Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, laagardagiim 29. tlcs. 1945 98. blað £íta £a\n(tan4A ungra JratnAcknartnaHha tttátgafh £. % ‘J. föbttjwHi £tjórn Sú % ). Magnús H. , Eyhildarholti: Svíkið ekki framtíðina i. ísland var í öndverðu byggt mönnum, sem unnu frelsinu meira en öllu óðru. Þeir hikuðu ekki við að yfirgefa ættlið og óðul, frændur og vini og sigla óraleið á ófuilkomnum skipum yfir óþekkt og hvikult haf i leit að lítt eða ekki þekktu landi, heldur en að þola þjónsaðstöðu og harðræði heima á fold æsku- minninganna. Löngun til frels- is og sjálfstæðLs var þeim riku- lega í blóð borin og þeir voru menn lítið gefnir fyrir að láta hlut sinn. Engan þarf að undra þótt eiginleikar þessara manna komi í einhverri mynd fram hjá okkur afkomendum þeirra. Hitt mætti gegna meiri furðu, ef við værum þess mjög fýsandi að hlýta forsjá og leiðbeining- um annara um þau mál,er við teljum okkur varða sérstaklega. Þvi heyrist og þráfaldlega hald- ið fram, að við séum deilugjarn- ir menn og sérlundaðir svo að til vandræða horfi. Og víst er um það, að sundrung okkar ís- lendinga og sérdrægni mætti að ósekju minnka. Því verður hins vegar vart í móti mælt, að í þessum eðlisþáttum íslend- ingsins er allmikil þjóðfélags- legur styrkur fólginn. Þeim verð- ur það þakkað öðru fremur, að okkur skyldi loks lánast, eft- ir aldalanga baráttu, að heimta hið stjórnarfarslega frelsi úr höndum Dana. Þeir hafa gefið íslendingnum þrek og vilja til þess að brjótast gegnum fann- kynngi fátæktar og erfiðleika þótt yfir hann skefldi um stund. En ekkert mál hefir aðeins eina hlið og sanngjarn og rétt- látur dómur verður aldrei kveð- inn upp sé aðeins litið á það frá einu sjónarmiði. Sá, sem býr yfir miklum vilja til sjálfræðis, á oft erfitt með að sætta sig við þær margvíslegu hömlur og reglur,sem hvert siðað þjóðfélag verður að setja um sambúð og hegðun þegnanna. Honum verð- ur það því oft ríkast í huga, að tryggja sinn eigin hag, án veru- legs tillits til annara og hirðir þá stundum litt um, þótt hann þoki þeim í skuggann, sem minni eru fyrir sér og hlifast, fremur við olnbogaskotum. Hann lítur svo á, að lífið sé og hljóti óhjákvæmilega að vera barátta, þar sem hver keppist eftir því að komast sem hæst í stiga auðs, metorða og valda og verða um leið sem óháðastur hinu þjóð- félagslega umhverfi og aðstæð- um. Og í þessari hatrömmu cg hlífðarlausu baráttu verði það hinn sterki einstaklingur, sem að lokum standi með pálmann í höndunum. Til eru þeir menn og eigi all- fáir, sem telja þessa andköldu eiginhagsmunakenningu hafa mikið aðdráttarafl ^»g finnst býsna freistandi að gefa sig henni á vald. Því er ósparf hampað, að hlutskipti 'einstak- lingsins fari mest eftir atorkn hans og dugnaði. Gæði jarðar- innar standi öllum jafnt til boða og menn eigi það und:r sjálfum sér, öllu öðru fremur, hvort þeir fá inngöngu í must- eri velmegunarinnar eða mega una myrkrinu fyrir utan. Ein- kenni sjálfrar framþróunarinn- ar sé það, að hinn hraustari beri hærri hlut frá borði, hinn sterki sigri þann veika og það sé þýðingarlaust, heimskulegt og jafnvel hættulegt að reyna að sporna við því. Við