Tíminn - 12.02.1946, Síða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
30. árg.
Reykjavík, þriðjudaglim 13. febr. 1946
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Líndargötu 9 A
Slmar 2353 og 4373
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Slml 2323
AFGRETBRLA, INNHF.IMTA
24. blað
SEXTUGUR;
Albin Johansson
Óttast er um, að tuttugu
sjómenn
forstjóri Kooperativa Förbundet
Albin Johansson er fæddur 11.
febrúar 1886, og er því 60 ára
í dag.
Snemma þurfti hann að vinna
fyrir sér. Hann byrjaði sem
vikapiltur í stóru einkafyrir-
tæki í Stokkhólmi, en 1903 varð
hann starfsmaður hjá kaupfé-
laginu „Tantó“ og framkvæmda-
stjóri þess 1905. — Til sam-
vinnusambands Svía (Koopera-
tiva Förbundet) kom hann 1907.
Hann varð að mennta sig jafn-
framt vinnunni, en hann var
snemma kappsamur og dugleg-
ur, og hefir honum því ekki háð
skortur menntunar, eins og sést
bezt á hinu stórkostlega lífs-
starfi hans.
Hjá samvinnusambandinu
vann hann sig upp til mikilla
áhrifa með undraverðum hraða.
Á árinu 1918 var hann kosinn
í stjórn þess og varð á sama ári
aðal-framkvæmdastjóri bess og
er það enn.
Undir stjórn Albin Johansson
hefir Kooperativa Förbundet
tekið óvenjulega stórstígum
framförum. Skipulag þess var
endurbætt og þvert stórátakið
hefir rekið annað. Hver sigur-
inn hefir unnist, öðrum stór-
kostlegri á sviði verzlunar og
framkvæmda. K. F. er nú eitt
hið allra fjárhagslega sterkasta
og áhrifamesta fyrirtæki Sví-
þjóðar, og hafa kaupfélög lands-
ins stækkað og margfaldað um •
setningu sína og samvinnustarf-
semi öll undir áhrifum þess
blómgast svo, að til fyrirmyndar
er flestum þjóðum.
Albin Johansson hefir ekki
látið sér nægja samvinnustarfið
innan landamæra Svíþjóðar.
Hann hefir í orði og verki verið
talsmaður samvinnu, einnig
milli þjóðanna. Hann var einn
af aðalhvatamönnum þess, að
fyrsta samvinnusamband landa
á milli var stofnað, Norræna
Samvinnusambandið (Nordisk
Andelsforbund) og hefir hann
verið í stjórn þess og varafor-
maður frá stofnun þess 1920. í
því hafa starfað með ágætum
árangri samvinnusambönd Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar. í Alþjóða samvinnu,-
jsambandinu (International Co-
operativ Alliance) hefir hann
einnig verið mikið starfandi og
áhrifa hans gætt þar mikið.
Hann á sæti í stjórn þess.
Alls staðar þar sem Albin
Johansson hefir lagt hönd að
verki, hefir gætt sama fjörsins,
áhugans og orkunnar, en við.
sem höfum átt þá ánægju að
kynnast honum persónulega,
þekkjum og metum eigi síður
aðra góða mannkosti hans,
ljúfmennskuna, glaðlyndið og
gestrisnina.
Á þessum merkisdegi hans,
senda honum hundruð þúsunda
manna hlýjar árnaðaróskir, með
þakklæti fyrir unnin framúr-
skarandi störf, sem eru til fyrir-
myndar, fyrst og fremst sam-
vinnumönnum, en einnig öðrum
mönnum, hvar sem í fylking
standa. Mér er það ánægja að
vera með í þeim stóra hópi. Ég
óska honum heilla og hamingju
og vona, að hann eigi enn langt
' starf fyrir höndum, með miklum
árangri og stórum sigrum.
11. febr. 1946.
Vilhjálmur Þór.
Sextngnr;
Guðmundur Hlíðdal
laiftdsímastjóri
Sextugur varð s. 1. sunnudag
einn af kunnustu mönnum
þessa lands, Guðmundur Hlíð-
dal, póst- og símamálastjóri.
Guðmundur er bóndasonur úr
Húnaþingi, en brauzt áfram
með dugnaði á menntabraut-
inni, strax á unglingsárum sín-
um, og lauk prófi í rafmagns-
verkfræði í Þýzkalandi árið 1907.
Síðan hefir hann gegnt fjölda
trúnaðarstarfa í þágu lands og
þjóðar, m. a. verið í ráðum eða
séð um flestar helztu rafmagns-
framkvæmdir hér á landi frá
fyrstu tíð.
