Tíminn - 02.12.1947, Page 3
222. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 2. des. 1947
3
SkömmtunarregSurnar skapa
vöruþurrð utan Reykjavíkur
S»cssts yrðl afstýrí, ef falllst væri á tillögur
ISermaíiEis J«>iiass®Mar ©g Ssgtryggs
Kleineisssoiiar
Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist nýlega í Degi
á Akureyri. Eru bar leidd rök að því, að skömmtunin
muni bitna mjög ranglega á þeim hluta landsmanna,
sem er búsettur utan Reykjavíkur, ef ekki sé fallist á
tiliögur þær varðandi skömmtunar- og irinflutnings-
málin, sem Hermann Jónasson og Sigtryggur Klem-
ensson hafa borið fram.
Það er nú orðið augljóst,
að skömmtunarmiðar í urn-
ferð fyrir nokkrum skömmt-
unarvörum, svo sem vefnað-
arvörum og nauðsynlegustu
búsáhöldum, eru ekki í sam-
ræmi við vörumagn það, sem
til er í landinu, og sú skipan
virðist ennþá ekki komin á
innflutningsmálin að þetta
verði lagfært á næstunni. En
af þessu ástandi leiðir, að
neytendur úti um land veröa
ekki aðeins að fá nauðsynja-
vörur sínar f gegnum reyk-
víska innflytjendur heldur er
stefnt að því nú, að þeir verði
beinlínis að sækja þær til
reykvískra smásöluverzlana.
Þegar er fengin nokkur
reynsla fyrir þessu. Það er
kunnugt að nær allur inn-
flutningur til landsins fer í
gegn um Reykjavík. Smásölu-
verzlanir úti um land verða
að leita þangað suður til þess
að fá nauðsynlegjir birgðir
afgreiddar. Nú, þegar inn-
flutningur er svo mjög tak-
markaður á ýmsimi vöru-
flokkum, sem verið hefir um
skeið, er reynslan-sú, að þær
verzlanir, sem næstar eru inn
flytjandanum, sitja fyrir um
vöruafgreiðslu, en hinar, sem
fjær eru, verða útundan.
Hinn reykvíski innflytjandi
getur selt meginið af inn-
flutningi sínum á ýmsum
vörutegundum til viðskipta-
manna sinna í Reykjavík.
Hann hefir engum skyldum
að gegna við fóikið úti á
landi. Ríkisvaldið veitir hon-
um forréttindi til gjaldeyris-
ráðstöfunar, en þeim forrétt-
indum fylgja engar kvaðir.
Með þessum hætti er verið að
gera skömmtunina í fyllsta
máta áréttláta og óviðunandi
og ríkisvaldið stefnir óðfluga
að því að verulegu.’.- hluti á-
■ góðans af smásöluverzlun-
inni lendi innan vébanda
höfuðborgarinnar. þar sem
allur ágóðinn aí heildsölu-
verzluninni var lagður fyrir,
en hlutur annarra verzlunar-
staða á landinu, e°; fólksins,
sem þá byggir, er gerður
miklu lakari en áðy.r vai:.
Þessi reynsla lei»ðir þegar í
ljós, að skömmtunjarkerfið er
stórgallað og er þetta tví-
mælalaust veigamesti gall-
inn, sem fram hefir komið á
þvf. Þrátt fyrir það bólar
ekkert á leiðréttingum. í
annan stað hýltur þetta
átsand að verða til þess, að
krafan um breythvrar á inn-
flutnings fyrir’romulaginu
verði borin fram af meiri
krafti en áður af öllum þeim,
sem verzlunarstaöi úti um
land byggja, -Þróunin, sem
hér varð á stríðsárunum, er
öll innflutningsverzlunin
þokaðist í hendur Reykvík-
inga, var hin óheillavænleg-
asta. En þó má segja, að fyrst
kasti tólfunum nú, er
skömmtunin og þurrðin á
nauðsynjavarningi verður til
þess að draga smásöluverzl-
un landsmanna þangað
suður. — í umræðunum um
breytingar á innflutnings-
reglunum í útvarpinu um
daginn, benti Skúli Guð-
mundsson á það, að jafn-
framt því, sem nauðsyn væri
að koma réttlátiri skipan á
skiptingu innflutningsins í
milli samvinnuverzlunar og
einkaverzlunar, þyrfti einnig
að gera breytingar á skipt-
ingu innflutnings og gjald-
eyris í milli landshlutanna og
veita þeim réttláta hlutdeild
í verzluninni. Þetta er- full-
kornin réttlætiskrafa, sem
landsmenn ætlast til að um-
boðsmenn þeirra á Alþingi
ta'ki til skjótrar meðíerðar.