þessa kenn- ingu er margt að athuga. í fyrsta laéi er það ekki rétt að það sé ávallt dugnaður manna og at- orka, er afli þeim auðæfa fram yfir það, sem almenningur hef- ur milli handa. Allir vita að sum börn fæðast' til ríkidæmis en önnur til fátæktar. Dæmi eru líka til þess, og eigi fá, að sum- ir víli ekki fyrir sér að víkja til hliðar lögum viðkomandi þjóðfélags, ef það auðveldar þeim auðsöfnun. í því kemur að vísu fram viss tegund dugn- aðar og framtaks, þótt fáir munu hins vegar telja til eftir- breytni. í öðru lagi er það sögu- legur misskilningur að í ríki náttúrunnar séu það hinir afl- meiri .er ofaná verða í átökun- um. Sá, sem athugar t. d. þróun dýraríkisins fær ékki dulizt þess, að það eru hinir vitrari og fé- lagsgjarnari dýraflokkar, sem ná lengst. Andi samhjálparinn- ar er æðri líkamsaflinu. Alþýða manna í hinum ýmsu löndum hefir líka fyrir löngu fest auga á þessum sannindum. Þess vegna hafa m. a. verkamenn myndað með sér- samtök. Án hinna félagslegu samtaka væri þeim ómögulegt að verja rétt- indi sín né knýja fram frekari fríðindi. í eðli hvers einasta manns er ofið hneigð til félags- lífs og samvinnu en jafnframt ríkri þrá til sefhyggju og sam- keppni. Þeir, sem telja, að hið fyrr nefnda beri fremur að þroska, hljóta að horfast í augu við þann vanda, hvernig sér- drægnin verði sveigð til fylgis við félagshyggjuna — hvernig þessir tveir sundurleitu eðlis- þættir verði gerðir samverk- andi. II. Grundvöllur flokkaskipunar er einkum tvenns konar. Með þeim þjóðum, sem ekki hafa stjórnarfarslegt frelsi en eru að meira eða minna leyti undir aðrar gefnar, byggist skipun flokkanna á frelsisbaráttunni og menn marka sér stöðu eftir viðhorfinu til hennar. En í þeim löndumr sem stjórnfrelsi ríkir, er það hin mismunandi afstaða manna til innanlandsmálanna, sem myndun flokkanna hvílir á. Svo er þessu og varið hér á landi. Allt fram til þess að við fengum fullveldisviðurkenning- una 1918 snerist stjórnmálabar- áttan um sjálfstæðismálið. ]\fenn skiptust í flokka eftir því, hvað langt þeir vildu ganga i að heimta frelsi og sjálfstjórn bjóðarinnar úr höndum Dana. En eftir því, sem lengra sóttist leiöin losnaði meir um gömlu flokkana. Innanlandsmálin tóku smám saman að setja svip- mót sitt á baráttuna. Bændur og aðrir frjálslyndir ambótamenn urðu fyrstir til aess að skilja að hverju fór með rina gömlu flokka frá dögum frelsisbaráttunnar. Samvinnu- ælögin voru búin að starfa hér í andi í 3j/2 áratug. í þeim var neirihluti bænda og þar höfðu reir öðlast mikinn félagsþroska ig skerptan skilning á eðli og ■jýðingu þjóðmálabaráttunnar. 4 hinu leitinu eru svo ung- nennafélógin, skipuð víðsýnasta ag þróttmesta hluta æskunnar ■ i landinu. Þessar fylkingar tóku aú höndum saman og mynduðu kjarna Framsóknarflokksins. Samvinnufélögin lögðu til reýnslu og þekkingu hins full- íða manns, ungmennafélögin lirfsku og hita æskunnar. Eins og eðlilegt var hlaut nokkur hluti þjóðarinnar, vegna ^ðlis sins og sjónarmiða, að lenda utan við þessi samtök. 