Tíminn - 05.01.1946, Side 4

Tíminn - 05.01.1946, Side 4
4 TÉWINIV, laiigardagiiin 5. jan. 1946 1. blaS lœjctrdtyrum Margt breytist. Það er orðið langt síðan ég sendi þér línu seinast, Tími sæll. Og margt hefir skeð síðan, m. a. hefir presturinn með pott- inn hætt að kalla sig Gáin í dálkum Moggans, Kengáluridd- arinn opinberazt alþjóð úr sinni nazistagæru, komið í heiminn þvílíkur kálfur í Húnaþingi og Jón Pá orðið „forseti“! Já, hví- líkir viðburðatímar. Fullt af nýjungum, og svo er þetta gamla vakið upp aftur og aftur, eins og það að dagblöðin í Reykja- vík fá sína árlegu haustsótt út af mjólkinni og Laxness sína ógleði vegna þess, hve hægt gengur að eyða byggðum lands- ins og bændunum, sem fram- leiða mest af hollustu og beztu fæðunn, er landsmenn neyta sér til lífsviðurværis. Og nýjasta er það, að einhver óværð sé farin að koma uþþ í Íhalds-Moskvu-Stefáns-Jó- hanns-sænginni á hærri stöð- um. — En það mun nú bara vera kosningafiðringur, sem líð- ur úr eftir kosningarnar. Strjálbýlið. Ég hefi stundum verið að hugsa um það, þegar ég hefi verið að lesa bæjarblöðin reyk- vísku, hve einkennilega skamm- sýn þau geta verið, að ala stöð- ugt á hinni neikvæðu landeyð- ingarstefnu Laxness. Allir víð- sýnir Reykvíkingar hljóta þó að sjá, að það væri íslandi óham- ingja, ef landið legðist að mestu i auðn, nema nokkrir bæir og þorp á ströndinni. Greindari mennirnir í Reykjavík hljóta að sjá það, að það er engu minni hætta fyrir Reykvíkinga sjálfa heldur en aðra landsmenn, ef flestallir íslendingar þyrpast saman í einn eða örfáa bæi. Hitt er það, að ekki gerir mikið til þótt einstaka harðbalakot fari í eyði. En mörg eiga samt eyðikotin sína merkilegu sögu, t. d. ólst einn af djúpvitrustu íslendingum, Stefán Kletta- fjallaskáld, upp á þrem bæjum, sem allir eru nú í eyði. En í stað þess, að fólk flytti eins mikið í kaupstaðina og nú, ætti auðvit- að að reisa samvinnuhverfi í beztu héruðum landsins fyrir þá að búa í, sem þrá þéttbýli. En strjálbýlið' hefir alltaf sínar björtu hliðar og góðu þrosjtaskil- yrði. Það viðurkenna t. d. marg- ir góðir Reykvíkingar bezt með því að koma fyrir á einstökum sveitaheimilum börnum sínum, er þeim þykir vænst um af öllu. Þeir eru ekkert að reyna að koma þeim fyrir í þorpum og þéttbýli — nei, heldur á sér- stökum góðum sveitaheimilum, þar sem þau venjast við að um- gangast húsdýrin, náttúruna og taka þátt í sveitastörfunum. Þetta myndu Reykvíkingar ,ekki gera, nema af þvi þeir láta róg Laxness og annara illkvittinna manna sem vind um eýru þjóta. Blómlegar sveitir og blómleg- ir kaupstaðir, þar sem velmegun og framfarTr ríkja, ætti að vera hverjum íslending híð mesta fagnaðarefni, hvort sem hann býr sjálfur við sjó eða í sveit. Húsnæði. Föt, matur, húsnæði — það eru frumskilyrði hinnar ytri vel- ferðar manna. Það má segja að íslendingar hafi viðunandi fæði og klæði yfirleitt. En húsnæði er víða mjög ábótavant. Víða til sveita eru hinir verstu kofar ennþá notaðir sem mannabú- staðir. Mun það eiga sinn mikla þátt í fólksstraumnum til kaup- staðanna, einkum Reykjavíkur. En hvað tekur þar við? Jú, þar er mikið af glæsilegum og góð- um húsum, en mjög mikill fjöldi fólks býr þar líka í al- gerlega' óhæfum mannabústöð- um og sums staðar, þótt sæmi- l»g hús séu, er troðið inn svo mörgum, að næstum er ólíft fyr- ir þrengslum. í Reykjavík er bað versta misrétti og ójöfnuður á húsaleigu og híbýlum manna, sem til