Tíminn - 20.11.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 20.11.1945, Qupperneq 2
2 TÍMIMV, þriðjndaginn 20. nóv. 1945 88. blað Þri&judagur 20. nóv. Fimmta herdeildin Þann 7. þ. m. var mikið um dýrðir hjá einum stjórnmála- flokki landsins — Sósíalista- flokknum. Hann boðaði til há- tíðafunda 1 helztu samkomu- sölum höfuðstaðarins og hvar- vetna út um land, þar sem því varð komið við. Blöð hans voru fleytifull af væmnustu lofgrein- um og flokksforingjarnir voru prúðbúnari þennan dag en nokkurn annan dag á árinu. Hafði einhver merkilegur at- burður í sögu íslands, sem sér- stök ástæða var til að minnast, g,erzt þennan dag? Var verið að miijnast íslenzkrar frelsisbaráttu og lofa þá glæsilegu árangra, sem þar hafa náðst? Nei, tilefni þessara miklu há- •tíðahalda var ekki neitt þess konar. Tilefnið var það eitt, að á þessum degi var 28 ára afmæli rússnesku byltingarinnar. Það var að sönnu merkur og þýð- ingarmikill atburður fyrir þá þjóð, þar sem hann gerðist, en fyrir aðrar þjóðir er jafn lítil ástæða til að minnast hans með sérstökum hátíðahöldum og t. d. stofnunar kínverska lýðveld- isins eða annarra lýðvelda þar austur frá, er leyst hafa ein- ræðisherra af hólmi. Með slíkum hátíðahöldum og feginslátum í tilefni af minn- ingardegi erlends ríkis, er því vissulega sýndur sá fullkomn- asti undirlægjuháttur, er hugs- ast getur. Slíkt geta þeir einir gert, sem eru andlega háðir hlutaðeigandi ríki og telja sig hafa skyldur að rækja við það eins og það væri sjálft föður- landið. Annars myndu þeir ekki gera minningardag þessa ríkis að mesta hátíðardegi ársins. Menn þurfa ekki heldur að efast um, • að þessu er þannig raunverulega varið. Fyrir ligg- ur frá helzta valdamanni þessa flokks tilvitnun í ummæli kom- múnistaforingjans Dimitrofs, sem hann telur að eigi að vera leiðarljós allra sannra kommún- ista. Þau ummæli eru á þá leið, að prófsteinninn á heiðarleik hvers sósíalista og verkalýðsfor- ingja, sé afstaða hans til Sóvét- ríkjanna. Afstaðan til Sóvét- ríkjanna á m. ö. o. að genga fyrir afstöðunni til síns eigin lands. Þetta er röskstutt með því, að sigur kommúnismans sé kominn undir gengi Sóvétrikj- anna eða m. ö. o. að þau verði þess megnug að koma sem eins- konar frelsarar, líkt og þau gera nú í Balkanlöndunum. Þegar á þetta er litið, hlýtur það að dæmast sem skoplegast öfugmæli, er þessi sami flokkur telur það fyrsta og helzta verk- efni sitt á nýloknu flokksþingi sínu „að fylkja þjóðinni til bar- áttu fyrir sjálfstæði fslands"! Hverjum meðalgreindum manni má vera ljóst, að slík* barátta flokksins miðast við það eitt, sem Rússum er þóknanlegast á hverjum tíma, eins og barátta hans gegn hervernd Banda- manna fyrstu stríðsárin og svo barátta hans fyrir stríðsþáttöku íslands í ófriðarlokin eru ljósust merki um. Sú barátta, sem hann mun heyja undir yfirskyni ís- lenzks sjálfstæðis, mun fyrst og fremst verða háð fyrir rúss- neska hagsmuni og yfirdrottn- unarstefnu. Þetta verður þjóðin að gera sér ljóst. Hún má ekki glepjast af fagurgala mannanna, sem sýna svo raunverulegt innræti sitt með því að gera 7. nóv. að mesta hátðisdegi ársins. Hún verður að gera sér ljóst, að eins og forustu Sósíalistaflokksins er háttað í dag, er hann ekkert annað en fimmta herdeild Rússa á íslandi. Verkfallið • Á öðrum stað hér í blaðinu er birt skýrsla frá Eimskipafé- lagi íslands, er fjallar um sjó- mannadeiluna. í skýrslunni er m. a. gerður samanburður á grunnkaupi háseta og kyndara á íslenzkum kaupskipum