Sú tíð er liðin, að hægt sé að
taka aðgerðaleysi þingmanná
í hhium þýðingarmestu mál-
um með þögn ög'þöiinmæði.
Tregða reykvískra inn-
flytjenda til þess að afgreiða
hinar eftirsóttu skömmtun-
arvörur til verzl. úti um land,
bendjr ótvírætt á nauðsyn
þess að tillögur Framsókn-
armanna nái fram að ganga.
Það er augljóst, að ef fram-
vísaðir skömmtunarseðlar í
smásöluverzlun giltu jafn-
framt sem ávísun á gjaldeyr-
ir og innflutning, væri girt
fyrir misnotkun þá á skömmt
unarkerfinu, sem nú er að
verða augljós. Vitaskuld
þyrfti jafnframt að gera ráð-
stafanir til þess að samræma
vörumagn í landinu og
skömmtunarseðla í umferð
frekar en nú er. En með
gildistöku þeirrar aðferðar,
Framsóknarmenn lögðu til að
tekin yrði upp — væri neyt-
endum úti á landi tryggður
miklu meiri réttur í þessu
efni en nú er, jafnframt því
sem þeim væri það í sjálfs-
vald sett hvort það væri sam-
vinnuverzlun eða einkaverzl-
un, er flytti inn nauðsynjar
þeirra. Það er augljóst, að
fyrir smákaupmenn úti á
landi er það hiö mesta hags-
munamál, að fá innflutn-
ingsmálunum breytt í þetta
horf. Hitt er aftur á móti
fullvíst, að heilverzlanir höf-
uðstaðarins eru því andstæð-
ar og því miður hefir for-
ustulið stærsta stjórnmála-
flokks landsins skipað sér
við hlið þeirra í baráttunni
gegn nauðsynlegum réttar-
bótum. Það er eftirtektar-
vert, að blað kaupmanna hér
á Akureyri hefir bent á þá
staðreynd, að með núverandi
fyrirkomulagi verði verzlanir
úti á landi afskiptar um af-
greiðslu skömmtunarvara frá
reykvískum innflytjendum.
En þetta sama blað hefir
nýlega tekið undir áróður
Böllin og brenni-
vínið
Kunningi minn, sem stund
um fær sér í staupinu, vakti
mig upp seint á sunnudags-
nóttina. Hann sagði mér
’pessa sögu.
,.í gærkvöldi var skemmtun
undir Eyjafjöllum. Um það
'eyti, sem Reykjavíkurbílarn-
ir óku austur, hljóp ég út á
veginn, náði í einn bílstjór-
ann og fékk hjá honum
brennivínsflösku fyrir eitt
hundrað krónur.
KvöJdið leið og það lækk-
aði í flöskunni. Um Jágnætti
var hún tóm. í þann mund er
von var á Reykvíkingum aft-
ur að austan, hljóp ég út á
þjóðveginn, náði í annan bíl-
stjóra, fékk hjá honum far
hingað og þessa fallegu
flösku fyrir 135 krónur".
Og hann dró upp franskt
koníak, sem ekki hafði komið
í Áfengisverzlun r-íkisins.
