Tíminn - 20.11.1945, Page 4

Tíminn - 20.11.1945, Page 4
4 TlmiVIV. jiriðjndagiim 30. nóv. 1945 88. blað Fréttabréf Úr byggðum Snæfellsness Tíðarfar. Veturinn síðastlið- inn má telja frekar mildan hér í byggðarlaginu, en þó voru all- mikil frost á tímabili í janúar- mánuði. Vorið kom snemma og leit vel út með gróður þar til um miðj- an maí, að gerði norðan kaf- aldsbyl með feikna fannkomu, einkum sunnanfjalls. Fennti þá fé á sumum bæjum, eða fór í vatnsföll og hlutu sumir bænd- ur mikinn skaða af. í þessari norðanhrinu fóru tún víða illa og spruttu þarafleiðandi seint. Grasfall af túnum mun þó að lokum hafa orðið allgott, því háarspretta var víða mjög góð. Úthagi frekar illa sprottinn. Sumarið var með votviðra- samari sumrum, einkum sunn- anfjalls á nesinu. Gekk því erf- iðlega með hirðingar heyja. Hröktust þau víða afar mikið og verða þarafleiðandi lélegt fóður, án fóðurbætisgjafar i stórum'stíl. Haustið hefir verið afar milt og eru tún víða græn enn, því frost hefir varla komið teljandi það, sem af er hausti. Uppskera. Heyfengur hefir víða orðið minni en í meðalári og mikið lakara fóður en í með- allagi. Kartöffluuppskera hef- ir víða verið góð, en gulrófna- spretta mjög misjöfn og kenna margir um lélegu rófna- fræi. Faraldur í sauðfé er all mikill af völdum mæðiveikinnar. Ger- ir hún nú, að sögn, all mikið spell vestan hinnar tvöföldu girðingar, sem sett var yfir þvertr Snæfellsnes og átti, að verja útnesið fyrir veikinni. Missa sumir bændur margt af fé sínu og hefir fjárstofninn víða gengið saman. Einstaka bændur virð- ast þó hafa fjárstofna, sem standast betur veikina en aðr- ir og missa þessir bændur furðu lítið, enn sem komið er. Mjóikursala hefir nokkuð færst í aukana sunnan á nesinu og virðist sú leið vera helzt til bjargar þegar, sauðfjárstofninn hrynur niður. Aftur er flutn- ingskostnaður mikill á mjólk- inni og dregur verðið niður hjá bændum, svo að þeir fá langt undir svokölluðu sexmanna- nefndar-verði. l£æri athugandi hvort ekki væri þörf fyrir mjólk- urvinnslustöð á sunnanverðu Snæfellsnesi, því skilyrði eru þar víða góð til að hafa kúabú. Ræktun og vélaþörf. En fjölg- un og stækkun kúabúanna kalla á aukna ræktun og byggingar. Margur bóndinn spyr nú hvað líði útvegun dráttarvéla til jarð- vinnslu og svo um hvort ekki fáist skurðgröfur til að ræsa mýrarnar. Vinnuorka heimil- anna er orðin það takmörkuð, að hún nær venjulega ekki út fyrir hin daglegu störf búanna og tími verður því lítill til rækt- unarstarfa, enda hestar óvíða vandir við jarðvinnslu á heimil- um, því miður, en það þarf að gera. Jafnvel þótt dráttarvélar séu látnar fara um stór svæði, þá er oft gott og nauðsynlegt, að geta gripið til hestanna á hentugum tíma til að fullvinna flög. Byggingar í sveitum hér á Snæfellsnesi hafa tekið afar- miklum breytingum til batnað- ar á umliðnum 20 árum. Á mörg- um jörðum eru komnar myndar- legar og góðar byggingar, sem bera bændunum, sem reistu þær, fagurt vitni um ræktarsemi við ábýli sín, dugnað og þraut- seigju við að prýða og bæta jarð- ir sínar. Á nokkrum jörðum eru enn gömul timburhús, frá því um aldamót. Þóttu þessi hús, á sinni tíð, sum hin myndarleg- ustu og voru bændur þeir, sem réðust í að byggja þau þá í fararbroddi sinnar samtíðar. Umbætur í húsagerð hafa nú skotið þessum húsum aftur fyr- ir sig og svo mun sjálfsagt verða framvegis, að húsgerðarlistinni fleygi fram á við og þau hús, sem nú eru byggð dragist aftur úr. Byggingar í kauptúnum hér á Snæfellsnesi hafa verið all