ann- ars vegar og enskum, sænskum, úíiatianai Húsgagnaverðið. Upplýsingar þær, sem nýlega birtust i Tímanum um hús- gagnaverð í Svíþjóð, hafa vakið mikla athygli. Þær sýndu, að húsgögn eru í mörgun tilfellum tíu sinnum dýrari hér en þar. Af þessu má gleggst marka, að ýmsar atvinnugreinar eru langtum ver staddar í þessum efnum en landbúnaðurinn, þótt sá söngur sé stöðugt sunginn í blöðum kommúnista og ýmsum íhaldsblöðunum, að hann sé eini íslenzki atvinnuvegurinn, sem ekki þoli verðsamanburð við hliðstæða erlenda atvinnu- vegi. Það er að vonum margt um það rætt, hvernig bæta eigi úr því vandamáli, sem þetta pán- dýra húsgagnaverð er. Það hefir verið rætt um stórfelldan inn- flutning á húsgögnum og lækk- un verndartollsins og virðist slíkt vissulega eiga rétt á sér, ekki sízt þar sem skortur er nú á húsgögnum. Þetta á þó ekki að vera framtíðarlausnin, því að æskilegast er að við smíðum húsgögn okkar sjálfir. Það, sem þarf að gera, er að lækka dýr- tíðina og með því framleiðslu- kostnaðinn innanlands og gera jafnframt ýmsar endurbætur á húsgagnaiðnaðinum, því að vafalaust stendur þar sitthvað til bóta eins og á öðrum sviðum. Þegar svo er komið, mun það sannast, að íslenzki húsgagna- iðnaðurinn er vel samkeppnis- fær atvinnugrein. „Lýðræði“ Titos og Mbl. Nýlega fóru fram kosningar í Jugoslavíu. Þær fóru fram með þeim hætti, að flokkarnir, sem vildu taka þátt í þeim, urðu að standa saman að einum lista, hversu ósammála, sem þeir ann- ars voru. Þeir, sem ekki vildu vera á listanum, voru stimpl- aðir fasistar og landráðamenn. Þetta er ekki ósvipað og hjá Mbl., sem hélt því fram allan síðastl. vetur, að flokkarnir ættu allir að standa saman að ríkisstjórn, hversu mikill sem skoðanamunurinn væri, og þeir, sem skærust þar úr leik, væru vandræðamenn og þjóðníðingar. Þótt Mbl. fordæmi „lýðræði“ Titos nú grimmilega, er vissulega ekki mikill munur á því og „lýð- ræðinu,“ sem það var að predika í vetur. Offramleiðsla Kiljans. Kiljan birti nýlega eina af landbúnaðardellum sínum í Þjóðviljanum og helt því þar fram, að hér væri offramleiðsla á kjöti, en það mun víst eiga að þýða, að hér sé framleitt meira kjöt en landsmenn hafi þörf fyr- ir. í tilefni af þessu væri fróðlegt, ef Kiljan vildi rökstyðja þessa fullyrðingu sína með því að til- greina, hvað heilsufræðingar telja hæfilega kjötneyzlu á mann og reikna síðan út, hver kjötneyzla íslendinga ætti að vera. Ef Kiljan vildi athuga málið þannig á heilbrigðum grundvelli, myndi hann kom- ast að raun um, að hér er ekki offramleiðsla, á kjöti, heldur of- lítil framleiðsla. Það, sem þarf, er ekki að draga úr kjötfram- leiðslunni, heldur að auka kjöt- neyzluna, svo að hún samrímist því, sem heilsufræðingar álíta nauðsynlegt. Kiljan mætti einnig athuga það, að á síðastl. ári nam salan á kindakjöti innanlands 5100 smál., en kjötþungi dilkanna, sem var slátrað í haust, nemur rúmlega 4.700 smál. Hefði stjórnin ekki spillt kjötmark- aðinum, hefði allt þetta kjöt átt að geta selzt innanlands og meira til. Þó var kjötneyzla hér í fyrra hvergi nærri eins mikil og í sumum nágrannalöndun- um. Málæði Kiljans um offram- leiðslu á kjöti er þannig á engu byggt, heldur er aðeins offram- leiðsla manns, sem langar til að glamra um mál, sem hann hefir enga þekkingu á og vantar á- huga til að afla sér hennar. Korpúlfsstaðabúskapurinn. Korpúlfsstaðabúskapurinn var til umræðu á seinasta bæjar- stjórnarfundi. Valtýr Stefáns- son, sem er formaður landbún- aðarnefndar bæjarins, upplýsti