Tíminn - 29.11.1947, Síða 3
eí CT
220. blað
TIMINN, laugardaginn 29. nóv. 1947
Æöri siðfræði á Alþingi
Frá uinræðnim á gær ©g, fyrradag
Það var bæði illt og bros-
legt að hlusta á umræður á
Alþingi i fyrradag og gær,
þegar rætt var um áfengis-
fríðindi ráðherra og forseta.
Jónas Jónsson talaði á móti
þessum forréttindum og
sagði, að hreinlegra væri að
samþyhkja blátt áfram, að
hafa staupabar í þinghús-
inu svo að „hver okkar sem
er geti fengið Svartadauða-
snaps á fimm aura“, enda
væri það ekki eðlilegt, að sá
réttur, sem Álþingi hefði,
væri bundinn við forsetana
eina.
Barði Guðmundsson svar-
aði Jónasi og brá honum um
óheilindi, missögli og eigin-
girni. Lýsti hann sögu hans
um barinn ósannindi frá rót-
um. Vitnaði því næst til
reynslu sinnar af Jónasi frá
samstarfi þeirra í mennta-
málaráði, þar sem Jónas tók
upp þann sið, eftir að hann
varð formaður ráðsins, aö
láta menningarsjóð borga bíl
ferðir þeirra félaga milli húsa
í bænum og veizlur með vín-
veitingum á Hótel Borg. —
Talaði Barði af þjósti og
gerðist lítt þinglegur í munn-
söfnuði, kallaði Jónas hræsn
ara og lygara og fleiri slík-
um nöfnum.
Jónas óskaði þess, að hv.
forseti n. d. væri ekki hindr-
aður í að nota fúkyrði, ef
hann vildi, því að gott væri
áö það kæmi fram til hvers
ofnotkun umræddra friðindá
léiddi.
/. Stefán Jóhann flutti þarna
ftirðulega ræðu -og- virtist
telja persónuleg áfengis-
kaup ráðherra og þingforseta
handa kjósendum sínum,
eðlilegan kostnað við stjórn
ríkisins og þinghald og að-
eins bókfærzluatriði, hvort
Æskulýðssamkoma
í Tjarnarbíó
á morgun
Eins og undanfarna vetur
hefir „Bræðralag", kristilegt
félag stúdenta, ákveðið að
hafa nokkrar æskulýðssam-
komur í vetur. Sú fyrsta verð
ur á morgun sunnudag 30
nóv. í Tjarriarbíó og hefst
kl. 1.15 stundvíslega. Svipað
snið verður á þéssari sam-
komu og að undanförnu. Þar
verður einsöngur, kvartett-
söngur og fjöldasöngur. Frk.
Arndís Björnsdóttir les upp
og Hannes Guðmundsson
stud. art. flytur ávarp, svo
og séra Pétur Sigurgeirsson,
sem staddur er í bænurn og
mun hann stjórna samkom-
unni. Að lokum verður svo
sýnd kvikmynd. Þessar æsku
lýðssamkomur „Bræðralags“
hafa gefið góða raun að und-
anförnu og verið mjög vel
sóttar af æsku þessa bæjar
og má tvímælalaust gera ráð
fyrir að svo verði enn. Vegna
naums tíma vill „Bræðralag“
beina því til þeirra æsku-
manna og kvenna, sem hafa í
hyggju að sækja þessa sam-
komu að mæta stundvíslega.
Aðgangur ér ókeypis og öll-
um unglingum frjálst að
koma meðan húsrúm leyfir.
um allt sukk og frekju, því
þeir fengu áfengið til þess
með hærrá eða iægra verði.
Virðist Stefán vera ókunnur
þessum' sið, því að hér er
ekki um að ræða opinbera
risnu, heldur persónuleg rétt-
indi, sem látin eru fylgja
embættunum.
Ég ætla ekki að rengja frá
sögur Barða um vínkaup og
ökuferðir þeirra félaga á op-
inberan kostnað undir stjórn
Jónasar Jónssonar, En þar
virðist mér Barði samekur því
að hann ók í þessum bílum
og sat í þessum veizlum og
hefir þar sjálfsagt etið og
drukkið, án þess að kunnugt
sé um ágreining um greiðslu
Menningarsjóðs. Það er fyrst
nú, að hann minnist á þetta
og dregur af því þá ályktun,
að Jónasi sæmi ekki að eiga
þátt í því að svipta sig brenni
vínsfríðindum forsetastóls-
ins.
