Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON . ÚTGEFANDI: > FRAMSÓKNARFLOKKURINN | Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. S RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA yOG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Siml 2323 29. árg. Reykjavík, Iangardagimi 29. des. 1945 98. blalS Tvennum útvarpsumræðum um landsmá.l er nú lokið, og hefir þar margt borið á góma, svo sem að líkum lætur. Lands- menn munu sumir telja, e. t. v. ekki að ósekju, að margt óþarft orð hafi fallið í þessum umræð- um. Svo vill það jáfnan verða. En umræður slíkar sem þær, er nú voru nefndar, hafa þann kost, að landsmönnum er, eða ætti að vera, að þeim loknum, ljósara en áður hvað ágreiningi veldur, um hvað er í höfuðat- riðum deilt.hvert stjórnin stefn- ir — og hvernig stjórnarand- staðan vill að hefði verið stjórn- að og stefna beri. — 'ÞjTiðin mun svo á sínum tíma velja þá leið, sem hún telur að muni til giftu draga — við vonum að hún geri það, og þá án þess að láta flokksböndin teyma sig af leið. Það kom greinilega í ljós í út- varpsumræðunum, að bæði stjórnarandstaðan og stjórnin telja sig vilja miklar fram- kvæmdir og framfarir. Við Framsóknarmenn teljum, að fyrsta og nauðsynlegasta undir- staða allra framfara og velmeg- unar sé heilbrigð fjármála- stefna. Það þurfi fyrst af öllu, að hverfa frá verðbólgustefn- unni, er hafin var gegn vilja okkar árið 1942. Það þarf að lækka framleiðslukostnaðinn, ekki með kaupgjaldslækkun einni saman, eins og stjórnar- liðið reynir að berja inn í höf- uðið á þjóðinni að sé stefna okk- ar, heldur með átaki allra stétta þjóðarinnar, allra hlutfallslega jafnt. Þetta eitt teljum við að geti gert framleiðslu okkar samkeppnishæfa við framleiðslu annarra þjóða og byggt grund- völl undir varanlegar framfarir. Þá teljum við, að framfarirnar muni koma frá þjóðinni sjálfri í menningar- og atvinnumálum, jafnhliða til sjós og sveita, i ræktun, sjávarútvegi og iðnaði og ekki sízt_fjölbreytni í fram- leiðslu og vöruvöndun. Við telj- um, 'að sérhver ríkisstjórn eigi fyrst og fremst að sjá um, að f framleiðendum sé búinn sæmi- legur fjárhagsgrundvöllur, en síðan beri ríkisstjórninni að styðja framleiðendur með ráð- leggingum, leiðbeiningum og margháttaðri fyrirgreiðslu — en alls ekki að gerast forsjá þeirra, eins og nú tíðkast, og velja sjálf menn til utanfara og innkaupa á framleiðslutækjum, án nægi- legs samráðs við þá, sem eiga að eignast þau og reka- Stjórnarflokkarnir telja stefnu okkar Framsóknarmanna ranga. Þeir kalla hana varfærna um of og íhaldssama. Þeir hafa síðan þeir tóku fulla tryggð við verð- bólgustefnuna 1942 talið, að minnsta kosti að öðrum þræði. að verðbólgan væri hagfellt ráð til að dreifa auðæfum, fram- leiðslan gæti þolað hana, því að auðvelt mundi verða að hækka verðið eftir styrjöldina. Þá myndu markaðir allir standa opnir. en þjóði.r flestar skorta matföng. Nú riði mest á því, að auka framleiðsluna, að ríkið gerðist forsjá framleiðenda og keypti handa þeim framleiðslu- tæki í stórum stíl. Hefir ríkis- stjórnin samkvæmt þessari stefnu fest kaup á 30 togurum í Bretlandi og milli 30—40 bát- um innanlands fyrir á annað hundrað milj. króna. Við Framsóknarmenn álítum, að