Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, laugardagmn 29. des. 1945 98. blað Um áramót Laufíardafiur 29. des. Bæjarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík Innan mánaðar eiga að fara fram bæjar- og sveitarstjórnar- kosníngar í kaupstöðum og kauptúnurft landsins. Undirbún- ingur þeirra er víðast hvar haf- inn og sums staðar fyrir löngu. Einkum hefir borið mikið á hon- um hér í höfuðstaðnum, og hefir þar kennt ýmsra grasa, sem vert er að veita athygli. Það mun hafa verið kommún- istaflokkurinn, sem fyrstur hóf kosningahríðina. Hann opnaði kosningaskrifstofu strax á síð- astliðnu vori. Það sýnir ber- lega, sem hefir þó sannazt enn betur síðar, að flokkufinn leggur miklu meiri áherzlu á bak- tjaldaáróður en málefnalega baráttu, sem er háð fyrir opnum tjöldum. Öllu betur getur þessi stærsti andstöðuflokkur bæjar- stj órnarmeirihlutans ekki játað, að málefnaleg aðstaða hans sé ekki sem ákjósanlegust og hon- um muni því heppilegra að á- stunda skúmaskotsvinnu en op- inbera málefnalega baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn reið næstur á vaðið með því að efna til svokallaðs prófkjörs um efstu mennina á fyrirhuguðum fram- boðslista. Slíkt bar þess glögg merki, að óánægja væri innan flokksins með núverandi bæjar- fulltrúa hans, því að aldrei er efnt til prófkjörs um kjörna fultrúa, ef þeir njóta viðurkenn- ingar og vinsælda. Þannig fór líka í þessu „prófkjöri", að allir núverandi bæjarfulltr. flokks- ins féllu, að einum eða tveimur undanskildum. Meðal þeirra, sem féllu var forseti bæj- arstjórnarinnar, Guðmundur Ásbjörnsson. Þegar þessi úrslit voru kunn, var í skyndi efnt ‘til nýrrar „próf kosningar.“ Úrslitum hennar hefir verið reynt að halda vandlega leyndum, en það hefir þó vitnazt, að ekkert verði farið eftir henni, þótt halda eigi því fram í kosningabaráttunni. Af flokkum þeim, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórninni, var Alþýðuflokkurinn seinastur til þessa leiks. Þegar til uppstill- ingar kom, lýsti nýtasti fulltrúi flokksins í bæjarstjórninni, frú Soffía Ingvarsdóttir, yfir því, að hún tæki ekki undir neinum kringumstæðum við endurkjöri- Kosninganefndin útbjó síðan tillögur um framboðslista, en fulltrúaráðið gerði hann aftur- reka. Stendur þar nú í miklu þófi og virðist ósamkomulag og vonleysi einkenna öll þau vinnubrögð. Foringjunum er það vel Ijóst, að þróunin frá 1942, þegar flokkurinn tapaði á ann- að þúsund atkv. á 8 mánuðum, hefir haldið áfram síðan. Þau einkenni á kosningaund- irbúningi bæjarstjórnarflokk- anna, sem hér hefir verið lýst, lýsa mætavel sjálfsmati þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn finnur sem meirihlutaflokkur 1 bæjar- stjórninni, vaxandi andúð á vanstjórn sinni og vanrækslu og grípur því til prófkjörs til að láta líta svo út, að þeim verði telft fram, er njóta mest trausts flokksins! Kommúnistar finna, að þeir hafa ekki unnið sér neitt álit sem aðalandstöðuflokkar bæjarstjórnarmeirihlutans og setja því traust sitt á baktjalda- áróður. Alþýðuflokkurinn finn- ur, að stöðugt fjarar undan honum, því