Tíminn - 05.01.1946, Page 8

Tíminn - 05.01.1946, Page 8
KosningaskrLfstofa Framsóknarmanna er í Edduhúsinu. Sími 6066. 8 REYKJAVÍK FRÁMSÓKNÁRMENN! Komib í kosningaskrifstofuna 5. JAN. 1946 1. blað AJV«íÁLi7tÍ]»IAÍ¥S V 28. desember, föstudagur: Samemlngu hafnað. Danmörku: Danskir jafnaðar- menn hafa enn hafnað samn- ingatilboði frá kommúnistum. Bretland: Dómar brezkra blaða um Moskvufundinn eru yfirleitt vinsamlegir og telja þau árangurinn töluverðan. Yfirleitt virðast dómar heims- blaðanna á þá leið. 29. desember, laugardagur: Erfðaskrá Ilitlers. Þýzkaland: Brezka leynilög- reglan fann erfðaskrá Hitlers. Java: Bretar byrjuðu að af- vopna lögreglu þjóðernissinna. 30. desember, sunnudagur: Rússar og Grikkir. Grikkland: Rússneskur sendi- herra kom til Aþenu. Rússar hafa ekki fyrr viljað taka upp stjórnmálasamband við grísku stjórnina. Þetta e'r talinn árang- ur af Moskvufundinum. Saudi-Arabia: Stjórnin bann- aði innflutning á öllum vörum, sem fyrirtæki Gyðinga fram- leiða. Pólland: , Stjórnin hefir á- kveðið að þjóðnýta allar verk- smiðjur og námur, þar sem starfa fleiri en 50 verkamenn. 31. desember, mánudagur: Fyrsti friðarsanming- urinii. Thailand: Undirritaður var fyrsti friðarsamningurinn eftir styrjöldina. Var hann milli Breta og Thailendinga. Kína: Chiang Kai Shek lýsti sig fúsan til samvinnu við alla flokka. 1. janúar, þriðjudagur: Ráðstcfna í Rúmcníu. Rúmenia: Ráðgjafanefnd þrí- veldanna, sem samkomulag varð um á Moskvufundinum, hóf við- ræður við Mikael konung um st j órnarbrey tingu. 1 Bretland: Ákveðið að þing- mannanefnd fari til Indlands til að kynnast ástandinu þar. I ! 2. janúar, miðvikudagur: Molotoff kemur ekki. Bretland: Kunnugt varð, að Molotoff sækir ekki þjóðabanda- lagsfundinn, sem hefst í Lond- on 10. janúar. Verður hann eini utanríkisráðherra stórveldanna, er situr heima. Pólland: Það vekur vaxandi athygli, hve margir Gyðingar reyna að komast þaðan. 3. janúar, fimmtudagur: Róstusamt á Java. Java: Enn var viða róstusamt í landinu, einkum í Batavíu, þar sem hin nýja lögregla Breta og Indonesiumanna hefir tekið við stjórn eftir að lögregla þjóðern- issinna hefir verið afvopnuð. Bretland: William Joyce tek- inn af lífi. Ú R B ÆN U Rólegt gamlárskvöld. Samkvæmt upplýsingum, sem blað- ið fékk hjá lögreglustjóra, var mjög lítið um ryskingar á götum úti og skemmdir urðu litlar eða engar í bæn- um. T. d. var slökkviliðið kvatt að- eins tvisvar út um kvöldið og var í bæði skiptin um smávægilegan eld að ræða. 340 menn voru teknir úr umferð og kærðir fyrir ölvun á almannafæri í desem- ber s. 1., og eru það nokkru fleiri en næsta mánuð á undan. Aflasölur. í síðari hluta desember seldu þessi skip afla sinn 1 Bretlandi: Sleipnir seldi 1094 vættir fyrir 4006 £. Faxi 2788 kit fyrir 8304 £. Kári 3373 vættir fyrir 8330 £. Richard 1384 vættir fyrir 4512 £. Huginn 2175 vættir fyrir 7079 £. Bel- gaum 2909 kit fyrir 9306 £. Rán 2252 vættir fyrir 5935 £. Kópanes 2422 kit fyrir 8380 £. Júni 2723 kit fyrir 8354 £. Capitana 2285 kit fyrir 8354 £. Fell 206 vættir fyrir 674 £. Skinfaxi 2576 kit fyrir 9350 £. Venus 1669 kit fyrir 5405 £. Vörður 2819 kit fyrir 10010 £. Brezki togarinn, sem strandaði út af Þingeyri fyrir jólin, hefir nú náðst út og kom hann til Reykjavíkur í gærmorgun. Guðni Jónsson magister hefir verið settur skólastjóri Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Dansk Boldspil Union hefir ákveðið að taka boði íþrótta- sambands íslands um að senda hing- að landslið