Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 5
98. blað TÍMIIVN, langardagiim 29. des. 1945 5 Hofstaðafeðgar Hofstaðir í Álftaneshreppi á Mýrum standa niður við vík eina á sjávarströndinni skammt fyrir sunnan ós Álftár. Jörð þeirri hefir lengi fylgt farsæld festa í búnaði, sem m. a. má af því sjá, að þar hefir nú húsum ráðið sama ættin samfleytt yfir heila öld. Þar hefir löngum ver- ið tvíbýli. Nú nærfellt um 30 ára skeið hafa búið þar, og búa enn, feðgar tveir. Báðir áttu þeir nú i haust merkisafmæli. Faðirinn, Jón Samúelsson, átti áttræðis- afmæli hinn 20. október síðast- liðinn. Sonurinn, Friðjón, varð fimmtugur í nóvember. Jóns hefir nú þegar verið minnst í Tímanum af öðrum, með glöggri og sannorðri lýs- ingu af þeim sæmdarmanni, svo að ég sé ekki ástæðu til að bæta þar um. Hins vegar vildi ég mega tengja við þann þráð nokkrum línum um soninn, frænda minn, Friðjón. Hann er fæddur að Hofstöð- um og hefir alið aldur sinn allan heima á fæðingar- og ættarjörð sinni, að því undan- teknu, er hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1919— 1920. Snemma tók hann við verkstjórn heima á búinu, því að faðir hans sótti jafnan fast sjóinn til veiðifanga, eins og fyr hefir verið getið. Beitti hann sér þegar á unga aldri fyrir marg- víslegum umbótum heima fyr- ir, einkum engjabótum og ann- arri jarðyrkju, af miklum áhuga og kappi. Batzt hann meir tryggðum við torfuna, en „hið breiða blikandi haf“, og kippti honum þannig fremur í móður- kynið en föðurættina. En sjó- farir og veiðistörf voru jafnan líf og yndi þeirra frænda, Jóns föður Friðjóns og Ásgeirs Bjarnasonar, er lengi bjó i Knarrarnesi, en hann var móð- urbróðir Jóns. Voru þeir löng- um samferða og samhentir um sjósókn og selveiðar á meðan báðir lifðu og bjuggu í nágrenni. Sjóferðir og sjóróðra hefir þó Friðjón stundað í viðlögum, og verið vel liðtækur þar sem ann- arsstaðar. En landbúskapurinn hefir verið hans aðalstarf. Hef-v ir hann tekið við framkvæmd- um af föður sínum, aukið og bætt tún og engi, endurbætt húsakost jarðarinnar, bæði í- búðar- og útihús, unnið mikið að vegabótum, sett upp girðing- ar miklar um heyskaparlönd og búfjárhaga o. fl. 1 Þó að hugur þeirra feðga hafi þannig í athöfnum og fram- kvæmdum stefnt nokkuð í sina áttina hjá hvorum, þá er þó eitt er sameiginlegt má teljast með báðum, og það er sterkur og líf- andi áhugi á þjóðmálum_ og al- mennum félagsmálum. Á þeim árum, er sjálfstæðismálið var baráttumál með þjóðinni, við erlent vald og innlent íhald, skipaði Jón Samúelsson sér í sveit þeirra, er djarfast sóttu og vægðarlausast börðust, og hvik- aði þar hvergi frá, unz yfir lauk, er hinn íslenzki málstað- ur gat hrósað sigri með sam- bandslögunum 1918. Úr því eftirlét hann ýmsum þeim að skreyta sig með „sjálfstæðis“- nafninu, er staðastir höfðu ver- ið við að krefjast fulls réttar þjóðinni til handa — á meðan að baráttan var tvísýn. Þegar svo Framsóknarflokk- urinn hóf baráttu sína í innan- landsmálunum, gerðist Jón þeg- ar jafn einlægur stuðningsmað- ur hans og hann hafði áður ver- ið sjálfstæðismaður, og hefir verið það síðan. Þannig hefir hann heill og einlægur snúizt til liðs við hvert það mál, og hverja þá stefnu, sem fram hefir komið í landinu og honum hefir fallið í geð. Þennan félagsmálaáhuga hef- ir