðu menn sætti sig betur við stærðina á okkar leikhúsi, þegar Bretar leggja ekki í að hafa nema 1200 sæti, mitt í heims- borginni, einnig það; að Bretar hafa sama aðalskipulag og við, og það í leikhúsi, sem verið er að byrja að byggja, eftir að stríðinu er lokið. Ég vil að síðustu geta þess, að sendisveit Bandaríkjastjórnar hér í Reykjavík, hefir boðizt til að greiða eftir því sem frekast er unnt fyrir nauðsynlegum efnisa(ðdráttum til leikhússins frá Bandaríkjunum. Er þetta mikils virði, því margt af tor- fengnustu efnum mun sennilega verða að koma vestan um haf. Þjóðleikhúsið hefir verið nokk- uð lengi á leiðinni og þarf engan að undra það, því að stórbygg- ingar hafa oft verið lengi í smíð- um og það hjá stærri þjóðum en íslendingum. Þyngsta áfallið i leikhúsmálinu er það, þegar vinir leiklistarinnar voru ofur- liði bornir á Alþingi 1932 og leik- hússjóðurinn sviptur öllum tekj- um sínum um margra ára skeið. Nú er þetta viðhorf breytt. Þjóð- in stendur nú samhuga um, að ! láta fullgera leikhúsið og ganga svo frá byggingunni, að hún verði í sem beztum notum. Nú mega vonir manna standa til, að leikhúsið verði fullgert á hálfrar aldar afmæli Leikfélags- ins. Guðjón Samúelsson. Síðastliðinn laugardag bauð Rannsóknarráð ríkisins alþing- ismönnum og fleiri gestum að sjá tvær kvikmyndir í Tjarnar- bíó. Hefir ráðið aflað þessara mynda frá Ameíríku, en þær fjalla um verkfræðileg efni, sýna magnesiumvinnslu úr sjó og jarðboranir eftir olíu. Á undan myndinni, sem fjall- aði um magnesiumvinnsluna, flutti Ásgeir Þorsteinsson efna- fræðingur stutt erindi og skýrði nokkuð frá aðferðum þeim, sem Ameríkumenn hefðu við það, að vinna magnesium úr sjónum og frá þeim risatækjum, sem til vinnslunnar þyrftu. Sagði hann að magnesium-framleiðslan í verksmiðju þeirri, er myndin sýndi, væru, um 50 smálestir á dag, en til slíkrar framleiðslu þarf að dæla geysilega miklu af sjó gegnum vélarnar og fjöl- breyttar efnabreytingar verða að vera búnar að eiga sér stað frá því að magnesium-efnið er aðskilið sjónum og þar til það er fullkomið. Á undan myndinni, sem sýndi jarðboranir eftir olíu, talaði í ísafold 26. september skrif- ar einhver krókarefur, sem kall- ar sig Z og gerir að umtalsefni skopgreinarkorn, sem ég sendi Timanum og birtist þar 11. sept- ember í haust. Þessi króka- refur, hvort sem J. Pá. sténdur á . bak við hann eða einhver annar ekki betri, tryllist og blæs að ritstjóra Tímans fyrir þau býsn að lána rúm í blaðinu fyrir greinarkornið. Ó, þið hræsnarar og krókarefir með þá heilögu vandlætingu! Ég finn mig knúðan til að senda Krókaref fáein orð, af því að hann fer með grófustu ó- sannindi, þar sem hann segir, að ég leggi að jöfnu Kvisling og Ólaf Thors. Ég bendi aðeins á, hvaða varnaraðferð Kvisling viðhafði. Hann gerðist hávær og brýndi róminn og allt, sem hann var sakaður um, þóttist hann hafa gert fyrir þjóðina og fósturjörðina. Hinar sömu eru varnir Ólafs. Ég neita því ékveðið, að ég hafi líkt þessum tveimur prýði- legum mönnum, að eigin áliti að minnsta kosti, saman á nokkurn hátt annan. Og er því málæði og vonzka Krókarefs Steinþór Sigurðsson magister. Jarðbor sá, sem myndin sýnir, er af svipaðri gerð og jarðborar þeir, sem hér hafa verið notaðir við að grafa eftir heitu vatni, aðeins stærri og mikilvirkari. Steinþór sagði frá því, hvernig hægt væri að finna út með mæl- ingum, hvar olían væri í jörðu áður en byrjað væri að bora eft- ir henni. Áður fyrr, meðan slík tæki voru ek£i þekkt, var það algengt, að ekki nema þriðja hver borhola gæfi árangur, og hækkaði það að sjálfsögðu fram leiðslukostnaðinn við olíuna að mun. Við jarðhitann verður að hafa aðrar aðferðir en við olíuna, sagði