það sé íhaldsstefna að telja úr þjóðinni framfarahug og ný- breytni. Það gerum við ekki. Við teljum okkur fylgja stefnu sannra framfaramanna. En hún er sú, að treysta fyrst grund- völ’inn undir byggingunni, sem við viljum reisa. Við viljum jafnframt, að ríkisstjórnin greiði fyrir og leiðbeini einstak- lingunum og hvetji þá til fram- taks og framfara — jafnhliða forsjálnl. Við teljum nauðsyn- legt að þess sé gætt, þrátt fyrir mikinn framfarahug, að skapa ekki ofþenslu í atvinnulífinu, því að skuggar hennar eru Um áramót Eftir Hermann Jónasson kreppa og atvinnuleysi. Þetta er hin sanna framfarastefna. En aðfarir ríkisstjórnarinnar teljum við ekki íhaldsstefnu og því síður skipulagða framfara- stefnu — réttnefni hennar er f j árglæf rastef na. Það er hægt að stj órna samkv. slíkri stefnu um skeið, blekkja þjóðina og rug'a dómgreind hennar. En það er ekki hægt að gera þetta til lengdar. Afleiðing- arnar koma í ljós og verða öll- um sjáanlegar, — og þá kemur afturhvarfið þótt seint sé. II. Fyrir skömmu síðan kom Ein- ar Olgeirsson alþingismaðúr úr ferðalagi um Rússland. Hann hafði verið sendur þangað og víðar með Pétri Benediktssyni; sendiherra, til að selja afurðir landsmanna. Látum vera, að þessi ferð var farin, en ein- kennilegt mun mörgum þykja það, að eina sendinefndin, sem utan fer á vegum ríkisstj órnar- | innar til að leita fyrir sér um milliríkjasamninga og markað’, skuli vera send til Rússlands. Það sýndist ekki óeðlilegt, þó að einhver hefði um leið verið send- ur til Bandaríkjanna og Bret- lands, en það hefir ekki verið gert. Að sjálfsögðu er Einar Olgeirs- son valinn til þessarar Rúss- landsferðar vegna þess, að talið mun hafa verið, að hann ætti greiðari aðgang að flokksbræðr- um sínum í Rússlandi en aðrir íslenzkir menn, ella myndi hann ekki hafa verið sendur Pétri Benediktssyni til uppfyllingar. En Einar kom aftur — og hann gaf enga skýrslu um ferð sína til Rússlands, hefir ekki minnzt á sölumöguleika þar í landi, ekki með einu orði. Kommúnistar hafa þó oft vefið æði margmálir um markaðsmöguleika fslend- inga þar eystra. Hinsvegar telur Einar framkvæmanlegt að selja vörurnar til sumra annarra 'anda í Mið-Evrópu, sem þó munu eiga erfitt um aðflutninga og geta að minnsta kosti ekki greitt það, sem þau kaupa að -inni. Um það leyti, sem Einar kom úr þessu ferða'agi, höfðu útvegs- menn og fiskimenn látið í ljós ’iá skoðun, að fiskverð yrði að hækka nú um áramótin. Þeir færðu fram þau rök, að aðstaða beirra hefði sífellt versnað síðan -ærðbólgustefnan hófst 1942 og hið síðasta ár vegna aukinnar -erðbólgu og aukins framleiðslu- kpstnaðar. Sendimaður ríkis- tjórnarinnar, Einar Olgeirsson, "tiun hafa komið á fund útvegs- ^anna og skýrt fyrir þeim, að 'kki væri sérstaklega ákjósan- 'egt að selja fisk okkar til Eng- 'ands fyrir það verð, sem Bret- ar hafa greitt. Það verð taldi hann of ’ágt, því að hægt mundi, með því að selja öðrum fiskinn. að hækka verðið í samræmi við nauðsyn útvegsins. Þessi skoðun var sett fram með svipuðum hætti í stjórnarblaðinu Þjóðvilj- anum. Þannig var starfað, ta'að og skrifað um viðkvæmt utan- ríkismál, aðalmarkað okkar er- ’encíis, og það af stjórnarliðinu -jálfu, nú fyrir tiltölulega fáum