Tíminn - 05.01.1946, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1946, Blaðsíða 5
1. blað TÍMIM, laagardagiim 5. jan. 1946 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Óhamingjusöm börn Á meðal þeirra fanga, sem lifðu af hörmungarnar í Belsen-fangabúðun- um illræmdu, eru um 200 börn. Þau hafa flest verið tckin frá foreldrum sínum. Sum þeirra eiga enga ættingja á lífi. Þau yngri eru mörg fædd í fangabúðunum og hafa aldrei þekkt annað umhverfi. Börn á skólaaldri hafa engrar kennslu fengið að njóta. Nú hafa brezku yfirvöidin stofnsett skóla fyrir þessi börn allt til 14 ára aldurs. Hér á myndinni sézt smá- barnakennarinn, tékknesk stúlka, vera að leiðbeina litium Gyðingadreng. Svo kváðu konur..1 Konfekt og krem Sléttur vlðir gljár sem gler; gull á hlíðar sólin ber. Sama blíðan ennþá er; ekki breytir tiðin sér. Herdís ,Andrésdóttír. Fyrir brellum freistingar fáir velli halda. Herdís Andrésdóttir. Lifið sjálft á sögur nógar, semur þœr á hverjum degi. Ingibjörg Benedilctsdóttir. En eilífðin ein vinnst að þakka þér, að þú hefir kennt mér að unna. Ólína Andrésdóttir. En afturgengin ást er það, sem nú er kölluð hefnd. Ólöf frá Hlöðum. Það er vont að vera dauð en vilja gjarnan lifa. I Þura í Garði. i Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái falla. Hver einn gái að sinní sekt; syndin þjáir alla. Vatnsenda-Rósa. EVA BRAUN -vinkona Hitlers Sírópskonfekt. 1 bolli síróp 2 tsk edik 1/2 bolli sykur 1 matsk. smjör Látið yfir hægan eld þar til sykurinn er bráðnaður. Hrærið stöðugt í þar til deigið er orðið vel þykkt. Deigið kælt, látið á smurða plötu. Þá má lita það og bragðbæta eftir smekk. Síðan er það hnoðað og búnar til lengjur, sem skornar eru í ten- inga. Súkkulaði konfekt. 1 bolli siróp 1 bolli sykur 2 tsk. edik 2 tsk smjör Látið yfir eld. Hrært í þar til sykurinn er bráðnaður. Soðið þar til deigið er orðið þykkt. Hellt á smurða plötu. Kælt og hnoðað eins og í fyrri uppskrift- inni. Skorið niður í teninga. Kælið þá og dýfið þeim í súkku- laðikrem. Súkkulaðikrem. 1 plata suðusúkkulaði 2 matsk. smjör 1 tsk. parafínolía Vanilludropar Hitað og brætt yfir eldi. Hrært stöðugt í. Bætið dropunum út í. Kælið til hálfs. Stingið konfekt- molunum ofan í með gafíli. Lát- ið þá þorna á pergamentpappír eða vaxdúk. \ Happdrætti Melsfaðarkirkjn. Dráttur fór fram í happdrætti Melstaðarkirkju, hjá sýslumanninum í Húnavatnssýslu 15. nóv. s. 1. Þessir vihningar komu upp: i 1. 2330 Flateyjarbók. 2. 4170 arm- ; bandsúr. 3. 4867 ísland í myndum. 4. j 4029 200 krónur í peningum. 5. 2664 skinn af silfurref. Vinninganna ber að vitja til und- irritaðs fyrir 15. janúar 1946. Svarðbæli, 26. 'nóv. 1945. Björn G. Bergmann. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN, Utanáskrift: Tíminn, Llndar- götú' 9 A, Reykjavík. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóian ELLEFTI KAPÍTULI. , Já — „Noregur“ sigldi fyrir fullum seglum. En hvílík sigling! Þeir voru ekki komnir nema svo sem tvær milur, þegar þeim var öllum orðið það fyllilega ljóst, að „Noregur“ var ekki lengur sá sami hraðfæri gammur og áður. Síður en svo. Það var sárt fyrir hann Kristófer að viðurkenna það, að „Noregur“ var búinn að vera. Bannsett vélin hafði svipt þetta aldurhnigna skip öllum þess beztu kostum. ' ' Sorg skipverja verður ekki með orðum lýst, þegar hvert Finn- merkurfarið af öðru sigldi framhjá þeim — skútur, jagtir, kútt- erar, galeasar og hvers konar kænur. Það var eins og ofur þung byrði lægi á herðum Kristófers — eins og hann hefði allt í einu verið sviptur því, sem var dýrmætast og kærast á jörðinni. Og þegar lítill og klunnalegur byrðingur þumlungaði sig fram úr þeim, hægt og silalega, en þó jafnt og örugglega, og formaðurinn kom út að borðstokknum með kaðalspotta í hendinni og spurði hvort hann ætti að taka þá aftan i, var Kristófer nóg boðið. Hann gat ekki afborið það lengur að standa þarna á þilfarinu. Hann snaraðist niður í káetuna, án þess að mæla orð