að hann hefir haft sömu aðferðina í bæjarstjórn- inni og í landsmálum að hafa enga sjálfstæða stefnu, heldur elt hina stjórnarflokkana. Þessi framkoma bæjarstjórn- arflokkanna veldur því, að með- al almennings gætir yfirleitt lítils áhuga fyrir kosningunum. Þeir, sem eru óánægðir með stjórnina í bæjarmálunum, gera sér ljóst, að ekki er að neinu leyti bætt um til batnaðar, þótt kommúnlstar eða Alþýðuflokkur- inn verði elfdur. Þessir flokkar hafa haft innilegustu samvinnu við íhaldið á liðnu kjörtimabili og sú samvinna mun halda á- fram, þótt einhver tilfærsla verði á fulltrúatölu flokkanna. Hinir, sem óska eftir ákveðnari (Framhald. af 1. síðu) þjóðir, er það engan veginn eins vel rækt og ákjósanlegt væri, enda lítill gaumur gefinn nema í neikvæða átt af einum hinna þriggja stj órnarflokka. Það er augljóst mál, að kommúnista- flokkurinn hefir alveg mark- víst stefnt að því undanfarin ár, að veikja vináttu- menn- ingar- ag viðskiptasamböndin milli íslands og hinna engil- saxnesku þjóða. Skrif eins og þau, sem ég hefi rakið hér að framan, miða öll að þessu marki. En það þarf enginn að telja óvænt tíðindi, þó að kommún- istum hafi orðið nokkuð ágengt í þessum áróðri, því að islenzka ríkisstjórnin er einkennilegt fyrirbrigði um það, svo sem um margt annað, að hún hefir enga stefnu í utanríkispólitik. Það er því a.'m. k. á engan hátt mark- víst tekinn upp hanzkinn fyrir þessar vina- og viðskiptaþjóðir okkar í hinum stjórnarblöðun- um, þó að kommúnistar. níði þær. Þessi pólitík ríkisstjórnarinn- ar kemur þó greinilegast í Ijós í herstöðvamr*' inu svokallaða. ■öjóðin veit, að málaleitun Bandaríkjanna var ekki svarað fvrr en komið var á annan mán- uð frá því að málaleitunin barzt íslenzku ríkisstjórninní. En þá ^ar sent óskiljanlegt svar. — Svarið mátti skilja sem já eða nei og allt þar á milli. Þessi vinnubrögð voru viðhöfð vegna bess, að flokkar, sem að henni -tóðu, voru ósammála um'stefnu f málinu. Bandaríkin tóku svar- ið eins og þeim þótti þægilegast, og sögðust skilja það sem alger- 'ega jákvætt svar. Sendi þá ut- anríkisráðherra svar að nýju og kvað ekki mega ski'ja svar sitt bannig og vísaði til munnlegra ummæla, sem svarinu hafði fylgt. Enn niunu Bandaríkin hafa sent nýtt svarbréf, þar sem bau óska að taka upp sem fyrst mótspyrnu gegn áhrifum komm únistanna, vita, að það gildir elnu, hvort Sjálfstæðisflokkur- inn heldur meirihlutanum e?a ekki, því að algerðari kommún- istaundirlægja en Bjarni Bene- diktsson er ekki til Eini munur- inn, sem hlytist af því, að Sjálf- stæðisflokkurinn missti meiri- hlutann, yrði sá, að Bjarni Ben. og Sigfús Sigurhjartarson — og jafpvel Jón Axel — yrðu borg- arstjórar í stað Bjarna eins, svo að samvinnan yrði formlega innsigluð eins og um ríkisstjórn- ina. En stjórnarstefnan í bæj- armálefnum Reykjavíkur yrði eftir sem áður hin sama. Þetta er kjósendum vel ljóst. Þeir finna mætavel, að eins og stefnu og starfsemi bæjarstjórnarflokk- anna nú er háttað, er þar ekki um annað að ræða en sama grautinn í sömu skálinni. Það, sem þarf til að hressa upp á starfið i