Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1948, Blaðsíða 8
8 Reykjavík 21 blað Forsætisráðherra ' íraks flúinn úr landi Forsætisráðherra íraks sagði áf sér íyrir ráðuneyti sitt í gær. Jafnframt er frá því skýrt, að hann hafi yfirgef- , ið Bagdad í gærkvöldi og far- ■ ið þaðan flugleiðis, en ekki er vitað hvert hann ætlaði að fara. I Fyrir nokkru var forsætis- : ráðherrann staddur í London. Þar undirritaði hann samn- ing við Breta um ýmis mál varðandi sambúð Breta og íraksmanna. Samningur þessi vár gerður að árásarefni á .stjórnina og höfðu ýmsar: róstur hafizt í landinu áður ; en forsætisráðherrann fór ] frá London. Eftir að hann kom heim aftur fór ólgan vaxandi og nú hefir forsæt- isráðherrann sagt af sér fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. Ekki er enn vitað hvaða stjórn tekur við í landinu, en það ^ mun væntanlega verða til- kynnt alveg næstu daga I I * f Osamkomulag um kosningar í Koreu Eins og áður hefir verið ( skýrt frá hafa bæði Rússar og Bandarikjamenn hernáms lið í Koreu. Að undanförnu hafa verið rannsakaðir mögu leikar á því, að frjálsar kosn- ingar færu fram ílandinu svo að hægt væri að koma þar á sjálfstjórn. Nefnd sú, er hefir haft þetta mál til meðferð8\r af hálfu Bandaríkjamanna hefir skilað áliti og segir þar að eins og sakir standa sé óhugsandi að komast að sam- lcomulagi við Rússa um þetta mál. Nefndin leggur hins vegar til að sett verði á lagg- irnar stjórn fyrir allt landið á hernámssvæði Bandaríkja- manna í suðurhluta þess. Rússar krefjast 200 milj. dollara af Austurríki fRússar hafa tilkynnt að' þeir hafi farið fram á það við Austurríki, að það greiði 200 miljónir dollara í stríðs- skaðabætur á tveim árum. Segja Rússar, aö þeir hafi lagt áherzlu á að þessar greiðslur væru undirstöðu- atriði fyrir því að friðar- samningar mættu takast við landið. Ráðstefna um vinnuafl í Róm Þessa dagana stendur yfir ráðstefna 15 þjóða í Róm, er fjallar um hvernig bezt verði hagnýtt vinnuafl í hinum ýmsu Evrópulöndum. Á þessari ráðstefnu eru auk fulltrúa hinna 15 Evrópu- þjóða, áheyrendur frá Banda ríkjunum og 5 alþjóðlegum samtökum. ( Þetta er nýja eimtúrbínustöðin við Elliðaárnar. Kún verður telrin í notkun í næstu ‘inánaðamótin, og r.-eðst þá væntanleRa bót á rafœagnsskortinum, ct verið hcfir til mikils baga í Reykjavík í velur. Eimtúrbínustöðin við Elliðaár er m ikið mannvirki Siaíii mim mika stórlega öryggl hiíateií- annar og iráða hét á rafmagnsskortiimm Hin nýja eimtúrhínustöð við Elliðaár er að verða fullbúin til notkunar þessa dagana. Fyrir nokkru síðan komu hingað amerískir sérfræðingar til þess að yfirlíta stöðina og setja iiana í gang, og mun það verða gért snemma í næstá mánuði. Með þessari stöð bætist rafmagnskerfi Reykjavíkur afl, sem nemur um 8500 kiló- vöttum, en samanlagt raf- magn allra rafstöðvanna nem ur þá 28,000 kv. Láta mun nærri, að um 60,000 manns noti rafmagn frá orkuverun- um þremur, Sogsvirkjuninni, Elliðaárstöðinni og eimtúr- bínustöðinni .