frá vör- um — lét þá Nikka og Lúlla, sem báðir höfðu hlaupið út að borð- stokknum, um það að skamma þennan ósvífna dóna, sem leyfði sér að henda gaman að þeim í raunum þeirra. Skolur stóð við stýrið, og neðan úr vélarúminu heyrðust til skiptis más og þungar stunur og kröftugt ragn. Loks rak Jens höfuðið upp úr gatinu yfir vélarúminu og vó sig upp á skörina. Svitinn bogaði af honum, og hann strauk hendinni, sem ekki sást i fyrir sóti og olíu, um rennblautt hárið og ennið, og blés mæðulega og leijþ sakleysislega á Skol um leið og hann sagði: — Þessi vélardjöfull — það er það argasta skrifli, sem ég hefi snert við. En Skolur leit bara ofurrólega til hans og svaraði í harla hversdagslegum tón: — Kemurðu henni ekki í gang? Þegar Hvalsund opnaðist þeim loksins, tók hann stefnuna talsvert utar en venja var. Hann gerði það samt ekki fyrst og fremst til þess að nota sem bezt strauminn í sundinu, heldur af þvi að hann vildi vera sem fjarst alfaraleiðinni og losna við þá raun að horfa á aðra sigla fram hjá þeim fast við borð- stokkinn. Þeim skilaði þolanlega út Hvalsund, því að þeir höfðu þunga- straum með sér; auk þess sem goluna hafði heldur hert. Og svo tók Skagasundið við — og norðan þess sjálft íshafið. Skolur stóð enn við stýrið, en þeir Lúlli og Nikki sátu skammt frá honum, og þeir voru allir hjartanlega sammála um það, að „Noregur" myndi ekki bera sitt barr eftir þetta. En annað voru þeir einnig sammála, um: Þeir yrðu að sannfæra hann Kristófer um það, að þeir gætu þó, þrátt fyrir allt, komist norður á Sval- barða. . Þar yrðu þeir svo að leita uppi einhvern afskekktan ljörð, þar sem enginn annar væri fyrir, svo að þeir gætu verið einir um hituna og matað krókinn í næði. Um þetta voru þeir að ræða, þegar hann Þór kom upp úr káetunni og sagði þeim, að Kristófer væri lagztur fyrir og mændi án afláts upp i bitann fyrir ofan nefið á sér, rétt eins og hann væri ekki með öllum mjalla. Þá stóð Skolur upp steinþegjandi, benti Lúlla að taka við stýrinu og skundaði niður. Að svo sem tíu mínútum liðnum barst ómur af háværu og ekki sem blíðlegustu samtali upp á þilfarið, og hálftíma síðar komu þeir báðir upp á þilfarið. Skolur beygði sig út yfir borðstokkinn og benti á sjóinn og sagði: — Þetta er fjögra mílna sigling, skal ég segja þér, kannske hálf fimmta, og það er ekki svo slakt. Við verðum aldrei marga dagana norður undir Svalbarða, ef svona byr helzt. En aldrei hefði mig órað fyrir því, Kristófer Kalvaag, að annar eins þjarkur legði upp laupana strax og eitthvað smávegis bjátaði á. Við höfum tímann fyrir okkur, og tefji okkur ékki stærri óhöpp en það, sem hingað til hefir komið fyrir, getum við verið harð- ánægðir. Og svo auðvelt á sjómaðurinn með að sætta sig við óvæntar tafir og vonsvik, að allir skipverjar voru komnir í hversdagsskap, þegar þeir sigldu framhjá Þórsvogi og héldu beint á haf út. Sex tímum siðar var „Noregur" lagztur um kyrrt norður á fiskilóðunum. Kristófer, Lúlli og Nikki stóðu úti við borðstokkinn með handfæri sín. Þeir virtust hafa hitt á óskastund, því að þorskurinn var ólmur, að fiskur var á öngli áður en stjórinn tók botn. Ein eða tvær handhreyfingar, og svo rígaþorskur kominn á ongulinn. Skolur stóð við aðgerð. Hann sór og sárt við lagði, að hann skyldi hafa undan, hvað ólmur sem fiskurinn yrði, en það var samt rétt með skömm, að hann gat haft undan í fyrstu lotu. Hann hafði aldrei komizt í aðra eins hrotu. Þeir drógu svo ört, að hendurnar á þeim minntu helzt á fætur á hjólreiðamönn- um í kappakstri. Þegar þetta hafði gengið í tvo klukkutíma, var Skolur orðinn svo aðframkominn, að hann varð að biðjast hjálp- ar. Þór varð að koma honum til bjargar. Þá var rekið upp glymj- andi siguróp við borðstokkinn. Og nú var synd að segja annað en allir væru í góðu skapi, því að nú kom nógur matur, og hann ódýr, á skipsfjöl, og þar með var ekki svo lítið sagt, því að Skolur gerði fastlega ráð fyrir þvi, að þeir yrðu minnst þrjú ár í leið- angrinum, og þá þyrfti fiskugga. Jens Hartvik var enn að kljást við vélina. Hann var marg- sinnis búinn að skrúfa hverja ró og hvern kopp, berja og hrista og skekja allt, sem hann náði til— en allt kom fyrir ekki. Það var ekki annað sýnna en vélin sú arna væri einráðin i þvi að hreyfa sig ekki hið minnsta. Hann Kristófer var hreint og beint farinn að vorkenna piltinum — það var ekki neitt smáræði, sem hann lagði á sig. Loks bað hann að láta mótorskrattann eiga sig. En Jens var ekki alveg á því — nei, ekki hann Jens Hartvik. Prinsessan og ftónið (Skozkt œvintýri). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. Um kvöldið kom risinn heim og var heldur en ekki ánægður, þegar hann sá, hvar prinsessan sat með strangann. ' „Mikla ágætis konu hefi ég eignazt,“ sagði hann og potaði vísifmgrinum undir hökuna á prinsessunni, svo að hún var rétt rokin um koll. En risanum gekk samt gott eitt til með þessum blíðuhótunum. Daginn eftir, þegar risinn var farinn út, fór prinsess- an að leita að systrum sínum, vesalingunum. Hún leit- aði hátt og lágt, en fann þær hvergi. Þá heyrði hún ein- hvern skarkala í hæsnakofanum og hljóp þangað, því að hún hélt að refurinn væri að gera hænsnunum ein- hvern óskunda. Fann hún þar systur sínar 1 hænsna- kofanum. Hún hjálpaði þeim út og las yfir þeim bænir. Greru þá sár þeirra á svipstundu. Þær fögnuðu endurfundunum mjög og hugsuðu nú um það eitt að sleppa frá risanum. Þær fyiltu stóra körfu af ýmsu góðgæti, sem þær héldu, að móður þeirra myndi koma að gagni. Svo lagðist elzta systirin ofan á aiit saman og hinar huldu yfirborð körfunnar með heyi. Þegar risinn kom heim, spurði prinsessan hann, hvort hann vildi nú ekki skreppa með kýrfóður í körfu til hennar móður sinnar og láta körfuna við húsdyrnar hjá henni. Risinn var svo hrifinn af prinsessunni, að hann gerði allt, sem hún óskaði eftir. Hann fór því með körfuna og lét hana á tröppurnar. 1 Daginn eftir útbjó prinsessan aðra körfu og lét hina systurina í hana. Fór allt eins og daginn áður. . Þriðja daginn sagði prinsessan risanum, áður en hann fór út, að hún ætlaði að senda móður sinni eina körf- una enn. Sjálf kvaðst hún ætla í fjallgöngu og bjóst ekki við að vera komin heim á undan risanum. Risinn, sem var töluvert skotinn í prinsessunni, kvaðst skyldi gera allt, sem hún bæði hann um. Sama kvöldið útbjó hún þriðju körfuna, skreið ofan í hana og huldi sig með heyi. J>egar risinn kom heim, tók hann körfuna og fór með hana rakleitt til drottningar. En í baka- leiðinni gekk hann framhjá glugganum og þá helltu þær drottningin og elztu dæturnar á hann sjóðandi vatni og lézt hann þar við lítinn orðstír. Drottirjgin og dætur hennar lifðu góðu lífi upp frá bessu. ' (Endir). T ilkynnmg til félagsmanna KRON Félagsmönnum KRON tilkynnist hér með, a5 þeim verður nú næstu da|a sent bréf varðandi skil kassakvittana, (arðmiða) og umslag utan um kassakvittanirnar. Menn eru beðnir að lesa bréfið og skila síðan kassakvittun- um, í samræmi við þær upplýsingar, sem þar eru gefnar. Liln vildi alls ekki ganga. Þarna húkti hann niðri í vélarrúm- inu, nótt með degi, og svo ákafur var hann, að hann gaf sér ekki tíma til þess að rétta úr sér eða gleypa í sig matarbita, nema félagar hans neyddu hann til þess. Það leið því ekki á löngu, unz aumingja Jens var orðinn jafn slitinn og af sér genginn og vélin. Það var auðséð, að þeir á „^oregi" höfðu verið heppnir með vélamann. Kæmi það fyrir, að hljótt væri stundarkorn niðri í vélarrúm- inu, þá kom það til af því, að Jens hafði sofnað út af. Þá lá hann annaðhvort á hnjánum með hamarinn í hendinni og höf- uðið á kasthjólinu eða hann lá á grúfu yfir rokknum með skrúf- lykilinn í annari hendinni og þjölina í hinni og hraut\þátt. En aldrei svaf hann nema svo sem eina klukkustund. Þá tóku Hann skyldi sýna þeim öllum, að þessi vél gæti gengið — þó svo aftur að heyrast högg og urg niðri í vélarrúminu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.