Tíminn - 20.11.1945, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSIN G ASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Sími 2323
29. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 20. nóv. 1945
88. blað
Stjórninni falið að hefja samn-
inga um flugvellina
Þingsályktunartillaga frá Gísla Sveinssyni.
Gísli Sveinsson lagffi fram á Alþingi í gær tillögu til þingsá-
lyktunar þess efnis, að teknir yrðu upp samningar við Banda-
ríkjamenn og Breta um flugvellina og önnur mannvirki, er þess-
ar þjóðir hafa gert hér á stríðsárunum og enn hefir ekki verið
ráðstafað. Er það ekki vonum fyrr, að fram kemur tillaga um
þetta mál, en þess mun hafa verið vænzt í lengstu Iög, að
stjórnin hefði forgöngu um þetta mál og þess vegna hefir því
ekki verið hreyft á Alþingi fyrr.
Bílfært til Austfjarða
Um seinustu helgi komu hing-
að bílar alla leið frá Seyðisfirði
og Reyðarfirði. Hefir TSminn
átt tal við nokkra þeirra, sem
komu með þeim, og segja þeir
vegina hafa verið hina beztu
alla leið vestur að Holta-
vörðuheiði. Snjór var hvergi til
hindrunar á fjallvegum og sást
yfirleitt ekki, nema lítilsháttar
á Möðrufjallgarðinum.
Það mun ekki hafa komið
fyrir áður síðan bílar fóru að
ganga, að leiðin milli Akureyrar
og Austurlands hafi verið fær á
þessum tíma og að jafnaði
munu bílferðir hafa fallið nið-
ur á þeirri leið um mánaðamót-
in sept.—okt. Tíðarfar hefir
verið óvenjulega gott á Austur-
og Norðurlandi í haust.
Kjötþungi sláturfjár-
ins minni en í fyrra
Formaður Búnaðarráðs hefir
nýlega birt skýrslu um slátrun-
ina í haust, eða fram til 1. þ. m.
Samkvæmt henni hefir verið
slátrað 345 þús. dilkum og nem-
ur kjötþungi þeirra 4783 smál.
(Framhald á 8. slðu)
Tillaga Gísla, sem er flutt í
sameinuðu þingi, hljóðar á
þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni aff leita samkomulags
viff hlutaffeigandi ríki um meff-
ferð flugvalla og annarra mann-
virkja, sem herstjórnir Breta og
Bandaríkjanna hafa látiff gera
á íslandi undangengin styrjald-
arár og eigi hefir þegar veriff
ráffstafað.“
í greinargerð frv. segir: „Eigi
er vitað, að nein fullnaðará-
kvörðun hafi enn verið tekin
milli íslenzkra stjórnarvalda og
hlutaðeigandi erlendra aðila
um frambúðar meðferð á hinum
miklu flugvöllum og öðrum
meiri háttar hernaðarmann-
virkjum, sem hinar brezku og
amerísku setuliðsstjórnir létu
gera hér í landi á styrjaldarár-
unum, en að því hlýtur að reka,
að hugsa þurfi fyrir nokkrum
ráðstöfunum þar að lútandi af
hálfu íslendinga eigi síður en
hinna, er að þessu teljast eig-
endur. Er og tvennt til, að mik-
|ils mun þykja hér við þurfa,
!þegar á allt er litið, og eins, að
eigi mun tjóa að láta slík mál
reka á reiða alls kostar eða út í
gersamlega óvissan tlma, því
að eigi er fremur sýnt, að far-
sællega leysist síðar. Ber ríkis-
stjórn að hafa hér forgöngu um
með atbeina Alþingis, enda á
það treyst, að hvorugt skorti
(Framhald á 8. síðu)
Fyrsta danska skipið kemur
hingað eftir stríöslokin
Fyrsta danska skipiff, sem komiff hefir til íslands, síffan styrj-
öldinni lauk, kom til Reykjavíkur um kl. 9 síðdegis á laugardag.
Var þaff skip Sameinaöa gufuskipafélagsins danska, Dronning
Alexandrine. Meff skipinu komu 155 farþegar til Reykjavíkur.