mikl- ar, einkum í Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík. í Stykkishólmi er verið að byggja nýtt rafstöðvarhús og vatns- leiðsla er í undirbúningi. Nokkur vöxtur er í útgerð og er von á 2 Svíþjóðarbátuml, nýjum, til Stykkishólms. Verðlagning landbúnaðarvara og aðferð sú, sem höfð er við niðurgreiðslu kjötsins, mælist mjög illa fyrir almennt. Bændur, jafnt þeir sem hafa talið sig til Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, eru sárgramir stjórninni fyrir skipun „Búnað- arráðs“ og verðlagningar ráðs- ins á vörum bænda, þvert ofan 1 gert samkomulag um, að sex mannanefndar-verðið ætti að gilda meðan stríðsástandið héld- ist. Aðferð sú, sem höfð er við niðurgreiðslu kjötsins, þannig, að sumir fá greitt, en aðrir eigi, xemur til að verka næsta kát- lega. Eru dæml til, að háteigu- menn og stóreigna fá kjötstyrk, en fátæklingar, sem hafa kann- ske sárfáar kindur, t. d. sumir íbúar smákauptúna: sem eiga fáeinar kindur, fá enga niður- greiðslu á kjötinu. Slík lög sem þessi virðast vera vansmíði eitt og firra höfundinum til lítillar sæmdar. Er það sjálfsagt al- (Framhald á 5. síðu) azt þar, svo að störfin ganga af þeim sökum greiðara en ella. Mælskumaður getur hann ekki kallazt, en þrátt fyrir það ber hann höfuð og herðar yfir hina hraðmælskustu ræðugarpa þingsins. En þótt hann sé ekki sérstak- lega mælskur, er.hann hraustur og fimur í rökræðum. Hann er nákvæmur í málflutningi og rökviss, krossleggur handlegg- ina og lýtur ofurlítið fram á. Þegar andstæðingarnir rísa á fætur, hlustar hann þolinmóð- lega á mál þeirra, unz þeir hafa lokið því. Síðan ræðst hann beint á andstæðinginn á ný, en hitalaust og gremjulaust sem fyrr. Stundum kemur jafnvel fyrir, að hann viðurkennir, að sér hafi missýnst um einstök at- riði. Þá þagnar hann kannske snöggvast, brosir einkennilega og segir eitthvað á þá leið, að þrátt fyrir allt sé stjórnarand- staðan einhvers virði og hann muni athuga málavexti nánar, áður en lengra sé haldið. And- stæðingar hans vita, að loforð sín efnir hann. En bak við hið rólega fas, sanngirni í rökræðum og sér- kennilega bros, er stórbrotinn og harðgeðja maður, sem geng- ið hefir jafnaðarstefnunni al- gerlega á hönd. En þrátt fyrir það er hann ekki ofsafullur hatursmaður „kapítalismans“, eins og mörgum hættir til, og í brjóstí hans virðist engin óvild í garð andstæðinganna. Iðju- höldarnir, gróðamennirnir og kaupsýslumennirnir eru aðeins venjulegir menn, sem hefðu get- að orðið jafn góðir þegnar og aðrir. Chifley hefir aldrei reynt að olnboga sig áfram á stjórnmála- brautinni. Sennilega hefir hann siður en svo langað til þess að verða forsætisráðherra. En á hinu leikur enginn vafi, að flokksbræður hans hafa valið viturlega, er þeir völdu hann til forustunnar. Sjálfir telja þeir mestar líkur til þess, að þeir haldi velli í kosningunum, sem fram eiga að fara árið 1946, undir forustu Chifleys. Þótt hann hafi aldrei borizt mikið á né tranað sér fram, nýtur hann mikils og vaxandi álits í landinu. Hann er sjálfur alþýðumaður, vaxinn upp úr sama jarðvegi og hið starfandi fólk í landinu. Fólkið skilur hann, og hann skilur fólkið. Og sé til nokkur sannur Ástralíumaður, þá er hann það. Hann er að vísu eng- inn tízkumaður, er hirði um tildur og hégóma, en hann er mótaður af þeim hörðu átökum, sem hljóta að yera hlutskipti allra, sem brjótast vilja áfram í landi, sem enn er verið að nema. Slíkir menn afla sér trausts, hvar sem þeir fara. Á upplausn- artímum, þegar ringulreiðin og glundroðinn rísa fjallhátt í þjóðfélögunum, eru þeir líka bjargvættir þjóðanna. Greinargerð Eimskipafél. Islands nm sj ómannaverkfallið í sambandi við verkfall há- seta og kyndara hjá Eimskipa- félagi íslands hefir sérstaklega verið rætt um þær hliðar þess máls, sem hér segir: 1) Árstekjur háseta og kynd- ara eins og þær hafa verið undanfarin ár. 2) Kröfur þær, sem Sjómanna- félag Reykjavíkur gerir nú um kaup handa hásetum og kyndurum. 