í knattspyrnu í júlímán- uði næstkomandi sumar. Sérstök nefnd hefir verið kosin hér til að annast móttöku nefndarinnar og er Brynjólf- ur Jóhannsson formaður hennar. Fæðiskaupendur halda fund um félagsstofnun að Röðli kl. 2 síðd. næstkomandi sunnu- dag. Tilgangur félagsins á að verða' að vinna að bættri aðstöðu fæðiskaup- énda í bænum. Mæðrablaðið kom út rétt fyrir jólin. Hefir verið ákveðið að selja það á götunum næstu daga og er afgreiðsla þess í Þingholts- stræti 18, kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. daglega Þess er vænzt, að mæður hvetji börn sín til að selja blaðið og styðji þannig gott málefni. Trúlofanir. Margir hafa haldið hátíðarnar há- tíðlegar með því að opinbera trúlof- anir sínar Meðal þeirra eru: Ungfrú Gyða Þórðardóttir (Odd- geirssonar prests á Sauðanesi) og Ingi Benediktsson klæðskerameistarl. Ungfrú Þuríður Þorsteinsdóttir (prests i Vatnsfirði) og stud. jur. Barði Friðriksson frá Efri-Hólum í Núpa- sveit. Ungfrú Guðríður Kristjánsdóttir Breiðdal og Bjarni Helgason frá Þyrli. Ungfrú Halldóra Björnsdóttir frá Þambárvöllum og Jón Kristinsson húsasmíðanemi frá Keílavík. Ungfrú Guðný Guðmundsdóttir, Miðtúni 54 og Helgi Indriðason frá Ásatúni, Hrunamannahreppi. Hjónabönd. Gefin hafa verið saman í hjóna- band um hátíðarnar þau ungfrú Ólöf Jónsdóttir frá Dalsmynni í Norðurár- dal og Kristján Guðmundsson brúar- smiður frá Stykkishólmi. Gefin voru saman þau ungfrú Heiða Aðalsteinsdóttir (forstjóra Kristins- sonar) og Karl Stefánsson verzlunar- maður frá Norðfirði. Nýlega voru gefin saman ungfrú Þórunn Benediktsdóttir frá Minni- Reykjum í Fljótum og Andrés Magn- ússon í Arnþórsholti. Geíin voru saman Kristín Magnús- dóttir frá Arnþórsholti og Jón Hösk- uldsson úr Norður-ísafjarðarsýslu. Nýlega voru gefin saman ungfrú Elísabet Einarsdóttir (hreppstjóra á Kárastöðum) og Jóhannes Arason (Jó- hannesar kennara frá Þóíshöfn). Maður deyr í ryskingum Að morgni þess 30. desember síðastl. vildi það hörmulega at- vik til, að maður nokkur, Garð- ar Stefánsson að nafni, beið bana í ryskingum í Borgarnesi. Garðar heitinn kom til Borg- arness aðfaranótt sunnudagsins kl. 12. Var þá dansleikur í Borg- arnesi og fór Garðar þángað og dvaldi þar til kl. 2. Er hann kom af dansleiknum var hann orð- inn alldrukkinn. Fór hann þá með öðrum manni i herbergi Jóhannesar Jóhannessonar, háttaði þar og sofnaði án leyfis Jóhannesar. Svo um morguninn kl. 6 kom Jóhannes heimi til sín. Var þá i fylgd með honum Kristján Bjarnason bifreiðarstjóri i Borgarnesi. Þeir vöktu Garðar, en hann sparkaði til Jóhannesar, en reis síðan upp, gekk út á gólfið og sló til Kristjáns. Honum tókst að bera af sér höggið og sló tvö högg til Garðars og lentu bæði Karlakór Reykjavíkur fer í söngför til Bandaríkjanna Nýlega voru undirritaðir samningar miiii Karlakórs Reykja- víkur og National Conrert and Artist Corporation (N.C.A.C.) í New York þess efnis, að karlakórinn fari söngför víðsvegar um Bandaríkin og Kanada á næsta hausti. Hljóðar samningurinn upp á það, að karlakórinn haldi samsöngva í 50—60 borgum, þar á meðal í Washington, New York, Chicago, Boston og Winnipeg. Gert er ráð fyrir, að sam- samning og ræðst til þvílíkrar söngvarnir hefjist snemma í farar sem hér er ákveðin. október og verði lokið um miðj- Söngskráin mun verða sett an desember og mun söngförin saman að mestu' af islenzkum öll taka um 3 mánuði. í söng- förinni eiga að taka þátt 36 söngmenn auk söngstjórans, tveggja einsöngvara og píanó- leikara, og