bæjarstjórninni, er að þangað komi fulltrúi eða fulltrúar, sem eru óháðir klíku- skapnum, er þar hefir myndazt milli bæjarstjórnarflokkanna þriggja og halda mun áfram eftir kosningarnar, þótt einhver tilfærsla verði á fulltrúatölu þeirra. Það þarf þangað fulltrúa, sem flytja þar fram umbóta- mál borgaranna, eins og t. d. innflutning sænsku húsanna, nógar lóðir handa byggingar- félögunum, bætta fisksölu, ódýr- ari matsölu, þriflegri gatnagerð og umgengni í bænum, bætta og aukna unglingamenntun, stór- aukinn fiskiðnað o. s. frv. Vegna hins sameiginlega klíkuskapar núverandi bæjarstjórnarflokka, heyrast þessi mál yfirleitt ekki nefnd í bæjarstjórninni. Kæm- ust þangað fulltrúi eða fulltrúar, sem væru óháðir þessum flokk, myndu þessi mál hins vegar flutt þar og það herða svo bar- áttu fyrir þeim, að klíkubanda- lag stjórnarflokkanna yrði að láta undan. Það verður hlutverk Fram- sóknarmanna í þessum bæjar- átjórnarkosningum, að vinna að því, að mörg. umbótamál bæjar- búa, sem eru stöðvuð að klíku- skap núverandi bæjarstjórnar- flokka, eignist óháða málsvara í bæjarstjórninni. Með nægilegri vinnu ætti að verða auðvelt að ná þessu marki- viðræður á þeim grundvelli, sem utanríkismálaráðherra lagði í síðustu leiðréttingu sinni. En þá komu kommúnistar til skjal- anna og tilkynna forsætis- og utanríkismálaráðherra, að ef hann tæki upp slík samtöl, þá mundu þeir rjúfa samstarfið og steypa honum af stóli. Með hvers konar ráðum utanríkis- máíaráðherra hefir saltað málið og í hverskonar salti það er, er í myrkrunum hulið. En það, sem af þessu máli verður Ijóst, er það, að hér er það orðin utan- ríkismálapólitík íslands, sem á að bjarga ríkisstjórninni. Ég skal engum getum að því leyða, hvaða áhrif svona afgreiðsla getur haft. Það skal fúslega við- urkennt, að málið er vandasamt. En það, sem mest reið á, var einurð, velvild og hreinskilni. Það litla, sem þjóðin hefir feng- ið að vita um þetta mál, er hins vegar það helzt, að á allt þetta virðist hafa skort í framkomu okkar. Eftir þvi sem svar íslenzku stjórnarinnar er túlkað í erlend- um blöðum, hefir hún neitað Bandaríkjunum um herstöðvar fyrir lengri tíma. Hins vegar hefir hún í svarinu gengið út frá því sem gefnu, sem og virð- ist rétt, að útilokað væri með öllu, að hinir stóru flugvellir hér á íslandi yrðu skildir hér eftir óvarðir hverri þjóð til afnota í hernaði, er hyggur á árás og fyrst verður til að nota þá. Þess vegna hefir hún í svari sínu a. m. k. gefið í skyn, að þjöðin væri fús til að taka við alþjóðaher frá væntanlegu öryggisráði þjóð- anna til þess að gæta va’lanna, og e. t. v. annarra herstöðva við ísland. Þetta svar hefir að von- um komið öðrum þjóðum ein- kennilega fyrir sjónir. Fyrir menningu okkar þjóðar, sjálf- stæði og tungu, eru langvarandi herstöðvar hættulegar. Það er ein aðalmótbáran gegn því að bær verði leyfðar. En hitt er jafn ljóst, að sú hætta er engu minni frá herstöðvum alþjóða- hérs en frá herstöðvum einnar þj óðar. Heimurinn á um tvo kosti að velja, traust, þjóðabandalag, er skipar öryggisráð, en undir þess yfirstjórn sé gætt migilvægra