3) Tilboð Eimskipafélagsins um nýja samninga. 4) Samanburð á árstekjum verkamanna í landi og árs- tekjum háseta og kyndara á skipum félagsins. 5) Samanburð á kaupi háseti og kyndara á skipum fé- lagsins og kaupi þeirra á hliðstæðum erlendum skip- um. ' ' , • Um þetta vill Eimskipafélag íslands birta almenningi það, sem hér skal greina. Er hér byggt á meðal-árskaupi síðastliðið ár, yfirvinna og or- lofsfé meðtalið og fæði reiknað í kaupi sjómanna, 2700 kr. á ári eins og skattayfirvöldin reikna það. Um 1. Árstekjur háseta og kyndara undanfarið. Hásetar: í Englandssiglingum. Kaup o. s. frv... ca. kr. 19.700,00 Stríðsáhættuþóknun ca. kr. 20.000,00 Samtals ca. kr. 39.700,00 / Ameríkusiglingum. Kaup o. s. frv..... ca. kr. 18.700,00 Stríðsáhættuþóknun ca. kr. 25.000,00 Samtals ca. kr. 43.700,00 Kyndarar: í Englandssiglingum. Kaup o. s. frv...... ca. kr. 18.000,00 Stríðsáhættuþóknun ca. kr. 20.000,00 Samtals ca. kr. 38.000,00 / Amerikusiglingum. Kaup o. s. frv..... ca. kr. 19.500,00 Stríðsáhættuþóknun ca. kr. 25.000,00 Samtals ca. kr. 44.500,00 Um 2. Kröfur Sjómannafélagsins. Þær eru í stórum dráttum á þá leið: * að núverandi grunnkaup, sem haustið 1942 var hækkað um 40%, verði nú hækkað um 50% frá því, sem það hefir verið undanfarið, og að sjómenn haldi áfram rúm- lega hálfri stríðsáhættu- þóknuninni. Samkvæmt þessum kröfum mundu árstekjur háseta og kyndara haldast að mestu ó- breyttar frá því sem verið hefir, þó þannig, að í Ameríkusigling- um, þar sem stríðsáhættuþókn- unin hefir hingað til verið mest, mundu árstekjur háseta lækka niður í ca. 40 þús. kr. og árstekj- ur kyndara niður í ca. 41 þús. kr. Virðast kröfurnar hafa verið settar fram með það fyrir aug- um, að árstekjurnar gætu hald- izt svo sem þær hafa verið und- anfarið, þó stríðsáhætta minnki svo sem orðið er. Auk þess, sem nú er getið, hef- ir Sjómannafélagið gert ýmsar kröfur, sem hafa myndu mjög mikil aukin útgjöld í för með sér fyrir Eimskipafélagið. Um 3. Tilboð Eimskipafélagsins. Félagið hefir boðið til sátta í aðalatriðum: að grunnkaup haldist óbreytt, og að Vio hluti áhættuþóknunar, sem greidd hefir verið síðan í september 1942 standi áfram fyrst um sinn. Enn- fremur var það orðað, til þess að verkfallinu yrði frestað, að áhættuþóknun- in yrði metin af óvilhöllum mönnum. Þvl neituðu full- trúar Sjómannafélagsins. í sambandi við upphæð stríðs- I áhættuþóknunarinnar má geta I þess, að þegar samið var um | áhættuþóknunina í september 1942, var iðgjald fyrir stríðs- áhættutryggingu skips í einni Ameríkuferð, báðar leiðir, 6 — sex — af hundraði, en er nú að- eins V» — einn áttundi — af hundraði. Samt sem áður krefst Sjómannafélagið, svo sem fyrr segir, að áhættuþóknun, sem samið var um í september 1942, haldist áfram að hálfu. Um 4. Samanburður á árstekjum verkamanna í landi og árstekj- um sjómanna. Meðalárskaup 50 verkamanna, sem unnu hjá Eimskipafélaginu síðastliðið ár að staðaldri, og talið er að hafi ekki unnið hjá öðrum var — að meðtaldri yfir- vinnu, næturvinnu og orlofsfé kr. 19.666,36. Þegar þessi tala er borin