Tíminn - 13.11.1947, Page 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur í Edduhúsinu
Ritstjórnarsímar:
4373 og 2353
Afgreiðsla og auglýsinga-
sími 2323
Prentsmiðjan Eddct
31. árgr.
Reykjavík, fimmtudaginn 13. nóv. 1947
207. blaS
Du.glegu.stu. sölumerm. Tlmans
Langþraðu takmarki nað:
Húsvíkingar og tvö byggðalög í Aðaldal fá
rafmagn frá Laxárstöðinni
Meypí á Islsa aiýjgg kerfl
s fsessari vikn
Innan skamms verður rafmagni frá Laxárvirkjuninni
hleypt á bæjarkerfi Húsavíkur og tveggja þéttbýla sveita í
Þingeyjarsýslu.. Er nú að mestu búið að ganga frá bæjar-
kerfinu á Húsavík og líklegt, að Húsvíkingar fái hið lang-
þráða rafmagn í þessari viku. Þá er búið að tengja flesta
bæi í Grenjaðarstaðahverfi og Múlahverfi við háspennu-
linu, sem íögð var í sumar.
Hér eru tveir duglegrustu sölumenn Tímans á landinu. Þeir eiga báð-
ir heima í Vestmannaeyjum og heita Helgi, 8 ára, og Páll, 14 ára.
Þeir eru synir Helga Benediktss onar útgerSarmanns. Þessir tveir
ungu menn hafa nú gert Tímann að útbreiddasta blaðinu í Eyjum.
(Ljósm. Guðni Þórðarson).
Síldarganga á Akraneshöfn
Báíar fá góðan aflæ í laiodvari
Mikil síld virðist nú vera svo að segja við hafnargarðinn
á Akranesi. Var það hending ein, að menn uppgótvuðu
þessa síld, þar sem hún veður ekki, en það hefir aldrei fyi r
þekkzt á Akranesi, að síld veiðist svo nærri landi.
A þriðjudagsnóttina lagði
gamall sjóm. á Akranesi tvö
síldarnet, sem hann reri með
skammt út fyrir hafnargarð-
inn, á innsiglingarleiðina til
Akraneshafnar, þar sem
Krossvík heitir. Maður þessi
heitir Eilifur ísaksson, og er
það raunverulega honum aö
þakka, að síldin fannst þarna
í landvari. Á þriðjudagsm.,
þegar gamli maðurinn fór á
hátnum sínum að vitja um
netin, hafði hann fengið í
þau 8 tunnur, Sem er af-
bragðsgóð veiði.
í fyrradag ætlaði vélbátur-
inn Svanur inn í Hvalfjörð
og leggja þar reknet sin. —
Vegna stormsins sáu skip-
verjar sér þó ekki annað fært
en að hætta við að leggja
þar og sneru aftur heimleiðis,
án þess að leggja. Á leiðinni
fréttu þeir um veiði Eilífs og
ákváðu að leggja netin á
Krossvikina um fimm mín-
útna siglingu frá sjálfum
hafnargarðinum á Akranesi.
Fóru þeir svo aftur í land
þegar netin höfðu verið lögö.
Skipverjar á Svan byrjuðu
að draga kl. sjö í gærmorgun.
Horfðu menn á Akranesi á
vinnubrögðin í gær. Var
glögglega hægt að fylgjast
með því úr landi, hvað gerð-
ist um borð í Svan. Sá.st það
greinilega, að mikil sild var í
netunum og sum þeirra al-
veg „búnkuð“ af síld, eins og
sjómenn kalla það. Virtist
því svo, að um mikla síld-
veiði væri að ræða þarna
upp við landsteinana. En
þar var skjól fyrir norð-
anáttinni og auðvelt fyrir
báta að athafna sig við veið-
arnar.
Skipverjar á Svan fengu
170 tunnur í net sín.
í gærkvöldi lögðu Fylkir
og Svanur net á Krossvíkina
og voru þeir að draga í
morgun, þegar blaðið fór í
prentun. En vitað er, að mik-
síld er í netunum.