3æði hinir íhaldssömustu og róttækustu urðu að taka sér ból- festu til beggja hliða við þá, sem töldu hófsemdina höfuðdyggð. Kaupmenn, stórútgerðarmenn ihaldssamasti hluti bændastétt- arinnar og yfirleitt stóreigna- menn í landinu gengu saman til flokksmyndunar og stofnuðu íhaldsflokkinn. Hann stóð sam- an af mönnum, sem voru ánægðir með sinn hag, án þess að telja hann ofgóðan. Þeir voru flestir vel efnaðir og gátu í krafti auðæfa sinna og að- stöðu veitt sér þau þægindi, er hugur þeirra girntist, en óttuð- ust aftur á móti, að allar breyt- ingar í þá átt að bæta kjör hinna ver settu, yrðu til þess, að rýra hlut eignamanna. Til vinstri við Framsöknarfl. óx svo upp vísir að verkamannaflokki, Alþýðuflokkurinn. Þegar hér var komið málum mátti segja að flokkaskipunin væri fullmótuð orðin. Þótt all- mikið beri á milli um einstök mál áttu þó þessir þrír flokkar einn hlut sameiginlegan og það var grundvöllur baráttunnar. Þeir lýstu allir yfir því, að þeir vildu verja hin sjálfsögðu lýð- réttindi þjóðfélagsborggrans og að þeir myndu sækja mál sín og verja eftir leiðum lýðræðis og mannréttinda. Flestir liðsmenn þessara þriggja flokka munu enn ala í brjósti álíka hugarfar, að þessu leyti. Aftur á móti kvörnuðust utan úr Alþýðu- flokknum nokkrar hræður, sem töldu lítið mannsbragð að þeirri pólitík, er eþki vildi viðurkenna hnefann sem hæstarétt í við- skiptum einstaklinga, flokka og þjóða. Um svipað leyti og við héldum hátíðlegt afmæli þeirr- ar stofnunar, sem verið hefir þjóðinni lýsandi viti á þung- bærum raunastundum í 1000 ár, fæddist flokkur, er á þá hug- sjón einna heitasta, að afnema Alþingi a. m. k. í þeirri mynd, sem það er nú. Kommúnista- flokkurinn hefir síðan breitt yf-^ ir nafn og númer, en úlfur verður aldrei að lambi þótt hann iklæðist sauðargæru. Ekki er annað sjáanlegt en að þeir þrír gömlu stjórnmálaflokkar, sem nú starfa í landinu, verði við líði enn um sinn a. m. k. III. Til eru þeir menn, sem sýna mikinn dugnað við að ávíta stjórnmálaflokkana, halda því fram, að þvi er manni helzt skilst, að þeir séu gagnrotin fúa- dýki og telja, að til þeirra megi rekja alla þá spillingu og óáran, sem vissulega verður vart við í hinu opinbera lífi. Ég mun siður en svo mæla flokkana undan þeirri ábyrgð, sem þeim ber með réttu. Vitað er, að í skjóli þeirra þróast margs konar meinsemdir, sem skera þarf fyrir ræturnar á. En ég er ákaflega smeykur um, að þótt þurrkaðir væru út allir þeir flokkar, sem nú starfa í landinu, mundi það endast skammt til algerrar útrýming- ar því, sem miður fer i stjórnar- háttum, menningar-, viðskipta- og félagsmálum okkar íslend- inga. Á meðan að lífsskoðanir manna eru margvíslega skiptar, og svo mun lerigst af verða, er hætt við að einstaklingarnir sæki á um að mynda samtök til fylgisauka og framgangs skoðunum sinum og áhugamál- um. Við það getúr sá, sfm af heilum huga ann lýðræði og mannréttindum, síðúr en svo nokkuð haft við að athuga. Nei, við skulum ekki binda vonir okkar um heilbrigðara ^tjórn- málalíf við það, að flokkarnir verði lagðir niður, því það verða hvort sem er aldrei annað en falsvonir, heldur hitt, að sú æska, sem nú og íramvegis kem- ur til með að skipa sér i raðir stjórnmálaflokkanna, beri gæfu til að verða salt stjórnmála- starfseminnar. Hitt