Svona gengur það sunnan-
lands.-----
Hér í Rangárþingi verður
varla haldið lítilmótleg ,,píu-
mót“, án þess að þangað komi
fjöldi bíla frá Reykjavík. í
sætunum situr fó’kið. Ungir
menn og ungar stúlkur. Und-
ir sætunum er áfengið: Áka-
víti, brennivín og romm og
kannske tollsvikið koníak,
þegar vel ber í veiði. Og
þetta gefa hinir hógværu
höfuðstaðarbúar sveitafólk-
inu kost á að kaupa fyrir eitt
eða hálft annað hundrað
krónur flöskuna! —
Sannleikurinn er sá, að
hérna í hé'raðinu er á seinni
árum sjaldan haldin sam-
koma án ölvunar til stór-
skammar öllum aðstandend-
um, en hugraunar hinum. Og
aðallega stafar ölvunin frá
„bílabrennivíni" höfuðstaðar
manna, sem eru svo hugul-
samir að selja heimamönnum
áfengið með 50%—100%
hagnaði.
En hvað skal um þetta
seg;ja?
Áfengisverzlunin selur ó-
takmarkað öllum, sem kaupa
vilja. Mjög margir heima-
manna hafa vanið sig svo við
áfengið, að þeim finnst ónýt
skemmtun án þess. Og bíl-
stjórariiir eru bjargvættir
þeirra, sem skortir aðstöðu
eða fyrirhyggju til að birgja
sig á hagkvæman hátt. —
Og hvert er svo hlutskipti
okkar hinna?
Ýmsir eru áreittir, aðrir
barðir, — færrum er skemmt
en skapraunaö. — Margir
þola þessi sár og þegja. —
Aðrir fyllast ógn og hýrast
heima. — Eigum við svo um
fleiri kosti að velja á öld,
sem allt er skammtað, nema
eiturlyfin?
Helgi Hannesson.
forustuliðsins í höfuðstaðn-
um gegn nýskipan innflutn-
ingsmálanna. Sú nýskipan,
ef réttlátlega væri fram-
kvæmd, mundi af sjálfu sér
leiðrétta þetta misræmi.
Vandkvæði þau á leiðrétt-
ingum, sem blaðið gerir veð-
ur út af, eru helzt þau, að
hagsmunir smákaupmann-
anna út á landi og almenn-
ings þar, og heildverzlana
höfuðstaðarins og forustu-
liðs Sjálfstæðisflokksins, fara
ekki saman. Það er vissu-
lega nokkur vandi fyrir „ís-
lending" að ákveða, hvorum
megin hann skuli standa. En
(Framhald á 6. síðu)
«-<*>
Nýr bókaflokkur fyrir unglinga:
MENN OG MÁLLEYSINCJAR I.
DÝRASÖGUR
Fjölbreytt safn af sönn-
um íslenzkum dýrasög-'
um, vel valið úr öllum..
áttum lands, prýðisvel
sagðar sögur við hæfi.
barna og unglinga.------
Öll börn hafa yndi af
dýrum og náin kyrinif,
af þeim gleðja og
þroska sérhvert barn
og veita því dýrmætar-
yndisstundir.
Foreldrar geta tæplega
fengið börnum sínum í
hendur annað lestrar-
efni betra né hollara en
dýrasögusafn Norðra.
Dáuiarmiiimng:
Hannes Gíslason
liomSf í Árimila
Hinn fyrsta dag september
mánaðar barzt mér sú fregn,
er mig setti hljóðan við, og
mun svo hjá fleirum einnig
hafa farið.
Hanries á Ármúla varð
bráðkvaddur að heimili síriu
að Ármúla, að morgni þess
dags.
Ég haföi fyrir tveim dögum
áður hitt Hannes heilan og
kátan með sama fjörinu, á-
huganum og bjartsýninni á
framtíð lífs og starfs, sem
honum var í blóð borið og
nú myndi breyta til betri tíð-
ar eftir höfuðdaginn, sagði
Hannes. .