er á landinu, þótt viða sé ábótavant í þeim efnuml Þótt húsaleigulögin hafi fram undir þennan tíma vsrið ill nauðsyn og bæti enn allvíða úr fyrir fátæku fólki, þá eru þau sennilega farin að gera meira ógagn en gagn. Mikið af her- bergjum í Rvík mun standa autt eða lítið notað, af því menn vilja ekki hleypa inn leigjend- um í hús sín, sem þeir mega svo búast við að geta ekki losnaö við aftur, hve heitt sem þeir óska þess. Og svo auka húsa- lelgulögin hið versta ,.svindil- brask og órétt á allar hliðar. Ég þekki t. d. mann í Reykjavík, sem leigir hjá fremur efnalitl- um húseiganda íbúð, síðan fyr- ir stríð, lægra verði heldur en hann leigir svo aftur út eitt herbergi " af ibúðinni til ein- staklings. Svipuð dæmi munu vera mjög algeng í Reykja- vík. Ég held að ráðamenn þjóðarinnar ættu alvarlega að fara að athuga, hvort ekki fer að koma tími til þess að afnema þúsaleigulögin og jafnframt leggja miklu meira ká!pp á en nokkru sinni áður að allir íslendingar, fram til dala og út til stranda, hafi björt, hlý og rúmgóð húsakynni til íbúðar. Uppbótafarganið. Með hinu hringavitlausa kosningafyrirkomulagi, sem nú er, skolast ýmsir lítið þekktir menn inn á Alþing. Einn slíkur heitir Ásmundur og mun vera varamaöur Þórodds á Siglufirði, en Þóroddur aftur vera varamað ur uppbótarþingmanns úr Vest- mannaeyjum! Enginn þessara kumpána náði kosningu, en af því flokkurinn með langa nafnið gat safnað saman undir flokks- heitið nokkrum hræðum úti í Vestmannaeyjum, þá fær Sigl- firðingurinn, sem varamaður uppbótarmannsins í Vestm.- eyjum, sæti á Alþingi. Og svo þegar Þóroddur rýkur af Al- þingi til þess að blása i kaunin, er hann hefir manna mest orðið valdandi að á Siglufirði, þá tekur Ásmundur þessi úr Horna- firði sæti á Alþingi sem vara- maður uppbótarþingmannsins úr Vestmannaeyjum! Sjá nú ekki allir hve hringa- vitlaust svona koshingafyrir- komulag er, og bjánalegt að gera flokkana svo réttháa sem þetta — og hve svona lagað hlýtur að auka á flokkastrefið og margs konar óheilindi og ófarnað í þjóðfélaginu? Útvarpsræða. Mér þótti vara-vara-uppbót- arþingmaðurinn úr Hornafirði sem talaði fyrir hönd kommún- ista á dögunum í útvarpið vera bæði illorður og • ósanngjarn. Meðal annars var á honum að heyra, að heimskreppan eftir 1930 hefði mest verið Framsókn- armönnum að kenna! En meðan kreppan var mest mun hann þó sjálfur hafa talizt til Fram- sóknarflokksins! Hann kvað einmitt hafa yfirgefið hann, þegar vorhugur og samtaka- máttur bændanna var að sigrast á landbúnaðarkreppunni fyrir stríðið. Þá mun hann hafa kast- að sér í fang hins austræna „lýðræðls." Vara-vara-uppbótarþingmað- urinn söng mikinn lofsöng stríðsgróðaijum. Hví þá ekki að syngja Hitler sál. lof fyrir að koma stríðinu af stað? Þá var annar dýrðarsöngur- inn yfir búnaðarráði. Jú, ræðu- maður fékk að vera ofurlítil týra í skotti harðvítugra ihalds- manna, er það ráð skipa til þess að lýsa þeim í valdaafstöðu sína yfir afurðaverði bænda. Það myndu einhvern tíma hafa þótt vond illmæli um þepnan vara- vara-uppbótarþingmann, hefði einhver sagt að slíkt ætti hann eftir að gera. Þessum vara-vara-uppbótar- þingmanni þótti óhæfa að bændur hefðu samtök um sölu- bann á vörum sínum, en vill þö eindregið að verkamenn hafi verkfallsrétt! Mér finnst að bændur ættu að mótmæla að svona kumpána sé verið að skreyta með bónda- nafninu —enda efamál að hann eigi það með réttu. En kommúnistar þyrftu