Tíminn - 05.01.1946, Qupperneq 3
1. folað
TÍMIM, laugarilagÍMM 5. jan. 1946
3
Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku:
KVEÐJU
SVARAÐ
Við, sem enn vorum börn eða
unglingar, þegar útvarpið kom
til sögu, og áttum samastað
nærri viðtæki, við munum þá
vist lengi hina spennandi des-
emberdaga 1930, þegar íslenzkt
mál og íslenzk hljómlist tók að
berast inn á islenzk heimili
eftir leiðum ioftsins. Síðan er
liðinn hálfur annar áratugur.
Og 'það er óhætt að segja, að oft
hefir verið gaman að útvarpinu.
Þýðing útvarpsins fyrir
dreifða þjóð eins og íslendinga,
verður seint metin að verðleik-
um. Ætla ég ekki að ræða það
mál hér. En það er sannfæring
mín, að einn þýðingarmesti
þátturinn í starfsemi útvarps-
ins, sé sú kynning ólíkra við-
horfa, sem þar fer fram. Og á
því sviði á útvarpið okkar sann-
arlega mikið starf óunnið.
En þetta átti nú annars ekki
að verða um útvarpið sjálft.
Hitt hafði ég hugsað mér, að
svara stuttlega nokkrum kveðj-
um, sem mér og öðrum bændum
hafa nýlega borizt frá forustu-
mönnum tveggja landsmála-
flokka eftir leiðum ljósvakans.
Fyrir nokkru var stjórnmála-
yfirlýsing þings „Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokks-
ins“ birt í fréttatíma. Eftir að
þar hafði nokkuð verið rætt um
hinar snjöllu aðgerðir rikis-
stjórnarinnar og gerð grein fyr-
ir hugmyndum þingsins um
æskilegan gang margs konar
nýsköpunar við sjávarsíðuna,
var sú ósk látin í Ijósi, að stjórn-
in hefði enn nánara samstarf
við verkalýðshreyfinguna og
tæki málefni landbúnaðarins
fastari tökum — og tæki mál-
efni landbúnaðarins fastari
tökum. Þetta var svo ekki skil-
greint nánar.
Mér varð í fyrstu undarlega
við þessa kveðju frá þingi „Sam-
einingarflokks alþýðu." — Fyrst
löng upptalning varðandi „ný,-
sköpun" útvegs og iðnaðar, þá
ósk um nánara samstarf við
verkalýðinn, en svo, stutt og
laggott: Fastari tök. — En var
þetta nokkuð undarlegt. Hefir
ekki Kiljan upplýst það, að
bændastéttin sé blátt áfram
andfélagslega sinnuð? Og hvað
er þá annað að gera en að „taka
á henni?“
Nú líða nokkur kvöld. Þá eru
útvarpsumræður um búnaðar-
ráðslögin. Annar fulltrúi „sam-
einingarflokksins" lýsir því þá
sem' yerstu tegund stiga-
mennsku, að bændur skuli
hyggja á hliðstæð ráð til fram-
fylgingar kröfum sínum um
fjárhagslegt jafnrétti við aðrar
stéttir, ef í harðbakka kynni að
slá, og þau, er verkamannasam-
tökin hafa notað um áratugi.
Hinn fulltrúinn staðhæfir, að
flokkur sá, sem meirihluti okk-
ar bænda fylgir, Framsóknar-
flokkurinn, hann vilji fjand-
skap bænda og verkamanna.
Við slíkum kveðjum þessara
manna eigum við bændur að-
eins eitt svar. Þetta eru menn-
irnir, sem, ásamt. núverandi
vopnabræðrum i stjórnmálum,
drápu áburðarverksmiðjuna og
jarðræktarmálið á siðasta þingi,
mennirnir, sem rændu jarðýtu
Húnvetninganna og sviftu okk-
ur einföldustu félagsréttindum
með setningu hinna illræmdu
bráðabirgðalaga — og boða svo
ný þrælatök, jafnframt þvi, sem
þeir bera okkur brigzlum um
fjandskap við samþegnana. Þeir
hafa kastað hanzkanum.