verða þeir Stefan Islandi, óperusöngvari, og Guð- mundur Jónsson, barytonsöngv- ari, sem nú er við nám í Banda- ríkjunum, einsöngvarar í þess- ari för, en píanóleikari Fritz Weisshappel. Gunnar R. Pálsson, söngvari, sem áður var fulltrúi hjá Ríkis- útvarpinu, fluttist til New York sumarið 1942 og tók hann þá þegar að leita hófanna um undirbúning slíkrar farar, og hefir unnið að þessu *máli af miklum dugnaði. Þegar eftir að stríðinu lauk á síðastliðnu sumri hófust samningar fyrir alvöru, með þeim árangri sem áður er getið, að þeir voru undirritaðir nú í þessum mánuði. N.C.A.C. er grein af National Broadrasting Corporation, sem er stærsta útvarpsfélag vestan hafs og rekur 352‘útvarpsstöðv- ar í Bandaríkjunum. Félag þetta gerir árlega samninga við þekkta listamenn um flutning tónleika í Bandarikjunum og víðar, og hafa margir af fiæg- ustu listamönnum heims flutt tónleika á vegum félagsins á undanförnum árum. Til dæmis má geta þess, að félagið hefir ráðið til söngfarar hinn heims- fræga Donkósakka-kór, og syng- ur hann í Bandaríkjunum og Kanada í samfleytt 5 mánuði á þessu og næsta ári. Þetta mun vera í fyrsta sinn að söngkór frá Norðurlöndum fær slíkan Stgurður Þórðarson söngstjóri tónverkum og öðrum tónverk- um frá Norðurlöndum. Auk samsöngvanna er einnig gert ráð fyrir söng í útvarp. í sambandi við förina gæti og komið tii greina söngur á grammofónplöt- ur og söngur í fréttakvikmynd- um, en um það er ekki enn fylli- lega samið. Þess skal enn getið, að óskað hefir verið eftir því að ■syngja sum lögin með aðstoð allt að 90 manna hljómsveitar. Karlakór Reykjvíkur fór söngför til Norðurlanda árið 1935 og árið 1937 fór hann aðra söngför um Mið-Evrópu allt til Vínarborgar. Þessi fyrirhugaða söngför er sú langstærsta, sem kórinn hefir ráðist í. Hún er og einstæður viðburður í tónlita- lífi íslands og ætti að leiða til mikillar og góðrar landkynning- ar. ByggingamáL Framsóknarmanna (Framhald af 1. síðu) slíkar ráðstafanir verði að mið- ast við að útrýma á sem skemmstum tíma húsnæðis- skortinum, útiloka bygginga- brask, okursölu og okurleigu á húsnæði og gera á þann hátt fært að afnema húsaleigulögin. í þessu sambandi bendir fund- urinn á að nauðsynlegt sé m. a. að gera eftirtaldar ráðstafanir: 1. Tryggja innflutning frá Svíþjóð á tilbúnum húsum í allstórum stíl og fella niður eða lækka mjög verulega hinn háa innflutningstoll, sem nú er á slíkum húsum. Bærinn láti í té hentugar lóðir undir húsin og einnig steypta kjallara sé þess óskað. Sú vinna sé framkvæmd af vinnuflokkum með fullkom- inni tækni og undir ströngu eftirliti til trygglngar þvi, að kostnaðurinn fari ekki yf- ir sannvirði, Einnig séu fengnir sænskir fagmenn til að setja húsin saman og kenna uppsetningu þeirra. 2. Taka upp skömmtun á byggingarefni meðan skortur er á því í landinu, og haga skömmtuninni þannig að bærinn, samvinnubyggingar- félög og byggingarfélög verkamanna fái forkaupsrétt að byggingarefni til nauðsyn- legra ibúðarhúsbygginga, svo á höfðinu. Hné Garðar niður við þessi högg. Mennirnir tóku hann upp og logðu hann á legu- bekk þann, sem hann hafði sof- ið á. Þeir telja að þá hafi hann verið með lífsmarki, en hann andaðist rétt á eftir. og einstaklingar sem óska að byggja hæfilegar ibúðir til eigin nota. ‘ 3. Fresta svo sem auðið er framkvæmdum ýmsra stór- bygginga, meðan skortur er á húsnæði til íbúðar, bygging- arefni og vinnuafli. Jafn- framt sé tekið fyrir allt byggingabrask og okursölu á íbúðum, m. a. með því að láta enga, sem byggja vilja með slíkt fyrri augum, fá lóðir eða byggingarefni. 