Tíminn - 18.11.1947, Síða 3
211. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 18. nóv. 1947
3
Frá sasnvmmmefnd Miiflindismanna
Fimmtngnr:
Árið 1941 lá fyrir alþingi
frumvarp til laga um breyt-
ingar á áfengislög-um, nr. 33
9. janúar 1935. Gekk frv. út
á það, að leyft yrði að brugga
og selja áfengt öl í landinu.
Málinu var vísað til alls-
herjarnefndar neðri deildar
og varð nefndin ekki sam-
mála. Álit minnihlutans var
flutt af Vilmundi Jónssyni
landlækni og gerði hann
málinu svo góð og greinileg
skil, að Samvinnunefnd bind-
indismanna þykir vera full á-
stæða til að birta þetta merki
lega nefndarálit landlæknis
nú, þegar komið er fram á al-
þingi frumvarp til laga um öl-
gerð og sölumeðferð öls. Hefir
landlæknir góðfúslega leyft
birtinguna.
Fer nefndarálitið hér á
eftir:
„Því greiðari sem er aðgang-
urinn að áfengum drekkj-
um ög því fleiri tegundir
þeirra, sem um er að velja því
meiri og almennari verður
drykkjuskapurinn, og að
sama skapi eykst hvers konar
siðleysi, böl og óhamingja,
sem af áfenginu leiðir. Hver
hinna þriggja höfuðtegunda
áfengra drykkja, öl, vín og
brenndir drykkir, á sinn söfn-
uð, ölið: unglinga (jafnvel
börn) og erfiðismenn, vínið:
konur og annað tízkufólk og
veizlulýð, brenndu drykkirnir:
drykkjusjúkt fólk að eðlisfari,
og svo þá, sem orðnir eru ó-
hófsmenn og meiri og minni
rónar fyrir* vanadrykkju, sem
að jafnaði hefst á hinum veik-
ári tegundum. Það er fánýt
kenning, að veikar áfengis-
tegundir komi í staðinn fyrir
sterku drykkina og útrými
þeim. Þær visa miklu fremur
leiðina út í ófæruna og gera
margan manninn að drykkju-
manni, sem aldrei hefði farið
flatt á sterkum drykkjum.
Það væri jafnvel vafasamur
ávinningur þó að unnt væri
að útrýma með öllu brenndu
drykkjunum og láta öl og
veik vín koma/í þeirra stað.
Hið verkandi eitur er hið
sama í öllum tegundum á-
fengis, aðeins í mismunandi
þynningum. Nú er það kunn-
ugt, að menn hænast að á-
fengi eitursins vegna, og nor-
rænar þjóðir einkum vegna
sterkra áhrifa þess. Erum
vér fslendingar þar sízt eftir-
bátar og drekkum yfirleitt
til þess að verða ölvaðir og
ve'l drukknir. En því fer
fjarri, að hollara sé að iðka
þvílíkan drykkjuskap með
því að neyta fremur veikra
áfengistegunda en sterkra
drykkja. Ofdrykkja öls er
ein hin óhollasta áfengis-
nautn, með því að þar koma
ekki einungis til greina bein-
ar verkanir áfengiseitursins
á taugakerfið, heldur of-
reynsla nýrna og blóðrásar-
færa, er leiðir til ömurlegs
orkutjóns og illkynjaðs
heilsuleysis.
Vér íslendingar eigum nú
um sáran að binda vegna al-
menns og siðlauss drykkju-
skapar, sern er því varhuga-
verðari fyrir það, að nú lifum
vér á þeim tíma, að oss hefir
aldrei riðið meira á að vera
allsgáðir. Síðan byrjað var að
slaka á hinu algera áfengis-
banni, hefir í áfengismálun-
um verið hopað úr hverj u víg-
inu eftir annað og ætíð með
þeim auglj ósu af leiðingum,
að drykkjuskapur og hvers
konar lausung hefir magnazt
og orðið erfiðari viðureignar.