En þið, sem vinnið verkin á
sjó og á möl, hvað leggið þið til
þessara mála? Þú, bróðir minn,
sem dregur aflann úr sjónum,
þú, sem vinnur störf þin á
hafnarbakkanum eða á eyrinni,
í búðinni og á vegum láðs og lag-
ar? Óskar þú aðeins þess, að
málefni mín sæti fastari tökum
stjórnarvaldanna? Trúir þú því,
að hugsun mín við heyskap og
fjárgeymslu, við sáning og upp-
skeru snúist fyrst og fremst um
það, að troða þig í svaðið? Og
þú, systir konunnar minnar, sem
sýslar um heimili þitt við ein-
hverja kaupstaðargötuna og
hlúir að börnum þínum, sem þú
svo gjarnan vilt láta njóta sum-
arsins í sveitinni. Væntir þú
fjandskapar aðeins?
Spyrja má þó viti. Vel má
vera, að þú fylgir þeim stiórn-
málaflokki, sem nýtur forustu
áðurnefndra öfgamanna eða
annara þvílíkra. En þú stendur
ekki á bak við kveðjur þær, sem
nú hefir þótt hlýða að senda
mér og mínum, og ég hefi lítil-
lega vikið að hér að framan.
Einn ræðumanna við áður-
nefndar útvarpsumræður var
Pétur Magnússon, fyrrum
hæstaréttarlögmaður og mjólk-
urverkfallsþátttakandi, nú
handhafi æðsta valds búnaðar-
mála og höfundur búnaðarráðs-
laga. Honum fórust meðal ann-
ars orð á þessa ieið: Ég hygg, að
vandfundin sé sú leið, er tryggi
betur hagsmunasjónarmið
framleiðandans, en þessi (þ. e.
skipun búnaðarráðs). Ennfrem-
ur: Fái bændur hækkað verð
fyrir afurðir sínar, þá mega þeir
þakka fyrir. Að þetta sé efnis-
lega rétt eftir haft vil ég leyfa
mér að fullyrða, því að það var
skrifað niður um leið og ræðu-
maður lét það frá sér fara.
Flokkur þessa ræðumanns
hefir jafnan talið sig m. a. ein-
lægan málssvara sveitafólksins.
Oft hafa verið færð að því ó-
hrekjandi rök, að þegar til
hinna stærri mála komi, þá séu
það þó ekki að jafnaði sjónar-
mið bænda, sem ráði gerðum
flokksins. Þrátt fyrir þessar
staðreyndir hafa margir bænd-
ur fylgt flokknum trúlega allt
til þessá. Og nú sendir land-
búnaðarráðherrann þeim og
okkur öllum kveðju guðs og sina:
Bændur góðir: Ykkar hagsmun-
ir verða bezt tryggðir með því,
að ykkar eigin samtök og þeir
trúnaðarmenn, sem þið kjósið
ykkur, komi sem minnst við
sögu. Blessaðir, verið þið svo
ekki að bera ykkur saman við
aðrar stéttir. Bara að afurða-
verðið kynni nú að hækka eitt-
hvað, þá krjúpið í auðmýkt og
þakkið fyrir.
Ég vil nú spyrja þig, stéttar-
bróðir í „sjálfstæðinu": Er þetta
það sem koma skal? Æskir þú
stjórnskipaðrar félagsmálafor-
ustu okkur til handa? Eigum
við að gjalda þakkir hverri
hugsanlegri tekjuhækkun, án
tillits til þess, hvort húp er stór
eða smá, hvort hún hrekkur
fyrir auknum þörfum, eða hvort
hún svarar til þess, er öðrum
samborgurum hlotnast á sama
tíma?
Hið raunverulega svar þitt,
það svar, er þú gefur á kjördegi,
getur orðið næsta þýðingarmik
ið fyrir framtíð landbúnaðar á
íslandi.
Enn hafa útvarpsumræður
farið fram, eldhúsdagur á A1
þingi. Þar var fátt rætt um sér-
mál bænda. En forsætisráð-
herra sendi þó kveðju sína: „Ég
aðvara bændur" — komið til
mín. — Atvinnuvegur ykkar
mun seint bíða þess bætur, ef
þið hikið við að fylgja nýsköp-
un vorri. — Ég fæ ekki betur
séð, en hér sé um beina ofbeld-
.ishótun að ræða. Því að: Vilji
bænda til þátttöku í raunveru-
legri nýsköpun hefir berlega
komið í ljós á margan hátt, m.
a. í vélakaupum (og pöntunum)
þeirra sjálfra, og félagslegum og
stjórnarfarslegum aðgerðum
fulltrúa þeirra. (Ræktunar-
samþ., áburðarverksmiðja o. s.
frv.). — Aðvörunaróp forsætis-
ráðherra í þessu sambandi eru
óþörf og það veit hann eins og
hver annar. Hitt er svo annað
mál, að bændur gerast æ treg-
ari að styðja vissan landsmála-
flokk, sem nú á einnig mjög i
vök að verjast við sjávarsíðuna.
