Tíminn - 04.12.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1947, Blaðsíða 8
Reykjavík 4. desember 1947 224. blað Alls eru 558 barnakennarar starfandi á landinu. Þáíf'af ena $4 kennarar án kénnaniréílinda í haust var óveRjiilsga mikií ekla á kennurum við ýmsa skóla í landinu, sérstaklega þó bárnaskólana. Leit á tíma- BiTr út fyrir, að varla myndi takast að fá næga kennara afe öltum barna.skóiunum í landinu. Samkv. því, sem Fræðslu- m'áíaskrifstofan hefir tjáð blaðínu, hefir nú tekizt að fá kennara í allar þær stöður, sem J.ausar voru í haust, svo að hvergi vantar kennara eins og stendur. Kennarar í Reykjavík. Við barnaskólana í Reykja vík einni saman eru nú starf- ándi 175 barnakennarar. Þar af eru 34 kennarar ráðnir, sem stunda- og forfalla- kennarar. í kaupstöðum utan Reykjavíkur eru 99 fastir kennarar og í föstum skól- um utan kaupstaða eru 184. Farkennarar eru um 100. — Barnakennarar eru því 558 alls á landinu. Kennarar án réttinda. Þótt tekizt hafi að fá menn í allar kennarastöður við barnaskólana, er langt frá þvi að allir þeir, er til slíkra starfa hafa verið ráðnir, hafi kennararéttindi. Heldur er það staðreynd, að í haust hefir reynzt nauðsynlegt að ráða í kennarastöður fleiri menn án kennararéttinda, en nokkru sinni áður. Skortur- lilh á rhönnum með sérmennt un kennara stafar fyrst og frémst af því, að menn með kennarapróf hafa kosið að taka að sér önnur störf en kennarastörfin og mun að- feúð' bg laun hafa átt mestan þátt í því til þessa. Flestir réttindalausir við fastaskóla í haust. í haust varð að ráða 16 ménn án kennararéttinda í stöður við fasta skóla. Er það hærri tala en nokkru sinni fyrr. í fyrrahaust voru 10 siíkir kennarar ráðnir að fastaskólum, en haustin næst þar á undan, ýmist einn eða énginn. Við fastaskóla er ástandiö í þessum efnum enn at- hyglisverðara. Eins og að frarnan segir eru alls starf- andi 100 barnakennarar við þá skóla. Af þeim hafa 28 kénnarapróf, en 5 hafa feng- ið kennararéttindi við stöðu- veitingu. Hinir, eða 67 far- kennarar alls hafa engin kennararéttindi. Framhaldsskólarnir. Þeir eru yfirleitt fullskip- aðir. Að sumum þeirra er miklu meiri aðsókn, en nokk ur leið er að anna vegna skorts á húsqæði. Mikil vönt- un var á kennurum við þá skóla í haust, en þeir hafa allir féngizt. í Reykjavík mun nemendafjöldi framhalds- skóíanna meiri en nokkru sinni áður. Hið sama er að segja um alla sérskóla. Verklegt nám. Yfirleitt er nú unnið að framkvæmd hinnar nýju fræðslulöggjafar, þótt frem- ur hægt fari. Ekki er unnt að gjörbreyta fræðslukerfinu í landinu, svo sem hún mælir fyrir um, í einum áfangá. — Þær breytingar verða að koma smám saman. Aðallega miðast framkvæmdin nú við bóklega námið. Á einum stað, ísafirði, hef- ir verið hafið verklegt nám í barnaskólanum. Hefir verið farið mjög vel af stað þar og námið samhæft atvinnu- háttum þar á staðnum. Er fyrirhugað, að svo verði yfir- leitt þar sem hinu verklega námi verður komið á í barnaskólunum. Mesti örð- ugleikinn í sambandi við auk ið verklegt nám, er skortur á húsnæði og áhöldum. Aukaskaramtur af kaffi og sykri Fyrir nokkru var ákveðið að úthlutað yrði auka skammti af kaffi og sykri fyr- ir jólin. Nú hefir þessi auka- skamtur verið auglýstur og er hann 250 gr. af kaffi og 500 gr. af sykri á mann. Byrjað er nú að afgreiða þennan aukaskammt, sem er afgreiddur út á stofnauka nr. 15. Fæst þessi jólaskammt ur út á