Guðmundur Hlíðdal gegnir
nú einu umfangsmesta og erf-
iðasta embætti ríkisins. Hann
hefir mætt víða um lönd á síð-
ari árum, sem fulltrúi íslands á
fundum og ráðstefnum, og
jafnan getið sér og landi sínu
góðan orðstir. Sæmdur hefir
hann verið fjölda heiðurs-
merkja íslenzkra og erlendra,
og nú síðast sæmdi forseti ís-
Maður verður úti
Um fyrri helgi varð maður úti
á Tunguheiði. Lagði hann af
stað frá Syðri-Tungu á laugar-
daginn, en síminn á heiðinni
hafði bilað nóttina áður, og bár-
ust því ekki fréttir af því fyrr
en á þriðjudag, að hann hefði
hvergi komið fram austan heið-
arinnar. Var þá strax hafin leit
að honum óg fannst lík hans
ekki fyrr en eftir nokkurra daga
leit. Maður þessi var Jón Har-
aldsson bifreiðastjóri í Reykja-
vík. Hann var ættaður frá Aust-
ur-Görðum í Kelduhverfi og var
á leið þangað í kynnisför.
Stirðar gæftir og lít-
ill afli á Akranesi
Gæftaleysi hefir mjög hamlað
veiðum við Faxaflóa, það sem aí
er vertíðar. í janúar reru flestir
bátar frá Akranesi 10—13 róðra.
Mestan afla hefir Egill Skalla-
grímsson fengið 70.845 kg. í 13
róðrum, næstur er m.b. Ægir
með 67.870 kg. Hann hefir farið
jafn marga róðra. Þriðji afla-
hæsti báturinn er Sigurfari með
65.580 kg. í 13 róðrum. Fjórði
aflahæsti báturinn er Fylkir,
sem aflað hefir 62.705 kg. í 13
róðrum. Alls hafa borizt á land
ú Akranesi í janúar 766.712 kg.
Fiskurinn hefir verið seldur í
skip, settur í frystihús og niður-
suðu.
lands hann á sextíu ára afmæl-
inu stórriddaraorðunni með
stjörnu, sem er veglegasta heið-
ursmerkið, er íslenzka rikið
veitir.
hafi farizt í ofviðrinu
um heigina
Tveir miklir samvinrLaleihtogar
Einn allra merkasti samvinnuleiðtogi, sem nú er uppi, Albin Johansson,
forstjóri Kooperativa Förbundet í Svíþjóð, átti sextugsafmæli í gær. í til-
efni af því birtist grein um hann eftir Vilhjáim Þór forstjóra S. í. S. á
öðrum stað hér í blaðinu. — Hér á myndinni sést Albin Johansson (til
hægri) vera að afhenda Alexander, flotamálaráðherra Breta, heiðurs-
merki norrænnar samvinnu, en Alexander er einn af helztu leiðtogum
enskra samvinnumanna. Atburður sá gerðist I sept. síðastl. haust.
Frá afgrciðslu fjárhagsáætlunar Reykja-
víkurhæjar:
Útsvörin verða sennilega um
39,6 miljónir kr. á þessu ári
llialdið felldi allar till. Pálma Haiuiessouar
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar var til umræðu og afgreidd
á fundi bæjarstjórnarinnar síðastl. fímmtudag. Fundurinn hófst
kl. 17 og stóð tii ki. rúmiega 5 á föstudagsmorguninn. Breyt-
ingatillögur þær, sem, Pálmi Hannesson flutti og gerð var grein
fyrir f seinasta blaði, voru allar felidar með atkvæðum íhalds-
manna. Þegar búið var að afgreiða fjárhagsáætlunina, var út-
svarsupphæðin komin upp í 35 miilj. og 916 þús. kr. og hafði
hækkað við umræðurnar um 1764 þús. Auk þess er svo heimild
'il 10% viðbótarútsvarsálagningar, sem jafnan hefir verið notuð,
svo að raunverulega verða þá útsvörin 39.6 millj. kr. Miðað við
útsvarsálagninguna á Akureyri og íbúafjöida á báðum stöðum,
ættu útsvörin að vera hér um 23 millj. kr. Má giöggt á þessum
samanburði marka í hvíiíkt óefni fjármál bæjarins eru komin
undir stjórn Sjálfstæðismanna. Á síðastl. ári var jafnað niður
lúmlega 32 millj., og sígur því hratt á ógæfuhliðina.
