Tíminn - 22.12.1947, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, mánudaginn 22. des. 1947
239. blað
GAMLA BIÓ NÝJA BlÓ
Fvrir vestan lög Afturgöngurnar
og réíí (Thc Times of their Lives)
(West of the Pecos) Nýjasta og ein allra skemmti-
Spennandi og skemmtileg kú- legasta mynd hinna vinsælu skopleikara:
rekamynd eftir skáldsögu Zane Greys. —Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðg. BUD ABBOTT og
LOU COSTELLO.
STUND HEFNDARINNAR ^ýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h.
TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ
Örlög I konuleit
(Destiny) (Follow That Woman)
Afar spennandi og tilkomumik- il amerísk mynd. Aðalhlutverk: Gamansöm amerísk lögreglu-
Gloria Jeam saga. William Gargan. Nancy
Alam Curtis Frank Craven Kclly. — Bönnuð innan 12 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9.
Grace McDonald. Sýnd kl. 5, 7 og 9. /Evintýri Clricos
Sala hefst kl. 11 f.h. Ævintýri mexílcanska drengsins
Bönnu ðinnan 12 ára. méðal dýranna í skóginum. —
Sími 1182. Sýnig kl. 3. Sala hefst kl. 11.
Carnegie Hall
Stórkostlegasta músíkmynd, sem
gerð hefir verið.
Margir frægustu tónsnilling-
ar og söngvarar heimsins koma
.fram. Sýnd kl. 6 og 9.
Síðasta sinn.
Sími 1384.
Ná er gott að
gerast kaupandi
Tímans
Áskriftasími
2323
Jltft tif acf ciaLci
ctnœ^una
GLEÐILEG JÓL!
Heima glaður ég skalj
una
fekir sent með hlut-
um fæ,
mættu þeir auka á-j
nægjuna
ijllum, heima’ á hverj-4
um bæ.
Þökk fyrir við-
skiptin á liðna ár-
inu, gott og far-$
sælt komandi ár.
Málarasíofa og verzlun
INGÞÓRS,
Selfossi — Sími 27
Jólaleikrit Leikfé-
lags Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur mun
hafa frumsýningu á annan i
jólum á ævintýraleiknum
„Einu sinni var“, eftir skáld-
ið Holger Drachmann.
í leiknum er mikil og fög-
ur músík eftir Lange-Múller.
Leikstjóri er Lárus Pálsson,
hljómsveitarstjóri er Þórar-
inn Guðmundsson.
Aðalhlutverkin leika: Alda
Möller, Ævar R. Kvaran og
Lárus Pálsson.
Leikarar, söngvarar og
dansfólk, alls 44 manns, og
tólf manna hljómsveit.
Einsöngvarar eru Guð-
munda Elíasdóttir, Birgir
Halldórsson og Pétur Á. Jóns
son.
Balletmeistarinn Kaj Smith
hefir æft dansana og dansar
sjálfur mjög skemmtilegan
„sígauna“-dans.
Mjög er vandað til allra
búninga og leiktjalda. Lárus
Ingólfsson hefir málað leik-
tjöldin.
Þessi fagri og fjörugi ævin-
týraleikur Drachmanns, með
hinni yndisfögru músík
Lange-Múllers, á geysimikl-
um vin.sældum að fagna um
öll Norðurlönd og víðar, enda
leikinn, víðsvegar á hverju
ári, t. d. verður hann sýndur
nú í vetur á konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn og
í Bergen, og stutt er síðan
að hann var leikinn í Stokk-
hólmi.
Árið 1925 sýndi Leikfélag-
ið „Einu sinni var“ undir
stjórn Adams Poulsens, sem
lék þá hlutverk prinsins. —
Var leikið 9 kvöld í röð, allt
af fyrir húsfylli og við mikla
hrifningu, en oftar var ekki
hægt að leika þá vegna þess
að Poulsen gat ekki dvalið
hér lengur.
VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS
Ráð undir rifi hverju
Það er kunnara en frá
burfi að segja, að Alþingi og
ríkisstjórnir hafa um langt
skeið iðkað þá íþrótt með
snilli að afla mikils hluta
ríkisteknanna með áfengis-
sölu. Hafa hinir ölkæru'dand-
ar vorir hvergi sparað eitur-
kaupin, og brennivínsokrið
verið rekið með „ágætum“
árangri.
Nú um hríð hefir gerzt
nokkur þröng í búi hjá ríkis-
sjóði. Öllu alvarlegar horfir
þó um gjaldeyrismálin út á
við. En gifta þjóðarinnar er
mikiL Hún hefir valið sér
þingmenn, sem sannarlega
hafa ráð undir rifi hverju.
Og sjá! Ráðið gegn gjald-
eyrisskortinum er þetta:
Bruggum áfengt öl og seljúm
úr landi. — Og þar að auki:
Hinn blessaði áfengisgróði
ríkissjóðs mun enn vaxa.
„Heill ykkur, hvatnings-
menn þroska og þarfa!“
Vilhjálmur Hjálmarssoií.
Bergnr Jónsson
hér aðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa Lauga
veg 65, sími 5833. Heima:
Hafnarfirði, sími 9234 -
A. J. Cronin:
Þegar ungur ég var
Klukkurnar óma og messan hefst. Ég fylgist með öllu af
athygli og samvizkusemi og les viðeigandi bænir í hljóði,
cn ég bíð með óþreyju þess, 'sem gera mun þessa guð-
þjónustu ólíka öllum guðþjónustum öðrum. Tíminn er
fijótur að líða. Ég skelf af eftirvæntingu. Svo hljóma hin
máttugu orð: „Herra, ég er þín ekki verður!" Loks — loks.
