Tíminn - 05.01.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1946, Blaðsíða 2
I 2 Luuqardagur 5. jjan. Lærdómsrík fordæmi Á síðastl. ári fóru fram kosn- íngar í mörgum löndum Evrópu. Yfirleitt voru höfuðeinkenni kosningaúrslitanna hin sömu. íhaldsmenn töpuðu alls staðar, kommúnistar fengu miklu minna fylgi en búizt var við, en frjálslyndir miðflokkar uku fylgi sitt. í Frakklandi vann katólski miðflokkurinn mestan sigur, i Austurríki katólski þjóðflokkur- inn, í Ungverjalandi smábænda- flokkurinn, í Danmörku vinstri flokkurinn, og i Bretlandi og Noregi verkamannaflokkarnir, sem fylgja hóflegri umbóta- stefnu en hliðstæðir flokkar gera annars staðar. Hins vegar töp- uðu jafnaðarmenn í Danmörku, sem höfðu vikið frá umbóta- stefnu Staunings og tekið upp samkeppnispólitík við kommún- ista, líkt og jafnaðarmenn hafa gert hér. í raun réttri þurfa þessi kosn- ingaúrslit ekki að koma neinum á óvart. Styrjöldin hefur sýnt almenningi það enn betur en áður, hve óhollt og skaðlegt honum er að setja trú sína á helztu sérréttindastéttirnar, stóratvinnurekgndur og kaup- sýslumenn, er mynda kjarna íhaldsflokkanna. Almenningur óskar þess ekki heldur, að yfir- drottnun þessara stétta verði leyst af hólmi af annarri yfir- drottnun, sem sniðin er eftir rússneskri fyrirmynd. Þess vegna hefur fylgi frjálslyndrar umbótastefnu vaxið í öllum þessum löndum. Hér á landi munu fara fram tvennar — ef ekki þrennar — kosningar á hinu nýbyrjaða ári. Það eru fyrst bæja- og sveita- stjórnarkosningar, sem eiga að fara fram 27. þ. m. og svo þing- kosningar, sem eiga að fara fram í byrjun júlímánaðar. Framfylgi stjórnarflókkarnir á- kvæðum stjórnarsáttmálans um breytingar á stjórnarskránni munu enn verða kosningar næsta haust. í þessum kosningum verður valið um sömu höfuðstefnur og kjósendur áðurnefndra landa áttu að velja um á síðastl. ári. Ekki sízt verður valið um þessi aðalsjónarmið í bæjarstjórnar- kosningunum í Reykjavík 27. þ. m. Hér hefir flokkur gróðastétt- anna, stóratvinnurekenda og kaupsýslumanna, farið lengi með völd. Bærinn ber lika greinileg merki þess. Það hefir sáralítið verið gert að þvi af hálfu bæj- arvaldanna að bæta hag og að- búnað alþýðustéttanna í bæn- um. Húsnæðismálin eru hér sennilega í meira ófremdar- ástandi en i nokkurri annarri borg i heimi, sem ekki hefir orðið fyrir loftárásum. Leik- vellir og skemmtigarðar eru hér Jærri en þekkist annars staðar og má heita, að hér sé oft óverandi á sumrin, þegar rykið og óhreinindin njóta sin bezt. Bæjaryfirvöldin hafa ekki haft neinn áhuga fyrir því að bæta úr þessu. Stéttirnar, sem þau studdust við.stóratvinnureHend- urnir og kaupsýslumennjrnir, gátu byggt sér skrautlegar „vill- ur“ meðan aðrir þoldu raun 'hús- næðisvandræðanna og þær gátu farið úr bænum í einkabifreið- um sinum og dvalið i sumarbú- stöðum sínum meðan aðrir Reykvíkingar urðu að kúldrast í ryki og óhreinindum borgar- innar. Þess vegna fannst bæjar- yfirvöldunum engin þörf um- bóta í þessum málum. Vilji almenningur i Reykjavík vinna að bættum hag