Um þriffjungur þeirra voru íslendingar, hitt voru flest Danir,
sem eiga affstandendur hér á landi, og fólk, sem kemur hingað
aff leyta sér atvinnu.
Tíðindamaður blaðsins átti tal
við skipstjórann og fáeina af
farþegum skipsins, áður en það
lagðist að bryggju í Reykjavík.
Séra Frikrik Friksson,
sem var meöal jarþega með Drottn-
ingunni.
Séra Friðrik Friðriksson var
sá fyrsti, er tíðindamaðurinn
hitti að máli. Hann segir að sér
sé ekki mikið gefið um blaða-
menn, það er að segja, hann vill
ekki láta þá hafa mikið eftir
sér, en fæstir hlýðnast honum
í því efni. Daginn sem Dronning
Alexandrine lagði af stað frá
Kaupmannahöfn birtist geysi-
mikil grein og vinsamleg i
Kristilegu dagblaði í Kaup-
mannahöfn, sem er viðlesið og
áhrifamikið blað í Danmörk. ::
þessari grein er rætt um starf
séra Friðriks meðal dansks
æskulýðs og þau orð látin falla,
að starf hans í Danmörk sé
ekki gleymt.
Séra Friðrik vissi varla, að
þessi grein hefði verið skrifuð
og gátu tíðindamenn íslenzku
blaðanna frætt hann um það.
Hann er hraustur og léttur í
spori og segir að sér hafi liðið
vel styrjaldarárin, þótt margt
hafi verið öðruvísi en æskilegt
hefði verið. Hann segist hafa
(Framhald á 8. síðu)
Enn nöldrar Mbl. um mjólkurmálið:
Þannig hyggst þaö að dylja eftirlits- og aðgerða-
leysi bæjarstjórnar í matvælamálum bæjarins
Fyrsta brezka flugsprengjan
Bretar hafa með aðstoð þýzkra vísindamanna gert tilraunir með fiug-
sprengju Þjóðverja, sem gengur undir nafninu V-2, í nánd við Cuxhafen
í Þýzkalandi. Hafa þeir nýlega skotið fyrstu flugsprengjunni úr skotstöð,
sem hefir verið útbúin þar, og var hún látin falla niður í Norðursjóinn.
Sprengjan var 14 smál. þung og 15 m. löng. Þegar henni var hleypt af sfað,
fylgdi langur eldblossi á eftir henni, og mikill loftþrýstingur var í ná-
grenninu. í fyrstu fór hún heldur hægt, en síðan jókst hraðinn snögg-
lega og er talið að hann hafi verið 4800 km. á klst. Meðfylgjandi mynd
var tekin rétt eftir að sprengjunni hafði verið hleypt af stað. Tilraunir
Breta þykja benda til, að hægt muni vera að finna upp slík flugskeyti,
sem hægt sé að láta fara umhverfis jörðina.
Sigurður Eggerz, fyrrum
forsætisráðherra látinn
Bæjarbúar munu þakka íhaldinu fyrir
úldna fiskinn í næstu bæjarstjórnar-
kosningum
Morgunblaðiff reynir aff halda áfram hernaffi sínum í mjólkur-
málunum, enda er þaff ekki margt, sem þaff hefir til að skrifa
um fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. En hér, eins og oftar, hefir
þaff verið seinheppiff, því aff sé nokkuff hæft í skrifum þess um
skemmda mjólk, sem seld hafi veriff í bænum, lendir affalsökin á
Sjálfstæffisflokknum. Hann hefir haft meirihluta í bæjarstjórn-
inni, en þaff er hún, sem setur reglur um heilbrigðis- og matvæla-
eftirlitið í bænum og á aff sjá um, aff því sé framfylgt. Mbl. getur
ekki bent á, aff bæjarstjórnarmeirihlutinn hafi gert neitt til að
sinna þessu verkefni, og bætist þá hér nýr liffur við syndaregistur
hans, sem þegar var orffiff nógu langt.
Sigurður Eggerz, fyrrum for-
sætisráðherra, lézt á Landakots-
spítala að morgni hins 16. þ. m.
Hafði hann fengið mein í ann-
an fótinn, svo að taka varð hann
af og diró það hann til dauða.
