Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 6
TÍMIM, langardaginm 29. des. 1945 98. !>!*?§ SJOTUGUR: Karl Finnbogason fyrrverancll skólasfjóri á SeylSisfirði. Karl Finnbogason fyrv. skóla- stjóri er fæddur 29. des. 1875 að Arnarstapa í Ljósavatnsskarði. Hann varð því sjötugur 29. þ. m. Þjóðkunnur maður er Karl fyrir löngu og á því vel við að minnast hans á þessum tíma- mótum i ævi hans. Hann lauk námi í Möðruvalla- skóla árið 1895. Næstu árin á eftir eða til ársins 1901 stundr aði hann barnakennslu og sveitavinnu í Bárðardal og Eyja- firði. Til Danmerkur fór hann árið 1901 og stundaði þar nám og lauk prófi í Blaagaards Seminarium árið 1904. Síðan gekk hann í kennaraskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar námi árið 1908. Frá því ári og til ársins 1911 var hann kennari við Kvennaskólann og Gagn- fræð'askólann á Akureyri. Frá árinu 1911 og til síðastliðins hausts hefir hann verið skóla- stjóri við barnaskólann og ung- lingaskóla á Seyðisfirði. Auk framantalins námsferils og kennslustarfa hefir Karl haft mörg önnur störf með höndum. Árin 1916 til 1931 rak hann búskap samhliða kennslustörf- unum, Árin 1914 til 1916 sat hann á Alþingi fyrir Seyðisfjarðarkaup- stað. Einnig hefir hann verið bæjarfulltrúi fyrir sama stað frá 1913 og til síðustu ára. Formaður Síldarbræðslu h.f. á Seyðisfirði hefir hann verið frá árinu 1935. f yfirskattanefnd Norður- Múlasýslu og Seyðisf j arðar- kaupstaðar var hann frá ár- inu 1928 og í skattanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar árin 1921 til 1927. Ásamt nokkrum öðrum mönnum stofnaði hann Kaupfélag Austfjarða, einnig var hann einn af stofnendum H.f. Síldarbræðslan, Seyðisfirði. Auk þessa hefir hann gengt ýmsum öðrum minni háttar trúnaðarstörfum. Við ritstörf hefir Karl fengizt allmikið, og hefir komið út eftir hann Landafræði handa börn- um og unglingum, í allmörgum útgáfum. Auk þessa hefir hann ritað margar greinar í blöð. Eins og af framanrituðu sést hefir Karl Finnbogason ekki verið neinn meðalmaður til Karl Finribogason starfa, enda mun það hiklaust vera álit þeirra, er hann þekkja bezt, að hann hafi verið í fremstu röð gáfumanna hér á landi á sinni tíð. Á meðan Karl var á léttasta skeiði var hann óvenjulega fjör- mikill, ötull og ósérhlífinn til allra starfa. í blóma lífsins vakti Karí sérstaka eftirtekt vegna gáfulegs og aðlaðandi útlits. Þó ellin hafi nú sett sín spor á hann gleyma þeir því ekki, er sáu hann þá. Karli Finnbogasyni bera með réttu'alþjóðarþakkir fyrir þýð- ingarmikil og vel unnin störf. Hann hefir verið og er einn af ágætustu sonum sinnar þjóðar. Karl er kvæntur þrekmikilli ágætiskonu, Vilhelmínu Ingi- mundardóttur frá Sörlastöðum í Seyðisfirði. Þau eiga 6 uppkom- in börn, 5 dætur og 1 son. S. B. Miimicigarorð: Gísli J óhannesson frá Gröf. Okkur, vini Gísla heitins Jó- hannessonar frá Gröf í Skaftár- tungu, setti hljóða, þegar lík hans var flutt heim til foreldra- húsa til greftrunar. Ekki