Tíminn - 05.01.1946, Page 7

Tíminn - 05.01.1946, Page 7
1. blað TÍMIM, langardaginii 5. jan. 194C 7 SEXTUGUR: Helgi E. Thorlacius Helgi Thorlacius er fæddur 4. janúar 1886 í Hafnarfirði, sonur Elínar Snorradóttur og Einars Thorlacius, síðast prests að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Helgi ólst að mestu leyti upp hjá frændfólki sínu að Öxna- felli í Eyjafirði. Fór síðar í Flensborgarskólann í Hafnar- firði, stundaði sjó allmargar vertíðir, bæði á skútum og tog- urum. Var um skeið við verzlun- arstörf bæði í Reykjavík hjá Thomsen, og síðar í Húsavik nyrðra. í lok fyrri heimsstyrjaldar flytur Helgi vestur i Húnavatns- þing, reisir bú að Tjörn á Vatns- nesi, og kvongast um sömu mundir, Sigríði Jónsdóttur frá Stöpum í sömu sveit. Bjuggu þau hjón í rúmlega tvo tugi ára á þessu gamla prestssetri Vatns- nespresta, og var ekki annað hægt að segja, en að sá „stað- ur“ væri vel setinn þau ár, sem Helgi hélt staðinn, þótt ekki væri hann prestvígður. Á þeim árum bætti hann húsakost jarðarinnar, sléttaði tún og græddi nokkuð út. Heim- ili Þeirra Tjarnarhjóna var rómað fyrir gestrisni og greiða- sem. Var þerra saknað, er þau fluttu af Vatnsnesi til Reykja- vikur fyrir þremur árum. Gerð- ist Helgi þá starfsmaður hja Sambandi ísl. samvinnufélaga, og búa þau hjón nú á Ásvalla- götu 7. Helgi Thorlacius. Á meðan Helgi var á Tjörn, vann hann mjög að gengi Fram- sóknarflokksins í Vestur-Húna- vatnssýslu. Helgi Thorlacius er greindur maður eins og hann 'á kyn til, allra manna glaðastur söngelskur og ann ljóðum, enda vel skáldmæltur sjálfur. Hann er manna vinsælastur, og munu því margir minnast hans á þess- um tímamótum ævi hans. Vatnsnesingur. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðuj þvi framgengt, að Frakkar fá ekki að taka þátt i friðarsamn- fmgunum við Balkanríkin, en um það var deilt á Lúndúna- fundinum. Frakkar eru hinir reiðustu yfir þessu. Þá varð samkomulag um það, að boðað skyldi til friðarfundar í Evrópu innan 1. maí næstk. Rússar hafa viljað draga slíkan fund á lang- inn, eri Bandamenn viljað flýta honum. Loks varð það samkomlag um Balkanmálin, að nefnd frá þrí- veldunum skyldi aðstoða við stjórnarbreytingar í Rúmeniu og Búlgaríu og sjá um, að frjálsar, kosningar færu þar fram. Hafa Rússar látið hér undan, því að þeir hafa ekki mátt heyra ann- að nefnt, en að núv. stjórnir þessara landa yrðu viður- kenndar. Yfirleitt hefir því verið fagn- að í heimsblöðunum, að sam- komulag skyldi nást um fram- angreind atriði á Moskvufund- inum. Hins vegar játa mörg blöðin, að þetta samkomulag tryggi enga endanlega lausn vandamálana, heldur sé aðeins dálítið spor í rétta átt. Friðurinn eigi enn langt í land áður enn hann megi teljast fulltryggður. Rússar telji sér bersýnilega hyggilegast, eins og nú er ástatt, að slaka heldur til, enda eru þeir í þann veginn að hefja við- skiptasamning við Bandaríkin. En hversu endingargott það við- horf þeirra verður, veit enginn. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) forðast það að geta þess, hve margir hafi tekið þátt í próf- kosningunni og hvernig atkvæði hafí fallið. Meðan Mbl. birtir ekki þær tölur, mun það áreið- anlega ekki fá marga til að trúa því, að „fólkið“ hafi valið listann. Hitt mun þykja trú- legra, að stórgróðastéttirnar, heildsalarnir og stórútgerðar- menn, hafi valið listann og skip- að þar efst þeim mönnum, sem þeir telja sér trúverðugasta. Mbl. ætti því ekki að segja: Þetta er listinn, sem fólkið treystir, heldur: Þetta er list- inn, sem stórgróðamennirnir treystu. Þið, sem 1 dreifbýlinu búið, hvort heldur er við s1ó eða 1 sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvart. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennsllzt eftir þvl, hvort þeir vilja ekki gerast fastlr áskrif- endur. Sextug'ur. (Framhald af 6. síðu) þess, Dagsbrún er ennþá starf- andi félag. Aðalbjörn hefir lítið skipt sér af sveitarstjórnar eða landsmálum því hann er maður hlédrægur, en hann fylgist þó vel með öllu sem gerist á því sviði, og þau trúnaðarmál sem honum hafa verið falin hefir hann rækt af stakri prúð- mennsku. En starf hans hefir verið á öðrum vettvangi. Hann hefir sí og æ verið að bæta og prýða jörð sina sem hann keypti 1915. Er nú Miðgerði ólík því smákoti, er það var um og eftir aldamót- in siðustu. Þar er nú slétt og mikið tún og mun töðufengur hafa sem næst tífaldast, girð- ingar um tún og engjar og bæjar- og peningshús byggð upp og lögð vatnsveita og raf- lýsing í bæ og peningshús. Er gaman að koma í