Síðar um daginn var fráfalls
hans minnzt í sameinuðu Al-
þingi og flutti forseti þar eftir-
farandi minningarræðu:
Rit um tryggingar
Tímanum hefir borizt fyrir
nokkru mikið rit um almanna-
tryggingar á íslandi. Fjallar það
um skýrslur og tillögur um
tryggingar, heilsugæzlu og at-
vinnuleysismál, sem þeir Jón
Blöndal hagfræðingur og Jóhann
Sæmundsson læknir hafa tekið
saman. Tildrögin til þessa starfs
eru nefndarskipun, sem ákveðin
var af Jóhanni Sæmundssyni,
þegar hann var félagsmálaráð-
herra. Hefir hér bersýnilega ver-
ið unnið mikið og merkilegt
starf, sem verða mun grund-
völlur að framtíðarlöggjöf um
þessi mál. Þess er enginn kostur
að segja frá því, nema í löngu
máli, og mun það síðar verða
gert hér í blaðinu.
„Sigurður Eggerz fæddist á
Borðeyri 28. febrúar 1875, son-
ur Péturs Eggerz kaupmanns
þar og konu hans Sigríðar Guð-
mundsdóttur bónda á Kollsá
Einarssonar. Hann útskrifað-
ist úr lærða skólanum i Reykja-
vík 1895 og tók lögfræðipróf
við Kaupmannahafnarháskóla
1903. Árið 1905 var hann um
hríð settur sýslumaður í Barða-
strandarsýslu, en árið eftir
varð hann aðstoðarmaður í
stjórnarráðinu. 1907 var hann
um tíma settur sýslumaður í
Rangárvallasýslu. Árið eftir,
1908, var hann settur sýslumað-
ur í Skaftafellssýslu, og var hon-
um veitt sú sýsla á sama ári.
Sumarið 1914 varð hann ráð-
herra íslands, en tók lausn frá
því embætti 1 maí árið eftir, og
var síðan á sama ári skipaður
sýslumaður í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, en bæjarfógeti í
Reykjavík varð hann 1917,
fyrst settur og síðan skipaður.
Á sama ári varð hann fjármála-
ráðherra í ráðuneyti Jóns
Magnússonar og gegndi því em-
bætti til 1920. Þá varð hann
framkvæmdastjóri í Smjörlík-
(Framhald d 8. síðu)
Vanrækzla
bæjjarstjórnariimar.
Bæjarbúum kemur það að vísu
ekkert ókunnuglega fyrir sjónir,
þótt það upplýsist, að bæjar-
stjórnin hafi verið aðgerðalaus
í því að hafa eftirlit með mjólk-
ursölunni og vinna þannig að
endurbótum, sem þar kynni að
vera þörf. Bæjarbúar hafa
nefnil. fyrir augunum svo mörg
dæmi þess, að heilbrigðis- og
matvælaeftirlit bæjarstjórnar-
innar eru í fullkomnustu van-
rækzlu, þar sem þörfin fyrir
það hefir þó verið margfallt
meiri en í sambandi við mjólk-
ursöluna. Má t. d. nefna brauð-
gerðirnar og brauðverzlanirnar,
og þó sérstaklega fisksöluna.
Brauðgerðirnar eru margar í
lélegu húsnæði og ekkert mun
fylgst méð því, hvernig hrein-
læti og vöruvöndun er þar hátt-
að. Brauðasalan fer fram í mis-
jafnlega þriflegum húsakynn-
um og brauðin velkjast þar alla
vega og eru handleikin af mis-
jafnlega hreinlegu afgreiðslu-
fólki. Um fisksöluna er það að
segja, að margar fiskbúðirnar
eru langt neðan við það, sem
leyfilegt myndi talið annars
staðar, og þó er það enn verra,'
að oft fæst þar ekki nema
skemmd pg lítt ætileg vara.