Það er atriði út af fyrir
sig, hvort J. J. stendur að
þessu máli með hugarfari
iðrandi ræningja eða öfund-
sýki hins afskipta. Það er
ekki rétt að meta rök hans
eftir því. Og hvað ljóta for-
tíð sem þeir Barði kunna að
eiga saman frá fyrri árum,
eru það engin rök um forseta
brennivínið.
Jafnframt því, sem alþing-
ismenn ræddu málin á þenn-
an hátt, töluöu þeir um
vonzku mína og ósanngirni
að hafa nefnt Jón Pálma-
son brennivínsforseta. Vegna
þess tilefnis neyðist ég til
þess, að endurtaka ástæð-
urp%r fyrir^ þeirri %nafngif.t.,‘;
Ég vé’it é'eiski hveníg':Jón
Pálmason hefir notað þessi
fríðindi. Kviksögur vil ég
helzt ekki fara með, en ná-
kvæmar vottfestar upplýs-
ingar frá fyrstu hendi hefi
ég ekki. Hitt tel ég þó að ég
viti, ,að eitthvað af slíku á-
fengi hafi kjósendum Jóns
borizt norður í Húnavatnss. og
tel ég enga hæfu að telja það
kostnað við þinghaldið, enda
ekki gert, þó að slíks rugl-
ings kenndi í ræðum. En vel
má það vera, að Jón Pálma-
son hafi notað sér þessi fríð-
indi tiltölulega hóflega.
Hins vegar hefir Jón Pálma
son opinberlega gengið til
varnar fyrir þennan sið og
lagt illt til þeira, sem vildu
afnema hann og brigzlað
þeim um mannvonzku af því
tilefni. Má sjá það í grein,
sem hann birti á síðasta
vetri í Mgbl. og ísafold. Ætla
ég, að þau ummæli Jóns
gangi nær æru þeirra, sem
gegn þessu berjast, en þó að
hann sé að gömlum og þjóð-
legum sið, kenndur við þau
fríðindi, sem hann nýtur og
berst fyrir.
í öðru lagi er óhætt að
segja, að Jón hefir ekki beitt
forseta valdi sínu til að láta
vilja Alþingis um þetta mál
koma sem fyrst fram.
En til skýringar í fram-
haldi umræðnanna. ætti svo
hinn pólitíski lífvörður Jóns
Pálmasonar, að upplýsa
hversu lítið hann hefir notað
þessi fríðindi, þó að þaö geri
siðinn hvorki verri né betri.
Bjarni Benediktsson hélt
því fram, að hér væri ekki
um að ræða rétt yfir víni,
heldur aðeins rétt yfir opin-
berum fjármunum. Þetta er
þó rangt, því að það er ein-
mitt rétturinn til persónu-
Síorfelld ©g lifandi söguleg skáldsag'a:
Græna tréð
Í.N .. ..........•!
eftir Kelvin Lindemann
Þessi efnismikla og spennandt
skáldsaga opnar fyrir lesanda ^
undralönd Austurheims, lönd
hinna eftirsóttu kryddjurta,
skæðra drepsótta og þrotlausr-
ax baráttu nýlendumanna við'
fjandsamlega frumbyggja og...]
tryllt náttúruöfl.
Það er löng leið frá Norður-
löndum til Austur-Indía og
margt skeður á 'sæ, þegar út-
þráin og ævintýralöngunin
seiða hrausta drengi út í óviss-
una í siglingu til hillingaland-
anna austan við hinn kannaða
heim. Margir þeirra týna líf-
inu fyrir vopnum harðfengra
keppinauta, aðrir nema ný
lönd og koma heim sigursælir
með fé og frægð.
Græna tréð
er um 500 bls.
í stóru broti
og forkunn-
arvönduffum
frágangi.
!
Græna tréð er glæsileg gfafabók
legra kaupa á tóbaki og á-
íengi með innkaupsverði, fyr>
ir eigið féj sem hér er til
umræðu.
í öðru lagí hélt hann, að
þessi fríðindi væru viður-
kenning á því, að ríkið heföi
ekki treyst sér til að borga
viðkomandi embættismönn-
um eðlileg laun. Væntanlega
telur hann þetta fyrirkomu-
lag þá líka viðurkenningu á
því, að bindindismenn þurfi
hvergi sömu laun og aðrir.
Enn hélt dómsmálaráð-
herra því fram, að þetta væri
hreint fjárhagsmál, sem hefði
enga siðferðislega hlið. — Er
það að sönnu vorkunn, þó að
meðhaldsmenn fríðindanna
biðjist undan siðferðislegu
mati á málinu, en jafn fjar-
stæð er svona fullyrðing fyrir
því.