er svo annað mál, að stjórnskipun okkar öll ■þarf stórra endurbóta við og mun þáð mál væntanlega verða seinna rætt hér á síðunni. IV. Þegar núverandi stjórn tók við völdum gaf hún út alllangt og skrautlegt plagg. í þvi var tekið fram allt hið nelzta, sem stjórn- in ætlaði sér að afreka. Nú var þó einu sinni tekið til hönd- unum á íslandi. Kjörorð og her- óp stjórnarinnar var nýsköpun, því að nú nægði ekki lítið. Að því er helzt varð skilið átti að umskapa atvinnuvegina. Jafn- framt hófu stjórnarblöðin hinar áköfustu árásir á Framsóknar- flokkinn, fyrir það ódæma „ábyrgðarleysi," að vilja ekki eiga þátt í að „bjarga“ þjóðinni. í hinu orðinu var svo talið ein- stakt happ að Framsóknar- menn skyldu lenda utangátta því annað hefði aldrei orðið til annars en armæðu og leiðinda á kærleiksheimili ríkisstjórnar- innar. Þeir voru alltaf með þetta eilífa nöldur um að lækka þyrfti dýrtíðina. Það var nú lika helzt ástæða til! Voru kannske ekki allir íslendingar á hraðri leið frá eymd og örbirgð upp í það að verða stórefnaðir? Og var ekki öll sú blessun dýrtíðinni að þakka? Ekki bar á öðru. Nú er stjórnin búin að sitja að völdum í rúmt ár og væri þá ekki úr vegi fyrir ráðherrana að nema staðar og spyrja sjálfa sig í allri hreinskilni: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eft- ir veg?“ Full ástæða væri til að athuga hvernig stjórninni hefir tekizt að halda þau heit, er hún gaf í öndverðu. Út í það skal þó ekki farið, að þessu sinni, en margir munu það mæla, að af- rekin séu ekki í samræmi við fyrirheitin. Nýsköpunarglamrið hefir hljómað eins og hersöng- ur um þvert og endilangt landið en öllu minna hefir orðið úr jákvæðum framkvæmdum. Mér finnst ekki ástæða til að liggja stjórninni á hálsi fyrir það. Hún hefir aldrei talið það sit't áhuga- mál, að beita sér gegn dýrtíð- inni. Þvert á móti. Allir þekkja afstöðu verkamannaflokkanna. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefir látið hátalara sinn, Jón Pálma- son, flytja hvern lofsönginn af öðrum um þá einstöku blessun, sem öllum landslýð stafaði af dýrtíðinni. Afstaða Framsóknarflokksins til þessara' vandamála hefir, frá upphafi,,verið skýr og ákveðin. Þó að stjórnarflokkarnir hafi sýknt og heilagt hamrað á því, að Framsóknarmenn væru al- gerlega andvígir endurreisn at- vinnuveganna og kæmu ekki auga á annað bjargráð ,en lækk- un kaupgjaldsins, þá vita þeir vel, að sá málflutningur er rangur. Framsóknarflokkurinn hefir ekki beitt sér fyrir niður- færslu dýrtíðarinnar af því að hann óski ekki framfara og ný- sköpunar í atvinnumálum þjóð- arinnar, heldur einmitt þesss vegna. Því neitar enginn að at- vinnuvegir okkar þurfi margvís- legra endurbóta við og hvers konar tækni verði að takast í þjónustu þeirra í miklu ríkara mæli en ennþá er orðið. En það er hættuleg blekking að halda því fram, að allt sé í lagi með tilkomu aukinnar tækni. Við eigum þess enga von að fara fram úr öðrúm þjóðum hvað tækni snertir jafnvel þótt „ham- ingja“ okkar yrði með þeim ein- kennilega hætti, að Ól. Thors & Co. héldi um stjórnvölinn næstu ár. Framleiðsla okkar er fremur fábreytt og við hljótum þMí alltaf að verða mjög