að þar væru nú 32 kýr eða 10 sinnum færri en i tíð Thor Jen- sens. Slíkur er búskapur þeirra Valtýs, Sigfúsar og Bjarna á sama tíma og þeir ástunda þá iðju að álasa bændum fyrir að framleiða ekki nóga mjólk! Þá fluttu ýmsir íhaldsfull- trúanna ræður og kenndu Fram- sóknarmönnum - og Alþýðu- flokksmönnum um, að þeir hefðu eyðilagt búskap Thor Jensens. Engin rök voru hins vegar færð fyrir þessu, enda ekki hægt að benda á eitt einasta dæmi þess, að Thor Jensen hafi búið við nokkuð lakari aðstöðu en aðrir bændur. Ástæðan til þess, að dönskum og norskum skip- um hins vegar. Saman- burðuf þessi sýnir, að grunnkaup háseta og kyndara á íslenzkum skipum er nú meira en tvisvar sinnum hærra en á skipum þessara þjóða og verður þrisvar til fjórum sinnum hærra, ef krafa Sjómannafélagsins um grunnkaupshækkun gengur fram. Krafa Sjómannafélagsins um grunnkaupshækkunina virðistþó ekki ósanngjörn, þegar miðað er við annað kaupgjald í landinu, en hins vegar má vafalaust deila um kröfu þess varðandi áhættu- þóknunina. Þessi staðreynd, að grunnkaup á íslenzkum kaupskipum þarf að vera þrisvar til fjórum sinnum hærra en á kaupskipum ná- grannaþjóðannna, ef það á að vera sambærilegt við annað kaupgjald í landinu.mætti vissu- lega opna augu valdhafanna og annara fyrir því, hvernig komið sé í dýrtíðarmálunum. Má það sannárlega vera öllum ljóst, að slíkt kaupgjald og dýrtíð gerir okkur með öllu ókleift að halda uppi siglingum í samkeppni við aðrar þjóðir og það sama gildir vitanlega hverja þá atvinnu- grein, þar sem um erlenda sam- keppni er að ræða. Ríkisstjórnin, sem lofaði þjóð- inni vinnufriði og þóttist hafa tryggt hann, hefir nú fengizt við það hátt á annan mánuð að leysa deiluna á kaupskiþunum, en árangurslaust. Fyrir stóra landshluta hefir þessi dráttur á lausn deilunnar þegar orðið mjög tilfinnanlegur, en verður það þó enn meira, ef lausnin dregst mikið lengur. Stjórnin verður því að fara að hraða að- gerðum sínum í þessum efnum og fyrst og fremst þarf henni þó að vera ljóst, að hún er hér að glíma við sinn eigin draug. Athafnir hennar og flokka hennar á undanförnum árum hafa vakið upp og, magnað þann dýrtíðardraug, sem nú er að sliga allt atvinnulíf í landinu. Ráð stjórnarinnar hefir verið, þegar draugsi hefir látið ófrið- lega, að fita hann þeim mun meira og láta hann enn færast í aukana. Annað hvort er nú fyrir stjórnina að hverfa frá þessari stefnu eða láta enn und- an draugsa sínum og lofa hon- um að halda áfram iðju sinni, unz hann hefir eyðilagt allt at- vinnulíf landsmanna. Lausnin í sjómannadeilunni er ekki sú að láta sjómennina búa við lægra grunnkaup en aðrar vinnandi stéttir landsins. Þvert á móti mætti það vera heldur hærra. Lausn sjómanna- deilunnar verður því aðeins heilbrigð og varanleg, að hún verði þáttur í allsherjarlausn, sem miðar að því að bjarga ekki *aðeins siglingunum, heldur öllu atvinnulífi landsmanna. Þessi lausn er niðurskurður dýrtíðar- innar, þ. e. lækkun afurðaverðs, kaupgjalds, verzlunarálagning- ar og hvers konar milliliða- kostnaðar. Væri ve 1 haldið á þessum málum og þó einkum því, sem að milliliðakostnað- inum veit, ætti þessi niður- færsla hæglega að geta orðið, án þess að kaupmáttur launanna væri skertur, þótt þau lækkuðu í krónutölu. Með þessu væri at- vinnuvegunum ekki aðeins bjargað, heldur væri tryggður hinn eini öruggi grundvöllur fyrir endurnýjun þeirra og efl- ingu. hann hætti búskapnum, var sú, að honum og sonum hans þótti hann ekki. álitlegur, þegar vinnufólksekla