Steinþór, og það er óleyst verkefni, hvort unnt muni verða að finna aðferð' til þess að finna neðanjarðarhita. Hingað til hef- ir aðeins verið borað þar, sem jarðhiti hefir fundizt ofanjarð- ar, við hveri eða laugar. Voru báðar myndirnar mjög athyglisverðar og skýringar þær, sem gefnar voru við þeim, fróð- legar. , marklaust óþverrarugl, eins og vænta mátti, ef J. Pá. er höf- undurinn. Ég héfi enga löngun til að hafa neinn heiður af Ól. Thors, en vafasaman greiða tel ég, að refur þessi geri honum með því að segja, að hann eigi „langrík- asta þáttinn í því, að íslending- ar heimtu sjálfstæði sitt“. Jón Sigurðsson, Benedikt Sveinsson, Skúli Thoroddsen, Sigurður Eggerz, Gísli Sveinsson og marg- ir fleiri falla í skuggann hjá of- urmenninu Ól. Th. Þetta er mál- æði, sem enginn maður leggur eyru við, og sver sig í ætt við J. Pá. Eg læt þá útrætt um Kvisling. Ef Krókaref eða J. Pá. finnst Kvisling hafa tekið Ól. Th. sér til fyrirmyndar, þá skulu þeir eiga um það við hann en ekki mig og ritstjóra Tímans, og skamma hann, þótt dauður sé, en ekki mig. Hitt er satt, að ég kallaði Ól. Thors skýjaglóp. Það verður ekki útskafið, og við það verð- ur nú að setja, því að töluð orð verða ekki afturtekin. Ef J. P. er höfundur pistils- ins og ef hann er eitthvað óá- 350 nemendur í menntaskólanum á Akureyri Menntaskólinn á Tkureyri var settur síðastl. sunnudag. Sig- urður Guðmundsson skóla- meistari flutti setningarræðu og minntist meðal annars á á- fengisneyzlu. Kennsla er fyrir nokkru hafin í skálanum og stunda þar nú nám 350 nemendur. Tveir ný- ir menn hafa bætzt í kennara- hóp skólans, eru það þeir Guð- mundur Arnlaugsson stærð- fræðikennari og Friðrik Þor- valdsson, sem kennir í stað Páls Árdals, er nú dvelur við nám 1 Englandi. Nína Tryggvadóttir sýnir vestan hafs Ungfrú Nína Tryggvadóttir listmálari opnaði málverkasýn- ingu í New York, á vegum The New Art Circle, fimmtudaginn 1. nóvember 1945. J. B. Neumann stofnaði the New Art Circle í New York árið 1924, en áður hafði hann atarf- að sem listaverkasafnari og listaverkasali um fjórtán ára skeið í Berlín og Múnchen. The New Art Circle hefir sýnt listaverk eftir Marc Chagall, Lyone^ Feininger, Marcal Cro-” maire, George Grosz, Vasily Kandinsky, Paul Klee, Jose Cle- mente Orozco, Pablo Picasso, Georges Roault og marga fleiri. Njna Tryggvadóttir stundaði nám í Danmörku og Frakklandi. Hélt sýningu í nóv. 1942 í Reykja vík. Fór til New York 1943. Þar sá J. B. Neumann verk hennar og bauð henni að halda sýningu. Ungfrú Nína heldur því sýning- una í boði hans. The New Art Circle er til húsa í Fuller Building 41 East 57th Street New York. nægður við mig vegna þess, að ég kallaði hann málæðismann, þá er ég til viðtals heima alla daga. Að síðustu langar mig að spyrja hann: Á hvern ætlar hann að þurrka allan óþverrann úr ísafold í pistlum sínum og hinum fjölmörgu sorpgreinum, sem hann plantar út í dálka þess blaðs? Ætli hann það allt einum manni, vildi ég ekki þurfa að koma nálægt þeim náunga. Og sízt má slíkt skarta utan á sjálfum forseta sameinaðs al- þingis, þótt ýmislegt hafi vit- anlega þurft til titilsins og tign- arinnar að vinna. Ólafur bóndi. Stutt orðsending til Z láta fátækum bændum í té land, uxaeyki, sáðkorn og verkfæri til búskapar. Hann tók eignar- námi stóra rafveitu og lækkaði afnotagjöldin um hér um bil helming. Óduglega embættis- menn rak hann frá störfum, ef honum bauð svo við að horfa. Hann var jafnan í forsetaskrif- stofunum frá morgni til kvölds og var fús til að hlusta á óskir og tillögur hvers manns, en á hinn bóginn ósveigjanlegur, ef einhver leitaðist við að fá hann til þess að hnika eitthvaö frá réttlætiriu. Þannig