Útsvöi*in liafa sjöfald-
azt síðan I stríðs-
liyrjun.
Pálmi Hannesson flutti ítar-
lega framsöguræðu og skýrði
tillögur sínar og gagnrýndi ýms-
ar aðfarir bæjarstjórnarmeiri-
hlutans, t. d. við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunarinnar.
í upphafi ræðu sinnar gat
Pálmi þess, að fresturinn til að
>kila breytingatillögum við fjár-
hagsáætlunina hefði verið allt
of skammur. Á fyrsta fundi bæj■■
arstjórnarinnar fyrra laugar-
dag var fjárhagsáætlunin lögö
fram og* frestur til að skila
breytingatillögum ákveðinn til
næsta mánudagskvölds. Gefur
það að skilja, að nýir fulltrúar
1 bæjarstjórninni hafa ekki
tækifæri til að kynna sér fjár-
hagsáætlunina til hlítar á svo
skömmum tíma. Pálmi Hann-
esson Sagðist því ekki hafa flutt
margar breytingatillftgur að
þessu sinni, en myndi gera það
síðar.
Þá gagnrýndi Pálmi mjög á-
kveðið hina sífelldu hækkun
útsvaranna og sýndi m. a. fram
á, að útgjöldin við rekstur bæj-
arins vaxa meira en verklegar
framkvæmdir. Síðan fyrir styrj-
öldina, hafa gjöldin rúmlega
sexfaldazt, en útsvörin sjö-
faldazt. Hann benti einnig á, að
hlunnindi, svo sem laxveiðin í
Elliðaánum, væru rekin með 8
þús. kr. tekjuhalla, og ætti þó
að vera hægt að reka slík
hlunnindi að minnsta kosti
hallalaus.
íhaldilf vill ekki effla
bæjai’bókasafnið.
Vegna breytingatillögu sinn-
ar um aukið framlag til bæjar-
bókasafnsins (en Pálmi lagði til
að tillagið yrði aukið úr 300 þús.
í 600 þús.) benti hann á þá stað-
reynd, að safnið væri nú í alltof
þröngum húsakynnum. Bæjar-
bókasafnið er ein nytsamasta
stofnun bæjarins og þar er mik-
'il þörf fyrir lesstofur handa
þeim bæjarbúum, sem ekki hafa
(Framhaid á 4. síöu).
| Fjögurra báta er saknað, en flestir
aðrir urðu fyrir miklum áföllum og tjóni
j
Síðastliðinn laugardag gerði aftaka veður á Suður- og Vestur-
landi. Flestir bátar voru þá á sjó og hrepptu hið versta sjóveður
og komust margir við illan leik í land, eftir að hafa orðið fyrir
línutapi og fengið áföll.
Fjögurra báta er saknað. Af þeim er vitað með vissu um afdrif
eins, m.b. Magna frá Norðfirði, en hann sást farast út af Garð-
skaga og líkur benda til um sömu afdrif annars, m.b. Geirs frá
Sandgerði, því farið er að reka lóðabelgir og brak úr stýrishúsi
hans á fjörunum skammt frá Sandgerði. Um afdrif hinna bát-
anna tveggja, sem saknað er, er ekki vitað, en þeirra hefir verið
leitað af bátum og flugvélum árangurslaust. Þeir heita Max, frá
Bolungarvík, og Alda, frá Seyðisfirði. Þá tók út tvo menn af vél-
bátnum Hákon Eyjólfsson, frá Garði. Alls er óttast um, að rúm-
lega tuttugu menn hafi farizt í ofviðri þessu.
Vélbáturinn Magni frá Norð-i
firði var gerður út frá Sand-
gerði. Hann fór í róður eins og
allir hinir bátarnir, á föstu-
dagskvöld. Var hann seint bú-
inn að draga línuna, eins og
fleiri bátar, og var á leiðinni til
lands, er honum hvolfdi undan
Garðskaga. Nærstaddur var þar
báturinn Barði frá Húsavik og
sá til afdrifa Magna og fór á
Vettvang. Þegar þangað kom
flaut brak á sjónum og hélt einn
mannanna sér uppi á því og
varð honum bjargað. Til ann-
arra af skipshöfninni sást ekki.
Sá, sem komst af, var vélamað-
urinn. Áhöfnin var alls fimm
menn.