og aðrir erfið- leikar stríðsáranna þrengdu að. Hefðu aðrir bændur gert það sama, geta Reykvíkingar gert sér í hugarlund, hvernig mjólk- urmálum þeirra væri nú komið. „Kosningabomba“ kratanna. Alþýðublaðið skrifar nú mik- ið um nauðsyn þess, að Reykja- víkurbær komi upp kúabúi á Korpúlfsstöðum. Þetta mun víst eiga að vera „kosningabomba," því að þetta mikla „nauðsynja- mál“ virðist fyrst hafa orðið Al- þýðuflokksmönnum ljóst nú tveimur mánuðum fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. Til af- sönnunar því, að þetta sé þó nokkuð ný „fluga“ hjá Alþýðu- flokknum, bendir Alþýðublaðið á kúabúið á ísafirði. En Alþýðu- blaðið þyrfti bara að segja meira frá kúabúinu á ísafirði, t. d. hve mikill hagnaður sé af rekstri þess. Það myndi geta orðið Reyk- víkingum nokkur leiðbeining um, hve eftirsóknarverð þessi „kosnjngabomba" kjratanna muni vera! Sannanir kommúnista. Kommúnistar gera sér mikið far um að „sanna“ það á Framsóknarflokkinn, að hann sé sjávarútveginum fjandsam- legur. Seinasta „sönnunin“ er sú, að Framsóknarmenn hafi ekki greitt atkvæði um frv. stjórnarinnar um togarakaup- in og jafnframt hafi þeir gert tillögu um, að sölu nýju togar- anna yrði hraðað. Um fyrra at- riðið er það ^tð segja, að Fram- sóknarflokknum var meinað að taka nokkurn þátt í samning- um um togarakaupin, en þar hafa stórfelld mistök átt sér s'tað. Með því að greiða at- kvæði með frv., hefði flokkur- inn gerzt meðábyrgur í þessum efnum, og átti hann því ekki annars kost en 'setja hjá, þar sem hann vildi þó ekki bregða fæti fyrir togarakaupin.Hvern- (Framhald á 7. síöu) Erlent yfirtit Hernaðarátökin á Java í útvarpsfréttum er nú dag- lega skýrt frá þeim átökum milli herliðs Breta og þjóðernissinna á Jövu. Segja má, að verið hafa stöðugur skæruhernaður á eynni síðan Bandamenn komu þangað og allar tilrauniir, til sátta farið út um þúfur. Enn er ósýnt, hvernig þetta mál muni leysast, en lausn þess getur haft víðtækar afleiðingar í för með sér. Java er minnst en fjöl- byggðust hinna stærri Austur- Indlandseyja, sem Hollendingar ráða yfir. Hún er, ásamt nær- liggjandi smáeyjum, um 130 þús. fermílur, en íbúar hennar eru rúmlega 40 milj. Hún er því eitt þéttbýlasta land heimsins. Aðalatvinnuvegur er landbún- aður ogersykurræktineinnhelzti þáttur hans. Java er þriðja mesta sykurframleiðsluland heimsins. Aðalútflutningsvör- urnar eru sykur, kaffi, gúmmí og timbur, en á Jövu eru ein- hverjir mestu frumskógar í heimi. Olía og kol og ýmsir góð- málmar eru þar í jörðu. Iðnað- ur er þar lítill og yfirleitt er atvinnurekstur þar á lágu stigi. Javabúar eru Malajar að upp- runa. Indverjar komu þangað snemma á öldum og voru um alllangt skeið mestu ráðandi á eynni. í byrjun 15. aldar byrjuðu Arabar að koma þangað og hófu þar boðun Múhameðstrúar. Efld- ust áhrif þeirra svo skjótt, að þeir voru orðnir þar öllu ráð- andi um 1480 og síðan hefir meginþorri eyjaskeggja játað Múhameðstrú. Um 1500 byrjuðu Portúgalar .að venja komur sín- ar til eyjarinnar, en um 1600 höfðu Hollendingar hrakið þá þaðan í burtu að mestu. Hafa Hollendingar haft yfirráðin þar síðan, nema um nokkurt ára- bil, þegar Napoleonsstyrjöldin stóð yfir, en þá lögðu Frakkar eyna undir sig. Nýlendustjórn Hollendinga mun hvorki hafa verið verri né betri en gengur og gerist. Eftir fyrri heimsstyrjöldina tók að bera talsvert á andblæstri gegn stjórn þeirra og var talið, að kommúnistar hefðu þar for- göngu. Hollendingar börðu alla slíka mótspyrnu niður með harðri