Leikfélag Akureyrar
Leikfé’ag Akureyrar er að
hefja velrarstarfsemi sína
um þessar mundir. Hefir fé-
Iagið ha’öið uppi leikstarf-
semi á hverjum vetri og haft
mörgum efnilegum leikurum
á að skipa.
Fyrsta leikritið, sem valið
verður til flutnings á þessu
starfsári, er gamanleikur,
sem er að góðu kunnur hér
á ]andi: „Karlinn í kassan-
um“ eftir Arnold Back. Leik-
stjóri er Þórir Guðjónsson.
Hann fer einnig með aðal-
hiutverkið.
TIMINN.
Tíminn lcom ekki út í gær
vegna vélbilunar í prent-
smiðjunni.
Um nokkurt skeið hefir
það staðið til, að Húsavík og
tvö byggðarlög í Þingeyjars.
fengju rafmagn frá Laxár-
virkj uninni. Hefir mikiil á-
hugi ríkt fyrir þessu nauð-
synjamáli í þessum byggðar-
lögum allt frá upphafi að
Laxárvirkjunin varð til.
í fyrra sumar var hafizt
handa um lagningu há-
spennulínu frá virkjuninni
til Húsavíkur og um Grenj-
aðarsjaða- og Múlahverfi.
Er lagningu línunnar nú að
fullu iokið, tengingu sveita-
bæjanna að mestu lokið og
langt komið með lagningu
bæjarkerfis á Húsavík. Er
gert ráð fyrir, að hægt verði
að hleypa rafmagninu á
kerfið í þessari viku. Ekki
geta þó allir þorpsbúar feng-
ið rafmagnið undir eins, þar
eð enn vantar ýmislegt til
þess, að hægt sé að ljúka viö
bæjarlögnina.
Gömlu rafstöðvarnar
á Húsavík.
Til þessa hafa Húsvíkingar
fengið rafmagn sitt frá gam-
alli vatnsaflsstöð, sem byggð
var 1918, en er nú fyrir löngu
orðin algerlega ófullnægj-
andi. Var fyrir nokkrum ár-
um reist mótorrafstöð til
viðbótar, og hefir Húsavíkur-
borp rotazt við báðar þess-
ar stöðvar jöfnum höndum.
Nú verður hætt að nota mót-
orrafstöðina, en gamla
vatnsaflsstö'ðin yeröur not-
uð fyrst um sinn handa
beim hluta þorpsins, sem
ekki getur strax fengið raf-
magn frá hinni nýju virkj-
un. —
Ekki til upphiíunar,
Fyrir nokkrum árum gerðu
Húsavíkurþorp og Akureyr-
arbær, eigandi Laxárvirkj-
unarinnar, með sér sam-
komulag um þessa rafveitu,
og skyldu báðir aðilar sitja
við sama borð um nót raf-
magnsins. Bæjarstjórn Ak-
ureyrar samþykkti nú fyrir
nokkrum dögum erindi frá
rafveitustjóra ríkisins um að
Jeyfa að tengja við Laxár-
virkjunina hinar nýju raf-
veitur, er fyrr um getur. Það
hefir þó verið sett að skil-
yrði fyrir leyfinu, að Grenj-
aðarstaða- og Múlahverfi
noti ekki meira en 30 kíló-
vött og Húsavík ekki meira
en 200 kílóvött. Rafmagns-
notkun til upphitunar er
ekki leyf'ð, nema með sér-
stöku samþykki rafveitu Ak-
ureyrar í hvert sinn. Engum
húsaeigendum á Akureyri
sem ekki hafa haft raf-
mdgnáupphitun áðúr, 'er
heldur leyft að nota raf-
magn til upphitunar eins og [
sakir standa.
Rafmagn út með
Eyjaflrði.