Fisksalarnir verða þó tæpast á-
sakaðir um það, því að þeir eiga
oft ekki kost á því,að hafa skárri
vöru á boðstólum. Úr þessum
stóra ágalla verður ekki bætt
fyrr en bæjarstjórnin gerir ráð-
stafanir til að tryggja bæjar-
búum nýjan og heilnæman fisk,
t. d. með því að semja um það
við ákveðin útgerðarfélög, að
þau annist fiskveiðar fyrir bæ-
inn, og að koma upp nýtízku
fisksölumiðstöð. Það hefir
bæjarstjórnin 1 alveg van-
rækt, þótt Framsóknarmenn
hafi margsinnis flutt tillögu um
það í bæjarstjórninni. Vegna
þessarar vanrækzlu bæjarstjórn-
arinnar hafa Reykvíkingar orð-
ið að búa við það ófremdar-
ástand ár eftir ár að eta oft
og tíðum úldinn og skemmdan
fisk, þótt ein beztu fiskimið
heimsins séu hér rétt utan við
landsteinana.
Mbl. ber sína elgin
meim.
Það er til að breiða yfir þenn-
an og annan slóðaskap bæjar-
stjórnarinnar, sem Mbl. hefur
nú upp sinn gamla söng um
skemmda og lélega mjólk, sem
hér sé á boðstólum, og reynir.að
skella þeirri skuld á Framsókn-
armenn yfirleitt. Mbl. gætir
þess ekki, að með þessum á-
róðri sínum ber það þó ekki síð-
Utvegsmenn styðja
frv. um Fiskimálasjóð
Á nýloknu f jórðung-sþingi
Fiskidcildar Norðlcndingafjórð-
ungs var eftirfarandi tillaga
samþykkt um fiskimálasjóðsfrv.
þeirra Eysteins Jónssonar og
Björns Kristjánssonar:
„Fjórðungsþingið skorar á
Fiskiþing, að styðja af alefli
frumvarp til laga um fiskimála-
sjóð, markaðsleit sjávarafurða,
útflutning á fiski o. fl., sem fyr-
ir Iiggur á Alþingi.“
Þá var skorað á Fiskiþingið
að beita sér fyrir því, að Al-
þingi samþykki frv. Péturs
Ottesen um að Fiskifélaginu
verði falin störf Fiskimála-
nefndar.
ur sína eigin menn, því að allt
sem það ásakar Framsóknar-
menn fyrir í þessu sambandi,
bitnar ekki síður á mörgum
helztu forvígismönnum Sjálf-
stæðisflokksins. Jakob Möller
átti sæti í Mjólkursölunefnd,
sem stjórnaði Samsölunni fram
á mitt árið 1943,og er ekki kunn-
ugt um, að hann hafi beitt sér
þar fyrir neinum sérstökum
endurbótum. Síðan hafa Ólafur
Björnsson og Einar Gíslason átt
sæti í stjórn Samsölunnar og
er ekki kunnugt um, að þeir
hafi iiaft neina sérstöðu þar í
þessum efnum. Hins vegar er
það kunnugt, að Thor Thors
sendiherra hefir haft aðalmilli-
göngu um útvegun véla í Mjólk-
urstöðina frá Ameríku, en Mbl.
reynir nú að gera það að meg-
inárásarefni, að ekki hefir tek-
izt að fá vélar þaðan.
Loks kemur svo það höfuðat-
riði, að hafi mjólkin verið eins
skemmd og léleg og Mbl. vill
vera láta, bitnar þyngsta sökin
vitanlega á bæjarstjórnarmeiri-
hlutanum í Reykjavík, sem átti
að sjá um, að heilbrigðiseftir-
litið með mjólkinni væri í lagi.
Vonandi fer Mbl. ekki að kenna
hann við Framsóknárflokkinn,
Framsókiiarmcim
hafa liaft forustn
um umhæturnar.
Þegar á þetta er litið, geta
Framsóknarmenn látið sér á-
rásir Mbl. í léttu rúmi liggja.
Enn mikilvægara er þó samt
það, að allar þær umbætur,
sem orðið hafa í þessum efnum,
má rekja til gerða Framsóknar-
manna. Baráttu þeirra er það
að þakka, að tekizt hefir, þrátt
fyrir mikla erfiðleika, að tryggja
Reykvíkingum nokkurn veginn
(Framhald á 8. síðu)