sem oftast að senda slíka menn í útvarpið, sem ekki kunna að leyna tvískinnungshætti sínum, hræsni og aumingjaskap. Mikil þörf. Mikil þörf væri á að frjáls- lyndir menn sameinuðust í þessu landi, hvaða stétt eða flokki, sem þeir hafa tilheyrt. Þeir þyrftu að sameinast móti Thorsara-, kommúnista-, Stef- áns Jóhanns stefnunni. Og þeír. ættu að berjast fyrir að létta (Ffamhald á 7. síðu) var hann allt of heilsteyptur i skapgerð. En menn treystu hon- um, treystu dómgreind hans og heiðarleik, sem aldrei brást. Vissu jafnan að þar var til manns að moka, sem hann var, og að honum var ekki fleygt sem fisi frá réttum málstað, né heldur dregið fé úr höndum hans að ófyrirsynju. Þess vegna varð G. Á. E. um áratugi mjög viðriðinn málefni Önfirð'inga, og þar oft á oddi. Og þareð hann sá aldrei í tima né fyrirhöfn til þess að inna þegnleg störf sem bezt af höndum, mun hann um ævina hafa eytt ótrúlega mikl- um tíma til slíkra starfa fyrir sveit sína ög hérað. Og ekki gat fjárhagsleg hagnaðarvon ýtt undir hann, því flest þessi störf voru með öllu ólaunuð. En hann var gæddur þeim viljakrafti og áhuga á efnalegri og félagslegri- menningu umhverfis síns, að hann sá ekki í neina fyrirhöfn, sem hann taldi að stuðlað gæti að eflingu hennar. Guðmundur Á. Eiriksson var mótaður i skóla erfiðra lífskjara, og að fle§tu lúyti sannur full- trúi sinnar tíðar. Hann var vinnusamur, sparsamur, nýtinn og ráðvandur, gferði litlar kröf- ur fyrir sjálfan sig um laun og lífsþægindi, en aftur á móti strangar kröfur til sjálfs sin um dugnað og heiðarlega frammistöðu á hvers konar vett- vangi starfs og málflutnings, er honum var tiltrúað, og hafði jafnframt skilyrðislausa and- stöðu og óbeit á öllu „skrumi og skvaldri og skýjaborgaþyt.“ Og þótt hann væri með öllu óskóla- genginn var hann lésinn 6g býsna vel að sér um margt, stíl- fær í bezta lagi og hagorður. Þess minnist ég nú, að við kaffiborð, þegar honum hafði verið afhent hin islenzka Fálka- orða, er hann hlaut að makleg- leikum, mátti skilja á ræðu, er hann þá flutti, að hugur hans hefði á æskuárum hneigst til bóklegs náms, en engin tök voru til að þjóna þeirri hneigð, og hefði sig oft á síðari árum svið- ið í það mein. Þetta er ekki ó- trúlegt. Og mér er sem ég sjái hann i salarkynnum skóla. Þar hefði áreiðanlega sópað að hon- um, og enginn grautarhaus ver- ið öfundsverður af að ætla að miðla honum fróðleiksmolum. Hann hefði váfalaust heimtað allar útskýringar skilmerkileg- ar og rökréttar, og þá sennilega ekki hikað við að gera sínar at- hugasemdir ef út af bar. Og þeir, sem vissu um hvernig hann þaullas Þingtíðinda og Stjórn- artíðindabunkann á Þorfinns- stöðum fram á elliár, hvernig hann las og lærði lög„ breyting- ar á lögum, og breytingar á þeim breytingum, leitaði uppi þingræður til að glöggva sig á orsökum ýmissa ákvæða þeirra, bar saman, valdi og hafnaði þá er um réttmæti var deilt, þeir munu geta rennt grun í hvilík- ur afburða lögfræðingur o? málflutningsmaður hann hefði reynst, hefði hann lagt á þær brautir, og ekki ósennilegt, að hann hefði á þeim vettvangi kunnað að marka djúp spor í sandinn. Ég átti margra ára samstarf við Guðmund Á. Eiríksson um opinber mál. Við vorum mis- aldra og um margt ólíkir og átt- um stundum i brösiim. En hin- ir sterku eðliskostir hans urðu þess valdandi, að við yngri mennirnir, sem þurftum um þessi mál áð fjalla,* drógumst ósjálfrátt að þessum heilsteypta, sihugsandi