Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn r----—------— Skrifstofur í Edduhúsinu ' Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiösla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiöjan Edda 1 ---------—— -----------— 32. árg. Rej'kjavík, miðvikudaginn 28. jan. 1948 21 blað Hér sjá menn turna Kremlar, há borgar hins austræna einræöis. Hér er aðsctur þess valds, sem heim- inum stendur mestur stuggur af s íðan nazisminn þýzki leið undir lok. Enn er þó ekki orðið Jýðum ljóst til fu lls, hvaða ráð þar kunna að veröa ráöin. Mjög mikil aösokn að íþróttaiökunum U. M. F. ¥ikival(sæfinjg;ai' lacfjast Eiaaan skamms Ungmennaíélag Reykjavíkur hefir nú hafið vetrarstarf- semi sína fyrir nokkru. Yerður íþróítalíf allfjölbreytt innan íélagsins í vetur Tiðindamaður Tímans átti í morgun tal við Stefán Runólfsson, formann félagsins, og spurði hann írétta af félagsstarfseminni. 1 þróttastarfsemin. í gærkvöldi hófst frjáls- íþróttanámskeið á vegum Ungmennafélags Reykjavík- ur. Gáfu sig fram um 30 nýir þátttakeadur. sem ekki hafa áður æft iþróttir með félag- inu. Eru flestir þessara manna utan af landi og hafa starfað í ungmennafélögum þar, en eru nú fluttir b.úferlum til Reykjavíkur, en halda tryggð við ungmennaféiagsskapinn. Félagið hefir fengið húsnæði til æfinganna í íþróttasal menntaskóians og íþróttahús inu á Hálogalandi, en sökum þess, hve aðsókn virðist ætla að verða mikil að æfingum félagsins, þarf félagið að fá víðbótarhúsnæði. Það gengur erfiðlega, en er þó raunar ekki með öllu vonlaust, að það takist bráðlega. Þjálfari félagsins í frjálsum íþrótt- um er Baldur Kristjánsson, sem tvímælalaust er meðal íærustu íþróttakennara okk- ar. Glíma og handknattleikur. Lárus Salómonsson heldur í vetur áfram að æfa glímu- menn sína, sem þegar hafa staðið sig með ágætum á er- léndum vettvangi, enda er Lárus með beztu glímuþjálf- urum, sem við eigum völ á. Æfir hann glímuflokk félags- ins reglulega í viku hverri, og kemur það varla fyrir, að nokkurn vanti við æíingarn- ar. Þá er félagið að taka upp nýja íþróttagrein, sem ekki hefir áður verið rekin á veg- um þess. Það er handknatt- leikur. Hefjast æfingar í handknattleik um þessar mundir á vegum félagsins. Þjálfari er Oddur Sveinbjörns son. Vikivakar. Ungmennafélag Reykjavik- ur ætlar að taka upp þá ný- breytni’ að hefja vikivakaæf- ingar og tekur færeysk kona hér í bænum sennilega að sér að annast um æfingar félags- ins. Vikivakar eru þjóðleg skemmtun, og er skaði, að þeir skuli ekki hafa verið iðk- aðir meira hér á landi að und anförnu en raun ber vitni. Þessi viðleitni ungmenna- félagsins verður því áreiðan- lega vel þegin af mörgum, sem langar til aö kynnast viki vökunum og iæra þá. Senda íþróttaflokka til keppni i nágrenni Reykjavíkur. í vetur og vor hefir Ung- mennafélagi Reykjavikur ver ið boðið að senda íþróta- flokka til keppni við félög í nágrenni Reykj avíkur, og verður þeim boðum tekið. Verður þar einkum um að ræða glímu- og handknatt- leiksflokka félagsins, og stendur til að fyrsta keppnin fari fram þegar í næsta mán- uði. Rœtt um Grœnlandsmálið á næsta fundi. Næstu daga veröur haldinn fundur í Ungmennafélagi Skíðalaudsmótið á Akureyri um páskana Skíðalandsmðtið verður að þessu sinni haldið á Akureyri. Verður það um páskana. Skíðasamband íslands hefir falið skíðaráði Akureyrar að sjá um mótið. Ekki hefir verið gerð nánari grein fyrir til- högun mótsins, en líkur eru til að það verði fjölsótt, þar sem margir beztu skíðamenn landsins eru einmitt norðan- lands. Atómsýning opnuð í kvöld Atomsýning Jörundar Páls- sonar teiknara verður opnuð í Listamannaskálanum í kvöld. Þegar sýningin verður opnuð fyrir gesti klukkan 4 í dag, flytja Siguröur Þórar- insson jarðfræðingur og Þor- björn Sigurgeir.sson atóm- fræðingur stutt erindi. Að ræðum þeirra loknum verður sýningin opnuð almenningi klukkan sex. Reykjavikur, þar sem tekin verða til meðferðar ýms mál, sem efst eru á baugi meðal þjóðarinnar, svo sem Græn- landsmálið, æskulýðshallar- málið og bindindisstarfsemin,. í æskulýðsfélögum bæjarins yfirleitt. Aöalfundur félagsins verð- ur haldinn bráðlega, ef hús- næði fæst. Félagið telur nú 326 félagsmenn. Skemmtanir, sem