Friðjón erft af föður sínum í ríkum mæli. Ungur tók hann þátt í ungmennafélagi sveitar sinnar, og lét þar brátt mikið til sín taka. Gerðist hann einn aðalleiðtogi þess um langt skeið, og mun ekki enn hafa sl'itið við það öll tengsl, þótt aldur og störf hafi fyrir löngu skipað honum í sveit fulltíða manna. En meðal þeirra fann hann einnig brátt sín hugðar- og bar- áttu-mál. Hann hefir tekið mik- inn og virkan þátt í félagsmál- um sveitar sinnar, og verið falin þar fjöldi trúnaðarstarfa. í stjórnmálum er þátttaka hans ekki síður ákveðin, og áhuginri sami og hjá föður hans. Hafa þéir feðgar jafnan fylgzt þar að málum. Friðjón er einbeittur og kappsfullur að hverju sem hann snýr sér, og sækir mál sín fast, ekki síður á málþingum og mannfundum en annars stað- ar, enda er honum mjög létt um mál. * Árið 1927 kvongaðist hann Ingibjörgu Friðgeirsdóttur fr'á Rauðamel, mikilli gáfu- og hæfileikakonu. Eiga þau fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni, öll hin mannvænlegustu. Hofstaðaheimilið hefir svo langt sem mitt minni nær og lengur þó, staðið í fremstu röð myndar- og menningarheimila. Þar hefir jafnan verið mann- margt og gestkvæmt, því að öll- um hefir þótt þar gott að vera og gott að koma. Þar hefir jafn- an verið mikið starfað, mikið lesið og hugsað. Nú hefir ætt Friðjóns bundizt þar rótum meir en um aldarskeið, og jafnframt tengt nýjar greinar við hinn gamla stofn. Væri vel, ef ætt og óðal fengju enn um aldir að fylgjast þar að. og vaxa hvort af öðru, svo að gróður jarðar og gæði, atorka og menning, geri jafnan garð- inn frægan. Bjarni Ásgeirsson. Svíkið ekki .... (Framhald af 4. síðu) ar á neinum óskasteini að halda Framtíðin er æskunnar. Hún á mest undir þvi komið, að rét1 horfi þjóðarfleyinu, og að axar- sköft nútíðarinnar verði sem minnst. Með samstilltum vilja getur hún miklu ráðið um stefnuna. Komi hún auga á eitt- hvað, 'sem aflaga fer en neyti ekki máttar síns til þess að færa það til rétts vegar, fremur húu svik við framtíðina og sjálfa ,sig. Yfirkjörstjórn við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavik, er fram eiga að fara 27. janúar 1946, skipa: Geir G. Zoéga, vegamálastjóri, oddviti, Einar B. Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmaður. Framboðslistum ber að skila til oddvita yfirkjörstjórnar eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag. Borgarstjórinn í Reykjavík 20. dcsembcr 1945. BJAMl BE]\EÐIKTSSON. LARS HANSEN: f Fast þeir sóttu sjóinn Það var eins og Skolur hefði alls ekki heyrt, hvað maðurinn sagði, því að þegar hann þagnaði, mælti hann hásum rómi eins og hans var vandi: — Þakka þér fyrir, — ég kæri mig ekki um að draga aðra út í dauðann með mér. Og svo rjátluðu þeir allir út og héldu glaðir í bragði suður eftir í áttina að brennivínssölunni. En áður en þeir fóru þar inn, brá hann Kristófer sér til Hans D. Holst og afhenti skírteini þeirra allra nema Skols. Loks virtist allt komið á réttan kjöl. „Noregur“ lá út af bryggju framan við vöruskemmu Holst, og nú var unnið að því af kappi að láta nauðsynlegar birgðir á skútuna, salt, skotfæri og fleira þess háttar. Skolur var önnum kafinn við að mæla nýja kaðla, því að gömlu dræsurnar á „Noregi“ voru gerslitnar eftir Lófót,- >/ertíðina. Nii dró enginn af sér, þvi að allir vissu mætavel, að