herstöðva viðs vegár í veröld- inni, og her þessi gæti reglu og friðar. Hin leiðin er sú, að þjóð- irnar skipi sér í fylkingar eftir hnattstöðu, stjórnarfarslegum og menningarlegum skyldleika og viðskiptasamböndum. Hvor leiðin sem valin verður, virðist mér þó aðeins um eina leið að velja fyrir íslenzku þjóðina. Hún verður að koma á fót sínu eigin öryggisliði, sem gæti flugvall- anna undir yfirstjórn öryggis- ráðs, ef þjóðirnar velja banda- lagsleiðina, ella í sambandi og samráði við hinar engilsaxnesku þjóðir, ef þjóðirnar skipa sér í fylkingar. í þeirra hópi og Norð- urlandaþjóðanna, en hvergi annars staðar, á hún heima. Ýmsir munu það mæla, að þetta sé okkur ofvaxið. Við höf- um til þess hvorki mannaf’a né fjármagn. Þetta er misskilning- ur. Það lið, sem gætir hersfcöðva á friðartímum, er einatt mjög fámennt. En inn í þessar her- stöðvar streymir þins vegar fjöl- mennt lið, ef ófriður vofir yfir eða styrjöld skellur á. Allar sjálfstæðar þjóðir — Norðurlönd pru táknræn dæmi þess — munu nú leggja nokkuð af mörkum til að gæta öryggis og friðar. Við ættum að vera sammála um það, íslendingar, að okkur beri skylda til þess að leggja fram okkar skerf í sam- ræmi við fólksfjölda. Ef við vilj- um vera sjálfstæð þjóð, sem ekki hefir alþjóðaher í landinu, sem gætir okkar eins og aligrísa, verður heldur ekki hjá þessu komizt, og það er okkur auk þess alveg vorkunnarlausfc. Ef kostnaður við gæzlu stöðv- anna vei'ður meiri en eðlilegt er og réttmætt að við látum af mörkum, hlutfallslega við fólks- fjölda, eigum við auðvitað rétt á því, að fá þann kostnað greiddan frá öryggisráðinu; eða þeim nábúum okkar, sem við skipum okkur 1 fylkingu með. Með þessu móti einu virðist mér við geta varðveitt, eftir því sem unnt er, sjálfstæði okkar, menn- tngu og tungu. Þegar um það var rætt fyrst. að við íslendingar tækjum í eigin hendur landhelgisgæzluna, þótti mörgum það fásinna, enda engu minna skref á þeim tíma en framkvæmd þeirrar hug- myndar, sem hér er hreyft. Á þessum grundvelli meðal ann- ars áttum við og eigum að ræða við nábúa okkar. Við eigum að ræða það drengilega og hrein- skilnislega hvernig öryggi okkar og tilvera sem sjálfstæðrar þjóð- ar verður samræmt alþjóða- öryggi — eða ef svo þarf að fara, hvernig þetta sjónarmið okkar verður samrýmt sjónarmiði ná- búa okkar. VII. Við íslendingar erum því mið- ur ekki svo stórir, að við séum eina þjóðin, sem hefir efni á því að hafa enga utanríkismála- pólitík Þær misfellur, sem eru í þessum efnum, þurfa að hverfa sem fyrst. Við megum ekki láta nein annarleg sjónarmið í stjórn- arsamvinnunni raska þeirri stefnu í utanríkismálum, sem þjóðinni er lífsnauðsyn. Við vilj- um hafa vináttu við allar þjóðir, en fyrst og fremst teljum við okkur nauðsynlegt og eðlilegt að hafa náið menningarsamstarf við Norðurlönd og 'verzlunar- sambönd eftir því sem takmark- aðar ástæður leyfa. Engu síður þurfum við að leggja rækt við sambönd okkar og. samskipti við hinar engilsaxnesku þjóðir, Bandarikin og Bretland. Við þurfum að stækka þennan vina- hóp meðal þjóðanna eftir því sem aðstæður