reka á með menningarórag, fá helzt ekki húsnæði. Félagið hefir nokkur und- anfarin ár gengizt fyrir svo- nefndum gestamötum, sem orðið hafa mjög vinsælar (Framhald á 7. síöu) Veiðarfæratjón síldveiðibát- anna orðið gífurlega mikið SJóssaicrkl sett við kafl5áta.s*ir«SlM|*'ama í IBvalfsrðiI Um helgina var gengið frá nýjum Ijósamerkjum í Hval- firði, sem leiðbeina bátum um það, hvar er kafbatagiroing- in, sem eyðilagt hefir síldarnœtur fjöldamargra batu i vet- ur. Hefir tiðindamaður blaðsins átt tal við Axel Sveinsson vitamálastjóra um ráðstafanir þœr, sem gerðar hafa verið, til að leiðbeina sildarbátunum á hœttusvœðunum i Hvalfirði. Síldveiðar í lierskipahöfn hafa í för með sér mikið veiðarfœratjón. Strax og síldveiðarnar hóf- ust i Hvalfirði í haust, urðu bátar varir við í firðinum ýmis konar rusl, sem var til óþæginda og skemmdi veið- arfæri. Virðist svo sem víða á botni fjarðarins \éu minjar frá dögum hernámsins, svo sem iegufæri liggjandi á botninum, sokkin járn og baujur. En það er þó kaf- bátagirðingin, sem mestu tjóni hefir valdið. Snemma á hernámsárun- um settu Bretar upp öfluga kafbátagirðingu um þveran fjörðinn frá Hvaleyri og að ströndinni milli Kataness og Klafastaða að norðanverðu. Fyrir innan þessa girðingu héidu herskipin sig aðallega, þegar þau voru á firöinum. Girðing þéssi var svo þétt ríðið stálnet, að kafbátar gátu ekki komizt gegn um möskvana. Neti þessu var haldið uppi með stórum flot- holtum, en var botnfast að neðan. Var það í heilu lagi yfir allan fjörðinn, nema hvað lítið op var á því uppi undir norðurlandinu, þar sem sérstakt skip var alltaf við til að opna og loka, er skip þurftu að fara út eöa inn. Áður en herinn fór burt héð- an af landi voru flotholtin tekin af kafbí^yietinu og því sökkt til botns. Bretar vöruðu við kafbátagirðingunni. Um leið gerðu Bretar sér- stakan uppdrátt af þessu svæði og sýndu á iionum, hvar girðingin lægi á botn- inum. Létu þeir þau ummæli fylgja, að á þessu svæði væri hættulegt fyrir skip að leggj- ast við festar, þar sem búast mætti við, að legufærin myndu festast í botni. Sama máli gegnir vitanlega um veiðar á þessu svæði, að veiö- arfærum er þar búin hætta mikil, eins og í ljós hefir komið. Draslið um allan fjörðinn. ■ En það er ekki einungis kafbátagirðingin, sem valdið hefir veiðarfæratjóni hjá sildveiðibátunum í Hvalfirði. Víða um fjörðinn, bæði fremst og innst, er á botnin- um drasl frá þeim tíma, er Hvalfjörður var herskipa- höfn. Bátarnir hafa rifið f nætur sínar víða um fjörð- inn og fest þær í botnföstu rusli, svo að þær hafa jáfn- vel gereyðilagzt stundum. Má telja fullvíst, að viða i firð- inum séu sokkin akkeri ög legufæri önnur, enda er ekk- ert liklegra, eftir alla' þá miklu skipaferð, er um fjörð- inn var á stríðsárunum, þeg- ar stundum lágu þar tímun- um saman við festar um 100 skip og yfir það. Illmögulegt að hreinsa fjórðinn. Að dómi sérfræðinga er það miklum örðugleikum bundið að hreinsa fjörðinn svo, aö gagn sé að, og hann sé nokk- urn veginn öruggur fyrir veið^rfæri sjómanna. Tii þess eru hin sokknu legufæri og rusl of dreift, og hefir þeg ar orðið vart við slíkt á svo mörgum stöðum í firðinum, að ógerlegt má teljast að ná þvi öllu upp. enda stundum um mjög þunga hluti að ræða. Reynt að bœta úr með Ijósum við kafbátagirðinguna. En til þess að vara menn við kafbátagirðingunni, sem mestu tjóni hefir valdið og bátarnir hafa oftast rifið nætur sínar á, hefir verið komið fyrir ijósmerkjum að sunnanverðu fjarðarins, þann ig að sjómenn eiga nú að geta séð, hvar girðingin er. Hafa verið sett tvö ljósker á staði, sem merktir eru á upp- drætti Breta, og varpa þau yfir hættusvæðið mislitu ljósi. Eru ljós þessi með 0,6 (Framhald á 7. síðu) Alþjóðaher til Palestínu, þegar Bretar fara Palestínunefnd S.Þ. hefir í skýrslu um ástandið lagt áherzlu á mikilvægi þess, að sérstakur alþjóðaher verði til búinn til að fara inn í Pal- estínu og halda þar uppi lög- um og reglu þegar Bretar yfir gefa landiö fyrir fullt og allt í vor. Talsmenn Gyðinga hafa líka lagt áherzlu á þetta at- riði, og segja að án slíks hers muni landið loga í bardögum, þegar Bretar fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.