Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 3
98. Mað TÍMEVIV, langardagiim 29. des. 1945 3 Halldór Kristjánsson.: Þ 0 R P I (Fjórða grein) O K K R I Meimtamál. Menntamál héraðanna er eitt af því, sem ekki má gleymast í alhliða viðreisn þeirra, Mörgum manninum hefir fundizt að hann yrði nauðugur viljugur að flytja til Reykjavíkur vegna menntunar bárna sinna. Það hefir verið að því stefnt, að slíta skólana úti um land úr öllum tengslum við mennta- skólana. Þannig hafa Reykvík- ingar fengið betri aðstöðu en aðrir menn, til þess að njóta æðri menntunar. Það er talsvert atriði að stunda nám í mennta- skólanum frá byrjun til þess að komast áfram, því að nemendur hans sjálfs hafa á ýmsan hátt betri skilyrði til að komast i efri bekkina en þeir, sem lært hafa annars staðar. Það1 er næsta eðlilegt, að fólki hafi ekki þótt fýsilegt að senda börn sín til náms i Reykjavik. Það er dýrt að kosta nemendur þar fjarri heimilum sínum. Auk þess munu margir foreldrar vilja hafa unglingana á heimil- um sinum. Það þykir bæði skemmtilegra og tryggara. Það er ekki svo auðhlaupið að því, að koma ungu námsfólki fyrir á góðum heimilum og auk þess lengstum vafasamt hvort það fellir sig eins vel viö þau og æskuheimilið. En að senda ó- ráðna unglinga til náms i fram- andi borg, án þes að tryggja þeim i athvarf og vernd góðs heimilis, er.næsta vafasöm ráð- stöfun. Það, sem liggur fyrir að gera i þessum málum, er því fyrst og fremst að bæta skólamál hér- aðanna. Framsóknarflokkur- inn hefir alla tið að því unnið. Það má minna á menntaskól- ann á Akureyri, sem hefir skap- að ómetanlegt mótvægi gegn einræði og ofríki Reykjavíkur, þó að hann sé nú ónógur og næsta sporið sé menntaskóli í sveit. í öðru lagi eru svo héraðs- skólarnir og gagnfræðaskólar kaupstaðanna. Þýðing þeirra hefir alla tíð verið mikil og er ennþá. En það sem nú liggur fyrir í rökréttu og beinu fram- haldi af þvi, sem gert hefir verið, er að veita þeim rétt gagnfræðaprófs, sem jafngildir gagnfræðaprófi menntaskól- anna. Ekkert annað er jafnrétti milli landsmanna. Án þess ýæri þeim mismunað eftir búsetu. En það er hvorki hyggilegt né heiðarlegt að láta réttinn til háskólanáms vera bundinn við búsetu. í þriðja lagi er svo ýmiskonar sérnám. Of lítið hefir verið gert að því að veita mönnum kost á því utan Reykjavíkur. Fiskifé- lag íslands hefir að sönnu gengizt fyrir námskeiðum í skipstjórn og vélgæzlu úti um land, og verður það seint of- metið. En betur mætti búa að þeirri fræðslustarfsemi. Sýnist ekki um of, þó að sú kennsla yrði að einhverju heimilisföst í útgerðarhéruðum landsins. Þá er iðnnámið. Margir iðn- aðarmenn úti um land hafa nemendur, en oft er um það talað, að illa sé borgið bóklegri fræðslu þeirra. Verði hún nem- endunum ekki svo notadrjúg er skyldi en meisturunum þó nógu dýr. Þetta, þykja auðvitað mik- il meðmæli með stöðum eins og Reykjavík og kaupstöðum þeim, sem hafa fasta iðnskóla, og verð- ur oft til þess, að þeir njóta vinnu nemanna. Nú er svo komið, að nám í iðnskóla' er stundað eins og hvert annað skólanám, þannig, að iðnnemar vinna ekki erfið- isvinnu á meðan. Þá er það heldur ekki nauðsynlegt, að þeir stundi námið á sama stað og beir vinna. Nærliggjandi þorp og héruð geta því sameinast um iðnskóla fyrir sig. Þetta er nýtt viðhorf, sem