stofnaukann til nýárs, Eftir nýárið geta verzlanir, sem selt hafa þessar vörur fengið innkaupaheimild hjá ^kömmtunarskrifstofunni, gegn því að framvísa sfc.nfn- aukunum. Er þetta jólaglaðningur skömmtunaryfirvaldanna, til borgaranna i ár, og mun ekki aí veita, til að hressa upp á samtoúðina. Síldveiðin orðin 350 þús. mál TJm tuttugu þúsund mál veiddust í Hvalfirði í gær og í nótt. Sgm skipin voru að veiðum í alía nótt, bví síldin kemur nú ekki upp undir yifirborð sjávarins, fyrr en skyggja tekur. Skortur er á flutninga- skipum, og er útlit fyrir alvarlega löndunarstöövun hjá flotanum næstu daga. Ekkert dregur .úr síldveið- inni í Hvalfirði. Síldin er að- allega veidd, eftir að dimmt er orðið, vegna þess að á daginn kemur hún lítið upp undir yfirborðið, en heldur sig á miklu dýpi. Þannig var það í gær, en þegar dimmt var orðið fengu skipin flest góð köst. Nokkur sprengdu nætur sínar, en sum fylltu sig á skömmum tíma. Um klukkan sjö í gærkvöldi fóru skipin að k.oma inn til Reykjalfkur og vcíu að tín- ast inn í alla nótt og í morg- un. Eins og sakir standa eru engin skip að taka sild til norðurflutnings nema Súðin og Banan og nær það skammt til að fullnægja flutninga- þörfinni. Biða nú um 60 skip losunar með milli 50 og 60 þúsund mál. Má búast við að hópurinn stækki verulega i dag og í nótt, þar sem lítill skipakostur er fyrir hendi til flutninganna. í j^pr fóru tvö stór skip norður með síld, True Knot | og Fjallíoss, og auk þeirra smærri skip. Hafa bví um 50 þúsund mál verið flutt af stað norður í gær. Lætnr nærri að búið sé að veiða um 320 þúsund mál í Hvalfirði, þannig að vetrar- síldveiðin er orðin um 350 þúsund mál, með þvi sem veiddist fyrir vestan. ’é > Bílferjurnar, scm ekki veröa notaðar á Hvalfjörð. Hætt við rekstur bíl- ferjanna á Hvalfirði • Manna á meðal hefir mikið verið rætt um hinar fyrir- huguðu bílferjur á Ilvalfirði seinustu árin. Hefir verið unnið nokkuð að nauðsynlegum hafnarframkvæmdum í firðinum og vegagerð í sambandi við ferjurnar. Nú mun vera afráðið, að hætta við rekstúr þessara ferja, að minnsta kosti í bili, hvað sem síðar kaiin að verða. Stjúrnmálanám- skeið S. U. F. 8. furidur S.U.F. var í gær- kvöldi í Baðstofu iðnaðar- manna. Þar flutti Bernharð Stef- ánsson alþm. þriðja og síð- a-sta erindi sitt um sögu ís- ienzkra stjórnmálalflokka. Að því loknu flutti Guð- mundur Tryggvason frkvstj. erindi um skipulag og út- breiðslustarfsemi. Næsti fundur verður á sama stað n. k. sunnudag og hefst kl. 2 eftir hádegi. — Umræðuefni: Verzlunar- málin. Áríðandi að nemendur allir mæti stundvíslega. SSá tek j umeim (Framhald af 1. síðu) ingu íbúða fyrir sig, og spar- áð með því mikil útgjöid. Jafnframt þurfa þeir, sem fá fjárfestingarieyfi til bygg- inga, að fá sjálfir innflutn- ingsleyfi fyrir nauðsynlegu efni, svo að þeir geti keypt það þar, sem þeir telja sér hag- kvæmast. Um 20 Gyðingar og Arabar drepnir i gær. Áíökin á laiidiBisi fara sífellt harðnandi Manndráp, brennur og meiðingar halda áfram í Palestínu í stórum stíl. í gær munu átökin hafa ver ið einna mest og harðvít- ugust af beggja hálfu. Gyðingar áttu geysistóra timburhlaða á svæðinu hjá Tel Aviv. Kveiktu Arabar í þessum timburhlöðum í gær. Brennur og árekstrar milli flokka af beggja hálfu voru mjög tíðir viðburðir í gær víð-s vegar um landið, sér- staklega mun þó vera barizt á þéttbýlustu svæðunum og er það eðlilegt þar sem víða háttar