Má nú heita, að aðeins eitt
vígi sé eftir: bannið við
bruggun og sölu áfengs öls i
landinu. Meðan varizt er í því,
er ekki hægt að segja, að vér
gerum sérstakar ráðstafanir
til að ginna börn og unglinga
til áfengisnautnar eða svíkj-
um áfengi ofan í érfiðismenn
við vinnu þeirra sem lokkandi
svaladryklc. Bráðabirgðalög
þau um breytingar á áfengis-
lögunum, sem hér ef farið
fram á, að alþingi staðfesti,
eru fyrsta skrefiö til þess, að
hörfað verði nú einnig úr
þessu vígi. Það má talið' illa
farið og ríkisstjórninni og
öðrum þeim, er aö því hafa
stuðlaö, vansæmandi að hafa
ekki látið hið brezka setulið
eitt um að brugga ofan í sig
stríðsöl það, er það telur til
nauðsynlegra hernaðarað-
gerða sinna hér á landi. Meö
því að nú eru þeir tímar, að
margt má fremur telja til
lífsnauðsynja á íslandi en
brezk sterlingspund, vekur
eftirsóknin eftir því að öl-
bruggun þessi sé i höndum
íslendinga, þá tortryggni
mína og margra annarra, að
það sé gert í vísu trausti þess
að áframhald verði á þeirri
starfsemi, eftir að núverandi
viðskiptavinum sleppir. Dreg-
ur einn nefndarm. (JMG)
raunar ekki dul á, að hann
telji of skammt gengið með
þessu frumvarpi, og vill hann
helzt þegar gera sölu hins
áfenga öls frjálsa, bæði út úr
landinu og innanlands. Uggir
mig, að fleiri mikilsráðandi
menn í ýmsum flokkum séu
sama sinnis þó að hagkvæmt
þyki að láta hægt um fyrst í
stað. Næsta skrefið er að
helga einhvern hluta ágóð-
ans af ölbrugguninni vísinda-
störfum eða verja honum á
annan hátt til guðsþakka, en
slík góðgerðastarfsemi er
stjóri, sem djöfullinn hefir
fundið upp til að leggja sið-
(Framhald. á 6. síðu)
Jarðarför mannsins míns
SIgiirlíei*gs Eiiasifssoiiai’
fer fram föstudaginn 21. þ. m. og hefst meö hús-
kveðju að heimili okkar, Nýja-Bæ í Ölfusi, kl. 10 f. h.
Jarðað verður að Kotströnd um kl. 12,30.
Bílferðir verða frá bifreiðast. Heklu kl. 8 á föstu-
dagsmorguninn.
Ef einhverjir hefðu í huga að senda blóm eða
kransa, eru þeir beðnir, samkvæmt ósk hins látna,
að láta andvirði þess ganga til einhverrar góðgerðar-
starfsemi.
Árný Eiríksdóttir.
Mílss-SsiBEdvík
Fimmtugur er í dag Lýður
G-uðmundsson hreppst j óri í
Litlu-Sandvík í Flóa. Hann er
fæddur í Litlu-Sandvík. Þar
hafa forfeður hans búið í
rúmlega hálfa aðra öld.
Allir hafa þeir verið dugn-
aðarmenn með afbrigðum, og
haft forystu í sveitinni.
Guðmundur Þorvaröarson
— sem látinn er fyrir nokkr-
um árum, — faðir Lýðs, var
einn af allra framtakssöm-
ustu og dugmestu bændum
sýslunnar. Enda ber jörðin og
húsaskipun öll í Litlu-Sand-
vík þess ljósan vott, að þar
liefir enginn meðalmaður
gengið um götur.
Þegar Guðmundur lézt voru
Lýð falin hreppstjórastörf og
önnur sveitarstjórnarstörf. Er
hann til þeirra starfa prýði-
lega faliinn vegna góðrar
greindar og kunnugleika á
þeim málum öllum.
Lýður Guðmundsson er hið
mesta lipurmenni, samvinnu-
þýður og ráðhollur, þykir gott
að vinna með honúm.
Lýður tók við stórbýli af
föður sínum, stórbýli, er for-
feður höfðu lagt alúð við að
bæta og prýða. Lýður hefir
dyggilega fetað í spor feðra
sinna. Hann er fyrirmyndar-
bóndi, sem hefir aflað sér
landbúnaðarvéla af fullkomn-
ustu gerð. Lagt í stórfellda
ræktun, og stefnir að því, að
afla allra sinna heyja af rækt-
uðu landi.
Það er staðarlegt að lita
heim að Litlu-Sandvík, reisu-
legar byggingar og stór tún.
Fögur minnismerki um clug-
mikla og hagsýna bændur,
minnismerki sem tala til
ungra bænda hvað hægt sé
að gera jörð sinni, þegar vilji,
dugnaður og hagsýni fylgjast
að.
Lýður Guðmundsson er
kvæntur Aldísi Páísdóttur frá
Hlíð, hinni ágætustu konu.
Eiga þau fjögur börn.
í dag munu sveitungar Lýðs
heimsækja hann og færa
honum árnaðaróskir, og ég,
gamall sveitungi, óska honum
alls góðs á komandi árum.
Gamall soeitungi.