taka verður til greina sem fyrst. Iðnaðar- mannastéttin úti um land þarf að endurnýjast og-vaxa. Hún á að byggja upp bæi framtíðarinn- ar. Héruðin verða því að sam- einast um fasta og myndarlega iðnskóla, svo að hægt sé að stuntja iðnnám úti í héruðun- um við skilyrði, sem eru sam- bærileg við það, sem er í höfuð- borginni sjálfri. Svo er þá í fjórða lagi undir- staðan sjálf, þar sem barna- fræðslan er. Hér skal ekki fjöl- yrt um hana. Segja má, að til- lögur milliþinganefndar í skóla- málum, þær sem nú liggja fyrir Alþingi sjái eftir atvikum vel fyr\r hinni almennu fræðslu ef að lögum verða og framkvæmd- ar. Nokkur smærri atriði orka tvímælis og mun svo jafnan verða. En í heild eru þær til- lögur mjög í samræmi við starf Framsóknarflokksins, að jafna metin milli íbúa smárra og stórra staða, um aðstöðu og skilyrði til þess að njóta gjafa menntagyðj unnar. Hér er. ekki hægt að ganga begjandi framhjá því, sem gert hefir verið fyrir frjálst menn- ingarlíf í lancSinu. Lestrarfé- félög fámennisins fá fastan, opinberan styrk. Og iþróttalög- in frá 1940 opna ótal leiðir til hýlbrigðrar íþróttamenningar Þessum störfum þarf að halda áfram. Það má ekki gera góð lög óvirk, með því að fella nið ur fjárgreiðslur samkvæmt þeim. EeilMgðismál. Það er ekki neitt hégómamál hvaða öryggi menn eiga við að búa í heilbrigðismálum. Nokk ur dæmi eru til þess, að menn hafi flúið úr héruðum landsins vegna læknaleysis og slíkra á- stæðna. Ýmsir eru þannig sett- ir, að þeir þurfa daglegt nábýli við lækni vegna fjölskyldu sinn ar. Mikil brögð hafa verið að því, að læknishéruð væru auð og yfirgefin og næstu héraðslækn ar yrðu að bæta þeim við þjón- ustusvæði sín. Úr þessu hefir verið reynt að bæta með ýmsu móti og gengið misjafnlega Einna drýgst mun reynast þessu sambandi að héruðin eigi læknisbústaði og sjúkraskýli við sitt hæfi. Læknirinn verður að eiga sæmileg skilyrði til íbúð- ar og starfs, svo að menn geti ætlazt til þess af honum, að hann vilji embættið. Það er allt annað en glæsi- legt fyrir ungan embættismann — og gildir þar einu um lækna og kennara, — að flytja í ó- kunnugt hérað og verða að sæta einhverjum ókjörum með hús- næði. Mörgum finnst það frá- gangssök að verða að hrekjast milli misjafnra leiguíbúða með |misjöfnum kjörum eða ráðast í húsakaup eða oyggingar, án þess að vita hve lengi þeir dvelja þar. Þetta verður oft til þess, að héraðið fer á mis við góða starfskrafta. Það verður því á allan hátt svipminna og ómerki- legra og hrörnun þess heldur áfram, þar sem gott mannval myndi oft geta snúið straumn um við og unnið hérað sitt upp. Það er því mikil nauðsyn að læknishéruðin séu aðlaðandi. Góður læknisbústaður með hentugri vinnustofu og skilyrð- um fyrir læknirinn til að hafa nokkra sjúklinga í sjúkrahúsi við sæmilegan aðbúnað eru nauðsyn hyers læknishéraðs. Það er engin sanngirni að ætlazt til þess, að maður, sem á marga vegi færa, setjist niður þar sem hann verður að vera á hrakn- ingi með fjólskyldu sína og sjúklinga og hefir auk þess af- leit starfsskilyrði. Það er þess vegna mikið mál, að ríkið standi við þá stefnu, sem upp hefir verið tekin, og mæti óskum og framlögum hér- aðanna með því að annast sín- ar greiðslur á mótj, svo sem lög standa / til. Það hefir verið rætt ura ýms ráð önnur til að tryggja hér- uðunum lækna og hafa þau bæði kosti og galla. Hér verða bau ekki rakin,' en það eitt sagt ið lokum, að við þessi mál má ekki skiljast fyr en sæmilega er 'éð fyrir rétti og öryggi þess fólks, sem í héruðunum býr. 