Það veit forsætisráðherra, og
því reynir hann nú að beita
hótunum og hrópar hástöfum:
„Ég aðvara". Honum er þó
sjálfum ljóst, hversu fánýtar
þessar upphrópanir eru, því í
náestu ræðu í þessum sömu um-
ræðum, reyndi hann bersýnilega
að mýkja hin ofsafengnu um-
mæli sín.
í blöðum og útvarpsumræðum
hefir nú um stund verið lögð
sérstök áherzla á það af vissum
aðilum, að vara íslenzka bændur
við því, að sameinast í stétta-
baráttu og stjórnmálaátökum,
þar sem slík sameining myndi
valda einangrun og áhrifaleysi
bændastéttarinnar. Þessi kenn-
ing er flutt i ýmsum myndum
og þrástagast á henni. Er/það
sú aðferð, er lýðskrumarar nota,
þegar að sverfur, að beita stór-
lygum og endurtaka i sífellu. —
Hér er um fáránlega blekkingu
að ræða, sem gæti verið hln
hættulegasta, ef mark væri á
tekið. í þessu sambandi má m.
a. minna á þessar alkunnu
staðreyndir:
Efling verkalýðssamtaka allra
landa hefir ekki orðtð til þess,
að einangra verkamenn og gera
þá áhrifalausa, heldur þvert á
móti.
Efling almennra verzlunar-
samtaka hefir ekki einangrað
þátttakendurna og veikt aðstöðu
þeirra, heldur þvert á móti.
Þegar íslendingar heimtu
frelsi sitt og gerðust jafnrétt-
háir aðilar Dönum, þá jukust
ekki fáleikar milli þjóðanna,
heldur þvert á móti.
Þannig mun það og verða,
þegar islenzkir bændur hafá
sameinazt i stétta- og stjórn-
málabaráttunni. Þá mun þeirra
málstað bezt borgið.
Ég hefi hér að framan vikið
að nokkrum hinna annarlegu
kveðja, sem sendar hafa verið
loftleiðis frá höfuðstaðnum út
um landsbyggðina að undan-
förnu.
Eftir þeim að dæma mætti
ætla, að allveruleg óvild væri
ríkjandi í garð bænda i kaup-
stöðum og sjóþorpum. Litil
brögð munu þó að þessu, enda
væri málum þá illa komið. Hin-
ir pólitísku foringjar, er flutt
hafa kveðjurnar, munu i þess-
um sökum vera næsta afskræmi-
leg mynd umbjóðenda sinna.
Hitt mætti segja mér, að
myndarlegt samstarfstimabil
vinnandi fólks til sjávar og
sveita sé nú nálægara en marg-
ur hyggur — og miklu nær en
háva(5i dagsins í dag gefur til-
efni til að ætla.
Ég byrjaði á því að minnast
á ,útvarpið. Það var vegna
þess, að tilefni hans var
þaðan runnið. Ég vék að því í
upphafi, að þýðingarmesti þátt-
ur útvarpsins væri e. t. v. kynn-
ingin. Aukin kynning, aukinn
skilnlngur á annarra viðhorf-
um, er hinn bezti jarðvegur fyr-
ir þann samhug einstaklinga og
stétta, sem segja má að sé und-
irstaða farsæls þjóðfélags.
Svo mætti virðast i fljótu
bragði, að kveðjur þær, er hér
hefir verið vikið að, væru ekkl
líklegar til þess, að „skerpa kær-
leikann". Það mun þó sanni
Bækur Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins
Þrjár af árbókum Menning-
arsjóðs og Þjóðvinafélagsins
komu út um áramótin. Voru
það Andvari, Almanak Þjóð-
vinafélagsins 1946 og þýdd
skáldsaga, Dóttir landnemans.