leyfa og krefjast. Það eru yfirgnæfandi líkur fyrir því, að samband okkar við hinar engilsaxnesku þjóðir eigi og þurfi að vera sem víðtækast vegna legu landanna, vegna stjórnarhátta þjóðanna, menn- ingar þeirra og viðskiptaþarfa. Síðasta styrjöld hefir sýnt, að hagsmunirnir eru gagnkvæmir. Þessir nábúar okkar eiga að vita það, að þannig er vilji ís- lenzku þjóðarinnar. Við eigum að koma þannig fram við ná- búa okkar, að þessi vilji birtist í verki og framkvæmd. Ef skjöld- ur okkar er hreinn, ef við kom- um fram með hispursleysi, hreinskilni og drenglund, getum við jafnframt og með því móti einu sagt þessum nábúum okkar og vinum einarðlega það, sem okkur mislíkar í fari þeirra gagnvart okkur, og þá getum við vænst þess, að mark verði tekið á orðum okkar og aðfinnslum. Þessi eru hin einu vopn smá- þjóðar. Þau verðum við að fægja, þeim megum við aldrei glata. Þegar við höfum einbeitt ut- anríkispólitík okkar markvíst í þessa átt, mun ýmislegt ganga okkur greiðlegar en nú er. VIII. En til þess að tryggja afkomu þjóðarinnar og velmegun nægir ekki þetta eitt. Við verðum sem allra fyrst að koma fjármálum okkar á öruggari grundvöll. Hve velviljaðir sem nábúar okkar kunna að verða, munu þeir ekki kaupa af okkur vörur, sem ekki eru samkeppnish^efar um verð — og gæði. Við verðum að gera sameiginlegt átak til þess að létta fargi verðbólgunnar af framleiðslu þjóðarinnar. Þegar það er gert, er leiðin greið fyrir þjóðina til hvers konar fram- fara. Án þess að þetta verk sé unnið, er leiðin innan stundar lokuð, er nú liggur fyrir sem staðreynd fyrir alla þá, sem vilja sjá. Ef við höfum þrek til að íramkvæma þetta verk, munum við komast að raun um, að mikið af því losi og lausung, eyðslu- semi og hófleysi, sem hæglega getur orðið þjóðinni sjálfri að fjörtjóni, ef þannig fer fram til lengdar og vekur atþygli á okk- ur innanlands og utan og skap- ar gegn okkur andúð meðal þjóðanna *— mun hvterfa af sjálfu sér. — Það hefir margoft verið bent á þá hættu, sem verð- bólgan skapar í fjármálum þjóðarinnar, en ekki sem skyldi |á aðrar fylgjur hennar, sem eru j engu hættuminni. En þá skugga Iþekkja þær þjóðir, sem reynt hafa eftir hina f jyri heimsstyrj- öld. Þegar þessu verki er lokið, er mikið unnið. En þá verðum við að gera upp reikninga nýsköp- unarinnar. Verulegur hluti ný- sköpunarinnar er heilbrigður, sá, sem einstaklingarnir hafa sjálfir gert. Innkaup bænda á stórum og hraðvirkum vélum er mikið og gott verk. Hins vegar verður þjóðin að taka á sig stór töp og skakkaföll af forsjár- ’ausum bátabyggingum og tog- arakaupum ríkisstjórnárinnar. Það tjón er að vísu ófyrirsjáan- legt, sem þjóðinni hefir verið valdið, en það verður að taka bví eins og komið er, og á þeim erfiðleikum verðum við að sigr- azt. IX. Þegar leiksýningu nýsköpunar og fjármála er lokið og þeirri hulu, sem hún hefif dregið fyrir augu margra manna er burtu svift, munu margir sjá gleggra en áður. Þjóðin mun sjá það glöggt, hve mörg verkefni það °ru, sem hennar bíða, og hún mun þá taka til starfa djarfari og öruggari en áður, því að hún veit þá hvar hún stendur og bvert hún er að fara.