manni, lærðum af honum og þótti vænt*um hann, þótt hann sjálfur gerði ekkert til þess að hæna okkur að sér. Og ég hygg, að við höfum allir metið hann því meir, sem við þekktum hann betur.Og nú, þeg- ar hann er allur, mundu þeir verða margir, sem minnast hans með hlýjum hug og þakklæti. í guðs friði, gamli vinur. Sálmabókin nýja ‘‘Fyrir nokkru var getið um kvæðabók Sigurðar á Arnar- vatni í bókafregnum Tímans. Þar var tekinn upp Útfafar- söngur skáldsins og síðan höfð þessi orð: „Fegurri og lotning- arfyllri kveðju en þessa eigum við ekki margar — þótt ekki sé hún í .nýju sálmabókinni.“ Nú er þetta ljóð einmitt i nýju sálmabókinni, nr. 628, og sú missögn hér með leiðrétt. En fyrst ég er farinn að skrifa í tilefni af sálmabókinni ætla ég að bæta við nokkrum orðum. Ég er ekki uqdir það búinn að gera því efni þau skil, sem vert væri, því að útkoma nýrrar sálmabókar er merkisatburður. Saga íslenzkrar sálmagerðar er auðvitað vejkefni fyrir sérfræð- inga og er það annað mál. En hitt er á færi almennra leik- manna að meýa, hversu bókin fullnægi hlutverki sínu og svari til þess, sem efni standa til A. J. Johnson birti nýlega ær- ið langan dóm um sálmabókina, og fann margt að. Ég er honum safnmála um það, að kostur væri það á bókinni að hafa þar töflu yfir sálmafjölda hvers höfundar, . fæðingarár og and- látsár skáldanna og eins að fangamark þeirra fylgdi með i reglstri. Vænti ég þess fyllilega að þetta allt fylgi með í siðari útgáfum. Hitt tel ég kost, að hendingar ráði línuskilum. Er það og merkilegt, að Johnson prentar það, sem hann tekur upp úr bókinni eins og óbundið mál út línurnar en hitú,, sem hann birtir sem sýmshorn af því, sem ómaklega var hafnað, prentar hann eins og ljóömæli. Hér hefir því allt snúizt. Hann hefði átt að hafa sinn eftirlæt- issið við eftirlætissálma sína og prenta þá fullum linum og hafa greinaskil eftir hvert erindi. Eitt af því, sem Johnson tekur til og er sár yfir að ekki skuli hafa komizt í bókina, er þakk- lætis- og bænavers (fyrir fram- liðnum). Það eru þrjú lagleg er- indi. í þeim er falleg og góð hugsun, þó að ekki sé það stór- brotinn skáldskapur. En ekki kann ég alls kostar við stuðla- setningu þá, sem þar er, og finnst hún ekki fara vel við eðli máls og bragar. Og illa þætti þetta kveðið vestur í fjörðum: Og opni þér æðri og æðri svið, svo eilífðin verða megi að Ijómandi dýrðlegum degi. Hér hefði Sigurður Kristófer sagt að væri boðflenna. Ég er Johnson að mörgu leyti sammála um það, sem hann segir um suma sálpiana, sem hann kysi burt úr sálmabókinni. Þar er margt, sem ég sæi lítið eftir. Hefði ég átt að velj* i sálmabók fyrir mig hefði hún orðið öðruvísi. E. t. v. hefðum við Johnson komið okkur sam- an í þeim efnum. En hér kemur fleira til greina. Þetta er sálma- bók þjóðkirkjunnar islenzku. Það er bók þjóðarinnar allrar. Og ég geri mér það ljóst, að ef ég á rétt á að heimta burtu úr bókinni alla þá sálma, sem ég felli mig ekki við og get ekki gert að mínum orðum, þá eiga aðrir sama rétt. Og þá er ég hræddur um að okkur Johnson bætti skarð fyrir skildi og þunn- skipað eftir þegar þeir siðustu væru búnir að ryðja úr bókinni. ffitli við yrðum ekki fegnir að hleypa þeirra sálmum inn aft- ur, þótt okkur fyndust sumir beirra bragðlitlir eða úreltir? Það væri tilvinnandi til að fá sálmana okkar aftur. Sálmabók þjóðkirkjunnar verður að rúma sálma, þó að beir rekist ýmsir á eitthvað i trú og