í Andvara birtast ýmsar rit-
gerðir eins og verið hefir. Er þar
fyrst grein um Þorstein Gísla-
son ritstjóra eftir Alexander Jó-
hannesson prófessor. Síðan
kemur Lýðveldishugvekja um
íslenzkt mál eftir einhvern, er
eigi hefir látið nafns síns getið,
en nefnir sig meistara H. H. —
ádeilugrein um blaðamál nú á
dögum, „helguð minningu ís-
lenzkra ritstjóra fyrir heims-
styrjöldina fyrri“ (sem þrátt
fyrir margvislega kosti munu þó
ekki hafa verið óskeikulir í því
efni, sumir hverjir, fremur en
ritstjórar nú á dögum). Þorkell
Jóhannesson prófessor skrifar
greinina Við Skaftárelda og Jón
Emil Guðjónsson, skrifstofu-
nær, að glöggar myndir af
hvors annars „hjörtum og nýr-
um“ saki okkur ekki.
Ekki treysti ég mér til þess
að dæma um það, hvort „kynn-
ing“ útvarpsins á ólíkum við-
horfum þegnanna, sé hlutlaus í
framkvæmd. Þar mun þó tæp-
lega viljandi hallað á neinn.
En trúað gæti ég þvi, að út-
varpið yrði enn snarari þáttur i
menningarbaráttu íslendinga
— í víðustu merkingu orðsins —
ef takast mætti að beina að
hljóðnemanum fleirl röddum,
teknum beint úr hinu virka
starfslífi þjóðarinnar. Og myndi
þá einnig sannast áþreifanleg-
ar en nokkru sinni fyrr, að oft
er gaman að útvarpinu.
stjóri bókaútgáfunnar, um sam-
starf Þjóðvinafélagsins og
menntamálaráðs.
í almanakinu eru helztu grein-
arnar: Stríðslok, eftir Hallgrím
heitinn Hallgrímsson magister,
og fylgja henni margar myndir
af forustumönnum þjóðanna,
og um skólamál á íslandi í sjö-
tíu ár, 1874—1944, eftir Helga
Elíasson fræðslumálastjóra.
Fylgja þeirri grein einnig marg-
ar myndir af þeim, sem staðið
hafa fremstir á þessum vett-
vangi. Auk þessa er í almanak-
inu Árbók íslands 1944, tekin
saman af Ólafi Hanssyni
menntaskólakennara, og úr hag-
skýrslum íslands, tekið saman
af Þorsteini Þorsteinssyni hag-
stofustjóra.
i Skáldsagan, Dóttir landnem-
ans, gerist í Kanada, í franskri
nýlendu þar. Höfundur hennar
er Louis Hémon, en þýdd er sag-
an af Karli ísfeld.
Þetta er ekki stór bók, en hins
vegar virðist sagan allvel valin
og prýðisvel þýdd. Hefir áður
verið vikið nokkuð að þýðingum
Karl ísfelds hér í blaðinu. Er
gott til til þess að vita, að Karl
ísfeld hefir verið fenginn til
þess að annast þýðingar á skáld-
sögum þeim, sem Menningar-
sjóður og Þjóðvinafélagið gefa
út, síðan Magnús Ásgeirsson
hætti því starfi.
Innan skamms mun von á
sögu heimsstyrjaldarinnar
seinni. Hefir Ólafur Hansson
menntaskólakennari skráð
hana.
Áskriftargjald Tímaits
utan Rvíkur og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurinn.
Snorri Sigfússon:
Guðmundur Á. Eiríksson
á Þorfinnsstöðum
Hinn aldni bændahöfðingi, Guðmundur Ásgeir Eiríksson á
Þorfinnsstöðum, var fyrir skömmu til moldar borinn. Er með
honum hniginn mikill skörungur með langan starfsferii að baki.
Snorri Sigfússon skólastjóri á Akureyri minnist hér þessa atgerv-
ismanns.
Nýlega flutti útvarpið and-
látsfregn þessa háaldraða heið-
ursmanns, gamla önfirzka
hreppstjórans um áratugi. Sú
fregn kom vitanlega engum á
óvart sem til hans þekkti. Hann
hafði lifað langan og starfsam-
an dag, kominn yfir nirætt og
kraftar þrotnir. En allt fram
að þeim tíma var hann síhugs-
andi um dag og veg þessarar
samtíðar, um það hvað þjóð
hans o_g föðurlandi væri fyrir
beztu. Ég á mörg bréf frá hon-
um, skrifuð s.l. 14 ár, með hans
einkennilegu, sterku og svip-
hreinu hendi, sem bera þess
greinilegan vott. En samt er
það svo, að við slika andláts-
fregn setur mann hljóðan. Og
minningar vakna og láta sig
ekki án vitnisburðar.