svo að skilja, að það dimmdi yfir okk- ur af sorg, því að yfir minningu Gísla verður ævinlega bjart í hugum þeirra, sem þekktu hann, heldur af hinu, að okkur fannst, að slíka menn, sem hann var, mættum við sízt missa úr hópn- um. Það var bjart yfir æsku- heimili hans og stafaði sú birta ekki sízt af honum, hinum gáf- aða, listelska og góða manni. í kring um hann var alltaf hlýtt, svo var hjarta hans gott, og í kring um hann var eins og allt væri hreint, svo var sál hans vammlaus og hrein. En samvist- ir við slíka menn eru vinunum dýrmætar. Lífsreynslan kom yfir hann snemma, þegar heilsan brást, en þá var samt eins og bjartast yrði um hann sjálfan, svo göfgandi var að koma að sjúkrabeði hans, að þaðan fór hver maður betri en hann kom. Þá var eins og Ijómuðu enn betur en áður þeir góðu hæfileikar, sem hann var gæddur. Hljómlistargáfa hans var rík og þess nutu þeir, sem á organleik hans og söngstjórn hlýddu í Grafarkirkju. Skáld- skapargáfu var hann gæddur, og af henni nutu vinir hans, sem hann lét heyra ljóðin sín. Til hans stóðu miklar vonir foreldra og annara vina, og þótt hann sé nú horfinn af jarðneska sjónar- ^viðinu viljum við ekki segja, að þær vonir hafi brugðizt. Vissu- lega rætast þær, þótt þær ræt- ist með öðrum hætti en við höfð- um búizt við. Svo góðar gáfur finna dýrlegt verksvið í þeim nýju heimkynnum, sem hann dvelur nú í, svo miklir mann- kostir verða þar vissulega að miklu metnir. Þess vegna er þrátt fyrir allt bjart að hugsa til hans, og svo mun þeim finnast, móður hans, föður, systkinum og vinum eystra, sem við Skaftfellingar hér syðra sendum hjartanleg- ustu kveðjur. Nú eru jólin í nánd, og á jóí- unum er okkur gjarnt að hugsa til góðra viná í fjarlægð, og þá einnig til þeirra, sem yfir landa- mæri heimanna eru farnir. Þangað sendum við Gísla hjart- anlegar kveðjur með þökk fyrir bað, sem hann var okkur sam- ferðamönnunum. Og þegar við hugsum þannig til hans, er eins og við sjáum hann fyrir okkur í nýju heimkynnunum, glaðan og hraustan. Við sjáum hann fyrir okkur stunda þá iðju, sem honum var kærust, og við finn- um fögnuð hans, þegar hann ’eikur og sýngur með lofgerð og gleði: Þín náðin, drottinn, nóg mér er, bví nýja veröld gafstu-mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll. Skaftfellingur. Upphaflega var svo til ætlast að minningarorð þessi birtust í blaðinu fyrir jól, en vegna þrengsla gat það ekki orðið. Stúlkur óskast til fiskflökunar eft- ir árámótin. Hátt kauþ', frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Nú eru allar (slendinga- sögurnar fáanlegar aftur * X Vegna hinnar feikilega miklu sölu á íslendingasögunum undanfariff, hafa margar íslendingasögur selzt algerlega UPP og þaff á svo örskömmum tíma, að ekki var viðlit aff prenta þær upp aff nýju eins fljótt og nauffsyn krafði. En nú er svo komiff, að þér getið strax í dag eignazt hina vinsælu alþýðuútgáfu af íslendingasögunum, sem kennd er við Sigurð