dögum. Skömmu síðar sendi brezka ríkisstjórnin þá tilkynn- ingu til íslenzku ríkisstjórnar- innar, að Bretar mundu engan freðfisk kaupa héðan árið 1943. Ég skal engum getum 1 að því 'eiða, hvaða áhrif skrif þessar- ar tegundar geta haft, ásamt ýmsu öðru. En það þarf engum Hermann Jónasson að dyljast, að Bretar fylgjast nákvæmlega með því, hvað sagt er opinberlega og skrifað um þessi mál hér á landi. Gagnvart Bretum var þó fyllsta ástæða til að sýna mestu árvekni og varfærni, þar sem vitað var, að samningar um sölu freðfisks til Bretlands fengust með naumindum framlengdir s. 1. ár, án' verulegrar verðlækkun- ar. En líkurnar fyrir næstu framlengingu voru þá þegar meira en vafasamar, þó að ís- lenzka ríkisstjórnin sæi ekki ástæðu til að skýra þetta mál fyrir þjóðinni né haga stefnu sinni samkvæmt þvi. III. Eftir að tilkynningin hafði 'orizt um lokun markaðs fyrir (slenzkan freðfisk, þurfti stjórn- arblaðið Þjóðviljinn enn að segja -itt orð. Maður skyldi halda, að nú hefði birzt þar tilkynning frá Einari Olgeirssyni um opna markaði í Rússlandi fyrir ís- ’enzkan fisk. Ónei, það var allt annað. Efni greinarinnar var hað i stuttu máli, að nú hefði auðvaldsríkið Bandaríkin, að hætti hinna yfirgangssömu og purkunarlausu auðvaldsríkja, kúgað Bretland í samningum heim, sem þjóðirnar höfðu þá gert með sér nýlega, og af þess- ari ástæðu níddist nú Bretland — sem skilja mátti að væri ^vona við'íka og Bandaríkin — á okkur smáþjóðinni hér norður frá. í þessum og viðlíka vin- amlegum tón var öll greinin. Af miskunnarlausri auðvalds- og yfirgangsstefnu þessara ríkja yrði almenningur á íslandi nú að súpa seyðið. Þannig eru þá skrif stjórnar- hlaðsins, bæði fyrir og eftir til- kynningu Breta um lokun freð- fisksmarkaðsins. Þetta eru skrif blaðs ríkisstjórnar á fslandi um tvær aðalviðskiptaþjóðir okkar íslendinga, í raun og veru, sem stendur, einu þjóðirnar, sem við 'kiptum við nú, getum og þurf- um að skipta mikið við fram- vegis. Og þessi blaðaskrif stjórn- arblaðsins eru hér valin vegna bess, að þau snerta efni, sem okkur skiptir miklu máli í dag. En þau eru ekki undantekning frá reglunni, heldur þvert á móti. Þannig, meðal annars, er haldið á íslenzkum utanríkis- málum nú í svipinn. IV. Þegar þannig er ritað, er vissulega ekki giftusamlega stefnt, sem vikið verður lítillega að síðar. En það er heldur ekki úr vegi, þegar svona er skrifað, að þjóðin fái vitneskju um eitt- hvað fleira í sambandi við þessi fisksölumál. ÞaÖ er nú vitað manna á meðal, svo að hundruð- um skiptir, að minnsta kosti einn þeirra manna, sem rikis- stjórnin sendi til þess að kaupa togarana, hefir skýrt frá því að þeir hafi fengið þá vitneskju, er þeir komu til Bretlands, að brezkir útgerðarmenn töldu, að skipasmiðjurnar þar settu helm- ingi of hátt verð á togarana. Af þessum ástæðum höfðu ensku útgerðarmennirnir bund- izt föstum samtökum sín á milli um, að kaupa ekki togara af skipasmiðjunum, nema þær lækkuðú verðið um helming, eða nánar tiltekið, miðað við þá gerð togara, sem Bretar telja beztu gerðina, niður í tæplega 1 millj. íslenzkra króna. — í þessu þjarki stóð milli útgerðar- manna og enskra skipasmiðja, þ*gar sendimenn ríkisstjórnar- innnar íslenzku kom tiL Eftir að