Ég ætla ekki að skrifa neina
ævisögu. Til þess skortir mig
bæði tíma og r.ægilegan kunn-
ugleik. Aðrir um það. En mig
langar samt til að minnast
Guðm. Á. Eiríkssonar með ör-
fáum orðum.
Þegar ég lít um öxl og minn-
ist fyrstu ára minna með Ön-
firðingum, fyrir þriðjungi aldar,
þá sé ég i huga mér merkilega
stóran hóp stæltra og gjörvu-
legra manna, i aðeins sex hundr-
uð manna sveit. Það voru að-
fararmenn, sem sópaði að og
ekki kærðu sig um að láta hlut
sinn fyrir hverjum sem var. Og
einn þesssara fyrirmanna var
Þorfinnsstaðabóndinn, Guð-
mundur Á. Eiríksson, og valda-
mestur, þvi að hann var þá bæði
hreppstjóri og oddviti sveitar-
innar, Mosvallahrepps, er siðan
var skipað í tvö hreppsfélög.
Hann var þá um sextugt, gildur
bóndi, og stundaðl jafnframt
járnsmiði, er hann hafði m. a.
lært í Danmörku á unga aldri.
Hann virtist þá þegar orðinn
allþreytulegur, enda mun hann
hafa verið mikill vinnugarpur
á yngri árum.
Ég sá hann fyrst á sveitar-
fundi, þar sem hann ræddi við
hreppsbúa um fjárhagsleg mál-
efni, og var nokkur hiti í fund-
inum, skotið örvum til oddvit-
ans og sumum allhvössum. Hann
sat rólegur og hlustaði með at-
hygli á mál manna, reis síðan
snöggt úr sæti sinu og tók til
máls. Ég sé hann enn fyrir mér
þar sem hann stóð, stór og
föngulegur, fríður sýnum,
greindarlegur og góðmannlegur
á svip, en þungur i vöfum og
fastur fyrir. Og ég fann það
þegar í stað, að hér var ekki
komið að tómum kofum. Þó bar
ræðan engri fossandi mælsku
vitni, og ekki var hún neitt
skemmtileg. En liún var Ijós og
skilmerkileg, þaulhugsuð og rök-
föst og laus við áreitni, en að
því er virtist engu sleppt, sem
svara þurfti, allt tiltint með
þráalegri og þéttri málfylgju,
sem skýrt gat málið, unz öll kurl
virtust komin til grafar.
Þannig virtist mér jafnan
allur málflutningur G. Á. E.
Hann reyndi jafnan að setja sig
vel inn í hvert málefni, sem
hann þurfti að fást við, hugsa
það svo frá svo að segja öllum
hliðum, lesa um það allt, sem
fáanlegt var og vega og mæla
röksemdir með og móti. Hún var
þvi ekki neitt flaustursleg, oft
og tíðum, skoðun hans á ýms-
um málefnum, sem fyrir lágu,
né á þjóðmálastefnum og fram-
kvæmdaratriðum þeirra. Hún
var þaulhugsuð, enda hélt hann
líka fast á henni, og varð engu
þar um þokað nema enn þyngri
rök gætu sannfært hann um
að önnur skoðun væri réttari.
Til þess þurfti oft góðan tíma
og stundum langar rökræður og
nokkurt þras, því fastheldni við
málstað, sem G. E. Á. taldi rét;t-
Guðm. Á Eiriksson.
an, var honum háleit alvara. Ég
hefi ekki þekkt mann, sem var
fjær þvi að ganga óhugsað inn
á skoðun annara, taka undir
fjas og fullyrðingar án ihugun-
ar, eða láta sig engu varða hvort
eitthvað væri rétt eða rangt.
Sjálfur var hann grandvar í
málflutningi og sannSögull, en
fyrirleit fláttskap og undirferli
af heilum huga.
Ekki verður þvi neitað, að
stundum var nokkuð deilugjarnt
i kringum Guðmund hrepp-
stjóra, og um hann, því hann
var vitanlega ekki ætíð við allra
skap, né gjarn til að gæla við
menn né gutla við mál til þess
að afla sér hylli þeirra. Til þess