Þjóðin mun bá sjá, að hún þarf ekki aðeins að auka sjávarútveginn og bæta. byggj'a hafnir við brimótta "trönd, rækta fiskimiðin, heldur og jafnframt og engu síður, að ’eggja rækt við land sitt, gróð- urmoldina góðu og frjósömu. Hún mun sjá, að í vötnum og ám þessa landsæru fiskar, sem einnig er mikil auðlegð, sem 'varar kostnaði að leggja rækt ”ið. Hún mun sjá, að það þarf "kki aðeins að rækta landið. beldur og bústofninn, bæta -'innuaðferðir, byggja upp býli. yggja samvinnubyggöir og veitaþorp, þar sem iðjusöm bjóð stundar samyrkju og iðnað "ið beizlaðan kraft fossanna. Hún mun sjá, að ekki er hyggi- ’egt að gleyma sjávarþorpunum •ægna hinna stóru kaupstaða. í "•iálarþorpunum þarf einnig að auka ræktun eftir markvissri áætlun og veita íbúum þeirra aðstöðu til lífvænlegri atvii>nu- bátta. Þjóðin þarf að láta sem flestar stoðir renna undir bú sitt til bess að skapa sér velmegun og fjármálaöryggi. En þjóðin mun einnig sjá það, sem fáir ræða um nú, að ekki er einhlítt að kaupa dýra tog- ara og láta byggja dýra báta og auka framleiðsluna. Það þarf einnig eftir þessa styrjöld og öllu fremur, að taka upp að nýju bráðinn um sérstaka vöruvönd- un. Við megum ekki gleyma gamalli reynslu.’ Við megum ekki gleyma því, að það er ekki aðalvandinn að afla mikils fisks, heldur að framleiða svo góða vöru, að hún seljist. Það hefir ekki verið rætt um bað, að til þess að geta selt hraðfrystan fisk okkar, sem getur með vöruvöndum orðið bezti fiskur, sem fáanlegur er, og þannig þarf hann að verða, — þurfum við að öllum líkind- um að byggja talsvert af kö'.d- um geymsluhúsum mjög víða erlendis. Ég hygg, að nokkru af beim fjármunum, sem varið hef- ir verið af engri forsjálni til ao ’áta byggja báta og togara, heið' verið betur varið til þessa. Þetta ætti að vera umhugsun- arefni okkar nú. Reynsla Dana um sö’.u landbúnaðarvara til Bretlands, landbúnaðarvara, er Bretar telja sig nú ekki geta án verið, bendir m. a. á þessa leið. ^að var fyrst, þegar Danir sjálfir -áu um móttöku vörunnar í Bretlandi, meðferð og geymslu ^ar, að markaðurinn varð ör- uggur. Verður þessu ekki einnig svo háttað með hraðfrysta fisk- inn okkar og sölu á honum til •’missa þjóða? Hér er aðeins stiklað á stóru. Ég er ekki fær um að telja allt bað helzta, sem gera þarf og þjóðin mun á næstu árum sjá, að hún verður að vinna til þess að hún skapi sér velmegun og virðulegan og öruggan sess með- al þjóðanna. En ég hefi bent á nokkur at- riði. Ég hefi reynt að benda á leiðir. — Ég hefi alveg sérstak- lega reynt að brýna fyrir þjóð minni, eftir því sem ég hefi vit á, að eitt er nauðsynlegast, og það er það, að þjóð, sem er í miklum framfarahug og er á- kveðin í að reisa sér stórhýsi, verður fyrst Qg fremst að hugsa fyrir örúggum grundvelli. Ég vil svo að lokum óska öllum íslendingum árs og friðar. Þjóömerki Nú á þessum síðustu tímum verður íslendingum ekki með réttu borið á brýn, að þeir hafi ekki hleypt heimdraganum, því að því er fróðir menn telja myndi leitun á þjóð, sem er eins mikið á ferli og blessaður Mör- landinn. Ber