Ég ber mér á brjóst þrívegis — rís svo upp og geng við hlið
Angelos og telpnanna að grátunum. Allt hringsnýst fyrir
augum mér, þegar ég sé föður Roche nálgast í skrúða sín-
um með kaleikinn í hendinni. Ég reyni árangurslaust að
muna bænina, sem ég á að hafa yfir. Ég vona innilega, að
ég geri allt rétt. Svo loka ég augunum, lyfti höfðinu og opna
munninn, eins og móðir Elísabet Jósefína hefir kennt mér
að gera, og hvísla lágt þetta eina orð: „Jesús“.
Oblátan reynist ööruvísi en ég hafði búizt við. Mér finnst
hún svo stór og þurr, þegar hún er komin upp í mig. Ég
átti von á, að hún væri safamikil og dásamleg í munni.
Mér gengur illa að leysa hana upp í skrælþurrum munnin-
um, og mér tókst ekki heldur að kingja henni, fyrr en ég
er seztur á bekkinn aftur. Ég sótroðna og grúfi mig niður.
Það hefir ekki neitt gerzt, ég finn ekki neina dásamlega
strauma líða um mig, og ég finn ekki nein umskipti eiga
sér stað í sál minni. Ógurlegt vonleysi leggst yfir mig. Hefi
ég þá ekki verið þessarar altarisgöngu verður? — Nei — ég
vil ekki hugsa um það, grúfi mig yfir bænabókina og reyni
r.ð hrinda þesum hugsunum frá mér. Og loks rekst ég á
þakkargerð, sem fangar hug minn og friðar sjúka sál mína.
Þegar ég lít upp, sé ég, að Angelo horfir á mig, og á vörum
hans hvílir blítt og angurvært bros. Afi ræskir sig fyrir
aftan mig. Og allt í einu fer um mig heitur straumur. Ég
byrja að lesa lokabænina með söfnuðinum.
Það var. sólskin úti, og þegar nunnurnar höfðu rennt
hönd gegnum hár mitt og brosað framan í mig, föðmuðu
afi og Antonelli-hjónin mig að sér. Afi var orðinn virkta-
vinur þessa ítalska fólks, sem var ákaflega hrifið — að ég
segi ekki heillað — af honum. Hann kynnti mig fyrir hjón-
unum og uppkominni dóttur þeirra, sem hét Klara, og Vita-
liano, föðurbróður Angelos — manni um fimmtugt, dökk-
um á brún og brá og fjarrænum á svip, ekki ólíkt því, sem
altítt er um heyrnarsljóa menn. Þau brostu öll framan í mig
og kona Antonellis, holdug kona, dökkhærð með litla eyrna-
hringi úr gulli, Ijómaði af móðurlegri umhyggju og sagði
hvað eftir annað: „Ég get ekki hugsað mér betri félaga
handa honum Angelo okkar“. Antonelli var einnig dökkur
yfirlitum, en ekki eins mikill á velli og kona hans og búinn
að fá skalla. Hann sló allt í einu saman krepptum hnefun-
um og leit á afa stórum, spyrjandi augum, sem voru ná-
kvæmlega eins og augu Angelos, nema hvað neðan við þau
voru dökkir pokar.
„Gow“, hrópaði hann. „Ég má víst ekki biðja yður að
gera okkur þá sæmd að borða með okkur? Drengirnir eru
nú orðnir svo samrýmdir .... Ef þér gætuð lotið svo lagt ... “
Afi þáði boðið undir eins, og Antonelli-hjónin urðu ákaf-
lega glöð. Svo örkuðum við öll af stað. Við Angelo hlupum
á undan, en hin komu á eftir.
j Antonelli-fólkið bjó á hæðinni uppi yfir sölubúð sinni,
1 íallegri búð með logagylltum spjöldum. Uppi í búðinni var
! cinnig mikil litadýrð. Á gólfunum voru skrautlegar ábreið-
ur, og gluggatjöld og dyratjöld voru fagurgræn. Litaðar
I helgimyndir héngu um alla veggi, því að Antonelli var
mjög guðhræddur maður, og á arinhillunni voru tvær
myndir af veraldlegu tagi — önnur af Kaprí, hin af Napólí.
Uti í einu skotinu var mynd af Vesúvíusi gjósandi, og á
hillu yfir henni var lítil, broshýr brúða í hvítum og ljós-
rauðum búningi. Ég hafði aldrei komið í hús, sem kom
mér eins ókunnuglelga fyrir sjónir og þetta. Og svo var
andrúmsloftið svo einkennilegt. Ilerbergin voru full af
angan af bakningum, aldinum, hvítlauk, svita, bráðinni
íeiti, sætri vanillu og sögguðu sagi. Ég þandi út nasirnar
og saug þessa margháttuðu angan að mér. Ég þóttist vita,
að hún væri neðan úr herbergjunum inn af búðinni.
Klara og móðir hennar báru fram margar afsakanir og
flýttu sér svo að reiða fram matinn. En Angelo tók í hönd
mér og leiddi mig fram í ganginn. Þar nam hann staöar
og benti mér inn í hálfopið herbergi, sem ég komst síðar
að raun um, að var vistarvera frænda hans. Hjarta mitt
tók kipp i brjóstinu á mér, þegar ég rak augun í stóran
lírukassa við vegginn. En átti þó eftir að verða enn meira
undrandi.
„Nikolo, Nikolo,“ sagði Angelo lágt.
Api í rauðum jakka stökk fram úr rúmi, er var út við