hendi. Þegar Japanir lögðu eyjuna undir sig i ársbyrjun 1941, liófu þeir þar sams konar áróð- ur og í öðrum nýlendum Banda- manna, sem þeir hertóku, að þeir væru komnir til að binda enda á yfirdrottnun hvítu þjóðanna og myndu veita hin- um undirokuðu þjóðum aukið frelsi. í samræmi við þetta settu þeir á laggirnar stjórn inn- fæddra manna á Jövu og mun dr. Sokarno, foringi þjóðernis- sinna, hafa verið aðalmaður hennar. Þegar Japanir gáfust upp i sumar, létu þeir þjóðernis- sinnum í lé mikið af vopnum og jafnframt munu ýmsir jap- anskir herforingjar hafa geng- ið í lið með þeim og tekið að sér þjálfun á her þeirra. Bandamenn, og þó einkum Hollendingar sjálfir, munu hafa gert lítið úr'þjóðernishreyfing- unni og þess vegna voru aðeins fámennar hersveitir sendar þangað í fyrstu til að afvopna Japani þar og koma aftur fót- um uncjir nýlendustjórn Hol- lendinga. Það síðarnefnda | reyndist ókleift vegna þess, hve sterk ítök þjóðernissinna voru orðin. Bretar reyndu lengi vel að miðla málum, en Hollending- ar voru hins vegar tregir til nokkurs undanláts og neituðu m. a. að tala við dr. Sokarno, þar sem hann hefði haft sam- vinnu við Japani. Þennan tíma notuðu þjóðernissinnar til að skipuleggja mótspyrnu sína. Bretar gátu að lokum komið þvi svo, að Sokarno var fús til viðræðna, og nýlega fengu þeir Hollendinga til að hefja samn- inga við hann. En það virðist ætla að verða um of seinan, því að líklegt er, að hinir æstari þjóðernissinnar hafi nú náð völdunum að mestu í sinar hendur og Sokarno sé orðinn áhrifaminni en áður, þótt enn teljist hann forsætisráðherra stjórnar þjóðernissinna. (Framhald á 7. síðu) mvm NA6RANNANNA í forustugrein Alþýðublaðsins 14. þ. m. er rætt um sambúð Sjálfstæðis- manna og kommúnista. Blaðið segir: „Árum saman mátti hvergi segja svo sannleikann um moldvörpustarf kommúnista hér á landi og undir- róður fyrir erlent einræðisríki, að Morgunblaðið risi ekki upp þeim tii varnar. — Þá var allt af verið að gera þeim rangt til, því að nokkrir helztu forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins þurftu á þeim að halda .. En nú þegar kosningar nálgast á ný, hefir Morgunblaðið allt í einu uppgötvað óheiiindi kommúnista, og ber þeim hvers konar launráð á brýn við lýðræðið og flest það, sem þjóð okkar er helgast, — rétt eins og þeir hafi ekki alla tíð verið sekir um flugmnennsku hér á landi fyrir erlent stórveldi og einræðisríki, einnig meðan vinátt- an var sem heitust með þeim og forsprökkum Sjálfstæðisflokksins?! Og hvað sögðu kommúnistar áð- ur um þá aðstandendur Morgun- blaðsins, sem þeir úthúða nú mest í dálkum Þjóðviljans? — „Hinn frjálslyndi og framsækni hluti borgarastéttarinnar" áttu þeir að vera og sjálfkjörnir bandamenn verkalýðsins í stjórn landsins. Þannig var skrifað í Þjóðviljann um það bil, er núverandi ríkisstjórn var mynduð. En nú kveður við nokkuð annan tón í kommúnistablaðinu. — „Úr- eltur flokkur", „málefnalaus flokk- ur“ og „neikvæður flokkur" heitir Sjálfstæðisflokkurinn í dálkum þess síðustu dagana. Og í gær lýsir það honum í aðalritstjórnargrein á eftirfarandi hátt: “Þessi flokkur á engin áhugamál, engin málefni til að berjast fyrir: Öll hans stefna er neikvæð, öll hans barátta er gegn breytingum á því, sem var og er; aldrei örlar á baráttu fyrir framförum og nýjungum.