Kristjánsson, bókaútgefanda. íslendingasögurnar kosta ALLAR kr. 195.20, og er það svo lágt verð, að ekkert annað útgáfufyrirtæki býður yðnr jafn hagstætt verð hvað þá lægra. Og svo er annað, sem alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögunum býð- ur yður til viffbótar og framyfir allar aðrar útgáfur af íslendingasögunum, en það er Sæmundar Edda, Snorra Edda og Sturlunga saga fyrir aðeins kr. 98..25. Kosta þá íslendingasögurnar ALLAR ásamt Sæmundar og Snorra Eddu og Sturlunga sögu I—IV samtals aðeins kr. 293.45. Allir sannir íslendintiur viIjja að sjjálfsöqðu því aðeins eifía íslendinfíasöfíurnar, að Stemundar Edda, Snorra Edda ofí Sturlunfíu safíu ffílfíi með. erk nýjung er það, að vandaður uppdráttur, prentaður í tveimur litum, fylg- ir nú Njáls sögu og einnig Laxdæla sögu. — Þeir, sem nú þegar eiga hina ágætu alþýðuútgáfu Sigurðar Kriátjánssonar af ís- lendingasögunum, geta fengið þessa uppdrætti keypta sérstak- lega. „íslendingasögurnar eru dýrustu gimsteinar bókmennta vorra, og þjóðinni hollastar aff lesa allra bóka. Þær eru handa mönnum á öllum aldri, enda eiga þær aff marglesast. Meffan þú ert barn þykir þér gaman aff viffburffunum, sem opt eru margbreyttir og skemmtilegir, en stund- um áhrifamiklir og sorglegir. En er þér vex fisk- ur um hrygg og eykst sálarþroski, þá fyrst lær- irffu aff dást aff snilldinni á frásögninni og meta rétt skapkostu og skaplöstu söguhetjanna. ís- lendingasögurnar eru brunnur, sem seint effa aldrei verffur atfsinn í botn.“ — (UNGA ÍSLAND I, 10,). f J slendingar viljum vér allir vera“ Sigurffur Kristjánsson bókaútgefandi gaf ís- lenzku þjóffinni fyrstur manna kost á heildarút- gáfu af íslendingasögunum. lakmark Sigurðar var aff útgáfan væri vönduff og ódýr, svo ódýr, aff hver einasti íslendingur gæti eignazt íslend- ingasögurnar. Hann valdi jafnan hina færustu menn til að búa íslendingasögurnar undir prent- un og kröfuharffur var hann um pappír og prentun, enda er frágangur allur svo vandaður, aff hann stenzt ágætlega samanburff enn í dag við affrar íslenzkar og dýrari bækur. íslenzka þjóðin mat þetta fyrirtæki Sigurðar að verffleik- um með því aff kaupa íslendingasögurnar svo ört, aff endurprenta varff margar þeirra aff skömmum tíma liffnum og eru þær gefnar út og keyptar enn í dag meir* en nokkru sinni áffur. Enda hefir alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánsson- ar af íslendingasögunum jafnan verið trú hin- um upphaflega tilgangi sínum, sem er að sjá yff- ur fyrir ódýrri og vandaffri útgáfu af íslendinga- sögunum, Sæmundar Eddu, Snorra Eddu og Sturlungasögu. „Meff íslendingasagnaútgáfu þessari hefir Sigurður Kristjáns- son bókaútgefandi reist þjóffinni þann einingarvarffa, sem hún á öll og má skipast um; þaff er kraftur frá fornöldinni, sem felst í sögum þessum, svo mikill og ósvikinn kjarni, svo mikil þjóðleg alefling í anda þeirra og máli, aff þær eiga að vera lesnar á hverju heimili. Allar þjóffir Norffurálfunnar, aff