'Tafmagiismálitl. Undanfarin mlsseri hafa stað- !ð yfir umræður um rafmagns- mál þjóðarinnar. Sú djarfa og ’tórhuga tillaga hefir komið pram, að þjóðfélagið tæki að sé^ 'ð gefa öllum landslýð kost á -afmagni m,eð svipuðum kjör- um. Um þetta hafa verið háðar 'narnar deilur. Því hefir verið haldið fram, að þar með væn f’arið fram á ómögulega hluti Vramkvæmd þessarar hugsjön- ar væri svo dýr, að undir því vrði ekki risið. Hér skal á það bent, að and- mælendur þessarar hugsjónar halda sér jafnan við það i ræð um sínum og ritum að ætlazt 'é til þess, að leiða rafmagn frá stórum stöðvum í hverja sveit og hvert heimili landsins. Þetta er þó þeirra eigið heilafóstur oa annað ekki. Hugsjónin er byggð á því, að allir hafi jafnan rétt til þeirra möguleika og þæg- inda, sem rafmagnið veitir. Þsð vilja menn að ríkisvaldið við- urkenni í orði og verki. Hitt verður svo að fara eftir áliti, fróðustu manna hvar henta þyk ir að leiða rafmagn frá stórum stöðvum. En þar sem það nær ekki til, á fólkið siðferðilegan rétt til þjóðfélagslegra aðgerða svo að það fái rafmagn með sambærilegum kjörum við aðra Það er þetta jafnréttissjón armið, sem lagt var til gruird vallar frumvarpi því til raforku iaga, sem milliþinganefnd í mái- inu flutti ■ í fyrra. Framsóknar- flokkurinn stóð óskiptur að þv máli, einn allra flokka. Enn er það sannfæring hans, að hér verði að byggj a á þessum grund velli j afnréttisins. Verzlmiin. Það er ekki hægt að ganga framhjá því, sem er höfuðorsök þess, hvernig hallar á þorpin í skiptunum við Reykjavík. Það eru verzlunarmálin. Reykjavík býr og hefir búið við þau forréttindi.að níu tíundu hlutar af allri innflut-nings- verzlun landsmanna fer um hennar hendur. Við það skap- azt mikil atvinna þar og er þó ekki mest um það vert. Aðalat- riðið er það, að verzlunin hefir dregið til sín óeðlilega mikið fjármagn. Fjármagnið leitar fyrst og síðast inn í verzlunina vegna þess, að hvergi fær það að ávaxta sig eins vel. Þáð er áreiðanlegt að enginn háski væri því fyrir alþýðu Reykjavikur, jó að þrengt væri að silki- klæðnaði þeim, sem sýndur er og seldur í borginni svo að nokk- ur herbergi, sem nú eru höfð til verzlunar, losnuðu til annarra hluta. Verzlunin er í mörgum atrið- um arðvænlegri en heppilegt er í samanburði við aðra atvinnu- vegi,x þá, sem einkum má kalla bjargræðisvegi þjóðarinnar. Það er óumdeilanlegt, að ef miðað er við alþjóðarhag heldur verzl- unin alltaf hjá sér miklu af fjármagni, vinnuafli og hús- næði. Og þr»ð er vegna þess, að málum þjóðarinnar hefir ver- ð stjórnað svo, að verzlunin fékk þetta aðdráttarafl. Þetta er í sjálfu sér alvarlegt jóðmál, en það verður ennþá alvarlegra þegar þess er gáð, að meginhlutinn af þessu saman- dregna fólki og fé verzlunarinn or er í Reykjavík. Fjármagn og vinnuafl, sem átti að bera uppi blómlegt atvinnulif hringinn i kringum landið er nú komið í Tlingurverzlanir og skranbúðir ; Reykjavík. Menn verða að gera sér ljóst, rvílíka blóðtöku hér er um að "æða og sameinast síðan um ráð gegn henni. íslenzka þjóðin má ekki við því, að öllum hér- ðum landsins