sinum á þessum sviðum sem öðrum, á hann að fylgja fordæmi þeirra þjóða, sem í frjálsum kosning- um á siðastl. ári steyptu ihald- inu úr stóli. En hann á jafn- framt að varast það, sem þess- ar þjóðir vöruðust, að efla í staðinn nýja kúgun og yfir- drottnun, þar sem kommúnism- inn er. Reykvískur almenning- ur á i bæjarstjórnarkosníng- unum 27. þessa mánaðar að fylkj* sér um frjálslynda um- bótastefnu og það gerir hann með því að tryggja efstu mönn- um á lista Framsóknarflokksir* sæti í bæjarstjórninni. TÍMIM, laugardagiiui 5. jjan. 1946 1. blað fi tiítaðaingi Erlent yfirlit Ráðherrafundurinn í Moskvu virki, að Þrengslavegurinn skyldi ekki hafa verið lagður fyrir strið, þvi að þá hefði hann ekki kostað nema fáar millj- ónir, en nú myndi hann kosta milli 22—23 millj. kr. Það er vissulega ekki ofmælt hjá Mbl., að hér er um spellvirki að ræða. Sþellvirki þetta er fólgið i þvi, að dýrtíðin hefir verið marg- földuð á þessum tíma. Þeir, sem þar hafa verið að verki, eru fyrst og fremst Ólafur Thors og kom- múnistarnir. Þetta spellvirki hefir ekki aðeins áhrif á kostn- aðinn við Þrengslaveginn, held- ur allar framkvæmdir í land- inu, smáar og stórar. Þeir hafa vissulega orðið dýrir framför- unum i landinu, Ólafur Thors og kommúnistarnir. Hver segir satt? ÓJafur Thors hefir þráfald- lega haldið því fram, að stjórn- in hafi orðið að hraða samning- um um togarakaupin í Bret- landi, því að annars hefðum við ekki fengið togarana smíð- aða þar, þvi að svo mikil hafi eftirspurnin verið. Þvert ofan í þessar upplýsingar Ólafs, lýsti sjávarútvegsmálaráðherra því yfir, þegar kommúnistar lögðu cil í þinginu, að keyptir yrðu 20 togarar til viðbótar, að auðvelt væri að fá þá smíðaða. Þá hefir einn samningamaður stjórnar- innar, sem endanlega gekk frá kaupunum, skýrt frá því, að brezkir útvegsmenn hafi ekki viljað semja um smíði á togur- unum á þessum tíma. Hér skal ekki dæmt um, hvor sannsögl- ari er, Ólafur eða Áki og samn- ingamáðurinn, en segi Ólafur ó- satt, er í burtu fallin afsökunin fyrir hinum skjótráðnu og óat- huguðu togarakaupum. Hvað var „fólkið“ margt? Mbl. gumar mikið af „próf- kjöri“ því, sem fór fram um efstu mennina á lista Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum í Reykjavík. Það segir, að þetta sé „listinn, sem fólkið hafi valið“. Hins vegar (Framhald á 7. siðuj Ráðherrafundur þríveldanna, sem haldinn var í Moskvu um jólin, hefir á ýmsan hátt orðið hinn merkilegasti. Það einkenn- ir mest samþykktir hans, að Rússar hafa látið undan — a. m. k. í bili — í nokkrum þýð- ingarmiklum atriðum. Á Potsdamfundinum s. 1. sum- ar var svo ákveðið, að ráðherrar Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands skyldu hittast á þriggja mánaða fresti. Jafn- framt var ákveðið að bjóða ut- anríkisráðherrum Kínverja og Frakka að sækja þessa fundi. Fyrsti fundurinn var haldinn í London í september og lauk honum án þess að nokkurt sam- komulag næðist um þau mál, sem rædd voru. Formlega strandaði á því, að Rússar vildu ekki láta Frakka og Kinverja taka þátt