Héraðsþing ung-
mennafélaga
Héraðsþing vestfirzkra ung-
mennafélaga var háð að Núpi
í Dýrafirði í síðasta mánuði.
í sambandi þeirra eru nú 15
félög og félagsmenn um 600.
Meðal ályktana þingsins
var þetta:
„Héraðsþing U. M. F. Vest-
fjarða skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að láta lögin um
héraðabönn koma til fram-
kvæmda sem allra fyrst.
Einnig að afnema vínveiting-
ar í opinberum veizlum á rík-
isins kostnað.
Jafnframt skorar héraðs-
þingið á ríkisstjórnina að
láta bindindismenn ganga
fyrir við veitingar í embætti
og opinberar stöður“.
„Héraðsþingið álítur, að
eins og málum er nú háttað,
beri að skammta tóbak og tó-
baksvörur, engu síður en
nauðsynjavörur".
„Héraðsþingið heitir á sam-
$
ókabúð Æskunnar
Þrjár nýjar bækur. Aðrar fjórar á leiðinni.
Maggi verður að manni,
hrífandi drengjasaga eftir vinsælasta barnabókar-
höfund Dana A. Chr. Westergaard, en þýdd af Sig.
Gunnarssyni skólastjóra á Húsavík.
Dóra og Kári.
eftir frú Ragnh. Jónsd. Hafnarfirði. Dórubækurnar
hennar, sem áður hafa komið, hafa fengið góða
dóma og ekki munu lesendurnir verða fyrir neinum
vonbrigðum við lestur Dóru og Kára.
Litla kvenhetjan
þýdd af Marinó L. Stefánssyni kennara. Litlu stúlk-
urnar munu áreiðanlega fylgja með athygli efni
þessarar sögu um hina litlu munaðarlausu kven-
hetju, sem sýndi framúrskarandj^hetjuskap og
dæmalausa einurð í framkomu sinni.
Næstu daga koma svo:
Sögurnar hennar mömmu.
Adda og litli bróðir.
Spæjarar og Gusi grísakóngur.
Fást hjá næsta bóksala. Spyrjið bóksalann ávalt
fyrst og fremst um bækur Æskunnar.
Að’alútsala:
Bókaböð Æskunnar
Kirkjuhvoli.
I
♦
♦
♦
♦
♦
♦
J
*
♦
Þakkarávarp.
Innilegt þakklæti fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti
á 85 ára afmæli mínu, þann 11. þ. m.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra Jónsdóttir,
frá Onundarholti.
Góðar viðtökur
Þegar ég lét undan fyrir
þrábeiðni ýmsra mætra sam-
herja og tók að mér fram-
kvæmdastjórn við Tímann í
nokkra mánuði, bjóst ég við
ýmsum örðugleikum í sam-
bandi við breytingu blaðsins.
En hvað sem þeim líður, þá
léttir mjög starfið, hve góð-
ar móttökur Tíminn virðist
ætla að fá sem reglulegt dag-
blað.
Seinasta dæmið um þær,
kom áðan í símtali við um-
boðsmann blaðsins í Borgar-
nesi, Jón Guðmundsson.
Jón kvað 40 manns þar í
kauptúninu vera búnar að
gerast nýir kaupendur Tím-
ans síðan honum var breytt
bandsfélögin að vinna gegn
tóbaksnautn, t. d. með starf-
rækslu tóbaksbindindisflokka
og meö því að banna reyk-
ingar á innisamkomum fé-
laganna“.
Auk þessa voru geröar ýms-
ar samþykktir um íþrótta-
(Framhald á 5. síðu)
7. þ. m. Áður voru þar all-
margir kaupendur.
Þessi frétt er máske sér-
stakt gleðiefni persónulega
fyrir mig, þar sem oft var
barizt hart á þessum slóöum
um menn og málefni — og
við nokkuð óvægnir á báða
bóga.
En svona dæmi eru líka
mjög til athugunar og eftir-
breytni í mörgum öðrum
kauptúnum landsins. Vilja
nú ekki einhverjir duglegir
menn, eins og Jón Guðmunds
son í Borgarnesi, taka sig til
í sem flestum kauptúnum og
safna nýjum kaupendum að
Tímanum? Sýnisblöð er vel-
komið að senda þeim, geri
þeir aðvart um slíkt.
Tíminn álíka útbreiddur í
bæjum og kauptúnum eins
og hann er nú í sveitunum
verður að vera takmarkið,
jafnframt því, að hann verði
í fylkingarbrjósti þjóðræk-
inna umbótamanna, sem vilja
að á íslandi búi menntuð og
efnalega sjálfstæð menning-
arþjóð. V. G.