háðir skiptum við ákveðin riki. En til þess að möguleikar séu til mik- ils innflutnings þarf mikið að flytja út. Og hvernig halda menn að sé aðstaða þjóðar til sam- keppni á heimsmarkaðinum, Ávarp Stjórn Samóands ungra Framsóknarmanna hefir ákveðið og farið þess á leit við ritstjórn Timans, að fá til umráða eina síðu hér í blaðinu einu sinni eða tvisvar í mánuði, og sé hún einvörð- ungu helguð félagsstarfsemi og áhugamálum ungra Framsóknar- manna. Hefir blaðstjórnin góðfúslega orðið við þessum tilmœlum. Er þetta gert samkvœmt óskum frá þingi S. U. F. síðasliðið vor. Sambandið gefur að vísu út tímarit um stjórnmál, „Dagskrá,“ en það flytur einkum frœðslugreinar um stjórnmálastefnur, og ýtarlegar yfirlitsgreinar um einstök stórmál, en hefir hins vegar ekki aðstöðu til að rœða ýmis dœgurmál og önnur áhugamál unga fólksins, er bundin eru líðandi stund. Þessari síðu S. U. F. í Tímanum er œtlað að bœta úr því. ' Reynt verður að vanda til efnis og frágangs þessarar síðu svo sem kostur verður á, og hafa ýmsir ungir ritfœrir menn víðs vegar um landið heitið efni og öðrum stuðningi í þessu skyni. Verða þar að jafnaði ýmsar grðinar um málefni dagsins, félags- starfsemi unga fólksins, fréttir o. fl. Vœntir stjórn S. U. F. þess, að ungir Framsóknarmenn styðji hana l þessu efní með þvl að senda henni efni til birtingar. Að sjálfsögðu hefir hver og einn algeflega frjálsar hendur um efnisval, en þó vill stjórnin benda á fáein mál, er sérstaklega œskilegt er að rœtt verði um á nœst- unni. Má þar nefna viðhorf núverandi ríkisstjórnar til landbún- aðarmála, dýrtíðarmál, horfur i sjávarútvegsmálum, áburðar- verksmiðjumálið, rafveitumálin, utanríkismál o. fl. o. fl. Þá vill stjórnin sérstaklega óska eftir fréttum og frásögnum af félagsstarfsemi F. U. F. og ýmis konar annarri félagsstarfsemi unga fólksins í landinu. Myndir með frásögnunum verða■ sér- staklega vel þegnar. Vegna þess, hve rúm síðunnar er lítið, er œskilegt, að menn takmarki lengd greinanna svo sem kostur er, því að með því móti getur efni síðunnar orðið fjölbreyttara. Efni þetta er bezt að senda til Tímans, en merkja það S. U. F. Tvennar,kosningar fara nú í hönd. Framsóknarflokkurinn býst tíl sóknar og varnar fyrir stefnu sína í þjóðmálum, sem cetíð fyrr. Það er ekki nóg að eiga gnótt góðra áhugamála, menn verða líka að leggja sig alla fram til þess að vinna þeim brautargengi. Ungir Framsóknarmenn! Eflið félagsstarfsemi ykkar og gerizt allir virkir þátttakendur í baráttu flokksins fyrir góðum málefnum. Með beztu óskum og þökkum. Stjórn S. U. F. sem á við að búa mikið hærri framleiðslukostnað en annars staðar þekkist? Þetta er kjarni málsins. Þeirri staðreyrid verður ekki andmælt með rökum, að dýrtíðin er að sliga alla fram- leiðslu. Það er ofur eðlilegt að verkamenn og launþegar vilji gjarnan fá sem mest fyrir vinnu sína. Það vilja allir. En hafi menn ekki ennþá gert sér Ijóst, að framleiðslan er undirstaða fjárhagslegrar velmegunar^ ekki aðeins þeirra, sem við hana vinna beinlínis, heldur einnig hinna, er hirða laun sin á þurru landi, þá er sannarlega tími til kominn að glöggva sig á því. Þegar framleiðslan