Miðgerði og vera gestur þeirra hjóna. Þar er allt prýðilegt utanbæjar og innan og heimili þeirra orðlagt víða um sveitir fyrir gestrisni og greiðasemi. Aðalbjörn fer vel með skepnur sínar og á hann nú orðið ágætt fé, mér hefir verið sagt að jafnaðarkjötvigt á dilkum hans nú í haust hafi verið um 18 kg., og einn skrokk- ur vóg 25 y2 kg. Er gaman að koma í fjárhús til Aðalbjörns og sjá hans fallegu kindur og ekki síður hitt hve annt honum er um fénaðinn og ber mikla umhyggju fyrir honum og sýnir mikla nærgætni. Sé honum þökk og öllum hans líkum, sem hafa breytt óræktarmóum og mýrum í iðgræna töðuvelli, mönnum sem trúa á framtíð ís- lands og hafa lagt fram alla starfskrafta sína til þess að gera landið sitt betra og byggi- legra en áður var og una í sveit- inni sinni og elska hana, og dreymir sí og æ — jafnvel í skammdegishörkunum um sól- aryl og sumarangan. Björn Árnason. Úr bæjardyrnm Karls í Koti. (Framhald af 3. siðu) af óréttlátustu sköttunum, skriffinnskunni, sem allt ætlar að kæfa á landi hér, drykkju- bölinu, hafta-helsinu, margs konar okri o. m. fl. Það á að vera nægjanlegt ennþá til af íslendingum, ef þeir sameinast, sem vilja að á íslandi búi frjálsir, vel efnum búnir menn, en ekki ráðvilltir vesalingar, tjóðraðir i bandi einhverra Gyðinga- eða Rússa- aftaníhnýtingaklíku. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS l * Á þessu ári ver&ur dret/ið í 12 flokhum — ctllct mánuði ársins. Verð miða í hverjum flokki er óbreytt. Vinningar 7200 (áður 6000). 33 aukavinninqar (áður 29). Samtals 2.520.000 kr. (áður 2.100.000 kr.). Dregið verður í 1. flokki 30. janúar. Til 20. janúar eiga menn rétt á sömu númerum sem áður. Sala hlutamiða er hafin. Umboðsmenn í Keykjavílí: Anna Ásmundsdóttir, Austurstræti 8, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Verzlunin Höfn, Vesturg. 12, sími 2814. Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 2335. EIís Jónsson, Kirkjuteigi 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Júlíana Friðriksdóttir, Bergstaðastræti 83, sími 2348. Maren Pétursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. St. A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsi, sími 3244. Umboðsmenil í Illlfllítrfirði: Valdimar Long, Strandgötu 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310. Auglýsing um aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1946 Þeir síldarútvegsmenn, sem ætla að sækja um aðstoðarlán samkvæmt lögum nr. 104, 20. des. 1945, verða að koma umsóknum sínum fyrir 15. janúar 1946 til Sigurðar Kristjánssonar alþingis- manns, Eimskipafélagshúsinu (Pósthólf 973). Umsóknunum verður að fylgja: 1. Staðfest eftirrit af skattframtali umsækjanda 1945. 2. Efnahagsreikningur umsækjanda 30. sept. 1945. 3. Rekstrarreíkningur sildarútgerðar umsækjanda 1945. 4. Veðbókarvottorð skipa og fasteigna umsækjandans. 5. Aðrar upplýsingar, sem umsækjandi telur máli skipta. Aðsloðarlánanefndln. Tiíkynning frá Bæjarsíma R.víkur Ungur efnilegur maður með gagnfræðamenntun eða fullkomn- ari menntun getur komizt að sem nemi við símvirkjun hjá Bæj- arsíma Reykjavíkur. Æskilegt er að umsækjandi hafi áður unnið við verkleg störf. Eiginhandar umsókn sendist bæjarsímastjóranum í Reykja- vík innan 11. janúar 1946. Tiikynning frá Bæjarsíma R.víkur Vegna stækkunar sjálfvirku stöðvarinnar í Reykjavík vantar bæjarsímann nú þegar rafvirkja. Reykjavik, 3. janúar 1946. Bæjarsímastjóriim. i agusimauuoi s. l. hófum vér reglubundnar flugferðir milli Svíþjóðar og Norður- Ameríku, með viðkomu á íslandi. Síðan hafa verið fárnar 27 ferðir, fram og til baka, á þessari flugleið og hefir eftirspurnin verið svo mikil, að heita má, að flugvélarnar hafi verið fullhlaðn- ar í hverri ferð. Á árinu 1946 fáum vér væntanlega tækifæri til að stórauka afköstin á þessari flugleið, sem öðrum. Vér óskum íslenzku þjóðinni hamingjuríks nýárs og þökkum viðskiptin á liðna árinu. // SILA \\ Svensk Interkontlnental Lufttrafik A.B. Happdrætti Háskóla íslands Happdrættisumboðið á Laufásveg 61 er fiutt á Bergstaða- stræti 83. — Umboðsmaður frú Júlíana Friðriksdótt- ir. — Öli sömu númer, sem áður voru í umboðinu, verða þar til sölu, nema eftirtalin númer, er seld ■ verða í Varðarhúsinu: D 2026-50, D 2926-75, C 6976-7000, C 7901-25, C 8201-25, D 13526-50, C 17551-75, C 22976-23000. Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavik er i Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl. 2—7 og á sunnudögum kl. 5—7. Sími 6066

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.