Þar af eru um 50,000 manns hér í Reykja- vik, en um 10,000 manns ut- an Reykjavíkur — í Hafnar- firði og þorpunum suður með sjó og í nokkrum byggðum austan fjalls. Tvenns konar hlutverk. Hin nýja stöð við Elliðaár hefir tvenns konar hlutverk að inna af hendi. T fyrsta lagi ér stöðinni ætlað að framleiða aukið rafmagn handa Reykjavík, unz hin nýja viðbótarvirkjun við Sog ið verður fullbúin. í öðru lagi á stöðin að hafa það hlut- I verk, að annast viðbótarhit- un fyrir hitaveitu Reykja- víkur köldustu mánuði ársins. Stöðin sjálf Hin nýja eimtúrbínustöð er geysimikið mannvirki. Byrj- að var að byggja hana haust- ið 1946, og var sjálft stöðvar- húsið reist að mestu veturinn 1946 til 1947. Jafnframt og síðan hefir verið unnið að niðursetningu véla og öðrum útbúnaði, sem nauðsynlegt var að ljúka áður en stöð- in yrði tekin til notkun- ar. Er því verki sem sagt að verða lokið. Stöðin cr ein vélasam- stæða, ketill og gufutúrbína, sem knúð er af gufuafli. Er ýmist hægt að nota olíu eða kol til að knýja stöðina. Umbunaður vegna hitaveitunnar. Geysilega mikinn aukaút- búnað hefir þurft. vegna þess hlutverks, er stöðinni er ætl- aö vinna fyrir hitaveituna. Yfir sjálfa aðalæð hitaveit- unnar, sem liggur skammt frá stöðvarhúsinu, hefir verið byggð eins konar vatnsskipti stöð, en til beggja hliða þeirri stöð eru tveir olíu- geymar, sem hvor um sig tekur 1600 smálestir af olíu. Er talið, að sá forði, er báðir geymarnir taka, muni nægja sem ársforði af olíu handa stöðinni, miðað við þá notk- un, sem stöðinni er áætluð. Frá skiptistöð hitaveitunnar og geymunum liggja leiðslur í sama stokknum til stöðvar- hússins. Þegar hita þarf vatn hitaveitunnar, er hægt að skrúfa fyrir aðalæðina í skiptistöðinni og láta vatnið renna eftir sérstakri leiðslu til eimtúrbínustöðvarinnar. Þar er það hitað í til þess gerðum tækjum, og fer síðan eftir leiðslunni til baka og í aöalæðina, er flytur það í bæinn. Er vatnsskiptistöð- in sjálf mikið mannvirki. Rafmagnsketillinn. í stöðinni er aukaketiil, er á að notast til að framleiða gufu við næturrafmagn frá vatnsorkuverunum. — Gufu þessa á að nota aftur til að hita með vatn hitaveitunn- ar yfir nóttina. Þessi ketill verður aðallega notaður í minni háttar kuldum en get- ur þá verið mjög mikils virði, því að lengst af vetrarins, eru nú orðið ekki það miklir kuldar hér sunnan lands, að þessi ketill ætti að nægja. Oft koma þó kaldari kaflar eins og hefir sýnt sig að und- anförnu. Þá þarf hitaveitan meiri aðstoð og verður þá að- alketill stöðvarinnar tekinn í notkun til að hita vatnið upp í allt að 97 stig. Meira má ekki hita það. Séu hins vegar svo miklir kuldar, að sú hitun á vatnihu nægi ekki, er ennþá einn möguleiki, en hann er sá, að2 dæla vatni! frá Elliðaánum . inn á eim- túrbínustöðina og hita það þar. Því vatni ,verður síðan dælt inn á aðalæð hitaveit- unnar og notað til að auka vatnsmagnið og vatnsþrýst- ingin þar. E;ga þessar ráðstaf anir að miða að því, að gera hitaveituna, svo örugga, að ekki komi til þess, að hún nægi ekki fyrir það svæði, sem hún liggur um i bænum. Stöðvarhúsið. Stöðvarhúsið er geysistór bygging eins og áður hefir verið sagt og eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Það var byggt á þann hátt, að fyrst var ramelfd stálgrind sett á trausta steinsteypu- undirstöðu, en utan á stál- grindina er sett klæðning úr sérstöku efni. Er klæðning þessi í plötum, sem skrúfað- ar eru á sjálfa stálgrindina. Hefir þessi byggingarmáti verið reyndur um alllangt skeið í Bandaríkjunum og gefizt þar vel í sambandi við svona stórhýsi. Eins