Tíminn - 12.02.1946, Qupperneq 5
24. Maö
Ketill frá Króksnesi
(Skozt œvintýri).
„Flýttu þér nú,“ kallaði konan úr hallarturninum.
Músarrindillinn lagði eggið við fætur Ketils. Steig hann
á það, svo að það mölbrotnaði. Lá við að hann ylti um
koll, svo mikill var súgurinn af öskrinu, sem risinn rak
upp um leið og hann hneig niður steindauður, 50 skref
frá Katli.
Ketill og kona hans söfnuðu nú saman eins miklu og
þau gátu úr höllinni og héldu heimleiðis, hlaðin gulli
og silfri.
Þegar þau komu heim, héldu þau dýrindisveizlu fyrir
vini sína og nágranna.
„Nú verðum við að fara,“ sagði hundurinn, þegar veizl-
an var úti.
„Ætlið þið ekki að vera lengur?“ spurði Ketill.
„Ég verð að fara,“ sagði hundu'rinn úr skóginuiri
mikla. „Annars ræna refir, hreysikettir og merðir hús
mitt.“
„Ég líka,“ sagði fálkinn, „að öðrum kosti ræna krákur
og hrafnar öllu úr húsi mínu.“
„Ég verð að fara með vinum mínum,“ sagði músar-
rindillinn, „því að þeir eru sterkir, en ég er veikbyggður.
Þeir vernda mig á leiðinni.“
„Seztu milli vængja minna,“ sagði fálkinn. „Þá kemur
enginn fugl nálægt þér alla leiðina."
Ketill í Króksnesi og kona hans stóðu fyrir utan bæj-
ardyr og veifuðu til vina sinna. Sá, sem söguna segir,
lagði af stað um sama leyti úr yeizlunni, mettur og
ánægður.
Ketill og kona hans lifðu vel og lengi eftir þetta
Endir.
Stjörnudalirnir
(Ævintýri frá Bœheimi)
Einu sinni var fátæk stúlka, sem hét Marenka. Hún
var vinnustúlka á bóndabæ. Húsbændurnir þar voru
svo nízkir, að þeir tímdu varla að borða sig sadda. Eins
og gefur að skilja, unnu þau stúlkunni varla nokkurs
matarbita heldur. Þau borguðu henni alls ekki það kaup,
er hún átti að fá. Konan sagði, að ekkert lægi á, pen-
ingana gæti hún alltaf fengið og það væri altént gott
að eiga þá vísa.
í svefnherbergi þeirra hjóna stóð stór kista, full af
silfurpeningum. Bóndinn og kona hans gátu varla hugs-
að sér skemmtilegri starfa en að sitja við kistuna, telja
peningana, hlaða þeim upp í háa stafla og láta þá að
síðustu í kistuna aftur.
„Við frestum því að láta hana Marenku fá launin
sín,“ sagði konan. „Sjáðu, hvað silfurdalirnir eru fall-
egir! Þeir Ijóma eins og stjörnur. Hún þarf þeirra ekki
núna, hún getur beðið þangað til næst.“
„En mig langar svo til að fá mér efni í kjól,“ sagði
Marenka. „Sá, sem ég er í, er bráðum gatslitinn.“
„Er það nú þvaður!“ sagði húsfreyja. „Gamli kjóll-
inn er fullgóður til þess að vinna í honum. Þá verður
þér ekki of heitt. Ekki ferð þú á dansleiki! Þú, sem
ert svo fátæk. Þú hefir ekkert að vilja þangað.“
Marenka var nú eins og aðrar ungar stúlkur; hana
langaði til að vera vel klædd á sunnudögum. En hún
gat aldrei tekið þátt í skemmtunum unga fólksins, því
að hún átti engan kjól annan en þann gamla og gauð-
rifna.
Kvöld eitt, þegar unglingarnir voru að dansa og
skemmta sér á enginu, gekk Marenka út í skóg, döpur
í bragði. Hún settist undir hávaxið tré. Himinninn var
heiður og alstirndur, og hún hugsaði: „Stjörnurnar eru
alveg eins og skínandi silfurdalir. Ég vildi, að þær dyttu
hérna niður í kjöltu mína. Ef ég ætti tvo dali, gæti ég
keypt mér nýjan kjól.“
í sama bili féll eitthvað niður á pilsið hennar. Hún
leit niður, og vitið þið nú hvað! Þar lágu reyndar nokkr-
ir glampandi silfurpeningar.
Nú varð Marenka kát. Hún hoppaði og dansaði næst-
um því á heimleiðinni og kreisti peningana í lófa sér.
Hún þagði yfir happi sínu, þegar heim kom, en bað
bóndann um leyfi til þess að skreppa til þorpsins dag-
mn eftir. Bóndinn og kona hans gátu ekki neitað henni
um það.
Nokrum dögum síðar átti að halda rokna hátíð í
þorpinu. Stúlkurnar ráku upp stór augu, þegar þær
sáu, hvar Marenka kom í fallegum kjól með nýja skó
og silkiklút um hárið.