í ráði er að leggja rafmagn
frá Laxárvirkjuninni um
byggðirnar út með Eyjafirði,
en eins og sakir standa leyx-
ir orka Laxárstöðvarinnar
ekki meira álag. Hins vegar
hefir nú um nokkurt skeið
staðið til að stækka Laxár-
stöðina, en hljótt hefir ver-
ið um þá framkvæmd að
undanförnu.
Fjallvegir norðan
Iands að teppast
vegna snjóa
í gærmorgun var hríð á
Akureyri og víða norðan
lands. Snjóaði fyrst að ráði
þar á þriðjudagsnóttina, en
í fyrrinótt og í gær jókst hríðin
svo að talsverður .snjór var
fyrir norðan í morgun.
Hraðferðabílarnir, sem
komu að sunnan til *Akur-
eyrar í gær, komust leiðar
sinnar til Akureyrar um síðir
og urðu fyrir talsverðum töf-
um vegna snjóa. Var almennt
dregið í efa á Akureyri í gær-
kvöldi, að bílarnir kæmust
alla leið norður. Ef snjókoma
heldur áfram í dag, má búast
við því, að fjallvegir teppist
víða norðan lands.
í Þingeyjarsýslu hefir tlals-
vert snjóað í gær og í nótt,
en vegir þar hafa þó ekki
cnnþá teppst. Hins vegar má
ekki snjóa mikið i dag til
þess að leiðir lokist bifreið-
um Teppast þá mjólkurflutn-
ingar viða um héraðið.
Hans Hedtoft
myndar stjórn
Sami ufanríkisráð
herra og áður
Tekist hefir að mynda
stjórn í Danmörku eftir all
margra daga þóf um mál-
efnasamning milli stjórn-
málaflokkanna í landinu,
svo að unnt væri að mynda
samsteypustjórn.
Niðurstaðan varð sú, að
formaður Alþýðuflokksins
myndaði flokkstjórn, að því
undanteknu að utanríkisráð-
herra gömlu stjórnarinnar,
Gustaf Rasmussen, heldur
embætti sínu áfram.
í nýju stjórninni eru 17
ráðherrar. Lagði Hedtoft ráð
herralista sinn fyrir konung
í gærkvöldi. Það hefir vakið
mikla athygli, að Gustaf
Rasmussen skuli vera utan-
ríkisráðherra áfram, en ekki
einhver flokksmaður Al-
þýðuflokksins. Má telja víst,
að þátttaka Rasmussen • í
stjórninni hafi verið ráðin m.
a. vegna þess að hann hefir
þótt halda mjög vel á mál-
um Dana í sambandi við
Gr ænlandsmálin.
Rasmussen er utanflokka.
Ráðherr alistinn:
Hans Hedtoft verður for-
sætisráðherra, Gustaf Ras-
mussen utanríkisráðherra,
Hans Hansen fjármálaráð-
herra, Wilhelm Buhl ráð-
herra án sérstaks ráðuneyt-
is, en mun eiga að starfa,
aðallega að efnahagsmálum,
K. Bording landbúnaðarráð-
herra, Alsing Andersen inn-
anríkisráðherra, Johannes
Kjærboel bygginga- og heil-
brigðisráðherra, Carl Peter-
sen ráðherra ríkisfram-
kvæmda, Niels Busch-Jerisen
dómsmálaráðherra, Hartvig
Frisch menntamálaráðherra,
Christian Christiansen sjáv-
arútvegsráðherra, J. Stroem
félagsmálaráðherra, Rasmus
Hansen landvarnarmálaráð-
herra, Frede Nielsen kirkju-
málaráðherra. Marius Sör-
ensen atvinnumálaráðherra,
Fanny Jensen ráðherra án
ráðuneytis, en mun hafa yf-
irumsjón barnafræðslu o. i!.,
og Jeils Krag verzlunar- og
birgðamálaráðherra.
Útför Steinþórs
Sigurðssonar
Jarðarför Steinþórs Sig-
urðssonar magisters fór fram
i gær, að viðstöddu miklu
fjölmenni. Fylgdu honum til
grafar meðal annarra fjöl-
margir íþróttamenn.