þeir höfðu rætt við milli- mann sinn um skeið, fengu þeir, svo sem frægt er, þriggja daga umhugsunarfrest, sem ríkis- stjórnin notaði til að gefa út j bráðabirgðalög og festa kaup á 30 togurum fyrir það verð, sem skipasmiðjurnar settu á þá, — verð, sem ensku útgerðarmenn- irnir töldu helmingi of hátt og höfðu myndað samtök gegn, til að fá lækkað úm helming. Síð- an var svo þetta verð hækkað um rúmlega y3 og þá orðið þre- falt það verð, 'sem enskir út- gerðarmenn vildu greiða. Að vísu eru þau .skip, sem fyrir þetta verð eru keypt, traustari og vandaðri, en mjög eru deild- ar skoðanir fróðrá manna um bað, hvort þau séu betri en þau, sem Bretar kjósa sjálfir. Þegar þetta hafði gerzt, sagði '-amninganefndarmaður ríkis- -tjórnarinnar, að enskir útgerð- armenn, sem áður var lítið um okkur gefið vegna stríðsgróða okkar, hafi snúizt gegn okkur Tslendingum, sem höfðum brotið niður þau samtök þeirra að koma verðlagi skipasmiðjanna ensku niður á heilbrigðan grund völl. Hann telur alveg vafalaust, að lokunin fyrir sölu ísfisks til austurstrandar Bretlands í sum- ar stafi frá þessum óvinveittu samtökum brezkra útgerðar- manna og lokunin á freðfisk- markaði til Bretlands muni og af sömu rót runnin. Ef þessi frásögn sendimanns- ins er rétt, höfum við íslend- ingar því með togarakaupum ríkisstjórnarinnar gert margt í senn og næsta óþarft að lýsa nánar slíkum vinnubrögðum fyrir þjóðinni. Það skilur þau hver maður, án þess að fyrir þeim sé lýst. V. Það hefir verið höggvið stórt skarð, sérstaklega í hinn dug- mikla hóp íslenzkra sjófarenda í þessari styrjöld. En þrátt fyrir þetta verðum við að gera okkur það ljóst, að það er litið svo á, meðal erlendra þjóða; að við íslendingar höfum sloppið flest- um þjóðum betur írá þessari hörmulegu styrjöld. Það, sem mest ber á og mest er um rætt, er auðsöfnun okkar, sem er til- tölulega meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. Það fer nú vissulega mjög vel á því, að við höfum sýnt hjálp- semi bágstöddum þjóðum, að svo miklu leyti, sem það er með smekkvísi gert. En að öðru leyti áttum við vissulega að nota þessa fjár- muni til framfara og til þess, að búa okkur betri framtíð — með forsjálni og framar öllu öðru án mikillætis. Það, sem okkur var náuðsynlegast af öllu var að forðast hófleysi. Við íslend- ingar áttum að vita það, og vitum það raunar, að nýríkur ma“?ur, sem er mikillátur af fjármunum sínum og eyðslu- samur, aflar sér sjaldnast ein- lægra vina eða sannrar virö- ingar. Hann á venjulega þá vini næstum eina, sem eru þeirrar tegundar, að vilja drekka öl hans meðan eitthvað er í könn- unni og nota eðaN ná fjármun- um hans. Það er mjög hætt við, og þess sky.’dum við hafa gætt, að staða nýríkrar þjóðar, sem breytir hliðstætt nýríka manninum, verður svipuð meðal þjóða, sem hún á nánust samskipti ,við, og hins nýríka manns meðal ein- staklinganna. Við fslendingar verðum með hryggð að viðurkenna, að við höfum ekkr farið fram með hóf- semd. Það ferðast nú fleiri ís- lendingar erlendis að tiltölu síð- an styrjöldinni lauk,, en frá flestum eða öllum öðrum lönd- um. Eyðslusemi þeirra meðal erlendra þjóða vekur athyg’i, umtal — og andúð. Við kaupum inn í landið glysvarning, sem fyllir hverja