í friðarsamningunum við Balkanríkin, en hinar raun- verulegu orsakir voru, að Rúss- ar gerðu ýmsar kröfur, sem hin stórveldin töldu sig ekki geta fallizt á. Þóttust þau þegar hafa látið svo undan Rússum, að eigi væri fært að ganga lengra. Töldu þau þvi betra, að ekkert samkomulag yrði og sjá til, hvort Rússar létu ekki undan síga og drægju úr kröfum sin- um við nánari athugun, þegar þeim væri ljóst, að undanláts- semi Bandamanna væri þrotin. Jafnhliða létu forvigismenn þeirra, einkum Truman forseti, það greinilega á sér skilja, að hann vildi ekki lengur iáta út- kljá nein stórmál endanlega á ráðstefnum stórveldanna þriggja, heldur af alþjóðaráð- stefnum og alþjóðasamtökum. Ráðstefnur stórveldanna yrðu hér eftir ekki meira en undir- búningsfundir. Rússar hafa hins vegar viljað, að sem flestum stórraálum yrði ráðið til lykta af stórveldunum einum og eftir þeirra sjónarmiðum. Vegna árangursleysi« ráð- herrafundarins í London í haust, var um skeið óttast, að þessir fundir féllu alveg niður. Það er þakkað forgöngu Byrnes után- ríkisráðherra, að svo varð ekki. Jafnframt er talið, að hann hafi 1 átt þátt í því, að ráðherrum Frakka og Kínverja var" ekki boðið á þennan fund. Mun hann hafa talið það tilhliðrunarsemi við Rússa, vegna ágreinings þess, er varð á fundinum í haust. Helztu samþykktir ráðherra- fundarins í Moskvu fjalla um atomsprengjumálin, Asíumálin, friðarsamningana við öxulríkin og Balkanmálin. Yfirleitt verður vart í þessum samþykktum til- slakana af hálfu Rússa. Um atomsprengjumálið var það samþykkt, að Þjóðabanda- lagið nýja skuli setja sérstaka kjarnorkumálanefnd, er geri til- iögur um alþjócjasamvinnu um þessi mál, en ekki öðlast þær gildi, nema öryggisráð banda- lagsins samþykki þær. Banda- ríkin hafa lagt áherzlu á, að bandalagið tæki þetta mál til meðferðar, en stórveldin ræddu það ekki sérstaklega, en það virðist hafa verið vilji Rússa. Sjónarmið Bandaríkjanna hefir því sigrað að sinni, en vafalaust á það enn langt í land, að fullt og endanlegt samkomulag verði um þetta mál. í Asíumálunum náðist það samkomulag m. a., að sett yrði á laggirnar Austur-Asíunefnd, sem yrði skipuð fulltrúum þeirra ríkja, er þar eiga hlut að máli. Rússar hafa hingað til ekki vilja taka þátt í þessari nefnd, þrátt fyrir áeggjan Bandaríkj- anna, nema hún fengi æðsta vald í hernámsmálunum i Jap- an. Bandaríkjamenn hafa hins vegar viljað, að æðsta valdið væri í höndum hernámsstjórnar þeirra þar, þ. e. Mac Arthurs. Þetta sjónarmið sigraði á Moskvufundinum, því að Aust- ur-Asiunefndin fær aðeins ráð- gjafarvald. Viðkomandi friðarsamning- unum við öxulríkin var það sam- þykkt, að þríveldin öll skyldu setja Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu friðarskilmála, þrí- veldin og Frakkland Ítalíu frið- arskilmála, en aðeins Bretar og Rússar setja Finnum friðarskil- mála. Hér hafa Rússar fengið (Framhald a 7. stðuj fflDD/R NA6RANNANNA „Nýsköpun“ stjórnarinnar. í áramótahugleiðingum sín- um reyndu stjórnarblöðin að vonum að guma af „nýsköpun“ stjórnarinnar. Meðal