Tíminn - 17.12.1947, Side 4
4
TSMINN, taigvikudaginn 17. des. 1947
235. blað
er komin út
.ítaiíða telpu- og unglingabókin í ár heitir Rebekka frá Sunnulæk eftir
Kate D. Wigging, og hefir Freysteinn Gunnarsson þýtt hana.
Rebekka hefir. komið út í 2,000,000 eintaka í Ameríku og verið þýdd
á flest menningartungumál.
Rebekka frú Sunnulæk er fögur og bráðskemmtileg bók, og því er ekki
að efa, að Rebekka mun eins og Pollýanna, verða uppáhald allra ís-
lenzkra barna.
BókfeUsátgáfan.
Jólasalan er bvrjuð og stendur
nú yfir af fullum karfti, þó að hún
hafi sennilega ekki náð hámarki
ennþá. Verzlanirnar hafa tjaldaS
því sem til er í búðarglugga sína og
er þar margt að sjá. En hætt er við
að ýmsum finnist, að þar sé hægt
að gera mörg óhentug innkaup. Þar
eru margir hlutir, sem lítið erindi
virðast eiga inn í landið á skömmt-
unartímum, ýmis konar skraut og
glys. Það er auðvitað smekksatriði
hvað fólki finnst um fegurðina á
þessu, en nytsemina þarf ekki að
deila um, og flestum mun finnast
verðið hátt. En það virðist vera
markaður fyrir þetta.
Þjóðin beið með eftirvæntingu
um síðustu helgi eftir fréttum af
togarasjómönnunum brezku undir
Keflavíkurbja,£gi. Ennþá hafa ekki
borizt nema fremur óljósar og sund
urleitar fréttir af björguninni, þar
sem 12 útlendir strandmenn voru
hrifnir úr dauðans greipum og
borgið upp ókleifan hamravegginn.
Það er margt, sem hjálpar til að
þessi björgun gat tekizt. Fyrst er að
sjálfsögðu að telja loftskeytaútbún-
að skipanna, svo að þannig var
hægt að koma fréttinni um strand-
ið áleiðis. Þá er það slysavarna-
félagið. Það hefir skapað björgun-
arkerfi, sem nær um allt land, og
þess vegna var til línubyssa og
björgunarsveit á Látrum. En því
aðeins var þetta þar, að þar voru
til menn, — menn sem vildu búa í
víkinni sinni, þó að afskekkt væri.
Og það var símalínan út að Látr-
um, sem geröi það mögulegt að
ná sambandi við þessa menn.
Nú tala allir um hreysti og ham-
ingju þessara afreksmanna, sem
björgunarstörfin unnu, og það er
fyllilega réttmætt. Þeir hafa reynzt
vel og þjóðin er stolt af slíkum
sonum. En hinu trúum við, og
það kastar engri rýrð á þessa menn
eða þeirra afrek, að þeir hafi hér
aðeins reynzt sannir íslendingar
og út um allar býggðir landsins séu
dreifðir menn, sem með svipuð'um
drengskap, karlmennsku og fórn-
fýsi, hefðu snúizt við sams konar
atvikum. Þrátt fyrir allt, sem sagt
er um úrkynjun og ómenningu, þá
er þetta satt. Því auka svona at-
burðir bjartsýni okkar og kjark og
trú á þjóðina.
En svo helji ég, að þessi björgun
geti líka orðið til þess, að rífja upp
einn þáttinn í þeim röksemdum, að
það er ekki heppilegt, að þjóðin
búi öll á Suöurnesjunum.
Það veit enginn hvar skip
strandar næst og hverjir þá eiga líf
sitt eða sinna undir því, að til-
tölulega nærri strandstaðnum búi
vaskir menn, sem eru tengdir sam-
göngukerfi landsins með síma og
vegum og haf>-nauðsynleg hjálpar-
tæki. Hér styður hvað annað á
margan hátt og er fjöl))ættara en
skammsýn stpfuhagfræðin ef til
vill sér í fyrstu.
Þegar dýrtíðarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar var til fyrstu um-
ræöu í neðri deild í fyrrinótt þótti
mörgum sem þingmenn Sósíalista-
flokksins mæltu fleira um en þörf
væri á. Kom þá upp þessi vísa-
undir ræðu eins þeirra:
Lúðvík minn, hættu að þrefa og
þvæla,
til þarflegri hluta skal nóttina
brúka,
og fyrir hvert illyrði er mennirnir
mæla
þeir munu á kjördegi reiknings-
skap lúka.
Það er ekki um of þó aö þess-
ar umræður verði fólki til skemmt-
unar, eftir því, sem efni og ástæð-
ur leyfa.
Pétur landshornasirkill.
Innilega þakka ég öllum, sem heimsóttu mig og
færðu mér gjafir og sendu mér skeyti á sjötíu ára
afmæli mínu, 22. október s.l.
Björn Sigvaldason,
Víðihóli.
BDI
urjoinun
Skrá um aukaniðurjöfnun
útsvara
í Seykjavík í desember 1». á., liggur
fraiumi í skrifstofu bæjargjaldkera
til 31. |i. m.
Kærufrestur til niðurjjöfuuuar-
nefufilar er til bádegis hinn 31. des-
einlier næstkomandi.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 15. desember 1947.
Cunnar Thorodilsen.
Króka
Hrífandi verkalýðsskáldsaga
eftir Vilhjálm S. Vifhjálmsson
er komin út
Bezta verkalýlSsskáldsaga, sem skrifuh hefir verið