“ Þetta er nú orðið úr því, sem Þjóðviljinn lofaði sem „hinn frjáls- lynda og framsækna hluta borgara- stéttarinnar i fyrrahaust!" Vissulega kveður nú við annan tón í blöðum íhaldsins og kommúnista en á síðastl. hausti. Nú eru nefnilega kosn- ingar í nánd. En eftir kosningar munu þessir aðilar skríða saman aftur, því að kommúnistar munu enn telja sig hafa hag af slíkri samvinnu. Þeir þurfa að koma sér betur fýrir áður en „kall“ byltingarinnar hljómar. Og Bjarni Ben. mun reynast nægilega grunnfær til að þiggja bórgarstjórasæti við hliðina á Sigfúsi og halda að hann sé með slíku samstarfi að leika á kommúnist- ana! Mbl. var nýlega að flagga með þeim ummælum Þoródds Guðmundssonar, að S. í. S. væri ekkert betra en heild- salarnir. í tilefni af þessu segir Dagur 8. þ. m. frá eftirfarandi dæmi: „Heildsali í Reykjavík sendi verzlun einni hér í bænum talsvert af amerískum kvenskóm. Verzlunin lagði á skóna, sem henni var heim- ilt, og áttu skórnir að kosta 43 Ip-ónur í útsölu. Um sama leyti fékk kaupfélagið sendingu af nákvæm- lega sömu tegund af kvenskóm frá Sambandinu. Með fullri smá^ölu- álagningu kostuðu þeir röskar 19 krónur í útsölu. Verzlun sú, er skipt hafði við heildsalann, endursendi þegar skóna, er þessi tíðindi urðu kunn 1 bænum, og verðlagseftir- litið hér mun hafa sent kæru á hendur heildverzluninni til verð- lagsyfirvaldanna í Reykjavík. Eng- in tilkynning hefir hins vegar verið birt um það, að þau yfirvöld hafi kært yfir þessum verzlunarmáta til dómstólanna. Hvað veldur? Dæmi, sem þetta, hafa verið að gerast öll síðastliðin ár og gerast enn. Þau sýna hvar almenningur hefði verið á vegi staddur, þrátt fyrir öll verðlagslög, ef hann hefði ekki notið þeirrar verndar, sem verðlag samvinnufélaganna veitti honum.“ Slík dæmi og Dagur nefnir mætti áreiðanlega nefna í tugatali. Þau sanna ómótmælanlega, að frjáls og óheft samvinnuverzlun er bezta verð- lagseftirlitið, og þess vegna ber að vinna að því eftir megni, að samvinnu- verzlun öðlist slík starfsskilyrði. En því er vissulega ekki að fagna eins og nú standa sakir, þegar innflutningshöml- urnar eru eingöngu miðaðar við fyrri innflutning og verzlunin er þannig raunverulega einokuð. í Útsýn 10. þ. m. segir svo um leynd- ina, sem ríkisstjórnin lætur hvíla yfir herstöövamálinu: „Því verra er það, að öll meðferð þessa máls í höndum núverandí forsætis- og utanríkisráðherra hefir verið þannig, að hún hefir sætt rökstuddri gagnrýni og vakið óánægju flestra. Og til eru menn, sem þykjast vita það með vissu, að það sé ekki aðeins hér á landi, að ' hún hefir valdið undrun og gremju. Nú er komið á annan mánuð síð- an orðsending Bandaríkjanna barst honum í hendur. Ef frá er talinn orðrómur um gífurleg fríðindi, sem í boði séu, sem almennt er rakinn til ráðherra og einstakra þing- manna stjórnarflokkanna og þá helzt þeirra, sem taldir eru hlynnt- ir leigusamningunum við Banda- ríkin, hefir ekkert orð heyrzt frá ríkisstjórninni um þetta mál, þrátt fyrir óskir, sem fram hafa komið innan þingsins um að stjórnin gefi út opinbera yfirlýsingu um það. Þingmenn hafa heyyit kvarta yfir því, að þeir fái minna að vita um það, en jafnvel menn utan þings- ins. Sýnilega er það ekki tilætlun ríkisstjórnarinnar, að þjóðinni gef- ist nokkur kostur á að mynda sér skoðun á því, hvort óhjákvæmilegt sé að afsala yfirráðarétti yfir ís- lenzku landi í hendur einstaks stór- veldis." Það mun ekki ofsagt, að óánægja almennings yfir pukri stjórnarinnar í þessu máli magnast með hverjum degi og það þó enn frekar af þeirri ástæðu, að einum stjórnarflokknum er samt. leyft að halda uppi einhliða áróðri um málið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.