TfmiVTV, liriðjiidagiim 12. fcbr. 1946
S
LARS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóinn
En þegar þeir hófu starf sitt við að hressa upp á kofaskriflið,
hvarf Skolur skyndilega.
Það var ekki fyrr en að sex klukkutímum liðnum, að þeir
sáu hann koma aftur niður hlíðina, og þá bar hann poka, sem
hann virtist fara mjög varlega með. Þegar hann var kominn
til félaga sinna, opnaði hann pokann gætilega, og þá sáu þeir
sex blárefsyrðlinga, sem teygðu fram trýnin og þefuðu styggðar-
lega og gutu augunum upp á mennina. Skolur tók tvo þeirra og
lét í tóman kassa.
Hina rétti hann Lúlla og mælti:
— Þið getið farið með þá heim til Tromsö, því að ég loifaði
honum Klaus Andersen að ná í lifandi blárefi handa honum.
Hann ætlar að senda þá til Þýzkalands.
Allt í einu varð þeim litið út á holtið, er kofinn stóð við. Svo
sem tíu eða tólf skref frá þeim stóð gömul grenlægja við stein
og mændi á þá. Skolur horfði á hana stundarkorn. Svo opnaði
hann kassann steinþegjandi og sleppti yrðlingunum tveimur,
sem í honum voru. Þeir tóku undir eins á sprett til móður sinnar.
Skolur horfði á eftir þeim og mælti:
— Þarna sjáið þið nú kunningja mína næstu árin.
Þegar akkerum var létt og segl dregin að hún á „Noregi“,
stóð Skolur á ströndinni og horfði á eftir þeim, og þegar farkost-
ur og menn hurfu sjónum hans, litaðist hann um og sagði:
— Þá er ég aftur kominn heim í ríki mitt.
Ekkert rauf íshafskyrrðina. Hann var einn.
FIMMTÁNDI KAPÍTULI.
Það var sumar og sólskin, er „Noregur“ létti akkerum. Mikil
gleði ríkti meðal bátverja, því að nú virtust góðir dagar fram-
undan. Það var stinningsgola af norðvestri, og „Noregur“ sigldi
sj ö mílur upp á gamla vísu — hann var ennþá gott gangskip.
Öll segl og skaut voru látin óhreyfð hverja vaktina af annarri,
og þegar þeir voru komnir suður fyrir Vonarey, án þess að verða
varir við minnsta ísrek, náði kætin hámarki sínu.
Þrátt fyrir góðan byr var enn að kalla sléttur sjór, er þeir
3igldu framhjá Bjarnarey. Það var heiður sólskinsdagur í á-
gústmánuði, og jafnvel hann Kristófer gat ekki að sér gert að
iáta hrífast af gleði og björtum vonum hinna. Það gat vel farið
3V0, að þeir fengju að njóta ekki svo fárra hlýrra sumardaga, er
heim kæmi. Enn var fólk við heyskap og búsýslu á hinum grænu
lendum utan við bæinn — og það var sjón, sem hann Kristófer
kunni að meta, ekki síður en þeir, sem i landi sátu árlangt. En
síðustu fimmtán árin hafði þeim Kristófer, Lúlla og Nikka ekki
auðnast að ná nógu snemma heim til þess. Enda þótt hann Kristó-
fer yrði ennþá að hökta um eins og krypplingur svo að segja,
eftir þetta áfall, er hann hlaut í Ormsauganu, og „Noregur“ væri
líkari flaki á siglingu en góðu íshafsfari, þá bætti umhugsunin
um hinn dýrmæta dúnfarm það upp og eyddi öllum áhyggjum.
Gleðin ljómaði á hverri brá, þegar hann Kristófer settist á fleti
sitt í káetunni, tók dagbók skipsins og lagði á kné sér og tvihenti
blýantinn. Hann ætlaði að reikna, hve mikið verðmæti þeir flyttu
heim. Það var hljótt eins og í kirkju meðan hann fékkst við töl-
urnar — lagði saman og margfaldaði. Það heyrðist ekki nokkurt
hljóð, nema öldugjálfrið við súðina.
Klukkan fjögur að morgni eina fagra sólskinsnótt sáu þeir
norsku ströndina, og þá var Kristófer'' búinn að sannfæra sig
um, að þeir höfðu meðferðis 115 dúnsekki, er vógu til jafnaðar
níutíu pund. Það mundu vera 10.350 pund, og yrði verðið eins
og í fyrra, bæru þeir úr býtum 11.385 krónur samtals.
Stundum kemur það fyrir, þegar siglt er yfir úthöfin, að
veðrið er eins gott og frekast verður á kosið alla leið. Það ber
við, að maður, sem stigið hefir á skipsfjöl í Boston og tekið land í
Björgvin, hefir ekki séð annað en. sléttan sjó og heiðan himin.