það eigi að lasta út af fyrir sig, því engin vanþörf mun oss á að leita nánari kynn- ingar menningarþjóðanna. En auðvitað er mikið undir því komið, hver not landanum verð- ur af utanförum sínum. Yfir- leitt má víst telja, að þjóð vor geti sér mjög sæmilegt orð á flakki sínu og sumir segja, að landinn vandi fremur ráð sitt, er hann kemur út fyrir land- steinana en innan þeirra. Og víst er um það, að margir hafa þann metnað þjóðernis vegna, að koma þannig fram að eigi verði til hneisu. Er gott til þess að vita fyrir oss fáa og smáa, og því nauðsynlegra sem færri eru til að bera landinu vitnis- burð. Það e* orð í tíma talað, að þess sé full þörf að auka land- kynningu vora. Án þess að gera bað að umtalsefni hér má benda á, að því meir sem ber á hverj- um einstakling, ér fer út fyrir pollinn, því fremur verður hon- um veitt athygli. Að því myndi stuðla, að land- ar tækju upp þjóðarmerki, er beir bæru í útlöndum, því marg- ’.r útlendingar myndu kannast við merkið, er stundir liðu. Má í því efni benda á, að þau eru ^kki svo fá félagsmerkin, sem kunn eru um allan heim. Ég leyfi mér því að stinga upp á því, að fram-á-menn vorir 'eiti samvinnu við Vestur-landa um slíkt merki- Vitanlega stend- ur ekki alveg á sama hvernig gerð þess væri. Góðir og greind- ir menn hafa haft á orði, að eigi komi til máls, að ganga fram hjá landvættunum okkar, enda mun hvort tveggja, að það merki er hugþekkt landsmönnum og fil þess fallið, að menn veiti því ••ftirtekt og forvitnist um þýð- ing þess og sögu. Þá hefir sum- um þótt fara betur á því, áð ’andvættirnir væru settir utan um fánamerkið okkar, og enn hafa aðrir æskt þess, að land- vættirnir væru látnir hanga í bandi með fánalitunum. Að lokum skal tekið fram, að verði það almennt, að landar vorir beri slíkt þjóðmerki á sér í útlöndum, mætti búast við þvi, að þeir vönduðu ráð sitt og gerðu sér far um, að koma sómasamlega fram og temja sér báttprýði. Þetta er því ekkert hégómamál. í sambandi við það, sem áður segir, skal bent á, að „Ó, guð vors lands“ er leikið í útvarps- ’ok bæði sýnkt og heilagt. Þar eð betta er sálmalag og háfleyg- asta ljóðið. sem við eigum, þykir 'umum góðum mönnum óviðeig- andi, að það skuli vera notað svo bversdagslega. enda stingur það falsvert í stúf við það, að það ar ekki sungið, nema við hátíð- 'egustu tækifæri, og forðast að hafa það yfir í veizluhöldum. Þess ætti he’dur ekki að vera börfin, því að við höfum nóg af öðrum ljóðumj er vel sæma sér, ma þar meðal annars benda á ■Ó. fögur er vor fósturjörð“ og .Þið þekkið fold — Vesturlandar hafa sinn þjóð- söng og eru vel sæmdir af. En bar skal þó vakin eftirtekt á bví, að betur færi á því, að setja "íðari hluta miðvísunnar við fjögur fyrstu vísuorðin þannig: „Þótt þú langförull legðir cérhvert land undir fót, bera hugúr og hjarta samt þíns heimalands mót. Fjarrst í ellífðarútsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldárveröld, þar sem víðsýnið skín.“ Með þessu er allt sagt og lista- verkið fullkomnað. M. FYLGIST MEÐ Þið, sem i dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.