sam- an við kaupupphæðir þær, sem tilgreindar eru undir 1. lið hér að framan, sbr. það, sem sagt er undir 3. lið um sáttatiZboð Eimskipafélagsins, sést að sam- kvæmt tilboði félagsins yrðu árstekjur umræddra sjómanna mjög svipaðar árstekjum verka- manna í landi, en hásetar og kyndarar krefjast árskaups, sem er ca. 8 til 11 þús. kr. hœrra en verkamannakaupið — og þar að auki krefjast þeir ca. 11 til 13 þús. kr. áhættuþóknunar á ári, eða með öðrum orðum að árstekjur sjómanna verði rúm- lega tvöfaldar árstekjur verka- manna. Um 5. Samanburður á kaupi sjó- manna á skipum Eimskipafé- lagsins og kaupi á hliðstæðum erlendum skipum. í skýrslu þeirri, er Eimskipa- félag íslands birti í blöðunum h. 27. september síðastl. um kjör háseta og kyndara hjá félaginu og kröfur Sjómannafélagsins, var þess getið m. a., að kaup þessara manna á íslenzku skip- unum væri miklu hærra en til- svarandi kaup á erlendum skip- um. Var í því sambandi sérstak- lega bent á Bretland og Svíþjóð, er fengizt hafði vitneskja um þá. Síðan hafa borizt upplýsingar um kaup háseta og kyndara í Danmörku og Noregi og þykir rétt að birta almenningi saman- burð á kaupi því, sem greitt er í þessum löndum, og því kaupi, sem greitt hefir verið hér und- anfarið, svo og ennfremur á kröfum Sjómannafélagsins, sem greindar eru hér að framan, en eins og kunnugt er hefir Eim- skipafélagið ekki talið sér fært að ganga að þeim. í fremri dálkinum er sýnt grunnkaupið í hverju landi, í hinum aftari kaupið, að viðbættri dýrtíðar- uppbót, eins og það er raunveru- lega greitt. Reiknað er með vísi- tölu 278 hér á landi, í Englandi er vísitalan 130, í Svíþjóð 120.7, en í Noregi og Danmörku er ekki reiknað með vlsitölu á sama hátt og hér, heldur með sér- stökum dýrtíðaruppbótum á- kveðnum í krónutölum. Kaupið er allt reiknað út í íslenzkum krónum eftir núgildandi gengi. Grttnn- Kaup Fullgildur kaup greitt háseti: ámán. ámán. ísland, kaup undanfarið 308,00 856,24 — kröfur Sjóm.fél. 546,00 1517.88 England ............ 282,37 367,08 Svíþjóð ............ 387,72 467,98 Danmörk ............ 271,42 580,84 Noregur ............ 239,91 314,64 Kyndari: ísland, kaup undanfarið 364,00 1011,92 — kröfur Sjóm.fél. 462,00 1284,36 England, lægst ..... 267,75 348.07 — hæst ...... 292,45 380,19 Svíþjóð, lægst .... 255,90 308,87 -V hæst ....... 387,73 467,99 Danmörk ............ 271,42 543,52 Noregur ............ 246,47 322,51 Framangreindar samanburð- artölur skýra sig sjálfar. Eins og öllum er kunnugt er útgerðarkostnaður islenzkrá skipa mjög hár, þannig að ó- kleift hefir reynst undanfarið að láta skipin bera sig. Sanna reikningar Eimskipafélagsins öetta fullkomlega, þar sem síðari árin hefir verið stórtap á skip- um . þesá, t. d. siðastliðið ár reksturstap á eigin skipum kr. 2.371.448.52 en sá hagnaður, sem félagið hefir haft, hefir ein- göngu verið af leiguskipum, sem eru svo mjög ódýrari í rekstri. Ástæðurnar fyrir því að Eim- skipafélagið hefir ekki talið sér fært að ganga að kröfum Sjó- mannafélagsins eru meðal ann- ars og ekki sízt þær, að með hinum mikla útgerðarkostnaði skipanna, sem hlyti að verða af- leiðing af því, að gengið væri að kröfunum, myndi félagið standa mjög höllum fæti í þeirri samkeppni af hendi er- lendra skipa, sem viðbúið er að hefjist, áður en langt um líður, og að nokkru leyti er nú þegar hafin í sambandi við vöruflutn- inga frá Norðurlöndum hingað til lands. Enda ætti það frekar að vera hlutverk félagsins að vinna að lcekkun far- og farxrf- gjalda, heldur