búð. Sendinefndir ríkisstjórnarinnar eru alls stað- ar á ferðalögum og vekja alveg '•érstaka athygli á sér fyrir það, að kaupa — kaupa fyrir hvaða verð sem boðið er, samanber ensku togarakaupin o.fl. Eyðslu- semi okkar hér innanlands vek- ur athygli þeirra, sem hingað koma og einnig um hana rita í erlend blöð. Allt er þetta ut- anríkisþjónusta og hún næsta áhrifarík, því að hún markar ~ín spor og viðhorf þjóðanna til okkar. — Lesendur geta rakið bessa hugsun lengur en hér verður ritað. En þegar við það ’~ætist, hvernig við skrifum um við|Skiptaþjóðir okkar, svo sem að framan er rakið, mætti svo fara, að þetta háttalag okkar allt yrði ekki til lengdar iðkað án þess að valda giftuleysi. En þess vegna er hér á þetta minnzt, að við íslendingar meg- um engan veginn við því að ganga þess duldir, hvers konar viðhorf við.erum að skapa okkur gagnvart öðrum og hvert kann að mega rekja orsakir þess. Það mun aldrei reynast þjóðinni til giftu, að ráðast með harðyrðum og getsökum á vinveittar þjóðir, þótt okkur virðist þær í ein- hverju breyta rangt gagnvart okkur. Við verðum að minnsta kosti jafnhliða réttmætum og djörfum aðfinnslum við aðrar þjóðir, að vanda okkar eigin framkomu gagnvart þeim og gætá þess, að hún sé virðuleg, drengileg og vammlaus. Þessa lexíu verður hin unga sjálfstæða þjóð að læra sem fyrst og læra vel. Það eitt getur skapað smá- þjóð þann sess vináftu og virð- ingar, sem henni er lífsnauðsyn meðal nábúa og viðskiptaþjóða. VI. AUar þjóðir gæta þess umfram flest annað, að einangrast ekki. Þær kappkosta að koma á vin- áttu- og viðSkintatengslum við ~em flestar þjóðir og efla þau og styrkja með margvíslegum bætti. Engin þjóð telur sig svo -ælduga. að hún hafi efni á að -anrækja betta hlutverk. Þegar við íslendingar athug- um afstöðu okkar meðal þjóð- anna, mun það verða l.ióst, að bún er að ýmm leyti veikari en æski’egt er. Við höfum næstum mgin tengsl við neinar þjóðir nema Norðurlönd-og hinar Eng- ilsaxnesku pjóðir. Sigurður Vordal prófessor hefir á það bent í glöggu blaðaviðtali, bvernig sambandið við Norður- ’önd heijjr veikzt og á sumum sviðúm rofnað í styrjöldinni. En •"00 höfum og í þessari heims- -tyrjöld komlzt í meiri kvnni við binar engilsaxnesku þjóðir, og bær hafa orðið nánari vinir okkar en áður. Þær hafa og verið, að kalla má, einu við- ~kiptaþjóðir okkar undanfarin -t.ríðsár og hljóta að verða aðal- -iðskiptaþjóðir okkar fyrst um ~inn. En ef við athugum sam- ’~and okkar við þessar tvær (Framhald á 2. síðu) 40 ára starfsafmæli Jón Þórðarson verkstjóri í Prentsmiðjunni Eddu á fjörutíu ára starfsafmæli nú um ára- mótin. Hann lærði prentiðn í Jón Þorðarson prentari Prentsmiðjú Austra á Seyðis- firði. Eftir það var hann stuttan tíma í Prentsmiðjunni Guten- berg og um átta ára skeið í ísafoldarprentsmiðju, en flutti sig um set í Acta haustið 1920 og vann þar meðan sú prent- .smiðja starfaði og eftir það í Eddu, er hún var stofnuð upp úr Acta. Hann hefir unnið að setningu við Tírnann frá ára- mótum 1920—21, að blaðið flutt- ist í Acta-prentsmiðju, og á þar orðið aldarfjórðungs starf að baki. Tíminn þakkar honum gott og ánægjulegt samstarf og óskar honum allra heilla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.