aflaði hann sér bæði vina og óvina. í janúarmánuði 1934 svipti Batista hann völdum, og sagði skilið við bandamenn sína inn- an háskólahreyfingarinnar, þótt hann þættist á hinn bóginn enn fylgja sömu stefnu og í upphafi byltingarinnar. Réði hann nú einn öllu í landinu og tilnefndi menn á forsetastólinn eins og honum bauð við að horfa hin næstu sex ár. Sjálfur kallaði hann sig yfirhershöfðingja, og jók hann herinn svo ört, að hann varð á skömmum tíma tuttugu þúsund manns í stað átta áður. En Batista hafði jafnframt lag á því að nota her- inn til þess að hrinda fram ýmsum umbótamálum, svo sem stórauknu heilbrigðiseftirliti og nýbyggingu skóla og sjúkrahúsa. Pólitískum andstæðingum sýndi hann allmikið umburðarlyndi og leyfði þeim að starfrækja flokka — eftir að hann hafði tryggt sjálfan sig í sessi. Amerískum fjármálamönnum líkaði allvel við Batista. Hann gerði fátt til þess að auka fjöl- breytni atvinnuveganna á Kúbu og lét sér það í léttu rúmi liggja, þótt bandarískt fjármagn drottnaði yfir sykurræktinni og hefði utanríkisverzlunina alveg í sinni hendi. Hann tók einnig ný lán og greiddi gömlu lánin skilvíslega. Batista var sem sagt maður, sem kunni að aka segl- um eftir vindi. Sjálfur bauð hann af sér fremur góðan þokka, smár vexti og snarlegur, augun leiftrandi og dálítið ská- sett, er minnti á það, að hann var af Kínverjum kominn í ætt- ir fram, hárið hrafnsvart, hreyfingarnar kvikar og svip- brigðin ör. Sjálfmenntaður var hann, enda kominn af fátæku foreldri. Faðir hans hafði verið félítill garðyrkjumaður. III. Eftirmenn Graus reyndust Batista þó harla ótryggir. Ný leynihreyfing var mynduð í landinu með það takmark fyrir augum að steypa Batista af stóli og koma í framkvæmd hinni raunverulegu stefnuskrá gömlu leynihreyfingarinnar, sem mynduð hafði verið gegn Mac- hado. Og enn var háskólinn miðstöð hreyfingarinnar. Bat- ista svaraði með sama úrræðinu og fyrirrennari hans: hann lét loka háskólanum, þótt ekki beitti hann neinum sérstökum hörkubrögðum né ofsóknum. Samt sem áður taldi Grau tryggast að forða sér úr landi. Stjórnaði hann síðan stjórnar- andstöðunni erl. frá um skeið og skóf nú ekki utan af því, er hann var að lýsa spillingunni, mútuþægninni, óstjórninni og sérhagsmunastreitunni heima fyrir. Fólkið kvað hann rænt réttinum til flestra þeirra gagna og gæða, er landið hefði að bjóða, því að öll hin raunveru- legu völd væru í höndum auð- jarla, sem héldu fjármála- og viðskiptalífinu í greipum sér. Árið 1940 afréð Batista að breyta um aðferð. Hann ákvað að setjast sjálfur á forsetastól- inn í stað þess að ráða bak við tjöldin. Hann boðaði því til al- mennra kosninga og bauð sig fram. Höfuðandstæðingur hans var Ramón Grau. Enginn var þó í vafa um niðurstöðu þessara kosninga. Allt hafði verið búið svo í haginn, að einræðisherr- ann ynni með sæmilegum at- kvæðamun. Tveimur dögum eftir kosn- ingarnar réðust Japanir á Pearl Harbour, og Kúba varð stríðsað- ili. Flugæfingastöðvar voru sett- ar á stofn, gefin út lög um her- skráningu og ungir menn kall- aðir til vopna. Kúba bauð Bandamönnum hernaðarlegan stuðning, ef hans teldist þörf, og framleiðslu landsins var eftir megni breytt i það horf, sem vöruþörf Bandaríkjanna og hinna sameinuðu þjóða krafðist. Einkum var reynt að auka framleiðslu sykurs, grænmetis og einstakra málma, svo sem mangans, sem lítið hafði verið unninn þar fyrir stríðið. í staðinn létu Bandaríkin Kúbu í té tuttugu og fimm milljónir dollara til almenningsþarfa. Eftir að Batista var sjálfur setztur á forsetastólinn reynd- ist hann mun frjálslyndari en hann hafði áður verið. Þegar iíða tók að því, að kjörtímabil hans væri útrunnið, lýsti hann yfir