skoðunum einstakra manna. Meðan þjóðkirkjan fær að rúma alla þá, sem þrá hjálp- ræði kristindómsins og vilja leita kristinnar menningar og vígjast henni, verður sálmabók hennar að vera í samræmi við bað. Og er ekki erfitt að segja um það, hver afbrigði trúarlifs- ins eigi rétt á sér og hver ekki? Engar þakkir kann ég Johnson fyrir það, að deila á sálm Kol- beins Tumasonar. Hann er enn- bá lifandi orð, — lifandi bók- menntir. Og þó að hann verði e. t. v. ékki víða sunginn eins og er, þá eru það ekki nóg rök. Ég hefi gaman af að eiga sálma- bók, og tel mig hafa rétt til þess, og þó syng ég aldrei sálm, þar sem mér er sú gáfa fyrirmunuð. Þorbjörn Björnsson, , Geitaskarði: ORÐSENDING til Benedikts frá Hofteigi Það var á þeim tima s.l. vor, þegar vorönnin var háværust um hverja stund til skjótra af- kasta, hjá okkur landbændum, að Benedikt einhver frá Hof- teigi sendir mér í „ísafold og Verði“ kveðju sína, mjög í vandlætingartón. Nú vil ég gera manni þessum örlítil skil þótt seint sé. Þær hefi ég fregnir af Bene- dikt þessum að hann sé upp- gjafardáti úr bændafylkingu þeirra Jökuldælanna eystra. Nú virðist manni sá sitja í hátúni þeirrar Reykjavíkurhamingju, að láta reykvísk-pólitiska valdamenn nota sig sem eins konar skammaprik, sem þeir láta hvína yfir höfðum bænda, einkum þó framsóknarbænda. í áminnstu ísafoldarskrifi, gerir harin mig, ásamt þeim Jóni Baldurssyni á Ófeigsstöðum og Árna Jakobssyni í Skógarseli að umtalsefni og hyggst vega okk- ur á fingri sér all-léttilega, og telur til ógæfu horfa ráð okkar allt, ef svo fram vin<ji, sem nú stefni, þar sem við höfum villst inn á refilstigu „Tímarúntsins“, sem hann svo nefnir, með blaða- skrif okkar. Þetta umvöndunarhjal sitt, setur hann í samba^id við ein- hverja danska „blíðufugla," sem stjákli á „Tímarúnti“ og séu hættulegir mjögl En veri B. viss, — við þremenningar hræðumst ekki spörva þá, þótt honum skapi þeir geig. Ekki telur B. að til mála geti komið að hann sé glapsýn hald- inn um að vafalaust horfi vá- veiflega um framtíð okkar og allra þeirra er troða þessa Tíma- slóð. Við þessir þrír séum nývilt- ir vegarins, og því geti hann e. t. v. snúið okkur á hina réttu leið, af því að hann telur sig hvort tveggja í senn, þraut- skyggnan á fugla og forynjur og langsæjan í bezta lagi enda sjái hann allt til ógæfu stefna fyrir ísl. bændastétt, vilji hún ekki hans ráðum hlíta. Líklega er þessi ímyndaða glöggsæisglóra B. samgróin sannfæringu hans, en til sann- færingar manna, þótt lágsigld sé, skyldi hver sanngjárn maður taka tillit nokkurt, skal ég því með vægð og drengskap til hans tala, þótt lítt hafi hann til þess unnið, með hvatvisi og ádeilum í garð óþekkts manns, en skjallyrði B. í aðra hönd met ég að engu. Ekki er það svo, að ég telji þess þörf að taka upp hanzkann fyrir Framsóknarflokkinn, eða þá Tímaritstjórana, til þeirra hluta eru þeir menn fullfærir, en þar sem B. ræðir í grein sinni persónulega við mig, þá vil ég segja honum eftirfarandi: í fyrsta lagi tel ég það mjög grunnfærnislega ályktað hjá B. og öðrum andstæðingum Fram- sóknarm. að halda því fram, að allir þeir bændur, sem teljast til Framsóknarfl. séu ráðvilltir *auðir og heimskingjar, þar sem vitað er að stór meirihluti isl. bænda fylgja nú framsóknar og samvinnustefnu. Hitt er einn- ig vitað, að ísl. bændastétt er fjölskipuð fluggáfuðu fólki. Líka fylgir Framsókn margt ágætra manna úr öðrum stéttum. Hitt er svo annað mál, hvernig hinir vmsu pólitísku valdaflokkar búa að bændastétt landsins á hverj- um tíma.