fær ekki lengur risið undir þeim greiðsl- um, sem á henni hvíla, þá hefir örin verið dregin fyrir odd. Mælt er, að ekki þýði að fresta því, sem fram á að koma. Hvað sem um það er þá er hitt víst, að úr þeirri dýrtíðarsjálfheldu, sem bjóðin fyrir skammsýni sína er komin í, losnar hún ekki fórna- og fyrirhafnarlaust. Fjárhags- ástandið allt er helsjúkt og ég veit ekki til þess að hingað til bafi sjúkdómar verið taldir auð- veldari viðfangs eftir að þeir eru komnir í algleyming en á meðan þeir eru á byrjunarstigi. Það er ekki laust við að vera hastarlegt öfugmæli að leyfa sér að segja Framsóknarmenn and- víga framþróun atvinnulífsins. Mér þykir ólíklegt að það yrði talinn björgulegur bygginga- meistari, sem legði til að hús yrði byggt með þeim hætti, að enda á grunninum. Eitthvað á- þekkar þvílikum hugmyndum eru ráðagerðir stjórarliða um nýsköpun atvinnuveganna, án þess að hirða nokkuð um að tryggja fjárhagsafkomu þeirra. Þar skilja leiðir með Framsókn- armönnum og stjórnarhernum. ,fSök“ Framsóknarmanna er sú, að leggja til að byrjað sé á upp- hafinu. Þeim mönnum fer alltaf fjölg- andi, sem sjá, að hlýt^ þjóðin framvegis leiðsögn þeirra, sem markað hafa stefnuna nú uéi tima, þá endar það með því, að hún gengur fyrir björg. Og sé litiö um öxl, verður ljóst, að leiðin út úr ógöngunum er að- eins ein: að feta til baka hina fornu slóð og að þjóðin öll færi þær fórnir, sem til þess þarf að koma verðlags- og viðskiptamál- unum á heilbrigðan og öruggan grundvöll. Að því loknu er hægt fyrir alvöru að tala um og fram- kvæma nýsköpun atvinnuveg- anna. V. Undanfarin ár hefir feiki- miklum fjármunum skolað á fjörur okkar íslendinga. En þess er í rauninni engin von, að þjóð, sem í aldaraðir hefir bar- izt í bökkum, haldið við auðn vegna hungurs, harðréttis og vanstjórnar og aðeins átt vel til hnífs og skeiðar, þegar bezt lét, kunni að taka slíkum hval- reka, hafi þroska til þess að fara með hinn óvænta auð, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Hættan er því meiri þegar að þeir, sem betur ættu að vita en almenningur, leggja alla stund á að villa um fyrir þjóðinni í því skyni, að nota fáfræðina sem bakþúfu, svo þeim reynist auð- veldara að klifra upp í valda- stólana. Hér hafa beinlínis á- sannast orð Stephans G.: „en hugstola mannfjöldans vitund og vild, er villt um og stjórnað af fám“. ísland er auðugt land. Það býr yfir nægum möguleikum til þess, að öllum börnum þess geti vegnað vel. En auðlindir lands- ins verða ekki nýttar án mikils fjármagns. Nú höfum við það fjármagn. Verði það gert að eyðslueyri, getur okkur að vísu liðið vel um stundarsakir. Við getum, í bili, búið í gylltri höll og neytt konunglegra kræsinga. En þau veizluhöld taka enda. Fyrr en seinna erum við aftur úti á götunni. Menn geta ekki vænzt þess að fá óskasteininn nemá einu sinni í hendur. Því riður á að vita augnablikið og Úska hins rétta. Ef við notum auðæfi okkar til þess að efla framleiðsluna, styðja að marg- víslegum arðberandi fram- kvæmdum og auka þannig menningu og velmegun þjóðar- innar, þá þurfum við ekki fram- (Framliald á 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.