Síðan sagði Bjarni að nú
ætti enginn ofdrykkjumaður
sæti á þingi, enda gætu
menn orðið sér til skammar
ódrukknir. Talaði hann af
þjósti nokkrum og kvað bind
indismenn koma fram af yf-
irdrepskap og hræsni, svo að
það væri siðferðisblettur á
þjóðinni að eiga slíka menn.
Svo kom venjulegt mas um
það, að ástandið í áfengis-
málunum væri svo alvarlegt,
að ekki væri til að hafa þaö
í flimtingum, en ekki sæi
hann aö áfengisfríðindi
kæmu siðferði neitt við.
Ég vísa hrópyröum ráð-
herrans um yfirdepskap og
hræsni heim til föðurhús-
anna að því er til mín tekur,
og hygg ég að slík orð eigi
betur við þá, sem lýsa því
yfir, að nú sitji engir drykkju
menn á Alþingi.
Ráðherrann talaði margt
um siðferðislegan aumingja-
skap þeirra, sem kynnu að
(Framhald, á 6. síðu)
Konurnar og skattarnir
Einhver, sem nefnir sig
„X+Y“, hefir skrifað nokkrar
smágreinar í Tímann undan-
farna daga. Harm hefir bent
þar á ýmislegt, ‘sem aflaga
hefir farið í þjóðfélaginu, og
gert skynsamlegar tijlögur til
úrbóta. En í grein, sem hann
skrifar í blaðið í dag, og nefn-
„Giftu konurnar og skatta-
lögin,“ hefir honum að mínu
áliti fatast nokkuð. Hann
bendir á það, sem rétt er, að
þegar gift kona vinnur fyrir
launum utan heimilisins, sé
launum hennar bætt við tekj -
ur eiginmannsins, ef ein-
hverjar eru, þegar skattar eru
á Jagðir, og skattarnir reikn-
aðir af sameiginlegum tekjum
þeirra. Af þessu leiðir það, að
á tekjur þeirra leggst skattur
eftir hærri skattstiga, heldur
en ef tekjur konunnar væru
skattlagðar út af fyrir sig, og
greiðir hún því hærri skatta
heldur en ógift kona þarf að
borga af jafn miklum tekjum.
í tilefni af þessu mælir
greinarhöfundur með því, að
sá háttur verði upp tekinn, að
reikna sérstaklega skatt af
þeim tekjum giftrar konu, sem
hún aflar sér með vinnu utan
heimiiis, í stað þess að reikna
skattinn af sameiginlegum
tekjum hjónanna eins og nú
er gert.
Tillögur um þetta hafa áð-
ur komið fram, jafnvel í frum
varpsformi á Alþingi.
Ég tel, aö þessar tillögur
hafi ekki við rök að styðjast.
Eða hvers vegna ætti frekar
að skattleggja tekjur kvenna,
sem vinna utan heimilis, eft-
ir öðrum reglum en tekjur
þeirra, sem vinna á heimilum
sínum? Ég skal sýna með
dæmi, hver útkoman yrði af
þéirri breytingu. Pétur og
kona hans vinna bæði fyrir
launum utan heimilis. Páll og
kona hans vinna saman að'
framleiðslustörfum á sínu
eigin heimili. Hver vill halda
því fram, að rétt sé að skipta
tekjum þeirra fyrrnefndu við
skattaálagningu, en ekki
hinna síðarnefndu, þvi að
lcona Péturs eigi að borga
minni skatta en kona Páls, í
hlutfalli við tekjurnar?
Nei. Þetta fær ekki staðizt.
Ef sú breyting yrði gerð að
skattleggja sérstaklega tekj-
ur giftra kvenna, þá verður
það vitanlega að gilda jafnt.
fyrir þær konur, sem vinna á
eigin heimilum, eins og hin-
ar, sem sækja tekjur út fyrir
heimilið.
En ég tel ekki rétt að breyta
þessu. Maður og kona eru eitt.
Þau hafa sameiginlegan sjóð„,
og tekjur þeirra eiga að skatt-
leggjast í einu lagi.
28. nóv. 1947.
Sk. G.
Bergur Jónsson
héraffsdómslögmaffur
Málflutningsskrifstofa Lauga
veg 65, sími 5833. Heima:
Hafnarfirði, sími 9234
Vinnið ötullega ;ið
ntbrciðsln Tímans.
Auglýsið í Tímanum.