Frá hinum bátunum þrem-
ur, sem saknað er, hefir ekk ■
ert frétzt, þrátt fyrir mikla
eftirgrennslan, en vegna veður-
ofsans síðari hluta laugardags-
ins, er talið ólíklegt, að nokkur
þeirra sé ofansjávar, fyrst þeir
eru ekki enn búnir að ná landi.
Áhöfn hvers báts hefir verið
fimm menn og hafa því farizt 21
maður í óveðrinu, svo vitað er
um, 19 af bátunum fjórum, en
auk þessa tók tvo menn út af
vélbátnum Hákoni Eyjólfssyni
frá Garði, sem ekki náðust aft-
ur.
Vélbáturinn Geir frá Keflavík
reri þaðan á föstudagskvöldið
og vissu menn það síðast til
hans á laugardag, að hann var
að draga lóðir sinar. Síðan hef-
ir ekkert til hans spurzt, nema
hvað farið er að reka úr honum
skammt frá Sandgerði. Hefir
rekið bjóð og lóðabelgi og einn-
ig brak úr stýrishúsi og aftur-
sigla. Líkur benda því til, að
báturinn sé ekki lengur ofan-
sjávar.
Til vélbátsins Max frá Bol-
ungarvík hefir ekkert spurzt
síðan hann fór í róður á föstu-
dagskvöld. Lóðir bátsins fund-
ust á sunnudaginn um 10 sjó-
mílur undan Deild. Þann dag
leituðu sex bátar að Max í all-
góðu veðri og góðu skyggni, en
sú leit bar engin árangur.
Fjórði b'áturinn, sem saknsð
er, er vélbáturinn Aldan frá
Seyðisfirði, sem rær frá Hafn-
arfirði. Til hans hafði ekkert
spurzt í gærdag.
Margir bátar frá verstöðvum
við Faxaflóa og vestanland?
komust við Illan leik til hafnar
og voru sumir hætt komnir. Allt
lauslegt tók fyrir borð á mörg-
um bátum, rúður brotnuðu og
einnig urðu nokkrar aðrar
skemmdir á bátum vegna sjó-
gangs. Lóðatap er mikið, fæstir
bátar gátu dre^ið allar lóðir
sinar og nokkrir sáralítið af
beim. Vera má þó, að nokkuð
af bátum finni lóðir sínar aft-
ur, enda reru flestir bátar vlð
Hæstiréttur
staðfesti undir-
réttardóminn í
kaupfélagsmál-
inu á Siglufirði
• KI. 7 síðdegis í gær var kveð-
inn upp dómur í hæstarétti í
kaupféiagsmálinu á Siglufirði.
Dómur undirréttarins var stað-
festur. Nánar verður skýrt frá
þessum dómsúrslitum síðar.
Skemmdir á símum
Allmiklar skemmdir urðu á
símalínum í ofviðrinu um helg-
ina. Mestar urðu skemmdirnar
á Vesturlandi, í Borgarfirði og
Hvalfirði. Símasambandslaust
var í gær við ísafjörð, annars
er unnið af kappi að viðgerð-
um og verður sennilega búið
að koma símasambandi á aftur
víðasthvar í dag.
Faxaflóa aftur á sunnudags-
kvöldið.
Vélbáturinn Freyja hélt uppi
björgunarstarfsemi á Faxaflóa
ofviðrisdaginn í stað Sæbjargar
og hjálpaði þremur bátum til
hafnar, Bjarna Ólafssyni, Eini
og Faxa. Þá fór linuveiðarinn
Ólafur Bjarnason, sem var á
Akranesi, er ofviðrið skall á, bát
til hjálpar, sem var með bilaða
vél og virtist mundi reka upp á
Mýrar. Var það vélbáturinn Sæ-
rún frá Siglufirði, en skipverj-
um tókst að koma vélinni í lag
og náði báturinn því heilu og
böldnu til lands hjálparlaust.
Þrjá menn tók út af vélbátn-
um Ófeigi frá Vestmannaeyjum
og náðust þeir allir inn aftur og
má það teljast hraustlega gert
f slíkum veðurofsa og sjógangi.
Skinstjóri á Ófeigi er Angan-
týr Elíasson.
Báturinn Hermóður af Akra-
nesi varð fyrir vélbilun, er hann
var að fara frá bryggju til
legufæra sinna á laugardags-
kvöldið, og rak hann á land udd
í kletta hjá Sólmundarhöfða
við Langasand. Mannbjörg varð,
en líklegt er talið, að báturinn
hafi orðið fyrir verulegum
skemmdum og muni ekki nást
út, nema sjór kyrrist fljótlega.