Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 8
KosrLLngaskrifstofa Framsóknarmanna er í Edduh.úsinu. Sími 6066. 8 | REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 29. DES. 1945 98. hlað AIVHfÁIÆTÍMAIVS 12. desember, miðvikudagur: Iran: Stjórnin sendi nýja áskorun til Breta, Bandaríkja- manna og Rússa um að flytja her sinn úr landi. Bretland: Brezka stjórnin, sem hafði ákveðið að flytja her sinn frá Iran íyrir 1. marz, til- kynnti að h|ún myndi ekki flytja hann í burtu meðan rússneskur her væri í landinu. Finnland: Finnskum blöðum bannað að birta varnarræðu Ryti og áheyrendum bannað að hlusta á síðari hluta ræðunnar. 13. desember, fimmtudagur: Bretland: Neðri málsstofan samþykkti að Bretar tækju am- eriska lánið með 345:98 atkv. Hún samþykkti og þátttöku Bretlands í Bretton Woods samkomulaginu með • 314:50 atkv. Danmörk: Horfur á þingrofi í Danmörku, því að stjórnin vildi ekki fallast á kröfu hinna flokkanna um 21 árs kosninga*- aldur í væntanlegum sveita- og bæjarstjórnarkosningum. Sýrland: Náðist samkomulag milli Breta og Frakka um brott- flutning á herjum þeirra þaðan. Fámennt herlið verður þó' eftir. 14. desember, föstudagur: Tyrkland: Tyrknesku stjórn- inni barst orðsending frá rúss- nesku stjórninni, þar sem hún mótmælti kröfugöngu tyrk- neskra stúdenta, er hafði beinzt gegn Rússum. Óttast er að hér geti skapazt alvarlegt ágrein- ingsmál. JÞýzkaland: Belsenfangaverð- irnir, sem höfðu verið dæmdir til lífláts, hengdir. 15. desember, laugardagur: Bretland: Undirbúningsnefnd Öryggisstofnunarinnar nýju á- kvað, að hún skyldi hafa sama- stað í austu^fylkj um Banda- ríkjanna. Búlgaría: Flest blöð stjórnar- andstæðinga bönnuð. 16. desember, sunnudagur: Rússland: Hófst í Moskvu fundur utanríkisráðherra Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Ungverjaland: Stjórnin leysti upp ungverskt-rússneskt verzl- unarfélag, sem hafði verið stofnað fyrir kosningarnar. 17. desember, mánudagur: Bandaríkin: Þingið sam- þykkti 1300 milj dollara lán til UNNRA. Iran: Iranstjórnin birti yfir- lýsingu, þar sem hún færði rök að því, að sjálfstæðishreyfingin í Norður-Iran starfaði á vegum Rússa. 18. desember, þriðjudagur: Kína: Kommúnistar friðmæl- ast við Chang Kai Shek og hafa sent nýja samninganefnd til viðræðna við hann. Bretland: Lávarðadeildin samþykkti ameríska lánið með 90:8 atkv. 19., desember, miðvikudagur: Þýzkaland: Bretar hafa tekið stjórn kolanámanna í Ruhr í sínar hendur. Bretland: John Amery tekinn af lífi. 1 ^ Bandaríkin: Truman sendi þinginu orðsendingu um nauð- syn þess að hafa öflugan her og flota. 20. desember, fimmtudagur: Rússland: Rússnesku blöðin birtu grein eftir sagnfræðinga, þar sem leidd voru rök að því, að Rússar ættu tilkall til nokk- urra tyrkneskra héraða. Danmörk: Danska stjórnin fékk því framgengt að kosninga- aldurinn við syeita- og bæjar- stjórnarkosningar yrði ekki lækkaður. Kemur því ekki til þingrofs. 21. desember, föstudagur: Tyrkland: Utanríkismálaráð- herrann lýsti yfir því á þing- fundi, að Tyrkir myndu ekki láta af hendi þumlung af landi. Þýzkaland: Patton hershöfð- ingi lézt af völdum bílslyss. Bretland: Stjórnin lagði fram frv. um ríkisrekstur á flugferð- um. 22. desember, laugardagur: Bretland: Stjórnin bannaði útflutning á hvers konar vopn- um til Spánar. Austurrílci: Stjórnin tilkynnti, að hún myndi aðeins krefjast hluta af Tyrol. 