annars reyndu þau að eigna stjórninni framkvæmdir, sem ekki hafa verið gerðar að neinu leyti að hennar frumkvæði, eins og véla- kaup bænda, bátakaupin í Sví- þjóð, sem fyrrv. stjórn undir- bjó, og byggmgu síldarverk- smiðja, sem Alþingi var löngu búið að ákveða. Þær einu fram- kvæmdir stjórnarinnar, sem til „nýsköpunar“ geta talizt, eru togarakaupin og velbátasmíð- arnar innanlands. Vegna af- skipta Nýbyggingarráðs og rik- isstjórnarinnar, koma togararn- ir til með að kosta á fjórðu milj. kr. hver og verða því niiklu dýr- ari en eðlilegt getur talfzt. Þó telja margir útgerðarmenn, að enn þurfi að breyta þeim stór- lega, ef þeir eiga að geta talizt nothæfir, og verður ekkert sagt um það, hvað sú breyting muni kosta. Vélbátarnir, sem stjórnin er að láta smiða innanlands, verða nokkurum hundruðum þúsunda kr. dýrari hver en nýir, sambærilegir bátar fást nú fyrir i Danmö'rku. Það er um þessar framkvæmd- ir rikisstjórnarinnar, sem Mbl. hefir þau ummæli í áramóta- blaðinu, að rikisstjórnin hafi með „nýsköpunar“-framkvæmd- um sinum „lagt grundvöll að bættri efnahagslegri afkomu“. Það þarf vissulega mikið álits- léysi á þroska almennings til bess að geta haldið þvi fram, að það sé að leggja „grundvöll að bættri efnahagslegri afkomu" að kaupa atvinnutæki fyrir miklu dýrara verð en hægt er að fá þau fyrir. Framfaraöld snúiff í illæri. Þeir, áfem hafa horft með raunsæi yfir „nýsköpunar“- mál þjóðarinnar um áramótin, munu áreiðanlega hafa gert sér ljóst, að rikisstjórnin er á góð- um vegi með að gera hina miklu uýsköpunarmöguleika þjóðar- innar að engu. Það eru ekki fyrst og fremst hin rándýru tog- ara- og vélbátakaup, sem þar koma til greina og stafa af undirbúningsleysi og ómark- vissu fálmi stjórnarliðsins til bess að geta sýnt einhvern ár- angur. Það er fyrst og fremst fjármálastefnan, sem þar er að verki. Inn á við birtist hún i sivaxandi dýrtíð og verðbólgu, sem gerir hverja umbótafram- kvæmd margfallt dýrari en ella, og er á góðri leið að stöðva rekstur helztu atvinnuveg- anna, jafnframt og hún dregur frá þeim fjármagn og vinnu- afl í ýmis konar braskstarf- ■emi. Út á við birtist hún bannig, að gjaldeyrinum er sóað miskunarlaust i glingur ag luxusflakk, svo að stórfelld- ur halli verður á viðskiptajöfn- uðinum og verðmætustu inn- stæðurnar erlendis, dollararnir. eru senn þrotnar. Til að halda bessari óstjórn á floti enn um stund, er nú ráðgert að láta rikið taka hverja tugmilljóna lántökuna á fætur annarri, auk allra ábyrgðanna. Slík fjármála- ■^tefna getur vissulega ekki, þeg- ar aftur þrengir i ári, leitt til annars en algers hruns gjald- miðilsins ög að allar eða mest- allar erlendu innstæðurnar verði gerðar að eyðslueyri. Nið- urstaðan verður því sú, þegar undan verða skilin nokkur rán- dýr skip og örfáar rándýrar verksmiðjur, að atvinnuvegir bjóðarinnar verða engu full- komnari en áður, en hins végar vérður hún hlaðin meiri skuld- um og rikisábyrgðum en nokk- uru sinni fyrr. • í slikt fyrirsjáanlegt illæri er verið að breyta þvi mesta fram- faratimabili, sem