blæði út gegnum verzlunina í Reykjavík. Þau úrræði, sem fyrir hendi >ru, geta verið ýmis konar og kal ekki fjölyrt um einstök /máatriði. En nokkuð skal þó nefna. Það verður að greiða fyrir bví, svo' sem hægt er, að inn fluttar neyzluvörur fari á land í því héraði, sem notar þær, og fyrr ekki. Við þetta verður að miða samgöngukerfi landftns Það verpur að breyta því hlut falli, sem nú er á arðinum af verzlun og framleiðslu. Það verður að efla verzlunar- ’amtök fólksins sjálfs og gefa 'amvinnufélögunum kost á að vaxa eins og fólkið vill styrkja bau. Lögverndað arðrán undir valdboðinni skiptingu innflutn- ings, svo að fólk neyðlst til þess að verzla við einstaklingsfyrir tæki vegna þess, að verzlun þess sjálfs fær ekki vörur, má ekki eiga sér stað. Mönnum er ekki svo ljóst, sem vera teetti,hve þýðingarmikið það er, að kaupfélögin festa arðinn af verzlun viðskiptamanna sinna heima í héraðinu. Á þann hátt gefst mönnum tækSfæri, sem beir mega ekki sleppa, í barátt- unni- fyrir sjálfstæðri tilveru •héraðanna. Hér má ennfremur minna á bað, sem Halldór Kiljan Lax- ness sagði með sanni í tímarit- inu Rétti 1934, að Framsóknar- flokkurinn hefði allra flokka drengilegast unnið að því, að færa verzlunina í þjónustu al- Bör Börsson verður lengi í minnum hafður á okkar landi, og sennilega er hann sú persóna skáldsögu, er mest og bezt hef- ir skemmt þjóðinni á' síöustu árum, þó að til séu einstöku vandlætihgapostular, sem ekki hafa getað stillt sig um að hafa horn í síðu hans, frekar en flestu því, er orkar að lfetta drunganum og þunganum af okkar góðu þjóð. En látum það liggja milli hluta og lofum þeim, sem það vilja, að agnúast við Bör. Hitt skiptir hér máli, að nú er kom- ið út annað bindi af Bör'Börs- son, þýdd af þeim Helga Hjör- var og Karli ísfeld. Skipti Skipti Helga við Bör þekkja allir frá tímum útvarpssög^ '^nnar og af fyrra bindinu, en hins vegar er Karl nýr af nál- inni á þeim Öldurstað. En hitt Bör Börsson er kunnugt, að hann er einn snjaílasti þýðandi okkar á ó- bundið mál og sennilegast einnig sá afkastamesti, og þarf enginn áð bera kviðboga fyrir því, að honum fatist að fást við bankadirektöra og kon- súlsfrökenar Börs. Það er skemmst af þessu bindi að segja, aö það ber að öllu leyti sama svip og hið fyrra — er fullt af skemmtilegustu tiltækj- um frá upphafi til enda, til- tækjuni, sem allir hljóta að veltast um í hlátri yfir, néma einhver andleg dauðýfli og vol- æðingar. Og frá öllu þessú er sagt á þann kátlegasta hátt, er sinn hæfir efninu. Til bragðbætis eru svo í bók- inn(i margir góðar toikningar af sögupersónum og atburðum þeim, sem kringum þær gerast. Útgefandinn er Arnarútgáfan. mennings með baráttu fyrir vexti og þróun kaupfélaganna. Þeirri baráttu er enn haldið á- fram. Hér er því tvíþætt verkefni fyrir höndum. ^Annars vegar að eflá verzlunarsamtök/n heima fyrir og hins vegar að hafa áhrif á löggjöf og stjórn þjóðmálanna. Þarf þar hvort tveggja í senn, að reisa skorður við gróða verzl- ananna og gera framleiðslu- störfin arðvænleg. Franisékiiitrflokknr- liin es*’ Jior|tin. í beinu framhaldi af hugleið- ingum þessum um nauðsynjamál borpanna er rétt að draga nokkrar ályktanir. Það er þá fyrst að undirstöðuatvinnan, bátaútvegurinn, á líf sitt undir bví, að stefna Framsóknarmanna ið færa niður