23. desember, sunnudagur: Jugoslavia: Bandaríkin og Bretland viðurkenndu hið ný- stofnaða lýðveldi. Finnland: Tanner og þrír mennpðrir, sem höfðu verið á- kærðir fyrir stríðsglæpi, en hafði verið leyft að ganga lausum meðan rannsókn málsins stæði yfir, voru fangelsaðir aftur. Fullvíst þykir, að Rússar hafi krafizt þess. 24. desember, mánudagur: Bandaríkin: Fraser, forsætis- ráðherra Nýja Sjálands, sem er staddur i Washington, sagði, að Ný-Sjálendingar og fleiri myndu krefjast þess, að stórveldin fengju ekki óskoraðan synjun- arrétt í Öryggisráðinu. Rússland: Horfur eru taldar á samkomulagi á ráðherrafund- inum í Moskvu. / * 25. desember, þriðjudagur: Rússland: Talið er fullvist, að samkomulag sé orðið um það milli stórveldanna, að halda allsherjar friðarráðstefnu fyrir 1. maí næstk. Java: Talið er horfa vænlegar um samkomulag þar. Bretland: Hollenzki forsætis- ráðherrann kom til London til að ræða við ensku stjórnina um Javamálin. 26. desember, miðvikudagur: Bandaríkin: 24. þjóðir undir- rituðu í Washington Bretton Woods samþykktirnar, er fjalla um stofnun alþjóðabanka, og margvíslega alþjóðlega sam- vinnu i fjárhagsmálum. Rússland: Lauk ráðherra- fundinum í Moskvu. Frakkland: Stjórnin lýsti yfir verðfellingu frankans. 27. ^esember, fimmtudagur: Rússland: Birt var skýrsla um árangurinn af ráðherrafundin- um. Samkomulag hafði náðst úm mörg mál, en öðrum var frestað, t. d. Irandeilunni. Frakkland: Franska stjórnin birti kröfu þess efnis, að hún fengi að vera þátttakandi í öll- um ráðstefnum um Balkanmál- in, en ráðherrafundurinn hafði orðið sammála um, að þríveldin ein skyldu gera friðarsamninga við Balkanríkin. JL þahtear öllwm stuðninfismönnum sínum fyrir samstarfið ú liðna úrinu otf óstear þeim ofi / öðrum viðsteiptavinum sínum ffleðilefis nýúrs. Maður myrtur í Reykjavík áannan dagjóla A annan jóladag gerðist sá at- burður í Reykjavík, að maður var myrtur í auðum hermanna- skála niður við höfn, skammt frá Sænska írystihúsinu. Var það Kristján Guðjónsson prent- ari í Gutenberg. Hann var 53 ára að aldri. Skömmu eftir miðnætti að- faranótt síðastl. fimmtudags kom maður inn í lögreglustöð- ina í Reykjavík og sagðist hafa íundið lík í mannlausum skála niður við höfn. Lögreglan brá þegar við og fann manninn liggjandi í blóði sínu innanvert á skálagólfinu. Lá maðurinn, sem reyndist vera Kristján Guð- jónsson, á gólfinu og virt- ist auðsýnilega hafa verið hreyfður til, eftir að hann féll til jarðar. Illræðis- maðurínn hafði fært hann úr jakkanum, þannig að ermarnar höfðu snúizt við og lá jakkinn á borði fram við dyr með blóð- ugum fingraförum morðingj- ans, sem hafði leitað í vösum að peningum og verðmætum munum. Sú leit hans mun þó ekki hafa borið neinn árangur, því að vitað var, að Kristján heitinn var enga peninga með á sér daginn, sem hann var myrt- ur. Við rannsókn á líkinu kom í ljós, að morðingjarnir hafa slegið Kristján heitinn þungt högg á munninn, því að tenn- urnar voru lausar og brotnar, er sennilegt talið að það hafi verið hnefahögg. Siðan hefir hann verið sleginn með barefli nálægt báðum eyrum. Talið er ljós, að morðinginn hefir ekki notað eggjárn við illræðið, enda hefir ekkert slíkt vopn fundizt. Myrkur mun hafa verið í skálanum, því að búið var að skera niður alla ljósaþræði og lágu þeir á borðum, sem eru meðfram veggjum skálans. Kristján heitinn hafði farið að heiman frá sér nokkru eftir jhádegi á annan í jólum og ætl- Kristján \ Guðjónsson aði að fá sér stutta gönguferð. Honum mun svo hafa dvalizt úti við