hefði getað orðið hér á landi. í stað fram- faranna fær þjóðin skuldir. Þetta eru afleiðingarnar af því, að ekki var fylgt stefnu Fram- sóknarflokksins og dýrtíðin stöðvuð í tæka tíð. Hvernig reynlst „vináttan"? Það hefir ekki verið ófróðlegt fyrir verkamenn í Reykjavík að athuga það við áramótin, hvort núverandi stjórnarsamvinna hafi fært þeim mikinn gróða. Hjá einhleypum verkamönnum hefir fæðið hækkað á síðastl. ári um 100 kr. á mánuði eða 1200 kr. á ári. Fæðiskostnaður hjá fjölskyldumönnum hefir vitanlega einnig hækkað í átt- ina við þetta. Strætisvagna - gjöld hafa .hækkað, simgjöld hafa hækkað, sjúkrasamlags- gjöld hafa hækkað, afnotagjald útvarpsins hefir hækkað. Hver og einn getur gert það upp hjá sjálfum sér, hvort hækkun dýr- tiðaruppbótarinnar hefir vegið á móti þessum hækkunum. Kröfur margra Dagébrúnar- manna um uppsögn kaupsamn- inga virðast benda til, að svo sé ekki. Hefði hins vegar verið fallizt á stöðvunarstefnu Fram- sóknarflokksins í fyrrahaust, hefði engin af þessum hækk- unum orðið. Þá var verkamönn- um sagt, að það stafaði af fjandskap við þá. En hvað finnst verkamönnum nú um þá „vináttu", sem lýsir sér i fram- annefndum hækkunum? Skýr afstaffa. Mbl. er mjög úrillt yfir því í áramótagreinum sinum, að Framsóknarflokkurinn skuli ekki taka þátt í stjórnarsam- vinnunni. Mbl. getur haldið beirri úrillsku áfram, því að Sjálfstæffisflokkurinn mun hvorki fá Framsóknarmenn til þess með hótunum. eða fagur- mælum að halda hlífiskildi yfir stórgróðamöimunum, eins og honum hefir tekizt að fá kom- múnista og Alþýðuflokkinn til að gera um^stund. Fram- sóknarmenn munu aldrei fást til þess, eins og kommúnistar og Alþýðuflokkurinn, að láta skattsvikin í friði, taka heild- salamálin vettlingatökum og hlífa stórgróðanum meðan kjör bænda og láglaunamanna eru skert. Framsóknarmenn munu lika aldrei fást til að styðja þá fjármálastefnu, sem eykur dýr- tið og verðbólgu, skapar fyrir- sjáanlegan tekjuhallarekstur bjá atvinnuvegunum og dregur stórkostlega úr framkvæmdum, bar sem þær verða margfallt dýrari en ella. Framsóknar- flokkurinn mun aldrei fást til að styðja stjórnarstefnu, sem er sambland af afturhaldi og fjárglæfrum. Hann mun aðeins fást til samstarfs um umbóta- stefnu. Sú afstaða hans kom glöggt fram í fyrrahaust. Hún ér óbreytt og verður óbreytt. Hinir flokkarnir geta því gert sér ljóst, að hverju þeir hafa að ganga, ef þeir vilja leita sam- starfs við Framsóknarmenn. Þeir, sem hafa reiffzt. Mbl. læzt harma það í ára- mótagreinum sinum, að Fram- sóknarflokkurinn hafi aflað sér óvildar með því að hafa ekki ^ekið þátt i stjórnarsamvinn- unni, gerzt þannig hlifiskjöldur heildsala og fjáraflamanna, en ánetjast fjármálastefnu tommúnista að öðru leyti. Það barf ekki að draga í efa, að betta hefir aflað Framsóknar- flokknum reiði stórgróðavalds- ins og kommúnistaforsprakk- anna, sem hafa viljað hafa sem mesta þögn um samstarf sitt, en hitt ei^ eftir að sjá, hvort bjóðin lítur sömu augum á mál- ið. Framsóknarflokkurinn bið- ur með rósemi