því, að hann ætlaði sér að leyfa algerlega frjálsar kosn- ingar. Landsstjórnin skyldi á engan hátt leitast við að hafa áhrif á úrslit þeirra. Fáir lögðu þó trúnað á þetta. En árið 1943 kvaddi Batista helztu forustu- menn allra stjórnmálasamtaka í landinu saman til fundar og tjáði þeim enn á ný þessa á- kvörðun sína og óskaði eftir því, að þeir hæfu undirbúning að friðsamlegum og óhlutdrægum kosningum. Menn tortryggðu hann enn, en þá hótaði hann að leggja niður völd fyrirvara- laust, ef flokkarnir vildu ekki fyrir sitt leyti stuðla að því, að fram gætu farið lýðræðíslegar kosningar í landinu. IV. Grau hafði fyrst í stað hugs- að sér að berjast til valda í landinu með háskólahreyfing- una að bakhjarli. En á síðari ár- um hafði hugur hans aftur hneigzt æ meiri að lífeðlisfræði- legum og læknisfræðilegum efn- um. Á læknaþingi í Chicago var það viðurkennt, að hann og annar vísindamaður hefðu innt af hendi mjög merkilegt starf við að fullkomna áður reynda aðferð til þess að lækna krabba- mein í maga á vissu stigi með rafmagnsaðgerðum. Samt sem áður afréð hann að bjóða sig fram. íhaldsflokkarnir ákváðu að styðja Carlos nokkurn Saladri- gas, lögfræðing í Havana, við forsetakosningarnar. Batista lagði blessun sína yfir framboð hans, og margir fésterkir að- ilar urðu til þess að leggja stór- fé í kosningasjóð hans, enda stóðu öll helztu stórfyrirtækin í landinu einhuga á bak við hann. Útvarpið var óspart notað við kosningaáróðurinn, og kosn.- ingaloforð Saladrigas voru mörg og fögur. Grau beiti annarri aðferð. Hann boðaði til fjöldafundá í borgum landsins og ferðaðist fram og aftur. Varla var til svo lítið þorp, að honum fyndist ekki taka því að staldra þar og rabba við fólkið. Stefnuskrá hans var talsvert breytt frá því, ‘sem áður hafði verið. Nú vildi hann ekki gera hið bandaríska fjármagn umsvifalaust útlægt, heldur ætlaðist hann til þess, að fjármagnið færðist smátt og smátt á hendur Kúbumanna sjálfra. Þá eitt hundrað tutt- ugu og fimm skatta og tolla, er í gildi voru á Kúbu, hét hann að færa í einfaldara og samræmd- ara horf og gera mútur og sér- réttindi útlæg. Eftirlit með embættisrekstri skyldi stórauk- ið. Miklum endurbótum á sviði jarðræktarinnar hét hann einn- ig og eitt af mikilvægustu á- hugamálum hans var að koma upp Raupskipaflota og gera Kúbumenn sjálfbjarga á sviði utanríkisviðskiptanna. Loks lagði hann mikla áherzlu á samhyggð og samvinnu ame- rískra þjóða undir forustu Bandaríkj amanna. Það kom þegar í ljós, hver í- tök dr. Grau átti meðal þjóðar sinnar. Fólk b reiddi klæði á veginn, þar sem hans var von, og konur flykktust að honum með börn sín, er þær óttuðust að væru vanheil. Síðan á dög- um José Juliáns Marti, er kall- aður er postuli eyjarinnar og átti meginþáttinn í lokaupp- reisninni gegn Spánverjum, en féll í einum fyrsta bardagan- um, hafði enginn maður öðlazt slíka hylli. Batista hafði gefið út sér- stakar reglur, sem farið skyldi eftir við þessar forsetakosning- ar. Þar var hernum stranglega bannað að 'nafa afskipti af beim, bannað að beita mútum eða kúgun við kjósendur og fyrirskipað, að atkvæðagreiðsl- an skyldi vera leynileg og fara fram í einrúmi. Hann gætti bess líka stranglega, að þessum reglum væri fylgt og gerði þar engan mun meðhaldsmanna og andstæðinga. Menn voru mjög í vafa um, hvor aðilinn myndi bera sigur úr býtum. Sjaldan mun hafa verið veðjað jafn ákaft um kosningu á Kúbu sem þessa. En um hádegi daginn eftir kosn- ingarnar var byrjað að birta at- kvæðatölu£, og þá var þegar sýnt, að dr. Grau hafði unnið stórkostlegan sigur. Borgar- stjóri í Havana, en það er næst (Framhald á 6. síöu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.