og smakkað áfengi, og gefið þrem amerískum hermönnum í staupinu með sér. Um ferðir hans eftir klukfcan hálf fimm um daginn er ekkert vitað, fyrr en líkið fannst í skál- anum laust eftir miðnætti. Þeg- ar lögreglan kom á vettvang um 15 mín. yfir miðnætti var likið stirðnað. Morðinginn hefir ekki enn fundizt en bæði íslenzka og am- eríska lögreglan gera allt sem hægt er til að upplýsa þetta ógeðslega morðmál og hafa hendur í hári illræðismannsins. Samkvæmt nýjum upplýsing- um hefir all-mikilvægt vitni komið fram í málinu, en ekki er að svo stöddu talið tímabært að greina frá framburði þess, né frekari rannsókn málsins. Seytján ár eru liðin síðan : morð var síðast framið í | Reykjavík. Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavik er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl. 2—7 og á sunnudögum kl. 5—7. Sími 6066 Kjörskráin liggur þar frammi og ættu sem flestir að athuga hvort þeir, eða kunningjar þeirra, eru á kjörskrá. — of this Ciean, Family Newspaper The Christian Science Monitor from crime and sensation.il tiews . . . Free from political bias . .. Free from "special interest” control . . . Free to tell you the truth about world' events. Its own worid-wide staff-of corre- spondents bring ycu dn-the-spot news'and its meaning to you and your family. Each issue filled with unicue self-help features: to clip and keep. ■ The Christir.n Sclencc Publislilng: Soclety | One, Nonvay Street, Boston 15, Mass. j j Pleasc scitd samþle copies I—1 of Tbe Christian Scicnce Monitor. 1 ^ . ! City. Zone Sfate.... I PB-3 , I—í trial subscription. I eti- close $1 PnwUwíjcm CtUa L £ (jatnla &íóK „ÞRfR KÁTIR KARLAR“ (The Three Caballeros) Litskreytt söng- og teikni- mynd eftir snillinginn WALT DISNEY í myndinni koma fram söng- konurnar Dora Luz og Aurora Miranda og dansmærin Carmen Molina. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. —------------ - - ----------- Wýja Síc HEIMA ER REZT AÐ VERA (Home in Indiana). Falleg og skemmtileg mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika hinar nýju „stjömur" Lon Mc Callister, Jeanne Crain ásamt Charlotte Greenwood og Walter Brennan. Sýningar kl 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. Leikfélag Reykjavíkur it ♦♦ ♦♦ ♦♦ « :: SKÁLHOLT JÓMFRÚ RAGNHEIÐUR Sögnlegur sjónleikur í 5 þátturn eftir Gubmund Kamban Sýning annað kvold (sunnudag) kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 2—5 e. h. ATH. Tilgangslaust er að biðja leikendur eða starfs- , \ ' i fólk Leikfélagsins að panta aðgöngumiða. U R B Æ N U M Skemmtun. Næsta skemmtisamkoma Framsókn- armanna í Reykjavík verður í Lista- mannaskálanum föctudaginn íjórða í nýári. Hefst hún kl. 8,30 með hinni sí- gildu Framsóknarvlst. Fundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Baðstofu iðnaðarmanna rétt fyrir jólin. Formaður félagsins, Sigurjón Guðmundsson, setti fundinn með nokki-um orðum og síðan var fundarttjóri kosinn. Valinn var Vigfús Guðmundsson en fundarritari Kristján Friðriksson. Bygginga- og húsnæðis- mál Reykjavíkur voru aðalumræðu- efnið og tóku til máls þeir Guðlaugur Rcsinkranz, Sigurður Baldvinsson, Ey- steinn Jónsson, Guðjón F. Teitsson, Egill Sigurgeirrson, Jens Hólmgeirs- son, Guðm. Kr. Guðmundsson og Guð- brandur Magnússon. Umræðurnar voru fjörugar og margt mjög athyglis- vert, er kom fram* í þeim. Margir nýir félagsmenn bættust í félagið og allur var fundurinn hinnn ánægjulegasti. í viðtali við Guðjón Ó. Guð- jónsson, sem birtist' á 6. síðu í seinasta blaði, féll niður ein bók, sem Guðjón sagði tíðindamanni blaðsins frá. Er það bók- in „Fjallamenn" eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. í þeirri bók eru ferðasögur, og er bókin skreytt með um 100 ljósmyndum og 100 málverk- um sem höfundurinn hefir gert. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn fyrir nokkru síð- an. Gefin var skýrsla um starfsemi félagtins á liðnu starfsári. Á aðalfundi félagsins í fyrra var kosin nefnd til að gera breytingar á tilhögun skóg- ræktarfélagartna, sem í voru Hákon Bjárnason, dr. Helgi Tómasson, Her- mann Jónasson alþm., Ingvar Gunn- arsson og Jón Pálmason. Nefndin skilaði áliti á fundinum og lagði til að Skógræktarfélag íslands yrði í framtíðinni sambandsfélag skógrækt- arfélaganna, enda verði þá stofnað sérstakt skógræktarfélag fyrir Reykja- vík. Félagið hefir afhent Reykjavíkur- bæ girðingarefni til að afgirða Heið- mörkina og vonast félagið eftir að verkið verði framkvæmt á næsta vori. : Aðalfundur Þjóðræknis- félagsins, var haldinn nýlega. Á fundinum kom fram tillaga, sem samþykkt var, þess efnis, að starfsemi félagsins væri færð út og komið á sambandi milli þess og annarra félaga íslendinga er- lendis. Stjórn félagsins var falið að athuga málið. Á fundinum fluttu er- indi Vestur-íslendingarnir Valdimar Björnsson og Árni Helgason. í stjórh Þjóðræknkfélagsins elga nú sæti: Éig- urgeir Sigui'ðsson biskuþ, ívar Guð- mundsson blaðamaður, Henrik S. Björnsson deildarstjóri, Ófeigur Ó- feigsson læknir og Ingl H. Bjarnason efnafræðingur. Herluf Clausen » stórkaupmaður varð fimmtugur 28. þessa mánaðar. Pétur Benediktsson sendiherra íslands í Moskvu, er ný- lega kominn hingað til lands. Knútur Arngrímsson skólastjóri við Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga lézt hér í bænum á annan dag jóla. Banamein hans var hjartabilun. Hann var 42 ára gamall. Nýr læknir, Friðrik Einarsson hefir tekið til starfa í Reykjavík of hefir opnað lækningastofu í Túngötu 3, sími 3751. Friðrik hefir stundað læknisfræðinám og síðan starfað sem læknir í Dan- mörku. Veðurstofan flytur. Um þessar mundir er veðurstofan að flytja úr húsnæði þvi, sem hún hefir verið í í Landssímahúsinu undanfarin mörg ár. Flytur stofnunin starfsemi sína í hið nýja hús Sjómannaskólans óg fær þar rúmgott húsnæði til afnota. Kíghóstí breiðist út. Kíghósti gengur nú í bænum og hef- ir héraðslæknir varað fólk við að láta börn, sem ekki hafa fengið kíghósta, fara á * jólatrésskemmtanir og aðrar hópsamkomur. Hann telur þó út- breiðslu veikinnar ekki öra og veik- ina yfirleitt væga. Seinustu dagana hefir þó borið meira á veikinni en áður og virtist vera kominn meiri skriður á útbreiðslu hennar. Byggingarfélag stofnað. Byggingafél. barnakennara í Rqykja- vík var stofnað hér i bænum s. 1. laugardag. 30 kennarar gerðust þegar félagar. Framhaldsaðalfundur verður haldinn í dag í Miðbæjarskólailum. \ Stúlka rænd. 27. þ. m. tilkynnti stúlka hér í bæn- um lögreglunni að hún hefði farið út úr herbergi sínu og verið fjarverandi i fimm mínútur, en þegar hún kom aftur var horfin taska, er hún átti og í voru 650 kr. í peningum, tvær brjóst- nælur úr gulli, silfurarmband og fleiri hlutir. Hjónaefni. / Á Þorláksmessu ^pinberuðu írúlofun sina ungfrú Þórdis Eiríksdóttir frá Gunnólfsvík og Kristvin Kristinsson bifreiðastjóri hjá Mjólkursamsölunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.