minnsta kosti fyrir norffan Alpafjöll, öfunda oss af þessum dýrustu fornmenj- um, og reyndu sumar þeirra um tíma aff eigna sér sumt af forn- ritum vorum. Svo þóttu þau dýrmæt; og enginn vafi er á því, aff annan auff eigum vér ekki betri og dýrmætari .... það er málið, sem vér tölum, þessi yndisfagra tunga, sem er jafnborin systir grískunnar og latínunnar aff fegurff og krafti og kjarnyrðum .... Þaff er varla auðiff aff lesa svo sögurnar, aff oss fari ekki aff renna blóðiff til skyldunnar meff þaff, aff reyna að halda máli voru svo hreinu og ómenguffu sem oss er framast unt. Og í gegnum sög- urnar gengur eins og rauður bráður sú tilfinning að sjá sér far- borffa gegn öllum útlendum áhrifum og útlendri ásælni, sem aff síffustu kreppir sig saman einhverju dauðahaldi, þegar hið forna frelsi var horfiff, í þesum orffum: „íslendingar viljum vér allir vera“. Úr sögunum andar aff oss stöffugt sama sjálfstæffistilfinn- ingin, sem varði ísland fyrir útlendri ásælni Noregskonunga í mynd landvættanna á dögum Haraldar hins hárfagra, og fram- komu Einars Þveræings á dögum Ólafs konungs helga.“ (NÝJAR KVÖLDV. I, 8). Kaupið íslendinfíasöfíurnar ódýrt strax í dafí hjjá ntesta bóhsula, eða beint frá ohhur, burðarfíjjaldsfrítt. BÓKAVEIIZU. SIGUHÐAR KRISTJAASSOAAR Rankastræti 3. Þér þurfið því ekki að bíða lengur eftir íslendingasögunum, * því Islendingasögurnar bíða nú innpakkaðar eftir yður. C3 psí U3 u o rO g « o U M « ES O « a _ ■■a g ocsioooot^oor^o rH *H CJ rH owwoowifiooowowifloinwoowwwifií ONÞOinCOOÞNNOOONHOhNinHMHHHl r-fOCOeÓiHoÍoÍoÍiHiHiHCOlÓn5eÓ*ííOíiHOÍcJTHiHiHi ce *a u •M % • fci B & 0 'S s ° g fc I H S.s ■2 <? co rt bn .3 “ S ra , cá kS“ ‘ÞH rt bn N S w • ce' s ■l§ * bn' ' tfí zb eí rt .2 SfS U W3 , ‘O fiá I 's 1 ,8‘O-S - * rt tn bf> ei rt w ui „ u> rt £ tn bn o h rt m rt m rt § *rt H H »r-j ÍSO fc »8* “\£.5 2.5 * tl & “ " KCf; T3 >2 H X t 'O rt >■. W W ÍH • bfi ■ .9 • So . .9 M &\ rt < u w h H ~ rt 3* ko rt . .. rt «1*2 a g <t ri S K A b > •ÍJ g1 sl sg rt - bf ^ rt g, sp trj on rt rt co öí «« Iá! JZ flj *r-j H rt * * a . . . . rt # • • * u : c . g SS3 £ S, Ö >3 C3 3 » 3 Ol » rt • TJ •'S . ho o w tn Ow1 A'tá M > rt b| 5.o 3 g rt o rt bn “ ba S) g ^ w s ••! rt . Ö £.3 h l!l rt *r bn • S rt j h " S.3 g s » c fc; M rt rt w III l»A 0) GO rt . _ rt wM i 3 ’M 2 ? cj ** M ■ t. » ea & U* C U o .9 o A W A H CO Tjnfi M O O H N CO HlfiOí'MOOHNMHWOÞOOOOHNM^W _ _ H,H HHHHNNNCQNNMNNNMMMMCOCOCOCO S> e rt ^ I-ö rt 8, w •** g&n « ,g ui d A ui . T3 S t fi « S3 > C o> a ð. in o xti có ?H rH Ú I p p o r- có oó có & > «o r- oo oo cn rt , 'd .. w é u u* ts 3 « H C EsS « | d W rt rt ci rt bn bn bn bn rt rt rt rt Ifl tfi w «> rt rt rt rt b! bf br fcf Ö Ö Ö c P 3 s s TI ’S T3 3 3 3 3 rt tl 3 ® a s-S I“! u a bu - rt 9 T3 Ers JO W Xfi -O 1 U n e .2 es 53 S ö S ► A 2 _ *p< 9 •& 3 S T5 W m ca inmwvi y0) P «s C :0 fl 2 s a ■c c •rt O aj oí2 Ph S 3 e es .S x i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.