úrslita þing- 'íosninga þeirra, sem verða munu, þegar gert verður upp 'nl fullnustu um þessi mál. Hve mikiff var ofaníátiff? Mbl. segir réttilega 28. f. m., að kommúntstar hafi etið ofan í úg marga árganga af Þjóðvilj- anum, þegar hann gekk til sam- starfs' Við Kveldúlfsvaldið i fyrra. Skemmtilegt væri, ef Mbl. vildi jafnframt gera grein fyrir því, hve margar ræður og blaðagreinar Ólafur Thors hafi etið ofan í sig, þegar hann gekk til samstarfs við kommúnista og tók upp gagnstæða stefnu í dýrtiðarmálunum við þá, sem hann hafði áður haldið fram. „Spellvirki“ íhaldsins. Mbl. komst nýlega svo að orði, að það hefði verið hreint spell- í blaði Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingi, birtist 7. f. m. forustugrein, er nefndist: Skömm er óhófsævi. Greinin er á þessa leið: „Sumarið 1944 varð það til tíð- inda að stofnað var lýðveldi á ís- landi. í sambandi við þann atburð brauzt fram áður óþekkt frelsis- og ættjarðarást og umhyggja fyrir framtíð landrins og lýðs, hjá öllum þeim, sem létu uppi einhverjar skoðanir, og þeir voru ekki fáir, flokkar, félög og einstaklingar. Sama ár skeði það, að mynduð var stjórn þriggja þingflokka af fjórum, sem Alþingi skipa, og átti sú samvinna að verða til þess að draga úr verðbólgu innanlands, auka atvinnulíf og framleiðslu og efla vinnufrið. t Um sömu mundir var þjóðin svo fjáð yfirleitt, að slíkt hefir aldrei þekkzt í sögu hennar, og mátti heita að almenningur bruðlaði grúnkunum á báðar hendur við minnsta efní. En það er nú svo, að oft sannast hið fornkveðna: „Skömm er óhófs ævi“. Hin fórnfúsa, allt-um-faðm- andi ættjarðar- og þjóðernisást sýnist hafa lognast útaf, hávaða- laust. í staðinn kom eiginhags- munapólitík, valdagirni og fjár- græðgi. Hefir sú pólitík jafnvel gengið svo langt, að nálega sann- ast orð Stephans G. Stephansson- ar: „Útföl mundu ýta þorra, ættar- bönd við Sögu-Snorra, er þau væru virt til króna, vegin út — og seld“. Stjórnarsamvinnan, sem miklar vonir voru tengdar við, hefir heldur ekki gengið óskapalaust. Dýrtíðin hefir heldur færzt í aukana, farið er að bera nokkuð á atvinnuleysi, a. m. k. á sumum sviðum, og vinnu- friðurinn er hvergi nærri tryggur, eins og verkfallið á kaupskipaflot- anum greinilega sýnir. Sýnir það verkfall útaf fyrir sig getu eða viljaleysi, eða hvort tveggja hjá for- ráðamönnum þjóðarinnar, að ein- stakir landshlutar skuli að mestu leyti aðflutningalausir, og landið allt nálega slitið úr flutninga- tengslum við umheiminn, án þess að nokkuð virðist hægt að gera til úrbóta. Það má að vísu segja, að hægara sé að kenna heilræði en halda þau, en samt sem áður getur engum dul- izt, að þjóðin hefir ekki til lengdar efni á því, að fé hennar, orku og tíma sé bruðlað gengdarlaust i mál- þóf og einskisverðar ályktanir. Einnig þar verður óhófið skamm- vinnt, og ófarnaðurinn tekur við. Stjórnmálamenn íslendinga og aðrir ráðamenn, verða að hafa það hugfast, að þeir mega ekki tvístíga svo lengi, að þeir geti að lokum í hvorugan fótinn staðið. Það er að segja, að þeir vilja ekki láta sann- ast orð eins hins merkasta islenzks stjórnmálamanns, sem nýlega er látinn, að sér virtist næstum svo komið fyrir íslendingum, að flestir forystumenn þeirra væru menn, sem „ekkert háfa að segja, ekkert skilja og engu trúa.