en hið gagn- stæða. Verði rekstursútgjöldum fé- lagsins ekki komið í það horf, að þau v^rði nokkurnveginn hlið- stæð útgjöldum erlendra félaga, sem hér geta átt hlut að máli, er ekki sjáanlegt að félagið geti haldið áfram rekstri sínum á heilbrigðum, grundvelli. Hvað eru búnaðar- félögin? (Framhald af 3. siðu) Heima í hreppunum veljum við sveitamenn fulltrúa okkar á fundi búnaðarsamtakanna, sem alltaf hafa mest og stundum allt að segja um fulltrúaval á Búnaðarþing. Milli Búnaðarfélags ísiands og bændasamtakanna úti um land er mjög góð og ánægjuleg sam- vinna. Stéttin er því raunveru- lega mjög vel sameinuð í starfi sínu og baráttu fyrir betri fram- tíð. Þýðingarmesti þáttur þeirr- ar baráttu er framfaraviljinn og samtök á grundvelli hans. Og svo mikil alvara er bændum og starfsmönnum þeirra innan búnaðarfélaganna með framför landbúnaðarins, íslenzka sveita- menningu og gróandi ræktunar- líf, að sá hrinigur, sem þeir mynda um þessar hugsjónir sín- ar, mun hvergi verða rofinn, þó að tunguliprir blaðasnápar og einstakir ógæfumenn, sem ala með sér persónulegar frama- vonir í sambandi við hugsanlega innbyrðis sundrung og fjand- skap þessara samherja, mæli flátt í eyru þeim. Nístandi fyrir- litning starfandi bænda mætir Guðrún Lágafelli. f. 14/3. 1873 — d. 18/9. 1945. Lífið á sorgir og lífið á gleði, lifið á vonir og þrá. Endar að lokum við bólstur á beði, bak við er tímann að sjá. Framlífið öllum er óráðin gáta, eilífðin fögur oss veitt, dauðinn, þá kemur að meta og máta manngildið, annað ei neitt. Hver er vor auður að enduðu skeiði? Er hann í völdum og fé? Hver er vor sigur við laufgróið leiði, líkamans síðasta vé. Auðurinn bezti — skal aldregi fala — ást til hins veika á jörð, sigurinn mesti að sættast við alla sáttur við lífskjörin hörð. Guðrún, þú áttir það gull, sem við fundum, góðmálmur hjartans það var. Gott var að þiggja á góðvina íundum gleði og hlýuna þar. Áttir þú líka við sorganna sefa samúðar hlýjustu mund. Þér var svo einlægt hið góða að geía, góðfýsin, hún var þitt pund. Heimilis þíns varstu hjarta og ?prýði, hugur þinn mildaði allt. Göfug í meðlæti, geðró í stríði, góðvörn, er ytra, var kalt. Treystirðu drottni og trúðir því góða, tálmæli vann þér ei geig. Hlúðir að bernskunar brosfögrum gróða, barst henni dýrasta veig. Innileg varstu, sem amma , og móðir, eiginmanns ljósgjöful dís, ellinni hjá þér var ornað við glóðir, æskunni skilningur vís. Grannar það fundu að góðvildin réði gerðum og orðum í senn. Þú varst hin sama i gráti og gleði, geðprúð við samferðamenn. Þökk mína áttu í síðasta sinni, — sólskinið verði þér hlif. Hugljúf ei kynningin hverfur úr n\inni, hún er fnér, gróði og lif. Lágafell man ég, þó leiðirnar skilji lýsir af minningum þeim. Kveð ég þig, Guðrún, og verði guðs vilji, ég veit að hann lýsir þér heim. Elimar Tómasson. þeim, sem reyna að ná hylli þeirra með blíðum kjassmálum en jafnframt ausa skefjalausu níði yfir beztu starfsmenn þeirra., Rógurinn gleymist, og þeir litlu menn, sem leggja sig niður við hann, en ræktun landsins, framför þess og gró- andi menning heldur áfram og lifir. Drummer litur 'Hverjum pakka af Drum- mer lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litiur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóhannesson & Co. Sími 5821. Reykjavík 2. bók Listamannaþingsins Birtingur í þýðingu og með formála H. K. LAXNESS, er komin út. Askrifendur vitji bókarinnar í Garðastræti 17. HELGAFELL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.