oað var hver síðastur að komast af stað, ef þeir áttu ekki að missa af öllum dúninum á Svalbarða. Það kom ekki til mála, ,;ð neinn þeirra gæti skroppið heim þennan dag. Klukkan níu um kvöldið komu tvær telpur Kristófers um borð, en hann Xristófer anzaði þeim ekki öðru en því, að hanri bað þær að tara beina leið heim aftur. Klukkan var orðin hálf ellefu, þegar kerling Skols kom á vettvang, staðnæmdist á bryggjunni og æpti: — Hæ, hæ — „Noregur." Skolur var uppi í reiðanum. Hann leit um öxl og svaraði: — Hlussastu heim, kerling, og vertu ekki að koma hér niður ig tefja vinnandi menn. Um hádegisbilið daginn eftir var „Noregur“ ferðbúinn, og allir ikipverjar fóru í land til þess að kveðja. Skol fannst það samt nreinasti óþarfi — það hefst ekkert annað upp úr því en töfin, -.agði hann, þó að ég verði vist að hjakkast með ykkur til mála- nynda. Kristófer, Lúlli, Nikki, Þór og Jens Hartvik stefndu norður yfir læðina, því að fólk þeirra allra var heima hjá Kristófer. En þegar >eir komu heim á bæjarstéttina, námu þeir allir staðar sam- .ímis. Krakkarnir voru allir úti og eldhúsdyrnar .harðlokaðar. — Þettá veit á eitthvað, sagði Lúlli. Og þar átti hann kollgátuna. Rétt í þessum svifum var hurð- inni lokið upp og „Norska ljónið“ kom út í gættina og sagði þeim, að konan hans Jens hefði fyrir fáum sekúndum verið að ala barn, og nú yrðu þeir að hafa hægt um sig. Hún hvessti augun á Kristó- fer rétt sem snöggvast, dró annað í pung og sagði: — Það eru ekki allir jafn hundheppnir og þú, Kristófer. Rétt )egar þú ert ferðbúinn, teppist hjónarúmið, en ég verð að gera ,vo vel og liggja á gólfinu i meira en viku með alla krakkana. Og svo vatt hún sér að föðurnum: — Þú skalt láta strákinn heita Kristófer Kalvaag, ef þið getið 'ellt ykkur við nafnið. Kveðjustundin var hljóðlát. Nikki og Lúlli tóku sina telpuna ívor í fangið, og hann Kristófer stalst til þess að reka kerlingunni inni rembingskoss, þegar hann hélt, að enginn tæki eftir þvi — n kossaflens hafði hann aldrei iðkað um dagana. Og svo hröð- _iðu þeir sér allir um borð. Þegar þangað kom, var Skolur þar .yrir og var búinn að hita kaffi handa þeim. Nú var ekki annað eftir en að fara í tollbúðina.' Þar voru af- greiddar þær vörur, sem tollskyldar voru. Þeir Lúlli og Kristófer eru þess vegna í land, og innan stundar komu þeir aftur með •/arninginn og einn tollþjónanna, er skoðaði valdlega skápinn, ;em þetta átti að geymast i, og innsiglaði síðan hurðina með kjaldarmerki norska ríkisins. Síðan reri hann til lands, en beir á „Noregi“ létu reká út á sundið, þar. sem þeir köstuðu akkerum. Hann Kristófer þurfti ekki endilega að brjóta innsiglið til öess að ná í þennan tollvarning. Önnur hlið skápsins var nefnilega laus frá, og þar gat hann smeygt þvi út, er hann vildi koma heim til kerlingarinnar og krakkanna. Og i logn- inu um kvöldið reri bátur til lands, og skömmu siðar óku þeir Lúlli og Nikki hlöðnum handvagni upp hæðina heim til „Norska ljónsins", þar sem þeir skildu eftir heilmikið af ýmis konar vör- um, meðal annars flösku af bezta bankóvíni, sem hann Kristófer hafði sérstaklega ætlað í skírnarveizluna. Tveim tímum siðar iét „Noregur" úr höfn og sigldi norður á bóginn fyrir fullum seglum. Það var komin stinningsgola af suðaustri og blásandi byr, svo að sjálfsagt var að nota seglin. Enda kom það sér vel að geta brugðið þeim upp, því að það virtist vonlitil barátta, sem hann Jens Hartvik'fLórentsen háði við gömlu Alfavéjina, sem nú .sást alls ekkert lífsmerki með. En við hún blakti geysistór vimp- ill, er á var letrað stórum stöfum: NOREGUR Það var eins og lýsti af stöfunum og þeim ljóma slægi yfir fjöllin og hliðarnar í kring, er nú biðu sumarsins og miðnætur- sólarinnar i ofvæni. Gleðilegt nýár! Þökk f ?