það eitt skal sagt að bessu sinni að sjaldan hefir það verið ver en nú. f öðru lagi tel ég bað litlu máli skipta hvar eða í hvaða blöðum eða málgögnum menn fá birt skrif sín um ópóli- En ég kann að lesa og mér finnst að sálmabækur megi og eigi að miða bæði við söng og lestur. Og það er gaman að eiga meira en sjöhundruð ára gaml- an sálm, sem ennþá er lifandi orð. Fyrst ég er farinn að skrifa um sálmabókina, vil ég koma þvi á framfæri, sem minn pres#tur benti mér á, að sálmurinn: Heyr mín hljóð, er miklu eldri en svo, að hann geti verið eftir Brynj- ólf á Minnanúpi eins og þar er látið, og muni vera eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld. Halldór Kristjánsson. tísk mál. Hitt er meira um vert hvað er skrifað §g hvernig um menn og málefni er fjallað. Ég tel mér það enga vansæmd að láta Framsóknarblöðin birta skrif mín, því það er þó víst, að ritstjórar Tímans eiga i sér spíru þess andlega þroska og víðsýnis, sem falið virðist í svartamyrkri pólitískrar þröngsýni sumra annara flokka, — að leyfa ó- flokksbundnum Imönnum og það stundum andstæðingúm rúm í blöðum sínum. í þriðja lagi vil ég segja B. það að ég hefi aldrei borið penna að blaði, klæddur and- legu gervi þeirra pólitísku ref- keilusálna, sem sverta vilja og sauri ausa alla þá, sem ekki vilja leita sömu pólitisku gren- smugunnar, sem þeir sjálfir. í fjórða lagi skal ég sýna B. þá vinsemd, að segja honum frá því, að s.l. vor sýndu ritstjórar „Tímans“ mér, þá kurteisi, og hafa raunar áður gert, þótt ég hafi í engu inn fyrir því lagt (því stundum hefí ég steini kastað að Framsóknarm.), að birta fréttaþætti er ég skrifaði blaðinu heiman úr héraði, með öllu ópólitíska að vísu. Þessa þætti neituðu ritstjórar „ísa- foldar og Varðar“ að birta, og veit ég þó ekki hvort ólæsilegra gat talizt en sumt annað er það blað flytur.. Þetta létu þeir sér sæma’ enda þótt ég hafi lengst um verið stuðningsmað ur þess flokks er að þvi blaði stendur. En ástæðan fyrir þeirri breytni þeirra ísafoldarritstjóranna mun hafa verið sú að ég minnt- ist lítillega á kjötskemmdamál okkar A.-Húnvetninga, sem aðr- ar héraðsfréttir og ekki þær smávægilegustu. En víst hafa þeir kennt þar þefinn af úldna kjötinu okkar, Húnvetninganna. Þar beit sök sekan. Öllu meira hefi ég ekki við B. að ræða í bráð eða lengd, en hann verður að afsaka hve lengi hefir dreg- izt að gera honum skil, og hitt einnig,að ég nennti ekki að taka tungubundinn við slettireku- skap hans um hagi mína og hátterni, — og til þeirra manná, sem ljá rúm í málgögnum sín- um slíkum flumbruskrifum í minn garð, vil ég segja, að sé það meining þeirra að siga að mér flokksbræðrum sínum, — þótt í bandi séu — þá gæti þann veg skipazt, að ég veitti þeim mælirinn troðinn, skekinn og .fleytifullan. Stúikur óskast til fiskflökunar eft- ir áramótin. Hátt kaup, •^^^jjtt^MisnæðL. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Ferðamenn! Tilvalin og varanleg tækifær- isgjöf handa frúnni og kærust- unni, er litprentuð rós. Handa bóndanum og unnust- anum skipa-, dýra og landlags- myndir. Fyrir börnin flugvéla-, barna- og dýramyndir. Allt 1 vönduðum og fallegum römmum. Verð og stærð við allra hæfi. RAMMAGERÐIN HÖTEL HEKLU (gengið inn frá Lækjartorgi). VinniS ötullcqa fyrir T imann. \ \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.