og sakir standa er eimtúrbínustöðin miðuð við að geta framkvæmt aukahit- un á hitaveituna eins og hitaveitan er nú. Ef hita- veitan verður aukin, er einnig hægt að auka vélakost eim- túrbínustöðvarinnar húsrým- isins vegna og vegna þess hvernig sjálft stöðvarhús- ið er byggt, er einnig hægt að byggja við það eítir því, sem þörf krefur, án mikill- ar fyrirhafnar. Má þá bæta við einni eða tveimur véla- samstæðum, eftir því, sem ástæður leyfa. Áætlað er að allur kostnaður viö þessa nýju stöð nemi um 18 milj. króna. Stöðin verður rekin allan sóiarhringinn og verða 3 menn á veröi, þegar stöðin er í gangi. Ný aukning 1950. Áætlað er að alls muni Sogið geta framleitt 86 þús. kílóv. fullvirkjað. Er nú í undir- búningi mikil viðbótarvirkj- un þar, er gert er ráð fyrir að verði tilbúin árið 1950. Hin nýja virkjun á að verða það stór að þegar henni lýk- Batnandi veiðiveour í Hvalfirði Veiðiveður er nú orðið all- gott í Hvalfirði, og fengu nokkur skip þar sæmilegan afla síðdegis í gær og í nótt. Annars má heita, að ekki hafi verið veiðiveður í firð- inum lengi að undanförnu. Ekkert lát virðist vera á síld- armagninu í firðinum, en hún heldur ,sig djúpt emj sem •fyrr,' en grynnir þó helzt á sér, er dimma tekur. Annars eru sjómennirnir, sem stunda síldveiðarnar, farnir að ná miklu betri árangri við erfið skilyrði, nú þegar þeir eru orönir vanir háttum síldar- innar í Hva-^firði. í nótt fóru skip að koma með síld til Reykjavíkur. Komu þe,ssi skip: Ingólfur Arnarson með 950 mál, Þor- steinn E.A. með 700 mál, Síldin 1300, Súlan 1700, And- vari TH. 700, Jón Dan 600, Þorsteinn Re. 900, Freyja 600, Sleipnir 700, Huginn I. 700, Akraborg 500. Eins og sakir standa biða 33 skip löndunar í Reykjavík. Verið er að losa síld i Hvassa- fell, og verður því sennilega lokið á morgun. Veiðiveður er nú gott í Hvalfirði, og má búast við mikilli veiði í Hvalfirði í dag. Fjáriagaráð franska þingsins á móti gengislækkun Framkvæmd gengisfelling- arinnar í Frakklandi mun nú mæta meiri erfiðleikum, en búizt hafði verið við inn- anlands, eftir að fjárlaga- nefnd þingsins hafnaði þess- um lögum með 17 atkvæðum gegn 15. I dag mun franska þingiö halda áfram að ræða þessi mál og virðist svo, sem þing- meirihluti stjórnarinnar sé ákveðinn í að halda frum- | varpinu til streitu, þótt fjár- I laganefndin hafi hafnað því. ■ Það voru aðallega kommtm- istar, sem greiddu atkvæði á móti frumvarpinu, en jafn- framt nokkrir af fulltrúum ílokks de Gaulle. Hafa þing- menn kommúnista lýst því yfir, að þeir muni eftir beztu getu beita sér á móti fram- gangi málsins á þingi. í Bandaríkjunum er geng- isfellingunni tekið nokkuð misjafnt, en þó eru blöð þar í landi almennt á því að við- urkenna, hversu alvarlegt á- standið í fjárhagslífi Frakka hafi verið orðið, en efi er lát- inn í ljós um þaö að gengis- fellingin sé hið rétta aðierð til að ráöa bót á vandkvæð- um frönsku þjóðarinnar. ur verði búið að nýta helm- ing þess, afls, sem talið er að fáist úr Soginu. Þangað til að að sú virkjun er full- gerð, verður hin nýja eim- túrbínustöð við Elliðaárnar að duga. Enn mun ekki ákveðið hvar hin nýja virkjun verður látin standa við Sogið, en um þessar mundir er verið að vinna að þeim málum. A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.