#rir /icid' 1 iðna! H.f. Ölgerðin EcfiII Skallatirímsson. íslendingar! Samvinnuhagkerfið er fullkomið tæki fólksins til til betra og fegurra framtíðarlifs. Hlúið að núver- andi gróðurlögum þess í landinu og byggið nýja blómaöld. Öllum þeim vinum mínum, frœndfólki og samstarfs- mönnum fjcer og hœr, sem minntust min á sextiu ára afmœli mínu 15. þ. m., með gjöfum, símskeytum, heim- sóknum og góðum hug, fœri ég mínar alúðarfyllstu þakkir. \ Deildartungu, 17. des. 1945. JÓN HANNESSON. Alúðarþakklœti flyt ég öörnum mínum og tengda- börnum, sveitungum, Kaupfélagi Héraðsbúa og ýmsum fleiri fyrír ánœgjulegar heimsóknir og rausnarlegar minn- ingargjafir. Ennfremur vinurh og kunningjum nœr og fjœr fyrir hlýjar kveðjur í slmskeytum, bréfum og Ijóðum, allt í tilefni af 70 ára afmœli mínu, 21. f. m. Rangá, 5. des. 1945. BJÖRN HALLSSON. Jörð til sölu Jörðin Hof í Álftafirði í Suður-Múlasýslu fæst til kaups og á- búðar á næstu fardögum. Kauptilboðum sé skilað fyrir 1. marz n. k. til núverandi ábú- enda jarðarinnar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Bókaútgáfa Men.n.ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Þrjár nýjar bækur eru komnar út: Almanak Þjóðvinafélagsins 1946 flytur grein um lok heimsstyrjaldarinnar eftir Hallgrím Hallgrímsson, ritgerð um þróun skólamála á íslandi 1874—1944, eftir Helga Elí- asson, Árbók íslands 1944, eftir Ólaf Hansson, og fleira. Andvari, 70. árgangur, flytur ritgerð um Þorstein Gisla- son, eftir Alexander Jóhannesson, lýðveldishugvekju um íslenzkt mál, grein um Skaftárelda, eftir Þorkel Jóhannes- son og yfirlit um útgáfustarfsemi Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs. Dóttir landnemans, skáldsaga eftir franska rithöfundinn Lois Hémon. Karl ísfeld ritstjóri hefir islenzkað þessa sögu, sem gerist í nýlendu Frakka í Kanada. Þar segir frá' franskri fjölskyldu, sem tekur sig upp hvað eftir annað og ryður alltaf nýtt og nýtt land. Inn í þá frá- sögn er fléttað ástarsögu ungrar stúlku, sem velur á milli þess að hverfa til þæginda stórborgalífsins eða lifa áfram við hin kröppu kjör landnemans. Árgjald félagsmanna er aðeins 20 krónur. Fyrir það fá þeir nú 5 bækur. Nokkrar af síðustu bkum útgáfunnar eru enn fáanlegar við hinu láta verði. Bækurnar verða sendar til umboðsmanna úti um land jafnskjótt og ferðir falla. — Félagsmenn i Reykjavík vitji bókanna í Safnahúsið, opið kl. 1—7, og i Hafnarfirði í verzlun Valdimars Long. Skrifstofa útgáfunnar er að Hverfisgötu 21, efri hæð, sími 3652, pósthólf 1043. Aðvörun Héraðslséknirinn í Reykjavík vill vara fólk við því að fara með börn á jólatrésskemmtanir, ef þau ekfci hafa fengið kíghósta, nema þau hafi nýlega verið sprautuð gegn honum, og þá í samráði við heimilis- lækni. Reykjavík, 27. des. 1945. Magnús Pétursson \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.