4. Gera ráðstafanir til þess að fá erlenda fagmenn til landsins til að vinna að íbúðarhúsabyggingum, ef í ljós kemur vöntun á slikum fagmönnum hér innanlands. Einnig að láta í té faglega aðstoð þeim húsnæðislausu fjölskyldum, sem geta og vilja hyggja sjálfar. 5. Tryggja byggingarfélög- um og öðrum þeim aðilum, sem að framan eru greindir, aðgang að hagkvæmum lán- um til byggingaframkvæmda, og gera jafnframt ráðstafan- ir gegn því að fjárfesting eigi sér stað í byggingum, sem reistar eru í gróðaskyni. 6. Tryggja öllum þeim, sem vilja byggja hús til eigin nota og hafa aðstöðu til þess, að- gang að byggingalóðum. Jafnframt því að benda á framangreind atriði, lýsir fundurinn eindregnu fylgi sínu við frumvarp til laga um byggingarlánasjóð, sem Framsóknarmenn hafa lagt fyrir Alþingi". Tillagan var samþykkt einum rómi og munu Framsóknar- menn í Reykjavík beita sér ein- huga fyrir því, að þeim fram- kvamdum, sem hún fjallar um, verði hrundið áleiðis. (jatnla Síc RROADWAY RHYTHM Dans- og söngvamynd I eSli- legum litum. Gínny Simms, George Murphy, Gloria De Haven, Hazal Scott — Lena Home — Tommy Dorsey og hljómsveit. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tíijja Síó LYKLAR HlMTVARlKIS (The Keys of the Kingdam) Mlkilfengleg stórmynd eftir samnefndri sögu A. J. Cronin’s. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Thomas Mitchll, • Rosa Stradner, Roddy McDowalL Sýnd kl. 6 og 9. Leikfélag Reykjavíkur SKÁLHOLT JÓMFRÚ RÁGNHEIÐUR *♦ *♦ »♦ *♦ Sög'uIegHr sjónleikur í 5 þáttum || eftir »♦ II Guðmund Kamban »♦ :: Sýniiis aimað kvöld (sunnudag) kl. 8. »♦ »♦ »t i: Aðgöngumiðar seldir i dag kl. 4—7. »♦ ♦♦ Hugheilar þakkir fyrir auðsýna vináttu á fimmtugasta afmœlisdegi mínum. EYJÓLFUR JÓHANNSSON. Umsóknir um styrk af fé því, sem á fjárlögum ársins 1946 er veitt til skálda, rithöfunda og listamanna, sendist nefnd þeirri, er Alþingi kaus til úthlutunarinnar, fyrir 25. janúar 1946. Umsóknr séu stílaðar til Úthlutunarnefndar, skrifstofu Alþingis. tJthlutunarnefndin. Tilkynning frá Skattstofu Reykjavíkur Atvinnurekendur og aðrir, sem samkvæmt 33. grein laga um tekjuskatt og eignaskatt, eru skyldir til að láta Skatt- stofunni í té skýrslur um starfslaun, útborgaðan arð í hlutafélögum og hluthafaskrár, eru hér með minntir á, að frestur til að skila þessum gögnum rennur út fimmtu- daginn 10. þ. mán. Sérstök athygli skal vakin á því, að at- vinnuveitendum ber að gefa upp öll laun, hversu lág sem eru, og séu heimilisföng launþega ekki tilfærð eða rangt tilfærð, bera atvinnuveitendur ábyrgð á viðbótarskatt- greiðslu vegna ófullnægjandi skýrslugjafa. Þeir, sem ekki senda skýrslur þessar á réttum tíma, verða látnir sæta dagsektum, sbr. 51. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt. Að gefnu tilefni skal á það bent, að orlofsfé skal meðtalið í launauppgjöfum til Skattstofunnar. Reykjavík, 3. jan, 1946. Skattstjórinn í Reykjavík. Nýtt byggingarfélag Nýlega stofnuðu bílstjórar og fleiri starfsmenn strætisvagn- anna í Reykjavík með sér bygg- ingarsamvinnufélag. Ráðgerir félagið að byggja 30 hús á næsta sumri og hefir það féngið vilyrði fyrir lóð undir þau inni Kleppsholti. Stjórn fyrir félaí var kosin og skipa hana þe Kristján Sigurgeirsson forms ur, Guðmundur Höskuldss ritari, Einar Guðmundss gjaldkeri og meðstjórnend Sigurður Guðmundsson Baldvin Sigurðsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.