þannig til að hverfi Gyðinga og Araba eru hvert innan um annað. í gær voru 8 Gyðingar drepnir en 13 Arabar — um 100 særðust af beggja hálfu. Bílferja á Hvalfjörð hefir lengi staðið til. Fyrir um það bil tveimur árum komst veruleg. hrey fing á það mál, sem mikið hafði þó verið rætt áður, að koma bílferju a Hvalfjörð. Bílleiðin fyrir Hvalfjörð, hefir verið einhver lengsti og versti krókur á íslenzkum vegum, bar sem þræða þarf um 80 km lengri leið, fyrir fjarðarbotninn, en ef vegur- inn gæt-i legið skemmstu leið upp í Porgarfjörð. Auk þess he’fir Hvalfjarðarvegurinn je.fnan verið með illfæru-stu vegunum, þeim sem mikið eru farnir. Sú hugmynd að fá ferjur á fjörðinn og stytta leiðina um 60 km. og hálfrar annarrar stundar akstur um vondan veg, fékk því byr undir báða vængi. Tveir innrásarbátar keypíir í Englandi. Þegar það varð að ráði að Akranesbær keypti þrjú stór steinker í Englandi, til að gera úr þeim hafnarbætur, voru um leið keyptir tveir stórir innrá-sarbátar, í því augnamiði, að nota þá sem bílferjur á Hvalfjörð, en við haínarbæturnar á Akranesi, áður en hægt yrði að hefja rekstur bílferjunnar. Skip þessi eru þannig útbú- in,.að þau f?eta hleypt upp á land og er hægt að láta fram- hlutann falla niður og aka bifreiðunum á land. Ferjurnar voru notaðar til að sækja möl og grjót inn í Hvalfjörð, sem notað var við hafnarframkvæmdirnar á Akranesi. .Reyndust þær vel við það verk. Var skipunum rennt á land og farminum síðan ekið um borð í fjör- unni. Lendingarbætur og vega- gerð hófust í fyrra. í fyrra sumar var svo unnið að því að gera lendingarbæt- ur í Katanesi, þar sem ferj- urnar eiga að koma að landi að norðanverðu. Var byggð bryggja eða skjólgarður fyrir ferjurnar. Einnig var lagður vegur frá Katanesi á þjóö- veginn skammt frá Litlu- Fellsöxl í Skilmannahreppi. Var verki þessu haldið áfram síðastl. sumar og komst það þá langt á veg. Hins vegar er lítið sem ekkert farið að vinna að hafnarbótum fyrir ferjurnar að sunnanverðu fjarðarins, en þar er gert ráð fyrir, að þær komi, að landi hjá Eyri í Kjós. Var ætlunin, að ferjurnar gegnju þarna yfir fjörðinn með stúttu millibili, en ferðin sjálf hefði ekki tekið nema tæpan stundarfjóroung. Hætt við framkvæmdir í bili. í haust var svo hætt við þessar framkvæmdir, og liggja þær nú alveg niðri. Ferjunum hefir verið komið j örugglgea fyrir í vetrarlægi í í þröngri vík, skammt fyrir innan Akranes, þar sem Blautós heitir. Er þeim þar rennt upp í fjöru og liggur | framhlerinn á annari ferj- unni niðri, eins og til standi að aka bifreiðum um borð. j Samkvæmt upplýriingum, sem Tíminn hefir aflað sér j frá ábyggilegum heimildum, mun nú vera afráðið að hætta við framkvæmdir þær, sem standa í sambandi við bílferjuna á Hvalfjörð a. m. i k. í bili. Mun þetta vera ■ hryggðarefni mörgum þeim, j sem oft þurfa að fara leiðina fyrir Hvalfjörð. j Annað mál er það svo, hvort heppilegt hefir verið að kaupa þessi skip, til þess að annast þetta hlutverk, en um það eru skiptar skoðanir eins og gengur. Úr því að horfur eru á að hætt verði við þessa framkvæmd, er athug- andi hvort ekki væri mögu- legt, að fá mjög hraðskreytt skip til ferða milli Akraness og Reykjavíkur, sem gæti 'flutt nokkra bíla í hverri ferð. Mundi mikil samgöngu- bót verða að slíku skipi, og mundi það gera ferðalög mun auðveldari milli Reykja- víkur og Norðurlands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.