Rættist sú spá hans gýörla,
því sólbjartur septeiribers-
morguninn heilsaði þessum
aldna höfðingja með ljúfri
blíðu, þá hann árrisull hóf
sína hinnstu för til fyrir-
heitna landsins.
Hannes á Ármúla var
morgunsins maður. Hann
skyldi það gjörla að morgun
stund gefur gull í mund, og
honum var ekki lagið að
geyma til kvelds, það sem
gera átti. Það munu fáir svo
snemma morguns að garði
hans hafa komið, að ekki
hafi hann ávallt • litið hina
fyrstu dagsbrún skína, og
fyrirfram ákveðið störf dags-
ins.
Hannes á Ármúla var þétt-
ur á velli, og þéttur í lúnd.
Hann var léttur í spori og
hreyfingum, gjörfilegur og
sviphreinn. Hann var gjörfi-1’
menni, og göfugmenni.
Ég hefi þekkt Hannes á
Ármúla frá barnsaldri og ná
búi hans alla tíð síðan. Dvaldi
ég á heimili hans lengri og
skemmri tíma, auk þess sem
ég var þar oft daglegur gest-
ur, og má segja að þar hafi
mín önnur föðurhús verið.
Ég hefi því mikils að sakna,
er hinn sterki stofn, sem
Hannes var, hverfur á braut
en minningin um hann vakir
og lifir til fyrirmyndar og
eftirbreytni öllum er hann
þekktu.
Hannes á Ármúla var fædd
ur í Reykjarfirði í Reykjar-
fjarðarhreppi 1. ágúst þjóð-
hátíðarárið 1874, sonur hjón-
anna Gísla Sv. Gíslasonar og
Salóme Kristjánsd., Danne- •
brogsmanns í Reykjarfirði. —
Missti hann móður sina ell-
efu ára gamall. Snemma fór
Hannes því úr foreldrahúsum
og lærði brátt að byggjá líf
sitt á eigin spýtur.
Stundaði hann sjósókn og
var við formensku framan af
ævi, og revndist við bað starf
afburðastjórnari og athafna-
maður. Var hann með þe.im
fyrstu er tók mótorvélar í
þjónustu sína til sjósóknar,
og sýndi með því framsækni
og áræði, svo sem þeir hlutir
þá voru óreyndir og á by-rj-
unarstigi. En svo kom að
Hannes vildi gjörva hönd . á
fleira leggja, og gerðist át-
hafnasamur búhöldur á eigria
jörð sinni Ármúla í Nauteyr-
arhreppi. Bjó hann þar
rausnarbúi, þar til nú fyrir
ári síðan er hann lét af bú-
skap og við tóku synir hans
tveir, er nú búa á fööurleifð
sinni.
Það þarf ekki að taka það
fram, að jafn stórhuga og
framsækinn maður, sem
Hannes var, bætti jörð sjna
og bú stórlega. Var honum
ekkert annað kærara,,, en
byggja og græða jörð sína,
svo sem bezt mátti verða. —
Enda sá hann árangur hug-
sjóna sinna þar í ríkum mæli
að lokum rætast. Snyrti og
hirðumaður var Hanne§ syo
að af bar, og mátti hann sér
til fyrirmyndar taka. -og
margt af honum læra i því
efni.
Átti hann því láni að
fagna, að eiga við hlið sér
konu þá, er mann sinn ltfir,
Guðrúnu Sigurðardóttur, er
ávallt var honum samhent í
greiða og gestrisni, og áunnu
þau hjón sér velvild og virð-
ingar allra þeirra er að garöi
bar og til þekktu. — Fjóra
syni eignuöust þau hjón, allir
efnismenn.
Það er ljúf minning, setn
Hannes á Ármúla skilur eftir
sig meöal vina og kunningja.
Boðinn og búinn til að leysa
hvers manns vanda, og gera
öllum gott.
(Framhald á 6. síðíi)