Og þannig var ýeðrið nú. Dúnfarmurinn olli þvi, að „Noregur“ lá
djúpt í sjó. Það var ekki nema hvalbakurinn og örfáir þuml-
ungar af borðstokknum upp úr sjó. Alla þá tíð, sem „Noregur“
hafði verið í eigu Kristófers Kalvaags, hafði hann lekið — meira
og minna — en nú, þegar hann lá dýpra i sjó en venjulega, lak
hann líka heldur meira en venju.lega. En þetta var illt, því að
dúnninn mátti ekki vökna. Þess vegna hafði Kristófer dregið
gömlu Rússadæluna fram í dagsljósið, áður en þeir sigldu frá
Þúsundeyjunum — hún hafði legið ónotuð síðan sú ameríska
kom til sögunnar. Þór var látinn annast hána eins og áður, en
Jens Hartvik Lorentsen var settur við gamla Rússann.
Meðan Skolur var að leita uppi yrðlingana handa Klaus And-
ersen, höfðu þeir Kristófer orðið ásáttir um það, að þeir skyldu
gefa honum allar þær vistir, sem þeir gátu án verið, og auðvitað
hafði endirinn orðið sá, að þeir höfðu borið allt inn í kofa Skols
— bæði það, sem þeir gátu misst, og hitt, sem þeir hefðu þurft
á heimleiðinni. Síðustu dæ grin höfðu þeir því ekki bragðað ann-
að en soðin æðaregg og blávatn. Þeir sigldu þess vegna inn á
Þórsvog, sem nú var beint framundan.
Lúlli og Nikki reru í land. Þeir fengu allt, sem þeir þurftu 1
búðinni'hjá Demetri Figenschau. Það var óþarfi að sp.yrja, hvernig
þeim hefði gengið í ár, ;því að Lúlli keypti fimm munnhörpur.
Það sagði allt, sem segja þurfti.
Figenschau langaði til1. að heyra fréttir norðan af Jshafinu, en
það var svo mikill asi á þe;ssum tveimur viðskiptavinum, að hann
varð að fylgja þeim niður að bátnum, ef hann vildi spjalla við
þá.
Þegar Figenschau sá, hvernig „Noregur“ var útleikinn, sagði
hann:
— Þið ætlið þó í*kki að segja mér, að þið komið frá Svalbarða
á þessu flaki, sem þarna liggur?
Það vildi svo til, að stjórnborðshliðin sneri að þeirn. En þetta
hefði Figenschau ekki átt að segja, þvi að báðir íshafsfararnir
brugðust reiðic við, og hann Nikki stökk út í bátinn. Hann var
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR LNGIMARSDÓTTIR
Gldhúsgögn úr aluminium
Nýjustu eldhúsgögnin, sem
framleidd hafa verið í Bretlandi,
eru úr aluminium. Eru þau út-
búin alls konar nýjungum, er
létta störf húsmóðurinnar og
spara henni aðfengna húshjálp.
— Myndirnar hér fyrir neðan
eru báðar úr slíku aluminium
eldhúsi. Efri myndin er af raf-
magnsbökunarofni. Eldavélin er
áföst við hann. Takið eftir, að
ofnhurðin er í þægilegri hæð.
Konan þarf ekki að sitja á
hækjum sínum við að láta inn í
ofninn. Ofnhitinn er temprað-
ur með sjálfvirku tæki. Raf-
magnsklukkan fyrir ofan ofninn
kveikir og slekkur 4 honum á
tilteknum tíma. Húsmóðirin
getur því brugðið sér frá þegar
henni sýnist, þótt eitthvað sé
í ofninum. — Við kveikjarana
á eldavélinni eru litlar perur.
Logar á þeim, þegar straumur
er á plötunni. Er því minni
hætta á, að húsmóðirin gleymi
að taka hann af. — Neðri mynd-
’in sýnir þvottavél, einnig úr
aluminium. í sambandi við hana
er vinda og ker, sem þvottur-
inn er skolaður I.
■CWií:;
Ödýrir ábætisréttir
Hrí sgr j ónakaka.
1 Vz dl. hrísgrjón,
Vz 1. vatn,
% 1. mjólk,
1 dl. sykur, .
2 egg,
Möndlur og rúsínur,
2 msk. smjörlíki.
Heitu vatni er hellt á grjónin.
Soðin í mjólk og vatni, þar til úr
verður nokkuð þykkur grautur
(h. u. b. 1 klst.). Grauturinn
kældur. Eggin þeytt, möndl-
urnar hýddar og saxaðar, rús-
ínurnar þvegnar. Allt þetta látið
út í grautinn. Látið í smurt
form, er brauðmylsnu hefir
verið stráð í. Bakað við góðan
hita, þar til kakan er orðin vel
brún. Borðaður með saftsósu. I
Riddarakökur.
12—18 sneiðar gamalt hveiti-
brauð,
• j/2 1. mjólk,
1 egg, ■
1 msk. sykur,
% dl. hveiti,
3—4 msk. smjörlíki til að
steikja í.
Mjólkin, eggið, sykurinn og
hveitið þeytt saman góða stund.
Brauðsneiðarnar lagðar þar í
og látnar liggja um stund, svo
að þær verði mýkri. Steiktar
gulbrúnar í smjörlíki eða smjöri.
Kartöfluvöfflur.
300 gr. kaldar, soðnar kar-
töflur,
(Framhald á 7. slSuJ