“ Það væri raunaleg niðurrtaða fyrir forystu-’ mennina, og ekki síður fyrir hina íslenzku þjóð.“ Ritstjóri íslendings mun vafalaust ’-eynast sannspár, þegar hann spáir st j órnarsamvinnunni því, að óhófið verði skammvinnt og ófarnaðurinn taki fljótt við. En hitt lýsir hvorki iræði né þjóðholluEtu hjá honum eða iðrum Sjálfstæðismönnum, er sjá hvert stefnt er undir forustu Ólafs Thors og kommúnista, en gera þó ekk- ert til þess að knýja fram stefnubreyt- ingu og forustuskipti hjá Sjálfstæðis- flokknum. ★ Vísir ræðir um bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík í forustugrein 7. þ. m. Þar segir í upphafi: „PramboðsliEti Sjálfstæðisflokks- ins við bæjarstjórnarkosningarnar er nú fram kominn. Samkvæmt til- kynningu kjörnefndar hefir hún einskorðað val sitt við þá, sem flest fengu atkvæðin í prófkosningunni. Slíkt er í sjálfu sér ekki nema eðli- legt, ef ekki eru neinir sérstakir annmarkar á slíku vali. En listinn virðist staðfesta það, sem margir halda fram, að af hendi vissra fé- laga hafi vérið beitt áróðri í próf- kosningunni á bak við tjöldin. Er slíkt illa farið, en um það skal ekki rætt að svo stöddu. Ennfremur er það óheppilegt, að niðurstöðum kosningarinnar hefir verið haldið stranglega leyndum og synjað um allar uppiýsingar í því sambandi, að öðru leyti en því, að nefndin segir, að hinir 10 fyrstu menn list- ans séu þeir, sem flest fengu at- kvæðin." Vísir virðist draga það í efa, að þeir, sem séu á listanum, verði nógu skel- eggir gegn kommúnistum. Þar segir: „Þess vegna verður það að koma fram nú þegar skýrt og undan- dráttarlaust frá frambjóðendum flokksins hér, að ekki verði um að rœða neina sarnvinnu við komm- únista í bœjarmálunum. Kjósend- urnir eiga rétt á að fá ótvíræða staðfestingu á slíku, enda geta úr- slit kosninganna verið undir því komin, að engin loðmælgi sé við höfð, er vakið getur tortryggni í þessu sambandi. Þótt þetta blað telji illa farið, að undir kommúnista hefir verið hlað- ið á ýmsan hátt af lítilli framsýni í stjórnarsamvinnunni, er mun hefna sín 1 vaxandi upplausn, þá væri það þó að bæta gráu ofan á svart, ef Etjórn höfuðborgarinnar væri látin falla þeim í hendur. Að það verður hindrað, verður ekki að þakka þeim, sem lofsyngja sam- vinnu við kommúnista, heldur hin- um, sem ekkert vilja saman við þá sælda og vita, að öll viðleitni kommúnista beinist að því, að gera hið borgaralega þjóðfélag gjald- þrota og einstaklinga þess að á- nauðugum vinnuþrælum." Svo getur farið, að Bjarni Ben. verði við þessum tilmælum Vísis og birti einhverja loðna yfirlýsingu. En hvern- ig, sem hún hljóðar, er það víst, að samstarf íhaldsins og kommúnista, sem verið hefir undanfarið í bæjarstjórn- inni, mun halda áfram, ef Bjarni fær nokkru um það ráðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.