dýrtiðina sigri. Tafnframt ber svo að líta á það, ið þau úrræði, sem nú er eink- ’im talað um til að gera útveg borpanna tryggari og öruggari á komandi tímum, eru baráttu- mál Framsóknarflokksins. Þar er fyrst að nefna lýsis- sámlög og olíusamlög, sem víða eru nú komin á og gefast hvar- vetna vel. Þetta er fyrsta vígi 'amvinnuhreyfingarinnar á sviði íslenzkra útvegsmála. Og bað er enginn efi á því, að þau boða marga og mikla sigra og uppbyggingu. Þetta er byrjun að bví, r*5 innleiða réttláta verzlun og réttlátt endurgjald í viðskipti fiskimannanna á þessu sviði. Og hér verður ekki staðar num- lð fyrr en þessir verzlunarhætt- ir ná yfir öll innkaup og alla vinnslu og sölu sjávaraflans. Fiskimálasjóður og FLskveiða- ■jóður verða efldir og útgerð- inni þar með veitt ódýrari lán en hingað til og fjárhagslega 'éð fyrir ýmis konar tilrauna- starfsemi og athugun nýrra úr- ræða. Væntanlega verður eng- inn ágreiningur um þau mál, en svo milcið er víst, að þau stranda ekki á Framsóknarmönnum.Það sýnir m. a. frumvarp þeirra um Fiskimálasjóð. í þriðja lagi eru svo hafnar- málin. Hér verður ekki roynt að gera þau að flokksmáli, en full- yrða má þó, að enginn flokkur hafi reynst landsbyggðinni og þorpum hennar betur i þeim efnum en einmitt Framsfeknar- flokkurinn. - Svo eru naúðsynjamál þessa fólks, þegar á land er komið. Þar hefir Frsfl. verið í fylking- arbrjósti á fjölmörgum sviðum. Má þar minna á t. d. niargar greinar eftir Jens Hólmgeirs- son í Dagskrá, Tímanum og sér- prentaðar um ræktunarmál, lóðamál, félagsleg þægindi o. fl. Hér hefir verið bent á það, að Frsfl. berst fyrir því, að fólk- ið i þorpunum fái ódýrari lóðir og ræktunarlönd og hjálp til að nytja þau, ódýrari og betri hús, ódýrarj raforku, betri samgöng- ur og betri skilyrði og skipun á menntun og heilbrigðismálum og menningarmálum almennt. Svipa ftlýrtíðarimiar. Þessar framfarir ýmsar, sem þorpin eiga líf sitt undir, kosta mikið íé, segja menn. Það er satt. Og svipa dýrtíðarinnar vof- ir yfir þorpunum og framtíð þeirra. íslendingar hafa nú um að velja framfarir eða verðbólgu Ef svo er fram haldiö, sem horft hefir um sinn, hverfa tækifærin og skilyrðin i hít dýrtíðarinnar. Meðferð fjárlaganna sýnir það, að' annað livort þarf að minnka verðbólguna eða hætta við framfaramálin að miklu leyti, nema menn vilji byggja í skuld á þessiim miklu peninga- tímum. Hvort vill nú þjóðin heldur? Fólkið í þorpunum veit að þess hlutur hefir orðið á eftir. Það veit að líf þorpanna, sem það er bundið við föstum böndum, er undir því komiö, a'ð hér verði miklar framfarir. Framsóknar- flokkurinn er málssvari þorp- anna og; framfaranna. Og það er meðal annars vegna þess, sem hann berst fyrir niðurfærslu dýrtíðarinnar. Hér er ekkert hægt að gera nema sameinast um það, að sigra verðbólguna. En ef það er gert og hið dreiíða fólk í sveit- um landsins ber gæfu til að úanda saman um það og önnur nauðsynjamál sin, þá er óhætt að treysta því, að bjart er fram- undan yfir atyinnulífi og menn- ingarlífi þess. En þjóðinni ríð- ur á, að dyggilega sé unnið að \ þessu sviði. Hvert ár sem líð- ur raskar jafnvæginu meira en orðið er og gerir viðnám og sókn því eríiðari. Nú er því rétta stundin til að taka hönd- iUm sáman og sigra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.